Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 4.–11.9.2020

2

Í vinnslu

  • 12.9.2020–5.10.2021

3

Samráði lokið

  • 6.10.2021

Mál nr. S-174/2020

Birt: 4.9.2020

Fjöldi umsagna: 3

Áform um lagasetningu

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið

Umhverfismál

Áform um frumvarp til laga um breytingar á lögumum hollustuhætti og mengunarvarnir (menntun og þjálfun sundkennara, eftirlit með starfsemi og athöfnum o.fl.

Niðurstöður

Niðurstaða málsins er í stuttu máli sú að frumvarp um breytingar á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir nr. 7/1998 (menntun og eftirlit) var lagt fram á 151. löggjafarþingi á þingskjali 942 - 562. mál. Frumvarpið var ekki afgreitt úr nefnd. Stefnt er að því að leggja málið fram á 152. löggjafarþingi

Málsefni

Áformað er að leggja til breytingu á lögum nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir.

Nánari upplýsingar

Áformað er að leggja til breytingu á lögum nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir til að styrkja heimildir til að kveða í reglugerð á um lágmarkskröfur að því er varðar menntun og þjálfun sundkennara, sundþjálfara og þeirra sem sinna laugargæslu um að þeir skuli hafa staðist próf sem sýnir fram á viðhald þekkingar þeirra. Þá er áformað að leggja til að í lögin verði sett ákvæði til að kveða skýrar á um eftirlitsskyldu og umfang þess eftirlits með starfsemi og athöfnum sem valdið geta mengun eða ógnað hollustuháttum þrátt fyrir að viðkomandi starfsemi eða athafnir séu ekki háðar starfsleyfi eða skráningaskyldu. Þá er áformað að leggja til að kveðið verði skýrar á um það í lögunum í hvaða tilvikum Umhverfisstofnun annars vegar og heilbrigðisnefnd hins vegar beri að annast starfsleyfisútgáfu og eftirlitlit með starfsemi sem felur í sér endurnýtingu úrgangs og að setja inn heimild til handa Umhverfisstofnun að taka gjald fyrir skráningu á skráningarskyldri starfsemi.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Skrifstofa umhverfis- og skipulags

sigurbjorg.saemundsdottir@uar.is