Drög að frumvarpi þessu voru birt 4. september 2020 í samráðsgátt stjórnvalda á vefnum Ísland.is (mál nr. S-175/2000) og barst 61 umsögn um málið. Að mestu leyti var í umsögnunum fjallað um sömu álitaefni og reifuð eru ítarlega í skýrslu starfshópsins sem er frumvarpinu til grundvallar. Var skýrsla starfshópsins áður birt til kynningar á vef ráðuneytisins. Farið var vandlega yfir innsendar umsagnir og leiddu þær meðal annars til breytinga á tillögu um uppgjör svonefndra skel- og rækjubóta.
Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 04.09.2020–18.09.2020.
Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.
Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 20.09.2021.
Með frumvarpi þessu er lagðar til breytingar á lögum um stjórn fiskveiða sem varða ráðstöfun þeim aflaheimildum sem ríkið er með forræði yfir (5,3%).
Með frumvarpi þessu er lagðar til breytingar á lögum um stjórn fiskveiða sem varða ráðstöfun þeim aflaheimildum sem ríkið er með forræði yfir (5,3%). Breytingar sem lagðar eru til eru á grundvelli tillagna starfshóps um endurskoðun á meðferð og ráðstöfun 5,3% aflaheimilda sem skilaði skýrslu til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra í febrúar 2020.
Opna þarf augun fyrir frjálsum handfæraveiðum, sem myndu fylla hafnir Íslands lífi og gleði, öfugt við það sem er í dag.
1. Ekki ætti að leyfa veiðar á laugardögum það mun þýða gríðarlegt magn af eins og tveggja daga gömlum fiski á mörkuðum á mánudögum þar sem fiskmarkaðir eru lokaðir um helgar á sumrin.
2. Ef ég skil frumvarpið rétt stendur til að snúa til baka til þess kerfis sem var áður (með potta fyrir hvert svæði) en núverandi fyrirkomulag var tekið upp það er stór undarlegt í ljósi þess að mun meiri sátt er um kerfið núna en áður var. Legg til að strandveiðipottunum verði skipt í 2 hluta einn fyrir A og D svæði og annan fyrir B og C svæði það mundi jafna möguleikana þannig að allir sætu við sama borð í stað þess að' í núverandi fyrirkomulagi verða B og C illa út úr kerfinu ef potturinn klárast snemma. Nota ætti viðmiðun árana 2018 og 2019 til að finna út réttan tonnafjölda í hvorn pott fyrir sig.
3 Tryggja ætti með lögum að allir strandveiðibátar fái 12 daga í mánuði á tímabilinu frá mai til ágúst.
Ég legg til að landið verði eitt svæði og að tryggt verði að allir megi róa að minnstakosti 48 daga á ári.
Þessi svæðisskipting er að mínu mati bara rugl,hvursu eðlilegt er það að bátur frá Akranesi megi ekki landa á Arnarstapa en hann megi landa á Hornafirði ?
Ef einhver staður liggur vel við miðum á ákvenum tímum þá á viðkomandi staður einfaldlega að njóta þess. enda engin trygging fyrir því að fiskur sem landað í ákveðinni höfn sé unninn í því plássi..reyndar sjaldnast.
Tímabilið ætti að vera allt kvótaárið,fiskgengd er mismunandi milli landssvæða á misjöfnum tímum og veðrátta einnig. Það á að vera ákvörðun útgerðarmanns hvenær hann telur skynsamlegast að róa.
Hámarks lengd róðurs á degi hverjum á einfaldlega að vera 1 róður á sólahring annað er mismunun eftir hve utarlega þú býrð við fjörðinn og eða hve stóra vél þú ert með í bátnum.
Að öðrum kosti legg ég til að allir pottar verði afnumdir ,hvort sem það er byggðarkvóti ,línuívilnun,strandveiðar eða sérstakur...Í staðinn verði hægt að leigja af ríkinu á eðlilegu verði,,t.d 90 kr.pr kíló..þú yrðir að vera búinn með þinn kvóta ef einhver er ,gætir eingöngu leigt lítið í einu t.d 10 til 15 tonn og yrðir að vera búinn að veiða 90% áður en þú gætir leigt meira.
Lögin um strandveiðar smábáta eiga ekki að vera eins og einhverjir vanvitar hafi samið þau til að ná tökum á smábörnum á leikskólaaldri. En þannig eru þau uppbyggð og þannig eiga þau að vera áfram samkvæmt þessu lagafrumvarpi.
Þá er eins og það sé markmið þeirra sem semja frumvarpið; að tryggt verði að strandveiðimönnum á hinum ýmsu landsvæðum verði áfram att gegn hver öðrum - að sem flestir verði áfram óánægðir. Það gerir fyrirhuguð svæðaskipting nefnilega alveg örugglega - sagan segir það.
Það þarf enga svæðaskiptingu. Það þarf heldur engan pott eða þak á heildarveiðina. Það eina sem þarf að gera, er að tryggja hverjum og einum að lágmarki 48 daga á ári og lengja tímabilið í báða enda - punktur.
Náttúran mun síðan stýra því hve mikill heildaraflinn að lokum verður. Að ætla að handstýra dutlungum náttúrunnar eins og ráðuneytið er sífellt að reyna, sýnir meiri ónáttúru en flest annað.
Þá er það afskaplega dapur vitnisburður að eftir 45 ára “uppbyggingu” á okkar helstu fiskstofnum skuli ekki enn vera hægt að gera út smábát á Íslandi - með líkum hætti og gert er hjá frændum okkar í Færeyjum og Noregi.
Kristján Þór sjávarútvegsráðherra; Taktu á þig rögg og gefðu sjómönnum tækifæri á að minnast þín fyrir eitthvað annað en dindladekur við stórútgerðina.
ViðhengiGóðan daginn.
Ég hef stundað strandveiðar í þó nokkur ár. Hef alla tíð fundist þetta vera vont kerfi, hættulegt og óumhverfisvænt.
Hef alltaf haft þá skoðun að handfæraveiðar eigi að vera frjálsar. Þeir róa sem nenna að fiska.
Hvorki kvóti eða framsal til að rífast út af aðeins veiða og koma afla að landi og í góð verð, hagur allra.
Nú ef menn vilja reglur um strandveiðar, þá gætu þær verið einfaldar. Bátur sækir um strandveiðileyfi, innifalið í leyfinu er að veiða megi 50.000.kg þorskígildi á sex mánuðum apríl til og með september. Miðin kringum landið eitt svæði engar aðrar takmarkanir. Sem sagt menn sækja á blíðviðrisdögum og reyna að kom þessum afla í sem fæstum ferðum, þó að skinsemin ráði för og hæðst verðs sé reynt að ná.
Hagkvæmt fyrir þjóðarbúið, umhverfisvænt, skapar heilmikla atvinnu.
Takk fyrir að lofa mér að tjá mig um malið.
Júlíus Magnússon
Strandveiðar hafa sannað gildi sitt til nýliðunnar. Það hafa fjölmargir keypt sér bát og byrjað útgerð. Þess vegna ber að styrkja þær enn frekar með hagsuni hinna dreifðu byggða kringum landið. Síðan er rætt um línuívilnun og minni ásókn í að nota hana. Það sem mætti gera er að breyta henni í krókaívilnun fyrir dagróðrarbáta. Þannig getur hún gagnast handfærabátum líka og verið góður stuðningur fyrir nýliða t.d.
Hafa samafyrirkomlag eins hefur verið 48 daga en 6 mánuði apríl_ septenber myndi það koma sér fyrir þá sem vildu ná góðri nítingu á daga og með verð á fiskmörkuðum. Eins á að hafa það opið fyrir báta að geta farið inn og út til að geta farið í aðrar veiðar til dæmis Gráslepu.
Strandveiðar Umsögn
Allt frá því að aðgangur að sjávar auðlind þjóðarinnar var takmarkaður með kvótum hefur verið deilt um hvort rétt sé gefið. Fyrst kvóti, svo frjálst framsal, til að hagræða fyrir útgerð. Þetta er allt þekkt. 1997 taka gildi lög sem gerir útgerðum kleift að veðsetja kvótann, eign þjóðarinnar. Mörg sveitarfélög hafa farið illa útúr skiptunum og íbúarnir tapað miklu vegna afkomubrests og verðhruns á eignum. Áður en hægt var að snúa sér við var búið að kvótasetja allt nema grásleppu. Þeir sem áttu drauminn um að fá sér bát og róa sem einyrkjar voru allar bjargir bannaðar. Birtist þá á sviðinu Vinstri grænn ráðherra sem safnar liði og opnar fyrir handfæraveiðar, innan þröngs ramma, strandveiðar. Það hefur sýnt sig að strandveiðar eru lyftistöng fyrir allar byggðir þar sem hægt er að gera út smábáta.
Strandveiðar eiga að vera eins frjálsar og kostur er. Það á aldrei að geta myndast neinn kvóti sem hægt er að láta ganga kaupum og sölum. Í dag má veiða 12 daga í mánuði í 4 mánuði. 14 tíma veiðiferðir og 774 kg. þorski, en sá galli er á gjöf njarðar að klippt er aftan af veiðitimabilinu vegna þess að skammturinn af fiski sem settur er í púkkið hverju sinni klárast fyrr. Tökum boltann þar. Það þarf að tryggja að allir geti sótt sjóinn í 48 daga, burt séð frá hvaða stöðum er róið. Svæðaskipting er ómur fortíðar, vistarband. Gera má ráð fyrir að veiðin geti orðið á milli 10 og 20 þúsund tonn á ári. Það eru engin geimvísindi að koma þessu í kring, án þess að fiskstjórnunarkerfið hrynji. Vilji er allt sem þarf.
16.sept.2020
Tryggvi L. Skjaldarson
Oj það er verið að drepa niður allan grundvöll með rekstur smábáta og endur nýun flotans og ekkert hugsað um öruggi smábatasjómanna
Undirritaður er að mestu sammála þeim tillögum sem koma fram í frumvarpinu sem snúa að almenna byggðakvótanum.
Það er hins vegar full ástæða til þess að koma enn frekar til móts við smærri byggðalög þar sem vinnsla hefur lagst af með því að afnema vinnsluskyldu og setja í staðin löndunarskyldu.
Í mörgum smærri byggðalögum þar sem vinnsla hefur lagst af er eini raunhæfi möguleikinn til að halda umsvifum tengdum útgerð og löndunum að setja inn löndunarskyldu í staðin fyrir vinnsluskyldu. Með því haldast umsvifin sem tengjast útgerð og löndunum í byggðalaginu. Víða hefur verið farin sú leið að útvíkka vinnsluskylduna yfir á sveitarfélagið, sú leið hefur hins vegar undantekningar lítið leitt til þess að umsvifin sem áttu að koma byggðalaginu til aðstoðar færast yfir á annað byggðalag í sveitarfélaginu og nýtist því ekki úthlutunarbyggðalagi eins og til stóð. Ég tel því nauðsynlegt að það komi skýrt fram í frumvarpinu að þar sem ekki er vinnsla til staðar skuli löndunarskylda koma í staðin fyrir vinnsluskyldu.
Pétur Sigurðsson
Árskógssandi
Ég hef Stundað strandveiðar frá árinu 2009. Ég vil ekki svæðisskiftingu heldur allt landið og ég ráði hvaðan ég ræ hverju sinni. 48 daga apríl til og með seftember (12 daga í mánuði )
Umsögn smábátafélagsins Hrollaugs á Höfn vegna frumvarps til laga um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða,nr.116/2006,með síðari breytingum (Atvinnu og byggðarkvótar o.fl. )
Inngangur
Frumvarp þetta er með öllu enn eitt villuljósið sem þjóðinni er boðið upp á og alls ekki hannað með almannahagsmuni í huga. Hér er á ferðinni enn eitt frumvarpið sem miðar að því að færa arðsemi sjávarútvegsauðlindarinnar frá þjóðinni og byggðunum í hendur stærstu handhafa aflaheimilda í landinu. Frumvarpið hvetur til áframhaldandi samþjöppunar aflaheimilda og tryggir sægreifum hámarks arðsemi í gegnum leiguframsalsrétt þeirra umfram aflaheimilda sem þeir hafa komist yfir í gegnum tíðina og veiða ekki sjálfir. Frumvarpið og byggðarkvótakerfið brýtur líklega samkeppnislög. Líklega hefur byggðarkvótakerfið brotið þau lög og reglur frá upphafi. Kominn er tími til að leggja byggðarkvótakerfið alfarið niður og nýta þær heimildir sem þar hafa verið settar til almennrar uppbyggingar í gegnum strandveiðikerfið sem er það kerfi sem þjóðin óskar sér en er vísvitandi svelt af aflaheimildum . Byggðakvótakerfið hefur verið annsi lengi við lýði en kerfið hefur ekki gert nokkurn skapaðan hlut fyrir þær byggðir sem fengið hafa til sín þær heimildir vegna þess að arðsemin í kerfinu er flutt í aðra vasa jafnvel áður en nýting byggðarkvótaheimildana er hafin. Talað er um innan þeirra byggða þar sem laxeldi er í uppbyggingu að hvert tonn af slátruðum laxi sé notað sem mótframlag við byggðarkvóta. Það er ekkert eðlilegt við að það ef það sé raunin og það þarf að kanna . Frumvarpinu er ætlað að tryggja handhöfum aflaheimilda og þeim sem ná að draga til sín arðsemi byggðarkvóta þennan fyrirsjáanleika til 6 ára og þar með halda þjóðinni og almannahag frá nýtingu sinna eigin auðlinda með mannsæmandi hætti í að minnsta kosti næstu 6 árin. Það sér hver maður hvers vegna 6 ár eru notuð því sjávarútvegsráðherra og ríkistjórnin reiknar ekki með að þeirra flokkar verði í ríkistjórn á næsta kjörtímabili heldur reiknar hann með að þau verði það eftir um það bil 6 ár og geti þá haldið áfram sérhagsmunum til heilla.Strandveiðikerfið er það kerfi þar sem almannahagsmunir liggja og enginn svokallaður sægreifi hefur komist með klærnar og puttana í til misnotkunar eða arðráns. Aldrei hefur ásókn til strandveiða verið meiri en 2020 sem sýnir þörf þjóðarinnar á eflingu kerfisins. Um 700 bátar stunduðu þessar veiðar 2020 og fjölguninni ber að fagna því það þýðir aukningu á störfum og mikins áhuga þjóðarinnar á því að hér verði eitt öflugt strandveiðikerfi með nægum heimildum almannahagsmunum til heilla. Strandveiðikerfið er almennt kerfi til uppbyggingar atvinnu allt í kringum landið og hefur sannað sig sem slíkt, kerfi sem virðir mannréttindi og kerfi sem veitir þjóðinni jafnt aðgengi að nýtingu sinna eigin auðlinda hvar á landinu sem þau búa en ekki bara einhverjum útvöldum sægreifum sem sjúga arðsemi auðlindarinnar burt úr byggðum landsins og frá þjóðinni og fara jafnvel með arðinn úr landi við firsta tækifæri. Það eru mannréttindi þjóðarinnar að hafa mannsæmandi nýtingarrétt á auðlindum sínum og mannréttindi og almannahagsmunir er það sem þeir sem kosnir eru til alþingis eiga að vera að vinna að og engu öðru. Það kemur ekki á óvart að í frumvarpi þessu er ætlun sjávarútvegsráðherra að koma í veg fyrir þá eflingu sem þjóðin hefur óskað eftir á strandveiðikerfinu allt í kringum landið og eru almannahagsmunir. Hans stefna virðist vera að draga alla arðsemi 5,3% hluta aflaheimilda sem ríkið heldur utan um til núverandi handhafa aflaheimilda.
Það kemur skýrt fram hver þjóðarviljinn er þegar kemur að strandveiðikerfinu. Vitnum við hér í skýrslu byggðarstofnunar á könnun „Útekt á stranveiðikerfinu haustið 2019“ á meðal strandveiðimanna og hagsmunaaðila. Þar kemur glöggt fram hvernig þjóðin vill nýta þær 5,3% heimildir sem ríkið hefur yfir að ráða. Þjóðin vill allar þessar heimildir til strandveiða vegna þess að það kerfi hefur aldrei verið elft með mannsæmandi hætti þó þjóðin óski eftir því á hverju einasta ári. Þörfin á eflingu strandveiðikerfisins liggur alveg ljós fyrir og það liggur alveg ljóst fyrir hvernig á gera það og hvernig þjóðin vill að kerfið verði úr garði gjört svo það virði mannréttindi og nýtist almannahag og byggðum landsins til fullnustu við atvinnuuppbyggingu allt í kringum landið þjóðinni og almannahag til heilla. Þjóðin vill fá hið mynnsta tryggða 48 róðradaga á ári og þjóðin á að fá allt árið til þess að nýta sína daga innan strandveiða svo að allir sem í því kerfi vilja starfa njóti sannmælis og að fiskur verði veiddur á þeirra heimaslóð þegar hann er þar, og þegar hann er sem verðmætastur fyrir land, byggðir og þjóð. Þannig tryggjum við hámarks verðmætsköpun við veiðarnar, dreifða nýtingu fiskimiða, öfluga atvinnuuppbyggingu og að arðurinn verður eftir í héraði hjá fólkinu sem þar býr í hinum dreifðu byggðum sem getur svo nýtt hann til áframhaldandi uppbyggingar á sinni heimaslóð.Öll lög um bætur frá þjóðinni til þeirra sem á aflaheimildum halda á að afnema eða hið mynnsta að hanna þannig að hafið verði yfir allan vafa að þjóðin sé ekki bótaskild til þeirra sem hafa yfir að ráða aflaheimildum eða bótaskild til þeirra sem telja sig eiga samkvæmt lögum að fá úthlutaðar heimildir sér til einkanota vegna einhverskonar ágalla í fiskveiðilögum. Bregðist fiskimið er það útgerðarmannsins að taka það áfall en þjóðin á ekki að þurfa koma með bætur handa viðkomandi útgerð en mætti koma með bætur til byggðarlaga í formi fjárstyrkja. Nægt er hið almenna áfall um brostinn fiskimið fyrir þjóðina þegar og ef svo ber til. Byggðarkvóti, sértækur byggðarkvóti, skelbætur, rækjubætur, hlutdeild til að bregðast við áföllum er ekkert annað en úr sér genging fiskveiðistjórn og sýnir að ekki er verið að hugsa um almannahag og mannréttindi heldur bara arðsemi einstakra sægreifa. Flækjustig fiskveiðikerfisins nær nýjum hæðum í frumvarpi þessu og gloppur og göt og hvatar munu sjá til þess að arðurinn verður allur dreginn frá byggðum landsins í vasa örfárra sægreifa. Halda á þjóðinni frá mannsæmandi nýtingu á sínum eigin auðlindum í stað þess að lýta til frábærrar frammtistöðu nágrannaríkja okkar t.d eins og í Noregi við nýtingu sinna auðlinda Norskri þjóð og almannahag þar til heilla.
Byggðarkvóti
Byggðarkvóti eða sértækur byggðarkvóti er ekki sá bjargvættur byggða sem nafnið gefur til kynna á að hann sé og hefur aldrei verið. Hann er villuljós eins og notað var fyrr á öldum til þess að villa um fyrir sæfarendum og koma þeim í strand. Það er vegna þess að arðsemin úr þessu kerfi rennur allur í sömu hendurnar. Hendur núverandi sægreifa,stórútgerða og þeirra sem á aflaheimildum þjóðarinnar halda. Fjölmörg dæmi eru um að byggðarkvóti sé veiddur og unnin af útgerðarrisum í kringum landið en fer ekki til þeirra sem raunverulega þurfa á honum að halda. Jafnvel veiddur af togurum og netabátum á sem óumhverfisvænansta máta sem hugsast getur. Byggðarkvótinn hefur skapað hér mjög óheilbryggt umhverfi innan fiskveiðistjórnunarkerfisins.Byggðarkvótakerfið er það sem heldur uppi eftirspurn á leigukvóta af kvótagreifum og þar með mjög háu leiguverði aflaheimilda í landinu. Ef þú átt ekki kvóta þarft þú að leigja til þín 2 til 3 tonn af þorski á móti hverju tonni sem þú færð í byggðarkvóta. Þannig rennur arðurinn úr byggðarkvótakerfinu og byggðunum til sægreifa í formi leigutekna sem búa yfirleitt ekki i hinum brotnu byggðum. Arðsemin er soguð út úr kerfinu strax þegar sægreifinn fær sitt háa verð sem leigusali aflaheimilda. Það myndast hvati í fiskveiðikerfinu fyrir sægreifa að þjappa saman aflaheimildum og komast yfir meira afheimildir en þeir þurfa til eigin veiða vegna þess að mikil eftirspurn er eftir því að leigja af þeim heimildirnar á háu verði til að kvótalausir geti fengið byggðarkvóta á móti leigðum heimildum. Verð á leigðum heimildum hækkar og lítið sem ekkert fæst fyrir að veiða þær fyrir það eitt að fá byggðarkvóta á móti.Þeir sem eiga aflaheimildir þurfa ekki að leigja til sín heimildir af sægreifum heldur velja sér bara löndunarhöfn þar sem lýklegt er að mikils byggðarkvóta sé að vænta á móti sínum eigin og taka svo alla arðsemi úr byggðunum heim til sín hvar í heiminum sem þeir búa.Arðurinn fer allur úr byggðarlaginu og heim til sægreifans þar sem hann býr og ekki svo mikið til hinna brotnu byggða. Allt er þetta á sömu höndina, sægreifinn græðir en aðrir ekki.Innbyggði hvatinn sem búin er til með byggðarkvótakerfinu til þess að leigja af sægreifum eru mörg þúsundir tonna af þorski á ári og þetta drífur leigumarkað með aflaheimildir á Íslandi af sægreifum sem eiga orðið miklu meira af heimildum en þeir þurfa til eigin veiða og þar með talið leiguverð á þeim. Arðurinn fer til sægreifans sem býr bara þar sem hann vill í heiminum og leigir frá sér aflaheimildirnar en verður ekki eftir í byggðarlaginu eins og villuljósið gefur til kynna. Meðal annars vegna þessa sem upp er talið mun byggðarkvótinn aldrei hjálpa þessum byggðum vegna þess að arðseminn er tekinn burt af staðnum jafn óðum af fólki sem ekki er með fasta búsetu á svæðinu. Engin arðsemi verður eftir í byggðunum og þess vegna eru þessar brotnu byggðir alltaf brotnar byggðir því engin arðsemi innan byggðarlagsins þýðir engin raunveruleg uppbygging innan byggðarlagsins.
Stenst byggðarkvótakerfið samkeppnislög ?
Spurning er hvort byggðarkvóti standist samkeppnislög. Það verður að fá úr því skorið hjá samkeppniseftirlitinu strax. Ef ekki mun þjóðin krefjast þess og leita sjálf til viðkomadi yfirvalda til að fá úr því skorið. Þeir sem fá úthlutaðan byggðarkvóta halda uppi eftirspurn eftir leigðum aflaheimildum í fiskveiðikerfinu af útgerðarmönnum sem eru komnir með allt of mikið af heimildum en þeir nota sjálfir til eigin veiða. Allt í kringum landið eru svo kvótalausar útgerðir sem þurfa að leigja til sín aflaheimildir á allt of háu verði vegna eftirspurnar frá útgerðum sem leigja til sín aflaheimildir og fá byggðarkvóta á móti þeim heimildum. Þetta veldur því að sá sem gerir út kvótalausan bát og fær ekki byggðarkvóta stendur ekki jafnfætis þeim sem gerir út kvótalausan bát og fær byggðarkvóta þegar aflaheimildir eru leigðar á almennum markaði. Þannig er samkeppni um leigðar aflaheimildir skökk og þeim sem fær byggðarkvóta veitt samkeppnisforskot á að leigja til sín aflaheimildir vegna þess að hann fær byggðarkvóta á móti þeim heimildum en hinn aðilinn ekki. Verðið á leigu heimildum spennist upp úr öllu valdi og er svona hátt sem það er vegna mikillar eftirspurnar frá útgerðum sem þiggja byggðarkvóta .Ef byggðarkvóti væri hér ekki stæðu allir kvótalausar útgerðir jafnfætis samkeppnislega þegar þær leigja til sín aflaheimildir af sægreifum og verð á leigðum heimildum myndi lækka gríðarlega. Sé þetta brot á samkeppnislögum sem það lýtur út fyrir að vera þá er þetta alvarlegt brot. Kanna þarf líka hvort brögð hafi verið á því að handhafar byggðarkvóta hafi náð að leigja hann frá sér í stað þess að veiða hann og landa í þeim byggðum sem honum var ætlað.
Vinnsla á byggðarkvóta heima í héraði .
Skilirt er að byggðarkvóti og heimildir á móti byggðarkvóta sé unnið í fiskvinnlum á þeim stöðum þar sem byggðakvóta er úthlutað en þó með hugsanlegum undantekningum. Hefur það verið raunin í nýtingu byggðarkvótans? Áður en sett eru lög og reglur um hvernig skuli vinna þann afla sem úr byggðarkvótakerfinu kemur þarf að liggja skýrt fyrir hvað sé fiskvinnsla og hvað ekki og hvernig við ætlum að skapa virðisauka í sjávarútvegsauðlind okkar.
Hvað er fiskvinnsla ?
Skilgreina þarf hvað sé fiskvinnsla og hvað ekki.
• Er það fiskvinnsla ef fiskur er tekinn úr bát og honum keyrt í gegnum einar dyr á fiskvinnsluhúsi og út um aðrar?
• Er nóg að slægja fisk inni í húsi til að kalla það fiskvinnslu?
• Er nóg að ísa yfir landaðan fisk inni í fiskvinnsluhúsi til að það kallist fiskvinnsla?
Nei það er ekki nóg, allt þetta er hægt að gera um borð í þeim bátum sem veiða fiskinn og slægja hann þar. Kallast þeir bátar sem koma með slægðan fisk í land fiskvinnslubátar ?
Fiskvinnsla er matvælavinnsla sem hlýtur að hafa það að markmiði að hámarka virði þess hráefnis sem í gegnum vinnsluna fer.Það þarf að setja sem algjört skilirði að að allar þær fiskvinnslur sem taka á móti byggðarkvóta fullvinni fiskinn heima í héraði svo að verðmætin og virðisaukinn verði eftir þar. Annað er sóun á verðmætasköpunarmöguleikum byggðana og þjóðarinnar og tækifærum hina brotnu byggða til þess að skapa sér störf og arðsemi úr byggðarkvótanum til áframhaldandi uppbyggingar. Fiskur fer í gegnum mismunandi virðisaukandi ferla á leið sinni í gegnum fiskvinnslur og þeim mun fleiri virðisaukandi ferlar sem fiskurinn fer í gegnum í vinnslunum þeim mun meiri arðsemi er að vænta af hverjum og einum veiddum fiski. Lokaafurðin á alltaf að vera tilbúin afurð á disk neytendans svo að ekki verði eftir ónýttir virðisaukandi ferlar til þess að auka virði afurðana sem jafnvel er gert í vinnslum einhverstaðar úti í heimi. Í raun og veru ætti hér að setja lög í landinu á allan fisk sem veiddur er hér við land að hann meigi ekki fara úr landinu nema sem fullunnin vara. Þannig verður virðisaukinn eftir hér á landi en ekki búin til handa öðrum þjóðum til að skapa sér. Þannig hámörkum við arðsemi á nýtingu á okkar eigin auðlindum landi og þjóð til mikillar heilla. Þekking og reynsla þarf að vera til staðar allt í kringum landið til þess að framkvæma þetta, og ekki síst þarf að vera til þekking á þeim ferlum afurðana sem ekki skapa virðisauka í vörurnar og þeim ferlum þarf að útrýma á sama tíma svo að þeir ferla éti ekki upp alla arðsemi í virðisaukandi ferlum vörunar. Arðbær fiskvinnsla er nefninlega ekki sjálfgefin, eins og reynslan hefur sýnt okkur Íslendinum í gegnum okkar sögu.
Hverjir manna svo þessi störf?
Skilirði ætti að setja á allar þær byggðir sem ætlaður er byggðarkvóti að fólk með fasta búsetu á staðnum vinni við veiðar og vinnslu byggðarkvótans og eigi með öllu þær vinnslur og skip sem notuð eru við veiðar og vinnslu innan hérðsins. Annars er þetta bara ætlað núvernandi sægreifum til að mjólka arðsemina burtu af svæðinu sem það gerir í núverandi mynd. Fáist heimamenn ekki til þess þá þarfnast byggðin ekki byggðarkvótans. Fjölmörg dæmi eru um að sett sé upp einskonar fiskvinnsla þar sem fiskur fer í gegn, jafnvel í sama formi og hann kemur upp úr skipi. Fiskurinn er alls ekki fullunnin og tilbúin á disk neytenda í þessum byggðum og nánast enginn heimamaður vinnur hvorki veiðarnar né vinnslurnar og fæst ekki til þess. Flytja þarf inn aðkomufólk á staðina til þess að manna þessi störf því heimamenn annað hvort vilja ekki vinna við þetta eða eru bara í öðrum störfum. Það skapar engin verðmæti innan héraðs að flytja inn aðkomufólk til þess að starfa við veiðar og vinnslu á byggðarkvóta á skipum og í vinnslum sem eru jafnvel ekki í raunverulegri eigu raunverulegra heimamanna. Sama sagan, arðsemin fer eitthvað annað en til hinna brotnu byggða. Fyrir hvern er þetta þá gert? Þetta er nefninlega sér hannað kerfi fyrir núverandi handhafa aflaheimilda „sægreifa „ til þess að sjúga til sín alla mögulega arðsemi sem byggðarkvótinn gæti skilað viðkomandi byggðum. Raunverulegar fiskvinnslur sem vinna fisk í gegnum alla þá ferla sem hámarka vermæti hans þurfa ekki að vera í hverju þorpi á Íslandi, þær eiga bara að vera þar sem mannauður til þess er, þekking og reynsla er til staðar. Veiðarnar geta hinsvegar verið stundaðar allstaðar þar sem fiskur gengur allt í kringum landið og allir staðir í kringum landið liggja vel við fiskimiðum en fiskimiðin eru arðbær á mismunandi tímum eftir svæðum.
Það liggur algerlega fyrir að byggðarkvótakerfið er ekki að skila byggðum þeim ávinningi og arðsemi sem það ætti að gera. Byggðarkvótakerfið er pólitíst kerfi sem auðvelt er að misnota og það er gert. Slík kerfi eiga ekki að eiga heima innan auðlindanýtingar Íslendinga og það eru ekki almannahagsmunir að slíkt kerfi sé við lýði innan fiskveiðistjórnunar Íslendinga.Arðsemin fer öll annað og mest í hendur þeirra sem nú þegar halda á miklum aflaheimildum og til þeirra sem skapa aukið virði í þær afurðir sem úr byggðarkvóta koma sem oftar en ekki er skapað í öðrum löndum en á Íslandi . Þetta kerfi á að leggja niður strax og allar heimildir innan þess að vera settar í strandveiðikerfið sem hefur sínt sig sem kerfi sem skapar störf innan héraðana sem unnin eru af heimafólki byggðana og eflir þær. Enginn sægreifi tekur arðsemina úr strandveiðikerfinu heldur verður hún eftir heima í héraði til áframhaldandi uppbyggingar.Fiskvinnslur verða til á þeim stöðum þar sem það er hagkvæmt. Það tekur tíma að byggja upp byggðir í kringum landið og það gerist ekki nema arðurinn verði eftir í byggðunum.
Brotnar byggðir
Skilgreina þarf hvað er brotin byggð og hvað ekki með raunsæum hætti. Fjöldi íbúa í hverri byggð hefur ekkert um það að segja hvort byggð sé brotin eða ekki. Það eru atvinnuleysistölur hverrar byggðar sem gefur raunverulega þá stöðu sem byggðin er í. Það er að segja raunverulegar atvinnuleysistölur á fólki sem leitar sér vinnu en finnur hana ekki að frádregnum þeim sem eru atvinnulausir af því þeir nenna ekki að vinna.Ef byggðir liggja þétt saman eins og víða þá stundar fólk atvinnu jafnvel í næsta byggðarlagi við sína heimabyggð sem er bara gott mál.Vegalengdirnar sem fólk ferðast til vinnu eru oftar en ekki styttri sem þetta fólk ferðast en það fólk sem stundar atvinnu innan höfuðborgarsvæðisins. Brottnar byggðir þarf að skilgreina upp á nýtt svo hafið sé yfir allan vafa hvað sé brotin byggð og hvað ekki.
Fiskmarkaðir
Fiskmarkaðir er það eina sem gefur rétta verðmyndun á veiddu sjávarfangi. Allur fiskur sama úr hvaða kerfi hann er veiddur í ætti að skylda til þess að vera settur á frjálsan fiskmarkað. Þannig myndast réttur samkeppnisgrundvöllur fyrir fiskvinnslur um veitt sjávarfang. Hæsta mögulega verð verður alltaf greitt til skipa en ekki fyrirfram ákveðin verð sem erfitt er að sjá í gegnum. Allt sjávarfang sem fer svo í gegnum þessa markaði á svo að vera selt til fullvinnslu á afurðum innanlands og það sem fullbúin vara með hámarks virðisauka út úr landinu. Þannig sköpum við hámarks arðsemi á auðlindir okkar. Störf á fiskmörkuðum í kringum landið eru líka fjölmörg sem myndu aukast en meira ef allur fiskur færi á markað. Á hverju ári þá fer minna og minna af sjávarfangi í gegnum markaðina sem getur ekki talist eðlileg þróun ef við miðum okkur við eðlilegt markaðshagkerfi. Allan fisk á markað og síðan í fullvinnslu innanlands ætti að vera takmark hverrar þjóðar sem vill hámarka virði sinna eigin auðlinda og tryggja eðlilega samkeppni innanlands um hráefni til fullvinnslu.
Varasjóður með aflaheimildir
Hér er enn ein leiðin sem mun draga arðsemina beint til einstakra sægreifa hvar sem þeir búa.Nú er ríkið að veita einkafyrirtækjum fleiri milljarða í aðstoð vegna kreppuástands í heiminum. Í stað þess að hafa hér í frumvarpi þessu aflaheimildir sem varasjóð sem mun bara enda í vösum sömu handhafa aflaheimilda í dag eins og í byggðarkvótakerfinu á ríkið að setja beinharða styrki til byggða þessa lands sem orðið hafa fyrir áföllum. Ríkið réttlætir að moka skattpeningum inn í einkafyrirtæki vegna kreppuástands í dag. Það er enþá meiri réttlæting fólgin í því að setja þessa peninga beint inn í þær byggðir sem orðið hafa fyrir áföllum . Þar munu þeir raunverulega nýtast samfélögum til atvinnuubyggingar en ekki einstaka hluthöfum einkafyrirtækja eins og gert er í dag.
Það að ætla að nota til þess aflaheimildir er villuljós fyrir þjóðina þar sem allur arður þess varasjóðs mun renna í hendur handhafa aflaheimilda en ekki til hinna dreifðu byggða.
Umhverfisvænar veiðar
Allar heimildir 5,3% hluteildar ríkisins ættu að vera nýttar á sem umhverfisvænasta hátt fyrir land og þjóð og heimsbyggðina alla.Umhverfisvænustu veiðar sem stundaðar eru á Íslandi eru handfæraveiðar og þær veiðar eru einmitt skilirði innan strandveiðikerfisins . Þegar bátur stundar handfæraveiðar hefur hann slökkt á vélum skipsins og notar eingöngu rafmagn til veiðana. Vélarafl nýtir bátur á handfæraveiðum einungis til að koma sér til og frá höfn eða milli veiðisvæða. Langsamlega mesti tíminn af róðri hvers báts fer í veiðarnar sjálfar þar sem ekki er brenndur einn einasti líter af olíu. Þess má líka geta að við handfæraveiðar verður ekki mikil mengun til af veiðarfærum t.d eins og af heilu trolli sem eftir verður á hafsbotni,eða togveiðum sem skemma sjávarbotn. Línum eða drauganetum sem slitna niður og nást ekki upp sem drepa allan þann fisk þann tíma sem þau eru töpuð í sjó sem getur skipt áratugum. Nú ber ríkistjórnin sér reglulega á brjóst hversu umhverfisvæn hún er og hversu Ísland sé framarlega í loftslagsmálum og aðgerðum til að draga úr loftslagsmengun. Með því að setja allar heimildir innan 5,3% aflaheimilda ríkisins til strandveiða mun vera tyggt að þessar heimildir verði nýttar á sem umhverfisvæansta hátt sem mögulegt er að gera. Almannahag til heilla. Þá gæti Íslensk stjórnvöld sannarlega byrjað að berja sér á brjóst sem umhverfisvæn þjóð.
Öflugt Strandveiðikerfið. Kerfið sem þjóðin óskar eftir.
Það liggur alveg ljóst fyrir í frumvarpi þessu að sjávarútvegráðherra ætlar að koma fram skemmdarverkum á strandveiðikerfinu þvert á óskir og vilja þjóðarinnar og þar með gegn almannahagsmunum. Miðað við heimildir sem ætlaðar eru í pottana á yfirstandandi fiskveiðiári hefðu þorskheimildir til strandveiða samkvæmt frumvarpinu orðið 9.274 tonn, en ekki 10.000 tonn eins og var 2020 og dugði ekki. Frumvarpið gerir ráð fyrir að veiðikerfi strandveiða verði breytt og og það verði eins og það var árið 2017. Aflaheimildum skipt milli landsvæða og á tímabil. Veiðar stöðvaðar innan tímabila þegar heimildum hefur verið náð.Þá er veiði hvers leyfishafa takmörkuð við 12 daga í hverjum mánuði en það var ekki takmarkað þannig 2017. Ráðherra getur breytt veiðisvæðum eftir eigin hentugleika! Ekkert er um það í lögunum hvernig veiðisvæðin muni líta út. Hvaða aðferðarfræði á að nota þegar áætla á aflamagn á hvert svæði.Eina sanngjarna og rétta aðferðarfræðin er auðvitað að notast engöngu við fjölda báta á hverju veiðisvæði og ekkert annað til að njóta sannmælis og jafnræðis. Hvað á að gera við heimildir sem myndu brenna inni ef einhver svæði næðu ekki heimildum sínum innan svæðana.Þetta eru ekki þær breytingar sem þjóðin hefur óskað eftir á strandveiðikerfinu heldur ganga þær beint gegn þeim. Þetta fer beint gegn þörfum byggða og almannahagsmunum sem eru hið minnsta 48 dagar á bát allt fiskveiðiárið eins og svo eft hefur komið fram. Þessi skemmdarverk á almannahagsmunum ætlar sjávarútvegráðherra að festa í sessi næstu 6 árin eða svo. Það er niðurskurður á heimildum til strandveiða í frumvarpi þessu en ekki aukning eins og þjóðin hefur óskað svo lengi eftir og þarnast.. Allar heimildir sem brenna inni innan 5,3% heimilda ríkisins eiga að renna til byggðarkvóta, villuljóss í íslenskum sjávarútvegi. Það kemur ekki á óvart því það kerfi er hannað fyrir núverandi handhafa aflaheimilda til að sjúga arðsemina burt frá fólkinu og byggðunum.Frumvarpið miðar að því að færa þróun strandveiða til baka í fyrra horf sem er ekki það sem þjóðin óskar sér, „sjá könnum byggðarstofnunar um strandveiðikerfið“ sem framkvæmd var á meðal strandveiðimanna og hagsmunaaðlia árið 2019. Könnunin gefur skýrt til kynna þarfir þjóðarinnar á öflugu strandveiðikerfi og hvernig best sé að það sé hannað almannahagsmunum til heilla og þannig að það nýtist öllum landshlutum á sem bestan og hagkvæmasta hátt fyrir land og þjóð. Í könnuninni kemur fram að það þurfi að tryggja hverjum einasta bát hið mynnsta 48 daga til róðra á ári og að þessa daga megi nýta þegar strandveiðisjómaðurinn kýs sjálfur að gera það eins og gert er í öðrum fiskveiðikerfum Það eru almannahagsmunir og sjálfsögð mannréttindi að fólkið í landinu hafi almennilegt aðgengi og góð tækifæri til þess að nýta sína eigin auðlind til atvinnuuppbyggingar. Strandveiðikerfið er trúlega eitt það allra besta sem komið hefur inn í Íslenskan sjávarútveg núna á síðari árum enda skref í átt að mannréttindum og sanngirnis þjóðinni til heilla. Það sýnir sig á hverju ári þegar um 700 strandveiðibátar halda til veiða hve eftirspurnin hjá þjóðinni er mikil eftir því að vinna í því kerfi. Kerfið er dreift allt í kringum landið, líka til hinna brotnu byggða. Enginn sægreifi getur misnotað kerfið og arðsemi veiðana verður öll eftir í heimabyggð, atvinnuuppbyggingu,almannahag og umhverfinu til heilla. Þetta er kerfið sem á að fá allar 5,3% heimildir sem ríkið hefur yfir að ráða til þess að þær verði nýttar almannahag til heilla og á sem umhverfisvænasta hátt en renni ekki til núverandi handhafa aflaheimilda sem draga arðsemina burt úr byggðunum. Séu heimildir innan 5,3% heimilda ríkisins meiri en geta strandveiðiflotans til að veiða á 48 róðrum á bát yfir árið á að auka við dagafjöldan þannig að heimildirnar verði allar nýttar til strandveiða og munu þá veiðidagarnir verða fleiri en 48 . Oft hafa þingmenn og ráðherrar verið að skíla sér á bak við það að heimildir séu ekki fullnýttar innan kerfisins. Það skal heldur engan undrast hvers vegna það geti gerst. Í firsta lagi eru smábátar mjög háðir veðurfari en veðurfar er ekki mannana verk og ætti því að vera eina breytan sem stýrir því hvenar hægt er að róa. Nei kerfið er svo niður njörfað að það er beinlínist séð til þess með öllum þeim reglum innan kerfisins og takmörkunum að ekki náist alltaf að veiða það litla sem til er ætlað til veiðana. Hvers vegna skildi þjóðinni gert svona erfitt fyrir? Eru það almannahagsmunir sem valda þvi. Nei aldeilis ekki! Þarna er verið að ganga erinda þeirra sem vilja ekki að þjóðin geti fengið mannsæmandi rétt á nýtingu sinna eigin auðlinda. Íslensk þjóð horfir löngunaraugum til nágranna ríkja okkar eins og t.d Noregs hvernig þeir virða mannréttindi og almannahagsmuni með því að veita sinni þjóð þann rétt sem hún á til þess að nýta sína eigin auðlind sjálf. Þar er nýliðun og atvinnusköpun í sjávarútvegi mikil og það er vegna þess að tækifærin eru mikil innan þeirrar fiskveiðistjórnunarkerfis fyrir hvern sem er að hefja þar útgerð og meira að segja stórútgerð Noregs styður þá stefnu því siðferði þeirra er svo langt um ofar en siðferði hins Íslenska sægreifa og stjórnmálamanna. Einfalda á með öllu hvernig farið er með 5,3% heimildir þjóðarinnar sem ríkið heldur utan um og veita þeim inn í eitt einfalt kerfi sem eru strandveiðar og þar á allur fiskur að fara á almennan fiskmarkað. Það er það kerfi sem skilar almannahag mestum hagsmunum því það kerfi býr til raunveruleg störf í kringum landið,býr til raunveruleg tækifæri sem ekki er hægt að misnota og skilur arðsemina eftir hjá raunverulegum íbúum byggðana allt í kringum landið. Fiskvinnslur munu rísa þar sem það verður hagkvæmt og arðurinn verður eftir en ekki bara settar upp sem sýndarvinnsla til þess að fá til sín byggðarkvóta. Allur fiskur á að fara á fiskmarkað og þaðan í áframhaldandi fullvinnslur allt í kringum landið.
Svona á strandveiðikerfi íslenskrar fiskveiðiþjóðar að vera.
• Allar heimildir 5,3% hlutans renni til strandveiða. Aðeins eitt kerfi verði sem noti þær almannahag, atvinnusköpun, umhverfinu, nýliðun og hinum dreifðu byggðum til heilla.
• Koma þarf algjörlega í veg fyrir að innan strandveiðikerfisins séu aðilar að gera út báta sem þeir róa ekki á sjálfir því strandveiðikerfið á að vera fyrir þá sem vilja róa sjálfir á sínum eigin bátum.
• Einn bátur, í öllum tilfellum sannarlegur og raunverulegur eigandi hans um borð.
• Allir dagar eiga að vera veiðidagar eins og í öðrum kerfum.
• Engin bátur hættir á strandveiðum nema hann óski þess sjálfur eða klári hið mynnsta sína 48 daga á veiðum.
• Fjölga á svo dögum ofan á 48 daga ef strandveiðibátar klára ekki að veiða upp þær 5,3% heimildir sem ætlaðr eru á 48 dögum eða þær heimildi settar ofan á dagafjölda næsta fiskveiðiárs.
• Hægt verði að færa heimildir úr 5,3% heimilda ríkisins á milli fiskveiðiára í sama hlutfalli og úr öðrum fiskveiðikerfum.
• Aflaþak á dag í þorski má vera það sama og er í núverandi strandveiðikerfi að undanskildum Ufsa sem á að vera algerlega frjáls vegna vanýtingar hans innan fiskveiðikerfisins almennt.
• Aflaverðmæti ufsa renni 100% til útgerðar og af honum séu greidd veiðigjöld í samræmi við aðra útgerðarflokka
• Rúllufjöldi má vera 4 handfærarúllur eins og verið hefur.
• Auka á veiðigjald þjóðarinnar á nýtingu auðlindarinnar jafnt á strandveiðar og öðrum kerfum svo allir, hvar sem þeir eru í þjóðfélaginu muni njóta arðsemi auðlindanna.
• Strandveiðikerfið á að vera opið allt árið svo að samfélögin allt í kringum landið geti nýtt sín heimamið þegar verðmætur fiskur er á þeim svæðum.
Þetta er strandveiðikerfið sem þjóðin á skilið og er almannahaga til heilla og þjóðin kallar eftir. Atvinnuuppbygging mun hefjast um allt land og störf og arðsemi mun verða eftir í öllum byggðum í kringum landið sem er það sem við hljótum að vilja þjóð okkar. Mannréttindi munu verða virt og tækifæri þjóðrarinnar til nýtingu sinna eigin auðlinda (Lífsbjörgin) mun verða raunverulegt. Nýliðun í útgerð mun stóraukast og núverandi og komandi kynslóðum mun verða kleift að halda áfram atvinnubyggingu í sinni heimabyggð þjóðinni allri til heilla. Sátt mun skapast um fiskveiðistjórnunarkerfið á meðal þjóðarinnar og komani kynslóðum verður gert kleift að nýta sér lífsbjörgina allt í kringum landið með raunverulegu og sanngjörnu tækifæri kjósi það að gera það. Staðreyndin er þessi, almannahagsmunir og vilji krefst þess að búið verið til eitt öflugt strandveiðikerfi með þeim aflaheimildum sem ríki hefur yfir að ráða en þær ekki nýttar til áframhaldandi arðsemis þjófnaðar frá almenningi og byggðum allt í kringum landið af örfáum sægreifum. Fólkið í landinu býr við fordæmalausan ójöfnuð þegar kemur að nýtingu sinna eigin auðlinda og tækifæra í sjávarútvegi. Það er einmitt vegna þess sem við höfum hér brotnar byggðir atvinnuleysi og fátækt. Umhverfið fengi að njóta vafans eins og það á alltaf að fá að gera með því að veiða þessar heimildir allar á handfærakróka. Flækjustig sjávarútvegs á Íslandi mun stór minnka sem gefur stjórnvöldum betri yfirsýn yfir hvernig fiskveiðikerfið vinnur. Ég skora hér með á þá stjórnmálamenn sem láta sér velferð þjóðarinnar að einhverju verða að efla strandveiðikerfið svo um munar og setja alla 5,3% heimildir þjóðarinnar til strandveiða , þjóðin á það skilið,byggðir landsins eiga það skilið og samfélögin þarfnast þess. Þjóðin hefur lengi kallað eftir því að hér verði til eitt öflugt strandveiðikerfi og nú hafiði tækifæri til þess.
Fyrir Hönd Smábátafélagsins Hrollaugs á Hornafirði
Vigfús Ásbjörnsson Formaður
B.S. í Virðiskeðjustjórnun og Ferlahagfræði Via University í Danmörku.
Viðhengi ViðhengiVegna fyrirkomulags úthlutunar almenns byggðakvóta:
Ég vil fagna tillögum sem koma fram í skýrslu starfshóps til ráðherra um hvernig sveitarfélög geti gert samninga um nýtingu almenns byggðakvóta án vinnsluskyldu þar sem segir. „Annars vegar væri hægt að nýta byggðakvótann sem löndunarívilnun, þannig að fiskiskip sem lönduðu afla á viðkomandi stað og uppfylltu tiltekin skilyrði fengju tiltekna ívilnun þar til almenni byggðakvótinn væri uppurinn. Hins vegar væri hægt að veita smábátum sem gerðir væru út frá byggðakjarnanum veiðileyfi til að fiska þann byggðakvóta sem úthlutað væri vegna byggðakjarnans, óháð eign á kvóta.“
Þó svo heimild um undanþágu frá vinnsluskildu sé nú þegar til staðar í lögum þá hafa sum sveitarfélög notað þau rök að byggðakvóti allra byggðarlaga innan sveitarfélags skuli háður vinnsluskyldu þó svo ekki sé starfrækt fiskvinnsla í öllum byggðarlögum innan sveitarfélags. Hagsmunir fiskvinnslunnar hafa þar með verið teknir fram fyrir hagsmuni einstakra byggðarlaga og einstaklinga sem þar búa. Byggðakvótum hefur þannig verið landað utan byggðarlags og hann unnin þar, jafnvel utan vinnusóknarsvæðis byggðarlagsins sem hann var úthlutað til, og oft veiddur af bátum með málamyndaskráningu í byggðarlaginu. Íbúar byggðarlagsins hafa þannig ekki haft neina aðkomu að byggðarkvótanum, hvorki með veiðum löndun né vinnslu, byggðakvóta sem sérstaklega var þó úthlutað til byggðarlagsins.
Sveitarstjórnarfólk er gjarnan með sterk hagsmunatengsl við sitt byggðarlag og atvinnustarfsemina þar og skortir oft á tíðum heildar yfirsýn. Það er auðljóslega skilvirkast að ákvæði í lögum og reglugerðum séu skýr. Það verður því að vera skýrt hvaða markmiðum er ætlað að ná í hverju byggðarlagi fyrir sig. Hæpið er að hægt sé að treysta á misvitra sveitarstjórnarmenn með lámarks þekkingu á stjórnsýslu sem oft á tíðum hafa sérhagsmuna að gæta í sínu byggðarlagi til þess að ákveða örlög annarra byggðarlaga þó svo þau séu í sama sveitarfélagi.
Þar sem ég þekki best til þá hefur sveitarfélagið notast við þau rök (opinberlega) að ná verði sem mestu út úr byggðakvóta með því að vinnsluskylda aflann innan sveitarfélagsins, þá væntanlega til þess að sveitarfélagið geti síðan veitt þjónustu innan byggðarlags. En hver er svo reynslan hér? Jú, sveitarfélagið lokaði skólanum á staðnum og neitar að opna hann aftur þrátt fyrir beiðni íbúa þar um. Almennt er þó viðurkennt að byggðarlag án skóla eigi sér enga framtíð. Umrætt sveitarfélagið hefur og selt þar allar eignir sínar sem það hefur getað og fljótlega eftir sameiningu byggðarlaga hér mun sveitarfélagið hafa leitað óformlega eftir því við stjórnvöld að höfnin á staðnum yrði aflögð sem fiskihöfn. Vil ég í því sambandi benda á að allt frá árinu 1970 hefur meirihluti íbúaanna byggt afkomu sína á fiskveiðum ásamt og landbúnaði. Að framansögðu þá tel ég alveg einsýnt að sveitarfélag þetta getur ekki gætt hagsmuna umrædds byggðarlags og því verður Byggðastofnun að koma þar að málum.
Agustson ehf. og Þórsnes ehf. hafa falið LOGOS lögmannsþjónustu að rita umsögn um frumvarp til laga um breytingar á lögum um stjórn fiskveiða, nr. 116/2006 með síðari breytingum (atvinnu og byggðakvótar o.fl.). Í viðhengi má finna umsögn umbjóðenda okkar.
ViðhengiUmsögn Félags smábátaeigenda a Austurlandi
Strandveiðar:
Félagið fagnar svæðaskiptingu á veiðiheimildum til strandveiða og leggur til að hlutfallsleg meðalúthlutun svæðana síðastliðin 10 ár ráði heimildum hvers svæðis.
Frumvarp þetta er með öllu enn eitt villuljósið sem þjóðinni er boðið upp á og alls ekki hannað með almannahagsmuni í huga. Hér er á ferðinni enn eitt frumvarpið sem miðar að því að færa arðsemi sjávarútvegsauðlindarinnar frá þjóðinni og byggðunum í hendur stærstu handhafa aflaheimilda í landinu. Frumvarpið hvetur til áframhaldandi samþjöppunar aflaheimilda og tryggir sægreifum hámarks arðsemi í gegnum leiguframsalsrétt þeirra umfram aflaheimilda sem þeir hafa komist yfir í gegnum tíðina og veiða ekki sjálfir. Frumvarpið og byggðarkvótakerfið brýtur líklega samkeppnislög. Líklega hefur byggðarkvótakerfið brotið þau lög og reglur frá upphafi. Kominn er tími til að leggja byggðarkvótakerfið alfarið niður og nýta þær heimildir sem þar hafa verið settar til almennrar uppbyggingar í gegnum strandveiðikerfið sem er það kerfi sem þjóðin óskar sér en er vísvitandi svelt af aflaheimildum . Byggðakvótakerfið hefur verið annsi lengi við lýði en kerfið hefur ekki gert nokkurn skapaðan hlut fyrir þær byggðir sem fengið hafa til sín þær heimildir vegna þess að arðsemin í kerfinu er flutt í aðra vasa jafnvel áður en nýting byggðarkvótaheimildana er hafin. Talað er um innan þeirra byggða þar sem laxeldi er í uppbyggingu að hvert tonn af slátruðum laxi sé notað sem mótframlag við byggðarkvóta. Það er ekkert eðlilegt við að það ef það sé raunin og það þarf að kanna . Frumvarpinu er ætlað að tryggja handhöfum aflaheimilda og þeim sem ná að draga til sín arðsemi byggðarkvóta þennan fyrirsjáanleika til 6 ára og þar með halda þjóðinni og almannahag frá nýtingu sinna eigin auðlinda með mannsæmandi hætti í að minnsta kosti næstu 6 árin. Það sér hver maður hvers vegna 6 ár eru notuð því sjávarútvegsráðherra og ríkistjórnin reiknar ekki með að þeirra flokkar verði í ríkistjórn á næsta kjörtímabili heldur reiknar hann með að þau verði það eftir um það bil 6 ár og geti þá haldið áfram sérhagsmunum til heilla.Strandveiðikerfið er það kerfi þar sem almannahagsmunir liggja og enginn svokallaður sægreifi hefur komist með klærnar og puttana í til misnotkunar eða arðráns. Aldrei hefur ásókn til strandveiða verið meiri en 2020 sem sýnir þörf þjóðarinnar á eflingu kerfisins. Um 700 bátar stunduðu þessar veiðar 2020 og fjölguninni ber að fagna því það þýðir aukningu á störfum og mikins áhuga þjóðarinnar á því að hér verði eitt öflugt strandveiðikerfi með nægum heimildum almannahagsmunum til heilla. Strandveiðikerfið er almennt kerfi til uppbyggingar atvinnu allt í kringum landið og hefur sannað sig sem slíkt, kerfi sem virðir mannréttindi og kerfi sem veitir þjóðinni jafnt aðgengi að nýtingu sinna eigin auðlinda hvar á landinu sem þau búa en ekki bara einhverjum útvöldum sægreifum sem sjúga arðsemi auðlindarinnar burt úr byggðum landsins og frá þjóðinni og fara jafnvel með arðinn úr landi við firsta tækifæri. Það eru mannréttindi þjóðarinnar að hafa mannsæmandi nýtingarrétt á auðlindum sínum og mannréttindi og almannahagsmunir er það sem þeir sem kosnir eru til alþingis eiga að vera að vinna að og engu öðru. Það kemur ekki á óvart að í frumvarpi þessu er ætlun sjávarútvegsráðherra að koma í veg fyrir þá eflingu sem þjóðin hefur óskað eftir á strandveiðikerfinu allt í kringum landið og eru almannahagsmunir. Hans stefna virðist vera að draga alla arðsemi 5,3% hluta aflaheimilda sem ríkið heldur utan um til núverandi handhafa aflaheimilda.
