Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 20.8.–3.9.2020

2

Í vinnslu

  • 4.2020–15.9.2021

3

Samráði lokið

  • 16.9.2021

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-151/2020

Birt: 20.8.2020

Fjöldi umsagna: 4

Drög að reglugerð

Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Fjölskyldumál

Reglugerð um starfsleyfi til einkaaðila sem veita félagsþjónustu.

Niðurstöður

Málinu lauk með setningu reglugerðar um starfsleyfi til einkaaðila sem veita félagsþjónustu nr. 1320/2020, að hafðri hliðsjón af umsögnum sem bárust um gáttina.

Málsefni

Endurskoðun reglugerðar 1034/2018 um starfsleyfi til félagasamtaka, sjálfseignastofnana og annarra einkaaðila sem veita félagsþjónustu. Markmiðið reglugerðarinnar er að stuðla að og tryggja að umgjörð félagsþjónustu sem veitt er af einkaaðilum sé í samræmi við lög og reglur á sviðinu og uppfylli þær faglegu kröfur sem

Nánari upplýsingar

Félagsmálaráðuneytið hefur haft til endurskoðunar reglugerð 1034/2018 um starfsleyfi til félagasamtaka, sjálfseignastofnana og annarra einkaaðila sem veita félagsþjónustu. Í reynslunnar er það mat ráðuneytisins að skerpa þurfi á ákvæðum reglugerðarinnar. Markmiðið reglugerðarinnar er að stuðla að og tryggja að umgjörð félagsþjónustu sem veitt er af einkaaðilum sé í samræmi við lög og reglur á sviðinu og uppfylli þær faglegu kröfur sem gera má til slíkra þjónustuaðila. Valdefling skal höfð að leiðarljósi í þjónustunni sem skal miða að því að einstaklingurinn taki virkan þátt í samfélaginu á eigin forsendum. Þjónustan skal taka mið af einstaklingsbundnum þörfum og aðstæðum. Í drögum að reglugerð þessari er m.a. fjallað um starfsleyfisskyldu einkaaðila og skilyrði starfsleyfa.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Félagsmálaráðuneytið

frn@frn.is