Samráð fyrirhugað 25.08.2020—10.09.2020
Til umsagnar 25.08.2020—10.09.2020
Niðurstöður í vinnslu frá 10.09.2020
Niðurstöður birtar 28.06.2021

Áform um frumvarp til laga um breytingu á skipulagslögum nr. 123/2010

Mál nr. 159/2020 Birt: 25.08.2020 Síðast uppfært: 28.06.2021
  • Umhverfis- og auðlindaráðuneytið
  • Áform um lagasetningu
  • Málefnasvið:
  • Umhverfismál

Niðurstöður birtar

Frumvarp birt í samráðsgátt, https://samradsgatt.island.is/oll-mal/$Cases/Details/?id=2779

Ferill máls

Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 25.08.2020–10.09.2020. Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 28.06.2021.

Málsefni

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið áformar að leggja fram frumvarp til breytinga á skipulagslögum nr. 123/2010.

Breytingarnar á skipulagslögum fela það í sér að heimilt verði að skipa sérstaka stjórnsýslunefnd sem hefur það hlutverk að taka sameiginlega skipulagsákvörðun sem nær til einnar framkvæmdar vegna flutningskerfis raforku, þvert á sveitarfélagsmörk. Meginhlutverk nefndarinnar yrði undirbúningur og samþykkt skipulagsákvörðunar vegna framkvæmdarinnar, útgáfa sameiginlegs framkvæmdaleyfis og yfirumsjón með eftirliti með framkvæmdinni. Slík nefnd væri skipuð fyrir hverja og eina framkvæmd í senn.

Þá verður kveðið á um styttan umsagnarfrest við afmarkaðar breytingar á deiliskipulagi með það að markmiði að auka skilvirkni í stjórnsýslu vegna uppbyggingar íbúðarhúsnæðis.

Þá eru áformaðar breytingar í þeim tilgangi að tryggja lagalegar forsendur fyrir stafrænni skipulagsgátt.

Tengd mál

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Landsvirkjun - 01.09.2020

Meðfylgjandi er umsögn Landsvirkjunar um áform um frumvarp til laga um breytingu á skipulagslögum nr. 123/2010.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#2 Landvernd, landgræðslu- og umhverisverndarsamtök Íslands - 07.09.2020

Vinsamlegast sjá umsögn Landverndar í viðhengi,

kveðja

Auður

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#3 Hörður Þorsteinsson - 07.09.2020

Umsögn Framkvæmdastjórnar um vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#4 Samtök atvinnulífsins - 08.09.2020

Í fylgiskjali má finna umsögn Samtaka atvinnulífsins um mál nr. 159/2020

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#5 Skipulagsstofnun - 08.09.2020

Hjálögð er umsögn Skipulagsstofnunar.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#6 Veitur ohf. - 08.09.2020

Meðfylgjandi er umsögn Veitna ohf.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#7 Baldur Dýrfjörð - 08.09.2020

Hjálögð er umsögn Samorku, samtaka orku- og veitufyrirtækja.

Virðingarfyllst, Baldur Dýrfjörð lögfræðingur Samorku

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#8 Reykjavíkurborg - 10.09.2020

Umsögn er varðar tillögu að breytingu á skipulagslögum 123/2010.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#9 Samband íslenskra sveitarfélaga - 10.09.2020

Hjálagt sendist umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga um áformaskjalið.

F.h. sambandsins

Guðjón Bragason

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#10 Sif Konráðsdóttir - 10.09.2020

Meðfylgjandi eru ábendingar.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#11 Samtök iðnaðarins - 10.09.2020

Gott kvöld,

meðfylgjandi er umsögn Samtaka iðnaðarins um áform um frumvarp til laga um breytingu á skipulagslögum, nr. 123/2010, mál nr. 159/2020.

Virðingarfyllst,

Björg Ásta Þórðardóttir

lögfræðingur SI

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#12 Guðjón Ármannsson - 10.09.2020

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið

Skuggasundi 1.

101 Reykjavík

Reykjavík, 8. september 2020

Efni: Mál nr. 159/2020 í samráðsgátt. Umsögn um áform um breytingu á skipulagslögum

nr. 123/2010.

Umbjóðendur mínir Eydís Franzdóttir, kt. 310363-3329, Landakoti, 191, Vogum, Guðni Franzsson, kt. 210161-2449, Hagamelur 29, 107 Reykjavík, Ólafur Þór Jónsson, kt. 031241-3719, Sléttuvegi 31, 103 Reykjavík, Reykjaprent ehf., kt. 700366-0149, Síðumúla 14, 108 Reykjavík, Sigríður S. Jónsdóttir, kt. 280337-4129, Hvassaleiti 56-58, 103 Reykjavík og STV ehf., kt. 620612-0570, Stóru Vatnsleysu, 190 Vogum, hafa falið mér að koma á framfæri umsögn við áform um frumvarp til laga um breytingu á sipulagslögum nr. 123/2010. Umbj. mínir eru landeigendur á línuleið áformaðrar Suðurnesjalínu 2. Hafa þeir um langt skeið haldið á lofti sjónarmiðum um að Suðurnesjalína 2 verði lögð sem jarðstrengur. Í áliti Skipulagsstofnunar frá 22. apríl 2020 var komist að því að þeirri niðurstöðu að æskilegast væri að leggja línuna sem jarðstreng meðfram Reykjanesbraut. Landsnet hefur ekki enn lagt fram beiðni um framkvæmdaleyfi til viðkomandi sveitarfélaga sem byggir á niðurstöðu Skipulagsstofnunar og þar með hins lögbundna mats á umhverfisáhrifum.

