Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 3.–16.9.2020

2

Í vinnslu

  • 17.9.2020–3.8.2021

3

Samráði lokið

  • 4.8.2021

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-169/2020

Birt: 3.9.2020

Fjöldi umsagna: 10

Drög að frumvarpi til laga

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið

Umhverfismál

Drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um náttúruvernd nr. 60/2013

Niðurstöður

Frumvarp var lagt fram á Alþingi 11. nóvember 2020. Í samráðskafla frumvarpsins er að finna umfjöllun og viðbrögð við þeim umsögnum sem bárust í opnu samráði á Samráðsgátt. Frumvarpið var samþykkt með breytingum umhverfis- og samgöngunefndar 3. febrúar 2021.

Málsefni

Í frumvarpinu eru lagðar til breytingar á ákvæðum laga um náttúruvernd nr. 60/2013 sem tengjast málsmeðferð við friðlýsingar og undanþágum fra ákvæðum friðlýsinga. Að auki er lagt til nýtt ákvæði um kortlagningu óbyggðra víðerna.

Nánari upplýsingar

Frumvarpið felur í sér breytingar á nokkrum ákvæðum laga um náttúruvernd og skipta má efni þeirra í þrjá flokka. Í fyrsta lagi er um að ræða breytingar á ákvæðum 36., 38. og 39. gr. laganna sem fjalla um náttúruminjaskrá, málsmeðferð við gerð hennar og um friðlýsingu einstakra svæða. Í 2. gr. frumvarpsins er lögð til breyting á 1. málsl. 36. gr. laganna er kveður á um hvar tillaga um endurskoðaða náttúruminjaskrá skuli auglýst og hefur breytingin í för með sér að ákvæðið verði nútímavætt þannig að ekki sé skylt að auglýsa tillöguna í prentmiðlum heldur á vefmiðlum og með öðrum hætti eftir því sem við á. Breytingar á 38. gr. laganna snúa að því að stytta þann tíma sem veittur er til kynningar á áformum um einstakar friðlýsingar og að tryggja að skýrt sé tekið fram í ákvæðinu að þegar áform um friðlýsingu eru auglýst til kynningar er ekki þörf á að fyrir liggi hvaða flokki friðlýstra svæða lagt er til að viðkomandi svæði muni falla undir. Breytingar á 39. gr. laganna snúa einnig að tímafrestum við málsmeðferð friðlýsinga.

Í öðru lagi er um að ræða breytingar á 41. gr. laganna er snýr að undanþágu frá ákvæðum friðlýsingar en með breytingunni er lagt til að heimildin til að veita undanþáguna verði færð frá ráðherra til Umhverfisstofnunar.

Þá er í frumvarpinu lagt til nýtt ákvæði er snýr að skyldu til að láta kortleggja óbyggð víðerni.

Að lokum eru lagðar til breytingar á 1. mgr. 91. gr. laganna er fjallar um ákvarðanir sem kæranlegar eru til ráðherra í samræmi við þá tilfærslu að Umhverfisstofnun veiti undanþágu frá ákvæðum friðlýsinga en ekki ráðherra.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Tenging við önnur mál (1)

Umsjónaraðili

Sigríður Svana Helgadóttir

sigridur.svana.helgadottir@uar.is