Samráð fyrirhugað 02.09.2020—16.09.2020
Til umsagnar 02.09.2020—16.09.2020
Niðurstöður í vinnslu frá 16.09.2020
Niðurstöður birtar 21.09.2020

Drög að breytingu á reglum um starfskjör forstöðumanna

Mál nr. 168/2020 Birt: 02.09.2020 Síðast uppfært: 21.09.2020
  • Fjármála- og efnahagsráðuneytið
  • Drög að reglugerð
  • Málefnasvið:
  • Vinnumarkaður og atvinnuleysi

Niðurstöður birtar

Engar umsagnir bárust.

Ferill máls

Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 02.09.2020–16.09.2020. Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 21.09.2020.

Málsefni

Kynnt eru til umsagnar drög að breytingu á reglum um starfskjör forstöðumanna nr. 490/2019. Með þeim er lagt til að reglur um starfskjör forstöðumanna taki jafnframt til þeirra sem fá laun skv. sérákvæðum í lögum þ.e. annarra en þjóðkjörinna fulltrúa, dómara og ráðherra.

Með gildistöku laga nr. 79/2019, um breytingu á ýmsum lögum vegna brottfalls laga um kjararáð, nr. 130/2016 (launafyrirkomulag), var fjármála- og efnahagsráðherra veitt heimild til að setja almennar reglur um starfskjör þeirra sem fá laun samkvæmt sérákvæðum í lögum, sbr. 2. mgr. 39. gr. laga nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins.

Núgildandi reglur nr. 490/2019 um starfskjör forstöðumanna taka til þeirra sem falla undir 39. gr. a. laga nr. 70/1996. Drög þessi taka mið að því að gildisvið framangreindra reglna verði rýmkað þannig þau taki einnig til þeirra sem fá laun samkvæmt sérákvæðum í lögum og falla undir 2. mgr. 39. gr. laga nr. 70/1996.

Meðal þeirra sem fá laun samkvæmt sérákvæðum í lögum eru ráðuneytisstjórar, seðlabankastjóri og ríkissáttasemjari. Fyrirhuguð breyting tekur ekki til þjóðkjörinna fulltrúa, dómara og ráðherra en starfkjör þeirra eru ákvörðuð á öðrum grundvelli.