Samkvæmt fyrirliggjandi áformum um breytingar á skipulagslögum er miðað við að skipuð verði sérstök stjórnsýslunefnd sem hefur það hlutverk að taka sameiginlega skipulagsákvörðun sem ná til einnar framkvæmdar vegna flutningskerfis raforku. Slík skipulagsákvörðun hafi gildi þvert á staðarmörk sveitarfélaga. Er tekið fram að undirbúningur og samþykkt skipulagsákvörðunar og útgáfa sameiginlegs framkvæmdaleyfis verði á könnu slíkrar nefndar. Að mati umbj. minna er hér um að ræða gríðarlega mikið inngrip í skipulagshlutverk sveitarfélaga sem á sér vart hliðstæðu.

Umbj. mínir leggjast gegn áformum um breytingu á skipulagslögum sem felur í sér skipan sérstakrar stjórnsýslunefndar. Að mati umbj. minna nýtur raforkukerfið engrar þeirrar sérstöðu sem réttlætir að þrengt sé að skipulagshlutverki sveitarfélaga með svo afgerandi hætti. Ein tiltekin framkvæmd í vegagerð getur til að mynda einnig farið fram innan staðarmarka marga sveitarfélaga. Tína má til fleiri dæmi. Umbj. mínir telja það mikinn misskilning að seinkun á framkvæmdum sem tengjast styrkingu raforkukerfisins eigi rót sína að rekja til núgildandi löggjafar. Málið á sér allt aðrar skýringar.

Hér á Íslandi er það Landsnet sem annast meginflutningskerfi raforku og kerfisstjórnun þess. Vandamál Landsnets við að styrkja flutningskerfi í raforku er heimatilbúið. Vísast þar meðal annars til tilvika þar sem Hæstiréttur Íslands hefur fellt úr gildi stjórnvaldsákvarðanir á grundvelli þess að Landsnet hafi ekki uppfyllt skilyrði laga um samanburð raunhæfra valkosta. Hinir fjölmörgu dómar Hæstaréttar í svonefndum Suðurnesjalínumálum frá árunum 2015 til 2017 eru í reynd miklir áfellisdómar um vinnubrögð Landsnets.

Þá liggur fyrir nýlegt dæmi þar sem tillaga Landsnets að nýrri kerfisáætlun er ekki uppfærð í samræmi við álit Skipulagsstofnunar um tiltekna framkvæmd. Eru slík vinnubrögð Landsnets til þess fallin að seinka framkvæmdum og raunar keyra þær í strand áður en þær hefjast. Við það verður ekki unað að Landsnet hundsi niðurstöðu umhverfismats í þeim tilfellum þegar aðalvalkostur fyrirtækisins verður ekki ofan á í lögbundnu umhverfismatsferli.

Svo virðist sem Landsnet eigi enn langt í land með að standast samanburð við sambærilega aðila við undirbúning stórframkvæmda. Þar liggur stóri vandinn. Miklar brotalamir eru á því hvernig og hvenær Landsnet nálgast landeigendur á einstökum áformuðum línuleiðum. Ekkert raunhæft samráð á sér stað. Þá er enn skortur á því að raunhæfur samanburður valkosta fari fram. Við slíkan samanburð verður að horfa til fleiri þátta en stofnkostnaðar hinnar eiginlegu framkvæmdar. Verður í auknum mæli að beina sjónum að umhverfiskostnaði samkvæmt viðurkenndum aðferðum.

Verði niðurstaðan sú að lögð sé til sameiginleg stjórnsýslunefnd við útgáfu framkvæmdaleyfa þá telja umbj. mínir brýnt að undir nefndina eigi ekki framkvæmdir sem nú þegar hafi farið í gegnum lögbundið umhverfismatsferli. Ella væri um að ræða afturvirkni sem ekki fær staðist. Hvað sem öðru líður verður að taka af skarið um að 14. gr. núgildandi skipulagslaga gildi áfram fullum fetum um þá stjórnsýslunefnd sem gerð er tillaga um. Í 2. mgr. 14. gr. laganna segir t.d. að við útgáfu framkvæmdaleyfis skuli sveitarstjórn leggja til grundvallar álit Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum.

Umbj. mínir eru tilbúnir til að útlista sjónarmið sín nánar ef óskað verður eftir.

Virðingarfyllst,

________________________

Guðjón Ármannsson hrl.

Viðhengi