Samráð fyrirhugað 18.08.2020—08.09.2020
Til umsagnar 18.08.2020—08.09.2020
Niðurstöður í vinnslu frá 08.09.2020
Niðurstöður birtar 20.11.2020

Drög að reglugerð um gildistöku reglugerða framkvæmdastjórnarinnar (ESB) um ríkisaðstoð

Mál nr. 148/2020 Birt: 18.08.2020 Síðast uppfært: 20.11.2020
  • Fjármála- og efnahagsráðuneytið
  • Drög að reglugerð
  • Málefnasvið:
  • Markaðseftirlit, neytendamál og stjórnsýsla atvinnumála

Niðurstöður birtar

Engar umsagnir bárust.

Ferill máls

Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 18.08.2020–08.09.2020. Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 20.11.2020.

Málsefni

Fjármála- og efnahagsráðuneytið birtir til umsagnar drög að reglugerð um innleiðingu reglugerðar (ESB) um framlengingu á reglugerð um almenna hópundanþágu (GBER) og reglugerð um minniháttaraðstoð (de minimis).

Fjármála- og efnahagsráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að reglugerð um innleiðingu reglugerðar (ESB) um framlengingu á reglugerð um almenna hópundanþágu (GBER) og reglugerð um minniháttaraðstoð (de minimis).

Reglugerðirnar voru teknar upp innan EES í tengslum við svonefnda nútímavæðingu ríkisaðstoðarreglna árið 2012 og gildistími þeirra beggja rennur út í lok árs 2020. Gert er ráð fyrir endurskoðun beggja gerða og í því sambandi hófst nothæfismat (e. fitness check) á vegum framkvæmdastjórnar ESB í janúar 2019. Þessari vinnu verður að líkindum ekki lokið fyrr en undir lok árs 2020 og í kjölfarið verður tekin afstaða til þess hvort tilefni sé til efnisbreytinga. Í þágu fyrirsjáanleika og réttaröryggis hefur því gildistími beggja gerða verið framlengdur til til 31. desember 2023, með reglugerðinni.

Auk framlengingar á gildistíma gerðanna tveggja eru sérstök ákvæði í reglugerðinni um með hvaða hætti unnt er að framlengja gildistíma ríkisaðstoðarkerfa sem sett voru á fót á grundvelli reglugerðar um almenna hópundanþágu. Þá hefur reglugerðin að geyma ákvæði um viðeigandi breytingar á skilyrðum fyrir veitingu aðstoðar samkvæmt reglugerð um almenna hópundanþágu, í tengslum við heimsfaraldur COVID-19. Breytingarnar varða skilgreiningu á fyrirtækjum í erfiðleikum og skuldbindingar fyrirtækja sem hlotið hafa byggðaaðstoð varðandi starfsmannafjölda.

Gert er ráð fyrir að reglugerðin geti tekið gildi eftir að gerðin hefur verið birt í EES-viðbætinum.