Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 14.–26.8.2020

2

Í vinnslu

  • 27.–31.8.2020

3

Samráði lokið

  • 1.9.2020

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-147/2020

Birt: 14.8.2020

Fjöldi umsagna: 1

Drög að reglugerð

Matvælaráðuneytið

Nýsköpun, rannsóknir og þekkingargreinar

Reglugerð um umsóknir og skráningu vörumerkja, félagamerkja og ábyrgðar- og gæðamerkja

Niðurstöður

Unnið hefur verið úr umsögnum og reglugerð birt.

Málsefni

Kynnt er til umsagnar reglugerð um umsóknir og skráningu vörumerkja, félagamerkja og ábyrgðar- og gæðamerkja sem kemur í stað eldri reglugerðar nr.310/1997 um skráningu vörumerkja o.fl. Helstu efnisbreytingar tengjast breytingum á lögum nr. 45/1997 um vörumerki o.fl.

Nánari upplýsingar

Með lögum nr. 71/2020 var vörumerkjalögum breytt og innleidd tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2015/2436/ESB um samræmingu á lögum aðildarríkjanna um vörumerki sem og afleidd efnisákvæði sem auka skýrleika og samræmi við íslensk sérlög á sviði hugverka- og einkaréttinda og löggjöf annarra ríkja.Í tilskipuninni felast fjölmörg nýmæli, bæði til samræmingar á nálgun aðildarríkja Evrópusambandsins og EES/EFTA-ríkjanna við skráningu, notkun og verndartíma vörumerkja en einnig ítarlegri ákvæði en áður um tengd réttindi, þ.e. félaga- og ábyrgðar- og gæðamerki, ákvæði um afurðarheiti og plöntuheiti svo dæmi séu tekin.

Helstu breytingar sem urðu á vörumerkjalögum, nr. 45/1997, felast í því að horfið er frá þeirri kröfu að vörumerki þurfi að vera „sýnileg tákn“, skráningarskilyrði merkja breytt og lagaákvæði um félagamerki og gæða- og ábyrgðarmerki færð úr sérlögum í vörumerkjalögin. Fleiri nýmælin eru t.d. heimild þriðja aðila til að leggja fram ábendingu gegn skráningu vörumerkis, ákvæði um notkunarleysi sem vörn í andmælamáli sem og breytinga á verndartíma skráðra vörumerkja á þann vega að verndin gildir ekki frá skráningardegi heldur hefst á umsóknardegi og gildir í tíu ár frá þeim degi. Þá var settur skýrari rammi um ferli við stjórnsýslulega niðurfellingu skráðra vörumerkja og ferlinu skipt annars vegar í ógildingu vörumerkjaskráningar, svo sem vegna notkunarleysis, eða niðurfellingu skráningar, svo sem ef að vörumerki telst ekki hafa uppfyllt skilyrði skráningar. Réttaráhrif þessara tveggja úrræða eru ólík og er skýrar kveðið á um ferlið sem fylgir þessum úrræðum.

Reglugerð sú sem nú er kynnt til umsagnar útfærir ofangreind nýmæli nánar, svo sem kröfur til framsetningu vörumerkja, en felur einnig í sér töluverða uppfærslu á fyrri reglugerð um skráningu vörumerkja. Þau drög sem nú eru send til umsagnar eru þannig töluvert skýrari en eldri reglugerð og málsmeðferð Hugverkastofu nákvæmar útlistuð en áður var.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Skrifstofa ferðamála og nýsköpunar

brynhildur.palmarsdottir@anr.is