Samráð fyrirhugað 16.07.2020—31.08.2020
Til umsagnar 16.07.2020—31.08.2020
Niðurstöður í vinnslu frá 31.08.2020
Niðurstöður birtar 24.09.2020

Áform um frumvarp til nýrra laga um greiðsluþjónustu (PSD2)

Mál nr. 137/2020 Birt: 16.07.2020 Síðast uppfært: 24.09.2020
  • Fjármála- og efnahagsráðuneytið
  • Áform um lagasetningu
  • Málefnasvið:
  • Markaðseftirlit, neytendamál og stjórnsýsla atvinnumála

Niðurstöður birtar

Ein umsögn barst frá SFF og er hún til úrvinnslu í ráðuneytinu. Í umsögninni var óskað eftir að haghafar fái góðan tíma til að kynna sér drög að frumvarpi áður en það verður lagt fram á Alþingi. Verður brugðist við ábendingunni með því að þegar frumvarpið verður sett í samráðsgátt verði lengri tími en 2 vikur veittar til umsagnar. Ábendingum að haghafar þurfi lengri tíma a.m.k. til 1. janúar 2022 til að ljúka vinnu við skjölun á tæknikröfum fyrir netskilafleti í stað 1. júlí 2021 er hún til úrvinnslu í ráðuneytinu og stefnt að því að kynna niðurstöðu hennar í frumvarpi í samráðsgátt í október.

Ferill máls

Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 16.07.2020–31.08.2020. Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 24.09.2020.

Málsefni

Fjármála-og efnhagsráðherra áformar að leggja fram frumvarp til nýrra laga um greiðsluþjónustu sem mun innleiða tilskipun (ESB) 2015/2366 (PSD2).

Með áformuðu frumvarpi er markmiðið að samræma þær reglur sem gilda hér á landi landi við þær sem gilda á Evrópska efnahagssvæðinu enda er þannig ýtt undir aukna starfsemi erlendra fyrirtækja hér á landi og íslenskra fyrirtækja erlendis. Megintilgangur fyrirhugaðs frumvarps er að auka samkeppni á sviði greiðsluþjónustu, efla eftirlit með nýjum aðilum á greiðsluþjónustumarkaði og efla upplýsingaöryggi og neytendavernd.

Tengd mál

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Jóna Björk Guðnadóttir - 28.08.2020

Umsögn þessi er send fyrir hönd Samtaka fjármálafyrirtækja (SFF). SFF þakka fyrir tækifærið til að veita umsögn um málið en PSD2 hefur mikil áhrif á starfsumhverfi fjármálafyrirtækja. Áherslur SFF varðandi áformin sem hér eru birt eru eftirfarandi:

1. SFF leggja áherslu á að haghafar fái góðan tíma til að kynna sér drög að frumvarpi áður en það verður lagt fram á Alþingi.

2. Áformin gera ráð fyrir að greiðsluþjónustuveitendur þurfi að hafa lokið fyrir 1. júlí 2021 vinnu við skjölun á tæknikröfum fyrir netskilafleti (e. documentation of Technical specifiation of interfaces) og uppsetningu á prófunarumhverfi (e. testing facility including support for connection and functional testing). Þessi tímasetning er krefjandi fyrir greiðsluþjónustuveitendur. Þótt þeir myndu stefna að því að ljúka vinnunni fyrir þennan tíma er líklegt að í ljós komi að lengri tími verði nauðsynlegur. Því telja SFF ráðlegt að ákveða í upphafi lengri frest, a.m.k. til 1. janúar 2022, eða gera ráð fyrir að nauðsynlegt verði á fyrri hluta næsta árs að framlengja frestinn.

3. Æskilegt er að Fjármálaeftirlitið styðji við þá vinnu sem nefnd er í lið 2 hér að framan til þess að auka líkur á að niðurstaðan verði í samræmi við þær kröfur sem gerðar eru.