Engar umsagnir bárust um áform um frumvarp til laga um brottfall ýmissa laga á málefnasviði samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins. Drög að frumvarpi verða birt í samráðsgátt til umsagnar í ársbyrjun 2021.
Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 03.09.2020–17.09.2020.
Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.
Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 23.11.2020.
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra áformar að leggja fram á Alþingi frumvarp til laga um brottfall ýmissa laga á málefnasviði ráðuneytisins. Ætlunin er að fella brott lagabálka sem hafa ekki þýðingu lengur. .
Ýmsir lagabálkar á málefnasviði ráðuneytisins hafa lokið hlutverki sínu eða eru orðnir úreltir án þess þó að hafa verið formlega felldir á brott. Viðkomandi lagabálkar eiga ekki lengur við, ýmist sökum þess að heildarendurskoðun regluverks á málefnasviði ráðuneytisins hefur leyst af hólmi sérsniðin lagaákvæði sem ekki hafa verið felld brott, eða vegna þess að hlutverk þeirra var afmarkað í tíma.
Með fyrirhuguðu frumvarpi er stefnt að því að löggjöf sem ekki hefur þýðingu lengur verði felld á brott og með því stuðlað að betra samræmi og yfirsýn að því er varðar gildandi rétt, á þeim sviðum sem löggjöfin snertir.