Það kemur skýrt fram hver þjóðarviljinn er þegar kemur að strandveiðikerfinu. Vitnum við hér í skýrslu byggðarstofnunar á könnun „Útekt á stranveiðikerfinu haustið 2019“ á meðal strandveiðimanna og hagsmunaaðila. Þar kemur glöggt fram hvernig þjóðin vill nýta þær 5,3% heimildir sem ríkið hefur yfir að ráða. Þjóðin vill allar þessar heimildir til strandveiða vegna þess að það kerfi hefur aldrei verið elft með mannsæmandi hætti þó þjóðin óski eftir því á hverju einasta ári. Þörfin á eflingu strandveiðikerfisins liggur alveg ljós fyrir og það liggur alveg ljóst fyrir hvernig á gera það og hvernig þjóðin vill að kerfið verði úr garði gjört svo það virði mannréttindi og nýtist almannahag og byggðum landsins til fullnustu við atvinnuuppbyggingu allt í kringum landið þjóðinni og almannahag til heilla. Þjóðin vill fá hið mynnsta tryggða 48 róðradaga á ári og þjóðin á að fá allt árið til þess að nýta sína daga innan strandveiða svo að allir sem í því kerfi vilja starfa njóti sannmælis og að fiskur verði veiddur á þeirra heimaslóð þegar hann er þar, og þegar hann er sem verðmætastur fyrir land, byggðir og þjóð. Þannig tryggjum við hámarks verðmætsköpun við veiðarnar, dreifða nýtingu fiskimiða, öfluga atvinnuuppbyggingu og að arðurinn verður eftir í héraði hjá fólkinu sem þar býr í hinum dreifðu byggðum sem getur svo nýtt hann til áframhaldandi uppbyggingar á sinni heimaslóð.Öll lög um bætur frá þjóðinni til þeirra sem á aflaheimildum halda á að afnema eða hið mynnsta að hanna þannig að hafið verði yfir allan vafa að þjóðin sé ekki bótaskild til þeirra sem hafa yfir að ráða aflaheimildum eða bótaskild til þeirra sem telja sig eiga samkvæmt lögum að fá úthlutaðar heimildir sér til einkanota vegna einhverskonar ágalla í fiskveiðilögum. Bregðist fiskimið er það útgerðarmannsins að taka það áfall en þjóðin á ekki að þurfa koma með bætur handa viðkomandi útgerð en mætti koma með bætur til byggðarlaga í formi fjárstyrkja. Nægt er hið almenna áfall um brostinn fiskimið fyrir þjóðina þegar og ef svo ber til. Byggðarkvóti, sértækur byggðarkvóti, skelbætur, rækjubætur, hlutdeild til að bregðast við áföllum er ekkert annað en úr sér genging fiskveiðistjórn og sýnir að ekki er verið að hugsa um almannahag og mannréttindi heldur bara arðsemi einstakra sægreifa. Flækjustig fiskveiðikerfisins nær nýjum hæðum í frumvarpi þessu og gloppur og göt og hvatar munu sjá til þess að arðurinn verður allur dreginn frá byggðum landsins í vasa örfárra sægreifa. Halda á þjóðinni frá mannsæmandi nýtingu á sínum eigin auðlindum í stað þess að lýta til frábærrar frammtistöðu nágrannaríkja okkar t.d eins og í Noregi við nýtingu sinna auðlinda Norskri þjóð og almannahag þar til heilla.
Byggðarkvóti
Byggðarkvóti eða sértækur byggðarkvóti er ekki sá bjargvættur byggða sem nafnið gefur til kynna á að hann sé og hefur aldrei verið. Hann er villuljós eins og notað var fyrr á öldum til þess að villa um fyrir sæfarendum og koma þeim í strand. Það er vegna þess að arðsemin úr þessu kerfi rennur allur í sömu hendurnar. Hendur núverandi sægreifa,stórútgerða og þeirra sem á aflaheimildum þjóðarinnar halda. Fjölmörg dæmi eru um að byggðarkvóti sé veiddur og unnin af útgerðarrisum í kringum landið en fer ekki til þeirra sem raunverulega þurfa á honum að halda. Jafnvel veiddur af togurum og netabátum á sem óumhverfisvænansta máta sem hugsast getur. Byggðarkvótinn hefur skapað hér mjög óheilbryggt umhverfi innan fiskveiðistjórnunarkerfisins.Byggðarkvótakerfið er það sem heldur uppi eftirspurn á leigukvóta af kvótagreifum og þar með mjög háu leiguverði aflaheimilda í landinu. Ef þú átt ekki kvóta þarft þú að leigja til þín 2 til 3 tonn af þorski á móti hverju tonni sem þú færð í byggðarkvóta. Þannig rennur arðurinn úr byggðarkvótakerfinu og byggðunum til sægreifa í formi leigutekna sem búa yfirleitt ekki i hinum brotnu byggðum. Arðsemin er soguð út úr kerfinu strax þegar sægreifinn fær sitt háa verð sem leigusali aflaheimilda. Það myndast hvati í fiskveiðikerfinu fyrir sægreifa að þjappa saman aflaheimildum og komast yfir meira afheimildir en þeir þurfa til eigin veiða vegna þess að mikil eftirspurn er eftir því að leigja af þeim heimildirnar á háu verði til að kvótalausir geti fengið byggðarkvóta á móti leigðum heimildum. Verð á leigðum heimildum hækkar og lítið sem ekkert fæst fyrir að veiða þær fyrir það eitt að fá byggðarkvóta á móti.Þeir sem eiga aflaheimildir þurfa ekki að leigja til sín heimildir af sægreifum heldur velja sér bara löndunarhöfn þar sem lýklegt er að mikils byggðarkvóta sé að vænta á móti sínum eigin og taka svo alla arðsemi úr byggðunum heim til sín hvar í heiminum sem þeir búa.Arðurinn fer allur úr byggðarlaginu og heim til sægreifans þar sem hann býr og ekki svo mikið til hinna brotnu byggða. Allt er þetta á sömu höndina, sægreifinn græðir en aðrir ekki.Innbyggði hvatinn sem búin er til með byggðarkvótakerfinu til þess að leigja af sægreifum eru mörg þúsundir tonna af þorski á ári og þetta drífur leigumarkað með aflaheimildir á Íslandi af sægreifum sem eiga orðið miklu meira af heimildum en þeir þurfa til eigin veiða og þar með talið leiguverð á þeim. Arðurinn fer til sægreifans sem býr bara þar sem hann vill í heiminum og leigir frá sér aflaheimildirnar en verður ekki eftir í byggðarlaginu eins og villuljósið gefur til kynna. Meðal annars vegna þessa sem upp er talið mun byggðarkvótinn aldrei hjálpa þessum byggðum vegna þess að arðseminn er tekinn burt af staðnum jafn óðum af fólki sem ekki er með fasta búsetu á svæðinu. Engin arðsemi verður eftir í byggðunum og þess vegna eru þessar brotnu byggðir alltaf brotnar byggðir því engin arðsemi innan byggðarlagsins þýðir engin raunveruleg uppbygging innan byggðarlagsins.
Stenst byggðarkvótakerfið samkeppnislög ?
Spurning er hvort byggðarkvóti standist samkeppnislög. Það verður að fá úr því skorið hjá samkeppniseftirlitinu strax. Ef ekki mun þjóðin krefjast þess og leita sjálf til viðkomadi yfirvalda til að fá úr því skorið. Þeir sem fá úthlutaðan byggðarkvóta halda uppi eftirspurn eftir leigðum aflaheimildum í fiskveiðikerfinu af útgerðarmönnum sem eru komnir með allt of mikið af heimildum en þeir nota sjálfir til eigin veiða. Allt í kringum landið eru svo kvótalausar útgerðir sem þurfa að leigja til sín aflaheimildir á allt of háu verði vegna eftirspurnar frá útgerðum sem leigja til sín aflaheimildir og fá byggðarkvóta á móti þeim heimildum. Þetta veldur því að sá sem gerir út kvótalausan bát og fær ekki byggðarkvóta stendur ekki jafnfætis þeim sem gerir út kvótalausan bát og fær byggðarkvóta þegar aflaheimildir eru leigðar á almennum markaði. Þannig er samkeppni um leigðar aflaheimildir skökk og þeim sem fær byggðarkvóta veitt samkeppnisforskot á að leigja til sín aflaheimildir vegna þess að hann fær byggðarkvóta á móti þeim heimildum en hinn aðilinn ekki. Verðið á leigu heimildum spennist upp úr öllu valdi og er svona hátt sem það er vegna mikillar eftirspurnar frá útgerðum sem þiggja byggðarkvóta .Ef byggðarkvóti væri hér ekki stæðu allir kvótalausar útgerðir jafnfætis samkeppnislega þegar þær leigja til sín aflaheimildir af sægreifum og verð á leigðum heimildum myndi lækka gríðarlega. Sé þetta brot á samkeppnislögum sem það lýtur út fyrir að vera þá er þetta alvarlegt brot. Kanna þarf líka hvort brögð hafi verið á því að handhafar byggðarkvóta hafi náð að leigja hann frá sér í stað þess að veiða hann og landa í þeim byggðum sem honum var ætlað.
Vinnsla á byggðarkvóta heima í héraði .
Skilirt er að byggðarkvóti og heimildir á móti byggðarkvóta sé unnið í fiskvinnlum á þeim stöðum þar sem byggðakvóta er úthlutað en þó með hugsanlegum undantekningum. Hefur það verið raunin í nýtingu byggðarkvótans? Áður en sett eru lög og reglur um hvernig skuli vinna þann afla sem úr byggðarkvótakerfinu kemur þarf að liggja skýrt fyrir hvað sé fiskvinnsla og hvað ekki og hvernig við ætlum að skapa virðisauka í sjávarútvegsauðlind okkar.
Hvað er fiskvinnsla ?
Skilgreina þarf hvað sé fiskvinnsla og hvað ekki.
· Er það fiskvinnsla ef fiskur er tekinn úr bát og honum keyrt í gegnum einar dyr á fiskvinnsluhúsi og út um aðrar?
· Er nóg að slægja fisk inni í húsi til að kalla það fiskvinnslu?
· Er nóg að ísa yfir landaðan fisk inni í fiskvinnsluhúsi til að það kallist fiskvinnsla?
Nei það er ekki nóg, allt þetta er hægt að gera um borð í þeim bátum sem veiða fiskinn og slægja hann þar. Kallast þeir bátar sem koma með slægðan fisk í land fiskvinnslubátar ?
Fiskvinnsla er matvælavinnsla sem hlýtur að hafa það að markmiði að hámarka virði þess hráefnis sem í gegnum vinnsluna fer.Það þarf að setja sem algjört skilirði að að allar þær fiskvinnslur sem taka á móti byggðarkvóta fullvinni fiskinn heima í héraði svo að verðmætin og virðisaukinn verði eftir þar. Annað er sóun á verðmætasköpunarmöguleikum byggðana og þjóðarinnar og tækifærum hina brotnu byggða til þess að skapa sér störf og arðsemi úr byggðarkvótanum til áframhaldandi uppbyggingar. Fiskur fer í gegnum mismunandi virðisaukandi ferla á leið sinni í gegnum fiskvinnslur og þeim mun fleiri virðisaukandi ferlar sem fiskurinn fer í gegnum í vinnslunum þeim mun meiri arðsemi er að vænta af hverjum og einum veiddum fiski. Lokaafurðin á alltaf að vera tilbúin afurð á disk neytendans svo að ekki verði eftir ónýttir virðisaukandi ferlar til þess að auka virði afurðana sem jafnvel er gert í vinnslum einhverstaðar úti í heimi. Í raun og veru ætti hér að setja lög í landinu á allan fisk sem veiddur er hér við land að hann meigi ekki fara úr landinu nema sem fullunnin vara. Þannig verður virðisaukinn eftir hér á landi en ekki búin til handa öðrum þjóðum til að skapa sér. Þannig hámörkum við arðsemi á nýtingu á okkar eigin auðlindum landi og þjóð til mikillar heilla. Þekking og reynsla þarf að vera til staðar allt í kringum landið til þess að framkvæma þetta, og ekki síst þarf að vera til þekking á þeim ferlum afurðana sem ekki skapa virðisauka í vörurnar og þeim ferlum þarf að útrýma á sama tíma svo að þeir ferla éti ekki upp alla arðsemi í virðisaukandi ferlum vörunar. Arðbær fiskvinnsla er nefninlega ekki sjálfgefin, eins og reynslan hefur sýnt okkur Íslendinum í gegnum okkar sögu.
Hverjir manna svo þessi störf?
Skilirði ætti að setja á allar þær byggðir sem ætlaður er byggðarkvóti að fólk með fasta búsetu á staðnum vinni við veiðar og vinnslu byggðarkvótans og eigi með öllu þær vinnslur og skip sem notuð eru við veiðar og vinnslu innan hérðsins. Annars er þetta bara ætlað núvernandi sægreifum til að mjólka arðsemina burtu af svæðinu sem það gerir í núverandi mynd. Fáist heimamenn ekki til þess þá þarfnast byggðin ekki byggðarkvótans. Fjölmörg dæmi eru um að sett sé upp einskonar fiskvinnsla þar sem fiskur fer í gegn, jafnvel í sama formi og hann kemur upp úr skipi. Fiskurinn er alls ekki fullunnin og tilbúin á disk neytenda í þessum byggðum og nánast enginn heimamaður vinnur hvorki veiðarnar né vinnslurnar og fæst ekki til þess. Flytja þarf inn aðkomufólk á staðina til þess að manna þessi störf því heimamenn annað hvort vilja ekki vinna við þetta eða eru bara í öðrum störfum. Það skapar engin verðmæti innan héraðs að flytja inn aðkomufólk til þess að starfa við veiðar og vinnslu á byggðarkvóta á skipum og í vinnslum sem eru jafnvel ekki í raunverulegri eigu raunverulegra heimamanna. Sama sagan, arðsemin fer eitthvað annað en til hinna brotnu byggða. Fyrir hvern er þetta þá gert? Þetta er nefninlega sér hannað kerfi fyrir núverandi handhafa aflaheimilda „sægreifa „ til þess að sjúga til sín alla mögulega arðsemi sem byggðarkvótinn gæti skilað viðkomandi byggðum. Raunverulegar fiskvinnslur sem vinna fisk í gegnum alla þá ferla sem hámarka vermæti hans þurfa ekki að vera í hverju þorpi á Íslandi, þær eiga bara að vera þar sem mannauður til þess er, þekking og reynsla er til staðar. Veiðarnar geta hinsvegar verið stundaðar allstaðar þar sem fiskur gengur allt í kringum landið og allir staðir í kringum landið liggja vel við fiskimiðum en fiskimiðin eru arðbær á mismunandi tímum eftir svæðum.
Það liggur algerlega fyrir að byggðarkvótakerfið er ekki að skila byggðum þeim ávinningi og arðsemi sem það ætti að gera. Byggðarkvótakerfið er pólitíst kerfi sem auðvelt er að misnota og það er gert. Slík kerfi eiga ekki að eiga heima innan auðlindanýtingar Íslendinga og það eru ekki almannahagsmunir að slíkt kerfi sé við lýði innan fiskveiðistjórnunar Íslendinga.Arðsemin fer öll annað og mest í hendur þeirra sem nú þegar halda á miklum aflaheimildum og til þeirra sem skapa aukið virði í þær afurðir sem úr byggðarkvóta koma sem oftar en ekki er skapað í öðrum löndum en á Íslandi . Þetta kerfi á að leggja niður strax og allar heimildir innan þess að vera settar í strandveiðikerfið sem hefur sínt sig sem kerfi sem skapar störf innan héraðana sem unnin eru af heimafólki byggðana og eflir þær. Enginn sægreifi tekur arðsemina úr strandveiðikerfinu heldur verður hún eftir heima í héraði til áframhaldandi uppbyggingar.Fiskvinnslur verða til á þeim stöðum þar sem það er hagkvæmt. Það tekur tíma að byggja upp byggðir í kringum landið og það gerist ekki nema arðurinn verði eftir í byggðunum.
Brotnar byggðir
Skilgreina þarf hvað er brotin byggð og hvað ekki með raunsæum hætti. Fjöldi íbúa í hverri byggð hefur ekkert um það að segja hvort byggð sé brotin eða ekki. Það eru atvinnuleysistölur hverrar byggðar sem gefur raunverulega þá stöðu sem byggðin er í. Það er að segja raunverulegar atvinnuleysistölur á fólki sem leitar sér vinnu en finnur hana ekki að frádregnum þeim sem eru atvinnulausir af því þeir nenna ekki að vinna.Ef byggðir liggja þétt saman eins og víða þá stundar fólk atvinnu jafnvel í næsta byggðarlagi við sína heimabyggð sem er bara gott mál.Vegalengdirnar sem fólk ferðast til vinnu eru oftar en ekki styttri sem þetta fólk ferðast en það fólk sem stundar atvinnu innan höfuðborgarsvæðisins. Brottnar byggðir þarf að skilgreina upp á nýtt svo hafið sé yfir allan vafa hvað sé brotin byggð og hvað ekki.
Fiskmarkaðir
Fiskmarkaðir er það eina sem gefur rétta verðmyndun á veiddu sjávarfangi. Allur fiskur sama úr hvaða kerfi hann er veiddur í ætti að skylda til þess að vera settur á frjálsan fiskmarkað. Þannig myndast réttur samkeppnisgrundvöllur fyrir fiskvinnslur um veitt sjávarfang. Hæsta mögulega verð verður alltaf greitt til skipa en ekki fyrirfram ákveðin verð sem erfitt er að sjá í gegnum. Allt sjávarfang sem fer svo í gegnum þessa markaði á svo að vera selt til fullvinnslu á afurðum innanlands og það sem fullbúin vara með hámarks virðisauka út úr landinu. Þannig sköpum við hámarks arðsemi á auðlindir okkar. Störf á fiskmörkuðum í kringum landið eru líka fjölmörg sem myndu aukast en meira ef allur fiskur færi á markað. Á hverju ári þá fer minna og minna af sjávarfangi í gegnum markaðina sem getur ekki talist eðlileg þróun ef við miðum okkur við eðlilegt markaðshagkerfi. Allan fisk á markað og síðan í fullvinnslu innanlands ætti að vera takmark hverrar þjóðar sem vill hámarka virði sinna eigin auðlinda og tryggja eðlilega samkeppni innanlands um hráefni til fullvinnslu.
Varasjóður með aflaheimildir
Hér er enn ein leiðin sem mun draga arðsemina beint til einstakra sægreifa hvar sem þeir búa.Nú er ríkið að veita einkafyrirtækjum fleiri milljarða í aðstoð vegna kreppuástands í heiminum. Í stað þess að hafa hér í frumvarpi þessu aflaheimildir sem varasjóð sem mun bara enda í vösum sömu handhafa aflaheimilda í dag eins og í byggðarkvótakerfinu á ríkið að setja beinharða styrki til byggða þessa lands sem orðið hafa fyrir áföllum. Ríkið réttlætir að moka skattpeningum inn í einkafyrirtæki vegna kreppuástands í dag. Það er enþá meiri réttlæting fólgin í því að setja þessa peninga beint inn í þær byggðir sem orðið hafa fyrir áföllum . Þar munu þeir raunverulega nýtast samfélögum til atvinnuubyggingar en ekki einstaka hluthöfum einkafyrirtækja eins og gert er í dag.
Það að ætla að nota til þess aflaheimildir er villuljós fyrir þjóðina þar sem allur arður þess varasjóðs mun renna í hendur handhafa aflaheimilda en ekki til hinna dreifðu byggða.
Umhverfisvænar veiðar
Allar heimildir 5,3% hluteildar ríkisins ættu að vera nýttar á sem umhverfisvænasta hátt fyrir land og þjóð og heimsbyggðina alla.Umhverfisvænustu veiðar sem stundaðar eru á Íslandi eru handfæraveiðar og þær veiðar eru einmitt skilirði innan strandveiðikerfisins . Þegar bátur stundar handfæraveiðar hefur hann slökkt á vélum skipsins og notar eingöngu rafmagn til veiðana. Vélarafl nýtir bátur á handfæraveiðum einungis til að koma sér til og frá höfn eða milli veiðisvæða. Langsamlega mesti tíminn af róðri hvers báts fer í veiðarnar sjálfar þar sem ekki er brenndur einn einasti líter af olíu. Þess má líka geta að við handfæraveiðar verður ekki mikil mengun til af veiðarfærum t.d eins og af heilu trolli sem eftir verður á hafsbotni,eða togveiðum sem skemma sjávarbotn. Línum eða drauganetum sem slitna niður og nást ekki upp sem drepa allan þann fisk þann tíma sem þau eru töpuð í sjó sem getur skipt áratugum. Nú ber ríkistjórnin sér reglulega á brjóst hversu umhverfisvæn hún er og hversu Ísland sé framarlega í loftslagsmálum og aðgerðum til að draga úr loftslagsmengun. Með því að setja allar heimildir innan 5,3% aflaheimilda ríkisins til strandveiða mun vera tyggt að þessar heimildir verði nýttar á sem umhverfisvæansta hátt sem mögulegt er að gera. Almannahag til heilla. Þá gæti Íslensk stjórnvöld sannarlega byrjað að berja sér á brjóst sem umhverfisvæn þjóð.
Öflugt Strandveiðikerfið. Kerfið sem þjóðin óskar eftir.
Það liggur alveg ljóst fyrir í frumvarpi þessu að sjávarútvegráðherra ætlar að koma fram skemmdarverkum á strandveiðikerfinu þvert á óskir og vilja þjóðarinnar og þar með gegn almannahagsmunum. Miðað við heimildir sem ætlaðar eru í pottana á yfirstandandi fiskveiðiári hefðu þorskheimildir til strandveiða samkvæmt frumvarpinu orðið 9.274 tonn, en ekki 10.000 tonn eins og var 2020 og dugði ekki. Frumvarpið gerir ráð fyrir að veiðikerfi strandveiða verði breytt og og það verði eins og það var árið 2017. Aflaheimildum skipt milli landsvæða og á tímabil. Veiðar stöðvaðar innan tímabila þegar heimildum hefur verið náð.Þá er veiði hvers leyfishafa takmörkuð við 12 daga í hverjum mánuði en það var ekki takmarkað þannig 2017. Ráðherra getur breytt veiðisvæðum eftir eigin hentugleika! Ekkert er um það í lögunum hvernig veiðisvæðin muni líta út. Hvaða aðferðarfræði á að nota þegar áætla á aflamagn á hvert svæði.Eina sanngjarna og rétta aðferðarfræðin er auðvitað að notast engöngu við fjölda báta á hverju veiðisvæði og ekkert annað til að njóta sannmælis og jafnræðis. Hvað á að gera við heimildir sem myndu brenna inni ef einhver svæði næðu ekki heimildum sínum innan svæðana.Þetta eru ekki þær breytingar sem þjóðin hefur óskað eftir á strandveiðikerfinu heldur ganga þær beint gegn þeim. Þetta fer beint gegn þörfum byggða og almannahagsmunum sem eru hið minnsta 48 dagar á bát allt fiskveiðiárið eins og svo eft hefur komið fram. Þessi skemmdarverk á almannahagsmunum ætlar sjávarútvegráðherra að festa í sessi næstu 6 árin eða svo. Það er niðurskurður á heimildum til strandveiða í frumvarpi þessu en ekki aukning eins og þjóðin hefur óskað svo lengi eftir og þarnast.. Allar heimildir sem brenna inni innan 5,3% heimilda ríkisins eiga að renna til byggðarkvóta, villuljóss í íslenskum sjávarútvegi. Það kemur ekki á óvart því það kerfi er hannað fyrir núverandi handhafa aflaheimilda til að sjúga arðsemina burt frá fólkinu og byggðunum.Frumvarpið miðar að því að færa þróun strandveiða til baka í fyrra horf sem er ekki það sem þjóðin óskar sér, „sjá könnum byggðarstofnunar um strandveiðikerfið“ sem framkvæmd var á meðal strandveiðimanna og hagsmunaaðlia árið 2019. Könnunin gefur skýrt til kynna þarfir þjóðarinnar á öflugu strandveiðikerfi og hvernig best sé að það sé hannað almannahagsmunum til heilla og þannig að það nýtist öllum landshlutum á sem bestan og hagkvæmasta hátt fyrir land og þjóð. Í könnuninni kemur fram að það þurfi að tryggja hverjum einasta bát hið mynnsta 48 daga til róðra á ári og að þessa daga megi nýta þegar strandveiðisjómaðurinn kýs sjálfur að gera það eins og gert er í öðrum fiskveiðikerfum Það eru almannahagsmunir og sjálfsögð mannréttindi að fólkið í landinu hafi almennilegt aðgengi og góð tækifæri til þess að nýta sína eigin auðlind til atvinnuuppbyggingar. Strandveiðikerfið er trúlega eitt það allra besta sem komið hefur inn í Íslenskan sjávarútveg núna á síðari árum enda skref í átt að mannréttindum og sanngirnis þjóðinni til heilla. Það sýnir sig á hverju ári þegar um 700 strandveiðibátar halda til veiða hve eftirspurnin hjá þjóðinni er mikil eftir því að vinna í því kerfi. Kerfið er dreift allt í kringum landið, líka til hinna brotnu byggða. Enginn sægreifi getur misnotað kerfið og arðsemi veiðana verður öll eftir í heimabyggð, atvinnuuppbyggingu,almannahag og umhverfinu til heilla. Þetta er kerfið sem á að fá allar 5,3% heimildir sem ríkið hefur yfir að ráða til þess að þær verði nýttar almannahag til heilla og á sem umhverfisvænasta hátt en renni ekki til núverandi handhafa aflaheimilda sem draga arðsemina burt úr byggðunum. Séu heimildir innan 5,3% heimilda ríkisins meiri en geta strandveiðiflotans til að veiða á 48 róðrum á bát yfir árið á að auka við dagafjöldan þannig að heimildirnar verði allar nýttar til strandveiða og munu þá veiðidagarnir verða fleiri en 48 . Oft hafa þingmenn og ráðherrar verið að skíla sér á bak við það að heimildir séu ekki fullnýttar innan kerfisins. Það skal heldur engan undrast hvers vegna það geti gerst. Í firsta lagi eru smábátar mjög háðir veðurfari en veðurfar er ekki mannana verk og ætti því að vera eina breytan sem stýrir því hvenar hægt er að róa. Nei kerfið er svo niður njörfað að það er beinlínist séð til þess með öllum þeim reglum innan kerfisins og takmörkunum að ekki náist alltaf að veiða það litla sem til er ætlað til veiðana. Hvers vegna skildi þjóðinni gert svona erfitt fyrir? Eru það almannahagsmunir sem valda þvi. Nei aldeilis ekki! Þarna er verið að ganga erinda þeirra sem vilja ekki að þjóðin geti fengið mannsæmandi rétt á nýtingu sinna eigin auðlinda. Íslensk þjóð horfir löngunaraugum til nágranna ríkja okkar eins og t.d Noregs hvernig þeir virða mannréttindi og almannahagsmuni með því að veita sinni þjóð þann rétt sem hún á til þess að nýta sína eigin auðlind sjálf. Þar er nýliðun og atvinnusköpun í sjávarútvegi mikil og það er vegna þess að tækifærin eru mikil innan þeirrar fiskveiðistjórnunarkerfis fyrir hvern sem er að hefja þar útgerð og meira að segja stórútgerð Noregs styður þá stefnu því siðferði þeirra er svo langt um ofar en siðferði hins Íslenska sægreifa og stjórnmálamanna. Einfalda á með öllu hvernig farið er með 5,3% heimildir þjóðarinnar sem ríkið heldur utan um og veita þeim inn í eitt einfalt kerfi sem eru strandveiðar og þar á allur fiskur að fara á almennan fiskmarkað. Það er það kerfi sem skilar almannahag mestum hagsmunum því það kerfi býr til raunveruleg störf í kringum landið,býr til raunveruleg tækifæri sem ekki er hægt að misnota og skilur arðsemina eftir hjá raunverulegum íbúum byggðana allt í kringum landið. Fiskvinnslur munu rísa þar sem það verður hagkvæmt og arðurinn verður eftir en ekki bara settar upp sem sýndarvinnsla til þess að fá til sín byggðarkvóta. Allur fiskur á að fara á fiskmarkað og þaðan í áframhaldandi fullvinnslur allt í kringum landið.
Svona á strandveiðikerfi íslenskrar fiskveiðiþjóðar að vera.
· Allar heimildir 5,3% hlutans renni til strandveiða. Aðeins eitt kerfi verði sem noti þær almannahag, atvinnusköpun, umhverfinu, nýliðun og hinum dreifðu byggðum til heilla.
· Koma þarf algjörlega í veg fyrir að innan strandveiðikerfisins séu aðilar að gera út báta sem þeir róa ekki á sjálfir því strandveiðikerfið á að vera fyrir þá sem vilja róa sjálfir á sínum eigin bátum.
· Einn bátur, í öllum tilfellum sannarlegur og raunverulegur eigandi hans um borð.
· Allir dagar eiga að vera veiðidagar eins og í öðrum kerfum.
· Engin bátur hættir á strandveiðum nema hann óski þess sjálfur eða klári hið mynnsta sína 48 daga á veiðum.
· Fjölga á svo dögum ofan á 48 daga ef strandveiðibátar klára ekki að veiða upp þær 5,3% heimildir sem ætlaðr eru á 48 dögum eða þær heimildi settar ofan á dagafjölda næsta fiskveiðiárs.
· Hægt verði að færa heimildir úr 5,3% heimilda ríkisins á milli fiskveiðiára í sama hlutfalli og úr öðrum fiskveiðikerfum.
· Aflaþak á dag í þorski má vera það sama og er í núverandi strandveiðikerfi að undanskildum Ufsa sem á að vera algerlega frjáls vegna vanýtingar hans innan fiskveiðikerfisins almennt.
· Aflaverðmæti ufsa renni 100% til útgerðar og af honum séu greidd veiðigjöld í samræmi við aðra útgerðarflokka
· Rúllufjöldi má vera 4 handfærarúllur eins og verið hefur.
· Auka á veiðigjald þjóðarinnar á nýtingu auðlindarinnar jafnt á strandveiðar og öðrum kerfum svo allir, hvar sem þeir eru í þjóðfélaginu muni njóta arðsemi auðlindanna.
· Strandveiðikerfið á að vera opið allt árið svo að samfélögin allt í kringum landið geti nýtt sín heimamið þegar verðmætur fiskur er á þeim svæðum.
Þetta er strandveiðikerfið sem þjóðin á skilið og er almannahaga til heilla og þjóðin kallar eftir. Atvinnuuppbygging mun hefjast um allt land og störf og arðsemi mun verða eftir í öllum byggðum í kringum landið sem er það sem við hljótum að vilja þjóð okkar. Mannréttindi munu verða virt og tækifæri þjóðrarinnar til nýtingu sinna eigin auðlinda (Lífsbjörgin) mun verða raunverulegt. Nýliðun í útgerð mun stóraukast og núverandi og komandi kynslóðum mun verða kleift að halda áfram atvinnubyggingu í sinni heimabyggð þjóðinni allri til heilla. Sátt mun skapast um fiskveiðistjórnunarkerfið á meðal þjóðarinnar og komani kynslóðum verður gert kleift að nýta sér lífsbjörgina allt í kringum landið með raunverulegu og sanngjörnu tækifæri kjósi það að gera það. Staðreyndin er þessi, almannahagsmunir og vilji krefst þess að búið verið til eitt öflugt strandveiðikerfi með þeim aflaheimildum sem ríki hefur yfir að ráða en þær ekki nýttar til áframhaldandi arðsemis þjófnaðar frá almenningi og byggðum allt í kringum landið af örfáum sægreifum. Fólkið í landinu býr við fordæmalausan ójöfnuð þegar kemur að nýtingu sinna eigin auðlinda og tækifæra í sjávarútvegi. Það er einmitt vegna þess sem við höfum hér brotnar byggðir atvinnuleysi og fátækt. Umhverfið fengi að njóta vafans eins og það á alltaf að fá að gera með því að veiða þessar heimildir allar á handfærakróka. Flækjustig sjávarútvegs á Íslandi mun stór minnka sem gefur stjórnvöldum betri yfirsýn yfir hvernig fiskveiðikerfið vinnur. Ég skora hér með á þá stjórnmálamenn sem láta sér velferð þjóðarinnar að einhverju verða að efla strandveiðikerfið svo um munar og setja alla 5,3% heimildir þjóðarinnar til strandveiða , þjóðin á það skilið,byggðir landsins eiga það skilið og samfélögin þarfnast þess.
Hér er umsögn smábátafélagsins Hrollaugs á Höfn vegna stjórnarfrumvarps sjávarútvegráðherra varðandi strandveiðar, byggðarkvóta, og fleira. Hvetjum alla hér inni til þess að taka þessa umsögn og setja nafn ykkar við hana og senda hana inn vegna frumvarpsins. Einnig hvetjum við alla félagsmenn smábátafélaga til þess að nýta sér umsögnina og leggja hana fram á aðalfundum félagana og gera hana að sinni. Það er kominn tími til þess að stjórnvöld standi með þjóðinni,almannahag og mannréttindum, til þess eru þau kosinn á þing.KV Vigfús Ásbjörnsson Formaður smábátafélagsins Hrollaugs á Höfn
Umsögn smábátafélagsins Hrollaugs á Höfn vegna frumvarps til laga um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða,nr.116/2006,með síðari breytingum (Atvinnu og byggðarkvótar o.fl. )
Inngangur
Frumvarp þetta er með öllu enn eitt villuljósið sem þjóðinni er boðið upp á og alls ekki hannað með almannahagsmuni í huga. Hér er á ferðinni enn eitt frumvarpið sem miðar að því að færa arðsemi sjávarútvegsauðlindarinnar frá þjóðinni og byggðunum í hendur stærstu handhafa aflaheimilda í landinu. Frumvarpið hvetur til áframhaldandi samþjöppunar aflaheimilda og tryggir sægreifum hámarks arðsemi í gegnum leiguframsalsrétt þeirra umfram aflaheimilda sem þeir hafa komist yfir í gegnum tíðina og veiða ekki sjálfir. Frumvarpið og byggðarkvótakerfið brýtur líklega samkeppnislög. Líklega hefur byggðarkvótakerfið brotið þau lög og reglur frá upphafi. Kominn er tími til að leggja byggðarkvótakerfið alfarið niður og nýta þær heimildir sem þar hafa verið settar til almennrar uppbyggingar í gegnum strandveiðikerfið sem er það kerfi sem þjóðin óskar sér en er vísvitandi svelt af aflaheimildum . Byggðakvótakerfið hefur verið annsi lengi við lýði en kerfið hefur ekki gert nokkurn skapaðan hlut fyrir þær byggðir sem fengið hafa til sín þær heimildir vegna þess að arðsemin í kerfinu er flutt í aðra vasa jafnvel áður en nýting byggðarkvótaheimildana er hafin. Talað er um innan þeirra byggða þar sem laxeldi er í uppbyggingu að hvert tonn af slátruðum laxi sé notað sem mótframlag við byggðarkvóta. Það er ekkert eðlilegt við að það ef það sé raunin og það þarf að kanna . Frumvarpinu er ætlað að tryggja handhöfum aflaheimilda og þeim sem ná að draga til sín arðsemi byggðarkvóta þennan fyrirsjáanleika til 6 ára og þar með halda þjóðinni og almannahag frá nýtingu sinna eigin auðlinda með mannsæmandi hætti í að minnsta kosti næstu 6 árin. Það sér hver maður hvers vegna 6 ár eru notuð því sjávarútvegsráðherra og ríkistjórnin reiknar ekki með að þeirra flokkar verði í ríkistjórn á næsta kjörtímabili heldur reiknar hann með að þau verði það eftir um það bil 6 ár og geti þá haldið áfram sérhagsmunum til heilla.Strandveiðikerfið er það kerfi þar sem almannahagsmunir liggja og enginn svokallaður sægreifi hefur komist með klærnar og puttana í til misnotkunar eða arðráns. Aldrei hefur ásókn til strandveiða verið meiri en 2020 sem sýnir þörf þjóðarinnar á eflingu kerfisins. Um 700 bátar stunduðu þessar veiðar 2020 og fjölguninni ber að fagna því það þýðir aukningu á störfum og mikins áhuga þjóðarinnar á því að hér verði eitt öflugt strandveiðikerfi með nægum heimildum almannahagsmunum til heilla. Strandveiðikerfið er almennt kerfi til uppbyggingar atvinnu allt í kringum landið og hefur sannað sig sem slíkt, kerfi sem virðir mannréttindi og kerfi sem veitir þjóðinni jafnt aðgengi að nýtingu sinna eigin auðlinda hvar á landinu sem þau búa en ekki bara einhverjum útvöldum sægreifum sem sjúga arðsemi auðlindarinnar burt úr byggðum landsins og frá þjóðinni og fara jafnvel með arðinn úr landi við firsta tækifæri. Það eru mannréttindi þjóðarinnar að hafa mannsæmandi nýtingarrétt á auðlindum sínum og mannréttindi og almannahagsmunir er það sem þeir sem kosnir eru til alþingis eiga að vera að vinna að og engu öðru. Það kemur ekki á óvart að í frumvarpi þessu er ætlun sjávarútvegsráðherra að koma í veg fyrir þá eflingu sem þjóðin hefur óskað eftir á strandveiðikerfinu allt í kringum landið og eru almannahagsmunir. Hans stefna virðist vera að draga alla arðsemi 5,3% hluta aflaheimilda sem ríkið heldur utan um til núverandi handhafa aflaheimilda.
Það kemur skýrt fram hver þjóðarviljinn er þegar kemur að strandveiðikerfinu. Vitnum við hér í skýrslu byggðarstofnunar á könnun „Útekt á stranveiðikerfinu haustið 2019“ á meðal strandveiðimanna og hagsmunaaðila. Þar kemur glöggt fram hvernig þjóðin vill nýta þær 5,3% heimildir sem ríkið hefur yfir að ráða. Þjóðin vill allar þessar heimildir til strandveiða vegna þess að það kerfi hefur aldrei verið elft með mannsæmandi hætti þó þjóðin óski eftir því á hverju einasta ári. Þörfin á eflingu strandveiðikerfisins liggur alveg ljós fyrir og það liggur alveg ljóst fyrir hvernig á gera það og hvernig þjóðin vill að kerfið verði úr garði gjört svo það virði mannréttindi og nýtist almannahag og byggðum landsins til fullnustu við atvinnuuppbyggingu allt í kringum landið þjóðinni og almannahag til heilla. Þjóðin vill fá hið mynnsta tryggða 48 róðradaga á ári og þjóðin á að fá allt árið til þess að nýta sína daga innan strandveiða svo að allir sem í því kerfi vilja starfa njóti sannmælis og að fiskur verði veiddur á þeirra heimaslóð þegar hann er þar, og þegar hann er sem verðmætastur fyrir land, byggðir og þjóð. Þannig tryggjum við hámarks verðmætsköpun við veiðarnar, dreifða nýtingu fiskimiða, öfluga atvinnuuppbyggingu og að arðurinn verður eftir í héraði hjá fólkinu sem þar býr í hinum dreifðu byggðum sem getur svo nýtt hann til áframhaldandi uppbyggingar á sinni heimaslóð.Öll lög um bætur frá þjóðinni til þeirra sem á aflaheimildum halda á að afnema eða hið mynnsta að hanna þannig að hafið verði yfir allan vafa að þjóðin sé ekki bótaskild til þeirra sem hafa yfir að ráða aflaheimildum eða bótaskild til þeirra sem telja sig eiga samkvæmt lögum að fá úthlutaðar heimildir sér til einkanota vegna einhverskonar ágalla í fiskveiðilögum. Bregðist fiskimið er það útgerðarmannsins að taka það áfall en þjóðin á ekki að þurfa koma með bætur handa viðkomandi útgerð en mætti koma með bætur til byggðarlaga í formi fjárstyrkja. Nægt er hið almenna áfall um brostinn fiskimið fyrir þjóðina þegar og ef svo ber til. Byggðarkvóti, sértækur byggðarkvóti, skelbætur, rækjubætur, hlutdeild til að bregðast við áföllum er ekkert annað en úr sér genging fiskveiðistjórn og sýnir að ekki er verið að hugsa um almannahag og mannréttindi heldur bara arðsemi einstakra sægreifa. Flækjustig fiskveiðikerfisins nær nýjum hæðum í frumvarpi þessu og gloppur og göt og hvatar munu sjá til þess að arðurinn verður allur dreginn frá byggðum landsins í vasa örfárra sægreifa. Halda á þjóðinni frá mannsæmandi nýtingu á sínum eigin auðlindum í stað þess að lýta til frábærrar frammtistöðu nágrannaríkja okkar t.d eins og í Noregi við nýtingu sinna auðlinda Norskri þjóð og almannahag þar til heilla.
Byggðarkvóti
Byggðarkvóti eða sértækur byggðarkvóti er ekki sá bjargvættur byggða sem nafnið gefur til kynna á að hann sé og hefur aldrei verið. Hann er villuljós eins og notað var fyrr á öldum til þess að villa um fyrir sæfarendum og koma þeim í strand. Það er vegna þess að arðsemin úr þessu kerfi rennur allur í sömu hendurnar. Hendur núverandi sægreifa,stórútgerða og þeirra sem á aflaheimildum þjóðarinnar halda. Fjölmörg dæmi eru um að byggðarkvóti sé veiddur og unnin af útgerðarrisum í kringum landið en fer ekki til þeirra sem raunverulega þurfa á honum að halda. Jafnvel veiddur af togurum og netabátum á sem óumhverfisvænansta máta sem hugsast getur. Byggðarkvótinn hefur skapað hér mjög óheilbryggt umhverfi innan fiskveiðistjórnunarkerfisins.Byggðarkvótakerfið er það sem heldur uppi eftirspurn á leigukvóta af kvótagreifum og þar með mjög háu leiguverði aflaheimilda í landinu. Ef þú átt ekki kvóta þarft þú að leigja til þín 2 til 3 tonn af þorski á móti hverju tonni sem þú færð í byggðarkvóta. Þannig rennur arðurinn úr byggðarkvótakerfinu og byggðunum til sægreifa í formi leigutekna sem búa yfirleitt ekki i hinum brotnu byggðum. Arðsemin er soguð út úr kerfinu strax þegar sægreifinn fær sitt háa verð sem leigusali aflaheimilda. Það myndast hvati í fiskveiðikerfinu fyrir sægreifa að þjappa saman aflaheimildum og komast yfir meira afheimildir en þeir þurfa til eigin veiða vegna þess að mikil eftirspurn er eftir því að leigja af þeim heimildirnar á háu verði til að kvótalausir geti fengið byggðarkvóta á móti leigðum heimildum. Verð á leigðum heimildum hækkar og lítið sem ekkert fæst fyrir að veiða þær fyrir það eitt að fá byggðarkvóta á móti.Þeir sem eiga aflaheimildir þurfa ekki að leigja til sín heimildir af sægreifum heldur velja sér bara löndunarhöfn þar sem lýklegt er að mikils byggðarkvóta sé að vænta á móti sínum eigin og taka svo alla arðsemi úr byggðunum heim til sín hvar í heiminum sem þeir búa.Arðurinn fer allur úr byggðarlaginu og heim til sægreifans þar sem hann býr og ekki svo mikið til hinna brotnu byggða. Allt er þetta á sömu höndina, sægreifinn græðir en aðrir ekki.Innbyggði hvatinn sem búin er til með byggðarkvótakerfinu til þess að leigja af sægreifum eru mörg þúsundir tonna af þorski á ári og þetta drífur leigumarkað með aflaheimildir á Íslandi af sægreifum sem eiga orðið miklu meira af heimildum en þeir þurfa til eigin veiða og þar með talið leiguverð á þeim. Arðurinn fer til sægreifans sem býr bara þar sem hann vill í heiminum og leigir frá sér aflaheimildirnar en verður ekki eftir í byggðarlaginu eins og villuljósið gefur til kynna. Meðal annars vegna þessa sem upp er talið mun byggðarkvótinn aldrei hjálpa þessum byggðum vegna þess að arðseminn er tekinn burt af staðnum jafn óðum af fólki sem ekki er með fasta búsetu á svæðinu. Engin arðsemi verður eftir í byggðunum og þess vegna eru þessar brotnu byggðir alltaf brotnar byggðir því engin arðsemi innan byggðarlagsins þýðir engin raunveruleg uppbygging innan byggðarlagsins.
Stenst byggðarkvótakerfið samkeppnislög ?
Spurning er hvort byggðarkvóti standist samkeppnislög. Það verður að fá úr því skorið hjá samkeppniseftirlitinu strax. Ef ekki mun þjóðin krefjast þess og leita sjálf til viðkomadi yfirvalda til að fá úr því skorið. Þeir sem fá úthlutaðan byggðarkvóta halda uppi eftirspurn eftir leigðum aflaheimildum í fiskveiðikerfinu af útgerðarmönnum sem eru komnir með allt of mikið af heimildum en þeir nota sjálfir til eigin veiða. Allt í kringum landið eru svo kvótalausar útgerðir sem þurfa að leigja til sín aflaheimildir á allt of háu verði vegna eftirspurnar frá útgerðum sem leigja til sín aflaheimildir og fá byggðarkvóta á móti þeim heimildum. Þetta veldur því að sá sem gerir út kvótalausan bát og fær ekki byggðarkvóta stendur ekki jafnfætis þeim sem gerir út kvótalausan bát og fær byggðarkvóta þegar aflaheimildir eru leigðar á almennum markaði. Þannig er samkeppni um leigðar aflaheimildir skökk og þeim sem fær byggðarkvóta veitt samkeppnisforskot á að leigja til sín aflaheimildir vegna þess að hann fær byggðarkvóta á móti þeim heimildum en hinn aðilinn ekki. Verðið á leigu heimildum spennist upp úr öllu valdi og er svona hátt sem það er vegna mikillar eftirspurnar frá útgerðum sem þiggja byggðarkvóta .Ef byggðarkvóti væri hér ekki stæðu allir kvótalausar útgerðir jafnfætis samkeppnislega þegar þær leigja til sín aflaheimildir af sægreifum og verð á leigðum heimildum myndi lækka gríðarlega. Sé þetta brot á samkeppnislögum sem það lýtur út fyrir að vera þá er þetta alvarlegt brot. Kanna þarf líka hvort brögð hafi verið á því að handhafar byggðarkvóta hafi náð að leigja hann frá sér í stað þess að veiða hann og landa í þeim byggðum sem honum var ætlað.
Vinnsla á byggðarkvóta heima í héraði .
Skilirt er að byggðarkvóti og heimildir á móti byggðarkvóta sé unnið í fiskvinnlum á þeim stöðum þar sem byggðakvóta er úthlutað en þó með hugsanlegum undantekningum. Hefur það verið raunin í nýtingu byggðarkvótans? Áður en sett eru lög og reglur um hvernig skuli vinna þann afla sem úr byggðarkvótakerfinu kemur þarf að liggja skýrt fyrir hvað sé fiskvinnsla og hvað ekki og hvernig við ætlum að skapa virðisauka í sjávarútvegsauðlind okkar.
Hvað er fiskvinnsla ?
Skilgreina þarf hvað sé fiskvinnsla og hvað ekki.
· Er það fiskvinnsla ef fiskur er tekinn úr bát og honum keyrt í gegnum einar dyr á fiskvinnsluhúsi og út um aðrar?
· Er nóg að slægja fisk inni í húsi til að kalla það fiskvinnslu?
· Er nóg að ísa yfir landaðan fisk inni í fiskvinnsluhúsi til að það kallist fiskvinnsla?
Nei það er ekki nóg, allt þetta er hægt að gera um borð í þeim bátum sem veiða fiskinn og slægja hann þar. Kallast þeir bátar sem koma með slægðan fisk í land fiskvinnslubátar ?
Fiskvinnsla er matvælavinnsla sem hlýtur að hafa það að markmiði að hámarka virði þess hráefnis sem í gegnum vinnsluna fer.Það þarf að setja sem algjört skilirði að að allar þær fiskvinnslur sem taka á móti byggðarkvóta fullvinni fiskinn heima í héraði svo að verðmætin og virðisaukinn verði eftir þar. Annað er sóun á verðmætasköpunarmöguleikum byggðana og þjóðarinnar og tækifærum hina brotnu byggða til þess að skapa sér störf og arðsemi úr byggðarkvótanum til áframhaldandi uppbyggingar. Fiskur fer í gegnum mismunandi virðisaukandi ferla á leið sinni í gegnum fiskvinnslur og þeim mun fleiri virðisaukandi ferlar sem fiskurinn fer í gegnum í vinnslunum þeim mun meiri arðsemi er að vænta af hverjum og einum veiddum fiski. Lokaafurðin á alltaf að vera tilbúin afurð á disk neytendans svo að ekki verði eftir ónýttir virðisaukandi ferlar til þess að auka virði afurðana sem jafnvel er gert í vinnslum einhverstaðar úti í heimi. Í raun og veru ætti hér að setja lög í landinu á allan fisk sem veiddur er hér við land að hann meigi ekki fara úr landinu nema sem fullunnin vara. Þannig verður virðisaukinn eftir hér á landi en ekki búin til handa öðrum þjóðum til að skapa sér. Þannig hámörkum við arðsemi á nýtingu á okkar eigin auðlindum landi og þjóð til mikillar heilla. Þekking og reynsla þarf að vera til staðar allt í kringum landið til þess að framkvæma þetta, og ekki síst þarf að vera til þekking á þeim ferlum afurðana sem ekki skapa virðisauka í vörurnar og þeim ferlum þarf að útrýma á sama tíma svo að þeir ferla éti ekki upp alla arðsemi í virðisaukandi ferlum vörunar. Arðbær fiskvinnsla er nefninlega ekki sjálfgefin, eins og reynslan hefur sýnt okkur Íslendinum í gegnum okkar sögu.
Hverjir manna svo þessi störf?
Skilirði ætti að setja á allar þær byggðir sem ætlaður er byggðarkvóti að fólk með fasta búsetu á staðnum vinni við veiðar og vinnslu byggðarkvótans og eigi með öllu þær vinnslur og skip sem notuð eru við veiðar og vinnslu innan hérðsins. Annars er þetta bara ætlað núvernandi sægreifum til að mjólka arðsemina burtu af svæðinu sem það gerir í núverandi mynd. Fáist heimamenn ekki til þess þá þarfnast byggðin ekki byggðarkvótans. Fjölmörg dæmi eru um að sett sé upp einskonar fiskvinnsla þar sem fiskur fer í gegn, jafnvel í sama formi og hann kemur upp úr skipi. Fiskurinn er alls ekki fullunnin og tilbúin á disk neytenda í þessum byggðum og nánast enginn heimamaður vinnur hvorki veiðarnar né vinnslurnar og fæst ekki til þess. Flytja þarf inn aðkomufólk á staðina til þess að manna þessi störf því heimamenn annað hvort vilja ekki vinna við þetta eða eru bara í öðrum störfum. Það skapar engin verðmæti innan héraðs að flytja inn aðkomufólk til þess að starfa við veiðar og vinnslu á byggðarkvóta á skipum og í vinnslum sem eru jafnvel ekki í raunverulegri eigu raunverulegra heimamanna. Sama sagan, arðsemin fer eitthvað annað en til hinna brotnu byggða. Fyrir hvern er þetta þá gert? Þetta er nefninlega sér hannað kerfi fyrir núverandi handhafa aflaheimilda „sægreifa „ til þess að sjúga til sín alla mögulega arðsemi sem byggðarkvótinn gæti skilað viðkomandi byggðum. Raunverulegar fiskvinnslur sem vinna fisk í gegnum alla þá ferla sem hámarka vermæti hans þurfa ekki að vera í hverju þorpi á Íslandi, þær eiga bara að vera þar sem mannauður til þess er, þekking og reynsla er til staðar. Veiðarnar geta hinsvegar verið stundaðar allstaðar þar sem fiskur gengur allt í kringum landið og allir staðir í kringum landið liggja vel við fiskimiðum en fiskimiðin eru arðbær á mismunandi tímum eftir svæðum.
Það liggur algerlega fyrir að byggðarkvótakerfið er ekki að skila byggðum þeim ávinningi og arðsemi sem það ætti að gera. Byggðarkvótakerfið er pólitíst kerfi sem auðvelt er að misnota og það er gert. Slík kerfi eiga ekki að eiga heima innan auðlindanýtingar Íslendinga og það eru ekki almannahagsmunir að slíkt kerfi sé við lýði innan fiskveiðistjórnunar Íslendinga.Arðsemin fer öll annað og mest í hendur þeirra sem nú þegar halda á miklum aflaheimildum og til þeirra sem skapa aukið virði í þær afurðir sem úr byggðarkvóta koma sem oftar en ekki er skapað í öðrum löndum en á Íslandi . Þetta kerfi á að leggja niður strax og allar heimildir innan þess að vera settar í strandveiðikerfið sem hefur sínt sig sem kerfi sem skapar störf innan héraðana sem unnin eru af heimafólki byggðana og eflir þær. Enginn sægreifi tekur arðsemina úr strandveiðikerfinu heldur verður hún eftir heima í héraði til áframhaldandi uppbyggingar.Fiskvinnslur verða til á þeim stöðum þar sem það er hagkvæmt. Það tekur tíma að byggja upp byggðir í kringum landið og það gerist ekki nema arðurinn verði eftir í byggðunum.
Brotnar byggðir
Skilgreina þarf hvað er brotin byggð og hvað ekki með raunsæum hætti. Fjöldi íbúa í hverri byggð hefur ekkert um það að segja hvort byggð sé brotin eða ekki. Það eru atvinnuleysistölur hverrar byggðar sem gefur raunverulega þá stöðu sem byggðin er í. Það er að segja raunverulegar atvinnuleysistölur á fólki sem leitar sér vinnu en finnur hana ekki að frádregnum þeim sem eru atvinnulausir af því þeir nenna ekki að vinna.Ef byggðir liggja þétt saman eins og víða þá stundar fólk atvinnu jafnvel í næsta byggðarlagi við sína heimabyggð sem er bara gott mál.Vegalengdirnar sem fólk ferðast til vinnu eru oftar en ekki styttri sem þetta fólk ferðast en það fólk sem stundar atvinnu innan höfuðborgarsvæðisins. Brottnar byggðir þarf að skilgreina upp á nýtt svo hafið sé yfir allan vafa hvað sé brotin byggð og hvað ekki.
