Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 4.–18.9.2020

2

Í vinnslu

  • 19.9.2020–23.11.2021

3

Samráði lokið

  • 24.11.2021

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-173/2020

Birt: 4.9.2020

Fjöldi umsagna: 64

Drög að frumvarpi til laga

Matvælaráðuneytið

Sjávarútvegur og fiskeldi

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða o.fl. (veiðistjórn grásleppu o.fl.)).

Niðurstöður

Alls bárust 64 umsagnir. Af þeim sem tóku beina afstöðu til þess hvort færa ætti grásleppuveiðar undir aflamarksstjórn voru 39 umsagnaraðilar fylgjandi tillögunni og 21 andvígur. Auk þess bárust umsagnir varðandi stjórn veiða á hryggleysingjum og sandkola. Tilefni þótti til að breyta frumvarpinu í ljósi framkominna athugasemda eins og rakið er nánar í niðurstöðuskjali.

Málsefni

Með frumvarpi þessu er lagt til að tekin verði upp aflamarksstjórn við veiðar á grásleppu. Auk þess er lagt til að heimilað verði að úthluta aflahlutdeild til veiða á staðbundnum nytjastofnum hryggleysingja, þannig að sérstakt aflamark komi fyrir veiðisvæði.

Nánari upplýsingar

Með frumvarpi þessu er lagt til að:

-- aflamarki verði úthlutað til veiða á grásleppu.

-- heimilað verði að úthluta svæðisbundnu aflamarki fyrir svæðisbundna stofna.

-- sandkoli verði kvótasettur fyrir öll Íslandsmið.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Tenging við önnur mál (1)

Umsjónaraðili

ANR

postur@anr.is