Samráð fyrirhugað 08.09.2020—08.10.2020
Til umsagnar 08.09.2020—08.10.2020
Niðurstöður í vinnslu frá 08.10.2020
Niðurstöður birtar

Drög að reglugerð um vistun lyfjafræði- og lyfjatæknistúdenta til verklegs náms

Mál nr. 179/2020 Birt: 07.09.2020 Síðast uppfært: 08.09.2020
  • Heilbrigðisráðuneytið
  • Drög að reglugerð
  • Málefnasvið:
  • Lyf og lækningavörur

Til umsagnar

Umsagnarfrestur er 08.09.2020–08.10.2020. Umsagnir eru birtar jafnóðum og þær berast. Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem berast.
Senda inn umsögn

Málsefni

Heilbrigðisráðuneytið óskar eftir umsögnum um nýja reglugerð um vistun lyfjafræði- og lyfjatæknistúdenta til verklegs náms.

Heilbrigðisráðuneytið óskar eftir umsögnum um nýja reglugerð um vistun lyfjafræði- og lyfjatæknistúdenta til verklegs náms.

Núgildandi reglugerð er frá árinu 1997 og þörf á endurskoðun og tilvísun til viðeigandi lagaákvæða.

Reglugerðin tekur mið af tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2001/19/EB frá 14. maí 2001 um breytingu á tilskipunum ráðsins 89/48/EBE og 92/51/EBE um almennt kerfi til viðurkenningar á prófskírteinum og tilskipunum ráðsins 77/452/EBE, 77/453/EBE, 78/686/EBE, 78/687/EBE, 78/1026/EBE, 78/1027/EBE, 80/154/EBE, 80/155/EBE, 85/384/EBE, 85/432/EBE, 85/433/EBE og 93/16/EBE varðandi starfsgreinar hjúkrunarfræðinga í almennri hjúkrun, tannlækna, dýralækna, ljósmæðra, arkitekta, lyfjafræðinga og lækna.

Gert er ráð fyrir að gildistaka reglugerðarinnar verði 1. janúar 2021 en á sama tíma munu ný lyfjalög, nr. 100/2020 taka gildi.

Viltu senda inn umsögn um málið?

Smelltu hér til að skrá þig inn með Íslykli eða rafrænni auðkenningu.

Ef umsögnin er send fyrir hönd samtaka, fyrirtækis eða stofnunar þarf umboð þaðan, sjá nánar hér.