Fiskmarkaðir
Fiskmarkaðir er það eina sem gefur rétta verðmyndun á veiddu sjávarfangi. Allur fiskur sama úr hvaða kerfi hann er veiddur í ætti að skylda til þess að vera settur á frjálsan fiskmarkað. Þannig myndast réttur samkeppnisgrundvöllur fyrir fiskvinnslur um veitt sjávarfang. Hæsta mögulega verð verður alltaf greitt til skipa en ekki fyrirfram ákveðin verð sem erfitt er að sjá í gegnum. Allt sjávarfang sem fer svo í gegnum þessa markaði á svo að vera selt til fullvinnslu á afurðum innanlands og það sem fullbúin vara með hámarks virðisauka út úr landinu. Þannig sköpum við hámarks arðsemi á auðlindir okkar. Störf á fiskmörkuðum í kringum landið eru líka fjölmörg sem myndu aukast en meira ef allur fiskur færi á markað. Á hverju ári þá fer minna og minna af sjávarfangi í gegnum markaðina sem getur ekki talist eðlileg þróun ef við miðum okkur við eðlilegt markaðshagkerfi. Allan fisk á markað og síðan í fullvinnslu innanlands ætti að vera takmark hverrar þjóðar sem vill hámarka virði sinna eigin auðlinda og tryggja eðlilega samkeppni innanlands um hráefni til fullvinnslu.
Varasjóður með aflaheimildir
Hér er enn ein leiðin sem mun draga arðsemina beint til einstakra sægreifa hvar sem þeir búa.Nú er ríkið að veita einkafyrirtækjum fleiri milljarða í aðstoð vegna kreppuástands í heiminum. Í stað þess að hafa hér í frumvarpi þessu aflaheimildir sem varasjóð sem mun bara enda í vösum sömu handhafa aflaheimilda í dag eins og í byggðarkvótakerfinu á ríkið að setja beinharða styrki til byggða þessa lands sem orðið hafa fyrir áföllum. Ríkið réttlætir að moka skattpeningum inn í einkafyrirtæki vegna kreppuástands í dag. Það er enþá meiri réttlæting fólgin í því að setja þessa peninga beint inn í þær byggðir sem orðið hafa fyrir áföllum . Þar munu þeir raunverulega nýtast samfélögum til atvinnuubyggingar en ekki einstaka hluthöfum einkafyrirtækja eins og gert er í dag.
Það að ætla að nota til þess aflaheimildir er villuljós fyrir þjóðina þar sem allur arður þess varasjóðs mun renna í hendur handhafa aflaheimilda en ekki til hinna dreifðu byggða.
Umhverfisvænar veiðar
Allar heimildir 5,3% hluteildar ríkisins ættu að vera nýttar á sem umhverfisvænasta hátt fyrir land og þjóð og heimsbyggðina alla.Umhverfisvænustu veiðar sem stundaðar eru á Íslandi eru handfæraveiðar og þær veiðar eru einmitt skilirði innan strandveiðikerfisins . Þegar bátur stundar handfæraveiðar hefur hann slökkt á vélum skipsins og notar eingöngu rafmagn til veiðana. Vélarafl nýtir bátur á handfæraveiðum einungis til að koma sér til og frá höfn eða milli veiðisvæða. Langsamlega mesti tíminn af róðri hvers báts fer í veiðarnar sjálfar þar sem ekki er brenndur einn einasti líter af olíu. Þess má líka geta að við handfæraveiðar verður ekki mikil mengun til af veiðarfærum t.d eins og af heilu trolli sem eftir verður á hafsbotni,eða togveiðum sem skemma sjávarbotn. Línum eða drauganetum sem slitna niður og nást ekki upp sem drepa allan þann fisk þann tíma sem þau eru töpuð í sjó sem getur skipt áratugum. Nú ber ríkistjórnin sér reglulega á brjóst hversu umhverfisvæn hún er og hversu Ísland sé framarlega í loftslagsmálum og aðgerðum til að draga úr loftslagsmengun. Með því að setja allar heimildir innan 5,3% aflaheimilda ríkisins til strandveiða mun vera tyggt að þessar heimildir verði nýttar á sem umhverfisvæansta hátt sem mögulegt er að gera. Almannahag til heilla. Þá gæti Íslensk stjórnvöld sannarlega byrjað að berja sér á brjóst sem umhverfisvæn þjóð.
Öflugt Strandveiðikerfið. Kerfið sem þjóðin óskar eftir.
Það liggur alveg ljóst fyrir í frumvarpi þessu að sjávarútvegráðherra ætlar að koma fram skemmdarverkum á strandveiðikerfinu þvert á óskir og vilja þjóðarinnar og þar með gegn almannahagsmunum. Miðað við heimildir sem ætlaðar eru í pottana á yfirstandandi fiskveiðiári hefðu þorskheimildir til strandveiða samkvæmt frumvarpinu orðið 9.274 tonn, en ekki 10.000 tonn eins og var 2020 og dugði ekki. Frumvarpið gerir ráð fyrir að veiðikerfi strandveiða verði breytt og og það verði eins og það var árið 2017. Aflaheimildum skipt milli landsvæða og á tímabil. Veiðar stöðvaðar innan tímabila þegar heimildum hefur verið náð.Þá er veiði hvers leyfishafa takmörkuð við 12 daga í hverjum mánuði en það var ekki takmarkað þannig 2017. Ráðherra getur breytt veiðisvæðum eftir eigin hentugleika! Ekkert er um það í lögunum hvernig veiðisvæðin muni líta út. Hvaða aðferðarfræði á að nota þegar áætla á aflamagn á hvert svæði.Eina sanngjarna og rétta aðferðarfræðin er auðvitað að notast engöngu við fjölda báta á hverju veiðisvæði og ekkert annað til að njóta sannmælis og jafnræðis. Hvað á að gera við heimildir sem myndu brenna inni ef einhver svæði næðu ekki heimildum sínum innan svæðana.Þetta eru ekki þær breytingar sem þjóðin hefur óskað eftir á strandveiðikerfinu heldur ganga þær beint gegn þeim. Þetta fer beint gegn þörfum byggða og almannahagsmunum sem eru hið minnsta 48 dagar á bát allt fiskveiðiárið eins og svo eft hefur komið fram. Þessi skemmdarverk á almannahagsmunum ætlar sjávarútvegráðherra að festa í sessi næstu 6 árin eða svo. Það er niðurskurður á heimildum til strandveiða í frumvarpi þessu en ekki aukning eins og þjóðin hefur óskað svo lengi eftir og þarnast.. Allar heimildir sem brenna inni innan 5,3% heimilda ríkisins eiga að renna til byggðarkvóta, villuljóss í íslenskum sjávarútvegi. Það kemur ekki á óvart því það kerfi er hannað fyrir núverandi handhafa aflaheimilda til að sjúga arðsemina burt frá fólkinu og byggðunum.Frumvarpið miðar að því að færa þróun strandveiða til baka í fyrra horf sem er ekki það sem þjóðin óskar sér, „sjá könnum byggðarstofnunar um strandveiðikerfið“ sem framkvæmd var á meðal strandveiðimanna og hagsmunaaðlia árið 2019. Könnunin gefur skýrt til kynna þarfir þjóðarinnar á öflugu strandveiðikerfi og hvernig best sé að það sé hannað almannahagsmunum til heilla og þannig að það nýtist öllum landshlutum á sem bestan og hagkvæmasta hátt fyrir land og þjóð. Í könnuninni kemur fram að það þurfi að tryggja hverjum einasta bát hið mynnsta 48 daga til róðra á ári og að þessa daga megi nýta þegar strandveiðisjómaðurinn kýs sjálfur að gera það eins og gert er í öðrum fiskveiðikerfum Það eru almannahagsmunir og sjálfsögð mannréttindi að fólkið í landinu hafi almennilegt aðgengi og góð tækifæri til þess að nýta sína eigin auðlind til atvinnuuppbyggingar. Strandveiðikerfið er trúlega eitt það allra besta sem komið hefur inn í Íslenskan sjávarútveg núna á síðari árum enda skref í átt að mannréttindum og sanngirnis þjóðinni til heilla. Það sýnir sig á hverju ári þegar um 700 strandveiðibátar halda til veiða hve eftirspurnin hjá þjóðinni er mikil eftir því að vinna í því kerfi. Kerfið er dreift allt í kringum landið, líka til hinna brotnu byggða. Enginn sægreifi getur misnotað kerfið og arðsemi veiðana verður öll eftir í heimabyggð, atvinnuuppbyggingu,almannahag og umhverfinu til heilla. Þetta er kerfið sem á að fá allar 5,3% heimildir sem ríkið hefur yfir að ráða til þess að þær verði nýttar almannahag til heilla og á sem umhverfisvænasta hátt en renni ekki til núverandi handhafa aflaheimilda sem draga arðsemina burt úr byggðunum. Séu heimildir innan 5,3% heimilda ríkisins meiri en geta strandveiðiflotans til að veiða á 48 róðrum á bát yfir árið á að auka við dagafjöldan þannig að heimildirnar verði allar nýttar til strandveiða og munu þá veiðidagarnir verða fleiri en 48 . Oft hafa þingmenn og ráðherrar verið að skíla sér á bak við það að heimildir séu ekki fullnýttar innan kerfisins. Það skal heldur engan undrast hvers vegna það geti gerst. Í firsta lagi eru smábátar mjög háðir veðurfari en veðurfar er ekki mannana verk og ætti því að vera eina breytan sem stýrir því hvenar hægt er að róa. Nei kerfið er svo niður njörfað að það er beinlínist séð til þess með öllum þeim reglum innan kerfisins og takmörkunum að ekki náist alltaf að veiða það litla sem til er ætlað til veiðana. Hvers vegna skildi þjóðinni gert svona erfitt fyrir? Eru það almannahagsmunir sem valda þvi. Nei aldeilis ekki! Þarna er verið að ganga erinda þeirra sem vilja ekki að þjóðin geti fengið mannsæmandi rétt á nýtingu sinna eigin auðlinda. Íslensk þjóð horfir löngunaraugum til nágranna ríkja okkar eins og t.d Noregs hvernig þeir virða mannréttindi og almannahagsmuni með því að veita sinni þjóð þann rétt sem hún á til þess að nýta sína eigin auðlind sjálf. Þar er nýliðun og atvinnusköpun í sjávarútvegi mikil og það er vegna þess að tækifærin eru mikil innan þeirrar fiskveiðistjórnunarkerfis fyrir hvern sem er að hefja þar útgerð og meira að segja stórútgerð Noregs styður þá stefnu því siðferði þeirra er svo langt um ofar en siðferði hins Íslenska sægreifa og stjórnmálamanna. Einfalda á með öllu hvernig farið er með 5,3% heimildir þjóðarinnar sem ríkið heldur utan um og veita þeim inn í eitt einfalt kerfi sem eru strandveiðar og þar á allur fiskur að fara á almennan fiskmarkað. Það er það kerfi sem skilar almannahag mestum hagsmunum því það kerfi býr til raunveruleg störf í kringum landið,býr til raunveruleg tækifæri sem ekki er hægt að misnota og skilur arðsemina eftir hjá raunverulegum íbúum byggðana allt í kringum landið. Fiskvinnslur munu rísa þar sem það verður hagkvæmt og arðurinn verður eftir en ekki bara settar upp sem sýndarvinnsla til þess að fá til sín byggðarkvóta. Allur fiskur á að fara á fiskmarkað og þaðan í áframhaldandi fullvinnslur allt í kringum landið.
Svona á strandveiðikerfi íslenskrar fiskveiðiþjóðar að vera.
· Allar heimildir 5,3% hlutans renni til strandveiða. Aðeins eitt kerfi verði sem noti þær almannahag, atvinnusköpun, umhverfinu, nýliðun og hinum dreifðu byggðum til heilla.
· Koma þarf algjörlega í veg fyrir að innan strandveiðikerfisins séu aðilar að gera út báta sem þeir róa ekki á sjálfir því strandveiðikerfið á að vera fyrir þá sem vilja róa sjálfir á sínum eigin bátum.
· Einn bátur, í öllum tilfellum sannarlegur og raunverulegur eigandi hans um borð.
· Allir dagar eiga að vera veiðidagar eins og í öðrum kerfum.
· Engin bátur hættir á strandveiðum nema hann óski þess sjálfur eða klári hið mynnsta sína 48 daga á veiðum.
· Fjölga á svo dögum ofan á 48 daga ef strandveiðibátar klára ekki að veiða upp þær 5,3% heimildir sem ætlaðr eru á 48 dögum eða þær heimildi settar ofan á dagafjölda næsta fiskveiðiárs.
· Hægt verði að færa heimildir úr 5,3% heimilda ríkisins á milli fiskveiðiára í sama hlutfalli og úr öðrum fiskveiðikerfum.
· Aflaþak á dag í þorski má vera það sama og er í núverandi strandveiðikerfi að undanskildum Ufsa sem á að vera algerlega frjáls vegna vanýtingar hans innan fiskveiðikerfisins almennt.
· Aflaverðmæti ufsa renni 100% til útgerðar og af honum séu greidd veiðigjöld í samræmi við aðra útgerðarflokka
· Rúllufjöldi má vera 4 handfærarúllur eins og verið hefur.
· Auka á veiðigjald þjóðarinnar á nýtingu auðlindarinnar jafnt á strandveiðar og öðrum kerfum svo allir, hvar sem þeir eru í þjóðfélaginu muni njóta arðsemi auðlindanna.
· Strandveiðikerfið á að vera opið allt árið svo að samfélögin allt í kringum landið geti nýtt sín heimamið þegar verðmætur fiskur er á þeim svæðum.
Þetta er strandveiðikerfið sem þjóðin á skilið og er almannahaga til heilla og þjóðin kallar eftir. Atvinnuuppbygging mun hefjast um allt land og störf og arðsemi mun verða eftir í öllum byggðum í kringum landið sem er það sem við hljótum að vilja þjóð okkar. Mannréttindi munu verða virt og tækifæri þjóðrarinnar til nýtingu sinna eigin auðlinda (Lífsbjörgin) mun verða raunverulegt. Nýliðun í útgerð mun stóraukast og núverandi og komandi kynslóðum mun verða kleift að halda áfram atvinnubyggingu í sinni heimabyggð þjóðinni allri til heilla. Sátt mun skapast um fiskveiðistjórnunarkerfið á meðal þjóðarinnar og komani kynslóðum verður gert kleift að nýta sér lífsbjörgina allt í kringum landið með raunverulegu og sanngjörnu tækifæri kjósi það að gera það. Staðreyndin er þessi, almannahagsmunir og vilji krefst þess að búið verið til eitt öflugt strandveiðikerfi með þeim aflaheimildum sem ríki hefur yfir að ráða en þær ekki nýttar til áframhaldandi arðsemis þjófnaðar frá almenningi og byggðum allt í kringum landið af örfáum sægreifum. Fólkið í landinu býr við fordæmalausan ójöfnuð þegar kemur að nýtingu sinna eigin auðlinda og tækifæra í sjávarútvegi. Það er einmitt vegna þess sem við höfum hér brotnar byggðir atvinnuleysi og fátækt. Umhverfið fengi að njóta vafans eins og það á alltaf að fá að gera með því að veiða þessar heimildir allar á handfærakróka. Flækjustig sjávarútvegs á Íslandi mun stór minnka sem gefur stjórnvöldum betri yfirsýn yfir hvernig fiskveiðikerfið vinnur. Ég skora hér með á þá stjórnmálamenn sem láta sér velferð þjóðarinnar að einhverju verða að efla strandveiðikerfið svo um munar og setja alla 5,3% heimildir þjóðarinnar til strandveiða , þjóðin á það skilið,byggðir landsins eiga það skilið og samfélögin þarfnast þess. Þjóðin hefur lengi kallað eftir því að hér verði til eitt öflugt strandveiðikerfi og nú hafiði tækifæri til.
Mbk Karl Heimir Einarsson sjómaður
Meðfylgjandi sem viðhengi er umsögn Akureyrarbæjar.
ViðhengiFrumvarp þetta er með öllu enn eitt villuljósið sem þjóðinni er boðið upp á og alls ekki hannað með almannahagsmuni í huga. Hér er á ferðinni enn eitt frumvarpið sem miðar að því að færa arðsemi sjávarútvegsauðlindarinnar frá þjóðinni og byggðunum í hendur stærstu handhafa aflaheimilda í landinu. Frumvarpið hvetur til áframhaldandi samþjöppunar aflaheimilda og tryggir sægreifum hámarks arðsemi í gegnum leiguframsalsrétt þeirra umfram aflaheimilda sem þeir hafa komist yfir í gegnum tíðina og veiða ekki sjálfir. Frumvarpið og byggðarkvótakerfið brýtur líklega samkeppnislög. Líklega hefur byggðarkvótakerfið brotið þau lög og reglur frá upphafi. Kominn er tími til að leggja byggðarkvótakerfið alfarið niður og nýta þær heimildir sem þar hafa verið settar til almennrar uppbyggingar í gegnum strandveiðikerfið sem er það kerfi sem þjóðin óskar sér en er vísvitandi svelt af aflaheimildum . Byggðakvótakerfið hefur verið annsi lengi við lýði en kerfið hefur ekki gert nokkurn skapaðan hlut fyrir þær byggðir sem fengið hafa til sín þær heimildir vegna þess að arðsemin í kerfinu er flutt í aðra vasa jafnvel áður en nýting byggðarkvótaheimildana er hafin. Talað er um innan þeirra byggða þar sem laxeldi er í uppbyggingu að hvert tonn af slátruðum laxi sé notað sem mótframlag við byggðarkvóta. Það er ekkert eðlilegt við að það ef það sé raunin og það þarf að kanna . Frumvarpinu er ætlað að tryggja handhöfum aflaheimilda og þeim sem ná að draga til sín arðsemi byggðarkvóta þennan fyrirsjáanleika til 6 ára og þar með halda þjóðinni og almannahag frá nýtingu sinna eigin auðlinda með mannsæmandi hætti í að minnsta kosti næstu 6 árin. Það sér hver maður hvers vegna 6 ár eru notuð því sjávarútvegsráðherra og ríkistjórnin reiknar ekki með að þeirra flokkar verði í ríkistjórn á næsta kjörtímabili heldur reiknar hann með að þau verði það eftir um það bil 6 ár og geti þá haldið áfram sérhagsmunum til heilla.Strandveiðikerfið er það kerfi þar sem almannahagsmunir liggja og enginn svokallaður sægreifi hefur komist með klærnar og puttana í til misnotkunar eða arðráns. Aldrei hefur ásókn til strandveiða verið meiri en 2020 sem sýnir þörf þjóðarinnar á eflingu kerfisins. Um 700 bátar stunduðu þessar veiðar 2020 og fjölguninni ber að fagna því það þýðir aukningu á störfum og mikins áhuga þjóðarinnar á því að hér verði eitt öflugt strandveiðikerfi með nægum heimildum almannahagsmunum til heilla. Strandveiðikerfið er almennt kerfi til uppbyggingar atvinnu allt í kringum landið og hefur sannað sig sem slíkt, kerfi sem virðir mannréttindi og kerfi sem veitir þjóðinni jafnt aðgengi að nýtingu sinna eigin auðlinda hvar á landinu sem þau búa en ekki bara einhverjum útvöldum sægreifum sem sjúga arðsemi auðlindarinnar burt úr byggðum landsins og frá þjóðinni og fara jafnvel með arðinn úr landi við firsta tækifæri. Það eru mannréttindi þjóðarinnar að hafa mannsæmandi nýtingarrétt á auðlindum sínum og mannréttindi og almannahagsmunir er það sem þeir sem kosnir eru til alþingis eiga að vera að vinna að og engu öðru. Það kemur ekki á óvart að í frumvarpi þessu er ætlun sjávarútvegsráðherra að koma í veg fyrir þá eflingu sem þjóðin hefur óskað eftir á strandveiðikerfinu allt í kringum landið og eru almannahagsmunir. Hans stefna virðist vera að draga alla arðsemi 5,3% hluta aflaheimilda sem ríkið heldur utan um til núverandi handhafa aflaheimilda.
Það kemur skýrt fram hver þjóðarviljinn er þegar kemur að strandveiðikerfinu. Vitnum við hér í skýrslu byggðarstofnunar á könnun „Útekt á stranveiðikerfinu haustið 2019“ á meðal strandveiðimanna og hagsmunaaðila. Þar kemur glöggt fram hvernig þjóðin vill nýta þær 5,3% heimildir sem ríkið hefur yfir að ráða. Þjóðin vill allar þessar heimildir til strandveiða vegna þess að það kerfi hefur aldrei verið elft með mannsæmandi hætti þó þjóðin óski eftir því á hverju einasta ári. Þörfin á eflingu strandveiðikerfisins liggur alveg ljós fyrir og það liggur alveg ljóst fyrir hvernig á gera það og hvernig þjóðin vill að kerfið verði úr garði gjört svo það virði mannréttindi og nýtist almannahag og byggðum landsins til fullnustu við atvinnuuppbyggingu allt í kringum landið þjóðinni og almannahag til heilla. Þjóðin vill fá hið mynnsta tryggða 48 róðradaga á ári og þjóðin á að fá allt árið til þess að nýta sína daga innan strandveiða svo að allir sem í því kerfi vilja starfa njóti sannmælis og að fiskur verði veiddur á þeirra heimaslóð þegar hann er þar, og þegar hann er sem verðmætastur fyrir land, byggðir og þjóð. Þannig tryggjum við hámarks verðmætsköpun við veiðarnar, dreifða nýtingu fiskimiða, öfluga atvinnuuppbyggingu og að arðurinn verður eftir í héraði hjá fólkinu sem þar býr í hinum dreifðu byggðum sem getur svo nýtt hann til áframhaldandi uppbyggingar á sinni heimaslóð.Öll lög um bætur frá þjóðinni til þeirra sem á aflaheimildum halda á að afnema eða hið mynnsta að hanna þannig að hafið verði yfir allan vafa að þjóðin sé ekki bótaskild til þeirra sem hafa yfir að ráða aflaheimildum eða bótaskild til þeirra sem telja sig eiga samkvæmt lögum að fá úthlutaðar heimildir sér til einkanota vegna einhverskonar ágalla í fiskveiðilögum. Bregðist fiskimið er það útgerðarmannsins að taka það áfall en þjóðin á ekki að þurfa koma með bætur handa viðkomandi útgerð en mætti koma með bætur til byggðarlaga í formi fjárstyrkja. Nægt er hið almenna áfall um brostinn fiskimið fyrir þjóðina þegar og ef svo ber til. Byggðarkvóti, sértækur byggðarkvóti, skelbætur, rækjubætur, hlutdeild til að bregðast við áföllum er ekkert annað en úr sér genging fiskveiðistjórn og sýnir að ekki er verið að hugsa um almannahag og mannréttindi heldur bara arðsemi einstakra sægreifa. Flækjustig fiskveiðikerfisins nær nýjum hæðum í frumvarpi þessu og gloppur og göt og hvatar munu sjá til þess að arðurinn verður allur dreginn frá byggðum landsins í vasa örfárra sægreifa. Halda á þjóðinni frá mannsæmandi nýtingu á sínum eigin auðlindum í stað þess að lýta til frábærrar frammtistöðu nágrannaríkja okkar t.d eins og í Noregi við nýtingu sinna auðlinda Norskri þjóð og almannahag þar til heilla.
Byggðarkvóti
Byggðarkvóti eða sértækur byggðarkvóti er ekki sá bjargvættur byggða sem nafnið gefur til kynna á að hann sé og hefur aldrei verið. Hann er villuljós eins og notað var fyrr á öldum til þess að villa um fyrir sæfarendum og koma þeim í strand. Það er vegna þess að arðsemin úr þessu kerfi rennur allur í sömu hendurnar. Hendur núverandi sægreifa,stórútgerða og þeirra sem á aflaheimildum þjóðarinnar halda. Fjölmörg dæmi eru um að byggðarkvóti sé veiddur og unnin af útgerðarrisum í kringum landið en fer ekki til þeirra sem raunverulega þurfa á honum að halda. Jafnvel veiddur af togurum og netabátum á sem óumhverfisvænansta máta sem hugsast getur. Byggðarkvótinn hefur skapað hér mjög óheilbryggt umhverfi innan fiskveiðistjórnunarkerfisins.Byggðarkvótakerfið er það sem heldur uppi eftirspurn á leigukvóta af kvótagreifum og þar með mjög háu leiguverði aflaheimilda í landinu. Ef þú átt ekki kvóta þarft þú að leigja til þín 2 til 3 tonn af þorski á móti hverju tonni sem þú færð í byggðarkvóta. Þannig rennur arðurinn úr byggðarkvótakerfinu og byggðunum til sægreifa í formi leigutekna sem búa yfirleitt ekki i hinum brotnu byggðum. Arðsemin er soguð út úr kerfinu strax þegar sægreifinn fær sitt háa verð sem leigusali aflaheimilda. Það myndast hvati í fiskveiðikerfinu fyrir sægreifa að þjappa saman aflaheimildum og komast yfir meira afheimildir en þeir þurfa til eigin veiða vegna þess að mikil eftirspurn er eftir því að leigja af þeim heimildirnar á háu verði til að kvótalausir geti fengið byggðarkvóta á móti leigðum heimildum. Verð á leigðum heimildum hækkar og lítið sem ekkert fæst fyrir að veiða þær fyrir það eitt að fá byggðarkvóta á móti.Þeir sem eiga aflaheimildir þurfa ekki að leigja til sín heimildir af sægreifum heldur velja sér bara löndunarhöfn þar sem lýklegt er að mikils byggðarkvóta sé að vænta á móti sínum eigin og taka svo alla arðsemi úr byggðunum heim til sín hvar í heiminum sem þeir búa.Arðurinn fer allur úr byggðarlaginu og heim til sægreifans þar sem hann býr og ekki svo mikið til hinna brotnu byggða. Allt er þetta á sömu höndina, sægreifinn græðir en aðrir ekki.Innbyggði hvatinn sem búin er til með byggðarkvótakerfinu til þess að leigja af sægreifum eru mörg þúsundir tonna af þorski á ári og þetta drífur leigumarkað með aflaheimildir á Íslandi af sægreifum sem eiga orðið miklu meira af heimildum en þeir þurfa til eigin veiða og þar með talið leiguverð á þeim. Arðurinn fer til sægreifans sem býr bara þar sem hann vill í heiminum og leigir frá sér aflaheimildirnar en verður ekki eftir í byggðarlaginu eins og villuljósið gefur til kynna. Meðal annars vegna þessa sem upp er talið mun byggðarkvótinn aldrei hjálpa þessum byggðum vegna þess að arðseminn er tekinn burt af staðnum jafn óðum af fólki sem ekki er með fasta búsetu á svæðinu. Engin arðsemi verður eftir í byggðunum og þess vegna eru þessar brotnu byggðir alltaf brotnar byggðir því engin arðsemi innan byggðarlagsins þýðir engin raunveruleg uppbygging innan byggðarlagsins.
Stenst byggðarkvótakerfið samkeppnislög ?
Spurning er hvort byggðarkvóti standist samkeppnislög. Það verður að fá úr því skorið hjá samkeppniseftirlitinu strax. Ef ekki mun þjóðin krefjast þess og leita sjálf til viðkomadi yfirvalda til að fá úr því skorið. Þeir sem fá úthlutaðan byggðarkvóta halda uppi eftirspurn eftir leigðum aflaheimildum í fiskveiðikerfinu af útgerðarmönnum sem eru komnir með allt of mikið af heimildum en þeir nota sjálfir til eigin veiða. Allt í kringum landið eru svo kvótalausar útgerðir sem þurfa að leigja til sín aflaheimildir á allt of háu verði vegna eftirspurnar frá útgerðum sem leigja til sín aflaheimildir og fá byggðarkvóta á móti þeim heimildum. Þetta veldur því að sá sem gerir út kvótalausan bát og fær ekki byggðarkvóta stendur ekki jafnfætis þeim sem gerir út kvótalausan bát og fær byggðarkvóta þegar aflaheimildir eru leigðar á almennum markaði. Þannig er samkeppni um leigðar aflaheimildir skökk og þeim sem fær byggðarkvóta veitt samkeppnisforskot á að leigja til sín aflaheimildir vegna þess að hann fær byggðarkvóta á móti þeim heimildum en hinn aðilinn ekki. Verðið á leigu heimildum spennist upp úr öllu valdi og er svona hátt sem það er vegna mikillar eftirspurnar frá útgerðum sem þiggja byggðarkvóta .Ef byggðarkvóti væri hér ekki stæðu allir kvótalausar útgerðir jafnfætis samkeppnislega þegar þær leigja til sín aflaheimildir af sægreifum og verð á leigðum heimildum myndi lækka gríðarlega. Sé þetta brot á samkeppnislögum sem það lýtur út fyrir að vera þá er þetta alvarlegt brot. Kanna þarf líka hvort brögð hafi verið á því að handhafar byggðarkvóta hafi náð að leigja hann frá sér í stað þess að veiða hann og landa í þeim byggðum sem honum var ætlað.
Vinnsla á byggðarkvóta heima í héraði .
Skilirt er að byggðarkvóti og heimildir á móti byggðarkvóta sé unnið í fiskvinnlum á þeim stöðum þar sem byggðakvóta er úthlutað en þó með hugsanlegum undantekningum. Hefur það verið raunin í nýtingu byggðarkvótans? Áður en sett eru lög og reglur um hvernig skuli vinna þann afla sem úr byggðarkvótakerfinu kemur þarf að liggja skýrt fyrir hvað sé fiskvinnsla og hvað ekki og hvernig við ætlum að skapa virðisauka í sjávarútvegsauðlind okkar.
Hvað er fiskvinnsla ?
Skilgreina þarf hvað sé fiskvinnsla og hvað ekki.
· Er það fiskvinnsla ef fiskur er tekinn úr bát og honum keyrt í gegnum einar dyr á fiskvinnsluhúsi og út um aðrar?
· Er nóg að slægja fisk inni í húsi til að kalla það fiskvinnslu?
· Er nóg að ísa yfir landaðan fisk inni í fiskvinnsluhúsi til að það kallist fiskvinnsla?
Nei það er ekki nóg, allt þetta er hægt að gera um borð í þeim bátum sem veiða fiskinn og slægja hann þar. Kallast þeir bátar sem koma með slægðan fisk í land fiskvinnslubátar ?
Fiskvinnsla er matvælavinnsla sem hlýtur að hafa það að markmiði að hámarka virði þess hráefnis sem í gegnum vinnsluna fer.Það þarf að setja sem algjört skilirði að að allar þær fiskvinnslur sem taka á móti byggðarkvóta fullvinni fiskinn heima í héraði svo að verðmætin og virðisaukinn verði eftir þar. Annað er sóun á verðmætasköpunarmöguleikum byggðana og þjóðarinnar og tækifærum hina brotnu byggða til þess að skapa sér störf og arðsemi úr byggðarkvótanum til áframhaldandi uppbyggingar. Fiskur fer í gegnum mismunandi virðisaukandi ferla á leið sinni í gegnum fiskvinnslur og þeim mun fleiri virðisaukandi ferlar sem fiskurinn fer í gegnum í vinnslunum þeim mun meiri arðsemi er að vænta af hverjum og einum veiddum fiski. Lokaafurðin á alltaf að vera tilbúin afurð á disk neytendans svo að ekki verði eftir ónýttir virðisaukandi ferlar til þess að auka virði afurðana sem jafnvel er gert í vinnslum einhverstaðar úti í heimi. Í raun og veru ætti hér að setja lög í landinu á allan fisk sem veiddur er hér við land að hann meigi ekki fara úr landinu nema sem fullunnin vara. Þannig verður virðisaukinn eftir hér á landi en ekki búin til handa öðrum þjóðum til að skapa sér. Þannig hámörkum við arðsemi á nýtingu á okkar eigin auðlindum landi og þjóð til mikillar heilla. Þekking og reynsla þarf að vera til staðar allt í kringum landið til þess að framkvæma þetta, og ekki síst þarf að vera til þekking á þeim ferlum afurðana sem ekki skapa virðisauka í vörurnar og þeim ferlum þarf að útrýma á sama tíma svo að þeir ferla éti ekki upp alla arðsemi í virðisaukandi ferlum vörunar. Arðbær fiskvinnsla er nefninlega ekki sjálfgefin, eins og reynslan hefur sýnt okkur Íslendinum í gegnum okkar sögu.
Hverjir manna svo þessi störf?
Skilirði ætti að setja á allar þær byggðir sem ætlaður er byggðarkvóti að fólk með fasta búsetu á staðnum vinni við veiðar og vinnslu byggðarkvótans og eigi með öllu þær vinnslur og skip sem notuð eru við veiðar og vinnslu innan hérðsins. Annars er þetta bara ætlað núvernandi sægreifum til að mjólka arðsemina burtu af svæðinu sem það gerir í núverandi mynd. Fáist heimamenn ekki til þess þá þarfnast byggðin ekki byggðarkvótans. Fjölmörg dæmi eru um að sett sé upp einskonar fiskvinnsla þar sem fiskur fer í gegn, jafnvel í sama formi og hann kemur upp úr skipi. Fiskurinn er alls ekki fullunnin og tilbúin á disk neytenda í þessum byggðum og nánast enginn heimamaður vinnur hvorki veiðarnar né vinnslurnar og fæst ekki til þess. Flytja þarf inn aðkomufólk á staðina til þess að manna þessi störf því heimamenn annað hvort vilja ekki vinna við þetta eða eru bara í öðrum störfum. Það skapar engin verðmæti innan héraðs að flytja inn aðkomufólk til þess að starfa við veiðar og vinnslu á byggðarkvóta á skipum og í vinnslum sem eru jafnvel ekki í raunverulegri eigu raunverulegra heimamanna. Sama sagan, arðsemin fer eitthvað annað en til hinna brotnu byggða. Fyrir hvern er þetta þá gert? Þetta er nefninlega sér hannað kerfi fyrir núverandi handhafa aflaheimilda „sægreifa „ til þess að sjúga til sín alla mögulega arðsemi sem byggðarkvótinn gæti skilað viðkomandi byggðum. Raunverulegar fiskvinnslur sem vinna fisk í gegnum alla þá ferla sem hámarka vermæti hans þurfa ekki að vera í hverju þorpi á Íslandi, þær eiga bara að vera þar sem mannauður til þess er, þekking og reynsla er til staðar. Veiðarnar geta hinsvegar verið stundaðar allstaðar þar sem fiskur gengur allt í kringum landið og allir staðir í kringum landið liggja vel við fiskimiðum en fiskimiðin eru arðbær á mismunandi tímum eftir svæðum.
Það liggur algerlega fyrir að byggðarkvótakerfið er ekki að skila byggðum þeim ávinningi og arðsemi sem það ætti að gera. Byggðarkvótakerfið er pólitíst kerfi sem auðvelt er að misnota og það er gert. Slík kerfi eiga ekki að eiga heima innan auðlindanýtingar Íslendinga og það eru ekki almannahagsmunir að slíkt kerfi sé við lýði innan fiskveiðistjórnunar Íslendinga.Arðsemin fer öll annað og mest í hendur þeirra sem nú þegar halda á miklum aflaheimildum og til þeirra sem skapa aukið virði í þær afurðir sem úr byggðarkvóta koma sem oftar en ekki er skapað í öðrum löndum en á Íslandi . Þetta kerfi á að leggja niður strax og allar heimildir innan þess að vera settar í strandveiðikerfið sem hefur sínt sig sem kerfi sem skapar störf innan héraðana sem unnin eru af heimafólki byggðana og eflir þær. Enginn sægreifi tekur arðsemina úr strandveiðikerfinu heldur verður hún eftir heima í héraði til áframhaldandi uppbyggingar.Fiskvinnslur verða til á þeim stöðum þar sem það er hagkvæmt. Það tekur tíma að byggja upp byggðir í kringum landið og það gerist ekki nema arðurinn verði eftir í byggðunum.
Brotnar byggðir
Skilgreina þarf hvað er brotin byggð og hvað ekki með raunsæum hætti. Fjöldi íbúa í hverri byggð hefur ekkert um það að segja hvort byggð sé brotin eða ekki. Það eru atvinnuleysistölur hverrar byggðar sem gefur raunverulega þá stöðu sem byggðin er í. Það er að segja raunverulegar atvinnuleysistölur á fólki sem leitar sér vinnu en finnur hana ekki að frádregnum þeim sem eru atvinnulausir af því þeir nenna ekki að vinna.Ef byggðir liggja þétt saman eins og víða þá stundar fólk atvinnu jafnvel í næsta byggðarlagi við sína heimabyggð sem er bara gott mál.Vegalengdirnar sem fólk ferðast til vinnu eru oftar en ekki styttri sem þetta fólk ferðast en það fólk sem stundar atvinnu innan höfuðborgarsvæðisins. Brottnar byggðir þarf að skilgreina upp á nýtt svo hafið sé yfir allan vafa hvað sé brotin byggð og hvað ekki.
Fiskmarkaðir
Fiskmarkaðir er það eina sem gefur rétta verðmyndun á veiddu sjávarfangi. Allur fiskur sama úr hvaða kerfi hann er veiddur í ætti að skylda til þess að vera settur á frjálsan fiskmarkað. Þannig myndast réttur samkeppnisgrundvöllur fyrir fiskvinnslur um veitt sjávarfang. Hæsta mögulega verð verður alltaf greitt til skipa en ekki fyrirfram ákveðin verð sem erfitt er að sjá í gegnum. Allt sjávarfang sem fer svo í gegnum þessa markaði á svo að vera selt til fullvinnslu á afurðum innanlands og það sem fullbúin vara með hámarks virðisauka út úr landinu. Þannig sköpum við hámarks arðsemi á auðlindir okkar. Störf á fiskmörkuðum í kringum landið eru líka fjölmörg sem myndu aukast en meira ef allur fiskur færi á markað. Á hverju ári þá fer minna og minna af sjávarfangi í gegnum markaðina sem getur ekki talist eðlileg þróun ef við miðum okkur við eðlilegt markaðshagkerfi. Allan fisk á markað og síðan í fullvinnslu innanlands ætti að vera takmark hverrar þjóðar sem vill hámarka virði sinna eigin auðlinda og tryggja eðlilega samkeppni innanlands um hráefni til fullvinnslu.
Varasjóður með aflaheimildir
Hér er enn ein leiðin sem mun draga arðsemina beint til einstakra sægreifa hvar sem þeir búa.Nú er ríkið að veita einkafyrirtækjum fleiri milljarða í aðstoð vegna kreppuástands í heiminum. Í stað þess að hafa hér í frumvarpi þessu aflaheimildir sem varasjóð sem mun bara enda í vösum sömu handhafa aflaheimilda í dag eins og í byggðarkvótakerfinu á ríkið að setja beinharða styrki til byggða þessa lands sem orðið hafa fyrir áföllum. Ríkið réttlætir að moka skattpeningum inn í einkafyrirtæki vegna kreppuástands í dag. Það er enþá meiri réttlæting fólgin í því að setja þessa peninga beint inn í þær byggðir sem orðið hafa fyrir áföllum . Þar munu þeir raunverulega nýtast samfélögum til atvinnuubyggingar en ekki einstaka hluthöfum einkafyrirtækja eins og gert er í dag.
Það að ætla að nota til þess aflaheimildir er villuljós fyrir þjóðina þar sem allur arður þess varasjóðs mun renna í hendur handhafa aflaheimilda en ekki til hinna dreifðu byggða.
Umhverfisvænar veiðar
Allar heimildir 5,3% hluteildar ríkisins ættu að vera nýttar á sem umhverfisvænasta hátt fyrir land og þjóð og heimsbyggðina alla.Umhverfisvænustu veiðar sem stundaðar eru á Íslandi eru handfæraveiðar og þær veiðar eru einmitt skilirði innan strandveiðikerfisins . Þegar bátur stundar handfæraveiðar hefur hann slökkt á vélum skipsins og notar eingöngu rafmagn til veiðana. Vélarafl nýtir bátur á handfæraveiðum einungis til að koma sér til og frá höfn eða milli veiðisvæða. Langsamlega mesti tíminn af róðri hvers báts fer í veiðarnar sjálfar þar sem ekki er brenndur einn einasti líter af olíu. Þess má líka geta að við handfæraveiðar verður ekki mikil mengun til af veiðarfærum t.d eins og af heilu trolli sem eftir verður á hafsbotni,eða togveiðum sem skemma sjávarbotn. Línum eða drauganetum sem slitna niður og nást ekki upp sem drepa allan þann fisk þann tíma sem þau eru töpuð í sjó sem getur skipt áratugum. Nú ber ríkistjórnin sér reglulega á brjóst hversu umhverfisvæn hún er og hversu Ísland sé framarlega í loftslagsmálum og aðgerðum til að draga úr loftslagsmengun. Með því að setja allar heimildir innan 5,3% aflaheimilda ríkisins til strandveiða mun vera tyggt að þessar heimildir verði nýttar á sem umhverfisvæansta hátt sem mögulegt er að gera. Almannahag til heilla. Þá gæti Íslensk stjórnvöld sannarlega byrjað að berja sér á brjóst sem umhverfisvæn þjóð.
Öflugt Strandveiðikerfið. Kerfið sem þjóðin óskar eftir.
Það liggur alveg ljóst fyrir í frumvarpi þessu að sjávarútvegráðherra ætlar að koma fram skemmdarverkum á strandveiðikerfinu þvert á óskir og vilja þjóðarinnar og þar með gegn almannahagsmunum. Miðað við heimildir sem ætlaðar eru í pottana á yfirstandandi fiskveiðiári hefðu þorskheimildir til strandveiða samkvæmt frumvarpinu orðið 9.274 tonn, en ekki 10.000 tonn eins og var 2020 og dugði ekki. Frumvarpið gerir ráð fyrir að veiðikerfi strandveiða verði breytt og og það verði eins og það var árið 2017. Aflaheimildum skipt milli landsvæða og á tímabil. Veiðar stöðvaðar innan tímabila þegar heimildum hefur verið náð.Þá er veiði hvers leyfishafa takmörkuð við 12 daga í hverjum mánuði en það var ekki takmarkað þannig 2017. Ráðherra getur breytt veiðisvæðum eftir eigin hentugleika! Ekkert er um það í lögunum hvernig veiðisvæðin muni líta út. Hvaða aðferðarfræði á að nota þegar áætla á aflamagn á hvert svæði.Eina sanngjarna og rétta aðferðarfræðin er auðvitað að notast engöngu við fjölda báta á hverju veiðisvæði og ekkert annað til að njóta sannmælis og jafnræðis. Hvað á að gera við heimildir sem myndu brenna inni ef einhver svæði næðu ekki heimildum sínum innan svæðana.Þetta eru ekki þær breytingar sem þjóðin hefur óskað eftir á strandveiðikerfinu heldur ganga þær beint gegn þeim. Þetta fer beint gegn þörfum byggða og almannahagsmunum sem eru hið minnsta 48 dagar á bát allt fiskveiðiárið eins og svo eft hefur komið fram. Þessi skemmdarverk á almannahagsmunum ætlar sjávarútvegráðherra að festa í sessi næstu 6 árin eða svo. Það er niðurskurður á heimildum til strandveiða í frumvarpi þessu en ekki aukning eins og þjóðin hefur óskað svo lengi eftir og þarnast.. Allar heimildir sem brenna inni innan 5,3% heimilda ríkisins eiga að renna til byggðarkvóta, villuljóss í íslenskum sjávarútvegi. Það kemur ekki á óvart því það kerfi er hannað fyrir núverandi handhafa aflaheimilda til að sjúga arðsemina burt frá fólkinu og byggðunum.Frumvarpið miðar að því að færa þróun strandveiða til baka í fyrra horf sem er ekki það sem þjóðin óskar sér, „sjá könnum byggðarstofnunar um strandveiðikerfið“ sem framkvæmd var á meðal strandveiðimanna og hagsmunaaðlia árið 2019. Könnunin gefur skýrt til kynna þarfir þjóðarinnar á öflugu strandveiðikerfi og hvernig best sé að það sé hannað almannahagsmunum til heilla og þannig að það nýtist öllum landshlutum á sem bestan og hagkvæmasta hátt fyrir land og þjóð. Í könnuninni kemur fram að það þurfi að tryggja hverjum einasta bát hið mynnsta 48 daga til róðra á ári og að þessa daga megi nýta þegar strandveiðisjómaðurinn kýs sjálfur að gera það eins og gert er í öðrum fiskveiðikerfum Það eru almannahagsmunir og sjálfsögð mannréttindi að fólkið í landinu hafi almennilegt aðgengi og góð tækifæri til þess að nýta sína eigin auðlind til atvinnuuppbyggingar. Strandveiðikerfið er trúlega eitt það allra besta sem komið hefur inn í Íslenskan sjávarútveg núna á síðari árum enda skref í átt að mannréttindum og sanngirnis þjóðinni til heilla. Það sýnir sig á hverju ári þegar um 700 strandveiðibátar halda til veiða hve eftirspurnin hjá þjóðinni er mikil eftir því að vinna í því kerfi. Kerfið er dreift allt í kringum landið, líka til hinna brotnu byggða. Enginn sægreifi getur misnotað kerfið og arðsemi veiðana verður öll eftir í heimabyggð, atvinnuuppbyggingu,almannahag og umhverfinu til heilla. Þetta er kerfið sem á að fá allar 5,3% heimildir sem ríkið hefur yfir að ráða til þess að þær verði nýttar almannahag til heilla og á sem umhverfisvænasta hátt en renni ekki til núverandi handhafa aflaheimilda sem draga arðsemina burt úr byggðunum. Séu heimildir innan 5,3% heimilda ríkisins meiri en geta strandveiðiflotans til að veiða á 48 róðrum á bát yfir árið á að auka við dagafjöldan þannig að heimildirnar verði allar nýttar til strandveiða og munu þá veiðidagarnir verða fleiri en 48 . Oft hafa þingmenn og ráðherrar verið að skíla sér á bak við það að heimildir séu ekki fullnýttar innan kerfisins. Það skal heldur engan undrast hvers vegna það geti gerst. Í firsta lagi eru smábátar mjög háðir veðurfari en veðurfar er ekki mannana verk og ætti því að vera eina breytan sem stýrir því hvenar hægt er að róa. Nei kerfið er svo niður njörfað að það er beinlínist séð til þess með öllum þeim reglum innan kerfisins og takmörkunum að ekki náist alltaf að veiða það litla sem til er ætlað til veiðana. Hvers vegna skildi þjóðinni gert svona erfitt fyrir? Eru það almannahagsmunir sem valda þvi. Nei aldeilis ekki! Þarna er verið að ganga erinda þeirra sem vilja ekki að þjóðin geti fengið mannsæmandi rétt á nýtingu sinna eigin auðlinda. Íslensk þjóð horfir löngunaraugum til nágranna ríkja okkar eins og t.d Noregs hvernig þeir virða mannréttindi og almannahagsmuni með því að veita sinni þjóð þann rétt sem hún á til þess að nýta sína eigin auðlind sjálf. Þar er nýliðun og atvinnusköpun í sjávarútvegi mikil og það er vegna þess að tækifærin eru mikil innan þeirrar fiskveiðistjórnunarkerfis fyrir hvern sem er að hefja þar útgerð og meira að segja stórútgerð Noregs styður þá stefnu því siðferði þeirra er svo langt um ofar en siðferði hins Íslenska sægreifa og stjórnmálamanna. Einfalda á með öllu hvernig farið er með 5,3% heimildir þjóðarinnar sem ríkið heldur utan um og veita þeim inn í eitt einfalt kerfi sem eru strandveiðar og þar á allur fiskur að fara á almennan fiskmarkað. Það er það kerfi sem skilar almannahag mestum hagsmunum því það kerfi býr til raunveruleg störf í kringum landið,býr til raunveruleg tækifæri sem ekki er hægt að misnota og skilur arðsemina eftir hjá raunverulegum íbúum byggðana allt í kringum landið. Fiskvinnslur munu rísa þar sem það verður hagkvæmt og arðurinn verður eftir en ekki bara settar upp sem sýndarvinnsla til þess að fá til sín byggðarkvóta. Allur fiskur á að fara á fiskmarkað og þaðan í áframhaldandi fullvinnslur allt í kringum landið.
Svona á strandveiðikerfi íslenskrar fiskveiðiþjóðar að vera.
· Allar heimildir 5,3% hlutans renni til strandveiða. Aðeins eitt kerfi verði sem noti þær almannahag, atvinnusköpun, umhverfinu, nýliðun og hinum dreifðu byggðum til heilla.
· Koma þarf algjörlega í veg fyrir að innan strandveiðikerfisins séu aðilar að gera út báta sem þeir róa ekki á sjálfir því strandveiðikerfið á að vera fyrir þá sem vilja róa sjálfir á sínum eigin bátum.
· Einn bátur, í öllum tilfellum sannarlegur og raunverulegur eigandi hans um borð.
· Allir dagar eiga að vera veiðidagar eins og í öðrum kerfum.
· Engin bátur hættir á strandveiðum nema hann óski þess sjálfur eða klári hið mynnsta sína 48 daga á veiðum.
· Fjölga á svo dögum ofan á 48 daga ef strandveiðibátar klára ekki að veiða upp þær 5,3% heimildir sem ætlaðr eru á 48 dögum eða þær heimildi settar ofan á dagafjölda næsta fiskveiðiárs.
· Hægt verði að færa heimildir úr 5,3% heimilda ríkisins á milli fiskveiðiára í sama hlutfalli og úr öðrum fiskveiðikerfum.
· Aflaþak á dag í þorski má vera það sama og er í núverandi strandveiðikerfi að undanskildum Ufsa sem á að vera algerlega frjáls vegna vanýtingar hans innan fiskveiðikerfisins almennt.
· Aflaverðmæti ufsa renni 100% til útgerðar og af honum séu greidd veiðigjöld í samræmi við aðra útgerðarflokka
· Rúllufjöldi má vera 4 handfærarúllur eins og verið hefur.
· Auka á veiðigjald þjóðarinnar á nýtingu auðlindarinnar jafnt á strandveiðar og öðrum kerfum svo allir, hvar sem þeir eru í þjóðfélaginu muni njóta arðsemi auðlindanna.
· Strandveiðikerfið á að vera opið allt árið svo að samfélögin allt í kringum landið geti nýtt sín heimamið þegar verðmætur fiskur er á þeim svæðum.
Þetta er strandveiðikerfið sem þjóðin á skilið og er almannahaga til heilla og þjóðin kallar eftir. Atvinnuuppbygging mun hefjast um allt land og störf og arðsemi mun verða eftir í öllum byggðum í kringum landið sem er það sem við hljótum að vilja þjóð okkar. Mannréttindi munu verða virt og tækifæri þjóðrarinnar til nýtingu sinna eigin auðlinda (Lífsbjörgin) mun verða raunverulegt. Nýliðun í útgerð mun stóraukast og núverandi og komandi kynslóðum mun verða kleift að halda áfram atvinnubyggingu í sinni heimabyggð þjóðinni allri til heilla. Sátt mun skapast um fiskveiðistjórnunarkerfið á meðal þjóðarinnar og komani kynslóðum verður gert kleift að nýta sér lífsbjörgina allt í kringum landið með raunverulegu og sanngjörnu tækifæri kjósi það að gera það. Staðreyndin er þessi, almannahagsmunir og vilji krefst þess að búið verið til eitt öflugt strandveiðikerfi með þeim aflaheimildum sem ríki hefur yfir að ráða en þær ekki nýttar til áframhaldandi arðsemis þjófnaðar frá almenningi og byggðum allt í kringum landið af örfáum sægreifum. Fólkið í landinu býr við fordæmalausan ójöfnuð þegar kemur að nýtingu sinna eigin auðlinda og tækifæra í sjávarútvegi. Það er einmitt vegna þess sem við höfum hér brotnar byggðir atvinnuleysi og fátækt. Umhverfið fengi að njóta vafans eins og það á alltaf að fá að gera með því að veiða þessar heimildir allar á handfærakróka. Flækjustig sjávarútvegs á Íslandi mun stór minnka sem gefur stjórnvöldum betri yfirsýn yfir hvernig fiskveiðikerfið vinnur. Ég skora hér með á þá stjórnmálamenn sem láta sér velferð þjóðarinnar að einhverju verða að efla strandveiðikerfið svo um munar og setja alla 5,3% heimildir þjóðarinnar til strandveiða , þjóðin á það skilið,byggðir landsins eiga það skilið og samfélögin þarfnast þess. Þjóðin hefur lengi kallað eftir því að hér verði til eitt öflugt strandveiðikerfi og nú hafiði tækifæri til þess.
Umsögn smábátafélagsins Hrollaugs á Höfn vegna frumvarps til laga um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða,nr.116/2006,með síðari breytingum (Atvinnu og byggðarkvótar o.fl. )
Inngangur
Frumvarp þetta er með öllu enn eitt villuljósið sem þjóðinni er boðið upp á og alls ekki hannað með almannahagsmuni í huga. Hér er á ferðinni enn eitt frumvarpið sem miðar að því að færa arðsemi sjávarútvegsauðlindarinnar frá þjóðinni og byggðunum í hendur stærstu handhafa aflaheimilda í landinu. Frumvarpið hvetur til áframhaldandi samþjöppunar aflaheimilda og tryggir sægreifum hámarks arðsemi í gegnum leiguframsalsrétt þeirra umfram aflaheimilda sem þeir hafa komist yfir í gegnum tíðina og veiða ekki sjálfir. Frumvarpið og byggðarkvótakerfið brýtur líklega samkeppnislög. Líklega hefur byggðarkvótakerfið brotið þau lög og reglur frá upphafi. Kominn er tími til að leggja byggðarkvótakerfið alfarið niður og nýta þær heimildir sem þar hafa verið settar til almennrar uppbyggingar í gegnum strandveiðikerfið sem er það kerfi sem þjóðin óskar sér en er vísvitandi svelt af aflaheimildum . Byggðakvótakerfið hefur verið annsi lengi við lýði en kerfið hefur ekki gert nokkurn skapaðan hlut fyrir þær byggðir sem fengið hafa til sín þær heimildir vegna þess að arðsemin í kerfinu er flutt í aðra vasa jafnvel áður en nýting byggðarkvótaheimildana er hafin. Talað er um innan þeirra byggða þar sem laxeldi er í uppbyggingu að hvert tonn af slátruðum laxi sé notað sem mótframlag við byggðarkvóta. Það er ekkert eðlilegt við að það ef það sé raunin og það þarf að kanna . Frumvarpinu er ætlað að tryggja handhöfum aflaheimilda og þeim sem ná að draga til sín arðsemi byggðarkvóta þennan fyrirsjáanleika til 6 ára og þar með halda þjóðinni og almannahag frá nýtingu sinna eigin auðlinda með mannsæmandi hætti í að minnsta kosti næstu 6 árin. Það sér hver maður hvers vegna 6 ár eru notuð því sjávarútvegsráðherra og ríkistjórnin reiknar ekki með að þeirra flokkar verði í ríkistjórn á næsta kjörtímabili heldur reiknar hann með að þau verði það eftir um það bil 6 ár og geti þá haldið áfram sérhagsmunum til heilla.Strandveiðikerfið er það kerfi þar sem almannahagsmunir liggja og enginn svokallaður sægreifi hefur komist með klærnar og puttana í til misnotkunar eða arðráns. Aldrei hefur ásókn til strandveiða verið meiri en 2020 sem sýnir þörf þjóðarinnar á eflingu kerfisins. Um 700 bátar stunduðu þessar veiðar 2020 og fjölguninni ber að fagna því það þýðir aukningu á störfum og mikins áhuga þjóðarinnar á því að hér verði eitt öflugt strandveiðikerfi með nægum heimildum almannahagsmunum til heilla. Strandveiðikerfið er almennt kerfi til uppbyggingar atvinnu allt í kringum landið og hefur sannað sig sem slíkt, kerfi sem virðir mannréttindi og kerfi sem veitir þjóðinni jafnt aðgengi að nýtingu sinna eigin auðlinda hvar á landinu sem þau búa en ekki bara einhverjum útvöldum sægreifum sem sjúga arðsemi auðlindarinnar burt úr byggðum landsins og frá þjóðinni og fara jafnvel með arðinn úr landi við firsta tækifæri. Það eru mannréttindi þjóðarinnar að hafa mannsæmandi nýtingarrétt á auðlindum sínum og mannréttindi og almannahagsmunir er það sem þeir sem kosnir eru til alþingis eiga að vera að vinna að og engu öðru. Það kemur ekki á óvart að í frumvarpi þessu er ætlun sjávarútvegsráðherra að koma í veg fyrir þá eflingu sem þjóðin hefur óskað eftir á strandveiðikerfinu allt í kringum landið og eru almannahagsmunir. Hans stefna virðist vera að draga alla arðsemi 5,3% hluta aflaheimilda sem ríkið heldur utan um til núverandi handhafa aflaheimilda.
