Samráð fyrirhugað 21.08.2020—07.09.2020
Til umsagnar 21.08.2020—07.09.2020
Niðurstöður í vinnslu frá 07.09.2020
Niðurstöður birtar

Áform um frumvarp til laga um íslenska alþjóðlega skipaskrá

Mál nr. 154/2020 Birt: 21.08.2020 Síðast uppfært: 07.09.2020
  • Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið
  • Áform um lagasetningu
  • Málefnasvið:
  • Samgöngu- og fjarskiptamál

Niðurstöður í vinnslu

Umsagnarfrestur er liðinn (21.08.2020–07.09.2020). Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust.

Málsefni

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið áformar að leggja fram frumvarp til laga um íslenska alþjóðlega skipaskrá. Markmið frumvarpsins er að Ísland verði samkeppnishæft á alþjóðavettvangi á sviði kaupskipaútgerðar og að efla stöðu Íslands sem siglingaþjóð með því að skráð íslensk kaupskip sigli undir íslenskum fána.

Flestar siglingaþjóðir í Evrópu reka alþjóðlegar skipaskrár og veita ýmsar skattaívilnanir til þess að vera samkeppnishæfar við að halda skipum í eigu ríkisborgara sinna á skrá. Í dag eru öll kaupskip íslenskra aðila skráð á skipaskrá erlendra ríkja. Þróun síðustu þrjátíu ára hefur verið að skráningum hefur fækkað jafnt og þétt en árið 1987 voru skráð kaupskip 39 talsins.

Móta þarf alþjóðlega samkeppnishæft rekstrarumhverfi fyrir kaupskipaútgerð með m.a. endurskoðun á laga- og skattaumhverfi málefnisins og öðrum þáttum sem tengjast þessari starfsemi.

Í gildi eru lög nr. 38/2007 um íslenska alþjóðlega skipaskrá sem var ætlað að stuðla að skráningu kaupskipa á Íslandi. Á sama þingi voru sett lög nr. 86/2007 um skattlagningu kaupskipaútgerða. Þau lög hafa verið felld úr gildi þar sem þau töldust ekki uppfylla kröfur EES-samningsins um ríkisstyrki. Gert er ráð fyrir að samið verði frumvarp til heildarlaga um íslensk alþjóðlega skipaskrá. Þetta frumvarp hafi að geyma ákvæði um skattlagningu kaupskipaútgerða. Með þessu móti verði öll ákvæði sem varða skráningu kaupskipa í einni löggjöf.

Tengd mál

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Alþýðusamband Íslands - 01.09.2020

Alþýðusamband Íslands tekur ekki að svo stöddu afstöðu til þess hvort eða hvernig skattlagningu alþjóðlegrar íslenskrar skipaskrár verður háttað en leggst af miklum þunga gegn þeim áformum sem láta lítið yfir sér í „Áformum um lagasetningu“ en varða það sem kemur fram í kafla A.3 í samráðsskjali og kallað er útfærsla reglna um kjarasamninga farmanna.

Í ársbyrjun 2007 gaf ASÍ umsögn um frumvarp til laga um íslenska alþjóðlega skipaskrá þar sem gert var ráð fyrir því að kjarasamningar farmanna á kaupskipum sem skráð væru í skránna yrðu útfærðir þ.a. að um kjör einsakra áhafnarmeðlima færi eftir kjarasamningum í því ríki sem þeir ættu lögheimili. Eins og ítarlega er rökstutt í þeirri umsögn sem gefin var 2007 (sjá fylgiskjal), þá er slík útfærsla andstæð stjórnarskrá Íslands, lögum nr. 80/1938, lögum nr. 55/1980 og alþjóðlegum sáttmálum sem Ísland er aðili að. Þau lögfræðilegu sjónarmið hafa ekkert breyst og reyndar má frekar merkja þróun þar sem bæði hér á landi og á alþjóðavísu er lagst gegn félagslegum undirboðum, mismunun gagnvart og misnotkun á vinnuafli frá löndum sem standa höllum fæti, efnahagslega og þróunarlega hvað mannréttindi varðar, gagnvart vesturlöndum.

Í fyrrgreindri umsögn ASÍ var m.a. vísað til umfjöllunar ILO um framkvæmd Danmerkur á Samþykkt nr. 98 um beitingu grundvallarreglnanna um réttinn til að stofna félög og semja sameiginlega sem Ísland er einnig bundið af, hvað varðar dönsku alþjóðlegu skipaskrána (DIS). Það mál er enn til meðferðar innan eftirlitskerfis ILO, síðast á árinu 2019 og þar segir nú eftir nýjustu samskipti aðila (https://www.ilo.org/dyn/normlex/en/f?p=1000:13100:0::NO:13100:P13100_COMMENT_ID:4023414):

“While welcoming the step taken through the amendment of the DIS Act, the Committee requests the Government to continue, in consultation with the social partners, to make every efforts to ensure the full respect of the principles of free and voluntary collective bargaining so that Danish trade unions may freely represent in the collective bargaining process all their members and that collective agreements concluded by Danish trade unions may cover all their members – working on ships sailing under the Danish flag whether they are within or beyond Danish territorial waters or continental shelf, and regardless of their activities. The Committee requests the Government to provide information on any developments in this regard.”

Í kafla E í samráðsskjali er fjallað um „Samræmi við stjórnarskrá og þjóðarétt – aðrar grundvallarspurningar“. Þar er, þrátt fyrir að gert sé ráð fyrir „útfærslu kjarasamninga farmanna“ í kafla A, algerlega látið liggja milli hluta hvort og þá hvernig hugsanleg útfærsla geti verið andstæð stjórnarskrá, lögum og alþjóðasamningum. Hyggist ríkisstjórn Íslands feta sömu leið mannréttindabrota og sumar aðrar þjóðir hafa gert í þessu samhengi leggst sambandið alfarið gegn þeim hugmyndum sem samráðs hefur nú verið leitað um.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#2 Páll Ægir Pétursson - 03.09.2020

Í viðhengi er sameiginleg umsögn Félags skipstjórnarmanna og VM Félags vélstjóra og málmtæknimanna.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#3 Valmundur Valmundsson - 07.09.2020

Umsögn Sjómannasambands Íslands.

Sjómannasamband Íslands tekur heilshugar undir umsögn ASÍ um málið.

Valmundur Valmundsson

formaður Sjómannasambands Íslands.

Afrita slóð á umsögn

#4 SVÞ-Samtök verslunar og þjónustu - 07.09.2020

Góðan dag,

Meðfylgjandi er umsögn SVÞ - Samtaka verslunar og þjónustu um áform um frumvarp til laga um íslenska alþjóðlega skipaskrá.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#5 Eimskipafélag Íslands hf. - 07.09.2020

Meðfylgjandi umsögn frá Eimskipafélagi Íslands hf.

Viðhengi