Samráð fyrirhugað 03.09.2020—16.09.2020
Til umsagnar 03.09.2020—16.09.2020
Niðurstöður í vinnslu frá 16.09.2020
Niðurstöður birtar

Drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um náttúruvernd nr. 60/2013

Mál nr. 169/2020 Birt: 03.09.2020 Síðast uppfært: 17.09.2020
  • Umhverfis- og auðlindaráðuneytið
  • Drög að frumvarpi til laga
  • Málefnasvið:
  • Umhverfismál

Niðurstöður í vinnslu

Umsagnarfrestur er liðinn (03.09.2020–16.09.2020). Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust.

Málsefni

Í frumvarpinu eru lagðar til breytingar á ákvæðum laga um náttúruvernd nr. 60/2013 sem tengjast málsmeðferð við friðlýsingar og undanþágum fra ákvæðum friðlýsinga. Að auki er lagt til nýtt ákvæði um kortlagningu óbyggðra víðerna.

Frumvarpið felur í sér breytingar á nokkrum ákvæðum laga um náttúruvernd og skipta má efni þeirra í þrjá flokka. Í fyrsta lagi er um að ræða breytingar á ákvæðum 36., 38. og 39. gr. laganna sem fjalla um náttúruminjaskrá, málsmeðferð við gerð hennar og um friðlýsingu einstakra svæða. Í 2. gr. frumvarpsins er lögð til breyting á 1. málsl. 36. gr. laganna er kveður á um hvar tillaga um endurskoðaða náttúruminjaskrá skuli auglýst og hefur breytingin í för með sér að ákvæðið verði nútímavætt þannig að ekki sé skylt að auglýsa tillöguna í prentmiðlum heldur á vefmiðlum og með öðrum hætti eftir því sem við á. Breytingar á 38. gr. laganna snúa að því að stytta þann tíma sem veittur er til kynningar á áformum um einstakar friðlýsingar og að tryggja að skýrt sé tekið fram í ákvæðinu að þegar áform um friðlýsingu eru auglýst til kynningar er ekki þörf á að fyrir liggi hvaða flokki friðlýstra svæða lagt er til að viðkomandi svæði muni falla undir. Breytingar á 39. gr. laganna snúa einnig að tímafrestum við málsmeðferð friðlýsinga.

Í öðru lagi er um að ræða breytingar á 41. gr. laganna er snýr að undanþágu frá ákvæðum friðlýsingar en með breytingunni er lagt til að heimildin til að veita undanþáguna verði færð frá ráðherra til Umhverfisstofnunar.

Þá er í frumvarpinu lagt til nýtt ákvæði er snýr að skyldu til að láta kortleggja óbyggð víðerni.

Að lokum eru lagðar til breytingar á 1. mgr. 91. gr. laganna er fjallar um ákvarðanir sem kæranlegar eru til ráðherra í samræmi við þá tilfærslu að Umhverfisstofnun veiti undanþágu frá ákvæðum friðlýsinga en ekki ráðherra.

Tengd mál

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Landvernd, landgræðslu- og umhverisverndarsamtök Íslands - 04.09.2020

Vinsamlegast sjá umsögn Landverndar í viðhegni.

kveðja

Auður

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#2 Samtök atvinnulífsins - 10.09.2020

Í fylgiskjali má finna umsögn Samtaka atvinnulífsins.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#3 ÓFEIG náttúruvernd - 16.09.2020

Umsögnin varðar efni skyldu til kortlagningar óbyggðra víðerna.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#4 Þórólfur Jónsson - 16.09.2020

Umsögn Reykjavíkurborgar

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#5 Landsvirkjun - 16.09.2020

Meðfylgjandi er umsögn Landsvirkjunar við drög að frumvarpi till aga um breytingu á lögum um náttúruvernd nr. 60/2013.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#6 Minjastofnun Íslands - 16.09.2020

Sjá viðhengi.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#7 Náttúrufræðistofnun Íslands - 16.09.2020

Meðfylgjandi er umsögn NÍ um framangreint mál.

kv. Trausti Baldursson

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#8 Umhverfisstofnun - 16.09.2020

Í meðfylgjandi pdf skjali er umsögn Umhverfisstofnunar

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#9 Baldur Dýrfjörð - 16.09.2020

Hjálögð er umsögn Samorku, samtaka orku- og veitufyrirtækja um drög að frumvarpi til breytinga á náttúruverndarlögum.

Virðingarfyllst, Baldur Dýrfjörð lögfræðingur

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#10 Samtök ferðaþjónustunnar - 17.09.2020

Viðhengi