Það kemur skýrt fram hver þjóðarviljinn er þegar kemur að strandveiðikerfinu. Vitnum við hér í skýrslu byggðarstofnunar á könnun „Útekt á stranveiðikerfinu haustið 2019“ á meðal strandveiðimanna og hagsmunaaðila. Þar kemur glöggt fram hvernig þjóðin vill nýta þær 5,3% heimildir sem ríkið hefur yfir að ráða. Þjóðin vill allar þessar heimildir til strandveiða vegna þess að það kerfi hefur aldrei verið elft með mannsæmandi hætti þó þjóðin óski eftir því á hverju einasta ári. Þörfin á eflingu strandveiðikerfisins liggur alveg ljós fyrir og það liggur alveg ljóst fyrir hvernig á gera það og hvernig þjóðin vill að kerfið verði úr garði gjört svo það virði mannréttindi og nýtist almannahag og byggðum landsins til fullnustu við atvinnuuppbyggingu allt í kringum landið þjóðinni og almannahag til heilla. Þjóðin vill fá hið mynnsta tryggða 48 róðradaga á ári og þjóðin á að fá allt árið til þess að nýta sína daga innan strandveiða svo að allir sem í því kerfi vilja starfa njóti sannmælis og að fiskur verði veiddur á þeirra heimaslóð þegar hann er þar, og þegar hann er sem verðmætastur fyrir land, byggðir og þjóð. Þannig tryggjum við hámarks verðmætsköpun við veiðarnar, dreifða nýtingu fiskimiða, öfluga atvinnuuppbyggingu og að arðurinn verður eftir í héraði hjá fólkinu sem þar býr í hinum dreifðu byggðum sem getur svo nýtt hann til áframhaldandi uppbyggingar á sinni heimaslóð.Öll lög um bætur frá þjóðinni til þeirra sem á aflaheimildum halda á að afnema eða hið mynnsta að hanna þannig að hafið verði yfir allan vafa að þjóðin sé ekki bótaskild til þeirra sem hafa yfir að ráða aflaheimildum eða bótaskild til þeirra sem telja sig eiga samkvæmt lögum að fá úthlutaðar heimildir sér til einkanota vegna einhverskonar ágalla í fiskveiðilögum. Bregðist fiskimið er það útgerðarmannsins að taka það áfall en þjóðin á ekki að þurfa koma með bætur handa viðkomandi útgerð en mætti koma með bætur til byggðarlaga í formi fjárstyrkja. Nægt er hið almenna áfall um brostinn fiskimið fyrir þjóðina þegar og ef svo ber til. Byggðarkvóti, sértækur byggðarkvóti, skelbætur, rækjubætur, hlutdeild til að bregðast við áföllum er ekkert annað en úr sér genging fiskveiðistjórn og sýnir að ekki er verið að hugsa um almannahag og mannréttindi heldur bara arðsemi einstakra sægreifa. Flækjustig fiskveiðikerfisins nær nýjum hæðum í frumvarpi þessu og gloppur og göt og hvatar munu sjá til þess að arðurinn verður allur dreginn frá byggðum landsins í vasa örfárra sægreifa. Halda á þjóðinni frá mannsæmandi nýtingu á sínum eigin auðlindum í stað þess að lýta til frábærrar frammtistöðu nágrannaríkja okkar t.d eins og í Noregi við nýtingu sinna auðlinda Norskri þjóð og almannahag þar til heilla.
Byggðarkvóti
Byggðarkvóti eða sértækur byggðarkvóti er ekki sá bjargvættur byggða sem nafnið gefur til kynna á að hann sé og hefur aldrei verið. Hann er villuljós eins og notað var fyrr á öldum til þess að villa um fyrir sæfarendum og koma þeim í strand. Það er vegna þess að arðsemin úr þessu kerfi rennur allur í sömu hendurnar. Hendur núverandi sægreifa,stórútgerða og þeirra sem á aflaheimildum þjóðarinnar halda. Fjölmörg dæmi eru um að byggðarkvóti sé veiddur og unnin af útgerðarrisum í kringum landið en fer ekki til þeirra sem raunverulega þurfa á honum að halda. Jafnvel veiddur af togurum og netabátum á sem óumhverfisvænansta máta sem hugsast getur. Byggðarkvótinn hefur skapað hér mjög óheilbryggt umhverfi innan fiskveiðistjórnunarkerfisins.Byggðarkvótakerfið er það sem heldur uppi eftirspurn á leigukvóta af kvótagreifum og þar með mjög háu leiguverði aflaheimilda í landinu. Ef þú átt ekki kvóta þarft þú að leigja til þín 2 til 3 tonn af þorski á móti hverju tonni sem þú færð í byggðarkvóta. Þannig rennur arðurinn úr byggðarkvótakerfinu og byggðunum til sægreifa í formi leigutekna sem búa yfirleitt ekki i hinum brotnu byggðum. Arðsemin er soguð út úr kerfinu strax þegar sægreifinn fær sitt háa verð sem leigusali aflaheimilda. Það myndast hvati í fiskveiðikerfinu fyrir sægreifa að þjappa saman aflaheimildum og komast yfir meira afheimildir en þeir þurfa til eigin veiða vegna þess að mikil eftirspurn er eftir því að leigja af þeim heimildirnar á háu verði til að kvótalausir geti fengið byggðarkvóta á móti leigðum heimildum. Verð á leigðum heimildum hækkar og lítið sem ekkert fæst fyrir að veiða þær fyrir það eitt að fá byggðarkvóta á móti.Þeir sem eiga aflaheimildir þurfa ekki að leigja til sín heimildir af sægreifum heldur velja sér bara löndunarhöfn þar sem lýklegt er að mikils byggðarkvóta sé að vænta á móti sínum eigin og taka svo alla arðsemi úr byggðunum heim til sín hvar í heiminum sem þeir búa.Arðurinn fer allur úr byggðarlaginu og heim til sægreifans þar sem hann býr og ekki svo mikið til hinna brotnu byggða. Allt er þetta á sömu höndina, sægreifinn græðir en aðrir ekki.Innbyggði hvatinn sem búin er til með byggðarkvótakerfinu til þess að leigja af sægreifum eru mörg þúsundir tonna af þorski á ári og þetta drífur leigumarkað með aflaheimildir á Íslandi af sægreifum sem eiga orðið miklu meira af heimildum en þeir þurfa til eigin veiða og þar með talið leiguverð á þeim. Arðurinn fer til sægreifans sem býr bara þar sem hann vill í heiminum og leigir frá sér aflaheimildirnar en verður ekki eftir í byggðarlaginu eins og villuljósið gefur til kynna. Meðal annars vegna þessa sem upp er talið mun byggðarkvótinn aldrei hjálpa þessum byggðum vegna þess að arðseminn er tekinn burt af staðnum jafn óðum af fólki sem ekki er með fasta búsetu á svæðinu. Engin arðsemi verður eftir í byggðunum og þess vegna eru þessar brotnu byggðir alltaf brotnar byggðir því engin arðsemi innan byggðarlagsins þýðir engin raunveruleg uppbygging innan byggðarlagsins.
Stenst byggðarkvótakerfið samkeppnislög ?
Spurning er hvort byggðarkvóti standist samkeppnislög. Það verður að fá úr því skorið hjá samkeppniseftirlitinu strax. Ef ekki mun þjóðin krefjast þess og leita sjálf til viðkomadi yfirvalda til að fá úr því skorið. Þeir sem fá úthlutaðan byggðarkvóta halda uppi eftirspurn eftir leigðum aflaheimildum í fiskveiðikerfinu af útgerðarmönnum sem eru komnir með allt of mikið af heimildum en þeir nota sjálfir til eigin veiða. Allt í kringum landið eru svo kvótalausar útgerðir sem þurfa að leigja til sín aflaheimildir á allt of háu verði vegna eftirspurnar frá útgerðum sem leigja til sín aflaheimildir og fá byggðarkvóta á móti þeim heimildum. Þetta veldur því að sá sem gerir út kvótalausan bát og fær ekki byggðarkvóta stendur ekki jafnfætis þeim sem gerir út kvótalausan bát og fær byggðarkvóta þegar aflaheimildir eru leigðar á almennum markaði. Þannig er samkeppni um leigðar aflaheimildir skökk og þeim sem fær byggðarkvóta veitt samkeppnisforskot á að leigja til sín aflaheimildir vegna þess að hann fær byggðarkvóta á móti þeim heimildum en hinn aðilinn ekki. Verðið á leigu heimildum spennist upp úr öllu valdi og er svona hátt sem það er vegna mikillar eftirspurnar frá útgerðum sem þiggja byggðarkvóta .Ef byggðarkvóti væri hér ekki stæðu allir kvótalausar útgerðir jafnfætis samkeppnislega þegar þær leigja til sín aflaheimildir af sægreifum og verð á leigðum heimildum myndi lækka gríðarlega. Sé þetta brot á samkeppnislögum sem það lýtur út fyrir að vera þá er þetta alvarlegt brot. Kanna þarf líka hvort brögð hafi verið á því að handhafar byggðarkvóta hafi náð að leigja hann frá sér í stað þess að veiða hann og landa í þeim byggðum sem honum var ætlað.
Vinnsla á byggðarkvóta heima í héraði .
Skilirt er að byggðarkvóti og heimildir á móti byggðarkvóta sé unnið í fiskvinnlum á þeim stöðum þar sem byggðakvóta er úthlutað en þó með hugsanlegum undantekningum. Hefur það verið raunin í nýtingu byggðarkvótans? Áður en sett eru lög og reglur um hvernig skuli vinna þann afla sem úr byggðarkvótakerfinu kemur þarf að liggja skýrt fyrir hvað sé fiskvinnsla og hvað ekki og hvernig við ætlum að skapa virðisauka í sjávarútvegsauðlind okkar.
Hvað er fiskvinnsla ?
Skilgreina þarf hvað sé fiskvinnsla og hvað ekki.
· Er það fiskvinnsla ef fiskur er tekinn úr bát og honum keyrt í gegnum einar dyr á fiskvinnsluhúsi og út um aðrar?
· Er nóg að slægja fisk inni í húsi til að kalla það fiskvinnslu?
· Er nóg að ísa yfir landaðan fisk inni í fiskvinnsluhúsi til að það kallist fiskvinnsla?
Nei það er ekki nóg, allt þetta er hægt að gera um borð í þeim bátum sem veiða fiskinn og slægja hann þar. Kallast þeir bátar sem koma með slægðan fisk í land fiskvinnslubátar ?
Fiskvinnsla er matvælavinnsla sem hlýtur að hafa það að markmiði að hámarka virði þess hráefnis sem í gegnum vinnsluna fer.Það þarf að setja sem algjört skilirði að að allar þær fiskvinnslur sem taka á móti byggðarkvóta fullvinni fiskinn heima í héraði svo að verðmætin og virðisaukinn verði eftir þar. Annað er sóun á verðmætasköpunarmöguleikum byggðana og þjóðarinnar og tækifærum hina brotnu byggða til þess að skapa sér störf og arðsemi úr byggðarkvótanum til áframhaldandi uppbyggingar. Fiskur fer í gegnum mismunandi virðisaukandi ferla á leið sinni í gegnum fiskvinnslur og þeim mun fleiri virðisaukandi ferlar sem fiskurinn fer í gegnum í vinnslunum þeim mun meiri arðsemi er að vænta af hverjum og einum veiddum fiski. Lokaafurðin á alltaf að vera tilbúin afurð á disk neytendans svo að ekki verði eftir ónýttir virðisaukandi ferlar til þess að auka virði afurðana sem jafnvel er gert í vinnslum einhverstaðar úti í heimi. Í raun og veru ætti hér að setja lög í landinu á allan fisk sem veiddur er hér við land að hann meigi ekki fara úr landinu nema sem fullunnin vara. Þannig verður virðisaukinn eftir hér á landi en ekki búin til handa öðrum þjóðum til að skapa sér. Þannig hámörkum við arðsemi á nýtingu á okkar eigin auðlindum landi og þjóð til mikillar heilla. Þekking og reynsla þarf að vera til staðar allt í kringum landið til þess að framkvæma þetta, og ekki síst þarf að vera til þekking á þeim ferlum afurðana sem ekki skapa virðisauka í vörurnar og þeim ferlum þarf að útrýma á sama tíma svo að þeir ferla éti ekki upp alla arðsemi í virðisaukandi ferlum vörunar. Arðbær fiskvinnsla er nefninlega ekki sjálfgefin, eins og reynslan hefur sýnt okkur Íslendinum í gegnum okkar sögu.
Hverjir manna svo þessi störf?
Skilirði ætti að setja á allar þær byggðir sem ætlaður er byggðarkvóti að fólk með fasta búsetu á staðnum vinni við veiðar og vinnslu byggðarkvótans og eigi með öllu þær vinnslur og skip sem notuð eru við veiðar og vinnslu innan hérðsins. Annars er þetta bara ætlað núvernandi sægreifum til að mjólka arðsemina burtu af svæðinu sem það gerir í núverandi mynd. Fáist heimamenn ekki til þess þá þarfnast byggðin ekki byggðarkvótans. Fjölmörg dæmi eru um að sett sé upp einskonar fiskvinnsla þar sem fiskur fer í gegn, jafnvel í sama formi og hann kemur upp úr skipi. Fiskurinn er alls ekki fullunnin og tilbúin á disk neytenda í þessum byggðum og nánast enginn heimamaður vinnur hvorki veiðarnar né vinnslurnar og fæst ekki til þess. Flytja þarf inn aðkomufólk á staðina til þess að manna þessi störf því heimamenn annað hvort vilja ekki vinna við þetta eða eru bara í öðrum störfum. Það skapar engin verðmæti innan héraðs að flytja inn aðkomufólk til þess að starfa við veiðar og vinnslu á byggðarkvóta á skipum og í vinnslum sem eru jafnvel ekki í raunverulegri eigu raunverulegra heimamanna. Sama sagan, arðsemin fer eitthvað annað en til hinna brotnu byggða. Fyrir hvern er þetta þá gert? Þetta er nefninlega sér hannað kerfi fyrir núverandi handhafa aflaheimilda „sægreifa „ til þess að sjúga til sín alla mögulega arðsemi sem byggðarkvótinn gæti skilað viðkomandi byggðum. Raunverulegar fiskvinnslur sem vinna fisk í gegnum alla þá ferla sem hámarka vermæti hans þurfa ekki að vera í hverju þorpi á Íslandi, þær eiga bara að vera þar sem mannauður til þess er, þekking og reynsla er til staðar. Veiðarnar geta hinsvegar verið stundaðar allstaðar þar sem fiskur gengur allt í kringum landið og allir staðir í kringum landið liggja vel við fiskimiðum en fiskimiðin eru arðbær á mismunandi tímum eftir svæðum.
Það liggur algerlega fyrir að byggðarkvótakerfið er ekki að skila byggðum þeim ávinningi og arðsemi sem það ætti að gera. Byggðarkvótakerfið er pólitíst kerfi sem auðvelt er að misnota og það er gert. Slík kerfi eiga ekki að eiga heima innan auðlindanýtingar Íslendinga og það eru ekki almannahagsmunir að slíkt kerfi sé við lýði innan fiskveiðistjórnunar Íslendinga.Arðsemin fer öll annað og mest í hendur þeirra sem nú þegar halda á miklum aflaheimildum og til þeirra sem skapa aukið virði í þær afurðir sem úr byggðarkvóta koma sem oftar en ekki er skapað í öðrum löndum en á Íslandi . Þetta kerfi á að leggja niður strax og allar heimildir innan þess að vera settar í strandveiðikerfið sem hefur sínt sig sem kerfi sem skapar störf innan héraðana sem unnin eru af heimafólki byggðana og eflir þær. Enginn sægreifi tekur arðsemina úr strandveiðikerfinu heldur verður hún eftir heima í héraði til áframhaldandi uppbyggingar.Fiskvinnslur verða til á þeim stöðum þar sem það er hagkvæmt. Það tekur tíma að byggja upp byggðir í kringum landið og það gerist ekki nema arðurinn verði eftir í byggðunum.
Brotnar byggðir
Skilgreina þarf hvað er brotin byggð og hvað ekki með raunsæum hætti. Fjöldi íbúa í hverri byggð hefur ekkert um það að segja hvort byggð sé brotin eða ekki. Það eru atvinnuleysistölur hverrar byggðar sem gefur raunverulega þá stöðu sem byggðin er í. Það er að segja raunverulegar atvinnuleysistölur á fólki sem leitar sér vinnu en finnur hana ekki að frádregnum þeim sem eru atvinnulausir af því þeir nenna ekki að vinna.Ef byggðir liggja þétt saman eins og víða þá stundar fólk atvinnu jafnvel í næsta byggðarlagi við sína heimabyggð sem er bara gott mál.Vegalengdirnar sem fólk ferðast til vinnu eru oftar en ekki styttri sem þetta fólk ferðast en það fólk sem stundar atvinnu innan höfuðborgarsvæðisins. Brottnar byggðir þarf að skilgreina upp á nýtt svo hafið sé yfir allan vafa hvað sé brotin byggð og hvað ekki.
Fiskmarkaðir
Fiskmarkaðir er það eina sem gefur rétta verðmyndun á veiddu sjávarfangi. Allur fiskur sama úr hvaða kerfi hann er veiddur í ætti að skylda til þess að vera settur á frjálsan fiskmarkað. Þannig myndast réttur samkeppnisgrundvöllur fyrir fiskvinnslur um veitt sjávarfang. Hæsta mögulega verð verður alltaf greitt til skipa en ekki fyrirfram ákveðin verð sem erfitt er að sjá í gegnum. Allt sjávarfang sem fer svo í gegnum þessa markaði á svo að vera selt til fullvinnslu á afurðum innanlands og það sem fullbúin vara með hámarks virðisauka út úr landinu. Þannig sköpum við hámarks arðsemi á auðlindir okkar. Störf á fiskmörkuðum í kringum landið eru líka fjölmörg sem myndu aukast en meira ef allur fiskur færi á markað. Á hverju ári þá fer minna og minna af sjávarfangi í gegnum markaðina sem getur ekki talist eðlileg þróun ef við miðum okkur við eðlilegt markaðshagkerfi. Allan fisk á markað og síðan í fullvinnslu innanlands ætti að vera takmark hverrar þjóðar sem vill hámarka virði sinna eigin auðlinda og tryggja eðlilega samkeppni innanlands um hráefni til fullvinnslu.
Varasjóður með aflaheimildir
Hér er enn ein leiðin sem mun draga arðsemina beint til einstakra sægreifa hvar sem þeir búa.Nú er ríkið að veita einkafyrirtækjum fleiri milljarða í aðstoð vegna kreppuástands í heiminum. Í stað þess að hafa hér í frumvarpi þessu aflaheimildir sem varasjóð sem mun bara enda í vösum sömu handhafa aflaheimilda í dag eins og í byggðarkvótakerfinu á ríkið að setja beinharða styrki til byggða þessa lands sem orðið hafa fyrir áföllum. Ríkið réttlætir að moka skattpeningum inn í einkafyrirtæki vegna kreppuástands í dag. Það er enþá meiri réttlæting fólgin í því að setja þessa peninga beint inn í þær byggðir sem orðið hafa fyrir áföllum . Þar munu þeir raunverulega nýtast samfélögum til atvinnuubyggingar en ekki einstaka hluthöfum einkafyrirtækja eins og gert er í dag.
Það að ætla að nota til þess aflaheimildir er villuljós fyrir þjóðina þar sem allur arður þess varasjóðs mun renna í hendur handhafa aflaheimilda en ekki til hinna dreifðu byggða.
Umhverfisvænar veiðar
Allar heimildir 5,3% hluteildar ríkisins ættu að vera nýttar á sem umhverfisvænasta hátt fyrir land og þjóð og heimsbyggðina alla.Umhverfisvænustu veiðar sem stundaðar eru á Íslandi eru handfæraveiðar og þær veiðar eru einmitt skilirði innan strandveiðikerfisins . Þegar bátur stundar handfæraveiðar hefur hann slökkt á vélum skipsins og notar eingöngu rafmagn til veiðana. Vélarafl nýtir bátur á handfæraveiðum einungis til að koma sér til og frá höfn eða milli veiðisvæða. Langsamlega mesti tíminn af róðri hvers báts fer í veiðarnar sjálfar þar sem ekki er brenndur einn einasti líter af olíu. Þess má líka geta að við handfæraveiðar verður ekki mikil mengun til af veiðarfærum t.d eins og af heilu trolli sem eftir verður á hafsbotni,eða togveiðum sem skemma sjávarbotn. Línum eða drauganetum sem slitna niður og nást ekki upp sem drepa allan þann fisk þann tíma sem þau eru töpuð í sjó sem getur skipt áratugum. Nú ber ríkistjórnin sér reglulega á brjóst hversu umhverfisvæn hún er og hversu Ísland sé framarlega í loftslagsmálum og aðgerðum til að draga úr loftslagsmengun. Með því að setja allar heimildir innan 5,3% aflaheimilda ríkisins til strandveiða mun vera tyggt að þessar heimildir verði nýttar á sem umhverfisvæansta hátt sem mögulegt er að gera. Almannahag til heilla. Þá gæti Íslensk stjórnvöld sannarlega byrjað að berja sér á brjóst sem umhverfisvæn þjóð.
Öflugt Strandveiðikerfið. Kerfið sem þjóðin óskar eftir.
Það liggur alveg ljóst fyrir í frumvarpi þessu að sjávarútvegráðherra ætlar að koma fram skemmdarverkum á strandveiðikerfinu þvert á óskir og vilja þjóðarinnar og þar með gegn almannahagsmunum. Miðað við heimildir sem ætlaðar eru í pottana á yfirstandandi fiskveiðiári hefðu þorskheimildir til strandveiða samkvæmt frumvarpinu orðið 9.274 tonn, en ekki 10.000 tonn eins og var 2020 og dugði ekki. Frumvarpið gerir ráð fyrir að veiðikerfi strandveiða verði breytt og og það verði eins og það var árið 2017. Aflaheimildum skipt milli landsvæða og á tímabil. Veiðar stöðvaðar innan tímabila þegar heimildum hefur verið náð.Þá er veiði hvers leyfishafa takmörkuð við 12 daga í hverjum mánuði en það var ekki takmarkað þannig 2017. Ráðherra getur breytt veiðisvæðum eftir eigin hentugleika! Ekkert er um það í lögunum hvernig veiðisvæðin muni líta út. Hvaða aðferðarfræði á að nota þegar áætla á aflamagn á hvert svæði.Eina sanngjarna og rétta aðferðarfræðin er auðvitað að notast engöngu við fjölda báta á hverju veiðisvæði og ekkert annað til að njóta sannmælis og jafnræðis. Hvað á að gera við heimildir sem myndu brenna inni ef einhver svæði næðu ekki heimildum sínum innan svæðana.Þetta eru ekki þær breytingar sem þjóðin hefur óskað eftir á strandveiðikerfinu heldur ganga þær beint gegn þeim. Þetta fer beint gegn þörfum byggða og almannahagsmunum sem eru hið minnsta 48 dagar á bát allt fiskveiðiárið eins og svo eft hefur komið fram. Þessi skemmdarverk á almannahagsmunum ætlar sjávarútvegráðherra að festa í sessi næstu 6 árin eða svo. Það er niðurskurður á heimildum til strandveiða í frumvarpi þessu en ekki aukning eins og þjóðin hefur óskað svo lengi eftir og þarnast.. Allar heimildir sem brenna inni innan 5,3% heimilda ríkisins eiga að renna til byggðarkvóta, villuljóss í íslenskum sjávarútvegi. Það kemur ekki á óvart því það kerfi er hannað fyrir núverandi handhafa aflaheimilda til að sjúga arðsemina burt frá fólkinu og byggðunum.Frumvarpið miðar að því að færa þróun strandveiða til baka í fyrra horf sem er ekki það sem þjóðin óskar sér, „sjá könnum byggðarstofnunar um strandveiðikerfið“ sem framkvæmd var á meðal strandveiðimanna og hagsmunaaðlia árið 2019. Könnunin gefur skýrt til kynna þarfir þjóðarinnar á öflugu strandveiðikerfi og hvernig best sé að það sé hannað almannahagsmunum til heilla og þannig að það nýtist öllum landshlutum á sem bestan og hagkvæmasta hátt fyrir land og þjóð. Í könnuninni kemur fram að það þurfi að tryggja hverjum einasta bát hið mynnsta 48 daga til róðra á ári og að þessa daga megi nýta þegar strandveiðisjómaðurinn kýs sjálfur að gera það eins og gert er í öðrum fiskveiðikerfum Það eru almannahagsmunir og sjálfsögð mannréttindi að fólkið í landinu hafi almennilegt aðgengi og góð tækifæri til þess að nýta sína eigin auðlind til atvinnuuppbyggingar. Strandveiðikerfið er trúlega eitt það allra besta sem komið hefur inn í Íslenskan sjávarútveg núna á síðari árum enda skref í átt að mannréttindum og sanngirnis þjóðinni til heilla. Það sýnir sig á hverju ári þegar um 700 strandveiðibátar halda til veiða hve eftirspurnin hjá þjóðinni er mikil eftir því að vinna í því kerfi. Kerfið er dreift allt í kringum landið, líka til hinna brotnu byggða. Enginn sægreifi getur misnotað kerfið og arðsemi veiðana verður öll eftir í heimabyggð, atvinnuuppbyggingu,almannahag og umhverfinu til heilla. Þetta er kerfið sem á að fá allar 5,3% heimildir sem ríkið hefur yfir að ráða til þess að þær verði nýttar almannahag til heilla og á sem umhverfisvænasta hátt en renni ekki til núverandi handhafa aflaheimilda sem draga arðsemina burt úr byggðunum. Séu heimildir innan 5,3% heimilda ríkisins meiri en geta strandveiðiflotans til að veiða á 48 róðrum á bát yfir árið á að auka við dagafjöldan þannig að heimildirnar verði allar nýttar til strandveiða og munu þá veiðidagarnir verða fleiri en 48 . Oft hafa þingmenn og ráðherrar verið að skíla sér á bak við það að heimildir séu ekki fullnýttar innan kerfisins. Það skal heldur engan undrast hvers vegna það geti gerst. Í firsta lagi eru smábátar mjög háðir veðurfari en veðurfar er ekki mannana verk og ætti því að vera eina breytan sem stýrir því hvenar hægt er að róa. Nei kerfið er svo niður njörfað að það er beinlínist séð til þess með öllum þeim reglum innan kerfisins og takmörkunum að ekki náist alltaf að veiða það litla sem til er ætlað til veiðana. Hvers vegna skildi þjóðinni gert svona erfitt fyrir? Eru það almannahagsmunir sem valda þvi. Nei aldeilis ekki! Þarna er verið að ganga erinda þeirra sem vilja ekki að þjóðin geti fengið mannsæmandi rétt á nýtingu sinna eigin auðlinda. Íslensk þjóð horfir löngunaraugum til nágranna ríkja okkar eins og t.d Noregs hvernig þeir virða mannréttindi og almannahagsmuni með því að veita sinni þjóð þann rétt sem hún á til þess að nýta sína eigin auðlind sjálf. Þar er nýliðun og atvinnusköpun í sjávarútvegi mikil og það er vegna þess að tækifærin eru mikil innan þeirrar fiskveiðistjórnunarkerfis fyrir hvern sem er að hefja þar útgerð og meira að segja stórútgerð Noregs styður þá stefnu því siðferði þeirra er svo langt um ofar en siðferði hins Íslenska sægreifa og stjórnmálamanna. Einfalda á með öllu hvernig farið er með 5,3% heimildir þjóðarinnar sem ríkið heldur utan um og veita þeim inn í eitt einfalt kerfi sem eru strandveiðar og þar á allur fiskur að fara á almennan fiskmarkað. Það er það kerfi sem skilar almannahag mestum hagsmunum því það kerfi býr til raunveruleg störf í kringum landið,býr til raunveruleg tækifæri sem ekki er hægt að misnota og skilur arðsemina eftir hjá raunverulegum íbúum byggðana allt í kringum landið. Fiskvinnslur munu rísa þar sem það verður hagkvæmt og arðurinn verður eftir en ekki bara settar upp sem sýndarvinnsla til þess að fá til sín byggðarkvóta. Allur fiskur á að fara á fiskmarkað og þaðan í áframhaldandi fullvinnslur allt í kringum landið.
Svona á strandveiðikerfi íslenskrar fiskveiðiþjóðar að vera.
· Allar heimildir 5,3% hlutans renni til strandveiða. Aðeins eitt kerfi verði sem noti þær almannahag, atvinnusköpun, umhverfinu, nýliðun og hinum dreifðu byggðum til heilla.
· Koma þarf algjörlega í veg fyrir að innan strandveiðikerfisins séu aðilar að gera út báta sem þeir róa ekki á sjálfir því strandveiðikerfið á að vera fyrir þá sem vilja róa sjálfir á sínum eigin bátum.
· Einn bátur, í öllum tilfellum sannarlegur og raunverulegur eigandi hans um borð.
· Allir dagar eiga að vera veiðidagar eins og í öðrum kerfum.
· Engin bátur hættir á strandveiðum nema hann óski þess sjálfur eða klári hið mynnsta sína 48 daga á veiðum.
· Fjölga á svo dögum ofan á 48 daga ef strandveiðibátar klára ekki að veiða upp þær 5,3% heimildir sem ætlaðr eru á 48 dögum eða þær heimildi settar ofan á dagafjölda næsta fiskveiðiárs.
· Hægt verði að færa heimildir úr 5,3% heimilda ríkisins á milli fiskveiðiára í sama hlutfalli og úr öðrum fiskveiðikerfum.
· Aflaþak á dag í þorski má vera það sama og er í núverandi strandveiðikerfi að undanskildum Ufsa sem á að vera algerlega frjáls vegna vanýtingar hans innan fiskveiðikerfisins almennt.
· Aflaverðmæti ufsa renni 100% til útgerðar og af honum séu greidd veiðigjöld í samræmi við aðra útgerðarflokka
· Rúllufjöldi má vera 4 handfærarúllur eins og verið hefur.
· Auka á veiðigjald þjóðarinnar á nýtingu auðlindarinnar jafnt á strandveiðar og öðrum kerfum svo allir, hvar sem þeir eru í þjóðfélaginu muni njóta arðsemi auðlindanna.
· Strandveiðikerfið á að vera opið allt árið svo að samfélögin allt í kringum landið geti nýtt sín heimamið þegar verðmætur fiskur er á þeim svæðum.
Þetta er strandveiðikerfið sem þjóðin á skilið og er almannahaga til heilla og þjóðin kallar eftir. Atvinnuuppbygging mun hefjast um allt land og störf og arðsemi mun verða eftir í öllum byggðum í kringum landið sem er það sem við hljótum að vilja þjóð okkar. Mannréttindi munu verða virt og tækifæri þjóðrarinnar til nýtingu sinna eigin auðlinda (Lífsbjörgin) mun verða raunverulegt. Nýliðun í útgerð mun stóraukast og núverandi og komandi kynslóðum mun verða kleift að halda áfram atvinnubyggingu í sinni heimabyggð þjóðinni allri til heilla. Sátt mun skapast um fiskveiðistjórnunarkerfið á meðal þjóðarinnar og komani kynslóðum verður gert kleift að nýta sér lífsbjörgina allt í kringum landið með raunverulegu og sanngjörnu tækifæri kjósi það að gera það. Staðreyndin er þessi, almannahagsmunir og vilji krefst þess að búið verið til eitt öflugt strandveiðikerfi með þeim aflaheimildum sem ríki hefur yfir að ráða en þær ekki nýttar til áframhaldandi arðsemis þjófnaðar frá almenningi og byggðum allt í kringum landið af örfáum sægreifum. Fólkið í landinu býr við fordæmalausan ójöfnuð þegar kemur að nýtingu sinna eigin auðlinda og tækifæra í sjávarútvegi. Það er einmitt vegna þess sem við höfum hér brotnar byggðir atvinnuleysi og fátækt. Umhverfið fengi að njóta vafans eins og það á alltaf að fá að gera með því að veiða þessar heimildir allar á handfærakróka. Flækjustig sjávarútvegs á Íslandi mun stór minnka sem gefur stjórnvöldum betri yfirsýn yfir hvernig fiskveiðikerfið vinnur. Ég skora hér með á þá stjórnmálamenn sem láta sér velferð þjóðarinnar að einhverju verða að efla strandveiðikerfið svo um munar og setja alla 5,3% heimildir þjóðarinnar til strandveiða , þjóðin á það skilið,byggðir landsins eiga það skilið og samfélögin þarfnast þess. Þjóðin hefur lengi kallað eftir því að hér verði til eitt öflugt strandveiðikerfi og nú hafiði tækifæri til þess.
Fyrir Hönd Smábátafélagsins Hrollaugs á Hornafirði
Vigfús Ásbjörnsson Formaður
B.S. í Virðiskeðjustjórnun og Ferlahagfræði Via University í Danmörku.
Snæbjörn Sigurgeirsson 2301586069
Umsögn smábátafélagsins Hrollaugs á Höfn vegna frumvarps til laga um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða,nr.116/2006,með síðari breytingum (Atvinnu og byggðarkvótar o.fl. )
Inngangur
Frumvarp þetta er með öllu enn eitt villuljósið sem þjóðinni er boðið upp á og alls ekki hannað með almannahagsmuni í huga. Hér er á ferðinni enn eitt frumvarpið sem miðar að því að færa arðsemi sjávarútvegsauðlindarinnar frá þjóðinni og byggðunum í hendur stærstu handhafa aflaheimilda í landinu. Frumvarpið hvetur til áframhaldandi samþjöppunar aflaheimilda og tryggir sægreifum hámarks arðsemi í gegnum leiguframsalsrétt þeirra umfram aflaheimilda sem þeir hafa komist yfir í gegnum tíðina og veiða ekki sjálfir. Frumvarpið og byggðarkvótakerfið brýtur líklega samkeppnislög. Líklega hefur byggðarkvótakerfið brotið þau lög og reglur frá upphafi. Kominn er tími til að leggja byggðarkvótakerfið alfarið niður og nýta þær heimildir sem þar hafa verið settar til almennrar uppbyggingar í gegnum strandveiðikerfið sem er það kerfi sem þjóðin óskar sér en er vísvitandi svelt af aflaheimildum . Byggðakvótakerfið hefur verið annsi lengi við lýði en kerfið hefur ekki gert nokkurn skapaðan hlut fyrir þær byggðir sem fengið hafa til sín þær heimildir vegna þess að arðsemin í kerfinu er flutt í aðra vasa jafnvel áður en nýting byggðarkvótaheimildana er hafin. Talað er um innan þeirra byggða þar sem laxeldi er í uppbyggingu að hvert tonn af slátruðum laxi sé notað sem mótframlag við byggðarkvóta. Það er ekkert eðlilegt við að það ef það sé raunin og það þarf að kanna . Frumvarpinu er ætlað að tryggja handhöfum aflaheimilda og þeim sem ná að draga til sín arðsemi byggðarkvóta þennan fyrirsjáanleika til 6 ára og þar með halda þjóðinni og almannahag frá nýtingu sinna eigin auðlinda með mannsæmandi hætti í að minnsta kosti næstu 6 árin. Það sér hver maður hvers vegna 6 ár eru notuð því sjávarútvegsráðherra og ríkistjórnin reiknar ekki með að þeirra flokkar verði í ríkistjórn á næsta kjörtímabili heldur reiknar hann með að þau verði það eftir um það bil 6 ár og geti þá haldið áfram sérhagsmunum til heilla.Strandveiðikerfið er það kerfi þar sem almannahagsmunir liggja og enginn svokallaður sægreifi hefur komist með klærnar og puttana í til misnotkunar eða arðráns. Aldrei hefur ásókn til strandveiða verið meiri en 2020 sem sýnir þörf þjóðarinnar á eflingu kerfisins. Um 700 bátar stunduðu þessar veiðar 2020 og fjölguninni ber að fagna því það þýðir aukningu á störfum og mikins áhuga þjóðarinnar á því að hér verði eitt öflugt strandveiðikerfi með nægum heimildum almannahagsmunum til heilla. Strandveiðikerfið er almennt kerfi til uppbyggingar atvinnu allt í kringum landið og hefur sannað sig sem slíkt, kerfi sem virðir mannréttindi og kerfi sem veitir þjóðinni jafnt aðgengi að nýtingu sinna eigin auðlinda hvar á landinu sem þau búa en ekki bara einhverjum útvöldum sægreifum sem sjúga arðsemi auðlindarinnar burt úr byggðum landsins og frá þjóðinni og fara jafnvel með arðinn úr landi við firsta tækifæri. Það eru mannréttindi þjóðarinnar að hafa mannsæmandi nýtingarrétt á auðlindum sínum og mannréttindi og almannahagsmunir er það sem þeir sem kosnir eru til alþingis eiga að vera að vinna að og engu öðru. Það kemur ekki á óvart að í frumvarpi þessu er ætlun sjávarútvegsráðherra að koma í veg fyrir þá eflingu sem þjóðin hefur óskað eftir á strandveiðikerfinu allt í kringum landið og eru almannahagsmunir. Hans stefna virðist vera að draga alla arðsemi 5,3% hluta aflaheimilda sem ríkið heldur utan um til núverandi handhafa aflaheimilda.
Það kemur skýrt fram hver þjóðarviljinn er þegar kemur að strandveiðikerfinu. Vitnum við hér í skýrslu byggðarstofnunar á könnun „Útekt á stranveiðikerfinu haustið 2019“ á meðal strandveiðimanna og hagsmunaaðila. Þar kemur glöggt fram hvernig þjóðin vill nýta þær 5,3% heimildir sem ríkið hefur yfir að ráða. Þjóðin vill allar þessar heimildir til strandveiða vegna þess að það kerfi hefur aldrei verið elft með mannsæmandi hætti þó þjóðin óski eftir því á hverju einasta ári. Þörfin á eflingu strandveiðikerfisins liggur alveg ljós fyrir og það liggur alveg ljóst fyrir hvernig á gera það og hvernig þjóðin vill að kerfið verði úr garði gjört svo það virði mannréttindi og nýtist almannahag og byggðum landsins til fullnustu við atvinnuuppbyggingu allt í kringum landið þjóðinni og almannahag til heilla. Þjóðin vill fá hið mynnsta tryggða 48 róðradaga á ári og þjóðin á að fá allt árið til þess að nýta sína daga innan strandveiða svo að allir sem í því kerfi vilja starfa njóti sannmælis og að fiskur verði veiddur á þeirra heimaslóð þegar hann er þar, og þegar hann er sem verðmætastur fyrir land, byggðir og þjóð. Þannig tryggjum við hámarks verðmætsköpun við veiðarnar, dreifða nýtingu fiskimiða, öfluga atvinnuuppbyggingu og að arðurinn verður eftir í héraði hjá fólkinu sem þar býr í hinum dreifðu byggðum sem getur svo nýtt hann til áframhaldandi uppbyggingar á sinni heimaslóð.Öll lög um bætur frá þjóðinni til þeirra sem á aflaheimildum halda á að afnema eða hið mynnsta að hanna þannig að hafið verði yfir allan vafa að þjóðin sé ekki bótaskild til þeirra sem hafa yfir að ráða aflaheimildum eða bótaskild til þeirra sem telja sig eiga samkvæmt lögum að fá úthlutaðar heimildir sér til einkanota vegna einhverskonar ágalla í fiskveiðilögum. Bregðist fiskimið er það útgerðarmannsins að taka það áfall en þjóðin á ekki að þurfa koma með bætur handa viðkomandi útgerð en mætti koma með bætur til byggðarlaga í formi fjárstyrkja. Nægt er hið almenna áfall um brostinn fiskimið fyrir þjóðina þegar og ef svo ber til. Byggðarkvóti, sértækur byggðarkvóti, skelbætur, rækjubætur, hlutdeild til að bregðast við áföllum er ekkert annað en úr sér genging fiskveiðistjórn og sýnir að ekki er verið að hugsa um almannahag og mannréttindi heldur bara arðsemi einstakra sægreifa. Flækjustig fiskveiðikerfisins nær nýjum hæðum í frumvarpi þessu og gloppur og göt og hvatar munu sjá til þess að arðurinn verður allur dreginn frá byggðum landsins í vasa örfárra sægreifa. Halda á þjóðinni frá mannsæmandi nýtingu á sínum eigin auðlindum í stað þess að lýta til frábærrar frammtistöðu nágrannaríkja okkar t.d eins og í Noregi við nýtingu sinna auðlinda Norskri þjóð og almannahag þar til heilla.
Byggðarkvóti
Byggðarkvóti eða sértækur byggðarkvóti er ekki sá bjargvættur byggða sem nafnið gefur til kynna á að hann sé og hefur aldrei verið. Hann er villuljós eins og notað var fyrr á öldum til þess að villa um fyrir sæfarendum og koma þeim í strand. Það er vegna þess að arðsemin úr þessu kerfi rennur allur í sömu hendurnar. Hendur núverandi sægreifa,stórútgerða og þeirra sem á aflaheimildum þjóðarinnar halda. Fjölmörg dæmi eru um að byggðarkvóti sé veiddur og unnin af útgerðarrisum í kringum landið en fer ekki til þeirra sem raunverulega þurfa á honum að halda. Jafnvel veiddur af togurum og netabátum á sem óumhverfisvænansta máta sem hugsast getur. Byggðarkvótinn hefur skapað hér mjög óheilbryggt umhverfi innan fiskveiðistjórnunarkerfisins.Byggðarkvótakerfið er það sem heldur uppi eftirspurn á leigukvóta af kvótagreifum og þar með mjög háu leiguverði aflaheimilda í landinu. Ef þú átt ekki kvóta þarft þú að leigja til þín 2 til 3 tonn af þorski á móti hverju tonni sem þú færð í byggðarkvóta. Þannig rennur arðurinn úr byggðarkvótakerfinu og byggðunum til sægreifa í formi leigutekna sem búa yfirleitt ekki i hinum brotnu byggðum. Arðsemin er soguð út úr kerfinu strax þegar sægreifinn fær sitt háa verð sem leigusali aflaheimilda. Það myndast hvati í fiskveiðikerfinu fyrir sægreifa að þjappa saman aflaheimildum og komast yfir meira afheimildir en þeir þurfa til eigin veiða vegna þess að mikil eftirspurn er eftir því að leigja af þeim heimildirnar á háu verði til að kvótalausir geti fengið byggðarkvóta á móti leigðum heimildum. Verð á leigðum heimildum hækkar og lítið sem ekkert fæst fyrir að veiða þær fyrir það eitt að fá byggðarkvóta á móti.Þeir sem eiga aflaheimildir þurfa ekki að leigja til sín heimildir af sægreifum heldur velja sér bara löndunarhöfn þar sem lýklegt er að mikils byggðarkvóta sé að vænta á móti sínum eigin og taka svo alla arðsemi úr byggðunum heim til sín hvar í heiminum sem þeir búa.Arðurinn fer allur úr byggðarlaginu og heim til sægreifans þar sem hann býr og ekki svo mikið til hinna brotnu byggða. Allt er þetta á sömu höndina, sægreifinn græðir en aðrir ekki.Innbyggði hvatinn sem búin er til með byggðarkvótakerfinu til þess að leigja af sægreifum eru mörg þúsundir tonna af þorski á ári og þetta drífur leigumarkað með aflaheimildir á Íslandi af sægreifum sem eiga orðið miklu meira af heimildum en þeir þurfa til eigin veiða og þar með talið leiguverð á þeim. Arðurinn fer til sægreifans sem býr bara þar sem hann vill í heiminum og leigir frá sér aflaheimildirnar en verður ekki eftir í byggðarlaginu eins og villuljósið gefur til kynna. Meðal annars vegna þessa sem upp er talið mun byggðarkvótinn aldrei hjálpa þessum byggðum vegna þess að arðseminn er tekinn burt af staðnum jafn óðum af fólki sem ekki er með fasta búsetu á svæðinu. Engin arðsemi verður eftir í byggðunum og þess vegna eru þessar brotnu byggðir alltaf brotnar byggðir því engin arðsemi innan byggðarlagsins þýðir engin raunveruleg uppbygging innan byggðarlagsins.
Stenst byggðarkvótakerfið samkeppnislög ?
Spurning er hvort byggðarkvóti standist samkeppnislög. Það verður að fá úr því skorið hjá samkeppniseftirlitinu strax. Ef ekki mun þjóðin krefjast þess og leita sjálf til viðkomadi yfirvalda til að fá úr því skorið. Þeir sem fá úthlutaðan byggðarkvóta halda uppi eftirspurn eftir leigðum aflaheimildum í fiskveiðikerfinu af útgerðarmönnum sem eru komnir með allt of mikið af heimildum en þeir nota sjálfir til eigin veiða. Allt í kringum landið eru svo kvótalausar útgerðir sem þurfa að leigja til sín aflaheimildir á allt of háu verði vegna eftirspurnar frá útgerðum sem leigja til sín aflaheimildir og fá byggðarkvóta á móti þeim heimildum. Þetta veldur því að sá sem gerir út kvótalausan bát og fær ekki byggðarkvóta stendur ekki jafnfætis þeim sem gerir út kvótalausan bát og fær byggðarkvóta þegar aflaheimildir eru leigðar á almennum markaði. Þannig er samkeppni um leigðar aflaheimildir skökk og þeim sem fær byggðarkvóta veitt samkeppnisforskot á að leigja til sín aflaheimildir vegna þess að hann fær byggðarkvóta á móti þeim heimildum en hinn aðilinn ekki. Verðið á leigu heimildum spennist upp úr öllu valdi og er svona hátt sem það er vegna mikillar eftirspurnar frá útgerðum sem þiggja byggðarkvóta .Ef byggðarkvóti væri hér ekki stæðu allir kvótalausar útgerðir jafnfætis samkeppnislega þegar þær leigja til sín aflaheimildir af sægreifum og verð á leigðum heimildum myndi lækka gríðarlega. Sé þetta brot á samkeppnislögum sem það lýtur út fyrir að vera þá er þetta alvarlegt brot. Kanna þarf líka hvort brögð hafi verið á því að handhafar byggðarkvóta hafi náð að leigja hann frá sér í stað þess að veiða hann og landa í þeim byggðum sem honum var ætlað.
Vinnsla á byggðarkvóta heima í héraði .
Skilirt er að byggðarkvóti og heimildir á móti byggðarkvóta sé unnið í fiskvinnlum á þeim stöðum þar sem byggðakvóta er úthlutað en þó með hugsanlegum undantekningum. Hefur það verið raunin í nýtingu byggðarkvótans? Áður en sett eru lög og reglur um hvernig skuli vinna þann afla sem úr byggðarkvótakerfinu kemur þarf að liggja skýrt fyrir hvað sé fiskvinnsla og hvað ekki og hvernig við ætlum að skapa virðisauka í sjávarútvegsauðlind okkar.
Hvað er fiskvinnsla ?
Skilgreina þarf hvað sé fiskvinnsla og hvað ekki.
· Er það fiskvinnsla ef fiskur er tekinn úr bát og honum keyrt í gegnum einar dyr á fiskvinnsluhúsi og út um aðrar?
· Er nóg að slægja fisk inni í húsi til að kalla það fiskvinnslu?
· Er nóg að ísa yfir landaðan fisk inni í fiskvinnsluhúsi til að það kallist fiskvinnsla?
Nei það er ekki nóg, allt þetta er hægt að gera um borð í þeim bátum sem veiða fiskinn og slægja hann þar. Kallast þeir bátar sem koma með slægðan fisk í land fiskvinnslubátar ?
Fiskvinnsla er matvælavinnsla sem hlýtur að hafa það að markmiði að hámarka virði þess hráefnis sem í gegnum vinnsluna fer.Það þarf að setja sem algjört skilirði að að allar þær fiskvinnslur sem taka á móti byggðarkvóta fullvinni fiskinn heima í héraði svo að verðmætin og virðisaukinn verði eftir þar. Annað er sóun á verðmætasköpunarmöguleikum byggðana og þjóðarinnar og tækifærum hina brotnu byggða til þess að skapa sér störf og arðsemi úr byggðarkvótanum til áframhaldandi uppbyggingar. Fiskur fer í gegnum mismunandi virðisaukandi ferla á leið sinni í gegnum fiskvinnslur og þeim mun fleiri virðisaukandi ferlar sem fiskurinn fer í gegnum í vinnslunum þeim mun meiri arðsemi er að vænta af hverjum og einum veiddum fiski. Lokaafurðin á alltaf að vera tilbúin afurð á disk neytendans svo að ekki verði eftir ónýttir virðisaukandi ferlar til þess að auka virði afurðana sem jafnvel er gert í vinnslum einhverstaðar úti í heimi. Í raun og veru ætti hér að setja lög í landinu á allan fisk sem veiddur er hér við land að hann meigi ekki fara úr landinu nema sem fullunnin vara. Þannig verður virðisaukinn eftir hér á landi en ekki búin til handa öðrum þjóðum til að skapa sér. Þannig hámörkum við arðsemi á nýtingu á okkar eigin auðlindum landi og þjóð til mikillar heilla. Þekking og reynsla þarf að vera til staðar allt í kringum landið til þess að framkvæma þetta, og ekki síst þarf að vera til þekking á þeim ferlum afurðana sem ekki skapa virðisauka í vörurnar og þeim ferlum þarf að útrýma á sama tíma svo að þeir ferla éti ekki upp alla arðsemi í virðisaukandi ferlum vörunar. Arðbær fiskvinnsla er nefninlega ekki sjálfgefin, eins og reynslan hefur sýnt okkur Íslendinum í gegnum okkar sögu.
Hverjir manna svo þessi störf?
Skilirði ætti að setja á allar þær byggðir sem ætlaður er byggðarkvóti að fólk með fasta búsetu á staðnum vinni við veiðar og vinnslu byggðarkvótans og eigi með öllu þær vinnslur og skip sem notuð eru við veiðar og vinnslu innan hérðsins. Annars er þetta bara ætlað núvernandi sægreifum til að mjólka arðsemina burtu af svæðinu sem það gerir í núverandi mynd. Fáist heimamenn ekki til þess þá þarfnast byggðin ekki byggðarkvótans. Fjölmörg dæmi eru um að sett sé upp einskonar fiskvinnsla þar sem fiskur fer í gegn, jafnvel í sama formi og hann kemur upp úr skipi. Fiskurinn er alls ekki fullunnin og tilbúin á disk neytenda í þessum byggðum og nánast enginn heimamaður vinnur hvorki veiðarnar né vinnslurnar og fæst ekki til þess. Flytja þarf inn aðkomufólk á staðina til þess að manna þessi störf því heimamenn annað hvort vilja ekki vinna við þetta eða eru bara í öðrum störfum. Það skapar engin verðmæti innan héraðs að flytja inn aðkomufólk til þess að starfa við veiðar og vinnslu á byggðarkvóta á skipum og í vinnslum sem eru jafnvel ekki í raunverulegri eigu raunverulegra heimamanna. Sama sagan, arðsemin fer eitthvað annað en til hinna brotnu byggða. Fyrir hvern er þetta þá gert? Þetta er nefninlega sér hannað kerfi fyrir núverandi handhafa aflaheimilda „sægreifa „ til þess að sjúga til sín alla mögulega arðsemi sem byggðarkvótinn gæti skilað viðkomandi byggðum. Raunverulegar fiskvinnslur sem vinna fisk í gegnum alla þá ferla sem hámarka vermæti hans þurfa ekki að vera í hverju þorpi á Íslandi, þær eiga bara að vera þar sem mannauður til þess er, þekking og reynsla er til staðar. Veiðarnar geta hinsvegar verið stundaðar allstaðar þar sem fiskur gengur allt í kringum landið og allir staðir í kringum landið liggja vel við fiskimiðum en fiskimiðin eru arðbær á mismunandi tímum eftir svæðum.
Það liggur algerlega fyrir að byggðarkvótakerfið er ekki að skila byggðum þeim ávinningi og arðsemi sem það ætti að gera. Byggðarkvótakerfið er pólitíst kerfi sem auðvelt er að misnota og það er gert. Slík kerfi eiga ekki að eiga heima innan auðlindanýtingar Íslendinga og það eru ekki almannahagsmunir að slíkt kerfi sé við lýði innan fiskveiðistjórnunar Íslendinga.Arðsemin fer öll annað og mest í hendur þeirra sem nú þegar halda á miklum aflaheimildum og til þeirra sem skapa aukið virði í þær afurðir sem úr byggðarkvóta koma sem oftar en ekki er skapað í öðrum löndum en á Íslandi . Þetta kerfi á að leggja niður strax og allar heimildir innan þess að vera settar í strandveiðikerfið sem hefur sínt sig sem kerfi sem skapar störf innan héraðana sem unnin eru af heimafólki byggðana og eflir þær. Enginn sægreifi tekur arðsemina úr strandveiðikerfinu heldur verður hún eftir heima í héraði til áframhaldandi uppbyggingar.Fiskvinnslur verða til á þeim stöðum þar sem það er hagkvæmt. Það tekur tíma að byggja upp byggðir í kringum landið og það gerist ekki nema arðurinn verði eftir í byggðunum.
Brotnar byggðir
Skilgreina þarf hvað er brotin byggð og hvað ekki með raunsæum hætti. Fjöldi íbúa í hverri byggð hefur ekkert um það að segja hvort byggð sé brotin eða ekki. Það eru atvinnuleysistölur hverrar byggðar sem gefur raunverulega þá stöðu sem byggðin er í. Það er að segja raunverulegar atvinnuleysistölur á fólki sem leitar sér vinnu en finnur hana ekki að frádregnum þeim sem eru atvinnulausir af því þeir nenna ekki að vinna.Ef byggðir liggja þétt saman eins og víða þá stundar fólk atvinnu jafnvel í næsta byggðarlagi við sína heimabyggð sem er bara gott mál.Vegalengdirnar sem fólk ferðast til vinnu eru oftar en ekki styttri sem þetta fólk ferðast en það fólk sem stundar atvinnu innan höfuðborgarsvæðisins. Brottnar byggðir þarf að skilgreina upp á nýtt svo hafið sé yfir allan vafa hvað sé brotin byggð og hvað ekki.
