Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 21.8.–7.9.2020

2

Í vinnslu

  • 8.2020–15.9.2021

3

Samráði lokið

  • 16.9.2021

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-154/2020

Birt: 21.8.2020

Fjöldi umsagna: 5

Áform um lagasetningu

Innviðaráðuneytið

Samgöngu- og fjarskiptamál

Áform um frumvarp til laga um íslenska alþjóðlega skipaskrá

Niðurstöður

Að loknu samráði um áform um lagasetningu í samráðsgátt voru fundir haldnir í janúar 2021 með hagsmunaaðilum til að kalla eftir frekari sjónarmiðum varðandi áformað frumvarp. Drög að frumvarpi voru síðan kynnt í samráðsgátt 31. mars 2021, sjá mál nr. 92/2021.

Málsefni

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið áformar að leggja fram frumvarp til laga um íslenska alþjóðlega skipaskrá. Markmið frumvarpsins er að Ísland verði samkeppnishæft á alþjóðavettvangi á sviði kaupskipaútgerðar og að efla stöðu Íslands sem siglingaþjóð með því að skráð íslensk kaupskip sigli undir íslenskum fána.

Nánari upplýsingar

Flestar siglingaþjóðir í Evrópu reka alþjóðlegar skipaskrár og veita ýmsar skattaívilnanir til þess að vera samkeppnishæfar við að halda skipum í eigu ríkisborgara sinna á skrá. Í dag eru öll kaupskip íslenskra aðila skráð á skipaskrá erlendra ríkja. Þróun síðustu þrjátíu ára hefur verið að skráningum hefur fækkað jafnt og þétt en árið 1987 voru skráð kaupskip 39 talsins.

Móta þarf alþjóðlega samkeppnishæft rekstrarumhverfi fyrir kaupskipaútgerð með m.a. endurskoðun á laga- og skattaumhverfi málefnisins og öðrum þáttum sem tengjast þessari starfsemi.

Í gildi eru lög nr. 38/2007 um íslenska alþjóðlega skipaskrá sem var ætlað að stuðla að skráningu kaupskipa á Íslandi. Á sama þingi voru sett lög nr. 86/2007 um skattlagningu kaupskipaútgerða. Þau lög hafa verið felld úr gildi þar sem þau töldust ekki uppfylla kröfur EES-samningsins um ríkisstyrki. Gert er ráð fyrir að samið verði frumvarp til heildarlaga um íslensk alþjóðlega skipaskrá. Þetta frumvarp hafi að geyma ákvæði um skattlagningu kaupskipaútgerða. Með þessu móti verði öll ákvæði sem varða skráningu kaupskipa í einni löggjöf.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Tenging við önnur mál (1)

Umsjónaraðili

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

srn@srn.is