Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 19.8.–2.9.2020

2

Í vinnslu

  • 3.9.–1.12.2020

3

Samráði lokið

  • 2.12.2020

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-149/2020

Birt: 19.8.2020

Fjöldi umsagna: 0

Drög að frumvarpi til laga

Dómsmálaráðuneytið

Dómstólar

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um kyrrsetningu, lögbann o.fl., nr. 31/1990, (lögbann á tjáningu).

Niðurstöður

Engar umsagnir bárust um málið. Var frumvarpið lagt fram á Alþingi 1. október 2020.

Málsefni

Með frumvarpi þessu eru lagðar til breytingar á lögum um kyrrsetningu, lögbann o.fl., nr. 31/1990, í því augnamiði að styrkja tjáningarfrelsi með því að bæta umgjörð lögbannsmála á hendur fjölmiðlum.

Nánari upplýsingar

Með frumvarpinu er lagt til að bætt verði við ákvæði í lög um kyrrsetningu, lögbann o.fl., nr. 31/1990, til að skýra nánar málsmeðferð fyrir sýslumanni og einfalda hana. Er lagt til að þegar um er að ræða beiðni um lögbann við birtingu efnis skuli ætíð lögð fram trygging til bráðabirgða. Þá er lagt til að frestir við meðferð sýslumanns verði takmarkaðir eins og kostur er og einungis veittir í undantekningartilvikum. Þá er jafnframt lagt til að um staðfestingarmál í kjölfar lögbanns fari eftir ákvæðum XIX. kafla laga um meðferð einkamála, nr. 90/1991, um flýtimeðferð einkamála, eftir því sem við á. Auk þess eru lagðar til strangari bótareglur í þessum málum og dómara heimilað að dæma bætur að álitum vegna þess tjóns sem varð við það að birting efnis var hindruð vegna lögbanns eða beiðni um það.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Dómsmálaráðuneytið

dmr@dmr.is