Fiskmarkaðir
Fiskmarkaðir er það eina sem gefur rétta verðmyndun á veiddu sjávarfangi. Allur fiskur sama úr hvaða kerfi hann er veiddur í ætti að skylda til þess að vera settur á frjálsan fiskmarkað. Þannig myndast réttur samkeppnisgrundvöllur fyrir fiskvinnslur um veitt sjávarfang. Hæsta mögulega verð verður alltaf greitt til skipa en ekki fyrirfram ákveðin verð sem erfitt er að sjá í gegnum. Allt sjávarfang sem fer svo í gegnum þessa markaði á svo að vera selt til fullvinnslu á afurðum innanlands og það sem fullbúin vara með hámarks virðisauka út úr landinu. Þannig sköpum við hámarks arðsemi á auðlindir okkar. Störf á fiskmörkuðum í kringum landið eru líka fjölmörg sem myndu aukast en meira ef allur fiskur færi á markað. Á hverju ári þá fer minna og minna af sjávarfangi í gegnum markaðina sem getur ekki talist eðlileg þróun ef við miðum okkur við eðlilegt markaðshagkerfi. Allan fisk á markað og síðan í fullvinnslu innanlands ætti að vera takmark hverrar þjóðar sem vill hámarka virði sinna eigin auðlinda og tryggja eðlilega samkeppni innanlands um hráefni til fullvinnslu.
Varasjóður með aflaheimildir
Hér er enn ein leiðin sem mun draga arðsemina beint til einstakra sægreifa hvar sem þeir búa.Nú er ríkið að veita einkafyrirtækjum fleiri milljarða í aðstoð vegna kreppuástands í heiminum. Í stað þess að hafa hér í frumvarpi þessu aflaheimildir sem varasjóð sem mun bara enda í vösum sömu handhafa aflaheimilda í dag eins og í byggðarkvótakerfinu á ríkið að setja beinharða styrki til byggða þessa lands sem orðið hafa fyrir áföllum. Ríkið réttlætir að moka skattpeningum inn í einkafyrirtæki vegna kreppuástands í dag. Það er enþá meiri réttlæting fólgin í því að setja þessa peninga beint inn í þær byggðir sem orðið hafa fyrir áföllum . Þar munu þeir raunverulega nýtast samfélögum til atvinnuubyggingar en ekki einstaka hluthöfum einkafyrirtækja eins og gert er í dag.
Það að ætla að nota til þess aflaheimildir er villuljós fyrir þjóðina þar sem allur arður þess varasjóðs mun renna í hendur handhafa aflaheimilda en ekki til hinna dreifðu byggða.
Umhverfisvænar veiðar
Allar heimildir 5,3% hluteildar ríkisins ættu að vera nýttar á sem umhverfisvænasta hátt fyrir land og þjóð og heimsbyggðina alla.Umhverfisvænustu veiðar sem stundaðar eru á Íslandi eru handfæraveiðar og þær veiðar eru einmitt skilirði innan strandveiðikerfisins . Þegar bátur stundar handfæraveiðar hefur hann slökkt á vélum skipsins og notar eingöngu rafmagn til veiðana. Vélarafl nýtir bátur á handfæraveiðum einungis til að koma sér til og frá höfn eða milli veiðisvæða. Langsamlega mesti tíminn af róðri hvers báts fer í veiðarnar sjálfar þar sem ekki er brenndur einn einasti líter af olíu. Þess má líka geta að við handfæraveiðar verður ekki mikil mengun til af veiðarfærum t.d eins og af heilu trolli sem eftir verður á hafsbotni,eða togveiðum sem skemma sjávarbotn. Línum eða drauganetum sem slitna niður og nást ekki upp sem drepa allan þann fisk þann tíma sem þau eru töpuð í sjó sem getur skipt áratugum. Nú ber ríkistjórnin sér reglulega á brjóst hversu umhverfisvæn hún er og hversu Ísland sé framarlega í loftslagsmálum og aðgerðum til að draga úr loftslagsmengun. Með því að setja allar heimildir innan 5,3% aflaheimilda ríkisins til strandveiða mun vera tyggt að þessar heimildir verði nýttar á sem umhverfisvæansta hátt sem mögulegt er að gera. Almannahag til heilla. Þá gæti Íslensk stjórnvöld sannarlega byrjað að berja sér á brjóst sem umhverfisvæn þjóð.
Öflugt Strandveiðikerfið. Kerfið sem þjóðin óskar eftir.
Það liggur alveg ljóst fyrir í frumvarpi þessu að sjávarútvegráðherra ætlar að koma fram skemmdarverkum á strandveiðikerfinu þvert á óskir og vilja þjóðarinnar og þar með gegn almannahagsmunum. Miðað við heimildir sem ætlaðar eru í pottana á yfirstandandi fiskveiðiári hefðu þorskheimildir til strandveiða samkvæmt frumvarpinu orðið 9.274 tonn, en ekki 10.000 tonn eins og var 2020 og dugði ekki. Frumvarpið gerir ráð fyrir að veiðikerfi strandveiða verði breytt og og það verði eins og það var árið 2017. Aflaheimildum skipt milli landsvæða og á tímabil. Veiðar stöðvaðar innan tímabila þegar heimildum hefur verið náð.Þá er veiði hvers leyfishafa takmörkuð við 12 daga í hverjum mánuði en það var ekki takmarkað þannig 2017. Ráðherra getur breytt veiðisvæðum eftir eigin hentugleika! Ekkert er um það í lögunum hvernig veiðisvæðin muni líta út. Hvaða aðferðarfræði á að nota þegar áætla á aflamagn á hvert svæði.Eina sanngjarna og rétta aðferðarfræðin er auðvitað að notast engöngu við fjölda báta á hverju veiðisvæði og ekkert annað til að njóta sannmælis og jafnræðis. Hvað á að gera við heimildir sem myndu brenna inni ef einhver svæði næðu ekki heimildum sínum innan svæðana.Þetta eru ekki þær breytingar sem þjóðin hefur óskað eftir á strandveiðikerfinu heldur ganga þær beint gegn þeim. Þetta fer beint gegn þörfum byggða og almannahagsmunum sem eru hið minnsta 48 dagar á bát allt fiskveiðiárið eins og svo eft hefur komið fram. Þessi skemmdarverk á almannahagsmunum ætlar sjávarútvegráðherra að festa í sessi næstu 6 árin eða svo. Það er niðurskurður á heimildum til strandveiða í frumvarpi þessu en ekki aukning eins og þjóðin hefur óskað svo lengi eftir og þarnast.. Allar heimildir sem brenna inni innan 5,3% heimilda ríkisins eiga að renna til byggðarkvóta, villuljóss í íslenskum sjávarútvegi. Það kemur ekki á óvart því það kerfi er hannað fyrir núverandi handhafa aflaheimilda til að sjúga arðsemina burt frá fólkinu og byggðunum.Frumvarpið miðar að því að færa þróun strandveiða til baka í fyrra horf sem er ekki það sem þjóðin óskar sér, „sjá könnum byggðarstofnunar um strandveiðikerfið“ sem framkvæmd var á meðal strandveiðimanna og hagsmunaaðlia árið 2019. Könnunin gefur skýrt til kynna þarfir þjóðarinnar á öflugu strandveiðikerfi og hvernig best sé að það sé hannað almannahagsmunum til heilla og þannig að það nýtist öllum landshlutum á sem bestan og hagkvæmasta hátt fyrir land og þjóð. Í könnuninni kemur fram að það þurfi að tryggja hverjum einasta bát hið mynnsta 48 daga til róðra á ári og að þessa daga megi nýta þegar strandveiðisjómaðurinn kýs sjálfur að gera það eins og gert er í öðrum fiskveiðikerfum Það eru almannahagsmunir og sjálfsögð mannréttindi að fólkið í landinu hafi almennilegt aðgengi og góð tækifæri til þess að nýta sína eigin auðlind til atvinnuuppbyggingar. Strandveiðikerfið er trúlega eitt það allra besta sem komið hefur inn í Íslenskan sjávarútveg núna á síðari árum enda skref í átt að mannréttindum og sanngirnis þjóðinni til heilla. Það sýnir sig á hverju ári þegar um 700 strandveiðibátar halda til veiða hve eftirspurnin hjá þjóðinni er mikil eftir því að vinna í því kerfi. Kerfið er dreift allt í kringum landið, líka til hinna brotnu byggða. Enginn sægreifi getur misnotað kerfið og arðsemi veiðana verður öll eftir í heimabyggð, atvinnuuppbyggingu,almannahag og umhverfinu til heilla. Þetta er kerfið sem á að fá allar 5,3% heimildir sem ríkið hefur yfir að ráða til þess að þær verði nýttar almannahag til heilla og á sem umhverfisvænasta hátt en renni ekki til núverandi handhafa aflaheimilda sem draga arðsemina burt úr byggðunum. Séu heimildir innan 5,3% heimilda ríkisins meiri en geta strandveiðiflotans til að veiða á 48 róðrum á bát yfir árið á að auka við dagafjöldan þannig að heimildirnar verði allar nýttar til strandveiða og munu þá veiðidagarnir verða fleiri en 48 . Oft hafa þingmenn og ráðherrar verið að skíla sér á bak við það að heimildir séu ekki fullnýttar innan kerfisins. Það skal heldur engan undrast hvers vegna það geti gerst. Í firsta lagi eru smábátar mjög háðir veðurfari en veðurfar er ekki mannana verk og ætti því að vera eina breytan sem stýrir því hvenar hægt er að róa. Nei kerfið er svo niður njörfað að það er beinlínist séð til þess með öllum þeim reglum innan kerfisins og takmörkunum að ekki náist alltaf að veiða það litla sem til er ætlað til veiðana. Hvers vegna skildi þjóðinni gert svona erfitt fyrir? Eru það almannahagsmunir sem valda þvi. Nei aldeilis ekki! Þarna er verið að ganga erinda þeirra sem vilja ekki að þjóðin geti fengið mannsæmandi rétt á nýtingu sinna eigin auðlinda. Íslensk þjóð horfir löngunaraugum til nágranna ríkja okkar eins og t.d Noregs hvernig þeir virða mannréttindi og almannahagsmuni með því að veita sinni þjóð þann rétt sem hún á til þess að nýta sína eigin auðlind sjálf. Þar er nýliðun og atvinnusköpun í sjávarútvegi mikil og það er vegna þess að tækifærin eru mikil innan þeirrar fiskveiðistjórnunarkerfis fyrir hvern sem er að hefja þar útgerð og meira að segja stórútgerð Noregs styður þá stefnu því siðferði þeirra er svo langt um ofar en siðferði hins Íslenska sægreifa og stjórnmálamanna. Einfalda á með öllu hvernig farið er með 5,3% heimildir þjóðarinnar sem ríkið heldur utan um og veita þeim inn í eitt einfalt kerfi sem eru strandveiðar og þar á allur fiskur að fara á almennan fiskmarkað. Það er það kerfi sem skilar almannahag mestum hagsmunum því það kerfi býr til raunveruleg störf í kringum landið,býr til raunveruleg tækifæri sem ekki er hægt að misnota og skilur arðsemina eftir hjá raunverulegum íbúum byggðana allt í kringum landið. Fiskvinnslur munu rísa þar sem það verður hagkvæmt og arðurinn verður eftir en ekki bara settar upp sem sýndarvinnsla til þess að fá til sín byggðarkvóta. Allur fiskur á að fara á fiskmarkað og þaðan í áframhaldandi fullvinnslur allt í kringum landið.
Svona á strandveiðikerfi íslenskrar fiskveiðiþjóðar að vera.
· Allar heimildir 5,3% hlutans renni til strandveiða. Aðeins eitt kerfi verði sem noti þær almannahag, atvinnusköpun, umhverfinu, nýliðun og hinum dreifðu byggðum til heilla.
· Koma þarf algjörlega í veg fyrir að innan strandveiðikerfisins séu aðilar að gera út báta sem þeir róa ekki á sjálfir því strandveiðikerfið á að vera fyrir þá sem vilja róa sjálfir á sínum eigin bátum.
· Einn bátur, í öllum tilfellum sannarlegur og raunverulegur eigandi hans um borð.
· Allir dagar eiga að vera veiðidagar eins og í öðrum kerfum.
· Engin bátur hættir á strandveiðum nema hann óski þess sjálfur eða klári hið mynnsta sína 48 daga á veiðum.
· Fjölga á svo dögum ofan á 48 daga ef strandveiðibátar klára ekki að veiða upp þær 5,3% heimildir sem ætlaðr eru á 48 dögum eða þær heimildi settar ofan á dagafjölda næsta fiskveiðiárs.
· Hægt verði að færa heimildir úr 5,3% heimilda ríkisins á milli fiskveiðiára í sama hlutfalli og úr öðrum fiskveiðikerfum.
· Aflaþak á dag í þorski má vera það sama og er í núverandi strandveiðikerfi að undanskildum Ufsa sem á að vera algerlega frjáls vegna vanýtingar hans innan fiskveiðikerfisins almennt.
· Aflaverðmæti ufsa renni 100% til útgerðar og af honum séu greidd veiðigjöld í samræmi við aðra útgerðarflokka
· Rúllufjöldi má vera 4 handfærarúllur eins og verið hefur.
· Auka á veiðigjald þjóðarinnar á nýtingu auðlindarinnar jafnt á strandveiðar og öðrum kerfum svo allir, hvar sem þeir eru í þjóðfélaginu muni njóta arðsemi auðlindanna.
· Strandveiðikerfið á að vera opið allt árið svo að samfélögin allt í kringum landið geti nýtt sín heimamið þegar verðmætur fiskur er á þeim svæðum.
Þetta er strandveiðikerfið sem þjóðin á skilið og er almannahaga til heilla og þjóðin kallar eftir. Atvinnuuppbygging mun hefjast um allt land og störf og arðsemi mun verða eftir í öllum byggðum í kringum landið sem er það sem við hljótum að vilja þjóð okkar. Mannréttindi munu verða virt og tækifæri þjóðrarinnar til nýtingu sinna eigin auðlinda (Lífsbjörgin) mun verða raunverulegt. Nýliðun í útgerð mun stóraukast og núverandi og komandi kynslóðum mun verða kleift að halda áfram atvinnubyggingu í sinni heimabyggð þjóðinni allri til heilla. Sátt mun skapast um fiskveiðistjórnunarkerfið á meðal þjóðarinnar og komani kynslóðum verður gert kleift að nýta sér lífsbjörgina allt í kringum landið með raunverulegu og sanngjörnu tækifæri kjósi það að gera það. Staðreyndin er þessi, almannahagsmunir og vilji krefst þess að búið verið til eitt öflugt strandveiðikerfi með þeim aflaheimildum sem ríki hefur yfir að ráða en þær ekki nýttar til áframhaldandi arðsemis þjófnaðar frá almenningi og byggðum allt í kringum landið af örfáum sægreifum. Fólkið í landinu býr við fordæmalausan ójöfnuð þegar kemur að nýtingu sinna eigin auðlinda og tækifæra í sjávarútvegi. Það er einmitt vegna þess sem við höfum hér brotnar byggðir atvinnuleysi og fátækt. Umhverfið fengi að njóta vafans eins og það á alltaf að fá að gera með því að veiða þessar heimildir allar á handfærakróka. Flækjustig sjávarútvegs á Íslandi mun stór minnka sem gefur stjórnvöldum betri yfirsýn yfir hvernig fiskveiðikerfið vinnur. Ég skora hér með á þá stjórnmálamenn sem láta sér velferð þjóðarinnar að einhverju verða að efla strandveiðikerfið svo um munar og setja alla 5,3% heimildir þjóðarinnar til strandveiða , þjóðin á það skilið,byggðir landsins eiga það skilið og samfélögin þarfnast þess. Þjóðin hefur lengi kallað eftir því að hér verði til eitt öflugt strandveiðikerfi og nú hafiði tækifæri til þess.
Fyrir Hönd Smábátafélagsins Hrollaugs á Hornafirði
Vigfús Ásbjörnsson Formaður
B.S. í Virðiskeðjustjórnun og Ferlahagfræði Via University í Danmörku.
Meðfylgjandi er umsögn Króks
ViðhengiMikilvægi strandveiða og áhrif þeirra á atvinnulíf á landsbyggðinni er löngu búið að sanna sig.
ViðhengiEfla ber strandveiðikerfið til hagsældar fyrir hinar litlu sjávarbyggðir landsins og til eflingar atvinnu um allt land. Ef strandveiðar geta framfeytt yfir 700 fjölskyldum strandveiðimanna auk þeirra sem vinna í kringum þetta, á fiskmörkuðum og við hafnir landsins þá hlítur þetta að vera eitthvað sem ráðamenn þjóðarinnar verða að skoða.
Þetta er svo lítill hluti af heildarveiðum landsins að það getur ekki verið vandamál að koma þessu á og hætta ber þessu bulli með byggðakvóta og línuívilnun en bæta því heldur við strandveiðikvótann ef mönnum er allvara með að bæta afkomu byggðana og færa betra hráefni að landi, því byggðakvótinn er ónýtt kerfi og línuívilnun ekki að nýtast.
Hvort landið er eitt svæði eða mörg skiptir ekki máli því leyfa ber öllum að róa lágmark 48 daga og á þeim tíma sem hentar á þeirra heimaslóð, lágmark 8 mánuði á árinu. Sleppa mætti veður verstu mánuðunum nóv. des. jan og feb. þær takmarkanir sem eru núna með lengd róðurs og kg. pr. róður mega standa ef vil en skilyrði um eignarhald og að eigandi rói bátnum verður að vera.
Skora á þingmenn að þora að standa með fólkinu í landinu og koma þessu á, kosningar eru á næsta leiti og munu margir horfa til afstöðu þingmanna og flokka í þessu máli þegar þeir ganga til kosninga.
Ég trúi því að með eflingu strandveiðikerfis sem fellst meðal annars í sveigjanlegra kerfi svo hægt sé að sækja "keypt 48 daga veiðileyfi", muni það ýta undir jákvætt gildismat samfélagsins á sjómennsku, blása krafti í hagræna ferla minni byggða á landinu, stuðla að nýliðun og verðmætasköpun, sem skilar sér í öflugari samfélögum vítt og breitt um landið til framtíðar. Frumvarpið sem hér um ræðir, er ekki að leggja nægjanlegar áherlsur á þá hugsjón sem þarf til að skapa grundvöll fyrir langtíma hagsmuni þjóðarinnar, unga sem aldna sjómenn, fjölskyldur þeirra og nærsamfélag. Var ég sjálfur að taka fyrstu strandveiðivertíð mína í sumar, og persónulega hef ég ekki mikinn áhuga á að halda áfram í einhverju sem lítil virðing er borin fyrir.
15 gr. a
Ráðstöfun 5,3%
Er að mestu ósammála því að þurfi að fastsetja skiptingu 5,3% frekar ætti að setja lágmarks tonnatölu á ma. strandveiðar. Þá er alls óvíst að óvænt áföll verði leist með 8,10%. Hafa ráðherrar ekki lengur gaman að því að taka ákvarðanir með skiptingu landsins gæða?
15gr.b
Undirritaður er að nokkru sammála því sem kemur fram um almennan byggðakvóta.
Mikil framför að heimilt skuli að sleppa vinnsluskildu að uppfylltum skilyrðum, mörg smærri byggðarlög hafa ekki bolmagn til að uppfylla ákvæði vinnsluskildu, hinsvegar ætti að vera löndunarskilda í byggðarlagi.
Einnig væri til bóta ef byggðakvóti reiknaðist sem ívilnun við löndun fiskiskips, dagróðrabáts, þae sama fyrirkomulag og línuívilnun.
Undirritaður er algerlega ósamála því að félagasamtökum sé veittur réttur til aðildar að samningi um byggðakvóta nema að tryggt sé að kvótinn verði veiddur af skipum, dagróðrabátum, viðkomandi byggðarlags.
15gr.d
Undirritaður er sammála því að strandveiðar verði færðar aftur til fyrra horfs þae eins og þær voru 2017, þegar hvert veiðisvæði hafði sínar veiðiheimildir og ónýttar heimildir færðust milli mánaða.
Það er hinsvegar algerlega glórulaust að leyfa veiðar alla daga vikunnar og skapa með því samkeppni meðal strandveiðimanna og fyrirsjáanlegt offramboð á fiskmörkuðum fyrrihluta mánaðar með líklegu verðfalli.
Á meðan ekki eru tryggðir 48 veiðidagar til hvers strandveiðibáts yfir strandveiðitímabilið, verður að stýra veiðunum, reynslan hefur sýnt að 4 dagar í viku eru hæfilegt magn daga.
Ólafur Hallgrímsson
Borgarfirði eystra.
Umsögn um strandveiðar.
Það sætir furðu að nær helmingur aflaheimildana sem eru í heildar strandveiðipottinum sé veiddur á einu svæði eða 249 bátar af 669 af heildarfjölda veiða 5.336.971 af 11.860.718. af heildapotti strandveiða. þrátt fyrir aukningu í heildarpott bera önnur svæði skertan hlut. Það þarf ekki neinn starðfræðing til að sjá þessar tölur og þær breytingar síðustu ára hvert aflaheimildir eru að færast.
Talað er um að allir séu ánægðir með fyrirkomulagið,og vísað er í skoðunarkönnun sem Byggðastofnun gerði til vitnis um það.
Þegar sú skoðunarkönnun var gerð þá var loforð um (eða falsvoforð sem aldrei hefur verið samþykkt) að allir þeir bátar sem sækja um strandveiðileyfi fengju 48 daga og tímabilið kanski lengd úr 4 mánuðum í 6 mánuði. Einnig var sú skoðunarkönnuninn gerð eftir prufuárið í strandveiðum 2017 þegar allir héldu að 48 dagarnir yrðu að veruleika, En staðan var allt önnur og er það orðum aukið að allir séu sáttir við kerfið eins og það er eftir breytingar 2017.
þar sem landinu er skipt upp í svæði er ég fylgjandi því að taka upp fyrra fyrirkomulag þar sem á að svæðaskipta aflaheimildum. Það er glórulaust að festa menn á einum stað og veiða samt úr sameiginlegum heildarpotti og það á 4 mánaða tímabili. Fiskurinn veiðist á handfæri á misjöfnum tímum á milli landshluta og þar sem veiðar eru tregar framan af þá munu þeir sem á þeim svæðum eru bera skertan hlut og eiga stöðugt á hættu á að fá stöðvun á veiðar á besta tíma eins og sýndi sig í ár þegar heildarpottur klárast fyrir lok tímabilsins. Einnig getur tíðafar verið mjög misjafnt milli landsvæða.
Strandveiðikerfið var sett á til að tryggja jafna möguleika á handfæraveiðum allt í kringum landið og einnig að gefa færi á nýliðun í atvinnugreinina. Landinu var skipt í fjögur svæði og hverju svæði veitt aflaheimildir. Þetta var gert til að útgerð smábáta yrði blómleg í öllum höfnum allt í kringum landið.
Með þeirri aðgerð að taka svæðaskiptingu aflaheimilda af og hafa einn heildarpott yfir allt landið hafa strandveiðarnar þróast þannig að eitt svæði eins og sagt er hér að framan veitt nærri helming alls aflaheimilda sem í pottinum voru 2020 Það þýðir að aflaheimildir eru að færast á milli landshluta og sú aukning sem í heildarpottinn síðustu 3 ár hefur komið, hefur ekki skilað sér á norður og austursvæði þrátt fyrir þó nokkra aukningu í heildarpott strandveiða.
Með þessu fyrirkomulagi er mjög mikil hætta á að bátaflotinn færist í meira mæli á eitt, tvö svæði og þá er nú sjarminn farin af því kerfi sem á að byggja blómlega útgerð í höfnum allt í kringum landið og er farið að líkjast gamla dagakerfinu sem svo sprakk eins og allir muna. Ekki gengur að hafa fyrirkomulag strandveiða í einum heildarpotti þar sem veiðar eru misjafnar eftir svæðum yfir tímabilið og er það mismunun fyrir þau svæði sem fiskgengd er á seinni hluta tímabilsins.
Af þessari ástæðu er ég fylgjandi að taka aftur upp fyrra fyrirkomulag og svæðaskipta aflaheimildum.
Bestu kveðjur.
Einar E Sigurðsson.
ViðhengiGóðan dag.
Ég tek undir umsögn Smábátafélagsins Hrolllaugs, og bæti við:
Afnema ætti allan byggðakvóta, og setja hann í strandveiðikerfið. Byggðakvótakerfið hefur verið misnotað svo árum skiptir.
Við þurfum að vera samstíga í að bæta strandveiðikerfið okkar, ekki hygla einu svæði fyrir annað, við verðum einnig að átta okkur á því að mið eru mismunandi eftir árstímum og landsvæðum. Fái menn til dæmis úthlutuða daga yfir allt árið (1.sept-31.ágúst) gæti það haft jákvæð áhrif eins og:
• Eykur jafnvægi innan kerfisins
• Minnkar toppa og lægðir í upphafi og lok sumars á fiskmörkuðum, sem og í upphafi og lok hvers mánaðar
• Álag á starfsmenn hafna og fiskmarkaða dreifist meira yfir árið (minna um skyndilegan dauðan tíma hjá starfsmönnum)
• Líf er í höfnum landins lengur en bara í 4 mánuði á ári
• Aukið öryggi því að menn yrðu ekki lengur í ólympískum veiðum
• Minnkar álag á Vaktstöð siglinga
• Hægt að sækja þegar að fiskurinn er á heimamiðum.
• Sumir gætu jafnvel haft þetta að heilsársatvinnu.
Hér eru svo tillögur að breytingum á strandveiðikerfinu að mínu mati.
• 60 dagar á bát á ári, óháð landssvæði, mánuðum, eða dögum.
• Dögunum úthlutað þann 1. september á ári hverju
• Aflahámark á dag mætti vera 1.000 kg af óslægðum þorski.
• Menn verða að fá að ákveða það sjálfir hvort að það borgi sig að róa um helgar eða á öðrum rauðum dögum.
• Heimila strandveiðibátum að leigja til sín ufsakvóta samhliða ákveðnum dagsskammti af þorski.
• Heimila strandveiðibátum að sækja 650 þorskígildi á dag, og leigja til sín þorskkvóta ef að aflinn fer umfram það.
- Með þessu gæti opnast leið inn í kvótakerfið, en strandveiðikerfið á að vera inngangur fyrir nýliða í kvótkerfið ekki satt?
• Afnema sérstakt gjald vegna strandveiða.
Kerfið verður að vera raunhæfur kostur fyrir nýliða, en eins og það er sett upp í dag er það ekki.
Til þess að ná árangri í þessari atvinnugrein á flestum stöðum á landinu þarf yfirleitt hraðgengan bát (til þess að komast á góð mið innan þess tímaramma sem er gefinn).
Viðhald og viðgerðir þyrftu að vera í lágmarki, hver dagur í viðhald og viðgerðir, er tapaður dagur á sjó. Það er að segja engin innkoma. Almennilegur bátur sem hægt væri að ná árangri á, kostar mjög mikið. Fyrir unga menn er það mjög erfitt hefja útgerð í þessum útgerðarflokki því miður, það vantar hvata í kerfið.
Það er hægt að útbúa almennilegt kerfi sem að hentar þessum flokki smábáta, það þarf hinsvegar töluverða vinnu, vilja stjórnvalda og samstarf við þá sem í greininni starfa, ekki bara af einu landsvæði, heldur af landinu öllu.
Ef kerfi er hannað eftir einu landsvæði þá hentar það alls ekki því næsta.
Þess ber einnig að geta að flestir handfærabátar eru þeir einu við Ísland sem nota eingöngu rafmagn á meðan á veiðum stendur, rafmagnið er hlaðið með landrafmagni við bryggju og einnig hleður aðalvél bátanna á útleið. Svo þegar á miðin er komið stöðva menn aðalvél bátsins og nota einungis rafmagn á meðan á veiðum stendur.
Hef ég stundað þessar veiðar í 8 ár og hélt ég að þetta væri mín leið til þess að byggja upp mitt fyrirtæki hægt og rólega. Sú er ekki raunin, raunin er sú að það kemst enginn upp úr strandveiðikerfinu í núverandi mynd, því miður.
Í viðhengi er áhugavert skjal er varðar strandveiðikerfið.
Hólmar H. Unnsteinsson
ViðhengiGóðan dag.
Ég tek undir umsögn Smábátafélagsins Hrolllaugs, og bæti við:
Afnema ætti allan byggðakvóta, og setja hann í strandveiðikerfið. Byggðakvótakerfið hefur verið misnotað svo árum skiptir.
Við þurfum að vera samstíga í að bæta strandveiðikerfið okkar, ekki hygla einu svæði fyrir annað, við verðum einnig að átta okkur á því að mið eru mismunandi eftir árstímum og landsvæðum. Fái menn til dæmis úthlutuða daga yfir allt árið (1.sept-31.ágúst) gæti það haft jákvæð áhrif eins og:
• Eykur jafnvægi innan kerfisins
• Minnkar toppa og lægðir í upphafi og lok sumars á fiskmörkuðum, sem og í upphafi og lok hvers mánaðar
• Álag á starfsmenn hafna og fiskmarkaða dreifist meira yfir árið (minna um skyndilegan dauðan tíma hjá starfsmönnum)
• Líf er í höfnum landins lengur en bara í 4 mánuði á ári
• Aukið öryggi því að menn yrðu ekki lengur í ólympískum veiðum
• Minnkar álag á Vaktstöð siglinga
• Hægt að sækja þegar að fiskurinn er á heimamiðum.
• Sumir gætu jafnvel haft þetta að heilsársatvinnu.
Hér eru svo tillögur að breytingum á strandveiðikerfinu að mínu mati.
• 60 dagar á bát á ári, óháð landssvæði, mánuðum, eða dögum.
• Dögunum úthlutað þann 1. september á ári hverju
• Aflahámark á dag mætti vera 1.000 kg af óslægðum þorski.
• Menn verða að fá að ákveða það sjálfir hvort að það borgi sig að róa um helgar eða á öðrum rauðum dögum.
• Heimila strandveiðibátum að leigja til sín ufsakvóta samhliða ákveðnum dagsskammti af þorski.
• Heimila strandveiðibátum að sækja 650 þorskígildi á dag, og leigja til sín þorskkvóta ef að aflinn fer umfram það.
- Með þessu gæti opnast leið inn í kvótakerfið, en strandveiðikerfið á að vera inngangur fyrir nýliða í kvótkerfið ekki satt?
• Afnema sérstakt gjald vegna strandveiða.
Kerfið verður að vera raunhæfur kostur fyrir nýliða, en eins og það er sett upp í dag er það ekki.
Til þess að ná árangri í þessari atvinnugrein á flestum stöðum á landinu þarf yfirleitt hraðgengan bát (til þess að komast á góð mið innan þess tímaramma sem er gefinn).
Viðhald og viðgerðir þyrftu að vera í lágmarki, hver dagur í viðhald og viðgerðir, er tapaður dagur á sjó. Það er að segja engin innkoma. Almennilegur bátur sem hægt væri að ná árangri á, kostar mjög mikið. Fyrir unga menn er það mjög erfitt hefja útgerð í þessum útgerðarflokki því miður, það vantar hvata í kerfið.
Það er hægt að útbúa almennilegt kerfi sem að hentar þessum flokki smábáta, það þarf hinsvegar töluverða vinnu, vilja stjórnvalda og samstarf við þá sem í greininni starfa, ekki bara af einu landsvæði, heldur af landinu öllu.
Ef kerfi er hannað eftir einu landsvæði þá hentar það alls ekki því næsta.
Þess ber einnig að geta að flestir handfærabátar eru þeir einu við Ísland sem nota eingöngu rafmagn á meðan á veiðum stendur, rafmagnið er hlaðið með landrafmagni við bryggju og einnig hleður aðalvél bátanna á útleið. Svo þegar á miðin er komið stöðva menn aðalvél bátsins og nota einungis rafmagn á meðan á veiðum stendur.
Hef ég stundað þessar veiðar í 8 ár og hélt ég að þetta væri mín leið til þess að byggja upp mitt fyrirtæki hægt og rólega. Sú er ekki raunin, raunin er sú að það kemst enginn upp úr strandveiðikerfinu í núverandi mynd, því miður.
Í viðhengi er áhugavert skjal er varðar strandveiðikerfið.
Hólmar H. Unnsteinsson
Varðandi 15. grein b. Almennur byggðakvóti.
Legg til að vinnsluskylda verði afnumin fyrir þær tegundir sem ekki er neinn vinnsluaðili fyrir á viðkomandi svæði. Löndunarskylda verði þó áfram.
Varðandi 15. grein d. Strandveiðar.
Þar sem strandveiðar hafa sannað hlut sinn hvað varðar, nýliðun, atvinnulífi og styrkingu viðkvæmra byggðarlaga tel ég að tryggja þurfi strandveiðisjómönnum 48 veiðidaga á ári. Ég tel einnig að lengja þurfi tímabilið í 6 mánuði frá 1. apríl til 30. september. Þannig gætu t.d. grásleppusjómenn náð sínum dögum jafnvel þótt veiðitímabil grásleppu á þeirra svæði ljúki ekki fyrr en þegar liðið er á sumarið. Einnig er fiskgengd misjöfn eftir mánuðum á milli svæða. Varðandi niðurfellingu strandveiðileyfis tel ég að það ætti ekki að vera bundið við næstu mánaðamót eftir uppsögn útgerðar heldur næsta virka dag. Strandveiðileyfi tekur gildi um leið og greitt hefur verið fyrir það þannig að það ætti heldur ekki að vera neinn hængur á því að afturkalla það jafnfljótt.
Varðandi 15. grein e. Línuívilnun.
Ég tel að þetta sé barn síns tíma, var sett á til þess að stuðla að atvinnu í landi, að mínu mati ætti að færa þennan hluta úthlutunar til strandveiðikerfisins þar sem atvinnusköpun í landi er mun meiri vegna þeirra.
Varðandi 15. grein f. Veiðar í tengslum við ferðaþjónustu.
Í greininni er þessi setning „Ráðherra skal á grundvelli fjárheimildar í fjárlögum ákvarða fjárveitingu til rannsóknasjóðs til að auka verðmæti sjávarfangs“ Mér finnst undarlegt að þessi setning sé á þessum stað í frumvarpinu. Það lítur þannig út að ferðaþjónustu tengdar veiðar eigi að standa straum af þessum rannsóknum. Í þessari grein set ég einnig spurningarmerki við brottkast afla eða öllu heldur viðurlög við því. Smáfiskur sem dreginn er upp af 10 til 20 metra dýpi á sjóstöng hefur alla möguleika á því að vaxa og dafna í nýtanlega stærð sé honum sleppt aftur í sjóinn þótt fiskur sem dreginn er upp af miklu dýpi lifandi eða dauður hafi það ekki. Svipting veiðileyfis er að mínu mati yfirskot í þessu tilfelli. Einnig má minna á að færst hefur í vöxt að „veiða og sleppa“ þar sem sportveiðimenn erlendir sem innlendir margir vilja ekki deyða bráðina.
Virðingarfyllst, Skarphéðinn Ásbjörnsson
Í viðhengi er umsögn Borgarfjarðarhrepps.
ViðhengiMeðfylgjandi í viðhengi er umsögn Vesturbyggðar.
ViðhengiÍslenskt fiskveiðikerfi er komið á nákvæmlega sama stað og einokunarverslun dana var hér á árum áður. Konungútgerð og vistband, léns herrar á hverju landshorni sem sjúga arðsemina alla úr fiskimiðum þjóðarinnar og um leið gera allt til þess að halda þjóðinni, eigendum auðlindana frá nýtingu þeirra. Siðleysið er svo mikið að það nær nýjum hæðum ár frá ári.Ef óbreyttur almúgamaður hyggst sækja í sýna eigin auðlind þá skal það gert með því að greiða lénsherrunum háa leigu fyrir aðgengið og skal sú leiga endurnýjuð árlega svo að arðsemin renni öll í sömu vasa lénsherrana. Villuljós byggðarkvótans er augljóst , arðurinn rennur allur til lénsherrana sem sitja hver í sínu horni og nudda saman fingrum og gleðjast yfir því hvernig þeir geti komist upp með það að taka allan arð til sín án þess svo mikið að setja bát á veiðar. Lénsherran gleðst líka á hverju kvöldi þegar hann hugsar til þess hvernig hann er með meirihluta alþingis Íslendinga í vasanum, sama vasa og hann setur arð þjóðarinnar í. Hann nýtir sér þá þingmenn sem hann er með í vasa sýnum til þess að koma í veg fyrir það að þjóðin fái mannsæmandi aðgengi að sýnum eigin auðlindum. Ef það er raunin að hægt sé að fá byggðarkvóta á móti eldislaxi þá ætti þjóðin að láta á það reyna hvað mikill byggðarkvóti fæst á móti hverri gæs sem veiðimaður skýtur, hverju krækiberi sem týnt er, hverri rollu sem bóndi hefur á fjalli og svo mætti lengi telja. Mannréttindi íslenskra þjóðfélagsþegna eru fóti troðin á hverjum degi hér í þessu landi. Sá raunveruleiki sem hér er við lýði er ekkert öðrvísi en hér fyrr á öldum þar sem þjóðin var kúguð af einokun lénsherrana. Það er komið nóg. Hér er linkur inn á umsögn smábátafélagsins Hrollaugs vegna frumvarps sjávarútvegsráðherra um strandveiðar, byggðarkvóta,bætur og fleira. Takið þessa umsögn og sendið hana inn í samráðsgáttina. Takið umsögnina inn í þau smábátafélög sem þið tilheyrið og gerið hana að ykkar. Látið ekki kúga ykkur til hlýðni hvar sem þið eruð og notið atkvæðin ykkar hvar sem þið þurfið að nýta ykkur kostningarrétt ykkar til að kjósa almannahag til heilla. Lýðræðið vill varla þessa lénsherra til að halda þjóðinni frá nýtingu auðlinda sinna.Síðasti dagur er í dag til umsagna við frumvarpið sem miðar að því að viðhalda einokunarnýtingu fiskimiða okkar handa útvöldum lénsherrum (Sægreifum)
Frumvarp þetta er með öllu enn eitt villuljósið sem þjóðinni er boðið upp á og alls ekki hannað með almannahagsmuni í huga. Hér er á ferðinni enn eitt frumvarpið sem miðar að því að færa arðsemi sjávarútvegsauðlindarinnar frá þjóðinni og byggðunum í hendur stærstu handhafa aflaheimilda í landinu. Frumvarpið hvetur til áframhaldandi samþjöppunar aflaheimilda og tryggir sægreifum hámarks arðsemi í gegnum leiguframsalsrétt þeirra umfram aflaheimilda sem þeir hafa komist yfir í gegnum tíðina og veiða ekki sjálfir. Frumvarpið og byggðarkvótakerfið brýtur líklega samkeppnislög. Líklega hefur byggðarkvótakerfið brotið þau lög og reglur frá upphafi. Kominn er tími til að leggja byggðarkvótakerfið alfarið niður og nýta þær heimildir sem þar hafa verið settar til almennrar uppbyggingar í gegnum strandveiðikerfið sem er það kerfi sem þjóðin óskar sér en er vísvitandi svelt af aflaheimildum . Byggðakvótakerfið hefur verið annsi lengi við lýði en kerfið hefur ekki gert nokkurn skapaðan hlut fyrir þær byggðir sem fengið hafa til sín þær heimildir vegna þess að arðsemin í kerfinu er flutt í aðra vasa jafnvel áður en nýting byggðarkvótaheimildana er hafin. Talað er um innan þeirra byggða þar sem laxeldi er í uppbyggingu að hvert tonn af slátruðum laxi sé notað sem mótframlag við byggðarkvóta. Það er ekkert eðlilegt við að það ef það sé raunin og það þarf að kanna . Frumvarpinu er ætlað að tryggja handhöfum aflaheimilda og þeim sem ná að draga til sín arðsemi byggðarkvóta þennan fyrirsjáanleika til 6 ára og þar með halda þjóðinni og almannahag frá nýtingu sinna eigin auðlinda með mannsæmandi hætti í að minnsta kosti næstu 6 árin. Það sér hver maður hvers vegna 6 ár eru notuð því sjávarútvegsráðherra og ríkistjórnin reiknar ekki með að þeirra flokkar verði í ríkistjórn á næsta kjörtímabili heldur reiknar hann með að þau verði það eftir um það bil 6 ár og geti þá haldið áfram sérhagsmunum til heilla.Strandveiðikerfið er það kerfi þar sem almannahagsmunir liggja og enginn svokallaður sægreifi hefur komist með klærnar og puttana í til misnotkunar eða arðráns. Aldrei hefur ásókn til strandveiða verið meiri en 2020 sem sýnir þörf þjóðarinnar á eflingu kerfisins. Um 700 bátar stunduðu þessar veiðar 2020 og fjölguninni ber að fagna því það þýðir aukningu á störfum og mikins áhuga þjóðarinnar á því að hér verði eitt öflugt strandveiðikerfi með nægum heimildum almannahagsmunum til heilla. Strandveiðikerfið er almennt kerfi til uppbyggingar atvinnu allt í kringum landið og hefur sannað sig sem slíkt, kerfi sem virðir mannréttindi og kerfi sem veitir þjóðinni jafnt aðgengi að nýtingu sinna eigin auðlinda hvar á landinu sem þau búa en ekki bara einhverjum útvöldum sægreifum sem sjúga arðsemi auðlindarinnar burt úr byggðum landsins og frá þjóðinni og fara jafnvel með arðinn úr landi við firsta tækifæri. Það eru mannréttindi þjóðarinnar að hafa mannsæmandi nýtingarrétt á auðlindum sínum og mannréttindi og almannahagsmunir er það sem þeir sem kosnir eru til alþingis eiga að vera að vinna að og engu öðru. Það kemur ekki á óvart að í frumvarpi þessu er ætlun sjávarútvegsráðherra að koma í veg fyrir þá eflingu sem þjóðin hefur óskað eftir á strandveiðikerfinu allt í kringum landið og eru almannahagsmunir. Hans stefna virðist vera að draga alla arðsemi 5,3% hluta aflaheimilda sem ríkið heldur utan um til núverandi handhafa aflaheimilda.
Það kemur skýrt fram hver þjóðarviljinn er þegar kemur að strandveiðikerfinu. Vitnum við hér í skýrslu byggðarstofnunar á könnun „Útekt á stranveiðikerfinu haustið 2019“ á meðal strandveiðimanna og hagsmunaaðila. Þar kemur glöggt fram hvernig þjóðin vill nýta þær 5,3% heimildir sem ríkið hefur yfir að ráða. Þjóðin vill allar þessar heimildir til strandveiða vegna þess að það kerfi hefur aldrei verið elft með mannsæmandi hætti þó þjóðin óski eftir því á hverju einasta ári. Þörfin á eflingu strandveiðikerfisins liggur alveg ljós fyrir og það liggur alveg ljóst fyrir hvernig á gera það og hvernig þjóðin vill að kerfið verði úr garði gjört svo það virði mannréttindi og nýtist almannahag og byggðum landsins til fullnustu við atvinnuuppbyggingu allt í kringum landið þjóðinni og almannahag til heilla. Þjóðin vill fá hið mynnsta tryggða 48 róðradaga á ári og þjóðin á að fá allt árið til þess að nýta sína daga innan strandveiða svo að allir sem í því kerfi vilja starfa njóti sannmælis og að fiskur verði veiddur á þeirra heimaslóð þegar hann er þar, og þegar hann er sem verðmætastur fyrir land, byggðir og þjóð. Þannig tryggjum við hámarks verðmætsköpun við veiðarnar, dreifða nýtingu fiskimiða, öfluga atvinnuuppbyggingu og að arðurinn verður eftir í héraði hjá fólkinu sem þar býr í hinum dreifðu byggðum sem getur svo nýtt hann til áframhaldandi uppbyggingar á sinni heimaslóð.Öll lög um bætur frá þjóðinni til þeirra sem á aflaheimildum halda á að afnema eða hið mynnsta að hanna þannig að hafið verði yfir allan vafa að þjóðin sé ekki bótaskild til þeirra sem hafa yfir að ráða aflaheimildum eða bótaskild til þeirra sem telja sig eiga samkvæmt lögum að fá úthlutaðar heimildir sér til einkanota vegna einhverskonar ágalla í fiskveiðilögum. Bregðist fiskimið er það útgerðarmannsins að taka það áfall en þjóðin á ekki að þurfa koma með bætur handa viðkomandi útgerð en mætti koma með bætur til byggðarlaga í formi fjárstyrkja. Nægt er hið almenna áfall um brostinn fiskimið fyrir þjóðina þegar og ef svo ber til. Byggðarkvóti, sértækur byggðarkvóti, skelbætur, rækjubætur, hlutdeild til að bregðast við áföllum er ekkert annað en úr sér genging fiskveiðistjórn og sýnir að ekki er verið að hugsa um almannahag og mannréttindi heldur bara arðsemi einstakra sægreifa. Flækjustig fiskveiðikerfisins nær nýjum hæðum í frumvarpi þessu og gloppur og göt og hvatar munu sjá til þess að arðurinn verður allur dreginn frá byggðum landsins í vasa örfárra sægreifa. Halda á þjóðinni frá mannsæmandi nýtingu á sínum eigin auðlindum í stað þess að lýta til frábærrar frammtistöðu nágrannaríkja okkar t.d eins og í Noregi við nýtingu sinna auðlinda Norskri þjóð og almannahag þar til heilla.
Byggðarkvóti
Byggðarkvóti eða sértækur byggðarkvóti er ekki sá bjargvættur byggða sem nafnið gefur til kynna á að hann sé og hefur aldrei verið. Hann er villuljós eins og notað var fyrr á öldum til þess að villa um fyrir sæfarendum og koma þeim í strand. Það er vegna þess að arðsemin úr þessu kerfi rennur allur í sömu hendurnar. Hendur núverandi sægreifa,stórútgerða og þeirra sem á aflaheimildum þjóðarinnar halda. Fjölmörg dæmi eru um að byggðarkvóti sé veiddur og unnin af útgerðarrisum í kringum landið en fer ekki til þeirra sem raunverulega þurfa á honum að halda. Jafnvel veiddur af togurum og netabátum á sem óumhverfisvænansta máta sem hugsast getur. Byggðarkvótinn hefur skapað hér mjög óheilbryggt umhverfi innan fiskveiðistjórnunarkerfisins.Byggðarkvótakerfið er það sem heldur uppi eftirspurn á leigukvóta af kvótagreifum og þar með mjög háu leiguverði aflaheimilda í landinu. Ef þú átt ekki kvóta þarft þú að leigja til þín 2 til 3 tonn af þorski á móti hverju tonni sem þú færð í byggðarkvóta. Þannig rennur arðurinn úr byggðarkvótakerfinu og byggðunum til sægreifa í formi leigutekna sem búa yfirleitt ekki i hinum brotnu byggðum. Arðsemin er soguð út úr kerfinu strax þegar sægreifinn fær sitt háa verð sem leigusali aflaheimilda. Það myndast hvati í fiskveiðikerfinu fyrir sægreifa að þjappa saman aflaheimildum og komast yfir meira afheimildir en þeir þurfa til eigin veiða vegna þess að mikil eftirspurn er eftir því að leigja af þeim heimildirnar á háu verði til að kvótalausir geti fengið byggðarkvóta á móti leigðum heimildum. Verð á leigðum heimildum hækkar og lítið sem ekkert fæst fyrir að veiða þær fyrir það eitt að fá byggðarkvóta á móti.Þeir sem eiga aflaheimildir þurfa ekki að leigja til sín heimildir af sægreifum heldur velja sér bara löndunarhöfn þar sem lýklegt er að mikils byggðarkvóta sé að vænta á móti sínum eigin og taka svo alla arðsemi úr byggðunum heim til sín hvar í heiminum sem þeir búa.Arðurinn fer allur úr byggðarlaginu og heim til sægreifans þar sem hann býr og ekki svo mikið til hinna brotnu byggða. Allt er þetta á sömu höndina, sægreifinn græðir en aðrir ekki.Innbyggði hvatinn sem búin er til með byggðarkvótakerfinu til þess að leigja af sægreifum eru mörg þúsundir tonna af þorski á ári og þetta drífur leigumarkað með aflaheimildir á Íslandi af sægreifum sem eiga orðið miklu meira af heimildum en þeir þurfa til eigin veiða og þar með talið leiguverð á þeim. Arðurinn fer til sægreifans sem býr bara þar sem hann vill í heiminum og leigir frá sér aflaheimildirnar en verður ekki eftir í byggðarlaginu eins og villuljósið gefur til kynna. Meðal annars vegna þessa sem upp er talið mun byggðarkvótinn aldrei hjálpa þessum byggðum vegna þess að arðseminn er tekinn burt af staðnum jafn óðum af fólki sem ekki er með fasta búsetu á svæðinu. Engin arðsemi verður eftir í byggðunum og þess vegna eru þessar brotnu byggðir alltaf brotnar byggðir því engin arðsemi innan byggðarlagsins þýðir engin raunveruleg uppbygging innan byggðarlagsins.
Stenst byggðarkvótakerfið samkeppnislög ?
Spurning er hvort byggðarkvóti standist samkeppnislög. Það verður að fá úr því skorið hjá samkeppniseftirlitinu strax. Ef ekki mun þjóðin krefjast þess og leita sjálf til viðkomadi yfirvalda til að fá úr því skorið. Þeir sem fá úthlutaðan byggðarkvóta halda uppi eftirspurn eftir leigðum aflaheimildum í fiskveiðikerfinu af útgerðarmönnum sem eru komnir með allt of mikið af heimildum en þeir nota sjálfir til eigin veiða. Allt í kringum landið eru svo kvótalausar útgerðir sem þurfa að leigja til sín aflaheimildir á allt of háu verði vegna eftirspurnar frá útgerðum sem leigja til sín aflaheimildir og fá byggðarkvóta á móti þeim heimildum. Þetta veldur því að sá sem gerir út kvótalausan bát og fær ekki byggðarkvóta stendur ekki jafnfætis þeim sem gerir út kvótalausan bát og fær byggðarkvóta þegar aflaheimildir eru leigðar á almennum markaði. Þannig er samkeppni um leigðar aflaheimildir skökk og þeim sem fær byggðarkvóta veitt samkeppnisforskot á að leigja til sín aflaheimildir vegna þess að hann fær byggðarkvóta á móti þeim heimildum en hinn aðilinn ekki. Verðið á leigu heimildum spennist upp úr öllu valdi og er svona hátt sem það er vegna mikillar eftirspurnar frá útgerðum sem þiggja byggðarkvóta .Ef byggðarkvóti væri hér ekki stæðu allir kvótalausar útgerðir jafnfætis samkeppnislega þegar þær leigja til sín aflaheimildir af sægreifum og verð á leigðum heimildum myndi lækka gríðarlega. Sé þetta brot á samkeppnislögum sem það lýtur út fyrir að vera þá er þetta alvarlegt brot. Kanna þarf líka hvort brögð hafi verið á því að handhafar byggðarkvóta hafi náð að leigja hann frá sér í stað þess að veiða hann og landa í þeim byggðum sem honum var ætlað.
Vinnsla á byggðarkvóta heima í héraði .
Skilirt er að byggðarkvóti og heimildir á móti byggðarkvóta sé unnið í fiskvinnlum á þeim stöðum þar sem byggðakvóta er úthlutað en þó með hugsanlegum undantekningum. Hefur það verið raunin í nýtingu byggðarkvótans? Áður en sett eru lög og reglur um hvernig skuli vinna þann afla sem úr byggðarkvótakerfinu kemur þarf að liggja skýrt fyrir hvað sé fiskvinnsla og hvað ekki og hvernig við ætlum að skapa virðisauka í sjávarútvegsauðlind okkar.
Hvað er fiskvinnsla ?
Skilgreina þarf hvað sé fiskvinnsla og hvað ekki.
· Er það fiskvinnsla ef fiskur er tekinn úr bát og honum keyrt í gegnum einar dyr á fiskvinnsluhúsi og út um aðrar?
· Er nóg að slægja fisk inni í húsi til að kalla það fiskvinnslu?
· Er nóg að ísa yfir landaðan fisk inni í fiskvinnsluhúsi til að það kallist fiskvinnsla?
Nei það er ekki nóg, allt þetta er hægt að gera um borð í þeim bátum sem veiða fiskinn og slægja hann þar. Kallast þeir bátar sem koma með slægðan fisk í land fiskvinnslubátar ?
Fiskvinnsla er matvælavinnsla sem hlýtur að hafa það að markmiði að hámarka virði þess hráefnis sem í gegnum vinnsluna fer.Það þarf að setja sem algjört skilirði að að allar þær fiskvinnslur sem taka á móti byggðarkvóta fullvinni fiskinn heima í héraði svo að verðmætin og virðisaukinn verði eftir þar. Annað er sóun á verðmætasköpunarmöguleikum byggðana og þjóðarinnar og tækifærum hina brotnu byggða til þess að skapa sér störf og arðsemi úr byggðarkvótanum til áframhaldandi uppbyggingar. Fiskur fer í gegnum mismunandi virðisaukandi ferla á leið sinni í gegnum fiskvinnslur og þeim mun fleiri virðisaukandi ferlar sem fiskurinn fer í gegnum í vinnslunum þeim mun meiri arðsemi er að vænta af hverjum og einum veiddum fiski. Lokaafurðin á alltaf að vera tilbúin afurð á disk neytendans svo að ekki verði eftir ónýttir virðisaukandi ferlar til þess að auka virði afurðana sem jafnvel er gert í vinnslum einhverstaðar úti í heimi. Í raun og veru ætti hér að setja lög í landinu á allan fisk sem veiddur er hér við land að hann meigi ekki fara úr landinu nema sem fullunnin vara. Þannig verður virðisaukinn eftir hér á landi en ekki búin til handa öðrum þjóðum til að skapa sér. Þannig hámörkum við arðsemi á nýtingu á okkar eigin auðlindum landi og þjóð til mikillar heilla. Þekking og reynsla þarf að vera til staðar allt í kringum landið til þess að framkvæma þetta, og ekki síst þarf að vera til þekking á þeim ferlum afurðana sem ekki skapa virðisauka í vörurnar og þeim ferlum þarf að útrýma á sama tíma svo að þeir ferla éti ekki upp alla arðsemi í virðisaukandi ferlum vörunar. Arðbær fiskvinnsla er nefninlega ekki sjálfgefin, eins og reynslan hefur sýnt okkur Íslendinum í gegnum okkar sögu.
Hverjir manna svo þessi störf?
Skilirði ætti að setja á allar þær byggðir sem ætlaður er byggðarkvóti að fólk með fasta búsetu á staðnum vinni við veiðar og vinnslu byggðarkvótans og eigi með öllu þær vinnslur og skip sem notuð eru við veiðar og vinnslu innan hérðsins. Annars er þetta bara ætlað núvernandi sægreifum til að mjólka arðsemina burtu af svæðinu sem það gerir í núverandi mynd. Fáist heimamenn ekki til þess þá þarfnast byggðin ekki byggðarkvótans. Fjölmörg dæmi eru um að sett sé upp einskonar fiskvinnsla þar sem fiskur fer í gegn, jafnvel í sama formi og hann kemur upp úr skipi. Fiskurinn er alls ekki fullunnin og tilbúin á disk neytenda í þessum byggðum og nánast enginn heimamaður vinnur hvorki veiðarnar né vinnslurnar og fæst ekki til þess. Flytja þarf inn aðkomufólk á staðina til þess að manna þessi störf því heimamenn annað hvort vilja ekki vinna við þetta eða eru bara í öðrum störfum. Það skapar engin verðmæti innan héraðs að flytja inn aðkomufólk til þess að starfa við veiðar og vinnslu á byggðarkvóta á skipum og í vinnslum sem eru jafnvel ekki í raunverulegri eigu raunverulegra heimamanna. Sama sagan, arðsemin fer eitthvað annað en til hinna brotnu byggða. Fyrir hvern er þetta þá gert? Þetta er nefninlega sér hannað kerfi fyrir núverandi handhafa aflaheimilda „sægreifa „ til þess að sjúga til sín alla mögulega arðsemi sem byggðarkvótinn gæti skilað viðkomandi byggðum. Raunverulegar fiskvinnslur sem vinna fisk í gegnum alla þá ferla sem hámarka vermæti hans þurfa ekki að vera í hverju þorpi á Íslandi, þær eiga bara að vera þar sem mannauður til þess er, þekking og reynsla er til staðar. Veiðarnar geta hinsvegar verið stundaðar allstaðar þar sem fiskur gengur allt í kringum landið og allir staðir í kringum landið liggja vel við fiskimiðum en fiskimiðin eru arðbær á mismunandi tímum eftir svæðum.
