Samráð fyrirhugað 07.09.2020—21.09.2020
Til umsagnar 07.09.2020—21.09.2020
Niðurstöður í vinnslu frá 21.09.2020
Niðurstöður birtar

Hagsmunagæsla Íslands gagnvart ESB - Forgangsmál 2020-2021

Mál nr. 178/2020 Birt: 07.09.2020 Síðast uppfært: 17.09.2020
  • Utanríkisráðuneytið
  • Drög að stefnu
  • Málefnasvið:
  • Utanríkismál

Niðurstöður í vinnslu

Umsagnarfrestur er liðinn (07.09.2020–21.09.2020). Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust.

Málsefni

Kynnt eru til umsagnar drög, unnin í samvinnu allra ráðuneyta, að lista forgangsmála í EES-samstarfinu fyrir árin 2020-2021. Forgangslistinn tekur til mála í lagasetningarferli hjá Evrópusambandinu (ESB) sem metin hafa verið af hverju og einu ráðuneyti sem forgangsmál út frá hagsmunum Íslands.

Málaflokkarnir sem settir voru í forgang eru matvælaöryggi, orkumál, loftlagsmál og umhverfismál, samgöngumál, jafnréttismál, fjármálastarfsemi, upplýsingatæknimál, peningaþvætti, rannsóknir og nýsköpun, menntun og menning, lyfjamál og vinnumarkaðurinn.

Tilgangur forgangslistans er að auka skilvirkni í þátttöku Íslands í EES-samstarfinu og ákveða hvernig hagsmunagæslu af Íslands hálfu verði best háttað á afmörkuðu tímabili. Listinn er í grunninn einskorðaður við mál sem eru á undirbúnings- eða forstigi hjá framkvæmdastjórn ESB eða mál sem komin eru á vinnslustig en þá hefur framkvæmdastjórnin þegar lagt fram tillögu að lagasetningu til ráðsins og Evrópuþingsins. Í einstaka tilfellum eru mál á listanum þar sem búið er að taka ákvörðun hjá ESB en nauðsyn er að gæta sérstaklega hagsmuna Íslands við upptöku viðkomandi gerða í EES-samninginn, t.d. með því að fara fram á aðlaganir.

Á eftirfarandi hlekk má nálgast verkáætlun framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins árið 2020: https://ec.europa.eu/info/publications/2020-commission-work-programme-key-documents_en

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Hagstofa Íslands - 21.09.2020

Hagstofa Íslands fagnar markvissum efnistökum kringum hagsmunagæslu Íslands gagnvart ESB. Hagstofan hefur þegar orðið vör við umræður um nýjar áherslur framkvæmdarstjórnar ESB á sviði hagskýrslusamstarfs á Evrópska efnahagssvæðinu og hvernig Evrópsk hagskýrslugerð geti lagt þessum áherslum lið. Þessar umræður benda til að áætlanir á borð við græna sáttmálann muni gera viðamiklar kröfur um aukið framboð og tímanleika hagtalan auk aðgerða á borð við að samþættingu Heimsmarkmiðatölfræði (Sustainable development goals) við European Semester. Hagstofur Evrópu eru á því að áætlanir á borð við græna sáttmálan munu gera nýjar og auknar kröfur til hagskýrslugerðar og má af því ætla að þetta muni einnig eiga við hjá Hagstofu Íslands. Hagstofan vill því hvetja þá sem huga að hagsmunagæslu Íslands gagnvart ESB að huga að gögnum og hagtölum þannig að hægt sé að mæta þeim kröfum um opinbera tölfræði sem upp munu koma tímanlega. Með því að huga að þessum kröfum tímanlega getur Hagstofan betur stutt við íslenska stjórnsýslu við að gæta íslenskra hagsmuna.

Afrita slóð á umsögn

#2 Samband íslenskra sveitarfélaga - 21.09.2020

Meðfylgjandi er umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga.

F.h. sambandsins

Valgerður Rún Benediktsdóttir

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#3 Landsvirkjun - 21.09.2020

Umsögn Landsvirkjunar í máli nr. 178/2020 í samráðsgátt stjórnvalda þar sem kynnt eru til umsagnar drög, unnin í samvinnu allra ráðuneyta, að lista forgangsmála í EES-samstarfinu fyrir árin 2020-2021.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#4 Hagsmunasamtök heimilanna - 21.09.2020

Sjá viðhengi.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#5 Sigurjón Norberg Kjærnested - 21.09.2020

Meðfylgjandi er umsögn Samorku um málið.

Viðhengi