Samráð fyrirhugað 21.08.2020—04.09.2020
Til umsagnar 21.08.2020—04.09.2020
Niðurstöður í vinnslu frá 04.09.2020
Niðurstöður birtar 02.07.2021

Áform um frumvarp til laga um samhæfingu stefna og áætlana á sviði samgöngu- og sveitarstjórnarmála

Mál nr. 152/2020 Birt: 21.08.2020 Síðast uppfært: 02.07.2021
  • Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið
  • Áform um lagasetningu
  • Málefnasvið:
  • Samgöngu- og fjarskiptamál
  • Sveitarfélög og byggðamál

Niðurstöður birtar

Áform um frumvarp til laga um samhæfingu stefna og áætlana á sviði samgöngu- og sveitarstjórnarmála voru birt í samráðsgátt stjórnvalda til umsagnar um tveggja vikna skeið. Þrjár umsagnir bárust, frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Samtökum atvinnulífsins og Fjórðungssambandi Vestfirðinga, sem almennt voru jákvæðar í garð aukinnar samhæfingar áætlana. Í kjölfarið voru unnin drög að frumvarpi sem einnig voru birt í samráðsgáttinni til umsagnar.

Ferill máls

Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 21.08.2020–04.09.2020. Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 02.07.2021.

Málsefni

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra áformar að leggja fram á Alþingi frumvarp til nýrra laga um samhæfingu stefna og áætlana á sviði samgöngu- og sveitarstjórnarmála þar sem tekin verða næstu skref á því sviði.

Sú stefnumörkun sem unnin er í samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu samkvæmt lögum er eftirfarandi:

• Samgönguáætlun, skv. lögum um samgönguáætlun, nr. 33/2008.

• Fjarskiptaáætlun, skv. lögum um fjarskipti, nr. 81/2003.

• Byggðaáætlun, skv. lögum um byggðaáætlun og sóknaráætlanir, nr. 69/2015.

• Stefnumótandi áætlun ríkisins um málefni sveitarfélaga, skv. sveitarstjórnarlögum, nr. 138/2011, sbr. lög nr. 53/2018.

Þessar fjórar stefnur og áætlanir varða öll meginverkefni ráðuneytisins og segja má að þær séu hryggjarstykkið í stefnu þess og starfi. Þær tengjast mjög náið og einstök meginmarkmið og áherslur snerta gjarnan þær allar samtímis.

Lög um breytingu á ýmsum lögum til samræmingar á áætlunum á sviði samgöngu-,

fjarskipta-, sveitarstjórnar- og byggðamála, nr. 53/2018, sem gildi tóku í júní 2018, fólu í sér fyrsta áfangann í aukinni samhæfingu á stefnum og áætlunum ráðuneytisins. Var markmiðið að ná fram aukinni skilvirkni og samhæfingu áætlana, auk þess sem komið var á sérstakri stefnumörkun í málefnum sveitarfélaganna. Verklag við gerð áætlananna var samræmt, sem og form þeirra og tímaspönn, m.a. út frá forsendum laga um opinber fjármál.

Með frumvarpinu verður unnið að framgangi næsta áfanga við aukna samhæfingu stefna og áætlana á verkefnasviði samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins. Með því megi ná meiri árangri fyrir samfélagið með aukinni samvinnu málaflokka, meira gagnsæi og hagkvæmari nýtingu fjármuna.

Meðal þess sem metið verður við undirbúning frumvarpsins er sameining fimm og fimmtán ára áætlana í eina áætlun, framsetning markmiða með áætlanagerðinni, skipan ráða, samræming svæðaskiptingar, hvernig draga megi fram sameiginleg verkefni áætlananna og hve ört þær skuli endurskoðaðar.

Tengd mál

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Samtök atvinnulífsins - 03.09.2020

Í fylgiskjali má finna umsögn Samtaka atvinnulífsins um mál nr. 152/2020

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#2 Samband íslenskra sveitarfélaga - 04.09.2020

Góðan daginn

Meðfylgjandi er umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga

Bestu kveðjur

Bryndís

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#3 Fjórðungssamband Vestfirðinga - 04.09.2020

Hjálagt er umsögn Fjórðungsambands Vestfirðinga.

Viðhengi