Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 16.7.–31.8.2020

2

Í vinnslu

  • 1.–23.9.2020

3

Samráði lokið

  • 24.9.2020

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-137/2020

Birt: 16.7.2020

Fjöldi umsagna: 1

Áform um lagasetningu

Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Markaðseftirlit og neytendamál

Áform um frumvarp til nýrra laga um greiðsluþjónustu (PSD2)

Niðurstöður

Ein umsögn barst frá SFF og er hún til úrvinnslu í ráðuneytinu. Í umsögninni var óskað eftir að haghafar fái góðan tíma til að kynna sér drög að frumvarpi áður en það verður lagt fram á Alþingi. Verður brugðist við ábendingunni með því að þegar frumvarpið verður sett í samráðsgátt verði lengri tími en 2 vikur veittar til umsagnar. Ábendingum að haghafar þurfi lengri tíma a.m.k. til 1. janúar 2022 til að ljúka vinnu við skjölun á tæknikröfum fyrir netskilafleti í stað 1. júlí 2021 er hún til úrvinnslu í ráðuneytinu og stefnt að því að kynna niðurstöðu hennar í frumvarpi í samráðsgátt í október.

Málsefni

Fjármála-og efnhagsráðherra áformar að leggja fram frumvarp til nýrra laga um greiðsluþjónustu sem mun innleiða tilskipun (ESB) 2015/2366 (PSD2).

Nánari upplýsingar

Með áformuðu frumvarpi er markmiðið að samræma þær reglur sem gilda hér á landi landi við þær sem gilda á Evrópska efnahagssvæðinu enda er þannig ýtt undir aukna starfsemi erlendra fyrirtækja hér á landi og íslenskra fyrirtækja erlendis. Megintilgangur fyrirhugaðs frumvarps er að auka samkeppni á sviði greiðsluþjónustu, efla eftirlit með nýjum aðilum á greiðsluþjónustumarkaði og efla upplýsingaöryggi og neytendavernd.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Tenging við önnur mál (1)

Umsjónaraðili

Fjármála- og efnhagsráðuneytið

fjr@fjr.is