Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 8.9.–18.10.2020

2

Í vinnslu

  • 19.10.2020–22.11.2021

3

Samráði lokið

  • 23.11.2021

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-179/2020

Birt: 7.9.2020

Fjöldi umsagna: 2

Drög að reglugerð

Heilbrigðisráðuneytið

Lyf og lækningavörur

Drög að reglugerð um vistun lyfjafræði- og lyfjatæknistúdenta til verklegs náms

Niðurstöður

Málið er tekið til endurskoðunar og verður birt að nýju í Samráðsgátt eftir að vinnu lýkur.

Málsefni

Heilbrigðisráðuneytið óskar eftir umsögnum um nýja reglugerð um vistun lyfjafræði- og lyfjatæknistúdenta til verklegs náms. Upprunalegur frestur til umsagnar var veittur til 8 október en er framlengdur til 18 októbers

Nánari upplýsingar

Heilbrigðisráðuneytið óskar eftir umsögnum um nýja reglugerð um vistun lyfjafræði- og lyfjatæknistúdenta til verklegs náms.

Núgildandi reglugerð er frá árinu 1997 og þörf á endurskoðun og tilvísun til viðeigandi lagaákvæða.

Reglugerðin tekur mið af tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2001/19/EB frá 14. maí 2001 um breytingu á tilskipunum ráðsins 89/48/EBE og 92/51/EBE um almennt kerfi til viðurkenningar á prófskírteinum og tilskipunum ráðsins 77/452/EBE, 77/453/EBE, 78/686/EBE, 78/687/EBE, 78/1026/EBE, 78/1027/EBE, 80/154/EBE, 80/155/EBE, 85/384/EBE, 85/432/EBE, 85/433/EBE og 93/16/EBE varðandi starfsgreinar hjúkrunarfræðinga í almennri hjúkrun, tannlækna, dýralækna, ljósmæðra, arkitekta, lyfjafræðinga og lækna.

Gert er ráð fyrir að gildistaka reglugerðarinnar verði 1. janúar 2021 en á sama tíma munu ný lyfjalög, nr. 100/2020 taka gildi.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Skrifstofa innviða heilbrigðisþjónustu

hrn@hrn.is