Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 7.–21.9.2020

2

Í vinnslu

  • 22.9.2020–16.11.2022

3

Samráði lokið

  • 17.11.2022

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-178/2020

Birt: 7.9.2020

Fjöldi umsagna: 5

Drög að stefnu

Utanríkisráðuneytið

Utanríkismál

Hagsmunagæsla Íslands gagnvart ESB - Forgangsmál 2020-2021

Niðurstöður

Listinn var birtur til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda 7. september 2020. Fimm umsagnir bárust. Nokkrar breytingar voru gerðar á forgangslistanum vegna ábendinga í samráði og breyttra áherslna hjá ráðuneytum. Tveimur nýjum eyðublöðum var bætt við listann. Annars vegar um samræmdar sóttvarnaraðgerðir vegna Covid-19 þegar kemur að ferðum innan ESB/EES (FOR) og hins vegar um þjálfun ökumanna (SNR). Þá voru gerðar breytingar á eyðublaðinu um uppfærslu Basel III-staðla varðandi áhrif á verðtryggð fasteignalán (FJR) og eyðublaðinu um Græna sáttmálann (UAR) að því er varðar hringrásarhagkerfið.

Málsefni

Kynnt eru til umsagnar drög, unnin í samvinnu allra ráðuneyta, að lista forgangsmála í EES-samstarfinu fyrir árin 2020-2021. Forgangslistinn tekur til mála í lagasetningarferli hjá Evrópusambandinu (ESB) sem metin hafa verið af hverju og einu ráðuneyti sem forgangsmál út frá hagsmunum Íslands.

Nánari upplýsingar

Málaflokkarnir sem settir voru í forgang eru matvælaöryggi, orkumál, loftlagsmál og umhverfismál, samgöngumál, jafnréttismál, fjármálastarfsemi, upplýsingatæknimál, peningaþvætti, rannsóknir og nýsköpun, menntun og menning, lyfjamál og vinnumarkaðurinn.

Tilgangur forgangslistans er að auka skilvirkni í þátttöku Íslands í EES-samstarfinu og ákveða hvernig hagsmunagæslu af Íslands hálfu verði best háttað á afmörkuðu tímabili. Listinn er í grunninn einskorðaður við mál sem eru á undirbúnings- eða forstigi hjá framkvæmdastjórn ESB eða mál sem komin eru á vinnslustig en þá hefur framkvæmdastjórnin þegar lagt fram tillögu að lagasetningu til ráðsins og Evrópuþingsins. Í einstaka tilfellum eru mál á listanum þar sem búið er að taka ákvörðun hjá ESB en nauðsyn er að gæta sérstaklega hagsmuna Íslands við upptöku viðkomandi gerða í EES-samninginn, t.d. með því að fara fram á aðlaganir.

Á eftirfarandi hlekk má nálgast verkáætlun framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins árið 2020: https://ec.europa.eu/info/publications/2020-commission-work-programme-key-documents_en

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

utn@utn.is