Það liggur algerlega fyrir að byggðarkvótakerfið er ekki að skila byggðum þeim ávinningi og arðsemi sem það ætti að gera. Byggðarkvótakerfið er pólitíst kerfi sem auðvelt er að misnota og það er gert. Slík kerfi eiga ekki að eiga heima innan auðlindanýtingar Íslendinga og það eru ekki almannahagsmunir að slíkt kerfi sé við lýði innan fiskveiðistjórnunar Íslendinga.Arðsemin fer öll annað og mest í hendur þeirra sem nú þegar halda á miklum aflaheimildum og til þeirra sem skapa aukið virði í þær afurðir sem úr byggðarkvóta koma sem oftar en ekki er skapað í öðrum löndum en á Íslandi . Þetta kerfi á að leggja niður strax og allar heimildir innan þess að vera settar í strandveiðikerfið sem hefur sínt sig sem kerfi sem skapar störf innan héraðana sem unnin eru af heimafólki byggðana og eflir þær. Enginn sægreifi tekur arðsemina úr strandveiðikerfinu heldur verður hún eftir heima í héraði til áframhaldandi uppbyggingar.Fiskvinnslur verða til á þeim stöðum þar sem það er hagkvæmt. Það tekur tíma að byggja upp byggðir í kringum landið og það gerist ekki nema arðurinn verði eftir í byggðunum.
Brotnar byggðir
Skilgreina þarf hvað er brotin byggð og hvað ekki með raunsæum hætti. Fjöldi íbúa í hverri byggð hefur ekkert um það að segja hvort byggð sé brotin eða ekki. Það eru atvinnuleysistölur hverrar byggðar sem gefur raunverulega þá stöðu sem byggðin er í. Það er að segja raunverulegar atvinnuleysistölur á fólki sem leitar sér vinnu en finnur hana ekki að frádregnum þeim sem eru atvinnulausir af því þeir nenna ekki að vinna.Ef byggðir liggja þétt saman eins og víða þá stundar fólk atvinnu jafnvel í næsta byggðarlagi við sína heimabyggð sem er bara gott mál.Vegalengdirnar sem fólk ferðast til vinnu eru oftar en ekki styttri sem þetta fólk ferðast en það fólk sem stundar atvinnu innan höfuðborgarsvæðisins. Brottnar byggðir þarf að skilgreina upp á nýtt svo hafið sé yfir allan vafa hvað sé brotin byggð og hvað ekki.
Fiskmarkaðir
Fiskmarkaðir er það eina sem gefur rétta verðmyndun á veiddu sjávarfangi. Allur fiskur sama úr hvaða kerfi hann er veiddur í ætti að skylda til þess að vera settur á frjálsan fiskmarkað. Þannig myndast réttur samkeppnisgrundvöllur fyrir fiskvinnslur um veitt sjávarfang. Hæsta mögulega verð verður alltaf greitt til skipa en ekki fyrirfram ákveðin verð sem erfitt er að sjá í gegnum. Allt sjávarfang sem fer svo í gegnum þessa markaði á svo að vera selt til fullvinnslu á afurðum innanlands og það sem fullbúin vara með hámarks virðisauka út úr landinu. Þannig sköpum við hámarks arðsemi á auðlindir okkar. Störf á fiskmörkuðum í kringum landið eru líka fjölmörg sem myndu aukast en meira ef allur fiskur færi á markað. Á hverju ári þá fer minna og minna af sjávarfangi í gegnum markaðina sem getur ekki talist eðlileg þróun ef við miðum okkur við eðlilegt markaðshagkerfi. Allan fisk á markað og síðan í fullvinnslu innanlands ætti að vera takmark hverrar þjóðar sem vill hámarka virði sinna eigin auðlinda og tryggja eðlilega samkeppni innanlands um hráefni til fullvinnslu.
Varasjóður með aflaheimildir
Hér er enn ein leiðin sem mun draga arðsemina beint til einstakra sægreifa hvar sem þeir búa.Nú er ríkið að veita einkafyrirtækjum fleiri milljarða í aðstoð vegna kreppuástands í heiminum. Í stað þess að hafa hér í frumvarpi þessu aflaheimildir sem varasjóð sem mun bara enda í vösum sömu handhafa aflaheimilda í dag eins og í byggðarkvótakerfinu á ríkið að setja beinharða styrki til byggða þessa lands sem orðið hafa fyrir áföllum. Ríkið réttlætir að moka skattpeningum inn í einkafyrirtæki vegna kreppuástands í dag. Það er enþá meiri réttlæting fólgin í því að setja þessa peninga beint inn í þær byggðir sem orðið hafa fyrir áföllum . Þar munu þeir raunverulega nýtast samfélögum til atvinnuubyggingar en ekki einstaka hluthöfum einkafyrirtækja eins og gert er í dag.
Það að ætla að nota til þess aflaheimildir er villuljós fyrir þjóðina þar sem allur arður þess varasjóðs mun renna í hendur handhafa aflaheimilda en ekki til hinna dreifðu byggða.
Umhverfisvænar veiðar
Allar heimildir 5,3% hluteildar ríkisins ættu að vera nýttar á sem umhverfisvænasta hátt fyrir land og þjóð og heimsbyggðina alla.Umhverfisvænustu veiðar sem stundaðar eru á Íslandi eru handfæraveiðar og þær veiðar eru einmitt skilirði innan strandveiðikerfisins . Þegar bátur stundar handfæraveiðar hefur hann slökkt á vélum skipsins og notar eingöngu rafmagn til veiðana. Vélarafl nýtir bátur á handfæraveiðum einungis til að koma sér til og frá höfn eða milli veiðisvæða. Langsamlega mesti tíminn af róðri hvers báts fer í veiðarnar sjálfar þar sem ekki er brenndur einn einasti líter af olíu. Þess má líka geta að við handfæraveiðar verður ekki mikil mengun til af veiðarfærum t.d eins og af heilu trolli sem eftir verður á hafsbotni,eða togveiðum sem skemma sjávarbotn. Línum eða drauganetum sem slitna niður og nást ekki upp sem drepa allan þann fisk þann tíma sem þau eru töpuð í sjó sem getur skipt áratugum. Nú ber ríkistjórnin sér reglulega á brjóst hversu umhverfisvæn hún er og hversu Ísland sé framarlega í loftslagsmálum og aðgerðum til að draga úr loftslagsmengun. Með því að setja allar heimildir innan 5,3% aflaheimilda ríkisins til strandveiða mun vera tyggt að þessar heimildir verði nýttar á sem umhverfisvæansta hátt sem mögulegt er að gera. Almannahag til heilla. Þá gæti Íslensk stjórnvöld sannarlega byrjað að berja sér á brjóst sem umhverfisvæn þjóð.
Öflugt Strandveiðikerfið. Kerfið sem þjóðin óskar eftir.
Það liggur alveg ljóst fyrir í frumvarpi þessu að sjávarútvegráðherra ætlar að koma fram skemmdarverkum á strandveiðikerfinu þvert á óskir og vilja þjóðarinnar og þar með gegn almannahagsmunum. Miðað við heimildir sem ætlaðar eru í pottana á yfirstandandi fiskveiðiári hefðu þorskheimildir til strandveiða samkvæmt frumvarpinu orðið 9.274 tonn, en ekki 10.000 tonn eins og var 2020 og dugði ekki. Frumvarpið gerir ráð fyrir að veiðikerfi strandveiða verði breytt og og það verði eins og það var árið 2017. Aflaheimildum skipt milli landsvæða og á tímabil. Veiðar stöðvaðar innan tímabila þegar heimildum hefur verið náð.Þá er veiði hvers leyfishafa takmörkuð við 12 daga í hverjum mánuði en það var ekki takmarkað þannig 2017. Ráðherra getur breytt veiðisvæðum eftir eigin hentugleika! Ekkert er um það í lögunum hvernig veiðisvæðin muni líta út. Hvaða aðferðarfræði á að nota þegar áætla á aflamagn á hvert svæði.Eina sanngjarna og rétta aðferðarfræðin er auðvitað að notast engöngu við fjölda báta á hverju veiðisvæði og ekkert annað til að njóta sannmælis og jafnræðis. Hvað á að gera við heimildir sem myndu brenna inni ef einhver svæði næðu ekki heimildum sínum innan svæðana.Þetta eru ekki þær breytingar sem þjóðin hefur óskað eftir á strandveiðikerfinu heldur ganga þær beint gegn þeim. Þetta fer beint gegn þörfum byggða og almannahagsmunum sem eru hið minnsta 48 dagar á bát allt fiskveiðiárið eins og svo eft hefur komið fram. Þessi skemmdarverk á almannahagsmunum ætlar sjávarútvegráðherra að festa í sessi næstu 6 árin eða svo. Það er niðurskurður á heimildum til strandveiða í frumvarpi þessu en ekki aukning eins og þjóðin hefur óskað svo lengi eftir og þarnast.. Allar heimildir sem brenna inni innan 5,3% heimilda ríkisins eiga að renna til byggðarkvóta, villuljóss í íslenskum sjávarútvegi. Það kemur ekki á óvart því það kerfi er hannað fyrir núverandi handhafa aflaheimilda til að sjúga arðsemina burt frá fólkinu og byggðunum.Frumvarpið miðar að því að færa þróun strandveiða til baka í fyrra horf sem er ekki það sem þjóðin óskar sér, „sjá könnum byggðarstofnunar um strandveiðikerfið“ sem framkvæmd var á meðal strandveiðimanna og hagsmunaaðlia árið 2019. Könnunin gefur skýrt til kynna þarfir þjóðarinnar á öflugu strandveiðikerfi og hvernig best sé að það sé hannað almannahagsmunum til heilla og þannig að það nýtist öllum landshlutum á sem bestan og hagkvæmasta hátt fyrir land og þjóð. Í könnuninni kemur fram að það þurfi að tryggja hverjum einasta bát hið mynnsta 48 daga til róðra á ári og að þessa daga megi nýta þegar strandveiðisjómaðurinn kýs sjálfur að gera það eins og gert er í öðrum fiskveiðikerfum Það eru almannahagsmunir og sjálfsögð mannréttindi að fólkið í landinu hafi almennilegt aðgengi og góð tækifæri til þess að nýta sína eigin auðlind til atvinnuuppbyggingar. Strandveiðikerfið er trúlega eitt það allra besta sem komið hefur inn í Íslenskan sjávarútveg núna á síðari árum enda skref í átt að mannréttindum og sanngirnis þjóðinni til heilla. Það sýnir sig á hverju ári þegar um 700 strandveiðibátar halda til veiða hve eftirspurnin hjá þjóðinni er mikil eftir því að vinna í því kerfi. Kerfið er dreift allt í kringum landið, líka til hinna brotnu byggða. Enginn sægreifi getur misnotað kerfið og arðsemi veiðana verður öll eftir í heimabyggð, atvinnuuppbyggingu,almannahag og umhverfinu til heilla. Þetta er kerfið sem á að fá allar 5,3% heimildir sem ríkið hefur yfir að ráða til þess að þær verði nýttar almannahag til heilla og á sem umhverfisvænasta hátt en renni ekki til núverandi handhafa aflaheimilda sem draga arðsemina burt úr byggðunum. Séu heimildir innan 5,3% heimilda ríkisins meiri en geta strandveiðiflotans til að veiða á 48 róðrum á bát yfir árið á að auka við dagafjöldan þannig að heimildirnar verði allar nýttar til strandveiða og munu þá veiðidagarnir verða fleiri en 48 . Oft hafa þingmenn og ráðherrar verið að skíla sér á bak við það að heimildir séu ekki fullnýttar innan kerfisins. Það skal heldur engan undrast hvers vegna það geti gerst. Í firsta lagi eru smábátar mjög háðir veðurfari en veðurfar er ekki mannana verk og ætti því að vera eina breytan sem stýrir því hvenar hægt er að róa. Nei kerfið er svo niður njörfað að það er beinlínist séð til þess með öllum þeim reglum innan kerfisins og takmörkunum að ekki náist alltaf að veiða það litla sem til er ætlað til veiðana. Hvers vegna skildi þjóðinni gert svona erfitt fyrir? Eru það almannahagsmunir sem valda þvi. Nei aldeilis ekki! Þarna er verið að ganga erinda þeirra sem vilja ekki að þjóðin geti fengið mannsæmandi rétt á nýtingu sinna eigin auðlinda. Íslensk þjóð horfir löngunaraugum til nágranna ríkja okkar eins og t.d Noregs hvernig þeir virða mannréttindi og almannahagsmuni með því að veita sinni þjóð þann rétt sem hún á til þess að nýta sína eigin auðlind sjálf. Þar er nýliðun og atvinnusköpun í sjávarútvegi mikil og það er vegna þess að tækifærin eru mikil innan þeirrar fiskveiðistjórnunarkerfis fyrir hvern sem er að hefja þar útgerð og meira að segja stórútgerð Noregs styður þá stefnu því siðferði þeirra er svo langt um ofar en siðferði hins Íslenska sægreifa og stjórnmálamanna. Einfalda á með öllu hvernig farið er með 5,3% heimildir þjóðarinnar sem ríkið heldur utan um og veita þeim inn í eitt einfalt kerfi sem eru strandveiðar og þar á allur fiskur að fara á almennan fiskmarkað. Það er það kerfi sem skilar almannahag mestum hagsmunum því það kerfi býr til raunveruleg störf í kringum landið,býr til raunveruleg tækifæri sem ekki er hægt að misnota og skilur arðsemina eftir hjá raunverulegum íbúum byggðana allt í kringum landið. Fiskvinnslur munu rísa þar sem það verður hagkvæmt og arðurinn verður eftir en ekki bara settar upp sem sýndarvinnsla til þess að fá til sín byggðarkvóta. Allur fiskur á að fara á fiskmarkað og þaðan í áframhaldandi fullvinnslur allt í kringum landið.
Svona á strandveiðikerfi íslenskrar fiskveiðiþjóðar að vera.
· Allar heimildir 5,3% hlutans renni til strandveiða. Aðeins eitt kerfi verði sem noti þær almannahag, atvinnusköpun, umhverfinu, nýliðun og hinum dreifðu byggðum til heilla.
· Koma þarf algjörlega í veg fyrir að innan strandveiðikerfisins séu aðilar að gera út báta sem þeir róa ekki á sjálfir því strandveiðikerfið á að vera fyrir þá sem vilja róa sjálfir á sínum eigin bátum.
· Einn bátur, í öllum tilfellum sannarlegur og raunverulegur eigandi hans um borð.
· Allir dagar eiga að vera veiðidagar eins og í öðrum kerfum.
· Engin bátur hættir á strandveiðum nema hann óski þess sjálfur eða klári hið mynnsta sína 48 daga á veiðum.
· Fjölga á svo dögum ofan á 48 daga ef strandveiðibátar klára ekki að veiða upp þær 5,3% heimildir sem ætlaðr eru á 48 dögum eða þær heimildi settar ofan á dagafjölda næsta fiskveiðiárs.
· Hægt verði að færa heimildir úr 5,3% heimilda ríkisins á milli fiskveiðiára í sama hlutfalli og úr öðrum fiskveiðikerfum.
· Aflaþak á dag í þorski má vera það sama og er í núverandi strandveiðikerfi að undanskildum Ufsa sem á að vera algerlega frjáls vegna vanýtingar hans innan fiskveiðikerfisins almennt.
· Aflaverðmæti ufsa renni 100% til útgerðar og af honum séu greidd veiðigjöld í samræmi við aðra útgerðarflokka
· Rúllufjöldi má vera 4 handfærarúllur eins og verið hefur.
· Auka á veiðigjald þjóðarinnar á nýtingu auðlindarinnar jafnt á strandveiðar og öðrum kerfum svo allir, hvar sem þeir eru í þjóðfélaginu muni njóta arðsemi auðlindanna.
· Strandveiðikerfið á að vera opið allt árið svo að samfélögin allt í kringum landið geti nýtt sín heimamið þegar verðmætur fiskur er á þeim svæðum.
Þetta er strandveiðikerfið sem þjóðin á skilið og er almannahaga til heilla og þjóðin kallar eftir. Atvinnuuppbygging mun hefjast um allt land og störf og arðsemi mun verða eftir í öllum byggðum í kringum landið sem er það sem við hljótum að vilja þjóð okkar. Mannréttindi munu verða virt og tækifæri þjóðrarinnar til nýtingu sinna eigin auðlinda (Lífsbjörgin) mun verða raunverulegt. Nýliðun í útgerð mun stóraukast og núverandi og komandi kynslóðum mun verða kleift að halda áfram atvinnubyggingu í sinni heimabyggð þjóðinni allri til heilla. Sátt mun skapast um fiskveiðistjórnunarkerfið á meðal þjóðarinnar og komani kynslóðum verður gert kleift að nýta sér lífsbjörgina allt í kringum landið með raunverulegu og sanngjörnu tækifæri kjósi það að gera það. Staðreyndin er þessi, almannahagsmunir og vilji krefst þess að búið verið til eitt öflugt strandveiðikerfi með þeim aflaheimildum sem ríki hefur yfir að ráða en þær ekki nýttar til áframhaldandi arðsemis þjófnaðar frá almenningi og byggðum allt í kringum landið af örfáum sægreifum. Fólkið í landinu býr við fordæmalausan ójöfnuð þegar kemur að nýtingu sinna eigin auðlinda og tækifæra í sjávarútvegi. Það er einmitt vegna þess sem við höfum hér brotnar byggðir atvinnuleysi og fátækt. Umhverfið fengi að njóta vafans eins og það á alltaf að fá að gera með því að veiða þessar heimildir allar á handfærakróka. Flækjustig sjávarútvegs á Íslandi mun stór minnka sem gefur stjórnvöldum betri yfirsýn yfir hvernig fiskveiðikerfið vinnur. Ég skora hér með á þá stjórnmálamenn sem láta sér velferð þjóðarinnar að einhverju verða að efla strandveiðikerfið svo um munar og setja alla 5,3% heimildir þjóðarinnar til strandveiða , þjóðin á það skilið,byggðir landsins eiga það skilið og samfélögin þarfnast þess. Þjóðin hefur lengi kallað eftir því að hér verði til eitt öflugt strandveiðikerfi og nú hafiði tækifæri til þess.
Frumvarp þetta er með öllu enn eitt villuljósið sem þjóðinni er boðið upp á og alls ekki hannað með almannahagsmuni í huga. Hér er á ferðinni enn eitt frumvarpið sem miðar að því að færa arðsemi sjávarútvegsauðlindarinnar frá þjóðinni og byggðunum í hendur stærstu handhafa aflaheimilda í landinu. Frumvarpið hvetur til áframhaldandi samþjöppunar aflaheimilda og tryggir sægreifum hámarks arðsemi í gegnum leiguframsalsrétt þeirra umfram aflaheimilda sem þeir hafa komist yfir í gegnum tíðina og veiða ekki sjálfir. Frumvarpið og byggðarkvótakerfið brýtur líklega samkeppnislög. Líklega hefur byggðarkvótakerfið brotið þau lög og reglur frá upphafi. Kominn er tími til að leggja byggðarkvótakerfið alfarið niður og nýta þær heimildir sem þar hafa verið settar til almennrar uppbyggingar í gegnum strandveiðikerfið sem er það kerfi sem þjóðin óskar sér en er vísvitandi svelt af aflaheimildum . Byggðakvótakerfið hefur verið annsi lengi við lýði en kerfið hefur ekki gert nokkurn skapaðan hlut fyrir þær byggðir sem fengið hafa til sín þær heimildir vegna þess að arðsemin í kerfinu er flutt í aðra vasa jafnvel áður en nýting byggðarkvótaheimildana er hafin. Talað er um innan þeirra byggða þar sem laxeldi er í uppbyggingu að hvert tonn af slátruðum laxi sé notað sem mótframlag við byggðarkvóta. Það er ekkert eðlilegt við að það ef það sé raunin og það þarf að kanna . Frumvarpinu er ætlað að tryggja handhöfum aflaheimilda og þeim sem ná að draga til sín arðsemi byggðarkvóta þennan fyrirsjáanleika til 6 ára og þar með halda þjóðinni og almannahag frá nýtingu sinna eigin auðlinda með mannsæmandi hætti í að minnsta kosti næstu 6 árin. Það sér hver maður hvers vegna 6 ár eru notuð því sjávarútvegsráðherra og ríkistjórnin reiknar ekki með að þeirra flokkar verði í ríkistjórn á næsta kjörtímabili heldur reiknar hann með að þau verði það eftir um það bil 6 ár og geti þá haldið áfram sérhagsmunum til heilla.Strandveiðikerfið er það kerfi þar sem almannahagsmunir liggja og enginn svokallaður sægreifi hefur komist með klærnar og puttana í til misnotkunar eða arðráns. Aldrei hefur ásókn til strandveiða verið meiri en 2020 sem sýnir þörf þjóðarinnar á eflingu kerfisins. Um 700 bátar stunduðu þessar veiðar 2020 og fjölguninni ber að fagna því það þýðir aukningu á störfum og mikins áhuga þjóðarinnar á því að hér verði eitt öflugt strandveiðikerfi með nægum heimildum almannahagsmunum til heilla. Strandveiðikerfið er almennt kerfi til uppbyggingar atvinnu allt í kringum landið og hefur sannað sig sem slíkt, kerfi sem virðir mannréttindi og kerfi sem veitir þjóðinni jafnt aðgengi að nýtingu sinna eigin auðlinda hvar á landinu sem þau búa en ekki bara einhverjum útvöldum sægreifum sem sjúga arðsemi auðlindarinnar burt úr byggðum landsins og frá þjóðinni og fara jafnvel með arðinn úr landi við firsta tækifæri. Það eru mannréttindi þjóðarinnar að hafa mannsæmandi nýtingarrétt á auðlindum sínum og mannréttindi og almannahagsmunir er það sem þeir sem kosnir eru til alþingis eiga að vera að vinna að og engu öðru. Það kemur ekki á óvart að í frumvarpi þessu er ætlun sjávarútvegsráðherra að koma í veg fyrir þá eflingu sem þjóðin hefur óskað eftir á strandveiðikerfinu allt í kringum landið og eru almannahagsmunir. Hans stefna virðist vera að draga alla arðsemi 5,3% hluta aflaheimilda sem ríkið heldur utan um til núverandi handhafa aflaheimilda.
Það kemur skýrt fram hver þjóðarviljinn er þegar kemur að strandveiðikerfinu. Vitnum við hér í skýrslu byggðarstofnunar á könnun „Útekt á stranveiðikerfinu haustið 2019“ á meðal strandveiðimanna og hagsmunaaðila. Þar kemur glöggt fram hvernig þjóðin vill nýta þær 5,3% heimildir sem ríkið hefur yfir að ráða. Þjóðin vill allar þessar heimildir til strandveiða vegna þess að það kerfi hefur aldrei verið elft með mannsæmandi hætti þó þjóðin óski eftir því á hverju einasta ári. Þörfin á eflingu strandveiðikerfisins liggur alveg ljós fyrir og það liggur alveg ljóst fyrir hvernig á gera það og hvernig þjóðin vill að kerfið verði úr garði gjört svo það virði mannréttindi og nýtist almannahag og byggðum landsins til fullnustu við atvinnuuppbyggingu allt í kringum landið þjóðinni og almannahag til heilla. Þjóðin vill fá hið mynnsta tryggða 48 róðradaga á ári og þjóðin á að fá allt árið til þess að nýta sína daga innan strandveiða svo að allir sem í því kerfi vilja starfa njóti sannmælis og að fiskur verði veiddur á þeirra heimaslóð þegar hann er þar, og þegar hann er sem verðmætastur fyrir land, byggðir og þjóð. Þannig tryggjum við hámarks verðmætsköpun við veiðarnar, dreifða nýtingu fiskimiða, öfluga atvinnuuppbyggingu og að arðurinn verður eftir í héraði hjá fólkinu sem þar býr í hinum dreifðu byggðum sem getur svo nýtt hann til áframhaldandi uppbyggingar á sinni heimaslóð.Öll lög um bætur frá þjóðinni til þeirra sem á aflaheimildum halda á að afnema eða hið mynnsta að hanna þannig að hafið verði yfir allan vafa að þjóðin sé ekki bótaskild til þeirra sem hafa yfir að ráða aflaheimildum eða bótaskild til þeirra sem telja sig eiga samkvæmt lögum að fá úthlutaðar heimildir sér til einkanota vegna einhverskonar ágalla í fiskveiðilögum. Bregðist fiskimið er það útgerðarmannsins að taka það áfall en þjóðin á ekki að þurfa koma með bætur handa viðkomandi útgerð en mætti koma með bætur til byggðarlaga í formi fjárstyrkja. Nægt er hið almenna áfall um brostinn fiskimið fyrir þjóðina þegar og ef svo ber til. Byggðarkvóti, sértækur byggðarkvóti, skelbætur, rækjubætur, hlutdeild til að bregðast við áföllum er ekkert annað en úr sér genging fiskveiðistjórn og sýnir að ekki er verið að hugsa um almannahag og mannréttindi heldur bara arðsemi einstakra sægreifa. Flækjustig fiskveiðikerfisins nær nýjum hæðum í frumvarpi þessu og gloppur og göt og hvatar munu sjá til þess að arðurinn verður allur dreginn frá byggðum landsins í vasa örfárra sægreifa. Halda á þjóðinni frá mannsæmandi nýtingu á sínum eigin auðlindum í stað þess að lýta til frábærrar frammtistöðu nágrannaríkja okkar t.d eins og í Noregi við nýtingu sinna auðlinda Norskri þjóð og almannahag þar til heilla.
Byggðarkvóti
Byggðarkvóti eða sértækur byggðarkvóti er ekki sá bjargvættur byggða sem nafnið gefur til kynna á að hann sé og hefur aldrei verið. Hann er villuljós eins og notað var fyrr á öldum til þess að villa um fyrir sæfarendum og koma þeim í strand. Það er vegna þess að arðsemin úr þessu kerfi rennur allur í sömu hendurnar. Hendur núverandi sægreifa,stórútgerða og þeirra sem á aflaheimildum þjóðarinnar halda. Fjölmörg dæmi eru um að byggðarkvóti sé veiddur og unnin af útgerðarrisum í kringum landið en fer ekki til þeirra sem raunverulega þurfa á honum að halda. Jafnvel veiddur af togurum og netabátum á sem óumhverfisvænansta máta sem hugsast getur. Byggðarkvótinn hefur skapað hér mjög óheilbryggt umhverfi innan fiskveiðistjórnunarkerfisins.Byggðarkvótakerfið er það sem heldur uppi eftirspurn á leigukvóta af kvótagreifum og þar með mjög háu leiguverði aflaheimilda í landinu. Ef þú átt ekki kvóta þarft þú að leigja til þín 2 til 3 tonn af þorski á móti hverju tonni sem þú færð í byggðarkvóta. Þannig rennur arðurinn úr byggðarkvótakerfinu og byggðunum til sægreifa í formi leigutekna sem búa yfirleitt ekki i hinum brotnu byggðum. Arðsemin er soguð út úr kerfinu strax þegar sægreifinn fær sitt háa verð sem leigusali aflaheimilda. Það myndast hvati í fiskveiðikerfinu fyrir sægreifa að þjappa saman aflaheimildum og komast yfir meira afheimildir en þeir þurfa til eigin veiða vegna þess að mikil eftirspurn er eftir því að leigja af þeim heimildirnar á háu verði til að kvótalausir geti fengið byggðarkvóta á móti leigðum heimildum. Verð á leigðum heimildum hækkar og lítið sem ekkert fæst fyrir að veiða þær fyrir það eitt að fá byggðarkvóta á móti.Þeir sem eiga aflaheimildir þurfa ekki að leigja til sín heimildir af sægreifum heldur velja sér bara löndunarhöfn þar sem lýklegt er að mikils byggðarkvóta sé að vænta á móti sínum eigin og taka svo alla arðsemi úr byggðunum heim til sín hvar í heiminum sem þeir búa.Arðurinn fer allur úr byggðarlaginu og heim til sægreifans þar sem hann býr og ekki svo mikið til hinna brotnu byggða. Allt er þetta á sömu höndina, sægreifinn græðir en aðrir ekki.Innbyggði hvatinn sem búin er til með byggðarkvótakerfinu til þess að leigja af sægreifum eru mörg þúsundir tonna af þorski á ári og þetta drífur leigumarkað með aflaheimildir á Íslandi af sægreifum sem eiga orðið miklu meira af heimildum en þeir þurfa til eigin veiða og þar með talið leiguverð á þeim. Arðurinn fer til sægreifans sem býr bara þar sem hann vill í heiminum og leigir frá sér aflaheimildirnar en verður ekki eftir í byggðarlaginu eins og villuljósið gefur til kynna. Meðal annars vegna þessa sem upp er talið mun byggðarkvótinn aldrei hjálpa þessum byggðum vegna þess að arðseminn er tekinn burt af staðnum jafn óðum af fólki sem ekki er með fasta búsetu á svæðinu. Engin arðsemi verður eftir í byggðunum og þess vegna eru þessar brotnu byggðir alltaf brotnar byggðir því engin arðsemi innan byggðarlagsins þýðir engin raunveruleg uppbygging innan byggðarlagsins.
Stenst byggðarkvótakerfið samkeppnislög ?
Spurning er hvort byggðarkvóti standist samkeppnislög. Það verður að fá úr því skorið hjá samkeppniseftirlitinu strax. Ef ekki mun þjóðin krefjast þess og leita sjálf til viðkomadi yfirvalda til að fá úr því skorið. Þeir sem fá úthlutaðan byggðarkvóta halda uppi eftirspurn eftir leigðum aflaheimildum í fiskveiðikerfinu af útgerðarmönnum sem eru komnir með allt of mikið af heimildum en þeir nota sjálfir til eigin veiða. Allt í kringum landið eru svo kvótalausar útgerðir sem þurfa að leigja til sín aflaheimildir á allt of háu verði vegna eftirspurnar frá útgerðum sem leigja til sín aflaheimildir og fá byggðarkvóta á móti þeim heimildum. Þetta veldur því að sá sem gerir út kvótalausan bát og fær ekki byggðarkvóta stendur ekki jafnfætis þeim sem gerir út kvótalausan bát og fær byggðarkvóta þegar aflaheimildir eru leigðar á almennum markaði. Þannig er samkeppni um leigðar aflaheimildir skökk og þeim sem fær byggðarkvóta veitt samkeppnisforskot á að leigja til sín aflaheimildir vegna þess að hann fær byggðarkvóta á móti þeim heimildum en hinn aðilinn ekki. Verðið á leigu heimildum spennist upp úr öllu valdi og er svona hátt sem það er vegna mikillar eftirspurnar frá útgerðum sem þiggja byggðarkvóta .Ef byggðarkvóti væri hér ekki stæðu allir kvótalausar útgerðir jafnfætis samkeppnislega þegar þær leigja til sín aflaheimildir af sægreifum og verð á leigðum heimildum myndi lækka gríðarlega. Sé þetta brot á samkeppnislögum sem það lýtur út fyrir að vera þá er þetta alvarlegt brot. Kanna þarf líka hvort brögð hafi verið á því að handhafar byggðarkvóta hafi náð að leigja hann frá sér í stað þess að veiða hann og landa í þeim byggðum sem honum var ætlað.
Vinnsla á byggðarkvóta heima í héraði .
Skilirt er að byggðarkvóti og heimildir á móti byggðarkvóta sé unnið í fiskvinnlum á þeim stöðum þar sem byggðakvóta er úthlutað en þó með hugsanlegum undantekningum. Hefur það verið raunin í nýtingu byggðarkvótans? Áður en sett eru lög og reglur um hvernig skuli vinna þann afla sem úr byggðarkvótakerfinu kemur þarf að liggja skýrt fyrir hvað sé fiskvinnsla og hvað ekki og hvernig við ætlum að skapa virðisauka í sjávarútvegsauðlind okkar.
Hvað er fiskvinnsla ?
Skilgreina þarf hvað sé fiskvinnsla og hvað ekki.
· Er það fiskvinnsla ef fiskur er tekinn úr bát og honum keyrt í gegnum einar dyr á fiskvinnsluhúsi og út um aðrar?
· Er nóg að slægja fisk inni í húsi til að kalla það fiskvinnslu?
· Er nóg að ísa yfir landaðan fisk inni í fiskvinnsluhúsi til að það kallist fiskvinnsla?
Nei það er ekki nóg, allt þetta er hægt að gera um borð í þeim bátum sem veiða fiskinn og slægja hann þar. Kallast þeir bátar sem koma með slægðan fisk í land fiskvinnslubátar ?
Fiskvinnsla er matvælavinnsla sem hlýtur að hafa það að markmiði að hámarka virði þess hráefnis sem í gegnum vinnsluna fer.Það þarf að setja sem algjört skilirði að að allar þær fiskvinnslur sem taka á móti byggðarkvóta fullvinni fiskinn heima í héraði svo að verðmætin og virðisaukinn verði eftir þar. Annað er sóun á verðmætasköpunarmöguleikum byggðana og þjóðarinnar og tækifærum hina brotnu byggða til þess að skapa sér störf og arðsemi úr byggðarkvótanum til áframhaldandi uppbyggingar. Fiskur fer í gegnum mismunandi virðisaukandi ferla á leið sinni í gegnum fiskvinnslur og þeim mun fleiri virðisaukandi ferlar sem fiskurinn fer í gegnum í vinnslunum þeim mun meiri arðsemi er að vænta af hverjum og einum veiddum fiski. Lokaafurðin á alltaf að vera tilbúin afurð á disk neytendans svo að ekki verði eftir ónýttir virðisaukandi ferlar til þess að auka virði afurðana sem jafnvel er gert í vinnslum einhverstaðar úti í heimi. Í raun og veru ætti hér að setja lög í landinu á allan fisk sem veiddur er hér við land að hann meigi ekki fara úr landinu nema sem fullunnin vara. Þannig verður virðisaukinn eftir hér á landi en ekki búin til handa öðrum þjóðum til að skapa sér. Þannig hámörkum við arðsemi á nýtingu á okkar eigin auðlindum landi og þjóð til mikillar heilla. Þekking og reynsla þarf að vera til staðar allt í kringum landið til þess að framkvæma þetta, og ekki síst þarf að vera til þekking á þeim ferlum afurðana sem ekki skapa virðisauka í vörurnar og þeim ferlum þarf að útrýma á sama tíma svo að þeir ferla éti ekki upp alla arðsemi í virðisaukandi ferlum vörunar. Arðbær fiskvinnsla er nefninlega ekki sjálfgefin, eins og reynslan hefur sýnt okkur Íslendinum í gegnum okkar sögu.
Hverjir manna svo þessi störf?
Skilirði ætti að setja á allar þær byggðir sem ætlaður er byggðarkvóti að fólk með fasta búsetu á staðnum vinni við veiðar og vinnslu byggðarkvótans og eigi með öllu þær vinnslur og skip sem notuð eru við veiðar og vinnslu innan hérðsins. Annars er þetta bara ætlað núvernandi sægreifum til að mjólka arðsemina burtu af svæðinu sem það gerir í núverandi mynd. Fáist heimamenn ekki til þess þá þarfnast byggðin ekki byggðarkvótans. Fjölmörg dæmi eru um að sett sé upp einskonar fiskvinnsla þar sem fiskur fer í gegn, jafnvel í sama formi og hann kemur upp úr skipi. Fiskurinn er alls ekki fullunnin og tilbúin á disk neytenda í þessum byggðum og nánast enginn heimamaður vinnur hvorki veiðarnar né vinnslurnar og fæst ekki til þess. Flytja þarf inn aðkomufólk á staðina til þess að manna þessi störf því heimamenn annað hvort vilja ekki vinna við þetta eða eru bara í öðrum störfum. Það skapar engin verðmæti innan héraðs að flytja inn aðkomufólk til þess að starfa við veiðar og vinnslu á byggðarkvóta á skipum og í vinnslum sem eru jafnvel ekki í raunverulegri eigu raunverulegra heimamanna. Sama sagan, arðsemin fer eitthvað annað en til hinna brotnu byggða. Fyrir hvern er þetta þá gert? Þetta er nefninlega sér hannað kerfi fyrir núverandi handhafa aflaheimilda „sægreifa „ til þess að sjúga til sín alla mögulega arðsemi sem byggðarkvótinn gæti skilað viðkomandi byggðum. Raunverulegar fiskvinnslur sem vinna fisk í gegnum alla þá ferla sem hámarka vermæti hans þurfa ekki að vera í hverju þorpi á Íslandi, þær eiga bara að vera þar sem mannauður til þess er, þekking og reynsla er til staðar. Veiðarnar geta hinsvegar verið stundaðar allstaðar þar sem fiskur gengur allt í kringum landið og allir staðir í kringum landið liggja vel við fiskimiðum en fiskimiðin eru arðbær á mismunandi tímum eftir svæðum.
Það liggur algerlega fyrir að byggðarkvótakerfið er ekki að skila byggðum þeim ávinningi og arðsemi sem það ætti að gera. Byggðarkvótakerfið er pólitíst kerfi sem auðvelt er að misnota og það er gert. Slík kerfi eiga ekki að eiga heima innan auðlindanýtingar Íslendinga og það eru ekki almannahagsmunir að slíkt kerfi sé við lýði innan fiskveiðistjórnunar Íslendinga.Arðsemin fer öll annað og mest í hendur þeirra sem nú þegar halda á miklum aflaheimildum og til þeirra sem skapa aukið virði í þær afurðir sem úr byggðarkvóta koma sem oftar en ekki er skapað í öðrum löndum en á Íslandi . Þetta kerfi á að leggja niður strax og allar heimildir innan þess að vera settar í strandveiðikerfið sem hefur sínt sig sem kerfi sem skapar störf innan héraðana sem unnin eru af heimafólki byggðana og eflir þær. Enginn sægreifi tekur arðsemina úr strandveiðikerfinu heldur verður hún eftir heima í héraði til áframhaldandi uppbyggingar.Fiskvinnslur verða til á þeim stöðum þar sem það er hagkvæmt. Það tekur tíma að byggja upp byggðir í kringum landið og það gerist ekki nema arðurinn verði eftir í byggðunum.
Brotnar byggðir
Skilgreina þarf hvað er brotin byggð og hvað ekki með raunsæum hætti. Fjöldi íbúa í hverri byggð hefur ekkert um það að segja hvort byggð sé brotin eða ekki. Það eru atvinnuleysistölur hverrar byggðar sem gefur raunverulega þá stöðu sem byggðin er í. Það er að segja raunverulegar atvinnuleysistölur á fólki sem leitar sér vinnu en finnur hana ekki að frádregnum þeim sem eru atvinnulausir af því þeir nenna ekki að vinna.Ef byggðir liggja þétt saman eins og víða þá stundar fólk atvinnu jafnvel í næsta byggðarlagi við sína heimabyggð sem er bara gott mál.Vegalengdirnar sem fólk ferðast til vinnu eru oftar en ekki styttri sem þetta fólk ferðast en það fólk sem stundar atvinnu innan höfuðborgarsvæðisins. Brottnar byggðir þarf að skilgreina upp á nýtt svo hafið sé yfir allan vafa hvað sé brotin byggð og hvað ekki.
Fiskmarkaðir
Fiskmarkaðir er það eina sem gefur rétta verðmyndun á veiddu sjávarfangi. Allur fiskur sama úr hvaða kerfi hann er veiddur í ætti að skylda til þess að vera settur á frjálsan fiskmarkað. Þannig myndast réttur samkeppnisgrundvöllur fyrir fiskvinnslur um veitt sjávarfang. Hæsta mögulega verð verður alltaf greitt til skipa en ekki fyrirfram ákveðin verð sem erfitt er að sjá í gegnum. Allt sjávarfang sem fer svo í gegnum þessa markaði á svo að vera selt til fullvinnslu á afurðum innanlands og það sem fullbúin vara með hámarks virðisauka út úr landinu. Þannig sköpum við hámarks arðsemi á auðlindir okkar. Störf á fiskmörkuðum í kringum landið eru líka fjölmörg sem myndu aukast en meira ef allur fiskur færi á markað. Á hverju ári þá fer minna og minna af sjávarfangi í gegnum markaðina sem getur ekki talist eðlileg þróun ef við miðum okkur við eðlilegt markaðshagkerfi. Allan fisk á markað og síðan í fullvinnslu innanlands ætti að vera takmark hverrar þjóðar sem vill hámarka virði sinna eigin auðlinda og tryggja eðlilega samkeppni innanlands um hráefni til fullvinnslu.
Varasjóður með aflaheimildir
Hér er enn ein leiðin sem mun draga arðsemina beint til einstakra sægreifa hvar sem þeir búa.Nú er ríkið að veita einkafyrirtækjum fleiri milljarða í aðstoð vegna kreppuástands í heiminum. Í stað þess að hafa hér í frumvarpi þessu aflaheimildir sem varasjóð sem mun bara enda í vösum sömu handhafa aflaheimilda í dag eins og í byggðarkvótakerfinu á ríkið að setja beinharða styrki til byggða þessa lands sem orðið hafa fyrir áföllum. Ríkið réttlætir að moka skattpeningum inn í einkafyrirtæki vegna kreppuástands í dag. Það er enþá meiri réttlæting fólgin í því að setja þessa peninga beint inn í þær byggðir sem orðið hafa fyrir áföllum . Þar munu þeir raunverulega nýtast samfélögum til atvinnuubyggingar en ekki einstaka hluthöfum einkafyrirtækja eins og gert er í dag.
Það að ætla að nota til þess aflaheimildir er villuljós fyrir þjóðina þar sem allur arður þess varasjóðs mun renna í hendur handhafa aflaheimilda en ekki til hinna dreifðu byggða.
Umhverfisvænar veiðar
Allar heimildir 5,3% hluteildar ríkisins ættu að vera nýttar á sem umhverfisvænasta hátt fyrir land og þjóð og heimsbyggðina alla.Umhverfisvænustu veiðar sem stundaðar eru á Íslandi eru handfæraveiðar og þær veiðar eru einmitt skilirði innan strandveiðikerfisins . Þegar bátur stundar handfæraveiðar hefur hann slökkt á vélum skipsins og notar eingöngu rafmagn til veiðana. Vélarafl nýtir bátur á handfæraveiðum einungis til að koma sér til og frá höfn eða milli veiðisvæða. Langsamlega mesti tíminn af róðri hvers báts fer í veiðarnar sjálfar þar sem ekki er brenndur einn einasti líter af olíu. Þess má líka geta að við handfæraveiðar verður ekki mikil mengun til af veiðarfærum t.d eins og af heilu trolli sem eftir verður á hafsbotni,eða togveiðum sem skemma sjávarbotn. Línum eða drauganetum sem slitna niður og nást ekki upp sem drepa allan þann fisk þann tíma sem þau eru töpuð í sjó sem getur skipt áratugum. Nú ber ríkistjórnin sér reglulega á brjóst hversu umhverfisvæn hún er og hversu Ísland sé framarlega í loftslagsmálum og aðgerðum til að draga úr loftslagsmengun. Með því að setja allar heimildir innan 5,3% aflaheimilda ríkisins til strandveiða mun vera tyggt að þessar heimildir verði nýttar á sem umhverfisvæansta hátt sem mögulegt er að gera. Almannahag til heilla. Þá gæti Íslensk stjórnvöld sannarlega byrjað að berja sér á brjóst sem umhverfisvæn þjóð.
Öflugt Strandveiðikerfið. Kerfið sem þjóðin óskar eftir.
Það liggur alveg ljóst fyrir í frumvarpi þessu að sjávarútvegráðherra ætlar að koma fram skemmdarverkum á strandveiðikerfinu þvert á óskir og vilja þjóðarinnar og þar með gegn almannahagsmunum. Miðað við heimildir sem ætlaðar eru í pottana á yfirstandandi fiskveiðiári hefðu þorskheimildir til strandveiða samkvæmt frumvarpinu orðið 9.274 tonn, en ekki 10.000 tonn eins og var 2020 og dugði ekki. Frumvarpið gerir ráð fyrir að veiðikerfi strandveiða verði breytt og og það verði eins og það var árið 2017. Aflaheimildum skipt milli landsvæða og á tímabil. Veiðar stöðvaðar innan tímabila þegar heimildum hefur verið náð.Þá er veiði hvers leyfishafa takmörkuð við 12 daga í hverjum mánuði en það var ekki takmarkað þannig 2017. Ráðherra getur breytt veiðisvæðum eftir eigin hentugleika! Ekkert er um það í lögunum hvernig veiðisvæðin muni líta út. Hvaða aðferðarfræði á að nota þegar áætla á aflamagn á hvert svæði.Eina sanngjarna og rétta aðferðarfræðin er auðvitað að notast engöngu við fjölda báta á hverju veiðisvæði og ekkert annað til að njóta sannmælis og jafnræðis. Hvað á að gera við heimildir sem myndu brenna inni ef einhver svæði næðu ekki heimildum sínum innan svæðana.Þetta eru ekki þær breytingar sem þjóðin hefur óskað eftir á strandveiðikerfinu heldur ganga þær beint gegn þeim. Þetta fer beint gegn þörfum byggða og almannahagsmunum sem eru hið minnsta 48 dagar á bát allt fiskveiðiárið eins og svo eft hefur komið fram. Þessi skemmdarverk á almannahagsmunum ætlar sjávarútvegráðherra að festa í sessi næstu 6 árin eða svo. Það er niðurskurður á heimildum til strandveiða í frumvarpi þessu en ekki aukning eins og þjóðin hefur óskað svo lengi eftir og þarnast.. Allar heimildir sem brenna inni innan 5,3% heimilda ríkisins eiga að renna til byggðarkvóta, villuljóss í íslenskum sjávarútvegi. Það kemur ekki á óvart því það kerfi er hannað fyrir núverandi handhafa aflaheimilda til að sjúga arðsemina burt frá fólkinu og byggðunum.Frumvarpið miðar að því að færa þróun strandveiða til baka í fyrra horf sem er ekki það sem þjóðin óskar sér, „sjá könnum byggðarstofnunar um strandveiðikerfið“ sem framkvæmd var á meðal strandveiðimanna og hagsmunaaðlia árið 2019. Könnunin gefur skýrt til kynna þarfir þjóðarinnar á öflugu strandveiðikerfi og hvernig best sé að það sé hannað almannahagsmunum til heilla og þannig að það nýtist öllum landshlutum á sem bestan og hagkvæmasta hátt fyrir land og þjóð. Í könnuninni kemur fram að það þurfi að tryggja hverjum einasta bát hið mynnsta 48 daga til róðra á ári og að þessa daga megi nýta þegar strandveiðisjómaðurinn kýs sjálfur að gera það eins og gert er í öðrum fiskveiðikerfum Það eru almannahagsmunir og sjálfsögð mannréttindi að fólkið í landinu hafi almennilegt aðgengi og góð tækifæri til þess að nýta sína eigin auðlind til atvinnuuppbyggingar. Strandveiðikerfið er trúlega eitt það allra besta sem komið hefur inn í Íslenskan sjávarútveg núna á síðari árum enda skref í átt að mannréttindum og sanngirnis þjóðinni til heilla. Það sýnir sig á hverju ári þegar um 700 strandveiðibátar halda til veiða hve eftirspurnin hjá þjóðinni er mikil eftir því að vinna í því kerfi. Kerfið er dreift allt í kringum landið, líka til hinna brotnu byggða. Enginn sægreifi getur misnotað kerfið og arðsemi veiðana verður öll eftir í heimabyggð, atvinnuuppbyggingu,almannahag og umhverfinu til heilla. Þetta er kerfið sem á að fá allar 5,3% heimildir sem ríkið hefur yfir að ráða til þess að þær verði nýttar almannahag til heilla og á sem umhverfisvænasta hátt en renni ekki til núverandi handhafa aflaheimilda sem draga arðsemina burt úr byggðunum. Séu heimildir innan 5,3% heimilda ríkisins meiri en geta strandveiðiflotans til að veiða á 48 róðrum á bát yfir árið á að auka við dagafjöldan þannig að heimildirnar verði allar nýttar til strandveiða og munu þá veiðidagarnir verða fleiri en 48 . Oft hafa þingmenn og ráðherrar verið að skíla sér á bak við það að heimildir séu ekki fullnýttar innan kerfisins. Það skal heldur engan undrast hvers vegna það geti gerst. Í firsta lagi eru smábátar mjög háðir veðurfari en veðurfar er ekki mannana verk og ætti því að vera eina breytan sem stýrir því hvenar hægt er að róa. Nei kerfið er svo niður njörfað að það er beinlínist séð til þess með öllum þeim reglum innan kerfisins og takmörkunum að ekki náist alltaf að veiða það litla sem til er ætlað til veiðana. Hvers vegna skildi þjóðinni gert svona erfitt fyrir? Eru það almannahagsmunir sem valda þvi. Nei aldeilis ekki! Þarna er verið að ganga erinda þeirra sem vilja ekki að þjóðin geti fengið mannsæmandi rétt á nýtingu sinna eigin auðlinda. Íslensk þjóð horfir löngunaraugum til nágranna ríkja okkar eins og t.d Noregs hvernig þeir virða mannréttindi og almannahagsmuni með því að veita sinni þjóð þann rétt sem hún á til þess að nýta sína eigin auðlind sjálf. Þar er nýliðun og atvinnusköpun í sjávarútvegi mikil og það er vegna þess að tækifærin eru mikil innan þeirrar fiskveiðistjórnunarkerfis fyrir hvern sem er að hefja þar útgerð og meira að segja stórútgerð Noregs styður þá stefnu því siðferði þeirra er svo langt um ofar en siðferði hins Íslenska sægreifa og stjórnmálamanna. Einfalda á með öllu hvernig farið er með 5,3% heimildir þjóðarinnar sem ríkið heldur utan um og veita þeim inn í eitt einfalt kerfi sem eru strandveiðar og þar á allur fiskur að fara á almennan fiskmarkað. Það er það kerfi sem skilar almannahag mestum hagsmunum því það kerfi býr til raunveruleg störf í kringum landið,býr til raunveruleg tækifæri sem ekki er hægt að misnota og skilur arðsemina eftir hjá raunverulegum íbúum byggðana allt í kringum landið. Fiskvinnslur munu rísa þar sem það verður hagkvæmt og arðurinn verður eftir en ekki bara settar upp sem sýndarvinnsla til þess að fá til sín byggðarkvóta. Allur fiskur á að fara á fiskmarkað og þaðan í áframhaldandi fullvinnslur allt í kringum landið.
Svona á strandveiðikerfi íslenskrar fiskveiðiþjóðar að vera.
· Allar heimildir 5,3% hlutans renni til strandveiða. Aðeins eitt kerfi verði sem noti þær almannahag, atvinnusköpun, umhverfinu, nýliðun og hinum dreifðu byggðum til heilla.
· Koma þarf algjörlega í veg fyrir að innan strandveiðikerfisins séu aðilar að gera út báta sem þeir róa ekki á sjálfir því strandveiðikerfið á að vera fyrir þá sem vilja róa sjálfir á sínum eigin bátum.
· Einn bátur, í öllum tilfellum sannarlegur og raunverulegur eigandi hans um borð.
· Allir dagar eiga að vera veiðidagar eins og í öðrum kerfum.
· Engin bátur hættir á strandveiðum nema hann óski þess sjálfur eða klári hið mynnsta sína 48 daga á veiðum.
· Fjölga á svo dögum ofan á 48 daga ef strandveiðibátar klára ekki að veiða upp þær 5,3% heimildir sem ætlaðr eru á 48 dögum eða þær heimildi settar ofan á dagafjölda næsta fiskveiðiárs.
· Hægt verði að færa heimildir úr 5,3% heimilda ríkisins á milli fiskveiðiára í sama hlutfalli og úr öðrum fiskveiðikerfum.
· Aflaþak á dag í þorski má vera það sama og er í núverandi strandveiðikerfi að undanskildum Ufsa sem á að vera algerlega frjáls vegna vanýtingar hans innan fiskveiðikerfisins almennt.
· Aflaverðmæti ufsa renni 100% til útgerðar og af honum séu greidd veiðigjöld í samræmi við aðra útgerðarflokka
· Rúllufjöldi má vera 4 handfærarúllur eins og verið hefur.
· Auka á veiðigjald þjóðarinnar á nýtingu auðlindarinnar jafnt á strandveiðar og öðrum kerfum svo allir, hvar sem þeir eru í þjóðfélaginu muni njóta arðsemi auðlindanna.
· Strandveiðikerfið á að vera opið allt árið svo að samfélögin allt í kringum landið geti nýtt sín heimamið þegar verðmætur fiskur er á þeim svæðum.
Þetta er strandveiðikerfið sem þjóðin á skilið og er almannahaga til heilla og þjóðin kallar eftir. Atvinnuuppbygging mun hefjast um allt land og störf og arðsemi mun verða eftir í öllum byggðum í kringum landið sem er það sem við hljótum að vilja þjóð okkar. Mannréttindi munu verða virt og tækifæri þjóðrarinnar til nýtingu sinna eigin auðlinda (Lífsbjörgin) mun verða raunverulegt. Nýliðun í útgerð mun stóraukast og núverandi og komandi kynslóðum mun verða kleift að halda áfram atvinnubyggingu í sinni heimabyggð þjóðinni allri til heilla. Sátt mun skapast um fiskveiðistjórnunarkerfið á meðal þjóðarinnar og komani kynslóðum verður gert kleift að nýta sér lífsbjörgina allt í kringum landið með raunverulegu og sanngjörnu tækifæri kjósi það að gera það. Staðreyndin er þessi, almannahagsmunir og vilji krefst þess að búið verið til eitt öflugt strandveiðikerfi með þeim aflaheimildum sem ríki hefur yfir að ráða en þær ekki nýttar til áframhaldandi arðsemis þjófnaðar frá almenningi og byggðum allt í kringum landið af örfáum sægreifum. Fólkið í landinu býr við fordæmalausan ójöfnuð þegar kemur að nýtingu sinna eigin auðlinda og tækifæra í sjávarútvegi. Það er einmitt vegna þess sem við höfum hér brotnar byggðir atvinnuleysi og fátækt. Umhverfið fengi að njóta vafans eins og það á alltaf að fá að gera með því að veiða þessar heimildir allar á handfærakróka. Flækjustig sjávarútvegs á Íslandi mun stór minnka sem gefur stjórnvöldum betri yfirsýn yfir hvernig fiskveiðikerfið vinnur. Ég skora hér með á þá stjórnmálamenn sem láta sér velferð þjóðarinnar að einhverju verða að efla strandveiðikerfið svo um munar og setja alla 5,3% heimildir þjóðarinnar til strandveiða , þjóðin á það skilið,byggðir landsins eiga það skilið og samfélögin þarfnast þess. Þjóðin hefur lengi kallað eftir því að hér verði til eitt öflugt strandveiðikerfi og nú hafiði tækifæri til þess.
