Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 21.8.–7.9.2020

2

Í vinnslu

  • 8.2020–15.9.2021

3

Samráði lokið

  • 16.9.2021

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-155/2020

Birt: 21.8.2020

Fjöldi umsagna: 3

Áform um lagasetningu

Innviðaráðuneytið

Samgöngu- og fjarskiptamál

Áform um frumvarp til laga um áhafnir skipa

Niðurstöður

Þrjár umsagnir bárust um áform þessi. Í kjölfar samráðsins voru fundir haldnir með hagsmunaaðilum þar sem frekari sjónarmið komu fram. Frumvarp var síðan birt á samráðsgátt stjórnvalda 18. febrúar 2021 til umsagnar (sjá mál nr. 51/2021).

Málsefni

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið áformar að leggja fram frumvarp til laga um áhafnir skipa. Markmiðið með frumvarpinu er að yfirfara þær reglur sem gilda á þessu sviði, einfalda regluverkið og sameina þau lög sem gilda um áhafnir skipa í einn lagabálk.

Nánari upplýsingar

Um áhafnir íslenskra fiskiskipa, varðskipa, skemmtibáta og annarra skipa gilda samnefnd lög nr. 30/2007 (áhafnalög). Fjalla þau um nám og réttindi skipstjórnar- og vélstjórnarmanna, fyrirkomulag skírteinismála, mönnun skipa og undanþágur, o.fl. Í lögunum eru hæfniskröfur til áhafna útfærðar í smáatriðum auk þess sem stjórnsýsla er útfærð með öðrum hætti en almennt gerist. Þá eru í gildi lög um áhafnir íslenskra farþegaskipa og flutningaskipa gilda, nr. 76/2001, sem fjalla um menntun og þjálfun þessara áhafna, alþjóðleg skírteini (m.a. útgáfu þeirra og viðurkenningu) og réttindi áhafna t.a.m. hvað varðar vinnu- og hvíldartíma, orlof, heimferðir, heilsu- og tryggingavernd. Um lögskráningu sjómanna gilda lög nr. 35/2010. Þau gera kröfu um að allir skipverjar sem ráðnir eru til starfa um borð í skipi skráðun hér á landi séu lögskráðir í skiprúm. Kveður hún á um framkvæmd lögskránignar, gjöld og eftirlit. Þá eru í gildi lög nr. 50/1961 um bryta og matreiðslumenn á farskipum og fiskiskipum. Þau gera kröfu um að matreiðslumenn, bryta og matsveina á tilteknum skipum og kveða á um kröfur sem gerðar eru til menntunar þessara aðila.

Við vinnu þessa frumvarps verður farið yfir löggjöfina á þessu sviði, greint hvað er úrelt eða þarfnast uppfærslu og breytinga. Í vinnunni verði m.a. horft til reglna sem gilda á Norðurlöndum. Í þeirri vinnu verði m.a. ákvæði um menntun og réttindi áhafna, lögskráningu, kröfur um mönnun um borð í skipum, hlutverk Samgöngustofu í tengslum við stjórnsýslu og eftirlit, undanþágur og lögfestingu alþjóðlega kóðans um öryggisstjórnun skipa fyrir fiskiskip sem eru 45 metrar og lengri (ISM kóðinn), tekin til skoðunar. Þá verður kannað hvaða ákvæði eigi betur heima í reglugerðarákvæðum. Úr þessari vinnu verði heildstætt frumvarp til heildarlaga um áhafnir skipa.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Tenging við önnur mál (1)

Umsjónaraðili

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

srn@srn.is