Umsagnarfrestur er liðinn (01.09.2020–15.09.2020).
Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.
Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust.
Umhverfis- og auðlindaráðuneytið áformar að leggja fram frumvarp til breytinga á lögum nr. 52/1989 um ráðstafanir gegn umhverfismengun af völdum einnota umbúða fyrir drykkjarvörur.
Áformað frumvarp leggur til breytingar á lögum nr. 52/1989 í samræmi við nokkrar tillögur í skýrslu starfshóps um drykkjarvöruumbúðir frá júlí 2018 til að bæta umhverfi endurvinnslu og skilagjalds á umbúðir fyrir drykkjarvörur.
Áformað er að samræma orðalag ákvæða við lög um meðhöndlun úrgangs og lög um úrvinnslugjald sbr. myndun hringrásarhagkerfisins. Þá er einnig áformað að bæta við markmiðsákvæði í lögin.
Áformað er að skilakerfið nái til fleiri aðila, að skilagjald hækki í samræmi við vísitölu neysluverðs og að umsýsluþóknun taki breytingum.