Samráð fyrirhugað 04.09.2020—18.09.2020
Til umsagnar 04.09.2020—18.09.2020
Niðurstöður í vinnslu frá 18.09.2020
Niðurstöður birtar

Frumvarp til laga um breytingu á búvörulögum, nr. 99/1993, með síðari breytingum (endurskoðun samnings um starfsskilyrði framleiðenda garðyrkjuafurða).

Mál nr. 177/2020 Birt: 04.09.2020
  • Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið
  • Drög að frumvarpi til laga
  • Málefnasvið:
  • Landbúnaður

Niðurstöður í vinnslu

Umsagnarfrestur er liðinn (04.09.2020–18.09.2020). Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust.

Málsefni

Frumvarp þetta er samið í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. Megintilgangurinn með því er að framfylgja samkomulagi um breytingar á samningi um starfsskilyrði framleiðenda garðyrkjuafurða sem sjávarútvegs- og landbún

Frumvarp þetta er samið í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. Megintilgangurinn með því er að framfylgja samkomulagi um breytingar á samningi um starfsskilyrði framleiðenda garðyrkjuafurða sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra, Bænda¬samtök Íslands og Samband garðyrkjubænda skrifuðu undir þann 14. maí 2020. Samkomulagið er liður í endurskoðun samnings um starfsskilyrði framleiðenda garðyrkjuafurða frá 19. febrúar 2016 og var undirritað með m.a. fyrirvara um samþykki Alþingis á nauðsynlegum lagabreytingum. Markmið samkomulagsins er meðal annars að stuðla að framþróun og nýsköpun í garðyrkjunni með áherslu á aðgerðir í loftslagsmálum. Við næstu endurskoðun samningsins árið 2023 er markmiðið að framleiðsla á íslensku grænmeti hafi aukist um 25%. Auknir fjármunir verða lagðir í garðyrkjusamninginn sem nema 200 milljónum króna á ári og munu þeir nýtast m.a. til beingreiðslna vegna raforkukaupa, aðgerða í loftslagsmálum, þróunarverkefna og til fjölbreyttari ræktunar á grænmeti hér á landi.