Samráð fyrirhugað 04.09.2020—18.09.2020
Til umsagnar 04.09.2020—18.09.2020
Niðurstöður í vinnslu frá 18.09.2020
Niðurstöður birtar 24.11.2021

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða o.fl. (veiðistjórn grásleppu o.fl.)).

Mál nr. 173/2020 Birt: 04.09.2020 Síðast uppfært: 24.11.2021
  • Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið
  • Drög að frumvarpi til laga
  • Málefnasvið:
  • Sjávarútvegur og fiskeldi

Niðurstöður birtar

Alls bárust 64 umsagnir. Af þeim sem tóku beina afstöðu til þess hvort færa ætti grásleppuveiðar undir aflamarksstjórn voru 39 umsagnaraðilar fylgjandi tillögunni og 21 andvígur. Auk þess bárust umsagnir varðandi stjórn veiða á hryggleysingjum og sandkola. Tilefni þótti til að breyta frumvarpinu í ljósi framkominna athugasemda eins og rakið er nánar í niðurstöðuskjali.

Nánar um niðurstöður

Skjal að loknu samráði

Ferill máls

Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 04.09.2020–18.09.2020. Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 24.11.2021.

Málsefni

Með frumvarpi þessu er lagt til að tekin verði upp aflamarksstjórn við veiðar á grásleppu. Auk þess er lagt til að heimilað verði að úthluta aflahlutdeild til veiða á staðbundnum nytjastofnum hryggleysingja, þannig að sérstakt aflamark komi fyrir veiðisvæði.

Með frumvarpi þessu er lagt til að:

-- aflamarki verði úthlutað til veiða á grásleppu.

-- heimilað verði að úthluta svæðisbundnu aflamarki fyrir svæðisbundna stofna.

-- sandkoli verði kvótasettur fyrir öll Íslandsmið.

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Einar E Sigurðsson - 08.09.2020

Umsögn í samráðsgátt Grásleppa.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#2 Vilhjálmur Jónsson - 09.09.2020

Góðan dag.

Mér finnst meira mæla með en á móti. Vil strax taka fram, að ég er ekki hlutlaus, hafandi stundað grásleppuveiðar í áratugi og er ekki hættur.

Sóknarmark í grásleppu hefur í áranna rás bara verið höfuðverkur með öllum dagatakmörkunum og tilfærslum.

Jákvæðar afleiðingar öllum til hagsbóta yrðu hættuminni sjósókn, betri nýting veiðarfæra, báts, tækja, og svigrúm til skipulags á eigin útgerð.

Neikvætt yrði þrengra rými til nýliðunar í greininni. Með kveðju, Vilhjálmur Jónsson, Vopnafirði

Afrita slóð á umsögn

#3 Ríkharð Lúðvíksson - 09.09.2020

Ég er fylgjandi því að setja grásleppu í aflamark vegna þess að eg tel veiðarnar verða hagkvæmari og markaðsmálin auðveldari viðureignar einnig þar sem eg tel svokallaðar ólimpískar veiðar vera tímaskekkju í dag. Hvað nýliðun varðar þá sé eg ekki hver verður munurinn á því að byrja veiðar í aflamarki menn þurfa í núverandi kerfi að verða sér úti um veiðileyfi ( aflaheimildir ) . Ég tek því algerlega undir orð Einars E Sigurðssonar og skora á alþingi að setja grásleppu í aflamark .

bestu kveðjur,

Ríkharð Lúðvíksson

(undirritaður hefur stundað grásleppuveiðar frá 1985)

Afrita slóð á umsögn

#4 Halldór Rúnar Stefánsson - 09.09.2020

Undirritaður lýsir sig andvígan þeirri breytingu sem sett er fram með lagabreytingu þessari og telur að með henni muni samþjöppun verða og því tengd byggðaáhrif.

Um langa hríð hefur núverandi fyrirkomulag verið við líði og hefur, með þeim breytingum sem gerðar hafa verið, gagnast byggðum landsins og fjölda smábátasjómanna. Einnig má færa gild rök fyrir því að núverandi kerfi hafi viðhaldið grásleppustofninn með þeim sveigjanleika sem er í dagakerfinu. Það er fullvissa undirritaðs að ef breyting sú sem áformuð er gengur í eftir þá munu á skömmum tíma verða mikil samþjöppun í þessum veiðum. Rétt eins og hefur orðið í öðrum kvótasettum tegundum.

Að mati undirritaðs þá mun fyrirsjáanleg samþjöppun leiða til þess að nýliðar sem nú sjá sér möguleika í því að afla grásleppuleyfis og taka þátt í strandveiðum með það í huga að byggja upp lífvænlegan rekstur muni síður geta það ef kaupa þarf aflaheimildir í grásleppu.

Einnig er það mat undirritaðs að frumvarpið, nái það fram að ganga, muni hafa áhrif á byggð í landinu enda eru um allt land bæði aðilar sem veiða og vinna. Aukin samþjöppun mun klárlega koma verst við smærri aðila í vinnslu og útgerð.

Eins og málum er nú fyrir komið þá eru í raun tvö kerfi sem gera nýliðum kleift að koma sér upp útgerð, þ.e. strandveiðar og grásleppuveiðar. Undirritaður telur það skjóta skökku við að nú skuli eiga að taka annað þessara kerfa og kvótasetja og þannig minnka möguleika ungra manna til athafna.

Undirritaður hefur verið á grásleppu til áratuga og séð grásleppustofninn sveiflast mikið til milli ára. Ekki verður í fljótu bragði séð hvernig á að vera hægt að nýta kvótasetningu til að stýra veiðum á svo sveiflugjörnum stofni. Í það minnsta telur undirritaður ljóst að kvótasetning grásleppu krefjist mikilla rannsókna og ekki ómögulegt að hún muni leiða til ofveiði í vondum árum.

Virðingarfyllst

Halldór Rúnar Stefánsson

Þórshöfn

Afrita slóð á umsögn

#5 Vigfús Þórarinn Ásbjörnsson - 09.09.2020

Umsögn smábátafélagsins Hrollaugs á Hornafirði vegna Máls nr 173/2020.Frumvarp til laga um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða o.fl. (veiðistjórn grásleppu o.fl.)).

Það er með öllu óskiljanleg sú aðför sjávarútvegsráðherra að smábátútgerð, frelsi og tækifærum í landinu sem hann virðist vera í. Kvótasetning á grásleppu er ekkert annað en aðför að almannahagsmunum og tækifærum núverandi og komandi kynslóða við nýtingu eigin auðlinda sem sjávarútvegsauðlindin er. Aðför að nýliðun og auðlindaþjófnaður svo ekki sé meira sagt. Sjávarútvegsráðherra hefur lagt fram þetta frumvarp um kvótasetningu á grásleppu þrátt fyrir að smábátasjómenn hafi hafnað kvótasetningu árið 2019 í samkonar aðför og sjávarútvegsráðherra var í gegn almannahagsmunum þá. Það eru ekki almannahagsmunir að kvótasetja grásleppu heldur sérhagsmunir ætlaðir örfáum aðilum. Sagan segir okkur að samþjöppunin hefst frá firsta degi og tækifærum fyrir byggðir og einstaklinga á Íslandi mun fækka gríðarlega og aðgengi sjávarbyggða og íbúa þess að nýtingu auðlinda sinna hverfur skref fyrir skref. Örfáir aðilar munu njóta ávinningsins en heildin ekki. Á Grænlandi er veiðunum stýrt með svæðisbundnum pottum svo að eitt eða tvö svæði klári ekki upp heildarpottinn á vertíðinni til þess jú að koma í veg fyrir það sem gerðist hér á Íslandi á síðustu vertíð núna í vor þegar sjávarútvegsráðherra stöðvaði veiðar án þess að allir kæmust til veiða sem það vildu vegna mikillar veiði á sumum svæðum. Þannig er vel hægt að stýra veiðunum hér á Íslandi. Við þekkjum sögu kvótasetningar, hún rústar heilu byggðarlögunum á einu bretti. Einkavæðing á grásleppu er ekki til gagns fyrir land og þjóð, það sér hver einasti sem vill sjá hvað er hér á ferðinni. Þetta frumvarp er aðför að mannréttindum,frelsi og tækifærum núverandi og komandi kynslóða, byggðarlögum og nýtingarrétti þjóðarinnar á sínum eigin auðlindum og náðarhögg fyrir smærri útgerðarstaði. Það eru almannahagsmunir að kerfið verði mjög svipað og það er og eina breytingin sem þarf að gera á kerfinu er að svæðiskipta heildaraflamagni af grásleppu á milli landsvæða þannig að hvert svæði fái visst magn til sín og þar á að sjálfsögðu að miða við fjölda báta innan hvers svæðis á hverju ári. Með því er komið í veg fyrir að það sem gerðist í vor endurtaki sig þar sem eitt eða tvö svæði kláruðu allan heildarkvótan og allir hefðu sömu tækifæri. Tryggt yrði aðgengi þjóðarinnar að grásleppuveiðum framtíðarinnar, frelsi og tækifæri fyrir nýliðun og síðast en ekki síst mannréttindi þjóðarinnar að fá að nýta sér sjávarútvegsauðlind sína (Lífsbjörgina) til þess að skapa sér hér lífsviðurværi þar sem þau búa. Grásleppa er auðlind þjóðarinnar og hana verður að nýta almannahag til heilla eins og allar aðrar auðlindir þjóðarinnar. Saga kvótasetningar á grásleppu verður ekkert öðrvísi en saga kvótasetningar á öðrum tegundum. Samþjöppun hefst frá firsta degi, útgerðum og tækifærum fækkar stórkostlega og þar með atvinnu þegar auðlindin verður komin í hendur örfárra aðila á Íslandi á örfáum stöðum á landinu. Aðgengi og tækifæri við nýtingu a okkar eigin auðlindum eru sjálfsögð mannréttindi hér á landi . Þjóðin eru ekki kálfar á fóðrum hjá ríkinu, þjóðin á íslenska ríkið og þingmenn og ráðherrar eru í vinnu hjá þjóðini sem þjónar hennar en ekki örfárra sérhagsmunaaðilum í kringum landið sem svo oft virðist vera.

Ellefta boðorðið gæti verið svona og stjórnvöld í hverju landi ættu að fara eftir því. "Þú skalt ekki ræna þjóð auðlindum sínum.

Fyrir hönd smábátafélagsins Hrollaugs á Höfn

Vigfús Ásbjörnsson Formaður

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#6 Björn Sigurðsson - 10.09.2020

Umsögn smábátafélagsins Hrollaugs á Hornafirði vegna Máls nr 173/2020.Frumvarp til laga um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða o.fl. (veiðistjórn grásleppu o.fl.)).