Umsögn Vestmannaeyjabæjar
Vestmannaeyjabær hefur hingað til fagnað endurskoðun á meðferð 5,3% veiðiheimildanna og hvatt til skynsamlegrar og gegnsærrar ráðstöfunar og meðferðar á undirliggjandi verðmætum. Skynsamleg ráðstöfun á fjármunum til byggðaaðgerða er vel varið. Ráðstöfun og meðferð veiðiheimildanna hefur verið mjög umdeild og efasemdir hafa verið uppi um árangur af þessum miklu verðmætum sem íslenska ríkið útdeilir úr sjávarauðlindinni. Árangurinn er mjög óljós og því hefur Vestmannaeyjabær lagt mjög mikla áherslu á vönduð vinnubrögð við endurskoðun á þessum veiðiheimildum. Til þess þarf vandaða greiningu á væntum ávinningi. Greining og mat á kerfinu er algjör grunvöllur þess að hægt sé að taka upplýstar ákvarðanir við breytingar á kerfinu. Þetta liggur ekki fyrir. Sveitarfélagið hefur gríðarlega hagsmuni af sjávarútvegi og lætur málefni sjávarútvegsins sig miklu varða. Við ferli endurskoðunar á 5,3% veiðiheimildunum þá hefur Vestmannaeyjabær, einn og sér auk Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) ítrekað komið fram með tillögur að breytinum auk ábendinga og þannig reynt að eiga samstarf og samráð um málið. Vestmannaeyjabær og SASS uppskáru hins vegar engan árangur þeirrar vinnu sem lögð hefur verið í málið. Þeim gögnum sem komið hefur verið á framfæri til þeirra aðila sem stýrt hafa vinnunni hafa ekki verið gerð opinber. Það var ekkert samráð, né að það hafi verið opið og gegnsætt ferli við endurskoðunina. Af þeim sökum eru meðfylgjandi öll þau gögn sem Vestmannaeyjabær og SASS hefur lagt til málsins. Það er von Vestmannaeyjabær að þær upplýsingar verði innlegg inn í málefnalega og opna umræðu í anda Samráðsgáttar stjórnvalda og þess anda sem lagt var upp með í upphafi vinnu við endurskoðun aflaheimildanna.
Sjávarútvegurinn er undirstöðu atvinnugreinin í Vestmannaeyjum. Hlutfall sjávarútvegs af heildaratvinnulífinu í Eyjum hefur í gegnum tíðina verið það hæsta á landinu. Áhættan sem því fylgir er mikil. Ýmis áföll í sjávarútvegi hafa komið illa við samfélagið. Einungis lítið brot af þeim veiðiheimildum sem hefur verið útdeilt af 5,3% veiðiheimildunum hefur endað í Vestmannaeyjum. Það litla sem kemur til Eyja er nánast allt vegna strandveiða. Ef þær frumvarpsbreytingar sem hér eru lagðar til ná að fram að ganga þá er ekki annað fyrirsjáanlegt en að hlutdeild Vestmannaeyja verði áfram lítil sem engin í þessum veiðiheimildum.
Vestmannaeyjabær fagnar þeim fyrirsjáanleika sem breytingarnar geta haft í för með sér. Neikvæði þátturinn við fyrirsjáanleikann er sá að erfitt getur reynst að bregðast við óvæntum áföllum. Það er verið að negla niður ráðstöfun til sex ára. Svigrúmið er lítið. Vestmannaeyjabær telur að kerfinu sé sniðinn of þröngur stakkur til að bregðast við áföllum sem verða. Þetta er ekki spurning um hvort heldur hvenær áföllin koma. Vestmannaeyjabær leggur því til að vægi Varasjóðs vegna óvæntra áfalla verði aukinn umtalsvert til að bregðast við þessu. Fyrirsjáanlegt er að þær veiðiheimildir sem áætlaðar eru í þennan pott muni hafa lítil áhrif á stór áföll. Einnig verði þessi sjóður virkjaður strax, en ekki beðið með að virkja hann fyrr en eftir tvö ár eins og lagt er til í frumvarpinu. Sem dæmi þá hafa fyrirtæki í Vestmannaeyjum orðið fyrir gríðarlegum áföllum í kjölfar aflabrests í humri og loðnu. Tapaðar tekjur haghafa í Eyjum og tjón vegna þess er metið á annan tug milljarða. Áföllin koma harðast niður á smærri aðilum í einhæfum rekstri. Það er því mikilvægt að það séu til úrræði sem milda þau áföll sem upp munu koma. Íslenska ríkið verður að leita annarra leiða við að bæta þeim aðilum sem þegið hafa skel- og rækjubætur, en að fresta virkjun varasjóðsins. Ef svo vel vill til að ekki þarf að grípa til Varasjóðsins þá muni þær veiðiheimildir verða nýttar í aðra potta 5,3% kerfisins. Vestmannaeyjabær hefði einnig kosið að nánari útfærsla á þessum potti, sem og fleiri pottum hefði legið fyrir svo málefnaleg umræða geti átt sér stað.
Ljóst er af þeim breytingum sem hér eru lagðar til í frumvarpinu, þá munu þeir ráðherrar sem fara með ákvörðunarvald í þessum málaflokkum hafa mikið um það að segja hvar veiðiheimildirnar lenda. Vestmannaeyjabær telur mikilvægt að það séu skýrar leikreglur og útfærslur til að auka gegnsæi í ákvarðanatöku og meira traust verði tengt meðferð þessara veiðiheimilda. Skýrar leikreglur og mælanleg markmið þurfa einnig að vera sveitarstjórnarfólki skýrt leiðarljós í sinni aðkomu að þessum veiðiheimildum.
Það er Vestmannaeyjabæ sérstök vonbrigði að ekki hafi verið farið í ýtarlega endurskoðun sem byggð er á mati á árangri og framkvæmd byggðakvóta. Byggðakvótar, bæði sértæki og almenni eru tæpur helmingur 5,3% veiðiheimildanna og því ætti að taka vel ígrundaðar og upplýstar ákvarðanir við tillögur að breytunum. Í fyrri ábendingum sínum þá hefur Vestmannaeyjabær og SASS sérstaklega fjallað um þessar veiðiheimildir.
Vestmannaeyjabær hvetur þá aðila sem koma að endurskoðun 5,3% veiðiheimildanna að huga vel að svokölluðum skiptimarkaði veiðiheimildanna. Það skiptir gríðarlegu máli að hámarks verðmæti fáist fyrir þær aflaheimildir sem á markaðinn fara og að ekkert fari til spillis. Gera þarf greiningu á því hversu hagkvæmt og skilvirk leið það er að nota skiptimarkaðinn í því formi sem hann er í dag. Íslensk samfélag þarf að öllum þeim verðmætum að halda sem mögulegt er að búa til úr sjávarauðlindinni.
Ein af þeim breytingartillögum sem koma fram í frumvarpinu fjallar um nýjan pott, Tilraunaverkefni til byggðaþróunar. Vestmannaeyjabær telur að þessi breyting lýsi skapandi hugsun til að bæta 5,3% kerfið til batnaðar - sem er af hinum góða. Margt er þó óljóst með framkvæmd og úthlutun úr þessum potti. Vestmannaeyjabær telur mikilvægt að verðmætin verði nýtt til að byggja upp starfsemi tengda sjávarútvegi, en ekki til óskyldra hluta eins og opnað hefur verið fyrir. Ríkið ætti að nýta aðrar leiðir til að bæta samfélagsbresti á Íslandi.
Vestmannaeyjabær hvetur þá sem koma að endurskoðuninni að taka þær ábendingar og athugsemdir alvarlega sem settar hafa verið fram. Samstarf og samráð þarf að vera meira á borði en bara í orði og að hafist verði handa sem fyrst við að meta árangur af kerfinu en ekki beðið með það fram til loka árs 2026 eins og lagt er til í breytingartillögunum. Rétt er að benda á að engir útreikningar hafa verið lagðir fram opinberlega sem styðja við þessar breytingar og stuðning við þær.
F.h. Vestmannaeyjabæjar
Íris Róbertsdóttir
Viðhengi ViðhengiBanahöggid i utgerð smábáta
Frumvarp þetta er með öllu enn eitt villuljósið sem þjóðinni er boðið upp á og alls ekki hannað með almannahagsmuni í huga. Hér er á ferðinni enn eitt frumvarpið sem miðar að því að færa arðsemi sjávarútvegsauðlindarinnar frá þjóðinni og byggðunum í hendur stærstu handhafa aflaheimilda í landinu. Frumvarpið hvetur til áframhaldandi samþjöppunar aflaheimilda og tryggir sægreifum hámarks arðsemi í gegnum leiguframsalsrétt þeirra umfram aflaheimilda sem þeir hafa komist yfir í gegnum tíðina og veiða ekki sjálfir. Frumvarpið og byggðarkvótakerfið brýtur líklega samkeppnislög. Líklega hefur byggðarkvótakerfið brotið þau lög og reglur frá upphafi. Kominn er tími til að leggja byggðarkvótakerfið alfarið niður og nýta þær heimildir sem þar hafa verið settar til almennrar uppbyggingar í gegnum strandveiðikerfið sem er það kerfi sem þjóðin óskar sér en er vísvitandi svelt af aflaheimildum . Byggðakvótakerfið hefur verið annsi lengi við lýði en kerfið hefur ekki gert nokkurn skapaðan hlut fyrir þær byggðir sem fengið hafa til sín þær heimildir vegna þess að arðsemin í kerfinu er flutt í aðra vasa jafnvel áður en nýting byggðarkvótaheimildana er hafin. Talað er um innan þeirra byggða þar sem laxeldi er í uppbyggingu að hvert tonn af slátruðum laxi sé notað sem mótframlag við byggðarkvóta. Það er ekkert eðlilegt við að það ef það sé raunin og það þarf að kanna . Frumvarpinu er ætlað að tryggja handhöfum aflaheimilda og þeim sem ná að draga til sín arðsemi byggðarkvóta þennan fyrirsjáanleika til 6 ára og þar með halda þjóðinni og almannahag frá nýtingu sinna eigin auðlinda með mannsæmandi hætti í að minnsta kosti næstu 6 árin. Það sér hver maður hvers vegna 6 ár eru notuð því sjávarútvegsráðherra og ríkistjórnin reiknar ekki með að þeirra flokkar verði í ríkistjórn á næsta kjörtímabili heldur reiknar hann með að þau verði það eftir um það bil 6 ár og geti þá haldið áfram sérhagsmunum til heilla.Strandveiðikerfið er það kerfi þar sem almannahagsmunir liggja og enginn svokallaður sægreifi hefur komist með klærnar og puttana í til misnotkunar eða arðráns. Aldrei hefur ásókn til strandveiða verið meiri en 2020 sem sýnir þörf þjóðarinnar á eflingu kerfisins. Um 700 bátar stunduðu þessar veiðar 2020 og fjölguninni ber að fagna því það þýðir aukningu á störfum og mikins áhuga þjóðarinnar á því að hér verði eitt öflugt strandveiðikerfi með nægum heimildum almannahagsmunum til heilla. Strandveiðikerfið er almennt kerfi til uppbyggingar atvinnu allt í kringum landið og hefur sannað sig sem slíkt, kerfi sem virðir mannréttindi og kerfi sem veitir þjóðinni jafnt aðgengi að nýtingu sinna eigin auðlinda hvar á landinu sem þau búa en ekki bara einhverjum útvöldum sægreifum sem sjúga arðsemi auðlindarinnar burt úr byggðum landsins og frá þjóðinni og fara jafnvel með arðinn úr landi við firsta tækifæri. Það eru mannréttindi þjóðarinnar að hafa mannsæmandi nýtingarrétt á auðlindum sínum og mannréttindi og almannahagsmunir er það sem þeir sem kosnir eru til alþingis eiga að vera að vinna að og engu öðru. Það kemur ekki á óvart að í frumvarpi þessu er ætlun sjávarútvegsráðherra að koma í veg fyrir þá eflingu sem þjóðin hefur óskað eftir á strandveiðikerfinu allt í kringum landið og eru almannahagsmunir. Hans stefna virðist vera að draga alla arðsemi 5,3% hluta aflaheimilda sem ríkið heldur utan um til núverandi handhafa aflaheimilda.
Það kemur skýrt fram hver þjóðarviljinn er þegar kemur að strandveiðikerfinu. Vitnum við hér í skýrslu byggðarstofnunar á könnun „Útekt á stranveiðikerfinu haustið 2019“ á meðal strandveiðimanna og hagsmunaaðila. Þar kemur glöggt fram hvernig þjóðin vill nýta þær 5,3% heimildir sem ríkið hefur yfir að ráða. Þjóðin vill allar þessar heimildir til strandveiða vegna þess að það kerfi hefur aldrei verið elft með mannsæmandi hætti þó þjóðin óski eftir því á hverju einasta ári. Þörfin á eflingu strandveiðikerfisins liggur alveg ljós fyrir og það liggur alveg ljóst fyrir hvernig á gera það og hvernig þjóðin vill að kerfið verði úr garði gjört svo það virði mannréttindi og nýtist almannahag og byggðum landsins til fullnustu við atvinnuuppbyggingu allt í kringum landið þjóðinni og almannahag til heilla. Þjóðin vill fá hið mynnsta tryggða 48 róðradaga á ári og þjóðin á að fá allt árið til þess að nýta sína daga innan strandveiða svo að allir sem í því kerfi vilja starfa njóti sannmælis og að fiskur verði veiddur á þeirra heimaslóð þegar hann er þar, og þegar hann er sem verðmætastur fyrir land, byggðir og þjóð. Þannig tryggjum við hámarks verðmætsköpun við veiðarnar, dreifða nýtingu fiskimiða, öfluga atvinnuuppbyggingu og að arðurinn verður eftir í héraði hjá fólkinu sem þar býr í hinum dreifðu byggðum sem getur svo nýtt hann til áframhaldandi uppbyggingar á sinni heimaslóð.Öll lög um bætur frá þjóðinni til þeirra sem á aflaheimildum halda á að afnema eða hið mynnsta að hanna þannig að hafið verði yfir allan vafa að þjóðin sé ekki bótaskild til þeirra sem hafa yfir að ráða aflaheimildum eða bótaskild til þeirra sem telja sig eiga samkvæmt lögum að fá úthlutaðar heimildir sér til einkanota vegna einhverskonar ágalla í fiskveiðilögum. Bregðist fiskimið er það útgerðarmannsins að taka það áfall en þjóðin á ekki að þurfa koma með bætur handa viðkomandi útgerð en mætti koma með bætur til byggðarlaga í formi fjárstyrkja. Nægt er hið almenna áfall um brostinn fiskimið fyrir þjóðina þegar og ef svo ber til. Byggðarkvóti, sértækur byggðarkvóti, skelbætur, rækjubætur, hlutdeild til að bregðast við áföllum er ekkert annað en úr sér genging fiskveiðistjórn og sýnir að ekki er verið að hugsa um almannahag og mannréttindi heldur bara arðsemi einstakra sægreifa. Flækjustig fiskveiðikerfisins nær nýjum hæðum í frumvarpi þessu og gloppur og göt og hvatar munu sjá til þess að arðurinn verður allur dreginn frá byggðum landsins í vasa örfárra sægreifa. Halda á þjóðinni frá mannsæmandi nýtingu á sínum eigin auðlindum í stað þess að lýta til frábærrar frammtistöðu nágrannaríkja okkar t.d eins og í Noregi við nýtingu sinna auðlinda Norskri þjóð og almannahag þar til heilla.
Byggðarkvóti
Byggðarkvóti eða sértækur byggðarkvóti er ekki sá bjargvættur byggða sem nafnið gefur til kynna á að hann sé og hefur aldrei verið. Hann er villuljós eins og notað var fyrr á öldum til þess að villa um fyrir sæfarendum og koma þeim í strand. Það er vegna þess að arðsemin úr þessu kerfi rennur allur í sömu hendurnar. Hendur núverandi sægreifa,stórútgerða og þeirra sem á aflaheimildum þjóðarinnar halda. Fjölmörg dæmi eru um að byggðarkvóti sé veiddur og unnin af útgerðarrisum í kringum landið en fer ekki til þeirra sem raunverulega þurfa á honum að halda. Jafnvel veiddur af togurum og netabátum á sem óumhverfisvænansta máta sem hugsast getur. Byggðarkvótinn hefur skapað hér mjög óheilbryggt umhverfi innan fiskveiðistjórnunarkerfisins.Byggðarkvótakerfið er það sem heldur uppi eftirspurn á leigukvóta af kvótagreifum og þar með mjög háu leiguverði aflaheimilda í landinu. Ef þú átt ekki kvóta þarft þú að leigja til þín 2 til 3 tonn af þorski á móti hverju tonni sem þú færð í byggðarkvóta. Þannig rennur arðurinn úr byggðarkvótakerfinu og byggðunum til sægreifa í formi leigutekna sem búa yfirleitt ekki i hinum brotnu byggðum. Arðsemin er soguð út úr kerfinu strax þegar sægreifinn fær sitt háa verð sem leigusali aflaheimilda. Það myndast hvati í fiskveiðikerfinu fyrir sægreifa að þjappa saman aflaheimildum og komast yfir meira afheimildir en þeir þurfa til eigin veiða vegna þess að mikil eftirspurn er eftir því að leigja af þeim heimildirnar á háu verði til að kvótalausir geti fengið byggðarkvóta á móti leigðum heimildum. Verð á leigðum heimildum hækkar og lítið sem ekkert fæst fyrir að veiða þær fyrir það eitt að fá byggðarkvóta á móti.Þeir sem eiga aflaheimildir þurfa ekki að leigja til sín heimildir af sægreifum heldur velja sér bara löndunarhöfn þar sem lýklegt er að mikils byggðarkvóta sé að vænta á móti sínum eigin og taka svo alla arðsemi úr byggðunum heim til sín hvar í heiminum sem þeir búa.Arðurinn fer allur úr byggðarlaginu og heim til sægreifans þar sem hann býr og ekki svo mikið til hinna brotnu byggða. Allt er þetta á sömu höndina, sægreifinn græðir en aðrir ekki.Innbyggði hvatinn sem búin er til með byggðarkvótakerfinu til þess að leigja af sægreifum eru mörg þúsundir tonna af þorski á ári og þetta drífur leigumarkað með aflaheimildir á Íslandi af sægreifum sem eiga orðið miklu meira af heimildum en þeir þurfa til eigin veiða og þar með talið leiguverð á þeim. Arðurinn fer til sægreifans sem býr bara þar sem hann vill í heiminum og leigir frá sér aflaheimildirnar en verður ekki eftir í byggðarlaginu eins og villuljósið gefur til kynna. Meðal annars vegna þessa sem upp er talið mun byggðarkvótinn aldrei hjálpa þessum byggðum vegna þess að arðseminn er tekinn burt af staðnum jafn óðum af fólki sem ekki er með fasta búsetu á svæðinu. Engin arðsemi verður eftir í byggðunum og þess vegna eru þessar brotnu byggðir alltaf brotnar byggðir því engin arðsemi innan byggðarlagsins þýðir engin raunveruleg uppbygging innan byggðarlagsins.
Stenst byggðarkvótakerfið samkeppnislög ?
Spurning er hvort byggðarkvóti standist samkeppnislög. Það verður að fá úr því skorið hjá samkeppniseftirlitinu strax. Ef ekki mun þjóðin krefjast þess og leita sjálf til viðkomadi yfirvalda til að fá úr því skorið. Þeir sem fá úthlutaðan byggðarkvóta halda uppi eftirspurn eftir leigðum aflaheimildum í fiskveiðikerfinu af útgerðarmönnum sem eru komnir með allt of mikið af heimildum en þeir nota sjálfir til eigin veiða. Allt í kringum landið eru svo kvótalausar útgerðir sem þurfa að leigja til sín aflaheimildir á allt of háu verði vegna eftirspurnar frá útgerðum sem leigja til sín aflaheimildir og fá byggðarkvóta á móti þeim heimildum. Þetta veldur því að sá sem gerir út kvótalausan bát og fær ekki byggðarkvóta stendur ekki jafnfætis þeim sem gerir út kvótalausan bát og fær byggðarkvóta þegar aflaheimildir eru leigðar á almennum markaði. Þannig er samkeppni um leigðar aflaheimildir skökk og þeim sem fær byggðarkvóta veitt samkeppnisforskot á að leigja til sín aflaheimildir vegna þess að hann fær byggðarkvóta á móti þeim heimildum en hinn aðilinn ekki. Verðið á leigu heimildum spennist upp úr öllu valdi og er svona hátt sem það er vegna mikillar eftirspurnar frá útgerðum sem þiggja byggðarkvóta .Ef byggðarkvóti væri hér ekki stæðu allir kvótalausar útgerðir jafnfætis samkeppnislega þegar þær leigja til sín aflaheimildir af sægreifum og verð á leigðum heimildum myndi lækka gríðarlega. Sé þetta brot á samkeppnislögum sem það lýtur út fyrir að vera þá er þetta alvarlegt brot. Kanna þarf líka hvort brögð hafi verið á því að handhafar byggðarkvóta hafi náð að leigja hann frá sér í stað þess að veiða hann og landa í þeim byggðum sem honum var ætlað.
Vinnsla á byggðarkvóta heima í héraði .
Skilirt er að byggðarkvóti og heimildir á móti byggðarkvóta sé unnið í fiskvinnlum á þeim stöðum þar sem byggðakvóta er úthlutað en þó með hugsanlegum undantekningum. Hefur það verið raunin í nýtingu byggðarkvótans? Áður en sett eru lög og reglur um hvernig skuli vinna þann afla sem úr byggðarkvótakerfinu kemur þarf að liggja skýrt fyrir hvað sé fiskvinnsla og hvað ekki og hvernig við ætlum að skapa virðisauka í sjávarútvegsauðlind okkar.
Hvað er fiskvinnsla ?
Skilgreina þarf hvað sé fiskvinnsla og hvað ekki.
· Er það fiskvinnsla ef fiskur er tekinn úr bát og honum keyrt í gegnum einar dyr á fiskvinnsluhúsi og út um aðrar?
· Er nóg að slægja fisk inni í húsi til að kalla það fiskvinnslu?
· Er nóg að ísa yfir landaðan fisk inni í fiskvinnsluhúsi til að það kallist fiskvinnsla?
Nei það er ekki nóg, allt þetta er hægt að gera um borð í þeim bátum sem veiða fiskinn og slægja hann þar. Kallast þeir bátar sem koma með slægðan fisk í land fiskvinnslubátar ?
Fiskvinnsla er matvælavinnsla sem hlýtur að hafa það að markmiði að hámarka virði þess hráefnis sem í gegnum vinnsluna fer.Það þarf að setja sem algjört skilirði að að allar þær fiskvinnslur sem taka á móti byggðarkvóta fullvinni fiskinn heima í héraði svo að verðmætin og virðisaukinn verði eftir þar. Annað er sóun á verðmætasköpunarmöguleikum byggðana og þjóðarinnar og tækifærum hina brotnu byggða til þess að skapa sér störf og arðsemi úr byggðarkvótanum til áframhaldandi uppbyggingar. Fiskur fer í gegnum mismunandi virðisaukandi ferla á leið sinni í gegnum fiskvinnslur og þeim mun fleiri virðisaukandi ferlar sem fiskurinn fer í gegnum í vinnslunum þeim mun meiri arðsemi er að vænta af hverjum og einum veiddum fiski. Lokaafurðin á alltaf að vera tilbúin afurð á disk neytendans svo að ekki verði eftir ónýttir virðisaukandi ferlar til þess að auka virði afurðana sem jafnvel er gert í vinnslum einhverstaðar úti í heimi. Í raun og veru ætti hér að setja lög í landinu á allan fisk sem veiddur er hér við land að hann meigi ekki fara úr landinu nema sem fullunnin vara. Þannig verður virðisaukinn eftir hér á landi en ekki búin til handa öðrum þjóðum til að skapa sér. Þannig hámörkum við arðsemi á nýtingu á okkar eigin auðlindum landi og þjóð til mikillar heilla. Þekking og reynsla þarf að vera til staðar allt í kringum landið til þess að framkvæma þetta, og ekki síst þarf að vera til þekking á þeim ferlum afurðana sem ekki skapa virðisauka í vörurnar og þeim ferlum þarf að útrýma á sama tíma svo að þeir ferla éti ekki upp alla arðsemi í virðisaukandi ferlum vörunar. Arðbær fiskvinnsla er nefninlega ekki sjálfgefin, eins og reynslan hefur sýnt okkur Íslendinum í gegnum okkar sögu.
Hverjir manna svo þessi störf?
Skilirði ætti að setja á allar þær byggðir sem ætlaður er byggðarkvóti að fólk með fasta búsetu á staðnum vinni við veiðar og vinnslu byggðarkvótans og eigi með öllu þær vinnslur og skip sem notuð eru við veiðar og vinnslu innan hérðsins. Annars er þetta bara ætlað núvernandi sægreifum til að mjólka arðsemina burtu af svæðinu sem það gerir í núverandi mynd. Fáist heimamenn ekki til þess þá þarfnast byggðin ekki byggðarkvótans. Fjölmörg dæmi eru um að sett sé upp einskonar fiskvinnsla þar sem fiskur fer í gegn, jafnvel í sama formi og hann kemur upp úr skipi. Fiskurinn er alls ekki fullunnin og tilbúin á disk neytenda í þessum byggðum og nánast enginn heimamaður vinnur hvorki veiðarnar né vinnslurnar og fæst ekki til þess. Flytja þarf inn aðkomufólk á staðina til þess að manna þessi störf því heimamenn annað hvort vilja ekki vinna við þetta eða eru bara í öðrum störfum. Það skapar engin verðmæti innan héraðs að flytja inn aðkomufólk til þess að starfa við veiðar og vinnslu á byggðarkvóta á skipum og í vinnslum sem eru jafnvel ekki í raunverulegri eigu raunverulegra heimamanna. Sama sagan, arðsemin fer eitthvað annað en til hinna brotnu byggða. Fyrir hvern er þetta þá gert? Þetta er nefninlega sér hannað kerfi fyrir núverandi handhafa aflaheimilda „sægreifa „ til þess að sjúga til sín alla mögulega arðsemi sem byggðarkvótinn gæti skilað viðkomandi byggðum. Raunverulegar fiskvinnslur sem vinna fisk í gegnum alla þá ferla sem hámarka vermæti hans þurfa ekki að vera í hverju þorpi á Íslandi, þær eiga bara að vera þar sem mannauður til þess er, þekking og reynsla er til staðar. Veiðarnar geta hinsvegar verið stundaðar allstaðar þar sem fiskur gengur allt í kringum landið og allir staðir í kringum landið liggja vel við fiskimiðum en fiskimiðin eru arðbær á mismunandi tímum eftir svæðum.
Það liggur algerlega fyrir að byggðarkvótakerfið er ekki að skila byggðum þeim ávinningi og arðsemi sem það ætti að gera. Byggðarkvótakerfið er pólitíst kerfi sem auðvelt er að misnota og það er gert. Slík kerfi eiga ekki að eiga heima innan auðlindanýtingar Íslendinga og það eru ekki almannahagsmunir að slíkt kerfi sé við lýði innan fiskveiðistjórnunar Íslendinga.Arðsemin fer öll annað og mest í hendur þeirra sem nú þegar halda á miklum aflaheimildum og til þeirra sem skapa aukið virði í þær afurðir sem úr byggðarkvóta koma sem oftar en ekki er skapað í öðrum löndum en á Íslandi . Þetta kerfi á að leggja niður strax og allar heimildir innan þess að vera settar í strandveiðikerfið sem hefur sínt sig sem kerfi sem skapar störf innan héraðana sem unnin eru af heimafólki byggðana og eflir þær. Enginn sægreifi tekur arðsemina úr strandveiðikerfinu heldur verður hún eftir heima í héraði til áframhaldandi uppbyggingar.Fiskvinnslur verða til á þeim stöðum þar sem það er hagkvæmt. Það tekur tíma að byggja upp byggðir í kringum landið og það gerist ekki nema arðurinn verði eftir í byggðunum.
Brotnar byggðir
Skilgreina þarf hvað er brotin byggð og hvað ekki með raunsæum hætti. Fjöldi íbúa í hverri byggð hefur ekkert um það að segja hvort byggð sé brotin eða ekki. Það eru atvinnuleysistölur hverrar byggðar sem gefur raunverulega þá stöðu sem byggðin er í. Það er að segja raunverulegar atvinnuleysistölur á fólki sem leitar sér vinnu en finnur hana ekki að frádregnum þeim sem eru atvinnulausir af því þeir nenna ekki að vinna.Ef byggðir liggja þétt saman eins og víða þá stundar fólk atvinnu jafnvel í næsta byggðarlagi við sína heimabyggð sem er bara gott mál.Vegalengdirnar sem fólk ferðast til vinnu eru oftar en ekki styttri sem þetta fólk ferðast en það fólk sem stundar atvinnu innan höfuðborgarsvæðisins. Brottnar byggðir þarf að skilgreina upp á nýtt svo hafið sé yfir allan vafa hvað sé brotin byggð og hvað ekki.
Fiskmarkaðir
Fiskmarkaðir er það eina sem gefur rétta verðmyndun á veiddu sjávarfangi. Allur fiskur sama úr hvaða kerfi hann er veiddur í ætti að skylda til þess að vera settur á frjálsan fiskmarkað. Þannig myndast réttur samkeppnisgrundvöllur fyrir fiskvinnslur um veitt sjávarfang. Hæsta mögulega verð verður alltaf greitt til skipa en ekki fyrirfram ákveðin verð sem erfitt er að sjá í gegnum. Allt sjávarfang sem fer svo í gegnum þessa markaði á svo að vera selt til fullvinnslu á afurðum innanlands og það sem fullbúin vara með hámarks virðisauka út úr landinu. Þannig sköpum við hámarks arðsemi á auðlindir okkar. Störf á fiskmörkuðum í kringum landið eru líka fjölmörg sem myndu aukast en meira ef allur fiskur færi á markað. Á hverju ári þá fer minna og minna af sjávarfangi í gegnum markaðina sem getur ekki talist eðlileg þróun ef við miðum okkur við eðlilegt markaðshagkerfi. Allan fisk á markað og síðan í fullvinnslu innanlands ætti að vera takmark hverrar þjóðar sem vill hámarka virði sinna eigin auðlinda og tryggja eðlilega samkeppni innanlands um hráefni til fullvinnslu.
Varasjóður með aflaheimildir
Hér er enn ein leiðin sem mun draga arðsemina beint til einstakra sægreifa hvar sem þeir búa.Nú er ríkið að veita einkafyrirtækjum fleiri milljarða í aðstoð vegna kreppuástands í heiminum. Í stað þess að hafa hér í frumvarpi þessu aflaheimildir sem varasjóð sem mun bara enda í vösum sömu handhafa aflaheimilda í dag eins og í byggðarkvótakerfinu á ríkið að setja beinharða styrki til byggða þessa lands sem orðið hafa fyrir áföllum. Ríkið réttlætir að moka skattpeningum inn í einkafyrirtæki vegna kreppuástands í dag. Það er enþá meiri réttlæting fólgin í því að setja þessa peninga beint inn í þær byggðir sem orðið hafa fyrir áföllum . Þar munu þeir raunverulega nýtast samfélögum til atvinnuubyggingar en ekki einstaka hluthöfum einkafyrirtækja eins og gert er í dag.
Það að ætla að nota til þess aflaheimildir er villuljós fyrir þjóðina þar sem allur arður þess varasjóðs mun renna í hendur handhafa aflaheimilda en ekki til hinna dreifðu byggða.
Umhverfisvænar veiðar
Allar heimildir 5,3% hluteildar ríkisins ættu að vera nýttar á sem umhverfisvænasta hátt fyrir land og þjóð og heimsbyggðina alla.Umhverfisvænustu veiðar sem stundaðar eru á Íslandi eru handfæraveiðar og þær veiðar eru einmitt skilirði innan strandveiðikerfisins . Þegar bátur stundar handfæraveiðar hefur hann slökkt á vélum skipsins og notar eingöngu rafmagn til veiðana. Vélarafl nýtir bátur á handfæraveiðum einungis til að koma sér til og frá höfn eða milli veiðisvæða. Langsamlega mesti tíminn af róðri hvers báts fer í veiðarnar sjálfar þar sem ekki er brenndur einn einasti líter af olíu. Þess má líka geta að við handfæraveiðar verður ekki mikil mengun til af veiðarfærum t.d eins og af heilu trolli sem eftir verður á hafsbotni,eða togveiðum sem skemma sjávarbotn. Línum eða drauganetum sem slitna niður og nást ekki upp sem drepa allan þann fisk þann tíma sem þau eru töpuð í sjó sem getur skipt áratugum. Nú ber ríkistjórnin sér reglulega á brjóst hversu umhverfisvæn hún er og hversu Ísland sé framarlega í loftslagsmálum og aðgerðum til að draga úr loftslagsmengun. Með því að setja allar heimildir innan 5,3% aflaheimilda ríkisins til strandveiða mun vera tyggt að þessar heimildir verði nýttar á sem umhverfisvæansta hátt sem mögulegt er að gera. Almannahag til heilla. Þá gæti Íslensk stjórnvöld sannarlega byrjað að berja sér á brjóst sem umhverfisvæn þjóð.
Öflugt Strandveiðikerfið. Kerfið sem þjóðin óskar eftir.
Það liggur alveg ljóst fyrir í frumvarpi þessu að sjávarútvegráðherra ætlar að koma fram skemmdarverkum á strandveiðikerfinu þvert á óskir og vilja þjóðarinnar og þar með gegn almannahagsmunum. Miðað við heimildir sem ætlaðar eru í pottana á yfirstandandi fiskveiðiári hefðu þorskheimildir til strandveiða samkvæmt frumvarpinu orðið 9.274 tonn, en ekki 10.000 tonn eins og var 2020 og dugði ekki. Frumvarpið gerir ráð fyrir að veiðikerfi strandveiða verði breytt og og það verði eins og það var árið 2017. Aflaheimildum skipt milli landsvæða og á tímabil. Veiðar stöðvaðar innan tímabila þegar heimildum hefur verið náð.Þá er veiði hvers leyfishafa takmörkuð við 12 daga í hverjum mánuði en það var ekki takmarkað þannig 2017. Ráðherra getur breytt veiðisvæðum eftir eigin hentugleika! Ekkert er um það í lögunum hvernig veiðisvæðin muni líta út. Hvaða aðferðarfræði á að nota þegar áætla á aflamagn á hvert svæði.Eina sanngjarna og rétta aðferðarfræðin er auðvitað að notast engöngu við fjölda báta á hverju veiðisvæði og ekkert annað til að njóta sannmælis og jafnræðis. Hvað á að gera við heimildir sem myndu brenna inni ef einhver svæði næðu ekki heimildum sínum innan svæðana.Þetta eru ekki þær breytingar sem þjóðin hefur óskað eftir á strandveiðikerfinu heldur ganga þær beint gegn þeim. Þetta fer beint gegn þörfum byggða og almannahagsmunum sem eru hið minnsta 48 dagar á bát allt fiskveiðiárið eins og svo eft hefur komið fram. Þessi skemmdarverk á almannahagsmunum ætlar sjávarútvegráðherra að festa í sessi næstu 6 árin eða svo. Það er niðurskurður á heimildum til strandveiða í frumvarpi þessu en ekki aukning eins og þjóðin hefur óskað svo lengi eftir og þarnast.. Allar heimildir sem brenna inni innan 5,3% heimilda ríkisins eiga að renna til byggðarkvóta, villuljóss í íslenskum sjávarútvegi. Það kemur ekki á óvart því það kerfi er hannað fyrir núverandi handhafa aflaheimilda til að sjúga arðsemina burt frá fólkinu og byggðunum.Frumvarpið miðar að því að færa þróun strandveiða til baka í fyrra horf sem er ekki það sem þjóðin óskar sér, „sjá könnum byggðarstofnunar um strandveiðikerfið“ sem framkvæmd var á meðal strandveiðimanna og hagsmunaaðlia árið 2019. Könnunin gefur skýrt til kynna þarfir þjóðarinnar á öflugu strandveiðikerfi og hvernig best sé að það sé hannað almannahagsmunum til heilla og þannig að það nýtist öllum landshlutum á sem bestan og hagkvæmasta hátt fyrir land og þjóð. Í könnuninni kemur fram að það þurfi að tryggja hverjum einasta bát hið mynnsta 48 daga til róðra á ári og að þessa daga megi nýta þegar strandveiðisjómaðurinn kýs sjálfur að gera það eins og gert er í öðrum fiskveiðikerfum Það eru almannahagsmunir og sjálfsögð mannréttindi að fólkið í landinu hafi almennilegt aðgengi og góð tækifæri til þess að nýta sína eigin auðlind til atvinnuuppbyggingar. Strandveiðikerfið er trúlega eitt það allra besta sem komið hefur inn í Íslenskan sjávarútveg núna á síðari árum enda skref í átt að mannréttindum og sanngirnis þjóðinni til heilla. Það sýnir sig á hverju ári þegar um 700 strandveiðibátar halda til veiða hve eftirspurnin hjá þjóðinni er mikil eftir því að vinna í því kerfi. Kerfið er dreift allt í kringum landið, líka til hinna brotnu byggða. Enginn sægreifi getur misnotað kerfið og arðsemi veiðana verður öll eftir í heimabyggð, atvinnuuppbyggingu,almannahag og umhverfinu til heilla. Þetta er kerfið sem á að fá allar 5,3% heimildir sem ríkið hefur yfir að ráða til þess að þær verði nýttar almannahag til heilla og á sem umhverfisvænasta hátt en renni ekki til núverandi handhafa aflaheimilda sem draga arðsemina burt úr byggðunum. Séu heimildir innan 5,3% heimilda ríkisins meiri en geta strandveiðiflotans til að veiða á 48 róðrum á bát yfir árið á að auka við dagafjöldan þannig að heimildirnar verði allar nýttar til strandveiða og munu þá veiðidagarnir verða fleiri en 48 . Oft hafa þingmenn og ráðherrar verið að skíla sér á bak við það að heimildir séu ekki fullnýttar innan kerfisins. Það skal heldur engan undrast hvers vegna það geti gerst. Í firsta lagi eru smábátar mjög háðir veðurfari en veðurfar er ekki mannana verk og ætti því að vera eina breytan sem stýrir því hvenar hægt er að róa. Nei kerfið er svo niður njörfað að það er beinlínist séð til þess með öllum þeim reglum innan kerfisins og takmörkunum að ekki náist alltaf að veiða það litla sem til er ætlað til veiðana. Hvers vegna skildi þjóðinni gert svona erfitt fyrir? Eru það almannahagsmunir sem valda þvi. Nei aldeilis ekki! Þarna er verið að ganga erinda þeirra sem vilja ekki að þjóðin geti fengið mannsæmandi rétt á nýtingu sinna eigin auðlinda. Íslensk þjóð horfir löngunaraugum til nágranna ríkja okkar eins og t.d Noregs hvernig þeir virða mannréttindi og almannahagsmuni með því að veita sinni þjóð þann rétt sem hún á til þess að nýta sína eigin auðlind sjálf. Þar er nýliðun og atvinnusköpun í sjávarútvegi mikil og það er vegna þess að tækifærin eru mikil innan þeirrar fiskveiðistjórnunarkerfis fyrir hvern sem er að hefja þar útgerð og meira að segja stórútgerð Noregs styður þá stefnu því siðferði þeirra er svo langt um ofar en siðferði hins Íslenska sægreifa og stjórnmálamanna. Einfalda á með öllu hvernig farið er með 5,3% heimildir þjóðarinnar sem ríkið heldur utan um og veita þeim inn í eitt einfalt kerfi sem eru strandveiðar og þar á allur fiskur að fara á almennan fiskmarkað. Það er það kerfi sem skilar almannahag mestum hagsmunum því það kerfi býr til raunveruleg störf í kringum landið,býr til raunveruleg tækifæri sem ekki er hægt að misnota og skilur arðsemina eftir hjá raunverulegum íbúum byggðana allt í kringum landið. Fiskvinnslur munu rísa þar sem það verður hagkvæmt og arðurinn verður eftir en ekki bara settar upp sem sýndarvinnsla til þess að fá til sín byggðarkvóta. Allur fiskur á að fara á fiskmarkað og þaðan í áframhaldandi fullvinnslur allt í kringum landið.
Svona á strandveiðikerfi íslenskrar fiskveiðiþjóðar að vera.
· Allar heimildir 5,3% hlutans renni til strandveiða. Aðeins eitt kerfi verði sem noti þær almannahag, atvinnusköpun, umhverfinu, nýliðun og hinum dreifðu byggðum til heilla.
· Koma þarf algjörlega í veg fyrir að innan strandveiðikerfisins séu aðilar að gera út báta sem þeir róa ekki á sjálfir því strandveiðikerfið á að vera fyrir þá sem vilja róa sjálfir á sínum eigin bátum.
· Einn bátur, í öllum tilfellum sannarlegur og raunverulegur eigandi hans um borð.
· Allir dagar eiga að vera veiðidagar eins og í öðrum kerfum.
· Engin bátur hættir á strandveiðum nema hann óski þess sjálfur eða klári hið mynnsta sína 48 daga á veiðum.
· Fjölga á svo dögum ofan á 48 daga ef strandveiðibátar klára ekki að veiða upp þær 5,3% heimildir sem ætlaðr eru á 48 dögum eða þær heimildi settar ofan á dagafjölda næsta fiskveiðiárs.
· Hægt verði að færa heimildir úr 5,3% heimilda ríkisins á milli fiskveiðiára í sama hlutfalli og úr öðrum fiskveiðikerfum.
· Aflaþak á dag í þorski má vera það sama og er í núverandi strandveiðikerfi að undanskildum Ufsa sem á að vera algerlega frjáls vegna vanýtingar hans innan fiskveiðikerfisins almennt.
· Aflaverðmæti ufsa renni 100% til útgerðar og af honum séu greidd veiðigjöld í samræmi við aðra útgerðarflokka
· Rúllufjöldi má vera 4 handfærarúllur eins og verið hefur.
· Auka á veiðigjald þjóðarinnar á nýtingu auðlindarinnar jafnt á strandveiðar og öðrum kerfum svo allir, hvar sem þeir eru í þjóðfélaginu muni njóta arðsemi auðlindanna.
· Strandveiðikerfið á að vera opið allt árið svo að samfélögin allt í kringum landið geti nýtt sín heimamið þegar verðmætur fiskur er á þeim svæðum.
Þetta er strandveiðikerfið sem þjóðin á skilið og er almannahaga til heilla og þjóðin kallar eftir. Atvinnuuppbygging mun hefjast um allt land og störf og arðsemi mun verða eftir í öllum byggðum í kringum landið sem er það sem við hljótum að vilja þjóð okkar. Mannréttindi munu verða virt og tækifæri þjóðrarinnar til nýtingu sinna eigin auðlinda (Lífsbjörgin) mun verða raunverulegt. Nýliðun í útgerð mun stóraukast og núverandi og komandi kynslóðum mun verða kleift að halda áfram atvinnubyggingu í sinni heimabyggð þjóðinni allri til heilla. Sátt mun skapast um fiskveiðistjórnunarkerfið á meðal þjóðarinnar og komani kynslóðum verður gert kleift að nýta sér lífsbjörgina allt í kringum landið með raunverulegu og sanngjörnu tækifæri kjósi það að gera það. Staðreyndin er þessi, almannahagsmunir og vilji krefst þess að búið verið til eitt öflugt strandveiðikerfi með þeim aflaheimildum sem ríki hefur yfir að ráða en þær ekki nýttar til áframhaldandi arðsemis þjófnaðar frá almenningi og byggðum allt í kringum landið af örfáum sægreifum. Fólkið í landinu býr við fordæmalausan ójöfnuð þegar kemur að nýtingu sinna eigin auðlinda og tækifæra í sjávarútvegi. Það er einmitt vegna þess sem við höfum hér brotnar byggðir atvinnuleysi og fátækt. Umhverfið fengi að njóta vafans eins og það á alltaf að fá að gera með því að veiða þessar heimildir allar á handfærakróka. Flækjustig sjávarútvegs á Íslandi mun stór minnka sem gefur stjórnvöldum betri yfirsýn yfir hvernig fiskveiðikerfið vinnur. Ég skora hér með á þá stjórnmálamenn sem láta sér velferð þjóðarinnar að einhverju verða að efla strandveiðikerfið svo um munar og setja alla 5,3% heimildir þjóðarinnar til strandveiða , þjóðin á það skilið,byggðir landsins eiga það skilið og samfélögin þarfnast þess. Þjóðin hefur lengi kallað eftir því að hér verði til eitt öflugt strandveiðikerfi og nú hafiði tækifæri til þess.
Í flestu sammála Hrollaugsmönnum.
Strandveiðar:
1. Taka þarf stoppdagana í burtu (föstudag, Laugardag og sunnudag) og leyfa mönnum að ráða hvenær þeir taka sína 12 daga.
2. Minnka þarf kolefnissporið með því að leyfa mönnum að koma með meira í land en skammtinn ef þeir hafa tök á því og dregst það þá frá í hlutfalli af 12 dögunum eða heildar mögulegum mánaðarskammti. Í ár hafa menn þurft að sækja langt út og olíueyðsla eftir því og uppundir 300L fyrir 770 kg er of mikið.
3. Ástæðulaust er að reka menn í land ef ais tækið dettur út, þar sem menn tilkynna sig út.
Eins og aðrir sem eru ekki strandveiði bátar og ekki reknir í land geta þeir sent staðsetningu á 2 tíma fresti.
Skelbætur og aðrar viðlíka bætur:
1. Ættu ekki að eiga rétt á sér lengur en atvinnuleysis bæturnar sem hásetinn fékk.
Sértækur byggðakvóti:
Til að teljast gjaldgengir sem móttakendur byggðakvóta skulu skip og útgerðir sem eru kvótahafar fyrir, vera með sýnar heimildir ósnertar af leigumarkaði, það er að segja óheimilt er að leigja frá sér heimildir án þess að leigja til sín sömu tegundir aftur til að standa á núlli, ekki skal vera hægt að leika þann leik að leigja frá sér dýrari tegundir og fylla á þorskígildin með ódýrari eins og gert hefur verið hingað til með þorsk og ufsa.
Þetta á líka að eiga við um tengda aðila því eins og dæmin sýna er vinnslan oft á sinni kennitölu og kvótinn á annari en eigendurnir þeir sömu. Og þar af leiðandi geta þeir braskað og brallað með eigin kvóta þegar vinnslan fær í hendurnar svona ríkisstyrk í formi sértækskvóta.
Allir bátar byggðarlags ættu að vera gjaldgengir til að fá hlut af sértækum en einungis kvótahafar mega spila með samkvæmt núverandi reglum.
Almennnur byggðakvóti:
Til að stuðla að byggðafestu og nýliðun þarf að snúa núverandi kerfi við þannig að stutt sé meira við þann sem minnstar hefur heimildirnar, núverandi kerfi þar sem stórum hluta er úthlutað eftir veiðireynslu gengur útá að fóðra þann sem stærstar hefur heimildirnar. Og gefur honum færi á að braska með eigin heimildir.
Mótframlag getur verið þröskuldur ef þú hefur ekki heimildir eða getur ekki nýtt strandveiðiafla sem mótframlag.
Það er alveg spurning um að minnka eða sleppa þessu mótframlagi sér í lagi hjá kvótalausum.
Tillögur að breyttum úthlutunarreglum almenns byggðakvóta.
Tillaga 1.
Til að teljast gjaldgengir sem móttakendur byggðakvóta skulu skip og útgerðir sem eru kvótahafar fyrir vera með sýnar heimildir ósnertar af leigumarkaði, það er að segja óheimilt er að leigja frá sér heimildir án þess að leigja til sín sömu tegundir aftur til að standa á núlli, ekki skal vera hægt að leika þann leik að leigja frá sér dýrari tegundir og fylla á þorskígildin með ódýrari eins og gert hefur verið hingað til með þorsk og ufsa.
1. Skipta skal 50% af úthlutun byggðarlags jafnt á alla báta sem sótt hafa um, skráðir eru í byggðarlaginu og hafa leyfi til fiskveiða í atvinnuskyni.
2. Þau 50% sem eftir standa skulu fara í leigupott sem er í höndum byggðarlags og úr honum geta þeir aðilar sem rétt hafa á byggðakvóta fengið leigt gegn 1/4 af markaðsverði þegar þeirra veiðiheimildir eru uppurnar. Jafnræðis skal gætt við útleigu úr þessum potti.
Kaupandinn skal standa skil á leiguverðinu til byggðarlagsins.
3. Ef útséð er að úthlutun muni ekki nást, skal viðkomandi skila því sem ekki næst í leigupott byggðarlags ellegar greiða leigugjald fyrir það sem brennur inni.
4. Úthlutun skal fara fram í byrjun fiskveiðiárs. Ef skila á mótframlagi eins og hefur tíðkast hafa menn tíma til þess fram að næsta fiskveiðiári.
5. Lágmarksverð fyrir byggðakvóta skal vera markaðsverð mínus kostnaður. Verðlagsstofuverð á að endurspegla 80% af markaðsverði en gerir það ekki og er ekki raunhæft
Tillaga 2.
5.3% verða sett í einn leigupott sem þeir geta sótt í sem eru búnir með sínar heimildir. Leigan verður markaðsbundin ¼ af markaðsverði. Leigutekjurnar væri síðan hægt að nota til að styðja við byggðirnar á annan hátt en gert er í dag …. Sýnt er að núverandi kerfi eykur ekki byggðafestu.
Sennilega er nauðsynlegt að vernda Strandveiðikerfið þar sem það er eina opna kerfið fyrir nýliðun og er viss partur af þjóðarréttindum.
Tillaga 3.
Almennur og sértækur byggðakvóti verður settur í form ívilunar þar sem allir dagróðrar bátar fá ívilun ef þeir gera upp í byggðarlaginu og til vinnslu á svæðinu.
Tillaga 4.
Allt sett í strandveiðikerfið og það eflt til muna 😊
Verðlagsstofa (kapítuli út af fyrir sig)
Viðmiðunarverð Verðlagsstofu er súrasta eplið í þessu öllu, því það er ekki að skila því sem til er ætlast, það er að segja að verja hag sjómanna í fisksölu milli tengdra aðila… og er frekar orðið verkfæri fiskkaupanda til að halda verði niðri
Verðlagstofuverð ætti að leggja niður með tilliti til byggðakvóta þar sem ekki er verið að tala um sölu milli tengdra aðila….. eða í það minnsta á gera það raunhæft.
það ætti ekki að þurfa 9 manna nefnd til að finna út 80% af markaðsverði.
Fh. IES1 ehf. 450109-0450
Útgerðaraðili Suðureyri / Súðavík
Sigfús Bergmann Önundarson 250768-3899
+354 7722125
ViðhengiFrumvarp þetta er með öllu enn eitt villuljósið sem þjóðinni er boðið upp á og alls ekki hannað með almannahagsmuni í huga. Hér er á ferðinni enn eitt frumvarpið sem miðar að því að færa arðsemi sjávarútvegsauðlindarinnar frá þjóðinni og byggðunum í hendur stærstu handhafa aflaheimilda í landinu. Frumvarpið hvetur til áframhaldandi samþjöppunar aflaheimilda og tryggir sægreifum hámarks arðsemi í gegnum leiguframsalsrétt þeirra umfram aflaheimilda sem þeir hafa komist yfir í gegnum tíðina og veiða ekki sjálfir. Frumvarpið og byggðarkvótakerfið brýtur líklega samkeppnislög. Líklega hefur byggðarkvótakerfið brotið þau lög og reglur frá upphafi. Kominn er tími til að leggja byggðarkvótakerfið alfarið niður og nýta þær heimildir sem þar hafa verið settar til almennrar uppbyggingar í gegnum strandveiðikerfið sem er það kerfi sem þjóðin óskar sér en er vísvitandi svelt af aflaheimildum . Byggðakvótakerfið hefur verið annsi lengi við lýði en kerfið hefur ekki gert nokkurn skapaðan hlut fyrir þær byggðir sem fengið hafa til sín þær heimildir vegna þess að arðsemin í kerfinu er flutt í aðra vasa jafnvel áður en nýting byggðarkvótaheimildana er hafin. Talað er um innan þeirra byggða þar sem laxeldi er í uppbyggingu að hvert tonn af slátruðum laxi sé notað sem mótframlag við byggðarkvóta. Það er ekkert eðlilegt við að það ef það sé raunin og það þarf að kanna . Frumvarpinu er ætlað að tryggja handhöfum aflaheimilda og þeim sem ná að draga til sín arðsemi byggðarkvóta þennan fyrirsjáanleika til 6 ára og þar með halda þjóðinni og almannahag frá nýtingu sinna eigin auðlinda með mannsæmandi hætti í að minnsta kosti næstu 6 árin. Það sér hver maður hvers vegna 6 ár eru notuð því sjávarútvegsráðherra og ríkistjórnin reiknar ekki með að þeirra flokkar verði í ríkistjórn á næsta kjörtímabili heldur reiknar hann með að þau verði það eftir um það bil 6 ár og geti þá haldið áfram sérhagsmunum til heilla.Strandveiðikerfið er það kerfi þar sem almannahagsmunir liggja og enginn svokallaður sægreifi hefur komist með klærnar og puttana í til misnotkunar eða arðráns. Aldrei hefur ásókn til strandveiða verið meiri en 2020 sem sýnir þörf þjóðarinnar á eflingu kerfisins. Um 700 bátar stunduðu þessar veiðar 2020 og fjölguninni ber að fagna því það þýðir aukningu á störfum og mikins áhuga þjóðarinnar á því að hér verði eitt öflugt strandveiðikerfi með nægum heimildum almannahagsmunum til heilla. Strandveiðikerfið er almennt kerfi til uppbyggingar atvinnu allt í kringum landið og hefur sannað sig sem slíkt, kerfi sem virðir mannréttindi og kerfi sem veitir þjóðinni jafnt aðgengi að nýtingu sinna eigin auðlinda hvar á landinu sem þau búa en ekki bara einhverjum útvöldum sægreifum sem sjúga arðsemi auðlindarinnar burt úr byggðum landsins og frá þjóðinni og fara jafnvel með arðinn úr landi við firsta tækifæri. Það eru mannréttindi þjóðarinnar að hafa mannsæmandi nýtingarrétt á auðlindum sínum og mannréttindi og almannahagsmunir er það sem þeir sem kosnir eru til alþingis eiga að vera að vinna að og engu öðru. Það kemur ekki á óvart að í frumvarpi þessu er ætlun sjávarútvegsráðherra að koma í veg fyrir þá eflingu sem þjóðin hefur óskað eftir á strandveiðikerfinu allt í kringum landið og eru almannahagsmunir. Hans stefna virðist vera að draga alla arðsemi 5,3% hluta aflaheimilda sem ríkið heldur utan um til núverandi handhafa aflaheimilda.
