Mál nr. S-136/2020

Birt: 13.7.2020

Fjöldi umsagna: 2

Drög að reglugerð

Utanríkisráðuneytið

Utanríkismál

Drög að reglum um styrkveitingar utanríkisráðuneytisins til félagasamtaka og fyrirtækja í þróunarsamvinnu

Niðurstöður

Eftir að umsagnarfresti lauk í samráðsgátt var farið yfir þær umsagnir sem bárust og gerðar breytingar á drögunum. Jafnframt bárust óformlegar ábendingar og fyrirspurnir. Endanlegar reglur voru birtar í B-deild Stjórnartíðinda þann 21. október 2020, nr. 1035/2020.

Málsefni

Utanríkisráðuneytið birtir til umsagnar drög að reglum um styrkveitingar til félagasamtaka og fyrirtækja í þróunarsamvinnu. Í drögunum eru gildandi úthlutunarreglum steypt saman og þær uppfærðar en skilyrði og matsviðmið eru að mestu óbreytt.

Nánari upplýsingar

Utanríkisráðuneytið óskar eftir umsögn um drög að reglum um styrkveitingar utanríkisráðuneytisins til félagasamtaka og fyrirtækja í þróunarsamvinnu, með vísan til 6. gr. laga um alþjóðlega þróunarsamvinnu, nr. 121/2008, ákvæða 42. gr. laga um opinber fjármál, nr. 123/2015 og reglugerðar um styrkveitingar ráðherra, nr. 642/2018.

Drögin taka mið af gildandi reglum ráðuneytisins í málaflokknum um styrkveitingar utanríkisráðuneytisins úr Samstarfssjóði við atvinnulíf um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna, nr. 1080/2018 og reglum um styrkveitingar utanríkisráðuneytisins til félagasamtaka í þróunarsamvinnu og mannúðaraðstoð, nr. 300/2019.

Í drögunum hefur gildandi úthlutunarreglum verið steypt saman í eitt regluverk og þær uppfærðar en skilyrði og matsviðmið fyrri reglna eru að mestu óbreytt.

Samhliða birtingu endanlegra reglna verða ýtarlegri verklagsreglur fyrir málaflokkana, þ.e. fyrir fyrirtæki og félagasamtök jafnframt birtar á heimasíðu stjórnarráðsins.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Tenging við önnur mál (2)

Umsjónaraðili

Sigurlilja Albertsdóttir

sigurlilja.albertsdottir@utn.is