Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 2.–16.9.2020

2

Í vinnslu

  • 17.–20.9.2020

3

Samráði lokið

  • 21.9.2020

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-168/2020

Birt: 2.9.2020

Fjöldi umsagna: 0

Drög að reglugerð

Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Vinnumarkaður og atvinnuleysi

Drög að breytingu á reglum um starfskjör forstöðumanna

Niðurstöður

Engar umsagnir bárust.

Málsefni

Kynnt eru til umsagnar drög að breytingu á reglum um starfskjör forstöðumanna nr. 490/2019. Með þeim er lagt til að reglur um starfskjör forstöðumanna taki jafnframt til þeirra sem fá laun skv. sérákvæðum í lögum þ.e. annarra en þjóðkjörinna fulltrúa, dómara og ráðherra.

Nánari upplýsingar

Með gildistöku laga nr. 79/2019, um breytingu á ýmsum lögum vegna brottfalls laga um kjararáð, nr. 130/2016 (launafyrirkomulag), var fjármála- og efnahagsráðherra veitt heimild til að setja almennar reglur um starfskjör þeirra sem fá laun samkvæmt sérákvæðum í lögum, sbr. 2. mgr. 39. gr. laga nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins.

Núgildandi reglur nr. 490/2019 um starfskjör forstöðumanna taka til þeirra sem falla undir 39. gr. a. laga nr. 70/1996. Drög þessi taka mið að því að gildisvið framangreindra reglna verði rýmkað þannig þau taki einnig til þeirra sem fá laun samkvæmt sérákvæðum í lögum og falla undir 2. mgr. 39. gr. laga nr. 70/1996.

Meðal þeirra sem fá laun samkvæmt sérákvæðum í lögum eru ráðuneytisstjórar, seðlabankastjóri og ríkissáttasemjari. Fyrirhuguð breyting tekur ekki til þjóðkjörinna fulltrúa, dómara og ráðherra en starfkjör þeirra eru ákvörðuð á öðrum grundvelli.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Engin skráður umsjónaraðili.