Það kemur skýrt fram hver þjóðarviljinn er þegar kemur að strandveiðikerfinu. Vitnum við hér í skýrslu byggðarstofnunar á könnun „Útekt á stranveiðikerfinu haustið 2019“ á meðal strandveiðimanna og hagsmunaaðila. Þar kemur glöggt fram hvernig þjóðin vill nýta þær 5,3% heimildir sem ríkið hefur yfir að ráða. Þjóðin vill allar þessar heimildir til strandveiða vegna þess að það kerfi hefur aldrei verið elft með mannsæmandi hætti þó þjóðin óski eftir því á hverju einasta ári. Þörfin á eflingu strandveiðikerfisins liggur alveg ljós fyrir og það liggur alveg ljóst fyrir hvernig á gera það og hvernig þjóðin vill að kerfið verði úr garði gjört svo það virði mannréttindi og nýtist almannahag og byggðum landsins til fullnustu við atvinnuuppbyggingu allt í kringum landið þjóðinni og almannahag til heilla. Þjóðin vill fá hið mynnsta tryggða 48 róðradaga á ári og þjóðin á að fá allt árið til þess að nýta sína daga innan strandveiða svo að allir sem í því kerfi vilja starfa njóti sannmælis og að fiskur verði veiddur á þeirra heimaslóð þegar hann er þar, og þegar hann er sem verðmætastur fyrir land, byggðir og þjóð. Þannig tryggjum við hámarks verðmætsköpun við veiðarnar, dreifða nýtingu fiskimiða, öfluga atvinnuuppbyggingu og að arðurinn verður eftir í héraði hjá fólkinu sem þar býr í hinum dreifðu byggðum sem getur svo nýtt hann til áframhaldandi uppbyggingar á sinni heimaslóð.Öll lög um bætur frá þjóðinni til þeirra sem á aflaheimildum halda á að afnema eða hið mynnsta að hanna þannig að hafið verði yfir allan vafa að þjóðin sé ekki bótaskild til þeirra sem hafa yfir að ráða aflaheimildum eða bótaskild til þeirra sem telja sig eiga samkvæmt lögum að fá úthlutaðar heimildir sér til einkanota vegna einhverskonar ágalla í fiskveiðilögum. Bregðist fiskimið er það útgerðarmannsins að taka það áfall en þjóðin á ekki að þurfa koma með bætur handa viðkomandi útgerð en mætti koma með bætur til byggðarlaga í formi fjárstyrkja. Nægt er hið almenna áfall um brostinn fiskimið fyrir þjóðina þegar og ef svo ber til. Byggðarkvóti, sértækur byggðarkvóti, skelbætur, rækjubætur, hlutdeild til að bregðast við áföllum er ekkert annað en úr sér genging fiskveiðistjórn og sýnir að ekki er verið að hugsa um almannahag og mannréttindi heldur bara arðsemi einstakra sægreifa. Flækjustig fiskveiðikerfisins nær nýjum hæðum í frumvarpi þessu og gloppur og göt og hvatar munu sjá til þess að arðurinn verður allur dreginn frá byggðum landsins í vasa örfárra sægreifa. Halda á þjóðinni frá mannsæmandi nýtingu á sínum eigin auðlindum í stað þess að lýta til frábærrar frammtistöðu nágrannaríkja okkar t.d eins og í Noregi við nýtingu sinna auðlinda Norskri þjóð og almannahag þar til heilla.
Byggðarkvóti
Byggðarkvóti eða sértækur byggðarkvóti er ekki sá bjargvættur byggða sem nafnið gefur til kynna á að hann sé og hefur aldrei verið. Hann er villuljós eins og notað var fyrr á öldum til þess að villa um fyrir sæfarendum og koma þeim í strand. Það er vegna þess að arðsemin úr þessu kerfi rennur allur í sömu hendurnar. Hendur núverandi sægreifa,stórútgerða og þeirra sem á aflaheimildum þjóðarinnar halda. Fjölmörg dæmi eru um að byggðarkvóti sé veiddur og unnin af útgerðarrisum í kringum landið en fer ekki til þeirra sem raunverulega þurfa á honum að halda. Jafnvel veiddur af togurum og netabátum á sem óumhverfisvænansta máta sem hugsast getur. Byggðarkvótinn hefur skapað hér mjög óheilbryggt umhverfi innan fiskveiðistjórnunarkerfisins.Byggðarkvótakerfið er það sem heldur uppi eftirspurn á leigukvóta af kvótagreifum og þar með mjög háu leiguverði aflaheimilda í landinu. Ef þú átt ekki kvóta þarft þú að leigja til þín 2 til 3 tonn af þorski á móti hverju tonni sem þú færð í byggðarkvóta. Þannig rennur arðurinn úr byggðarkvótakerfinu og byggðunum til sægreifa í formi leigutekna sem búa yfirleitt ekki i hinum brotnu byggðum. Arðsemin er soguð út úr kerfinu strax þegar sægreifinn fær sitt háa verð sem leigusali aflaheimilda. Það myndast hvati í fiskveiðikerfinu fyrir sægreifa að þjappa saman aflaheimildum og komast yfir meira afheimildir en þeir þurfa til eigin veiða vegna þess að mikil eftirspurn er eftir því að leigja af þeim heimildirnar á háu verði til að kvótalausir geti fengið byggðarkvóta á móti leigðum heimildum. Verð á leigðum heimildum hækkar og lítið sem ekkert fæst fyrir að veiða þær fyrir það eitt að fá byggðarkvóta á móti.Þeir sem eiga aflaheimildir þurfa ekki að leigja til sín heimildir af sægreifum heldur velja sér bara löndunarhöfn þar sem lýklegt er að mikils byggðarkvóta sé að vænta á móti sínum eigin og taka svo alla arðsemi úr byggðunum heim til sín hvar í heiminum sem þeir búa.Arðurinn fer allur úr byggðarlaginu og heim til sægreifans þar sem hann býr og ekki svo mikið til hinna brotnu byggða. Allt er þetta á sömu höndina, sægreifinn græðir en aðrir ekki.Innbyggði hvatinn sem búin er til með byggðarkvótakerfinu til þess að leigja af sægreifum eru mörg þúsundir tonna af þorski á ári og þetta drífur leigumarkað með aflaheimildir á Íslandi af sægreifum sem eiga orðið miklu meira af heimildum en þeir þurfa til eigin veiða og þar með talið leiguverð á þeim. Arðurinn fer til sægreifans sem býr bara þar sem hann vill í heiminum og leigir frá sér aflaheimildirnar en verður ekki eftir í byggðarlaginu eins og villuljósið gefur til kynna. Meðal annars vegna þessa sem upp er talið mun byggðarkvótinn aldrei hjálpa þessum byggðum vegna þess að arðseminn er tekinn burt af staðnum jafn óðum af fólki sem ekki er með fasta búsetu á svæðinu. Engin arðsemi verður eftir í byggðunum og þess vegna eru þessar brotnu byggðir alltaf brotnar byggðir því engin arðsemi innan byggðarlagsins þýðir engin raunveruleg uppbygging innan byggðarlagsins.
Stenst byggðarkvótakerfið samkeppnislög ?
Spurning er hvort byggðarkvóti standist samkeppnislög. Það verður að fá úr því skorið hjá samkeppniseftirlitinu strax. Ef ekki mun þjóðin krefjast þess og leita sjálf til viðkomadi yfirvalda til að fá úr því skorið. Þeir sem fá úthlutaðan byggðarkvóta halda uppi eftirspurn eftir leigðum aflaheimildum í fiskveiðikerfinu af útgerðarmönnum sem eru komnir með allt of mikið af heimildum en þeir nota sjálfir til eigin veiða. Allt í kringum landið eru svo kvótalausar útgerðir sem þurfa að leigja til sín aflaheimildir á allt of háu verði vegna eftirspurnar frá útgerðum sem leigja til sín aflaheimildir og fá byggðarkvóta á móti þeim heimildum. Þetta veldur því að sá sem gerir út kvótalausan bát og fær ekki byggðarkvóta stendur ekki jafnfætis þeim sem gerir út kvótalausan bát og fær byggðarkvóta þegar aflaheimildir eru leigðar á almennum markaði. Þannig er samkeppni um leigðar aflaheimildir skökk og þeim sem fær byggðarkvóta veitt samkeppnisforskot á að leigja til sín aflaheimildir vegna þess að hann fær byggðarkvóta á móti þeim heimildum en hinn aðilinn ekki. Verðið á leigu heimildum spennist upp úr öllu valdi og er svona hátt sem það er vegna mikillar eftirspurnar frá útgerðum sem þiggja byggðarkvóta .Ef byggðarkvóti væri hér ekki stæðu allir kvótalausar útgerðir jafnfætis samkeppnislega þegar þær leigja til sín aflaheimildir af sægreifum og verð á leigðum heimildum myndi lækka gríðarlega. Sé þetta brot á samkeppnislögum sem það lýtur út fyrir að vera þá er þetta alvarlegt brot. Kanna þarf líka hvort brögð hafi verið á því að handhafar byggðarkvóta hafi náð að leigja hann frá sér í stað þess að veiða hann og landa í þeim byggðum sem honum var ætlað.
Vinnsla á byggðarkvóta heima í héraði .
Skilirt er að byggðarkvóti og heimildir á móti byggðarkvóta sé unnið í fiskvinnlum á þeim stöðum þar sem byggðakvóta er úthlutað en þó með hugsanlegum undantekningum. Hefur það verið raunin í nýtingu byggðarkvótans? Áður en sett eru lög og reglur um hvernig skuli vinna þann afla sem úr byggðarkvótakerfinu kemur þarf að liggja skýrt fyrir hvað sé fiskvinnsla og hvað ekki og hvernig við ætlum að skapa virðisauka í sjávarútvegsauðlind okkar.
Hvað er fiskvinnsla ?
Skilgreina þarf hvað sé fiskvinnsla og hvað ekki.
· Er það fiskvinnsla ef fiskur er tekinn úr bát og honum keyrt í gegnum einar dyr á fiskvinnsluhúsi og út um aðrar?
· Er nóg að slægja fisk inni í húsi til að kalla það fiskvinnslu?
· Er nóg að ísa yfir landaðan fisk inni í fiskvinnsluhúsi til að það kallist fiskvinnsla?
Nei það er ekki nóg, allt þetta er hægt að gera um borð í þeim bátum sem veiða fiskinn og slægja hann þar. Kallast þeir bátar sem koma með slægðan fisk í land fiskvinnslubátar ?
Fiskvinnsla er matvælavinnsla sem hlýtur að hafa það að markmiði að hámarka virði þess hráefnis sem í gegnum vinnsluna fer.Það þarf að setja sem algjört skilirði að að allar þær fiskvinnslur sem taka á móti byggðarkvóta fullvinni fiskinn heima í héraði svo að verðmætin og virðisaukinn verði eftir þar. Annað er sóun á verðmætasköpunarmöguleikum byggðana og þjóðarinnar og tækifærum hina brotnu byggða til þess að skapa sér störf og arðsemi úr byggðarkvótanum til áframhaldandi uppbyggingar. Fiskur fer í gegnum mismunandi virðisaukandi ferla á leið sinni í gegnum fiskvinnslur og þeim mun fleiri virðisaukandi ferlar sem fiskurinn fer í gegnum í vinnslunum þeim mun meiri arðsemi er að vænta af hverjum og einum veiddum fiski. Lokaafurðin á alltaf að vera tilbúin afurð á disk neytendans svo að ekki verði eftir ónýttir virðisaukandi ferlar til þess að auka virði afurðana sem jafnvel er gert í vinnslum einhverstaðar úti í heimi. Í raun og veru ætti hér að setja lög í landinu á allan fisk sem veiddur er hér við land að hann meigi ekki fara úr landinu nema sem fullunnin vara. Þannig verður virðisaukinn eftir hér á landi en ekki búin til handa öðrum þjóðum til að skapa sér. Þannig hámörkum við arðsemi á nýtingu á okkar eigin auðlindum landi og þjóð til mikillar heilla. Þekking og reynsla þarf að vera til staðar allt í kringum landið til þess að framkvæma þetta, og ekki síst þarf að vera til þekking á þeim ferlum afurðana sem ekki skapa virðisauka í vörurnar og þeim ferlum þarf að útrýma á sama tíma svo að þeir ferla éti ekki upp alla arðsemi í virðisaukandi ferlum vörunar. Arðbær fiskvinnsla er nefninlega ekki sjálfgefin, eins og reynslan hefur sýnt okkur Íslendinum í gegnum okkar sögu.
Hverjir manna svo þessi störf?
Skilirði ætti að setja á allar þær byggðir sem ætlaður er byggðarkvóti að fólk með fasta búsetu á staðnum vinni við veiðar og vinnslu byggðarkvótans og eigi með öllu þær vinnslur og skip sem notuð eru við veiðar og vinnslu innan hérðsins. Annars er þetta bara ætlað núvernandi sægreifum til að mjólka arðsemina burtu af svæðinu sem það gerir í núverandi mynd. Fáist heimamenn ekki til þess þá þarfnast byggðin ekki byggðarkvótans. Fjölmörg dæmi eru um að sett sé upp einskonar fiskvinnsla þar sem fiskur fer í gegn, jafnvel í sama formi og hann kemur upp úr skipi. Fiskurinn er alls ekki fullunnin og tilbúin á disk neytenda í þessum byggðum og nánast enginn heimamaður vinnur hvorki veiðarnar né vinnslurnar og fæst ekki til þess. Flytja þarf inn aðkomufólk á staðina til þess að manna þessi störf því heimamenn annað hvort vilja ekki vinna við þetta eða eru bara í öðrum störfum. Það skapar engin verðmæti innan héraðs að flytja inn aðkomufólk til þess að starfa við veiðar og vinnslu á byggðarkvóta á skipum og í vinnslum sem eru jafnvel ekki í raunverulegri eigu raunverulegra heimamanna. Sama sagan, arðsemin fer eitthvað annað en til hinna brotnu byggða. Fyrir hvern er þetta þá gert? Þetta er nefninlega sér hannað kerfi fyrir núverandi handhafa aflaheimilda „sægreifa „ til þess að sjúga til sín alla mögulega arðsemi sem byggðarkvótinn gæti skilað viðkomandi byggðum. Raunverulegar fiskvinnslur sem vinna fisk í gegnum alla þá ferla sem hámarka vermæti hans þurfa ekki að vera í hverju þorpi á Íslandi, þær eiga bara að vera þar sem mannauður til þess er, þekking og reynsla er til staðar. Veiðarnar geta hinsvegar verið stundaðar allstaðar þar sem fiskur gengur allt í kringum landið og allir staðir í kringum landið liggja vel við fiskimiðum en fiskimiðin eru arðbær á mismunandi tímum eftir svæðum.
Það liggur algerlega fyrir að byggðarkvótakerfið er ekki að skila byggðum þeim ávinningi og arðsemi sem það ætti að gera. Byggðarkvótakerfið er pólitíst kerfi sem auðvelt er að misnota og það er gert. Slík kerfi eiga ekki að eiga heima innan auðlindanýtingar Íslendinga og það eru ekki almannahagsmunir að slíkt kerfi sé við lýði innan fiskveiðistjórnunar Íslendinga.Arðsemin fer öll annað og mest í hendur þeirra sem nú þegar halda á miklum aflaheimildum og til þeirra sem skapa aukið virði í þær afurðir sem úr byggðarkvóta koma sem oftar en ekki er skapað í öðrum löndum en á Íslandi . Þetta kerfi á að leggja niður strax og allar heimildir innan þess að vera settar í strandveiðikerfið sem hefur sínt sig sem kerfi sem skapar störf innan héraðana sem unnin eru af heimafólki byggðana og eflir þær. Enginn sægreifi tekur arðsemina úr strandveiðikerfinu heldur verður hún eftir heima í héraði til áframhaldandi uppbyggingar.Fiskvinnslur verða til á þeim stöðum þar sem það er hagkvæmt. Það tekur tíma að byggja upp byggðir í kringum landið og það gerist ekki nema arðurinn verði eftir í byggðunum.
Brotnar byggðir
Skilgreina þarf hvað er brotin byggð og hvað ekki með raunsæum hætti. Fjöldi íbúa í hverri byggð hefur ekkert um það að segja hvort byggð sé brotin eða ekki. Það eru atvinnuleysistölur hverrar byggðar sem gefur raunverulega þá stöðu sem byggðin er í. Það er að segja raunverulegar atvinnuleysistölur á fólki sem leitar sér vinnu en finnur hana ekki að frádregnum þeim sem eru atvinnulausir af því þeir nenna ekki að vinna.Ef byggðir liggja þétt saman eins og víða þá stundar fólk atvinnu jafnvel í næsta byggðarlagi við sína heimabyggð sem er bara gott mál.Vegalengdirnar sem fólk ferðast til vinnu eru oftar en ekki styttri sem þetta fólk ferðast en það fólk sem stundar atvinnu innan höfuðborgarsvæðisins. Brottnar byggðir þarf að skilgreina upp á nýtt svo hafið sé yfir allan vafa hvað sé brotin byggð og hvað ekki.
Fiskmarkaðir
Fiskmarkaðir er það eina sem gefur rétta verðmyndun á veiddu sjávarfangi. Allur fiskur sama úr hvaða kerfi hann er veiddur í ætti að skylda til þess að vera settur á frjálsan fiskmarkað. Þannig myndast réttur samkeppnisgrundvöllur fyrir fiskvinnslur um veitt sjávarfang. Hæsta mögulega verð verður alltaf greitt til skipa en ekki fyrirfram ákveðin verð sem erfitt er að sjá í gegnum. Allt sjávarfang sem fer svo í gegnum þessa markaði á svo að vera selt til fullvinnslu á afurðum innanlands og það sem fullbúin vara með hámarks virðisauka út úr landinu. Þannig sköpum við hámarks arðsemi á auðlindir okkar. Störf á fiskmörkuðum í kringum landið eru líka fjölmörg sem myndu aukast en meira ef allur fiskur færi á markað. Á hverju ári þá fer minna og minna af sjávarfangi í gegnum markaðina sem getur ekki talist eðlileg þróun ef við miðum okkur við eðlilegt markaðshagkerfi. Allan fisk á markað og síðan í fullvinnslu innanlands ætti að vera takmark hverrar þjóðar sem vill hámarka virði sinna eigin auðlinda og tryggja eðlilega samkeppni innanlands um hráefni til fullvinnslu.
Varasjóður með aflaheimildir
Hér er enn ein leiðin sem mun draga arðsemina beint til einstakra sægreifa hvar sem þeir búa.Nú er ríkið að veita einkafyrirtækjum fleiri milljarða í aðstoð vegna kreppuástands í heiminum. Í stað þess að hafa hér í frumvarpi þessu aflaheimildir sem varasjóð sem mun bara enda í vösum sömu handhafa aflaheimilda í dag eins og í byggðarkvótakerfinu á ríkið að setja beinharða styrki til byggða þessa lands sem orðið hafa fyrir áföllum. Ríkið réttlætir að moka skattpeningum inn í einkafyrirtæki vegna kreppuástands í dag. Það er enþá meiri réttlæting fólgin í því að setja þessa peninga beint inn í þær byggðir sem orðið hafa fyrir áföllum . Þar munu þeir raunverulega nýtast samfélögum til atvinnuubyggingar en ekki einstaka hluthöfum einkafyrirtækja eins og gert er í dag.
Það að ætla að nota til þess aflaheimildir er villuljós fyrir þjóðina þar sem allur arður þess varasjóðs mun renna í hendur handhafa aflaheimilda en ekki til hinna dreifðu byggða.
Umhverfisvænar veiðar
Allar heimildir 5,3% hluteildar ríkisins ættu að vera nýttar á sem umhverfisvænasta hátt fyrir land og þjóð og heimsbyggðina alla.Umhverfisvænustu veiðar sem stundaðar eru á Íslandi eru handfæraveiðar og þær veiðar eru einmitt skilirði innan strandveiðikerfisins . Þegar bátur stundar handfæraveiðar hefur hann slökkt á vélum skipsins og notar eingöngu rafmagn til veiðana. Vélarafl nýtir bátur á handfæraveiðum einungis til að koma sér til og frá höfn eða milli veiðisvæða. Langsamlega mesti tíminn af róðri hvers báts fer í veiðarnar sjálfar þar sem ekki er brenndur einn einasti líter af olíu. Þess má líka geta að við handfæraveiðar verður ekki mikil mengun til af veiðarfærum t.d eins og af heilu trolli sem eftir verður á hafsbotni,eða togveiðum sem skemma sjávarbotn. Línum eða drauganetum sem slitna niður og nást ekki upp sem drepa allan þann fisk þann tíma sem þau eru töpuð í sjó sem getur skipt áratugum. Nú ber ríkistjórnin sér reglulega á brjóst hversu umhverfisvæn hún er og hversu Ísland sé framarlega í loftslagsmálum og aðgerðum til að draga úr loftslagsmengun. Með því að setja allar heimildir innan 5,3% aflaheimilda ríkisins til strandveiða mun vera tyggt að þessar heimildir verði nýttar á sem umhverfisvæansta hátt sem mögulegt er að gera. Almannahag til heilla. Þá gæti Íslensk stjórnvöld sannarlega byrjað að berja sér á brjóst sem umhverfisvæn þjóð.
Öflugt Strandveiðikerfið. Kerfið sem þjóðin óskar eftir.
Það liggur alveg ljóst fyrir í frumvarpi þessu að sjávarútvegráðherra ætlar að koma fram skemmdarverkum á strandveiðikerfinu þvert á óskir og vilja þjóðarinnar og þar með gegn almannahagsmunum. Miðað við heimildir sem ætlaðar eru í pottana á yfirstandandi fiskveiðiári hefðu þorskheimildir til strandveiða samkvæmt frumvarpinu orðið 9.274 tonn, en ekki 10.000 tonn eins og var 2020 og dugði ekki. Frumvarpið gerir ráð fyrir að veiðikerfi strandveiða verði breytt og og það verði eins og það var árið 2017. Aflaheimildum skipt milli landsvæða og á tímabil. Veiðar stöðvaðar innan tímabila þegar heimildum hefur verið náð.Þá er veiði hvers leyfishafa takmörkuð við 12 daga í hverjum mánuði en það var ekki takmarkað þannig 2017. Ráðherra getur breytt veiðisvæðum eftir eigin hentugleika! Ekkert er um það í lögunum hvernig veiðisvæðin muni líta út. Hvaða aðferðarfræði á að nota þegar áætla á aflamagn á hvert svæði.Eina sanngjarna og rétta aðferðarfræðin er auðvitað að notast engöngu við fjölda báta á hverju veiðisvæði og ekkert annað til að njóta sannmælis og jafnræðis. Hvað á að gera við heimildir sem myndu brenna inni ef einhver svæði næðu ekki heimildum sínum innan svæðana.Þetta eru ekki þær breytingar sem þjóðin hefur óskað eftir á strandveiðikerfinu heldur ganga þær beint gegn þeim. Þetta fer beint gegn þörfum byggða og almannahagsmunum sem eru hið minnsta 48 dagar á bát allt fiskveiðiárið eins og svo eft hefur komið fram. Þessi skemmdarverk á almannahagsmunum ætlar sjávarútvegráðherra að festa í sessi næstu 6 árin eða svo. Það er niðurskurður á heimildum til strandveiða í frumvarpi þessu en ekki aukning eins og þjóðin hefur óskað svo lengi eftir og þarnast.. Allar heimildir sem brenna inni innan 5,3% heimilda ríkisins eiga að renna til byggðarkvóta, villuljóss í íslenskum sjávarútvegi. Það kemur ekki á óvart því það kerfi er hannað fyrir núverandi handhafa aflaheimilda til að sjúga arðsemina burt frá fólkinu og byggðunum.Frumvarpið miðar að því að færa þróun strandveiða til baka í fyrra horf sem er ekki það sem þjóðin óskar sér, „sjá könnum byggðarstofnunar um strandveiðikerfið“ sem framkvæmd var á meðal strandveiðimanna og hagsmunaaðlia árið 2019. Könnunin gefur skýrt til kynna þarfir þjóðarinnar á öflugu strandveiðikerfi og hvernig best sé að það sé hannað almannahagsmunum til heilla og þannig að það nýtist öllum landshlutum á sem bestan og hagkvæmasta hátt fyrir land og þjóð. Í könnuninni kemur fram að það þurfi að tryggja hverjum einasta bát hið mynnsta 48 daga til róðra á ári og að þessa daga megi nýta þegar strandveiðisjómaðurinn kýs sjálfur að gera það eins og gert er í öðrum fiskveiðikerfum Það eru almannahagsmunir og sjálfsögð mannréttindi að fólkið í landinu hafi almennilegt aðgengi og góð tækifæri til þess að nýta sína eigin auðlind til atvinnuuppbyggingar. Strandveiðikerfið er trúlega eitt það allra besta sem komið hefur inn í Íslenskan sjávarútveg núna á síðari árum enda skref í átt að mannréttindum og sanngirnis þjóðinni til heilla. Það sýnir sig á hverju ári þegar um 700 strandveiðibátar halda til veiða hve eftirspurnin hjá þjóðinni er mikil eftir því að vinna í því kerfi. Kerfið er dreift allt í kringum landið, líka til hinna brotnu byggða. Enginn sægreifi getur misnotað kerfið og arðsemi veiðana verður öll eftir í heimabyggð, atvinnuuppbyggingu,almannahag og umhverfinu til heilla. Þetta er kerfið sem á að fá allar 5,3% heimildir sem ríkið hefur yfir að ráða til þess að þær verði nýttar almannahag til heilla og á sem umhverfisvænasta hátt en renni ekki til núverandi handhafa aflaheimilda sem draga arðsemina burt úr byggðunum. Séu heimildir innan 5,3% heimilda ríkisins meiri en geta strandveiðiflotans til að veiða á 48 róðrum á bát yfir árið á að auka við dagafjöldan þannig að heimildirnar verði allar nýttar til strandveiða og munu þá veiðidagarnir verða fleiri en 48 . Oft hafa þingmenn og ráðherrar verið að skíla sér á bak við það að heimildir séu ekki fullnýttar innan kerfisins. Það skal heldur engan undrast hvers vegna það geti gerst. Í firsta lagi eru smábátar mjög háðir veðurfari en veðurfar er ekki mannana verk og ætti því að vera eina breytan sem stýrir því hvenar hægt er að róa. Nei kerfið er svo niður njörfað að það er beinlínist séð til þess með öllum þeim reglum innan kerfisins og takmörkunum að ekki náist alltaf að veiða það litla sem til er ætlað til veiðana. Hvers vegna skildi þjóðinni gert svona erfitt fyrir? Eru það almannahagsmunir sem valda þvi. Nei aldeilis ekki! Þarna er verið að ganga erinda þeirra sem vilja ekki að þjóðin geti fengið mannsæmandi rétt á nýtingu sinna eigin auðlinda. Íslensk þjóð horfir löngunaraugum til nágranna ríkja okkar eins og t.d Noregs hvernig þeir virða mannréttindi og almannahagsmuni með því að veita sinni þjóð þann rétt sem hún á til þess að nýta sína eigin auðlind sjálf. Þar er nýliðun og atvinnusköpun í sjávarútvegi mikil og það er vegna þess að tækifærin eru mikil innan þeirrar fiskveiðistjórnunarkerfis fyrir hvern sem er að hefja þar útgerð og meira að segja stórútgerð Noregs styður þá stefnu því siðferði þeirra er svo langt um ofar en siðferði hins Íslenska sægreifa og stjórnmálamanna. Einfalda á með öllu hvernig farið er með 5,3% heimildir þjóðarinnar sem ríkið heldur utan um og veita þeim inn í eitt einfalt kerfi sem eru strandveiðar og þar á allur fiskur að fara á almennan fiskmarkað. Það er það kerfi sem skilar almannahag mestum hagsmunum því það kerfi býr til raunveruleg störf í kringum landið,býr til raunveruleg tækifæri sem ekki er hægt að misnota og skilur arðsemina eftir hjá raunverulegum íbúum byggðana allt í kringum landið. Fiskvinnslur munu rísa þar sem það verður hagkvæmt og arðurinn verður eftir en ekki bara settar upp sem sýndarvinnsla til þess að fá til sín byggðarkvóta. Allur fiskur á að fara á fiskmarkað og þaðan í áframhaldandi fullvinnslur allt í kringum landið.
Svona á strandveiðikerfi íslenskrar fiskveiðiþjóðar að vera.
· Allar heimildir 5,3% hlutans renni til strandveiða. Aðeins eitt kerfi verði sem noti þær almannahag, atvinnusköpun, umhverfinu, nýliðun og hinum dreifðu byggðum til heilla.
· Koma þarf algjörlega í veg fyrir að innan strandveiðikerfisins séu aðilar að gera út báta sem þeir róa ekki á sjálfir því strandveiðikerfið á að vera fyrir þá sem vilja róa sjálfir á sínum eigin bátum.
· Einn bátur, í öllum tilfellum sannarlegur og raunverulegur eigandi hans um borð.
· Allir dagar eiga að vera veiðidagar eins og í öðrum kerfum.
· Engin bátur hættir á strandveiðum nema hann óski þess sjálfur eða klári hið mynnsta sína 48 daga á veiðum.
· Fjölga á svo dögum ofan á 48 daga ef strandveiðibátar klára ekki að veiða upp þær 5,3% heimildir sem ætlaðr eru á 48 dögum eða þær heimildi settar ofan á dagafjölda næsta fiskveiðiárs.
· Hægt verði að færa heimildir úr 5,3% heimilda ríkisins á milli fiskveiðiára í sama hlutfalli og úr öðrum fiskveiðikerfum.
· Aflaþak á dag í þorski má vera það sama og er í núverandi strandveiðikerfi að undanskildum Ufsa sem á að vera algerlega frjáls vegna vanýtingar hans innan fiskveiðikerfisins almennt.
· Aflaverðmæti ufsa renni 100% til útgerðar og af honum séu greidd veiðigjöld í samræmi við aðra útgerðarflokka
· Rúllufjöldi má vera 4 handfærarúllur eins og verið hefur.
· Auka á veiðigjald þjóðarinnar á nýtingu auðlindarinnar jafnt á strandveiðar og öðrum kerfum svo allir, hvar sem þeir eru í þjóðfélaginu muni njóta arðsemi auðlindanna.
· Strandveiðikerfið á að vera opið allt árið svo að samfélögin allt í kringum landið geti nýtt sín heimamið þegar verðmætur fiskur er á þeim svæðum.
Þetta er strandveiðikerfið sem þjóðin á skilið og er almannahaga til heilla og þjóðin kallar eftir. Atvinnuuppbygging mun hefjast um allt land og störf og arðsemi mun verða eftir í öllum byggðum í kringum landið sem er það sem við hljótum að vilja þjóð okkar. Mannréttindi munu verða virt og tækifæri þjóðrarinnar til nýtingu sinna eigin auðlinda (Lífsbjörgin) mun verða raunverulegt. Nýliðun í útgerð mun stóraukast og núverandi og komandi kynslóðum mun verða kleift að halda áfram atvinnubyggingu í sinni heimabyggð þjóðinni allri til heilla. Sátt mun skapast um fiskveiðistjórnunarkerfið á meðal þjóðarinnar og komani kynslóðum verður gert kleift að nýta sér lífsbjörgina allt í kringum landið með raunverulegu og sanngjörnu tækifæri kjósi það að gera það. Staðreyndin er þessi, almannahagsmunir og vilji krefst þess að búið verið til eitt öflugt strandveiðikerfi með þeim aflaheimildum sem ríki hefur yfir að ráða en þær ekki nýttar til áframhaldandi arðsemis þjófnaðar frá almenningi og byggðum allt í kringum landið af örfáum sægreifum. Fólkið í landinu býr við fordæmalausan ójöfnuð þegar kemur að nýtingu sinna eigin auðlinda og tækifæra í sjávarútvegi. Það er einmitt vegna þess sem við höfum hér brotnar byggðir atvinnuleysi og fátækt. Umhverfið fengi að njóta vafans eins og það á alltaf að fá að gera með því að veiða þessar heimildir allar á handfærakróka. Flækjustig sjávarútvegs á Íslandi mun stór minnka sem gefur stjórnvöldum betri yfirsýn yfir hvernig fiskveiðikerfið vinnur. Ég skora hér með á þá stjórnmálamenn sem láta sér velferð þjóðarinnar að einhverju verða að efla strandveiðikerfið svo um munar og setja alla 5,3% heimildir þjóðarinnar til strandveiða , þjóðin á það skilið,byggðir landsins eiga það skilið og samfélögin þarfnast þess. Þjóðin hefur lengi kallað eftir því að hér verði til eitt öflugt strandveiðikerfi og nú hafiði tækifæri til þess.
Kv Gunnar Á
Hjálagt er umsögn Bolungarvíkurkaupstaðar.
Jón Páll Hreinsson
Bæjarstjóri Bolungarvíkur
ViðhengiHjálögð er umsögn Stykkishólmsbæjar.
Jakob Björgvin Jakobsson, bæjarstjóri
ViðhengiUmsögn Sveitarfélagsins Ölfus
Sveitarfélagið Ölfus fagnar endurskoðun á meðferð 5,3% veiðiheimildanna og tekur jafnframt undir ábendingar Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) sem sendar voru til starfshóps um endurskoðun á ráðstöfun 5,3% aflaheimilda. Sveitarfélaginu finnst miður að ekki skuli hafa verið haft meira samráð við endurskoðunina.
Sveitarfélagið Ölfus hefur orðið fyrir miklum áföllum í sjávarútvegi á undangengnum árum. Samfélagið hefur misst gríðarlegar veiðiheimildir frá sér. Skipastóll í Þorlákshöfn er ekki svipur hjá sjón frá því sem hann var fyrir fáeinum árum. Öflugum fiskvinnslum hefur verið lokað á s.l. árum. Gríðarlegur fjöldi fólks hefur misst vinnuna og um leið lifibrauð sitt. Upphafsúthlutun á núverandi fiskveiðiári er einungis rétt rúmlega 3000 tonn í Þorlákshöfn. Þær veiðiheimildir duga litlum togbát hluta úr ári.
5,3% veiðiheildirnar eru m.a. hugsaðar til að mæta svona áföllum. Hins vegar er það svo að einungis lítill hluti aflaheimildaheimilda sem runnið hafa til 5,3% kerfisins á undangengum árum hafa lent hjá aðilum í Sveitarfélaginu Ölfusi. Síðustu ár hafa komið 300 tonn úr almenna byggðakvótanum. Þær veiðiheimildir hafa skipt miklu máli. Strandveiðar hafa ekki verið umfangsmiklar, þrátt fyrir að smábátasjómenn í sveitarfélaginu hafi sótt hart og gengið vel. Aflahæsti strandveiðibátur landsins er m.a. skráður í sveitarfélaginu.
Til þess að mæta þeim áföllum, sem fyrr eru rakin, þarf mikinn og öflugan stuðning. Erfitt er að sjá að þær breytingar sem lagðar eru til tengdar 5,3% veiðiheimildunum eiga eftir að koma aðilum í Sveitarfélaginu Ölfus til góða.
Stærsta og veigamesta breytingin er sú að almennur byggðakvóti mun nánast þurrkast út í Þorlákshöfn. Í Þorlákshöfn bjuggu um síðustu áramót 1730 manns. Það hefur í för með sér að skerðing núverandi kvóta yrði 73%. Fólk hefur blessunarlega verið tilbúið að flytja til Þorlákshafnar. Ekki er annað fyrirsjáanlegt en að fjölgunin haldi áfram. Það mun hafa í för með sér að kvótinn mun minnka enn meira og jafnvel þurrkast út og verða að engu. Þó svo fólki fjölgi í Þorlákshöfn þá eykst ekki hagur sjávarútvegsins að sama skapi. Það er nöturlegt til þess að vita að Þorlákshöfn skuli vera hengt fyrir jákvæða íbúaþróun. Horfa þarf til fleiri þátta. Því leggst sveitarfélagið gegn þessari breytingu.
Skip sem skráð eru í Sveitarfélaginu Árborg eru að missa skel- og rækjubætur sínar. Þessum veiðiheildum hefur verið landað í Þorlákshöfn og hefur þessi afli skipt vinnslur í Þorlákshöfn miklu máli. Áhrif vegna þessarar aðgerðar eru mjög slæmar og geta jafnvel kippt rekstargrundvelli undan útgerð þessara skipa.
Þorlákshöfn hefur orðið fyrir miklu áfalli sökum alvarlegs aflabrests í humri sem hefur verið að ágerast á síðustu árum, nánast hrun hefur verið í veiðum. Nú er svo komið að horfir til algjörs hruns og veiðibanns. Sjávarútvegur í Þorlákshöfn hefur um áratuga skeið byggt stóran hluta reksturs síns á humarveiðum og -vinnslu. Þar hefur jafnan verið landað einna mestum humarafla á landinu. Með varasjóði vegna óvæntra áfalla mun Þorlákshöfn mögulega eiga von á veiðiheimildum þaðan, sökum skyndilegra áfalla og vegna humarbrests. Sveitarfélagið Ölfus leggur til að vægi Varasjóðs vegna óvæntra áfalla verði aukinn umtalsvert svo hægt sé að bregðast við með afgerandi hætti – einhverju sem um munar . Fyrirsjáanlegt er að þær veiðiheimildir sem áætlaðar eru í þennan pott muni hafa lítil áhrif á stór áföll. Einnig verði þessi sjóður virkjaður strax, en ekki beðið með að virkja hann fyrr en eftir tvö ár eins og lagt er til í frumvarpinu. Íslenska ríkið verður að leita annarra leiða við að bæta þeim aðilum sem þegið hafa skel- og rækjubætur, en að fresta virkjun varasjóðsins. Sveitarfélagið Ölfus hefði kosið að fyrir lægi nánari útfærsla á þessum potti, sem og fleiri pottum hefði legið fyrir svo málefnaleg umræða geti átt sér stað.
Það er vandséð annað en að flestar þessar breytingartillögur eigi eftir að hafa neikvæð áhrif fyrir Sveitarfélagið Ölfus og þá sérstaklega þéttbýlið Þorlákshöfn. Mikilvægt er að til séu verkfæri sem stjórnvöld geta beitt á sjávarbyggðir sem lent hafa í miklum áföllum í sjávarútvegi eins og Sveitarfélagið Ölfus lent í. Það er gríðarlega mikilvægt að farið sé vel með þær veiðiheimildir sem settar eru í 5,3% kerfið og þær nýttar með skynsamlegum hætti.
Sveitarfélagið Ölfus hvetur þá sem koma að endurskoðuninni að taka þær ábendingar og athugsemdir alvarlega sem settar hafa verið fram. Samstarf og samráð þarf að vera meira á borði en bara í orði og að hafist verði handa sem fyrst við að meta árangur af kerfinu en ekki beðið með það fram til loka árs 2026 eins og lagt er til í breytingartillögunum. Rétt er að benda á að engir útreikningar hafa verið lagðir fram opinberlega af stjórnvöldum sem styðja við þessar breytingar á lögunum, til að stuðning við þær.
Elliði Vignisson
bæjarsjóri
Ég rakst á ansi merkilega grein um daginn sem var birt árið 2013.
Mér finnst þessi hlið allt of sjaldan heyrast í umræðunni þegar við ræðum um fyrirkomulag handfæraveiða.
Það er alveg stórmerkilegt að við sjómenn sem höfum áhuga að stunda þessa atvinnu séum tilbúnir að sætta okkur við einhverja ölmusu stjórnvalda, samanber að við fáum leyfi til að fiska max 48 daga á fjögurra mánaða tímabili. Rök stjórnvalda um að það sé nauðsynlegt að takmarka veiðar með þessum hætti til að vernda fiskistofna halda ekki vatni.
Mæli með lestri.
https://www.vf.is/adsent/bann-vid-frjalsum-handfaeraveidum-er-mannrettindabrot?fbclid=IwAR1yr8S9o8rrPL_QNm1TfwXZdReOKHvyQn970ihTNxjCRJeHJlKoXVH7HQY
Varðandi nýja 15 gr. e.
Hagkvæmni þess að beita eða stokka línu í landi hefur farið minnkandi, einnig hafa aðstæður í hafi breyst, því hefur línuívilnun ekki verið nýtt að fullu undanfarin ár. Krókaaflamarksbátum er ekki heimilt að nota önnur og hagkvæmari veiðarfæri en línu og handfæri og teljum við því eðlilegast að heimila öllum krókaaflamarksbátum sem stunda dagróðra með línu að nýta línuívilnun og styðja þannig við línuútgerð í landinu.
Virðingarfyllst,
Bárður Guðmundsson, formaður
Fyrir hönd verkefnisins Betri Borgarfjörður – sem er verkefni Brothættra byggða á Borgarfirði eystri, skal eftirfarandi komið á framfæri:
Fyrir hinar brothættu byggðir landsins skipta aðgerðir til byggðafestu gríðarlega miklu máli. Mikilvægt er að hlusta á sjónarmið íbúa þeirra og hverjar þarfir slíkra byggða eru.
Úthlutun þeirra aflaheimilda sem ætlaðar eru til að auka byggðafestu hafa reynst Borgarfirði eystri misjafnlega vel. Almennur byggðakvóti til byggðalagsins er nánast enginn orðinn (og viðbúið að þurrkist út á næstu árum). Byggðalagið hefur sömuleiðis hingað til ekki fallið undir viðmið Byggðastofnunar við úthlutun sértæks byggðakvóta – þó á öðrum stað flokki sama stofnun Borgarfjörð eystri sem brothætta byggð.
Sú byggðaaðgerð sem hefur gagnast Borgarfirði eystri einna best er strandveiðarnar en heimamenn sem og gestkomandi hafa gert út strandveiðibáta frá Borgarfirði undanfarin ár, enda stutt á miðin og staðurinn því hentugur til þess. Á tímabilinu janúar til september 2020 var meira landað af strandveiðiafla en annars konar afla í Borgarfjarðarhöfn.
Hjálögð er ályktun hreppsnefndar Borgarfjarðarhrepps um frumvarpið.
Alda Marín Kristinsdóttir
Verkefnisstjóri Brothættra byggða á Borgarfirði eystri
ViðhengiUmsögn Drangeyjar, smábátafélags Skagafjarðar um frumvarp til laga um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða (atvinnu- og byggðakvóta)
Þessi umsögn er um fyrrnefnt frumvarp sem lagt var fram í samráðsgátt stjórnvalda þann 4. september 2020. Almennt má segja að þótt ýmislegt sé jákvætt í þeim tillögum sem hér eru lagðar fram eru allmörg atriði sem orka tvímælis að áliti Drangeyjar, smábátafélags Skaga-fjarðar, DSS. Það á einnig við þá „talnaleikfimi“ sem er að finna í 15. gr. a. sem sett er fram á grundvelli svokallaðrar 5.3% hlutdeildar sem ekki verður séð að hafi neina rökstudda fiski-fræðilega eða pólitíska tilvist. Þá eru svona talnaþulur oft settar inn í tímabundnar reglugerðir en fráleitt að setja þær inn í lög.
DSS vill áður en lengra er haldið vekja sérstaka athygli á þeim mikla eðlismun sem er á strandveiðum annars vegar og veiðum úr öllum öðrum atvinnu- og byggðakvótapottum hins vegar. Færa má rök fyrir því að kvótasetja almennan byggðakvóta, sértækan byggðakvóta, línuívilnun, kvóta í sérstakan varasjóð og kvóta sem ráðstafað er til skel- og rækjubóta og setja um þessar veiðar sérstaka aflahlutdeild. Á hinn bóginn lúta strandveiðar að grunni til sóknarmarki og því telur DSS að stjórna eigi þeim veiðum á allt öðrum forsendum en með sérstakri kvótasetningu á þann afla sem þessar veiðar skila. Þar sem áætluð hlutdeild strand-veiðanna er um 1,9% af heildarpottinum 5.3%, leggur DSS til að „kvótapotturinn“ án strandveiða verði nálægt 3,4% í stað 5,3% og strandveiðar verði alfarið utan aflahlutdeildar-kerfis.
Strandveiðar
DSS leggur mikla áherslu á að stjórn strandveiðanna verði áfram grundvölluð á svokallaðri 12 daga reglu í fjóra mánuði, þ.e. að hver bátur geti farið í allt að 48 veiðiferðir á hverju strandveiðitímabili án þess að til skerðingar komi. Þá leggur DSS til að strandveiðitímabilið verði breytilegt milli svæða og nái yfir fjóra mánuði (12 daga í mánuði) á tímabilinu 1. apríl til 30. september Að öðru leyti verði fyrirkomulag strandveiðanna með að mestu óbreyttu sniði. DSS telur auðsætt að heildarafli strandveiðanna getur orðið breytilegur milli ára bæði vegna breytilegs bátafjölda sem og breytilegrar fiskigegndar og gæfta. Með þessu fyrirkomulagi er engin ástæða til að taka aftur upp aflatengda svæðaskiptingu, þótt áfram verði ekki heimilt að flytja sig milli svæða innan hverrar strandveiðivertíðar. Þetta mætti síðan endurskoða eftir sex ár enda verði 12 daga mánaðarlegur veiðiréttur allra strandveiðibáta ekki skertur.
Byggðakvóti
Varðandi byggðakvótann þá styður DSS þá tillögu að honum verði dreift milli byggðarlaga í samræmi við meðaltal byggðakvóta síðustu 3 eða 10 ára eftir því hvort er hagstæðara. Hins vegar verður að gera athugasemdir við hvernig úthlutunin er tengd við íbúafjölda hvers þéttbýlisstaðar án þess að tillit sé tekið til hvernig stöðu, skipan og samsetningu sveitarfélaga er háttað. DSS telur að 1000-2000 íbúa viðmiðunin sé í senn lítt rökstudd og úrelt og taki ekki tillit til stöðu bátaútgerðar á einstökum stöðum innan sama sveitarfélags. Gott dæmi um hvernig þetta kemur ankannanlega út er sveitarfélagið Ísafjarðarbær. Þar er gert ráð fyrir að fimm staðir innan sveitarfélagsins, þ.e. Flateyri, Hnífsdalur, Suðureyri, Súðavík og Þingeyri (alls um 1.100 íbúar) fái úthlutað um 1.160 tonnum í almennum byggðakvóta meðan Ísafjörður (um 2.700 íbúar) fær ekki einn einasta ugga. Hér um svo mikla mismunun milli sambærilegra útgerða innan sama sveitarfélagsins að það hlýtur að jaðra við lögbrot. Annað dæmi um hvernig þessi íbúaregla kemur undarlega út er að Fjallabyggð (Siglufjörður og Ólafsfjörður) með tæplega 2000 íbúa á að fá úthlutað um 350 tonnum meðan Húsavík með um sína 2.300 íbúa fær ekkert.
Að áliti DSS er fátt mikilvægara í öflugri byggðastefnu en útgerð smærri báta. Byggðakvóta ætti því eingöngu að vera úthlutað til báta undir 50 sml. að stærð. Togaraútgerðir með þúsundir tonna aflaheimildir styrkja ekki með neinum hætti byggðarlög með fárra tonna viðbótaraflaheimildum í gegnum byggðakvóta.
F.h. Drangeyjar-smábátafélags Skagafjarðar
Magnús Jónsson formaður
Hjálagt er umsögn Fjórðungssambands Vestfirðinga
ViðhengiÞar sem byggðakvóti og strandveiðar eru aðeins 5,3% af heildar aflaheimildum er mikilvægt að þessi kerfi séu hönnuð á þann hátt að þau hámarki ávinninginn sem þeim er ætlað að ná til hagsbóta fyrir sjávarbyggðir, smábátaúgerðir og smærri útgerðir. Ísland getur notað þessi kerfi sem farveg til að fást við mörg af Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna, svo sem 5 (jafnrétti kynjanna, 8 (góða atvinnu og hagvöxt) og 10 (aukinn jöfnuð). Í stað þess að leggja áherslu á stjórnun dagafjölda og veiðarfæra strandveiða, sem útheimtir umtalverðan vinnutíma eftirlitsaðila og útgerða, væri t.d. hægt að sýna meiri viðleitni í átt að því að hanna kerfi sem ýta undir jöfnuð. Þau mættu innihalda skýrari stuðning við konur og nýliða (líkt og gert er í Noregi með ungmenna kvótakerfi) auk annarra reglna sem leggja áherslu á mikilvæga þætti í sjávarútvegi á borð við staðbundin matvælakerfi (e. food systems) og aukin tækifæri fyrir áhafnir, ungmenni og nýliða til að fá reynslu af fiskveiðum. Að lokum er rétt að árétta að hér er tækifæri til að efla vistvænar veiðar og notkun umhverfisvænna orkugjafa á tímum hamfarahlýnunar.
Catherine Chambers
PhD sjávarútvegsfræði
Strandveiðar eru mikilvægar fyrir land og þjóð, því ber að efla þær verulega.
Byggðakvóta þarf að auka duglega, en hverfa frá öllum íþingjandi og ruglingslegum skilyrðum fyrir að fá notið hanns. Svo sem, "mótframlag" sem er kvóti sem er oftast leigður frá stórútgerðinni fyrir háar fjárhæðir. Rennur því allur ávinningurinn af veiðunum til þeirra sem síst skildi.
Landsbyggðin þarf að hafa aðgang að eign sinni.
Hjálagt er umsögn Tjaldtanga ehf.
Tjaldtangi ehf. gerir út rækjubátana Klakk ÍS-903 og Halldór Sigurðsson ÍS-14
Eftirfarandi er samantekt á athugasemdum Tjaldtanga ehf. um frumvarpið:
Í frumvarpinu er uppgjör til handhafa skel- og rækjubóta ófullnægjandi. Í marga áratugi hefur það verið viðurkennt að handhafar skel- og rækjubóta létu frá sér aflaheimildir í bolfiski til að öðlast ótryggar sérveiðiheimildir í skel- og rækju. Í ljósi þess þá hafa handhafar skel- og rækjubóta fengið bætur í formi bolfisks þegar aflabrestur hefur riðið yfir.
Sé vilji til þess að leggja niður skel- og rækjubótakerfið þá skal skila þeim bolfiskaflaheimildum sem þar eru beint til handhafa skel- og rækjuheimilda.
Miðað við fyrirliggjandi forsendur þá verður uppgjör til rækjubáta í Ísafjarðardjúpi samtals um 634 tonn og eðlilegast er að útdeila því magni á skipin í réttu hlutfalli við núverandi aflahlutdeildir rækju í Ísafjarðardjúpi.
Með uppgjöri til handhafa skel- og rækjubóta þá eru slegnar tvær flugur í einu höggi. Annarsvegar er fiskveiðistjórnarkerfið einfaldað og hinsvegar kemur inn stuðningur á formi varanlegra aflaheimilda til handa rækjuútgerðum sem hafa átt undir högg að sækja síðustu ár.
Hætta er á að með stórtæku fiskeldi í Ísafjarðardjúpi muni vistsvæði rækju skerðast og það geti leitt til hruns rækjustofnsins. Ef að þessi stórfeldu fiskeldisáform ganga eftir og rækjuveiðar leggjast af í kjölfarið þá verða stjórnvöld að vera með úrræði til að bæta útgerðum og starfsfólki framtíðar tekjumissi. Vegna yfirvofandi óvissu er mjög mikilvægt að hafa virkt bótakerfi til að bregðast við ef upp kemur aflabrestur vegna neikvæðra áhrifa fiskeldis á viðgang rækju í Ísafjarðardjúpi.
ViðhengiÍslenskt fiskveiðikerfi er komið á nákvæmlega sama stað og einokunarverslun dana var hér á árum áður. Konungútgerð og vistband, léns herrar á hverju landshorni sem sjúga arðsemina alla úr fiskimiðum þjóðarinnar og um leið gera allt til þess að halda þjóðinni, eigendum auðlindana frá nýtingu þeirra. Siðleysið er svo mikið að það nær nýjum hæðum ár frá ári.Ef óbreyttur almúgamaður hyggst sækja í sýna eigin auðlind þá skal það gert með því að greiða lénsherrunum háa leigu fyrir aðgengið og skal sú leiga endurnýjuð árlega svo að arðsemin renni öll í sömu vasa lénsherrana. Villuljós byggðarkvótans er augljóst , arðurinn rennur allur til lénsherrana sem sitja hver í sínu horni og nudda saman fingrum og gleðjast yfir því hvernig þeir geti komist upp með það að taka allan arð til sín án þess svo mikið að setja bát á veiðar. Lénsherran gleðst líka á hverju kvöldi þegar hann hugsar til þess hvernig hann er með meirihluta alþingis Íslendinga í vasanum, sama vasa og hann setur arð þjóðarinnar í. Hann nýtir sér þá þingmenn sem hann er með í vasa sýnum til þess að koma í veg fyrir það að þjóðin fái mannsæmandi aðgengi að sýnum eigin auðlindum. Ef það er raunin að hægt sé að fá byggðarkvóta á móti eldislaxi þá ætti þjóðin að láta á það reyna hvað mikill byggðarkvóti fæst á móti hverri gæs sem veiðimaður skýtur, hverju krækiberi sem týnt er, hverri rollu sem bóndi hefur á fjalli og svo mætti lengi telja. Mannréttindi íslenskra þjóðfélagsþegna eru fóti troðin á hverjum degi hér í þessu landi. Sá raunveruleiki sem hér er við lýði er ekkert öðrvísi en hér fyrr á öldum þar sem þjóðin var kúguð af einokun lénsherrana. Það er komið nóg. Hér er linkur inn á umsögn smábátafélagsins Hrollaugs vegna frumvarps sjávarútvegsráðherra um strandveiðar, byggðarkvóta,bætur og fleira. Takið þessa umsögn og sendið hana inn í samráðsgáttina. Takið umsögnina inn í þau smábátafélög sem þið tilheyrið og gerið hana að ykkar. Látið ekki kúga ykkur til hlýðni hvar sem þið eruð og notið atkvæðin ykkar hvar sem þið þurfið að nýta ykkur kostningarrétt ykkar til að kjósa almannahag til heilla. Lýðræðið vill varla þessa lénsherra til að halda þjóðinni frá nýtingu auðlinda sinna.Síðasti dagur er í dag til umsagna við frumvarpið sem miðar að því að viðhalda einokunarnýtingu fiskimiða okkar handa útvöldum lénsherrum (Sægreifum)
Patreksfirði 18. september 2020
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða, nr. 116/2006, með síðari breytingum (atvinnu- og byggðakvótar o.fl.)
Undirritaður skorar á Alþingi að lesa sér til um framkvæmd úthlutunar byggðakvóta, á
undanförnum árum. Þá sést mjög fljótt að um grófar úthlutanir og misnotkun er að ræða og arðurinn af þessum úthlutunum fer á fáar hendur.
Tillaga mín er, að setja það sem er merkt með rauðu á þessu skjali úr 5,3% pottinum, í strandveiðarnar.
Þá skiptist þessi þjóðareign á margar hendur og fer til dreifðra byggða landsins.
5,3% potturinn:
Til að efla atvinnulíf í dreifðum sjávarbyggðum til framtíðar:................................. 44,64%
Byggðakvóti til byggðarlaga (almennur byggðakvóti)
Aflaheimildir Byggðastofnunar (sértækur byggðakvóti)
Til að bregðast við óvæntum áföllum í dreifðum sjávarbyggðum: .............................. 8,10% a.
Varasjóður vegna óvæntra áfalla
Til að stuðla að fjölbreytni og veita tækifæri til nýliðunar í sjávarútvegi um land allt:... 47,26%
Tryggið strandveiðinni 48 daga innan 4 mánaða.
Til að minnka veiði fram yfir dags-skammtinn 774 kg af óslægðu, mætti safna umfram afla hvers báts í pott. Þegar sá pottur færi yfir 387 kg væri einn dagur tapaður af 48 dögunum.
Virðingarfyllst.
Halldór Árnason
Patreksfirði
Snæfell félag smábátaeigenda á Snæfellsnesi
1. Við höfnum því algjörlega að farið verði úr því fyrirkomulagi sem við búum við í dag í strandveiðikerfinu og förum aftur í úrelt kerfi sem var við líði fyrir 2018. Það hefur ríkt mikil sátt um núverandi fyrirkomulag. Það sem þarf að laga er að öllum í strandveiðikerfinu séu tryggðir 48 dagar yfir sumarið. Ástæður þess að kerfið sem ráðherran vill nú endurvekja var aflagt var að gera veiðarnar öruggari og er því óskiljanlegt að hann vilji endurvekja það.
2. Það þarf að auka línuívilnun í 30% og þarf það að gilda fyrir alla dagróðrabáta sem eru innan við 30 Bt og 15 metra.
Stjórnina skipa:
Runólfur Kristjánsson
Guðlaugur Gunnarsson
Ásmundur Guðmundsson
Bergvin Sævar Guðmundsson
Lúðvík Smárason