Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 4.–18.9.2020

2

Í vinnslu

  • 19.9.2020–29.11.2021

3

Samráði lokið

  • 30.11.2021

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-177/2020

Birt: 4.9.2020

Fjöldi umsagna: 0

Drög að frumvarpi til laga

Matvælaráðuneytið

Landbúnaður

Frumvarp til laga um breytingu á búvörulögum, nr. 99/1993, með síðari breytingum (endurskoðun samnings um starfsskilyrði framleiðenda garðyrkjuafurða).

Niðurstöður

Breytingarlög nr. 126/2020 hafa tekið gildi.

Málsefni

Frumvarp þetta er samið í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. Megintilgangurinn með því er að framfylgja samkomulagi um breytingar á samningi um starfsskilyrði framleiðenda garðyrkjuafurða sem sjávarútvegs- og landbún

Nánari upplýsingar

Frumvarp þetta er samið í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. Megintilgangurinn með því er að framfylgja samkomulagi um breytingar á samningi um starfsskilyrði framleiðenda garðyrkjuafurða sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra, Bænda¬samtök Íslands og Samband garðyrkjubænda skrifuðu undir þann 14. maí 2020. Samkomulagið er liður í endurskoðun samnings um starfsskilyrði framleiðenda garðyrkjuafurða frá 19. febrúar 2016 og var undirritað með m.a. fyrirvara um samþykki Alþingis á nauðsynlegum lagabreytingum. Markmið samkomulagsins er meðal annars að stuðla að framþróun og nýsköpun í garðyrkjunni með áherslu á aðgerðir í loftslagsmálum. Við næstu endurskoðun samningsins árið 2023 er markmiðið að framleiðsla á íslensku grænmeti hafi aukist um 25%. Auknir fjármunir verða lagðir í garðyrkjusamninginn sem nema 200 milljónum króna á ári og munu þeir nýtast m.a. til beingreiðslna vegna raforkukaupa, aðgerða í loftslagsmálum, þróunarverkefna og til fjölbreyttari ræktunar á grænmeti hér á landi.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Skrifstofa matvæla og landbúnaðar

postur@anr.is