Samráð fyrirhugað 28.08.2020—21.09.2020
Til umsagnar 28.08.2020—21.09.2020
Niðurstöður í vinnslu frá 21.09.2020
Niðurstöður birtar 08.12.2020

Skýrsla um alþjóðasamninginn um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi

Mál nr. 161/2020 Birt: 28.08.2020 Síðast uppfært: 08.12.2020
  • Dómsmálaráðuneytið
  • Annað
  • Málefnasvið:
  • Réttindi einstaklinga, trúmál og stjórnsýsla dómsmála

Niðurstöður birtar

Reynt verður að taka tillit þeirra athugasemda sem fram komu í umsögnum við skrif skýrslunnar. Drög að skýrslunni verða birt á samráðsgátt Stjórnarráðsins.

Ferill máls

Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 28.08.2020–21.09.2020. Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 08.12.2020.

Málsefni

Hér er kallað eftir tillögum og ábendingum um atriði sem leggja skal áherslu á við gerð skýrslu Íslands um framkvæmd alþjóðasamningsins um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi.

Hafin hefur verið vinna við fimmtu skýrslu Íslands um alþjóðasamninginn um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi. Skýrslan mun taka til áranna 2010 til 2020, en leitast verður við að gefa sem réttasta mynd af því hvernig samningnum hefur verið framfylgt á því tímabili og hvernig tekið hefur verið tillit til lokaathugasemda nefndarinnar til Íslands frá 11. desember 2012.

Stýrihópur Stjórnarráðsins um mannréttindi, þar sem eiga sæti fulltrúar allra ráðuneyta, mun halda utan um skýrsluskrifin. Hópurinn vill eiga gott samráð við hagsmunaaðila við gerð skýrslunnar. Er því hér með óskað eftir ábendingum og tillögum um þau atriði sem leggja skal áherslu á í skýrslunni. Vegna aðstæðna verður ekki haldinn opinn samráðsfundur líkt og stefnt var að. Verður samráðið því einungis rafrænt. Þegar drög að skýrslunni liggja fyrir verða þau kynnt á samráðsgáttinni og verður þá hægt að koma á framfæri frekari athugasemdum.

Frjáls félagasamtök geta einnig útbúið sínar eigin skýrslur og sent nefndinni, en nánari upplýsingar um það ferli má nálgast hér: https://www.ohchr.org/EN/HRBodies/CESCR/Pages/NGOs.aspx

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Margrét Steinarsdóttir - 21.09.2020

Tillögur og ábendingar Landssamtakanna Þroskahjálpar og Mannréttindaskrifstofu Íslands vegna skýrslu stjórnvalda um alþjóðasamning um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#2 Samtök atvinnulífsins - 21.09.2020

Góðan dag,

Meðfylgjandi eru ábendingar Samtaka atvinnulífsins vegna gerðar fimmtu skýrslu stjórnvalda um samninginn.

Virðingarfyllst,

f.h. SA

Heiðrún Björk Gísladóttir

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#3 Hagsmunasamtök heimilanna - 21.09.2020

Sjá viðhengi.

Viðhengi