Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 13.7.–17.8.2020

2

Í vinnslu

  • 18.8.–18.11.2020

3

Samráði lokið

  • 19.11.2020

Mál nr. S-134/2020

Birt: 10.7.2020

Fjöldi umsagna: 2

Áform um lagasetningu

Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Skatta-, eigna- og fjármálaumsýsla

Áform um frumvarp til laga um nýtingu á landi í eigu ríkisins í atvinnuskyni

Niðurstöður

Áform að lagasetningu um nýtingu á landi í eigu ríkisins í atvinnuskyni voru birt á samráðsgátt í júní 2020. Tvær umsagnir bárust annars vegar frá Umhverfisstofnun og Samtökum ferðaþjónustunnar. Mikilvægt er að móta almennan lagaramma um nýtingu á landi í eigu ríkisins. Markmiðið er að setja fram tillögur um hvernig best verður staðið að úthlutun á rétti til hvers kyns nýtingar á landi og náttúruperlum í eigu ríkisins í atvinnuskyni. Leitast var við að taka mið af því sem kom fram í báðum umsögnunum við vinnslu frumvarpsins.

Málsefni

Áformað er að leggja fram frrumvarp til laga um nýtingu lands í eigu ríkisins í atvinnuskyni.

Nánari upplýsingar

Lagt er til að útbúið verði ný rammalöggjöf um nýtingu lands í eigu ríkisins í atvinnuskyni.

Mikilvægt er að hægt sé að skilgreina og stýra aðgengi að landi ríkisins í atvinnuskyni með tilteknum leyfisveitingum til skamms tíma sem tryggja gegnsæi og jafnræði en eru samt ekki óhóflega íþyngjandi fyrir þann sem hyggur á nýtingu. Að sama skapi er nauðsynlegt í ljósi þeirra aðstæðna sem eru hérlendis að horfa einnig til þeirra aðferða sem hafa verið notaðar í öðrum löndum til uppbyggingar og reksturs á fjölsóttum ferðamannastöðum þegar það á við til að ná fram settum markmiðum um náttúruvernd og stýringu aðgengis á landi ríkisins. Þær aðferðir myndu þá gefa ríkinu möguleika á því að færa langtímanýtingarrétt á tilteknum svæðum eða þjónustu til þriðja aðila til uppbyggingar og reksturs til talsverðs tíma.

Slík sérleyfi eru ekki einfaldir samningar um ótakmarkaðan aðgang og nýtingu gegn gjaldi heldur yrðu þeir bundnir ströngum skilyrðum og kröfum um umhverfisvernd, tegundir nýtingu, vöktun og eftirlit svæða, sjálfbærni, aðgengi almennings og öðrum skyldum við samfélagið.

Mikilvægt að sömu reglur gildi um nýtingu alls lands í eigu ríkisins nema sterk rök séu fyrir því gagnstæða. Að sama skapi ættu að gilda sambærilegar reglur og sjónarmið um gjaldtöku vegna nýtingar á slíku landi óháð því hvaða aðili innan ríkisins fer með umsjón þess. Þ

Lagt er til settar verði reglur vegna landssvæða og innviða í eigu ríkisins sem byggi á þrenns konar megingerðum nýtingarleyfa sem, eins og nánar kemur fram í áformaskjali og skýrslu starfshóps.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar að loknum umsagnarfresti. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Skrifstofa stjórnunar og umbóta

postur@fjr.is