Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 26.7.–16.8.2020

2

Í vinnslu

  • 17.8.–16.9.2020

3

Samráði lokið

  • 17.9.2020

Skjöl til samráðs

Fylgiskjöl

Mál nr. S-139/2020

Birt: 26.7.2020

Fjöldi umsagna: 7

Áform um lagasetningu

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið

Umhverfismál

Áform um frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 60/2013, um náttúruvernd (málsmeðferð o.fl.)

Niðurstöður

Alls bárust sex umsagnir um áformin. Frumvarp var í kjölfarið unnið í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu og auglýst til umsagnar í Samráðsgáttinni þann 3. september 2020. Sjá 5. kafla í greinargerð fyrir afstöðu ráðuneytisins til athugasemda sem bárust um áformin í máli nr. 169/2020.

Málsefni

Umhverfis- og auðlindaráðherra áformar að leggja fram frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 60/2013, um náttúruvernd (málsmeðferð o.fl.)

Nánari upplýsingar

Þar sem nokkur reynsla er komin á framkvæmd friðlýsinga í samræmi við þá málsmeðferð sem lýst er í 36. gr. og 38.- 40. gr. laga nr. 60/2013 um náttúruvernd, er með áformuðu frumvarpi ætlunin að leggja til að kynningarferli áformaðra friðlýsinga, sem ekki eru á náttúruminjaskrá, verði stytt. Jafnframt er áformað að tími sá sem ætlaður er til að kynna drög að friðlýsingarskilmálum verði styttur frá því sem hann er í dag.

Þá er áformað að heimild ráðherra til að veita undanþágur frá ákvæðum friðlýsinga verði fluttar til Umhverfisstofnunar. Með því að færa undanþáguheimildir frá ákvæðum friðlýsingar til Umhverfisstofnunar skapast tækifæri til að fá ákvörðun endurskoðaða á stjórnsýslustigi.

Einnig er áformað að ítrekuð verði sú skylda að kortleggja óbyggð víðerni og að bann við losun úrgangs verði rýmkað.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Tenging við önnur mál (1)

Umsjónaraðili

Skrifstofa landgæða

postur@uar.is