Það er með öllu óskiljanleg sú aðför sjávarútvegsráðherra að smábátútgerð, frelsi og tækifærum í landinu sem hann virðist vera í. Kvótasetning á grásleppu er ekkert annað en aðför að almannahagsmunum og tækifærum núverandi og komandi kynslóða við nýtingu eigin auðlinda sem sjávarútvegsauðlindin er. Aðför að nýliðun og auðlindaþjófnaður svo ekki sé meira sagt. Sjávarútvegsráðherra hefur lagt fram þetta frumvarp um kvótasetningu á grásleppu þrátt fyrir að smábátasjómenn hafi hafnað kvótasetningu árið 2019 í samkonar aðför og sjávarútvegsráðherra var í gegn almannahagsmunum þá. Það eru ekki almannahagsmunir að kvótasetja grásleppu heldur sérhagsmunir ætlaðir örfáum aðilum. Sagan segir okkur að samþjöppunin hefst frá firsta degi og tækifærum fyrir byggðir og einstaklinga á Íslandi mun fækka gríðarlega og aðgengi sjávarbyggða og íbúa þess að nýtingu auðlinda sinna hverfur skref fyrir skref. Örfáir aðilar munu njóta ávinningsins en heildin ekki. Á Grænlandi er veiðunum stýrt með svæðisbundnum pottum svo að eitt eða tvö svæði klári ekki upp heildarpottinn á vertíðinni til þess jú að koma í veg fyrir það sem gerðist hér á Íslandi á síðustu vertíð núna í vor þegar sjávarútvegsráðherra stöðvaði veiðar án þess að allir kæmust til veiða sem það vildu vegna mikillar veiði á sumum svæðum. Þannig er vel hægt að stýra veiðunum hér á Íslandi. Við þekkjum sögu kvótasetningar, hún rústar heilu byggðarlögunum á einu bretti. Einkavæðing á grásleppu er ekki til gagns fyrir land og þjóð, það sér hver einasti sem vill sjá hvað er hér á ferðinni. Þetta frumvarp er aðför að mannréttindum,frelsi og tækifærum núverandi og komandi kynslóða, byggðarlögum og nýtingarrétti þjóðarinnar á sínum eigin auðlindum og náðarhögg fyrir smærri útgerðarstaði. Það eru almannahagsmunir að kerfið verði mjög svipað og það er og eina breytingin sem þarf að gera á kerfinu er að svæðiskipta heildaraflamagni af grásleppu á milli landsvæða þannig að hvert svæði fái visst magn til sín og þar á að sjálfsögðu að miða við fjölda báta innan hvers svæðis á hverju ári. Með því er komið í veg fyrir að það sem gerðist í vor endurtaki sig þar sem eitt eða tvö svæði kláruðu allan heildarkvótan og allir hefðu sömu tækifæri. Tryggt yrði aðgengi þjóðarinnar að grásleppuveiðum framtíðarinnar, frelsi og tækifæri fyrir nýliðun og síðast en ekki síst mannréttindi þjóðarinnar að fá að nýta sér sjávarútvegsauðlind sína (Lífsbjörgina) til þess að skapa sér hér lífsviðurværi þar sem þau búa. Grásleppa er auðlind þjóðarinnar og hana verður að nýta almannahag til heilla eins og allar aðrar auðlindir þjóðarinnar. Saga kvótasetningar á grásleppu verður ekkert öðrvísi en saga kvótasetningar á öðrum tegundum. Samþjöppun hefst frá firsta degi, útgerðum og tækifærum fækkar stórkostlega og þar með atvinnu þegar auðlindin verður komin í hendur örfárra aðila á Íslandi á örfáum stöðum á landinu. Aðgengi og tækifæri við nýtingu a okkar eigin auðlindum eru sjálfsögð mannréttindi hér á landi . Þjóðin eru ekki kálfar á fóðrum hjá ríkinu, þjóðin á íslenska ríkið og þingmenn og ráðherrar eru í vinnu hjá þjóðini sem þjónar hennar en ekki örfárra sérhagsmunaaðilum í kringum landið sem svo oft virðist vera.

Ellefta boðorðið gæti verið svona og stjórnvöld í hverju landi ættu að fara eftir því. "Þú skalt ekki ræna þjóð auðlindum sínum.

Afrita slóð á umsögn

#7 Elvar Már Arnþórsson - 10.09.2020

Undirritaður styður frumvarp breytingu laga sem varða veiðistjórnun grásleppu.

Ljóst þykir að breytinga er þörf á núverandi leyfisfyrirkomulagi, það er með öllu ótækt að útgerðir grásleppubáta geti ekki skipulagt veiðar vegna óvissu um dagafjölda vertíðar, og annara þátta sem kunna að hafa áhrif á veiðarnar, þykir því ákveðin tímaskekkja að ekki skuli vera kvótasett í grásleppu líkt og í öðrum nytjastofnun hér við land.

Mun eðlilegra væri að menn/konur gætu sótt sínar heimildir eftir aðstæðum hverju sinni, og minnka þannig líkur á veiðarfæratjóni og annarar hættu sem því fylgir að sækja sjó við slæm skilyrði eða annarskonar aðstæðna sem kunna að koma upp .

Kvótasetning grásleppu mun því veita hagræðingu fyrir þær útgerðir sem stunda þessar veiðar og hafa gert undanfarna áratugi.

Undirritaður hefur stundað grásleppuveiðar síðan 2012.

Virðingarfyllst.

Elvar Már Arnþórsson.

Afrita slóð á umsögn

#8 Gísli Gunnar Marteinsson - 10.09.2020

Kvótasetning á grásleppu er svo sannarlega spor í rétta átt og mun laga rekstrargrundvöll þeirra sem stundað hafa þessar veiðar ásamt því að létta þeim vinnuna. Umgengni um miðin mun batna verulega. Nýliðun gæti aukist og eins og frumvarpsdrögin eru fram sett, þá verður samþjöppun aflaheimilda ekki vandamál.

Lítum í stuttu máli á hvert atriði fyrir sig:

Umhverfið: Hvað er búið að skilja mikið eftir af garni, úr grásleppunetum, á botninum vegna þess eins að menn vilja ekki draga netin upp fyrir stórar brælur? Sóðaskapur af þessu tagi mun alltaf fylgja netaveiðum af öllu tagi en net sem liggja í brælum á grunnu vatni verða eðlilega ver úti. Svo eru það brælur úr annarri átt, átt sem ekki eyðileggur netin, en koma í veg fyrir að þau séu dregin og liggja því ,,opin" og drepa meðafla, einkum þorsk. Það væsir svo sem ekki um grásleppuna í nokkra daga. Hvað verður um þann þorsk þegar litlir bátar geta loksins vitjað um netin? En með dagatakmörkunum þá dettur engum í hug að hafa netin í landi ef von er um nokkrar ,,sleppur" er það? Þessi vandamál verða aldrei úr sögunni en með kvótasetningunni án annarra íþyngjandi reglna munu menn draga upp fyrir stórar brælur. Jafnvel þótt mönnum væri skítsama um umhverfið, heldur aðeins að bjarga veiðafærunum sínum. Í ,,sóknarmarki," eða hvað á að kalla þessa arfavitlausu veiðistýringu sem verið hefur, þá er mönnum ,,skítsama" um úthaldið. Bara skipta um net í hvelli ef það getur skilað nokkrum ,,sleppum" í viðbót á þeim takmarkaða tíma sem er í boði.

Nýliðun: Undirritaðan grunar að meðalaldur þeirra, sem stunda grásleppuveiðar, sé hár. Heilsu grásleppusjómanna kann að hraka líkt og annarra. Nýliðun í greininni væri því mjög af því góða en til þess að svo geti orðið þá þarf rekstrargrundvöllurinn og aðstæðurnar að vera freistandi. Kvótasetningin treystir rekstrargrundvöllinn og mun þegar fram líða stundir gera þennan veiðiskap meira freistandi. Þessi fullyrðing er andstæð ,,heimsendaspá" Hrollaugsmanna og ekki í takt við rök þeirra sem andmæla kvótasetningu. Rök undirritaðs eru hins vegar þau að með kvótasetningu sé kominn stöðugleiki í stjórnun veiðanna. Hin staðreyndin er að verð aflaheimilda mun væntanlega verða lágt þar eð þessi veiðiskapur hefur til þessa ekki verið sérstaklega spennandi. Einnig skiptir máli áðurnefnd staðreynd um ,,yfirvofandi heilsubrest" núverandi veiðimanna (sorrý strákar). Spáin er því sú að á komandi árum muni framboð aflaheimilda verða með þeim hætti að verð haldist lágt.

Samþjöppun og byggðamál: Skrýtið að sjá andmælendur kvótasetningar nefna samþjöppun enn einu sinni þegar það er skýrt í frumvarpsdrögunum að hver útgerð geti aðeins haft til umráða 2% heildarhlutdeildarinnar. Ef útgefið aflamark væri t.d. 4500 t. þá væru þetta 90 t. Það gæti verið áhugavert magn fyrir eina sumarvertíð á góðum bát, jafnvel þrír menn um borð. Það er nú öll samþjöppunin sem er svo ,,hættuleg". Í því kerfi sem nú er við líði eru jafnvel 3 leyfi á sömu hendi og kannski, í góðu ári, sömu 90 t. en þrír bátar í rekstri og margfalt netaslit sem hlýst af ,,sóknarmarki". (Sumir vita kannski hvað kostar að reka bát og halda í standi).

Further einhver heyrt frasann: ,,þeir sem liggja best við fiskimiðunum fá ekki að nýta auðlindina, því kvótinn hefur, af vondum mönnum, verið rifinn burt" Með kvótasetningu á grásleppu þá mun þetta væntanlega snúast við. Að grásleppuveiðar muni hafa áhrif á byggðaþróun er langsótt en sjálfsagt munu aflaheimildirnar, á löngum tíma leita þangað sem útgerð er hagstæðust. En fer þá allt til fjandans?

Það ku vera haft eftir þingmanni að ,,rómantíkin" fari úr veiðunum með kvótasetningu. Undirritaður, hefur verið viðloðandi grásleppuveiðar á ytra svæðinu í Breiðafirði í nokkur ár eða síðan 1978. Rómantíkina, við að snúa ofan af netum sem annars eru full af þöngli, hefur hann aldrei séð. Og þegar netið á að heita klárt þá kemur í ljós að garnið vantar.

Bestu kveðjur til þeirra sem þetta nenna að lesa.

Gísli Gunnar Marteinsson

Afrita slóð á umsögn

#9 Bjarni Svanur Kristjánsson - 11.09.2020

Ég geri ekki athugasemdir við kvótasetningu grásleppu, stjórn þessara veiða getur tæplega versnað frá því sem nú er. Ekki er þó tekið á því hvernig bæta eigi fyrir það tjón sem margar útgerðir urðu fyrir á síðustu vertíð þegar veiðar voru bannaðar áður en þeir þinir sömu höfðu klárað sína daga, ég legg því til að áður en kvóta verður úthlutað fyrir næstu vertíð að þá verði tekin til hliðar kvóti sem ætlaður verði til að jafna þennan mun, þannig að bátum sem sóttu um grásleppuveiðar en fengu ekki úthlutað eða var gert að hætta veiðum fyrir tímann, verði úthlutað sérstökum kvóta sem þeir geti veitt innan jafn margra daga og þeir urðu af á síðustu vertíð. Stjórnsýslan kann þó að benda á að bátar sem um ræðir hefðu þess í stað getað stundað strandveiðar. Að mínu áliti eru þau rök jafngild því að ráðherra fengi ekki biðlaun af því að ræstingarstarf væri laust í ráðuneytinu, vil ég og benda á að bátar sem af þessum sökum munu fá skertan grásleppukvóta á næsta fiskveiðiári, munu þá geta hafið sínar strandveiðar fyrr.

Hvað varðar svæðaskiptingu þá eru örugglega fiskifræðileg rök fyrir að viðhalda henni, málið er hvernig því verði við komið, og sé ég tvær leiðir færar í því. Með takmörkun á framsali á milli svæða, og einnig mætti hugsa sér að stuðull í kvóta geti breyst í úthlutun kvóta til skipa innan vissra svæða ef stofninn sé vannýttur á því svæði, kvóti innan þess svæðis yrði þá með lægri stuðli en annarstaðar. Þessa aðferð mætti einnig nota í stjórn öðrum stofnum t.a.m. þorsk í Breiðafirði sem rannsóknir hafa sýnt að sé að einhverju leiti staðbundinn stofn og er e.t.v vannýttur.

Afrita slóð á umsögn

#10 Jóhann Arngrímur Jónsson - 12.09.2020

Ég lýsi mig fylgjandi að stjórna grásleppuveiðum með aflamarki. Tel ég það mjög til bóta frá því stjórnkerfi sem notast hefur verið við veiðarnar, bæði þjóðhagslega og fyrir þá sem stunda veiðarnar.

Mér finnst að komið sé til móts við sjónarmið um samþjöppun aflaheimilda í frumvarpinu með heimild til ráðherra um að svæðisskipta veiðunum og með 2% hámarks hlutdeild á útgerð eða tengda aðila.

Eftir grásleppuvertíðina 2020 sem stöðvuð var af ráðherra hélt ég að grásleppusjómenn hefðu almennt opnað augun fyrir því að það stjórnkerfi sem gilt hefur fyrir veiðarnar væri gengið sér til húðar og að fyrir næstu vertíð þyrfti að koma til annað stjórnkerfi.

Af markaðsástæðum var ekki ábætandi að veiða meira magn á sl. vertíð. Hefði það verið gert væri það magn í byrgðum til 2021 á lækkuðu verði. Gleymum ekki að kaupendur höfðu boðað verðlækkun þegar veiðarnar voru stöðvaðar. Einnig er óformlegt samkomulag í gildi milli veiðiþjóða grásleppu um skiptingu markaðarins.

