Samráð fyrirhugað 31.08.2020—14.09.2020
Til umsagnar 31.08.2020—14.09.2020
Niðurstöður í vinnslu frá 14.09.2020
Niðurstöður birtar 02.12.2020

Frumvarp til laga um breytingu á almennum hegningarlögum, nr. 19/1940, með síðari breytingum (umsáturseinelti).

Mál nr. 165/2020 Birt: 31.08.2020 Síðast uppfært: 02.12.2020
  • Dómsmálaráðuneytið
  • Drög að frumvarpi til laga
  • Málefnasvið:
  • Almanna- og réttaröryggi
  • Réttindi einstaklinga, trúmál og stjórnsýsla dómsmála
  • Dómstólar

Niðurstöður birtar

Þrjár umsagnir bárust um frumvarpið. Ein frá Barnaheillum þar sem lagt er til að fjallað verði sérstaklega um áhrif lögfestingarinnar á börn á heildstæðan hátt í samræmi við 3. gr. barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna þar sem fram kemur sú meginregla að við allar ákvarðanir sem varða börn skuli hafa að leiðarljósi það sem barni er fyrir bestu og tvær frá einstaklingum. Frumvarpið var lagt fram á Alþingi 7. október 2020.

Skjal að loknu samráði

Ferill máls

Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 31.08.2020–14.09.2020. Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 02.12.2020.

Málsefni

Með frumvarpi þessu er lagt til að bætt verði sérstöku ákvæði um umsáturseinelti við almenn hegningarlög nr. 19/1940.

Með frumvarpinu er lagt til að nýju refsiákvæði verði bætt við almenn hegningarlög er verði 232. gr. a. laganna. Með ákvæðinu verði gert refsivert að hóta, elta, fylgjast með, setja sig í samband við eða með öðrum sambærilegum hætti sitja um annan mann ef háttsemin er endurtekin og til þess fallin að valda hræðslu eða kvíða. Talið er rétt og eðlilegt að hinu nýja ákvæði verði komið fyrir í XXV. kafla almennra hegningarlaga sem ber heitið: Ærumeiðingar og brot gegn friðhelgi, sem ný 232. gr. a. Þá er lagt til að brot gegn ákvæðinu varði sektum eða fangelsi allt að fjórum árum.

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Rúnar Lárusson - 03.09.2020

Dómsmálaráðherra hefur lagt fram frumvarp um að bæta ákvæði inn í hegningarlög um umsáturseinelti. Þetta frumvarp er gott og löngu tímabært að taka á eltihrellum hvar sem þeir eru og í hvaða verndaða umhverfi þeir eru til að vinna illvirki sín.

Ég vil taka dæmi af einelti, sem svínvirkaði fyrir illvirkja. Sá maður Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur stefndi undirrituðum fyrir dómstóla (mál nr. 397/2013) með skelfilegum afleiðingum fyrir undirritaðan. Tilefnið var aðeins að skaða mig fjárhagslega. Lögin eru afdráttarlaus og skýr og úrskurður Innanríkisráðuneytis, Héraðsdómur og Hæstiréttur komust að sömu niðurstöðu. Eftir stendur verknaður þessa manns og óbeit hans á minni persónu, eins og ég sé það, og komast upp með að nota auð OR til að klekkja á peði bótalaust. Einelti valdamanns gengur ekki, 4 ára fangelsi og vera rekin úr starfi er lágmark. Ég vil taka fram að Bjarni Bjarnason var studdur af yfirstjórn borgarinnar, þrátt fyrir að þeir vissu að lögin gáfu ekki tilefni til. Ég fer fram á að frumvarpið verði víðtækara og nái yfir breiðara svið. Þá hef ég sérstaklega í huga að valdamenn geti ekki notað völd sín og auð fyrirtækis til að fara gegn borgurum að tilefnislausu. Það á að vera skýrt í lögum að fjárhagslegur skaði verði greiddur eða fangelsisdómur verði hlutskipti eltihrellis. Umboðsmaður Alþingis lét hafa eftir sér, að fara yfir mörk valdsviðs síns eigi að hafa afleiðingar.

Reykjavík, 3. september 2020. Virðingarfyllst, Rúnar Lárusson.

Afrita slóð á umsögn

#2 Davíð Ragnar Bjarnason - 08.09.2020

Nú eru mál sem hafa verið í gangi, mig langar til að vita hvort það er hækt að kæra einstaklinga aftur í tímann

kv Davíð