Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 31.8.–14.9.2020

2

Í vinnslu

  • 15.9.–1.12.2020

3

Samráði lokið

  • 2.12.2020

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-165/2020

Birt: 31.8.2020

Fjöldi umsagna: 2

Drög að frumvarpi til laga

Dómsmálaráðuneytið

Almanna- og réttaröryggi

Frumvarp til laga um breytingu á almennum hegningarlögum, nr. 19/1940, með síðari breytingum (umsáturseinelti).

Niðurstöður

Þrjár umsagnir bárust um frumvarpið. Ein frá Barnaheillum þar sem lagt er til að fjallað verði sérstaklega um áhrif lögfestingarinnar á börn á heildstæðan hátt í samræmi við 3. gr. barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna þar sem fram kemur sú meginregla að við allar ákvarðanir sem varða börn skuli hafa að leiðarljósi það sem barni er fyrir bestu og tvær frá einstaklingum. Frumvarpið var lagt fram á Alþingi 7. október 2020.

Málsefni

Með frumvarpi þessu er lagt til að bætt verði sérstöku ákvæði um umsáturseinelti við almenn hegningarlög nr. 19/1940.

Nánari upplýsingar

Með frumvarpinu er lagt til að nýju refsiákvæði verði bætt við almenn hegningarlög er verði 232. gr. a. laganna. Með ákvæðinu verði gert refsivert að hóta, elta, fylgjast með, setja sig í samband við eða með öðrum sambærilegum hætti sitja um annan mann ef háttsemin er endurtekin og til þess fallin að valda hræðslu eða kvíða. Talið er rétt og eðlilegt að hinu nýja ákvæði verði komið fyrir í XXV. kafla almennra hegningarlaga sem ber heitið: Ærumeiðingar og brot gegn friðhelgi, sem ný 232. gr. a. Þá er lagt til að brot gegn ákvæðinu varði sektum eða fangelsi allt að fjórum árum.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Dómsmálaráðuneytið

dmr@dmr.is