Afrita slóð á umsögn

#11 Þorsteinn K Jóhannesson - 12.09.2020

Það er með öllu óskiljanleg sú aðför sjávarútvegsráðherra að smábátútgerð, frelsi og tækifærum í landinu sem hann virðist vera í. Kvótasetning á grásleppu er ekkert annað en aðför að almannahagsmunum og tækifærum núverandi og komandi kynslóða við nýtingu eigin auðlinda sem sjávarútvegsauðlindin er. Aðför að nýliðun og auðlindaþjófnaður svo ekki sé meira sagt. Sjávarútvegsráðherra hefur lagt fram þetta frumvarp um kvótasetningu á grásleppu þrátt fyrir að smábátasjómenn hafi hafnað kvótasetningu árið 2019 í samkonar aðför og sjávarútvegsráðherra var í gegn almannahagsmunum þá. Það eru ekki almannahagsmunir að kvótasetja grásleppu heldur sérhagsmunir ætlaðir örfáum aðilum. Sagan segir okkur að samþjöppunin hefst frá firsta degi og tækifærum fyrir byggðir og einstaklinga á Íslandi mun fækka gríðarlega og aðgengi sjávarbyggða og íbúa þess að nýtingu auðlinda sinna hverfur skref fyrir skref. Örfáir aðilar munu njóta ávinningsins en heildin ekki. Á Grænlandi er veiðunum stýrt með svæðisbundnum pottum svo að eitt eða tvö svæði klári ekki upp heildarpottinn á vertíðinni til þess jú að koma í veg fyrir það sem gerðist hér á Íslandi á síðustu vertíð núna í vor þegar sjávarútvegsráðherra stöðvaði veiðar án þess að allir kæmust til veiða sem það vildu vegna mikillar veiði á sumum svæðum. Þannig er vel hægt að stýra veiðunum hér á Íslandi. Við þekkjum sögu kvótasetningar, hún rústar heilu byggðarlögunum á einu bretti. Einkavæðing á grásleppu er ekki til gagns fyrir land og þjóð, það sér hver einasti sem vill sjá hvað er hér á ferðinni. Þetta frumvarp er aðför að mannréttindum,frelsi og tækifærum núverandi og komandi kynslóða, byggðarlögum og nýtingarrétti þjóðarinnar á sínum eigin auðlindum og náðarhögg fyrir smærri útgerðarstaði. Það eru almannahagsmunir að kerfið verði mjög svipað og það er og eina breytingin sem þarf að gera á kerfinu er að svæðiskipta heildaraflamagni af grásleppu á milli landsvæða þannig að hvert svæði fái visst magn til sín og þar á að sjálfsögðu að miða við fjölda báta innan hvers svæðis á hverju ári. Með því er komið í veg fyrir að það sem gerðist í vor endurtaki sig þar sem eitt eða tvö svæði kláruðu allan heildarkvótan og allir hefðu sömu tækifæri. Tryggt yrði aðgengi þjóðarinnar að grásleppuveiðum framtíðarinnar, frelsi og tækifæri fyrir nýliðun og síðast en ekki síst mannréttindi þjóðarinnar að fá að nýta sér sjávarútvegsauðlind sína (Lífsbjörgina) til þess að skapa sér hér lífsviðurværi þar sem þau búa. Grásleppa er auðlind þjóðarinnar og hana verður að nýta almannahag til heilla eins og allar aðrar auðlindir þjóðarinnar. Saga kvótasetningar á grásleppu verður ekkert öðrvísi en saga kvótasetningar á öðrum tegundum. Samþjöppun hefst frá firsta degi, útgerðum og tækifærum fækkar stórkostlega og þar með atvinnu þegar auðlindin verður komin í hendur örfárra aðila á Íslandi á örfáum stöðum á landinu. Aðgengi og tækifæri við nýtingu a okkar eigin auðlindum eru sjálfsögð mannréttindi hér á landi . Þjóðin eru ekki kálfar á fóðrum hjá ríkinu, þjóðin á íslenska ríkið og þingmenn og ráðherrar eru í vinnu hjá þjóðini sem þjónar hennar en ekki örfárra sérhagsmunaaðilum í kringum landið sem svo oft virðist vera.

Ellefta boðorðið gæti verið svona og stjórnvöld í hverju landi ættu að fara eftir því. "Þú skalt ekki ræna þjóð auðlindum sínum.

Afrita slóð á umsögn

#12 Valentínus Guðnason - 13.09.2020

Ég er sammála því að setja grásleppuna í aflamark. Það er búið að vera mikið óvissuástand í grásleppuveiðum síðusta áratug. Menn vita aldrei við hverju má búast með dagafjölda og heildarmagn sem veiða má hverju sinni. Þær upplýsingar koma aldrei frá Hafró fyrr en veiðar eru hafnar. Það er óþolandi og erfitt að gera út á þessum forsendum. Þetta eru ólympískar veiðar sem byggjast frekar á heppni og keppni því að um leið og dagarnir byrja að telja þá er allt undir að menn hafi eitthvað út úr vertíðinni. Fyrir vikið þá er kannski ekki verið að hugsa um öryggismálin og farið á sjó í tvísýnum veðrum vegna þess að net liggja í sjó.

Hér áður fyrr voru gefnir út 90 dagar til veiða og var ekki gefið út heildarveiðimagn frá Hafró. Síðustu 10 árin höfum við verið að rokka frá 32 dögum upp í 45 daga og skera netafjöldann niður um 1/3. Nú er farið að loka veiðisvæðum til verndunar landsel og hvatning til okkar veiðimanna að halda okkur frá svæðum þar sem landselur og teista eru í einhverjum mæli. Þetta þrengir að okkur því fyrst og fremst erum við að þessu til að hafa einhverja afkomu af. Með kvótasetningu kemur mikill sveigjanleiki til að stunda veiðarnar á hagkvæman hátt, t.d. að fyrst og fremst veiðimaðurinn ráði sínum hraða til að afla þess magns sem hann hefur heimildir til.

Tíðrætt hefur verið um nýliðun í grásleppuveiðum. Hún er engin og mun áfram verða þannig við núverandi aðstæður þar sem veiðarnar teljast varla útgerðarhæfar, startkostnaður til að hefja veiðar er mikill í tækjum og netum. Það sem menn taka heldur aldrei með inn í reikninginn þegar verið er að tala um útgerðarhlutann í veiðunum er sú mikla vinna sem til fellur við fellingu netanna og vinnan við frágang eftir vertíð. Þannig að ef að ungt fólk ætlar að byrja útgerð þá velur það síst grásleppuveiðar og leitar frekar til strandveiða þar sem þær hafa breyst til batnaðar undanfarin ár og stofnkostnaður mun lægri. Með kvótasetningu sé ég frekar möguleika fyrir fólk að byrja grásleppuútgerð þegar vitað er að hverju er gengið. Óvissan í núverandi kerfi er ekki bjóðandi þeim sem eru að reyna að hafa ofan í sig og á með þessari atvinnu, þurfa að ráða mannskap og vera klár með úthaldið en vita ekki hvað er framundan.

Í frumvarpinu er komið í veg fyrir samþjöppun aflaheimilda með því að hver útgerð megi einungis eiga 2% af heildaraflamarki grásleppu. Því fagna ég og tel að með þessu yrði svipuð dreifing veiða kringum allt land og því þurfi ekki að hafa stórar áhyggjur af samþjöppun. En um leið eru grásleppuveiðar orðnar útgerðarhæfar og möguleikinn til að efla útgerðina til staðar upp að vissu marki.

Ég styð 1. gr. frumvarpsins varðandi staðbundin veiðisvæði við grásleppuveiðar en tel mikilvægt að ávallt sé haft samráð við heimamenn þegar svæðin eru ákvörðuð.

Valentínus Guðnason, Stykkishólmi.

Gerði fyrst út á grásleppu árið 1982 með hléum en samfellt öll sumur síðustu 13 árin.

Situr í grásleppunefnd LS fyrir Smábátafélagið Snæfell.

Afrita slóð á umsögn

#13 Strandveiðifélagið Krókur - 14.09.2020

Meðfylgjandi er umsögn Króks

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#14 Atli Vilhelm Hjartarson - 16.09.2020

Greinagerðin með frumvarpi þessu er skrifuð algjörlega einhliða og þá með stuðningi kvótasetningar. Það er talað eins og ekki sé hægt að betrumbæta núverandi kerfi. Eins og möguleikarnir séu bara núverandi kerfi eða aflamark. Samt eru rökin notuð fram og til baka eftir því sem hentar. Dæmi: „Því er lagt til með 1. gr. frumvarpsins að heimilað verði að ákveða staðbundin veiðisvæði við grásleppuveiðar. Þá er einnig mögulegt að hagnýta ákvæði 2. mgr. 7. gr. laga um veiðar í fiskveiðilandhelginni til að leyfisbinda veiðar á grásleppu á tilteknum svæðum, þar sem aðeins takmarkaður fjöldi skipa hefði leyfi til veiðanna“ tilvitnun lýkur

Er ekki landinu skipt upp í svæði eins og kerfið er núna? Var ekki sér svæði á sér tíma í Breiðafirði? Af hverju er það ekki nýtt við stjórnun? Er eitthvað sem mælir gegn því að skipta landinu upp í svæði í núverandi kerfi?

Talað er um litla nýliðun undanfarin ár: Það eru ca. 5 ár síðan farið var að ræða um kvótasetningu á grásleppu og síðan þá hefur verið frekar erfitt að kaupa grásleppuleyfi því menn vilja frekar halda í sína veiðireynslu og selja kvótann. Þetta snýst nefnilega að stórum hluta um framsal og peninga en ekki bara fiskveiðistjórnun. Væru þeir sem eru hlyntir kvótasetningu fylgjandi henni ef að frjálst framsal á grásleppukvóta yrði bannað og ríkið tæki til sín heimildir ef menn hættu útgerð og deildi/seldi síðan kvótanum til annara útgerða?

Aflamark byggt eingöngu á veiðireynslu: Hvað með þá nýliða sem hafa nýlega hafa keypt grásleppuveiðileyfi en þar er ekki nein veiðireynsla að baki? Á bara að kippa fótunum undan þeim áður en þeir byrja?

Ef aflamark verður sett á er þá ekki hægt að miða helming úthlutunar við veiðireynslu og helming við stærð báts(veiðileyfis) þó aldrei stærri en 15 tonna bát. Þannig er hægt að koma til móts við nýliða t.d. Þarf nokkuð að vera frjálst framsal? Kvótasetning á að snúast um stjórn fiskveiða en ekki framsal og eignamyndun.

Kv.Atli Vilhelm Hjartarson

(undirritaður er nýliði í útgerð og er að reyna hasla sér völl á grásleppu)

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#15 Þröstur Ingi Auðunsson - 16.09.2020

Ég er fylgjandi því að setja grásleppu í aflamark. Og finnst að í þessum frumvarpsdrögum sé heillt yfir reynt að koma á móts við þá gagnrýni um samþjöppun á kvóta með 2 % reglunni og svæðisskiptingu.

Því núverandi fyrirkomulag gengur ekki upp fyrir okkur sem STUNDA grásleppuveiðar sem sást best í sumar þar sem sumir gátu nánast nýtt alla dagana og aðrir fengu 15 og sumir kanski einn eða tvo daga . það gefur auga leið að þetta gengur ekki. Ég hef verið á grásleppu síðan 1990 og gert út sjálfur frá 1995 ýmist með 1 eða 2 báta og hef haft grásleppuveiðar sem aðalstarf á sumrinn og er orðin leiður á að vita ekki hvað ég má gera fyrr en korter fyrir vertíð. Grásleppu í aflamark strax.

Þröstur Ingi Auðunsson

Stykkishólmi.

Afrita slóð á umsögn

#16 Pétur Sigurðsson - 16.09.2020

Undirritaður er fylgjandi kvótasetningu grásleppu.

Núverandi fyrirkomulag er löngu úr sér gengið og til þess eins fallið að auka kostnað við grásleppútgerð og skapa óvissu um afkomu veiðanna.

