Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 1.–7.9.2020

2

Í vinnslu

  • 8.2020–20.9.2021

3

Samráði lokið

  • 21.9.2021

Skjöl til samráðs

Fylgiskjöl

Mál nr. S-167/2020

Birt: 1.9.2020

Fjöldi umsagna: 0

Áform um lagasetningu

Innviðaráðuneytið

Hagskýrslugerð og grunnskrár

Áform um frumvarp til breytinga á lögum um skráningu einstaklinga

Niðurstöður

Niðurstaða málsins er í stuttu máli sú að samið var frumvarp sem breytti lögum nr. 140/2019

Málsefni

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið áformar að leggja fram frumvarp til laga til breytinga á lögum um skráningu einstaklinga nr. 140/2019.

Nánari upplýsingar

Í 2. mgr. 24. gr. laga um skráningu einstaklinga kemur fram að bann við heildarafhendingu þjóðskrár, sem kveðið er á um í 2. mgr. 12. gr. laganna, skuli taka gildi 1. janúar 2021. Eins og staðan er í dag er ljóst að ekki mun takast að ljúka við að breyta miðlun þjóðskrár fyrir gildistöku ákvæðisins þann 1. janúar nk. á þann hátt sem framangreind lagaákvæði kveða á um. Í ljósi framangreinds er nauðsynlegt að fresta gildistöku til 1. júní 2022.

Þá kemur fram í 11. gr. laga um skráningu einstaklinga nr. 140/2019 þá geta útlendingar, vegna sérstakra hagsmuna hér á landi fengið útgefna kerfiskennitölur. Þessar kerfiskennitölur eru til hagsbóta fyrir opinbera stofnanir, t.d. ef þessir einstaklingar þurfa að greiða skatt, nýta læknisþjónustu o.fl. Í ljós hefur komið að nauðsynlegt þykir að gefa út kerfiskennitölur fyrir andvana fædd börn sem fæðast eftir 22. viku meðgöngu. Þetta er nauðsynlegt til auðkenningar í skrám landlæknis og annarra heilbrigðisstofnana. Barnið uppfyllir ekki kröfur til að fá venjulega kennitölu og því er þetta nauðsynlegt.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

srn@srn.is