Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 10.–24.7.2020

2

Í vinnslu

  • 25.7.2020–21.1.2021

3

Samráði lokið

  • 22.1.2021

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-133/2020

Birt: 10.7.2020

Fjöldi umsagna: 5

Drög að reglugerð

Mennta- og barnamálaráðuneytið

Menning, listir, íþrótta- og æskulýðsmál

Drög að reglugerð um Sinfóníuhljómsveit Íslands

Niðurstöður

Ný reglugerð um Sinfóníuhljómsveit Íslands var lögð fram í samráðsgátt þann 10. júlí 2020 og bárust umsagnir frá 6 aðilum. Sérfræðingur á skrifstofu menningarmála og fjölmiðla tók saman þær athugasemdir sem bárust og bar undir framkvæmdastjóra og lögfræðing Sinfóníuhljómsveitar Íslands.

Málsefni

Mennta- og menningarmálaráðuneyti kynnir til umsagnar drög að reglugerð sem hefur stoð í 11. gr. laga um Sinfóníuhljómsveit Íslands nr. 36/1982.

Nánari upplýsingar

Mennta- og menningarmálaráðuneyti kynnir til umsagnar drög að reglugerð sem hefur stoð í 11. gr. laga um Sinfóníuhljómsveit Íslands nr. 36/1982.

Lögin kveða á um að mennta- og menningarmálaráðuneyti geti sett nánari ákvæði um framkvæmd laganna í reglugerð. Helstu breytingar frá reglugerð nr. 196/1991 um Sinfóníuhljómsveit Íslands eru þær að reglugerðin hefur verið uppfærð með tilliti til breytinga á lögum um Sinfóníuhljómsveit Íslands sem og breytts tíma. Drög að nýrri reglugerð um Sinfóníuhljómsveit Íslands eru styttri og einfaldari, ákvæði í drögum eru átta í stað 16 ákvæða gildandi reglugerðar.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Mennta- og menningarmálaráðuneyti

mrn@mrn.is