Fyrirtækið sem ég veiti forstöðu hefur stundað grásleppuveiðar á einum til þremur bátum, nær óslitið í hátt í þrjátíu ár.

Oftar en ekki höfum við verið á báðum áttum hvort við ættum að stunda veiðarnar vegna þess úrelta fyrirkomulagi sem notað hefur verið við stjórn seiðanna.

Pétur Sigurðsson

Árskógssandi

Afrita slóð á umsögn

#17 Örvar Már Marteinsson - 16.09.2020

Undirritaður styður umrætt frumvarp um breytingar á veiðistjórnun á grásleppu.

Veiðistjórn sú sem hefur verið stuðst við síðustu árin hefur valdið óhagkvæmni og óvissu við rekstur þeirra sem stundað hafa grásleppuveiðar. Má þar fyrst nefna óvissu með fjölda daga og óvissu með afurðaverð. Þetta hefur meðal annars valdið því að erfitt er að manna bátana því augljóslega er erfitt að fá mann til að ráða sig í vinnu í stuttan óskilgreindan tíma (kannski 20 daga eða kannski 40 daga). Með aflamarki er fyrirsjáanleikinn mun meiri.

Í umgengninni við sjávarauðlindina eins og aðrar auðlindir verður líka að hafa hagkvæmni að leiðarljósi. Reynslan sýnir að veiðar sem stýrt er með aflamarki eru mun hagkvæmari en svokallaðar ólympískar veiðar og miklar líkur eru á því að olíunotkun og sóun veiðarfæra minnki mjög við kvótasetninguna af því að í aflamarkskerfi er reynt að ná eins miklum verðmætum eins og hægt er með eins litlum tilkostnaði eins og hægt er. Ýmsir hafa verið að reka fleiri en einn bát á grásleppuveiðum en með kvótasetningunni væri boðið upp á mikla hagræðingarmöguleika og minni sóun úrræða.

Í frumvarpinu er komið í veg fyrir óæskilega samþjöppun veiðiheimilda, en jafnframt boðið upp á að menn geti hagrætt í sínum reksti.

Rökin fyrir ,,kvótasetningunni“ eru ekki síst að þá geta menn tekið upp netin þegar veður eru vond án þess að vera að missa af einhverju (núna telja dagarnir) og þar af leiðandi væru netin ekki að veiða fisk sem skemmist á löngum tíma í netum og er oft því miður hent. Menn róa líka síður í vályndum veðrum ef þeir hafa kost á því að sleppa því og þar af leiðandi eykst öryggi sjómannanna.

Aflamarkskerfi við grásleppuveiðar er því sannarlega skref í rétta átt

Afrita slóð á umsögn

#18 Ragnar Axel Jóhannsson - 16.09.2020

Ég hef stundað grásleppuveiðar í 25 ár og er algjörlega hlynntur kvótasetningu á grásleppu og er sammála öllum þeim rökum sem hafa komið hér fram um kvótasetningu.

Afrita slóð á umsögn

#19 Jón Þorsteinsson - 16.09.2020

Undirritaður er fylgjandi kvótasetningu á grásleppu.

Núverandi veiðistjórn hefur valdið óhagkvæmni og óvissu hjá þeim útgerðum sem hafa stundað grásleppuveiðar.

Kvótasetning kæmi til með að leysa mörg þau stjórnunar vandamál sem hafa verið við veiðarnar.

Ólympískar veiðar bjóða hættunni heim varðandi sjósókn og meðferð afla.

Virðingarfyllst

Jón Þorsteinsson

Afrita slóð á umsögn

#20 Álfhildur Leifsdóttir - 16.09.2020

Kvótasetning leiðir bæði til samþjöppunnar og minni nýliðunnar sem hvor tveggja hefur gríðarlega neikvæð byggðaráhrif. Aukin samþjöppun kemur verst við smærri aðila í vinnslu og útgerð og getur orðið náðarhögg sumra byggðarlaga. Skagafjörður og Norðurland vestra er eitt þeirra byggðarlaga sem munu fara illa út úr kvótasetningu á hrognkelsum. Veiðiráðgjöf Hafrannsóknarstofnunnar hefur verið umdeild og byggt á veikum grunni. Síðasta veiðiráðgjöf sem stofnunin hefur sjálf viðurkennt að var röng, byggði meðal annars á takmarkaðri notkun á fyrirliggjandi gögnum, og þekkingu. Þá var stofnunin staðin að því að hafa beitt röngum útreikningum, sem hún leiðrétti að hluta eftir gagnrýni sem hún fékk á sig. Því miður var stærð hrognkelsastofna verulega vanmetin á síðustu vertíð sem leiddi m.a til þess að ráðherra stöðvaði ranglega veiðarnar fyrirvaralaust. Það ætti því að skjóta styrkari stoðum undir ráðgjöf þeirrar stofunnunar og fleiri óháðra vísindamanna utan stofnunarinnar áður en lengra er haldið. Í stað þess að sjávarútvegsráðherra stuðli að fjölbreytni og tækifærum til nýliðunar í sjávarútvegi þá kemur hann fram með frumvarp sem er aðför að smábátaútgerð landsins.

Afrita slóð á umsögn

#21 Kristinn Ólafsson - 16.09.2020

Undiritaður er hlyntur þessum breytingum sem snúa að breytingum á stjórnun grásleppuveiða.

Allt of lengi hefur þessi grein þurft að hlúta auknum útgerðakostnaði og þrenginum á veiðum án hagræðingar á móti.

Með hlutdeildarsetningu er verið að auka hagræðingu í rekstri grásleppuútgerðar sem margar hverjar eftir miklar skerðingar á dögum og netafjölda á undanförnum árum hafa þurft að grípa til þess að gera út fleiri en einn bát til að hafa útur því sama og var hægt að gera á einum bát fyrir skerðingu daga og takmörkun netafjölda. Tel ég brýna þörf á breytingum á fyrirkomulagi grásleppuveiða.

Fyrir sjánleikin er engin í núverandi kerfi eins og sýndi sig seinustu vertíð, þegar menn voru búinir að leggja í mikla vinnu og fjárfestingu í úthaldi og bátum, einnig ráða mannskap í vinnu fyrir vertíðna í samræmi við útgefin daga fjölda sem margir hverjir fengu ekki nema brot af.

Ég tel að 1. gr. frumvarpsins varðandi svæðiskiptingu á grásleppuveiðum sé af hinu góða og einnig ætti þessi 2% regla að koma í veg fyrir of mikla samþjöppun í greininni.

Að lokun vill ég hvetja kjörna fulltrúa á alþingi sem ekki geta hugað sér að styðja þessar breytingar að koma þá með aðra lausnir á stjórn grásleppuveiða því að í alltof mörg ár hefur veiðistjórnun á grásleppu fengið að hringsóla í höndunum ráðamanna. Þetta kerfi er ekki boðlegt eins og sýndi sig í vor, við verðum að búa við fyrirsjánleika, og atvinnu- og rekstaröryggi.

Einnig varðandi almenna umræðu í samfélaginu um kvótasetingu á grásleppu, þá virðist umræðan oft litast af skoðunum manna sem eru einungis eru á móti kvótasetningu yfir höfuð og hafa ekki atvinnu af grásleppuveiðum.

Undirritaður gerir út tvo grásleppu báta og sér mikla hagræðingu í því að vera ekki tilneyddur til að að gera út tvo báta, með tilheyrandi kostnaði, til að geta haft lifibrauð af grásleppuveiðum.

Ég hef stundað grásleppuveiðar síðan árið 1987

Kristinn Ólafsson

Grundarfirði

Afrita slóð á umsögn

#22 Þórður Birgisson - 17.09.2020

Ég er hlytur því sem kemur þarna fram varðandi kvótasetningu grásleppu.

Þetta er eina vitræna stjórnunin á þessum veiðum. Loksins verður hægt að haga sókn eftir aðstæðun í hafi og eftir veðri. Ekkert kapphlaup um nýtingu daga við mis gáfulegar aðstæður.

Samþjöppun veiðiheimilda verður að ekki mikil þar sem 2 % reglan kemur í veg fyrir það.

Þetta verður mikil framför fyrir okkur sem stundum þessar veiðar.

Varðandi svæðisskiptinu er ég ekki eins sannfærður um. Hvernig ætla menn að skipta heimildum milli svæða? Verður 1 % af úthlutun á svæði A ekki sú sama og 1% á svæði B ?

Annars styð ég umsagnir þeirra félaga sem hafa langa reynslu á þessum veiðum.

Þanngað ættu ráðamenn að sækja sínar ráðleggingar.

Kveðja

Þórður Birgisson

Afrita slóð á umsögn

#23 Snorri Sturluson - 17.09.2020

Af núlifandi íslendingum tel ég Einar Sig #1 hafa mest vit á grásleppumálum.

Ef Kristján Þór vantar ráð í þeim málum , þá ætti hann að leita til Einars.

Ég ætla að gera orð Einars og annarra viturra manna að mínum.

Kvótasetning á grásleppu = Betra skipulag við veiðar m.t.t veðurs og meðafla.

Meiri arður fyrir þá er veiðarnar stunda.

Betri umgengni á auðlindum hafsins.

Hæfileg samþjöppun (2% mest) er ekki áhyggjuefni.

Hef stundað grásleppuveiðar alltof , alltof lengi en þrátt fyrir mörg kjaftshöggin kem ég alltaf aftur.

Kveðja frá Riben , Snorri Sturluson.

Afrita slóð á umsögn

#24 Guðlaugur Birgisson - 17.09.2020

Félag smábátaeigenda á Austurlandi lýsir sig andvígt kvótasetningu á Grásleppu

hér að neðan er ályktun FSA frá seinasta aðalfundi félagsins

Aðalfundur FSA hafnar hugmyndum um kvótasetningu á grásleppu og einnig vill

fundurinn að heimilt verði að taka hlé frá veiðum með því að taka upp net. Til dæmis

ef von er á stór brælu eða í þeirri von að þorskur gangi af veiðislóð.

Guðlaugur Birgisson

Afrita slóð á umsögn

#25 Hörður Ingimar Þorgeirsson - 17.09.2020

Ég er hlyntur öllum þeim góðu rökum sem fram koma hér að ofan og mæla með kvótasetningu, ég hef stundað grásleppuveiðar síðan 2005 og mín skoðun hefur ekki breyst, að það sé arðbærast að kvótasetja grásleppu og það strax

Með kveðju

Hörður Þorgeirsson Raufarhöfn.

Afrita slóð á umsögn

#26 Svanur Grétar Jóhannsson - 17.09.2020

Hef ég verið viðloðin Gráslepuveiðum í 42 ár ef kæmi til kvóti væri það hræðleg nyðurstaða fyrir þá staði um allt land , frá 1 deigi byrjaði brask og græðgi sem menn vita að mun leiða að 40 bátar stunduðu veiðar í komandi frammtíð. Nei veiðum á að stjórna með netafjölda og dögum og þá er verið að tala um að stjórna. En ekki eins og hjá þessum vesæla ráðherra sem er ekki upp á marga fiska nemafyrir þá stóru. Treisti því að þingmenn komi í veg fyrir að þetta slæma frumvarp verði als ekki að lögum.

Afrita slóð á umsögn

#27 Sæmundur Helgi Einarsson - 17.09.2020

Ég hef stundað grásleppuveiðar í 40 ár og er algjörlega hlynntur kvótasetningu á grásleppu og er sammála öllum þeim rökum sem hafa komið hér fram um kvótasetningu. Það hefur sýnt sig að veiðarnar geta ekki verið stjórnlausar eins og þær hafa verið í manna minnum.

Sæmundir Helgi Einarsson

Útgerð Manna

Þórshöfn

Afrita slóð á umsögn

#28 Sigurjón Þórðarson - 17.09.2020

Lög um stjórn fiskveiða (kvótasetning grásleppu)

Það er ljóst að frumvarpið um að kvótasetja grásleppu gengur þvert gegn markmiðum 1. gr. laga um stjórn fiskveiða; að tryggja trausta atvinnu og byggð í landinu og stuðla að hagkvæmri nýtingu hrognkelsa.

I.

Byggðasjónarmið

Kvótasetningu fisktegundarinnar girðir fyrir nýliðun í greininni og mun auka á samþjöppun veiðiheimilda, en hvort tveggja leiðir augljóslega til veikari stöðu sjávarþorpa. Reynslan af því að setja tegundir inn í aflamarkskerfið hefur hingað til verið samþjöppun veiðiheimilda og hækkað verulega þröskuldin fyrir nýliða að hefja útgerð. Fastlega má búast við því að kvótasetningin á grásleppu hafi nákvæmlega sömu áhrif og fyrri aðgerðir stjórnvalda í sömu veru.

Líklegast er að kvótasetningin komi þá verst niður á brothættustu byggðunum, þar sem nú er tvísýnt um að hægt sé að halda úti lágmarks löndunarþjónustu. Reynt er að koma á móts við framangreind samþjöppunaráhrif með því að setja ákveðið hámark á hvað hver útgerð getur haft yfir miklum veiðiheimildum að ráða, en það er 2% samkvæmt frumvarpinu. Reynslan af slíkum hámörkum hvað varðar sambærileg ákvæði í lögum um stjórn fiskveiða, um aðrar fisktegundir hefur hingað til ekki verið fylgt eftir, af íslenskum stjórnvöldum.

Áður en lengra er haldið áfram með frumvarpið er nauðsynlegt að meta neikvæða byggðaþætti frumvarpsins og síðan gera tillögur um raunverulegar mótvægisaðgerðir.

II.

Þörf á kvótasetningu út frá nýtingu og vernd

Nýlegar grunnrannsóknir Biopol, varpa skýru ljósi á eftirfarandi þætti:

1. Sókn í grásleppu hefur farið minnkandi á síðustu fjórum áratugum.

2. Merkingatilraunir Biopol gefa til kynna að Hafró ofmeti verulega veiðihlutfall grásleppu, en reiknilíkan stofnunarinnar gerir ráð fyrir að um önnur hver kynþroska grásleppa veiðist í net.

3. Grásleppan kemur aðeins einu sinni til hrygningar á æviskeiði sínu og drepst að lokinni hrygningu.

Allir framangreindir þættir gefa til kynna að óhætt sé að auka verulega veiðar á grásleppu og að stjórnvöld ættu miklu frekar að leita leiða til þess stuðla að auknum veiðum, í stað þess að rígbinda veiðar við umdeilda ráðgjöf Hafró.

Núverandi veiðiráðgjöf Hafró byggir eingöngu á því hvað veiðist af grásleppu í stofnmælingu botnfiska (togararalli). Það er vægast sagt bratt að beita mælingum sem gerðar eru við botninn til að meta stofnstærð hrognkelsis sem heldur sig í yfirborði sjávar utan hrygningartímans.

Í ljósi þess hve Hafró telur að framangreind mæling sé háð mikilli óvissu er stofnmat frá árinu áður látið hafa 30% vægi á móti 70% vægi stofnmats yfirstandandi árs, í útreikningum á veiðiráðgjöf Hafró. Aðferðafræðilega er þetta galið þ.e. að leiðrétta ráðgjöf óvissu í mælingu með ársgamalli mælingu sem hlýtur að vera háð jafn mikill óvissu, en vitað er að hefur nákvæmlega ekkert með stofnstærð yfirstandandi árs að gera. Þetta er álíka eins og ef veðurfræðingi dytti í hug að leiðrétta niðurstöður mælingar bilaðs hitamælis á lofthita dagsins, með mælingum með sama bilaða hitamælinum frá því í fyrra!

Umrædd aðferðarfræði hefur eðlilega verið gagnrýnd af fiskifræðingum og ekki síður að stofnunin skuli ekki þróa og taka tillit til nýrra rannsókna á sviði grásleppurannsókna m.a. úr; alþjóðlegum uppsjávarrannsóknum á uppsjávarfiski í úthafinu, fyrrgreindum merkingartilraunum Biopol, afla á sóknareiningu og netaralli Hafrannsóknarstofnunar sjálfrar.

Það sem kemur fram í frumvarpinu um að fyrirsjáanleiki veiða muni aukast með lögfestingu frumvarpsins á ekki við rök að styðjast, þar sem ætlunin er að festa í sessi óvissa veiðirágjöf, án þess að taka með í reikninginn nýlegar grunnrannsóknir sem gefa til kynna að auka megi veiðar. Óvissan opinberaðist sl. vor en þá kom berlega í ljós að grásleppugengd var miklu meiri en "spáð" var fyrir um í ráðgjöfinni.

III.

Óstjórnin vorið 2020

Núverandi sjávarútvegsráðherra hefur ítrekað lýst yfir þeim vilja sínum að kvótasetja grásleppuna, án þess að færa fyrir því veigamikil rök. Eftir að ljóst var að ekki var vilji fyrir kvótasetningu á grásleppunni á síðasta þingi, þá var hrundið af stað atburðarás sl. vor, sem skóp óánægju með núverandi sóknarstýringu á meðal sjómanna.

Gefinn var út heimild til að veiða grásleppu í 44 daga á tímabilinu frá 10. mars til 20 júní sl. Fljótlega á vertíðinni var ljóst að aflinn yrði mun meiri en það sem Hafró ráðlagði, þar sem aflabrögð voru afar góð hjá þeim bátum sem hófu fyrstir veiðar. Eðlilegast hefði verið að endurskoða ráðgjöfina í ljósi þess að hún er bæði háð mikilli óvissu eins og að framan greinir auk þess sem hún stangaðist á við niðurstöður netaralls Hafró og afla á sóknareiningu. Enginn vilji var hjá ráðherra að taka umrædda ráðgjöf til endurskoðunar, þrátt fyrir að alvanalegt sé að gefa út viðbótarkvóta ef athuganir gefa til kynna að meira sé á ferðinni af uppsjávarfiski s.s. loðnu en upphaflegar mælingar gáfu til kynna. Ekki dugði það til endurskoðunar, þó svo að sýnt hefði verið fram á að Hafró hefði beinlínis gefið sér forsendur í útreikningum sínum.

Fyrir ábyrg stjórnvöld sem eiga að hafa jafnræði við úrlausn mála að leiðarljósi þá hefði úrlausn veiðistjórnarinnar sl. vor átt að vera að fækka veiðidögum hjá öllum bátum þegar ljóst var að afli myndi fara fram úr ráðgjöfinni.

Það var ekki gert heldur fengu grásleppusjómenn mismunandi marga daga í sinn hlut, þar sem veiðarnar voru stöðvaðar nánast fyrirvaralaust í lok apríl sl. eða um það bil sem veiðar voru að hefjast fyrir vestan og austan land.

IV.

Tækifæri til að gera betur

Stjórnvöld hafa tækifæri til þess að gera grásleppuveiðarnar arðvænlegri innan þess fiskveiðistjórnunarkerfis sem verið hefur verið við lýði á grásleppu og hefur hér að framan verið rökstutt að óhætt sé að auka sóknina og lengja veiðitímabil verulega. Lenging veiðitímabils hvers báts gæfi sjómönnum kost á að draga úthaldið í land ef spáð er illviðri.

Það blasir sömuleiðis við að hægt er að gefa útgerðum grásleppubáta auknar heimildir til þess að landa meiri meðafla og fénýta hann, í stað þess að andvirði aflans renni til opinberra sjóða eins og nú er. Í núverandi fyrirkomulagi á byggðapottum eru mörg dæmi um að verið sé að færa kvótahæstu fyrirtækjum landsins auknar heimildir í gegnum Byggðastofnun og almenna byggðakvótakerfið – Miklu nær væri að nota þær heimildir fyrir meðafla grásleppubáta.

Ef stjórnvöld vilja stuðla að nýliðun og tryggja byggðafestu ásamt því að auka útflutningstekjur þjóðarbúsins er um að gera að grípa grásleppuna á meðan hún gefst og tryggja góða afkomu grásleppuútgerða – það verður ekki gert með þessu frumvarpi.

Sigurjón Þórðarson

Höfundur starfar sem framkvæmdastjóri, en er menntaður á sviði líffræði og opinberrar stjórnsýslu

Afrita slóð á umsögn

#29 Eydís Jónsdóttir - 17.09.2020

Ég er sammála því að setja grásleppu í aflamark og tek undir orð Valentínusar Guðnasonar hér að ofan. Bæti svo við að það ömurlegasta við núverandi kerfi er að þegar þú setur netin í bátinn þá veistu ekki hvort þú færð að setja þau í sjó eða hvað lengi þau fá að veiða, því það er hægt að breyta daga fjöldanum hvenær sem er og ef báturinn bilar á fyrsta degi þá er vertíðin búin það sumarið.

Virðingarfyllst

Eydís Jónsdóttir

Háseti í 13 sumur og útgerðaraðili mun lengur.

Afrita slóð á umsögn

#30 Kristján Júlíus Kristjánsson - 17.09.2020

Ég undirritaður er filgjandi því sð kvótasetningu á Grásleppu verði komið á ekki bíða með það eitt ár enn það er nauðsinlegt að vita hvað má og hvað ekki má gera eða veiða það er óþolandi að fá þær fréttir daginn eftir birjun veiðar að hætta eftir 3 daga menn tala umm níliðun hvar hefur hún átt sér stað ekki við Breiðafjörð ég vona að þeir sem fjalla umm þersar firirhuguðu breitingar beri til þers gæfu og stirk til að taka þersa ákvörðun ekki seinna en núna ég set ? Við svæðaskiftingu vegna hagsmunaáregstra

Grásleppuna í kvóta núna

Undiritaður hefur stundað grásleppu veiðar svo lengi sem elstu menn muna

Kristján j Kristjánsson

Stykkishólmi

Afrita slóð á umsögn

#31 Einar Helgason - 17.09.2020

Greinilegt er að það er hægt að breyta öllu kerfinu er varðar grásleppuna og því ætti að vera hægur leikur að laga til núverandi kerfi í samræmi við kröfur grásleppusjómanna undanfarin ár og loka ekki fyrir möguleikann á aukinni nýliðun (hér eru nokkrir sem hafa komið sér upp búnaði jafnt og þétt og hafið grásleppuveiðar undanfarin ár). 

Þá hefur aldrei fengist í gegn að uppgefið sé fyrir grásleppuvertíð hversu mikið megi veiða, en allt í einu virðist það ekkert mál og menn gangi að því vísu í upphafi kvótaárs hversu miklar aflaheimildir þeir hafa í grásleppu ! Því er alveg ljóst að gefa megi út heildarmagn fyrr svo ekki sé sú óvissa meðal grásleppusjómanna. 

2% þak er bara fyrsta samþjöppunin (50 aðilar með 2% af heildaraflamarki grásleppur í stað 450 gildra grásleppuleyfa nú, tæp 300 leyfi í notkun s.l. áratug) og þegar búið er að hámarksnýta þessa reglu þá verður krafist hækkunar í skjóli „hagræðingar“ og eða búið að finna leiðir til að fáir nýti fleiri kvóta. Fylgjendur kvótasetningar hampa öllum mögulegum kostum kvótasetningar og virðast ekkert minnast á að flestir/allir þeirra fengu aflareynslu og jafnvel byrjuðu sína sjómennsku, vegna þess að það var ekki kaupverð á aflaheimildum ofan á annan kostnað. 

Samþjöppunin mun valda aukinni aðsókn í strandveiðikerfið sem nú stendur til að skerða heildar aflamagn til í öðru frumvarpi ráðherrans. 

 

Undirritaður byrjaði sína sjómennsku og þá á grásleppu 1980/1981

Afrita slóð á umsögn

#32 Gunnar Þór Jóhannsson - 17.09.2020

Með því að stjórna veiðum á grásleppu með aflamarksstjórnun myndast ákveðið hagræði fyrir þá sem stunda þessar veiðar. Þeir sem gera út fleiri en einn bát sjá einnig mikla möguleika í þessu frumvarpi, en hingað til hefur ekki verið hægt að sameina tvö leyfi á einn bát en með aflamarksstjórnun heyrir þetta vandamál sögunni til. Það verður betri nýting á tækjum útgerðar (t.d. bát og netum), öruggari sjósókn og meiri stjórn á meðafla skipa. Þannig að nánast allir kostnaðarliðir útgerðar verða mun fyrirsjáanlegri og hægræðing í veiðum mun eiga sér stað. Þetta mun koma sér vel fyrir grásleppuútgerðir á landinu.

Ýmsir aðilar hafa gagngrýnt frumvarpið sérstaklega þegar kemur að nýliðun í greininni, en það er mitt álit að nýliðun á þessum veiðum mun ekki minnka. Hagræðing útgerðar með þessu frumvarpi gerir það að verkum að það verður auðveldara og ódýrara fyrir útgerðir að stunda þessar veiðar í aflamarki.

Það er mín skoðun að veiðar á grásleppu ættu að vera í aflamarki. Tek það fram að ég er tiltölulega nýr í útgerð á grásleppu.

Gunnar Þór Jóhannsson

Sjómaður/útgerðarmaður

Reykjanesbær

Afrita slóð á umsögn

#33 Klemens Georg Sigurðsson - 17.09.2020

Ég vil lýsa stuðningi mínum við kvótasetningu á grásleppu.

Ég geri mér grein fyrir að þessi leið er ekki gallalaus frekar en aðrar en ég held samt að þetta sé besta leiðin fyrir þá, sem fram að þessu hafa verið að stunda þessar veiðar og jafnframt vilja halda því áfram.

Það er runnin upp sá tími fyrir stjórnvöld, að þau kveði upp úr með það hvort þau vilji sjá þessar veiðar sem atvinnugrein þar sem menn geta rekið sína útgerð með einhverri afkomu eða hvort þær eigi einungis að vera ”rómantískt “félagslegt úrræði í framtíðinni.

Ég tel að við núverandi fyrirkomulag verði ekki unað öllu lengur.

Ein helstu rök þeirra sem eru á móti kvótasetningu eru þau. : Að það verði engin nýliðun í greininni. En ég held samt að staðreynd málsins sé sú að við núverandi fyrirkomulag séu fæstir með réttu ráði að fara fjárfesta í bát og veiðarfærum til að gera út á þetta svona. Skyldi maður fá 15 daga á næstu vertíð, 32 daga eða kannski enga daga eins og sumir lentu í á liðnu sumri?

Eins finnst mér vera komið töluvert til móts við ótta manna um samþjöppun heimilda með 2% reglunni og er það vel. Og mætti það hlutfall jafnvel fara aðeins neðar ef þurfa þætti.

Mín útgerð er með lélega reynslu út úr þessum viðmiðunar árum en ég sé talsvert meiri tækifæri í því að bæta við mig heimildum til að halda áfram þessum veiðum og vita hvað ég hef, heldur en að standa í svona rugli óbreyttu áfram.

Afrita slóð á umsögn

#34 Ólafur Arnar Hallgrímsson - 17.09.2020

Undirritaður er fylgjandi kvótasetningu á grásleppu.

Hef stundað grásleppuveiðar næstum hverja vertíð í 25 ár.

Það sem hefur verið mest hamlandi og valdið mestum skaða við veiðarnar eru brælur og óvissa með upphafstíma veiða, dagafjölda sem má stunda veiðarnar og nú síðast óvænt stöðvun veiða.

Þó kvótasetning sé ekki allsherjar lausn trúi ég að það sé til bóta.

Ólafur Hallgrímsson

Borgarfirði eystra.

Afrita slóð á umsögn

#35 Viktor Brimir Ásmundsson - 17.09.2020

Ég sem er búinn að vera á háseti á grásleppu í 6 vertíðar þrátt fyrir ungan aldur að þá var þetta sumar það allra lélagasta tekjulega séð og sé ég ekki framm á það að ráða mig á bát til að stunda grásleppuveiðar ef ekki verði hún kvótasett. Væri hún kvóta sett væri hægt að gera þetta öruggara starfsumhverfi.

Kvótasetning þarf að gerast ef þetta ætti að vera hægt að stunda þessar veiðar af ráði og svo að útgerðirnar hafa einnthvað uppúr að moða og þessi skrípaleikur getur ekki haldið áfram. Ef ekkert mun breytast munu allir missa móðina og menn einfaldlega gefast uppá þessum frábæru veiðum sem eru í gölluðu kerfi.

ég er að safna mér fyrir skólagöngu og þarf að treysta á gott og öruggt starfsumhverfi með reglulegum tékjum á sumrin svo ég geti stundað nám en þetta kerfi bíður ekki uppá þann möguleika sem er synd.

Afrita slóð á umsögn

#36 Ásmundur Sigurjón Guðmundsson - 17.09.2020

Ég get ekki séð annað Sé fært í stöðuni en að úthluta aflamarki á smábáta í grásleppu eftir að Steingrimur Jóhann Sigfússon ákvað að setja grásleppu í aflamark og að fylgja ráðgjöf Hafró í einu og öllu í Sjávarútvegsráðherra tíð sinni.Hvet ég því atvinnuveganefnd að taka á málunum í eitt skipti fyrir öll.Annað hvort að úthluta aflamarki á bát. Eða færa stjórnun grásleppuveiða aftur til fyrra horfs og í hendur Landssambandi smábátaeigenda.

Við sem þekkjum söguna vitum að þetta var upphafið að þeirri óstjórn og rugli

sem við stöndum frammi fyrir í dag .Vil ég hvetja Atvinnuveganefnd að loka ekki eyrum sínum fyrir sjónarmiðum grásleppuveiðimanna sem hafa stundað þessar veiðar undafarin ár

Það var frábær grásleppuveiði 1987

síldarárin voru líka góð

Bretarnir gerðu það gott snema á öldini með óheftum veiðum

En nú er Árið 2020 þessi tími er liðinn

það þarf að vera slökkt á öllum skilningarvitum til að átta sig ekki á stöðunni

sem greinin er kominn í

Ásmundur grásleppuveiðisjómaður Stykkishólmi

Afrita slóð á umsögn

#37 Ólafur Örn Ásmundsson - 18.09.2020

Er varðar kafla 3.2 í drögum að lagafrumvarpi

Nauðsynlegt er að heimild sé í lögum til að úthluta svæðisbundnu aflamarki fyrir svæðisbundna nytjastofna hryggleysingja, eins og hefur raunar verið gert í t.d. Hörpudiski, þar sem úthlutað var t.d. Á Breiðafjörð, Hvalfjörð, Arnarfjörð og Húnaflóa, einnig var aflamarki úthlutað á innfjarðarrækju víða, og ekkert nema eðlilegt að það eigi við um alla staðbundna stofna, en ekki bara suma. Þegar veiðar fara fram á svo staðbundnum stofnum oft innan fjarða er nauðsynlegt að veiðistýring sé mjög skýr svo veiðar fari fram með eðlilegum ( horft til náttúrusjónarmiða ) og um leið arðbærum hætti, sagan hefur sýnt að fara ber varlega við slíkar veiðar svo ekki sé stunduð ofveiði eða slæm meðferð veiðisvæða almennt.

Slíkar veiðar eru í sumum tilvikum bannaðar nema með leyfum til tilraunaveiða, þar sem mikilli varúð hefur verið beitt við úthlutun þeirra. Nauðsynlegt er að góð yfirsýn/stjórnun sé á veiðum sem fram fara oft á svo takmörkuðum svæðum, á grunnu vatni, nálægt landi. Eðlilegast væri að ráðuneyti stýri þessum veiðum að fullu, en veiðar og þar með meðferð veiðisvæða fari ekki eftir samningum milli hagsmunaaðila. Þannig samningar geta vissulega heppnast ágætlega en verða aldrei endanlegt úrræði til fiskveiðistjórnunar.

Ólafur Örn

Þórishólmi ehf

Afrita slóð á umsögn

#38 Sveitarfélagið Skagaströnd - 18.09.2020

Hjálögð er umsögn sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagastrandar

- Alexandra Jóhannesdóttir, sveitarstjóri

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#39 Guðbjörn Jensson - 18.09.2020

Góðan daginn,

Fjölskyldan okkar hefur gert út árlega til grásleppuveiða sl. 80 ár. Þetta eru samtals fjórar kynslóðir og stundum við feðgar þessar veiðar árlega meðfram öðrum vinnum. Þegar ég segi að fjölskylda okkar hafi stundað þessar veiðar óslitið í 80 ár þá er það ekki alveg rétt. Vegna ákvörðunar ráðherra þá var engin grásleppuveiði hjá fjölskyldunni árið 2020. Við teljum að þarna hafi ráðherra skapað hættulegt fordæmi með því að leyfa einu svæði að klára allan ráðlagðan kvóta og láta hina sitja upp með sokkin kostnað á veiðarfærum og fleiru. Þetta hættulega fordæmi gerir öllum öðrum en þeim sem hefja veiðar fyrst á vertíðinni ókleift að stunda veiðar. Kerfið sem hefur verið notað undanfarin ár er algjörlega búið að ganga sér til húðar. Það er að mati undirritaðra nauðsynlegt að gera á því breytingar. Ekki er hægt að fjárfesta í veiðarfærum, skipuleggja vertíðina með tilliti til annarrar vinnu, með þessari óvissu sem ráðherra bauð upp á.

Við feðgar höfum áður lagt inn umsögn á þessu máli og því má segja að það að reifa þá kosti við að taka upp aflamark og ókosti við núverandi kerfi sé endurtekning .

• Núverandi kerfi hefur skapað gríðarlega óvissu á hverju ári fyrir þær útgerðir sem hafa tekið þátt í veiðunum

• Grásleppuveiðar eru áhættusöm atvinnugrein sem er gríðarlega háð veðri og vindum, núverandi kerfi eykur óvissu og áhættusækni

• Til að auka á flækjustig veiðanna hefur óvissa með fjölda daga áður en veiðitímabil hefst.

• Núverandi kerfi gefur embættismönnum og stofnunum of mikið pólitískt vald og skapar ógagnsæja stjórnsýslu

• Skrýtið er að hafa einungis grásleppu eina undanþegna frá varanlegum aflaheimildum

• Að breyta í aflamark myndi lágmarka þá ókosti sem nefndir hafa verið hér að ofan, óvissu (bæði með verð og fjölda veiðidaga), umhverfi (eyðilegging á netum þar sem ekki er hægt að taka upp net vegna samkeppni um staði).

Virðingarfyllst,

Jens Guðbjörnsson, Guðbjörn Jensson.

Afrita slóð á umsögn

#40 Oddur Vilhelm Jóhannsson - 18.09.2020

Ég hef stundað grásleppuveiðar lengi, en hef verið á báðum áttum með hvað gera skal.

Hef nú lagst undir feld eins og Þorgeir ljósvetninga goði gerði í árdaga, og er því sammála öllum þeim rökum sem hafa komið hér fram um að setja grásleppuna í kvóta.

Með bestu kv. Oddur

Afrita slóð á umsögn

#41 Guðni Már Lýðsson - 18.09.2020

Smábátafélagið Skalli

Kvótasetning á grásleppu mun hafa skefilegar afleiðingar í för með sér og sérstaklega á smærri byggðalög allt í kringum landið. Sagan segir okkur að samþjöppun aflaheimilda mun byrja frá fyrrsta degi og mun þessi 2% regla sem nú er komin inn ekki vera til eftir ca. 2 til 3 ár, það verður ekkert öðruvísi með þennan kvóta heldur en annan kvóta hann verður kominn í hendur örfárra aðila innan nokkurra ára.

Kvótasetning mun loka á nýliðun í greininni og í þessari umræðu hefur verið bent á það að nýliðar í dag þurfi hvort sem er að leggja í mikinn kostnað til að hefja veiðar. Sá kostnaður verður áfram fyrir þá sem vilja hefja grásleppuveiðar (netakaup og búnaður) nema að ofan á það leggst kaup á kvóta sem verður til þess að nýliðar komast ekki inn í kerfið. Því allir vita það sem vilja vita að nýliðinn keppir ekki við "stóru" karlana í kvótakaupum.

Strandveiðar voru settar á til að auka nýliðun í sjávarútvegi og auka líf í höfnum landsins og mun kvótasetning á grásleppu vinna augljóslega gegn þeirri hugsun.

Við í smábátfélaginu Skalla ætlum ekki að stinga hausnum í sandinn og horfa framhjá þessum staðreyndum því segjum við NEI við kvótasetningu á grásleppu

Guðni Már Lýðsson

formaður Skalla

Afrita slóð á umsögn

#42 Jón Tómas Svansson - 18.09.2020

Kvóti eða ekki kvóti það er málefni dagsinns. með kvótasetn á grsl er verið að jafna framboð og eftirspurn, og gera þessar veiðar fyrirsjáanlegri hvað varðar afkomu, menn tala um frelsið og nýliðun. síðastliðið vor var veiði eindæmum góð , svo góð að stefndi í verðhrun og mikið offramboð á afurðum sem í framhaldi hefði boðað lélega eða enga vertíð 2021. Hefði verið kvóti þá hefðu allir fengið sitt með töluvert minni tilkostnaði. Hvatin til að róa í misjöfnum veðrum minnkar. 2% reglan kemur í veg fyrir samþjöppum heimilda taka upp svæðaskiptinguna sem var við líði og lengd veiðarfæra verði með sama sniði og verið hefur. Kv Jón .

Afrita slóð á umsögn

#43 Dagur Brynjólfsson - 18.09.2020

Undirritaður er algjörlega hlyntur því að setja grásleppuna í aflamark. Við bræður á Gullfara HF 290 ætluðum að hefja veiðar þ. 8 maí s.l. eftir að þorkurinn væri búinn að yfirgefa veiðislóðina en fengum ekkert leyfi og urðum að sætta okkur við 100 % tekjuskerðingu. Þetta getur ekki gengið svona lengur það hljóta allir að geta séð það.

Kveðja

Dagur Brynjólfsson

Afrita slóð á umsögn

#44 Baldur Þórir Gíslason - 18.09.2020

Ég hef gert út á grásleppu frá 2003 ásamt föđur mínum innst á Breiđafirđi. Stjórn grásleppuveiđa er löngu úr sér gengiđ fyrirkomulag. Hér í umsögnum hafa grásleppuleyfishafar, þeir sem STUNDA þessar veidar, flestir veriđ sammála um ađ taka eigi upp aflmark í grásleppu. Núverandi starfsumhverfi er einfaldlega ekki bođlegt lengur.

Ég er algjörlega sammála kvótasetningu á grásleppu.

Afrita slóð á umsögn

#45 Stykkishólmsbær - 18.09.2020

Hjálögð er umsögn Stykkishólmsbæjar.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#46 Samtök smærri útgerða - 18.09.2020

Samtök smærri útgerða eru hlynnt þeim breytingum sem hér eru lagðar til. Við teljum þó eðlilegt að stærðarmörk báta sem hafa leyfi til hrognkelsaveiða verði miðuð við stærðarmörk smáskipa sem í dag eru 15 m og 30 brúttótonn.

Virðingarfyllst,

Bárður Guðmundsson, formaður

Afrita slóð á umsögn

#47 Andri Ottó Kristinsson - 18.09.2020

Ég hef verið háseti í um 10 ár á grásleppuveiðum og hef alltaf geta gengið út frá því að hafa atvinnu af grásleppuveiðum í um 60-90 daga á ári, en þetta ár varð ég ásamt mun fleiri grásleppusjómönnum fyrir miklum atvinnumissi sökum forkastanlegra vinnubragða í sjávarútvegsráðneytinu, vanþekkingu hafrannsóknarstofnunnar á stofnstærð hrognkelsa og lélegs fiskveiðistjórnunarkerfis.

Þetta er ástand sem ungir menn sem stefna á að halda áfram í sjávarútvegi geta ekki sætt sig við til framtíðar, að missa út heilu vertíðirnar. Þessu verður að breyta og þrátt fyrir ungan aldur sé ég kvótasetningu sem skárstu leið á atvinnuöryggi og til að tryggja að veiðar verði stundaðar á sem skynsamalegastan hátt.

Vegna þess að grásleppuveiðar voru stöðvaðar nú í ár áður en allir náður að klára sína daga eða hefja veiðar erum við komnir í allt aðra stöðu á ólympiskum veiðum.

Útgerðin sem ég hef verið að róa hjá hefur oftast en ekki beðið með að byrja veiðar meðan seinustu vetralægðinar ganga yfir og var okkur hegnt fyrir það þessa vertíð. Þetta mun bara þýða það að allir fara af stað núna um leið og heimilt verður að hefja veiðar óháð veðri, með tilheyrandi tjónum á netum og skemmdum á hráefni, ef ekki tekst að vitja um net innan 2-3 nátta.

Einnig er rétt að benda á að með ólympiskum veiðum verður óhjákvæmilega meiri hætt á að við sjáum alvarleg slys þegar menn eru að keppast um að ná sýnu áður en leyfi til veiða verður tekið af þeim!

Andri Ottó Kristinsson

Afrita slóð á umsögn

#48 Fjórðungssamband Vestfirðinga - 18.09.2020

Hjálagt er umsögn Fjórðungssambands Vestfirðinga

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#49 Birgir Ingvarsson - 18.09.2020

Ég er hlynntur því að stýra Hrognkelsaveiðum með aflamarki.

Birgir Ingvarsson

Bakkafirði

Afrita slóð á umsögn

#50 Halldór Árnason - 18.09.2020

Ég undirritaður hef veitt grásleppu á undanförnum árum og veit þ.a.l. aðeins hvað ég er að tala um.

Eru menn ekki hræddir um að það fari eins fyrir kvótanum á grásleppunni eins og á makrílnum.

Ég á makríl kvóta, en sit uppi með hann allan, hef ekki fengið leiðbeiningar frá ráðuneytinu um hvar eigi að nálgast hann í veiðanlegu magni. En eins og maðurinn sagði, þeir vita þetta fyrir sunnan!

Með von um að mennirnir „fyrir sunnan“ setjist niður og hugsi aðeins, áður en þeir lögfesta enn eina vitleysuna.

Samtök smærri útgerða eru strax farin að þrýsta á, að bátar allt að 30 tonn fái grásleppu-veiðileyfi. Þá verður ekki langt í það, að örfáir bátar veiði upp allan grásleppukvótann!

Kveðja,

Halldór Árnason Patreksfirði,

sem hefur dregið fisk á færi innan um breska togara og reiknið þá aldurinn!

Afrita slóð á umsögn

#51 Catherine Patricia Chambers - 18.09.2020

Meira en þrjátíu ára reynsla og rannsóknir um allan heim hafa leitt í ljós hver áhrif einkavæðingar fiskveiðiréttinda eru á smábátaveiðar og sjávarbyggðir. Jafnvel með 2% hámarks heildaraflahlutdeild og svæðisbundnu aflamarki, líkt og gert er ráð fyrir í þessu frumvarpi, munu efnahagslegur ágóði af tilfærslu grásleppu yfir í kvótakerfi gagnast fáum einstaklingum og fyrirtækjum. Það mun ekki stöðva samþjöppun kvóta og mun þ.a.l. hafa áhrif á lítil samfélög og næstu kynslóðir. Jöfnuður þvert á kynslóðir verður sífellt mikilvægara viðfangsefni í stjórnun náttúruauðlinda. Mikilvægt er að viðhalda og stuðla að jákvæðum nándaráhrifum sjávarútvegs á ungmenni til að auka nýliðun í atvinnugreininni. Grásleppuveiðar er ein síðasta greinin sem er sýnilegt tákn tækifæra í smábátaútgerð í sjávarbyggðum. Með þessari tilfærslu verður þetta tákn afmáð á óafturkræfan hátt. Kvótakerfi hentar betur fyrir stórútgerð sem stunduð er árið um kring. Með því að færa grásleppuveiðar undir kvótakerfið er litið framhjá þeirri þörf sem er fyrir fjölbreyttni og margbreytileika fiskveiðikerfa. Á tímum sem einkennast af óvissu vegna loftslagsbreytinga og COVID áfalla, þurfum við að stuðla að efnahagslegum vexti og fjölbreytileika, fremur en að takmarka slíkt. Í Alaska, Kanada og Noregi eru nú tekin skref til að vinda ofan af kvótakerfum. Frekar en að horfa aftur til fortíðar, og bæta nýrri tegundi við kvótakerfið, ætti Ísland að nota þetta einstaka tækifæri til að styðja við grásleppuveiðar sem kvótalausrar greinar sem aftur myndi sýna gildi smábátaveiða og fagna þeim sem órjúfanlegum hluta fiskveiðimenningar landsmanna. Nauðsynlegt er að horfa á þetta frumvarp, og frumvarp um breytingu á fyrirkomulagi atvinnu- og byggðakvóta, í samhengi við hvort annað: Það er alveg fyrirsjáanlegt að með samþjöppun sölu og aflaheimilda í grásleppu, sem stefnt er að með frumvarpinu, mun fjöldi sjómanna leita yfir í strandveiðar með sína báta og reynsluþekkingu. Það verður varla í önnur hús að venda fyrir þá sem vilja halda áfram að stunda fiskveiðar, ekki síst þá sem nýlega hafa byrjað í grásleppu. Þessi viðbót mun þannig kalla á aukinn kvóta í strandveiðikerfinu sem ekki er gert ráð fyrir í núverandi frumvarpi.

Catherine Chambers

PhD sjávarútvegsfræði

Afrita slóð á umsögn

#52 Kristján Auðunn Berntsson - 18.09.2020

Ég er hlynntur því að fá grásleppuna í aflamark. Ég hef stundað grásleppuveiðar síðan 1988 og stjórnunin eins og hún hefur verið síðustu ár og þá sérstaklega sumarið 2020 gengur ekki upp.

Afrita slóð á umsögn

#53 Páll Guðmundsson - 18.09.2020

Undirritaður stiður heilshugar kvótasetningur á Grásleppu og telur það fyllilega tímabæra aðgerð.

Páll Guðmundsson Hornafirði.

Afrita slóð á umsögn

#54 Björgvin Matthías Hallgrímsson - 18.09.2020

Undirritaðu lysir yfir andsöðu við kvotasetningu a grassleppu.

En ég a nokkrar grasleppu vertíðar af baki sem haeti. en eg hof utgerð síðastavor og geri ut a grasleppu

en kvotastnig a bara eftir að koma i veg fyrir nyliðun i greini og ennig sitja þa sem hafa fjarfest nylega i grassleppubatum og tileyrandi bunaði til veiða þar sem menn fa ekki veiðireynsluna.

tell eg að soknardagar með svæðiskiputum heildarkvota munn betir kost en aflamark enig mæti skoða að sitja hámarks grasleppu afla a hvern bát .

menn tela helsat kost aflamark til tryggja nyliðun sem 2% hamarks aflamark tengdara aðila og gef eg litið fyra þessa fullyrðingu. hafa menn ekkert skoða kvotakefið þar er 12 % hamark a tengdara aðila en það er nu bara ekki rauninn kvoti a grasleppu verður engin undarteknig enda segir sagan okkur það og hun mun bara endur takka sig.

Eg segji Nei

Björgvin M hallgrímsson Skagaströnd

Afrita slóð á umsögn

#55 Kristján Finnbogason - 18.09.2020

Við erum algjörlega mótfallnir hugmyndum um að setja grásleppuna í aflamark.

Menn þurfa ekki að fletta langt aftur í sögubókunum til að sjá hvað gerist við kvótasetningu, aflaheimildirnar safnast á stærstu bátana sem verða skv þessum drögum 50.talsins, og þegar þeir eru orðnir 50. Þá fara menn fram á að sökum hagræðis verði að breyta hámarkshlutdeildarprósentu í 4% og svo fram eftir götunum.

Við sáum hvað gerðist þegar dagakerfið var afnumið og þeir bátar þvingaðir í króka aflamark. Smábátaútgerð lagðist svo að segja af og tók ekki við sér aftur fyrr en strandveiðikerfinu var komið á. (Við köllum stóru beitningarvélarúturnar ekki smábáta þó svo þær séu að nota kvóta sem unnið var til á smábátum)

Í okkar tilfelli þá höfum við síðustu ár verið að byggja upp okkar útgerð með kaupum á búnaði og bátum. Þær fjárfestingar verða, komi til samþykkis þessa frumvarps einskis virði því við erum með sáralitla viðmiðun fyrir árin 2013-2018. Fyrsta góða vertíðin okkar var 2019 og hún er ekki tekin með.

Okkur dettur ekki í hug að fara að skuldsetja okkur uppí rjáfur til að borga einhverjum mönnum útí bæ starfslokasamning sem okkur sýnist margir vera að bíða eftir(miðað við hvað margir sem hafa skrifað hér og vilja kvóta, eru búnir að vera marga áratugi á grásleppuveiðum ,þá hljóta þeir að vera komnir vel á seinni háfleikinn)

Varðandi vertíðina 2020, þá hefði ráðherra, ef hann hefði haft vilja til, getað verið búinn að bregðast við þegar allir sáu í hvað stefndi.

Hitt er annað mál að breytinga er þörf til að ekki komi upp sú staða sem upp kom í vor og hugnast okkur kerfið sem grænlendingar nota ágætlega, þeir eru meira að segja með msc vottunina þannig að það er ekki þörf á kvótasetningu þess vegna.

Fyrir hönd útgerðarinnar Þrists BA-5 ehf

Kristján og Páll Finnbogasynir

Afrita slóð á umsögn

#56 Örn Pálsson - 18.09.2020

umsögn frá LS

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#57 Eysteinn Gunnarsson - 18.09.2020

Ég er alfarið á móti kvótasetningu á grásleppu og tel það aðför að dreifðum byggðum. Það má ekki gerast að eina opna hurðin að veiðum án kaupa á aflaheimildum verði lokað og með því verði ungu fólki gert ómögulegt að reyna sig í útgerð.

Afrita slóð á umsögn

#58 Sveitarfélagið Skagafjörður - 18.09.2020

Hjálögð er umsögn byggðarráðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar.

Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#59 Smári Karvel Guðmundsson - 18.09.2020

Undiritaður styður ekki frumvarp Ráðherra um fiskveiðistjórn grásleppu

Undiritaðu er 27 ára, engin aflareynsla = enginn kvóti

Þetta er sorgleg aðför stjórnvalda að enn er verið að notast við 40ára úrelta fiskveiðisjórn sem byggist á aflareynslu. enn og aftur er verið að seigja komandi kynslóðum "þið einfaldlega fæddust ekki á réttum tíma"

Krafan er skýr frá Grásleppusjómönnum, núverandi kerfi er þreytt og margþætt sem þarf betrumbæta, nú er lag að koma með nýtt Fiskveiðikerfi í sviðsljósið, sérhannað fyrir Grásleppuveiðar

EN NEI hér með þessu frumvarpi er einfaldlega ekki verið að leitast eftir kerfi sem hægt er að vinna með, gera út tryllu og halda til veiða hér er verið einfaldlega verið að huga að hvað get "ÉG SELT aflareynslu mína á mikið ", með tilkomu framsalsheimild í frumvarpi ráðherrans.

Afrita slóð á umsögn

#60 Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) - 18.09.2020

Meðfylgjandi er umsögn SFS

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#61 Búi Bjarnason - 18.09.2020

Ég er allfarið á móti kvótasetningu á gráslebbu og þar vísa ég í kvótasetningu á öðrum fisktegundum sem hefur valdið samþjöppun aflaheimilda,atvinnuleisi,deyjandi sjávarbyggðir. Ef þetta verður að veruleika? Er farið gegn nú gildandi stjórarskárrétt einstaklingis sem hljóðar uppá að ekki megi skerða rétt þeirra sem vilja stunda þá atvinnu sem þeir vilja. Ef þvi miður að gráslebban verði kvótasett? Þá krefst ég þessi að það verði gætt jafnræðis við úthlutun hennar og að árið 2019 verði tekið inní.

Afrita slóð á umsögn

#62 Axel Helgason - 18.09.2020

Ég er hlynntur því að grásleppa sé sett í aflamark og sé á þeim umsögnum sem búið er að senda inn að nánast öll rökin sem mæla með því hafa verið sett hér fram og ætla ég ekki endurtaka þau í minni umsögn.

Vil samt nefna nokkur atriði sem ekki hafa komið fram sem mér finnst skipta máli.

Stjórnvöld virðast hafa ákveðið að verða við kröfum Bandaríkjamanna um friðun sjávarspendýra (marine mammal protection act - MMPA) sem tekur að fullu gildi 2022. Það er alveg klárt að við munum ekki stunda neinar netaveiðar eftir þann tíma nema að tvennt komi til. Að Bandaríkjamenn falli frá kröfum sínum eða að stjórnvöld hér ákveði að verða ekki við kröfum þeirra um minnkun á afla sjávarspendýra við veiða í okkar lögsögu.

Eina leiðin til að minka afla sjávarspendýra reynist það nauðsynlegt, er að fara í víðtækar lokanir á svæðum þar sem selir veiðast í meira magni en annars staðar, en í heildina mega eingöngu veiðast að hámarki um 50 selir við allar veiðar í lögsögunni. Hlutdeildarsetning á grásleppu mun auðvelda svæðislokanir og gera útgerðum og vísindamönnum kleift að skipuleggja veiðarnar með það að markmiði að minnka meðafla.

Landssamband smábátaeigenda stóð fyrir könnun meðal handhafa grásleppuleyfa árið 2018 um hvort setja ætti grásleppu í hlutdeild. Leyfishöfum var skipt í þrjá flokka sem voru aðilar með yfir 10 tonna veiðireynslu (260), með 1 kg til 10 tonna veiðireynslu (110) og með enga veiðireynslu (80). Niðurstaða könnunarinnar var sú að rúm 54% kusu óbreytt fyrirkomulag veiðistjórnunar.

En niðurstaðan er önnur ef þeir 80 aðilar sem ekki hafa stundað veiðarnar á 6 ára viðmiðunar tímabili eru ekki hafðir með í úrtakinu, en tæp 90% þeirra kaus óbreytt fyrirkomulag. Sé eingöngu tekið mið af afstöðu þeirra sem stundað hafa veiðarnar, þá greiddi meirihluti þeirra atkvæði með því að stýra veðunum með aflamarki.

Á aðalfundi LS 2019 var borinn upp tillaga um að LS lýsi sig mótfallið kvótasetningu á grásleppu. Tillagan var samþykkt með tveggja atkvæða mun á þeim sem voru með og á móti. Á aðalfundi hafa atkvæðarétt rúmlega 50 fulltrúar tæplega 800 félagsmanna sem taka afstöðu til mála er varða hagsmuni þeirra sjálfra og félaga sinna. Þó að stór hluti grásleppusjómanna séu í LS, þá er munn hærra hlutfall Þeirra sem stunda eingöngu handfæraveiðar félagar í LS. Þetta þarf að hafa í huga þegar verið er að meta niðurstöðu aðalfundar.

Varðandi það sjónarmið sem kemur fram hjá mörgum þeirra sem eru á móti hlutdeildarsetningu, um að hún hindri nýliðun og að þeir sem fjárfest hafa t.d. í strandveiðibát hafi þá ekki möguleika á að stækka við sig og gera út yfir lengra tímabil með því að bæta grásleppuveiðum við sína útgerð, er rétt að benda þeim sömu á að skoða hvað margir nýliðar í útgerð hafa nýtt það tækifæri sem verið hefur fyrir hendi frá því að strandveiðar hófust 2009. Það er hægt að fullyrða að menn hafa ekki nýtt það tækifæri (aðeins örfáar undantekningar) sem hefur allan þennan tíma verið til staðar og tel ég ástæðuna vera að mestu vegna þess hversu fráhrindandi veiðistjórnunin er, hversu lítill fyrirsjáanleiki er í veiðunum og hvað árlegur tilkosnaður er hár

Varðandi samþjöppun og og framsal, þá hefði ég kosið að hámarks hlutdeild væri í kringum 1,5% og að ríkið kæmi að því að lána útgerðum fyrir kaupum á hlutdeild á vöxtum sem eru sambærilegir og þeir vextir sem stærri aðilar hafa aðgang að í öðrum gjaldmiðlum. Ríkið gæti haft veð í heimildunum og með þessu yrði aðstöðumunur smærri og stærri útgerða til kaupa á hlutdeildum jafnaður út.

Varðandi fyrstu greinina þar sem gerð verður krafa um að bátar séu skráðir í byggðarlagi og að útgerðir eigi þar heimilisfesti, þá er rétt að benda á hvernig tekist hefur til samskonar ákvæði á strandveiðum og hvernig nýlega var brugðist við þessu varðandi dragnótaveiðar. Þetta framkallar flækjustig sem allir komast fram hjá með tilkostnaði og óþarfa fyrirhöfn.

Verði niðurstaðan að grásleppa verði sett í hlutdeild verður að óbreyttu enn stór galli til staðar sem verður að leysa hvort sem við erum í sóknarmarki eða aflamarki, sem er að ráðgjöfin frá Hafró kemur um mánaðamótin mars/apríl. Hvernig á að vera hægt að hefja veiðar í mars með óvissu um aflamark báta? En ráðgjöf Hafró frá 2012 hefur verið á bilinu 3.700 - 6.800 tonn.

Varðandi hvernig tekist hefur að stýra veiðunum með því að gefa út daga til að ná ráðgjöf Hafró sem gefin hefur verið út frá 2012, þá skeikar að meðaltali frá 2012 til 2019 um 22 prósentum í að heildarafli hvers árs hitti ráðgjöfina. Þó svo að samanlagður afli þetta árabil hitti nokkurn veginn á samanlagða ráðgjöf, þá segir það ekkert um hversu vel hefur tekist til í heildina.

Hef stundað grásleppuveiðar síðan 2004 og geri út bátinn Sunnu Rós SH-123

Virðingarfyllst, Axel Helgason

Afrita slóð á umsögn

#63 Bergvin Sævar Guðmundsson - 18.09.2020

Ég vil lýsa andstöðu minni á kvótasetningu á grásleppu.

Það er alveg ljóst að núverandi kerfi má bæta eins og oft hefur verið lagt til með sameiningu leyfa og að leyfa mönnum að draga upp og leggja aftur eftir aðstæðum. Við núverandi kerfi hefur flest öll árin náðst að nýta aflaheimildirnar sem úthlutað hefur verið til grásleppuveiða. Kvótasetning mun aðeins stuðla að samþjöppun í greininni og mun það hafa áhrif á strandveiðar með aukinni aðsókn í þær sem verður til þess að þær verða kvorki fugl né fiskur fyrir þá sem hafa stundað þær fram að þessu. Kvótasetning mun einnig koma í veg fyrir nýliðun í greininni samanber kvótasetningar hingað til. Ef setja á grásleppu í kvóta ætti það sama að gilda um strandveiðar þar sem þau rök sem menn beita fyrir sér í grásleppunni eiga einnig við um í strandveiðunum, þá gætu menn róið þegar menn vildu eftir verði á mörkuðum, veðráttu og aðstæðum á miðunum einnig væri það til mikilla bóta að geta tekið meiri afla á dag þegar þannig bæri við og þar með minnkað sótspor við veiðarnar. Það getur ekki verið að núverandi veiðistjórn grásleppuveiða sé svo ómöguleg og slæm að ekki sé hægt að una við hana með nokkru móti, það sætir furðu minni að margir hafi stundað grásleppuveiðar í áratugi ef þetta væri svo slæmt eins og af er látið. Sá mikli þrístingur sem kvótasinnar beita er einungis drifinn áfram af væntingum um að geta selt frá sér grásleppukvóta og farið út úr greininni með ágóðann.

Bergvin Sævar Guðmundsson

Afrita slóð á umsögn

#64 Eiríkur Gunnar Lýðsson - 18.09.2020

Undirritaður lýsir sig andvígan þeirri breytingu sem sett er fram með lagabreytingu þessari og telur að slæm áhrif verður á byggðalög. Til hvers að breyta því sem hefur gegnið í öll þessi ár.

Breytingar verða eingögnu til þess að samþjöppun verði í greininni.

Menn tala um að það sé arfbært að kvótasetja grásleppu, enn fyrir hvern.

Ekki er það þjóðfélagslega hagkvæmt. Afleiddum störfum munu fækka þar sem bátum mun fækka mikið.

Ekki vantar fleiri á atvinnuleisiskrá.

Útgerð þessi hefur verið við grásleppuveiðar 60+ ár svo reynslan er til staðar.

Eiríkur Gunnar Lýðsson

Fyrir hönd Útgerðarfélag Djúpavík