Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 8.9.–7.10.2020

2

Í vinnslu

  • 8.10.–30.11.2020

3

Samráði lokið

  • 1.12.2020

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-180/2020

Birt: 8.9.2020

Fjöldi umsagna: 5

Annað

Heilbrigðisráðuneytið

Lýðheilsa og stjórnsýsla velferðarmála

Skýrsla samráðsfundar: Að lifa með veirunni

Niðurstöður

Niðurstaða málsins er sú að fjórar umsagnir bárust um skýrsluna. Bæði skýrslan og umsagnir hafa verið sendar sóttvarnalækni og Covid-teymi forsætisráðuneytisins til frekari skoðunar.

Málsefni

Heilbrigðisráðuneytið, í samstarfi við dómsmálaráðuneytið og forsætisráðuneytið, stóð fyrir samráðsfundi sem hafði það að markmiði að móta áherslur og leiðarljós sem munu nýtast í áframhaldandi vinnu gegn Covid-19 á næstu misserum. Samantekt fundarins má finna í skýrslu sem hér er lögð fram til samráðs.

Nánari upplýsingar

Það er ljóst að það er óvissu háð hve lengi Covid-19 verður áhrifavaldur í samfélaginu og að íslenskt samfélag, eins og heimurinn allur, þarf að búa sig undir að lifa með veirunni til lengri tíma. Svo það takist sem best er mikilvægt að stjórnvöld hafi sem gleggsta mynd af áhrifum þeirra sóttvarnaráðstafana á líf almennings sem hingað til hefur verið beitt. Mikilvægt er að vita hvað það er sem er mest íþyngjandi fyrir einstaka hópa og hvernig það birtist, hvernig mismunandi hópar fólks sjá fyrir sér framtíðina í óbreyttu ástandi, hverjar séu helstu áskoranirnar og hvort og hvað sé unnt að gera til að lágmarka röskun á daglegu lífi fólks svo eitthvað sé nefnt.

Fundinum var streymt á vef Stjórnarráðsins en upptöku af fundinum má sjá hér: https://livestream.com/accounts/11153656/events/9264550/player

Eftirfarandi spurningar voru lagðar fyrir þátttakendur fyrir fundinn til undirbúnings:

1. Hverjar eru helstu áskoranir á viðkomandi sviði til að halda úti starfsemi miðað við þær sóttvarnareglur sem nú gilda?

2. Ef hægt væri að slaka eitthvað á gildandi sóttvarnareglum, hvaða tilslakanir myndu koma að sem mestu gagni?

3. Hvaða áhrif telurðu líklegt að óbreyttar sóttvarnareglur muni hafa á viðkomandi sviði til lengri tíma litið?

4. Hvaða mótvægisaðgerðir gætu komið að sem mestu gagni til að draga úr áhrifum sóttvarnaaðgerða á viðkomandi sviði?

5. Hvaða hópar líða mest fyrir skerta starfsemi á viðkomandi sviði?

6. Geturðu nefnt eitthvert eitt atriði sem þú telur skipta mestu máli fyrir samfélagið á tímum kórónaveirunnar?

7. Annað sem þú vilt taka fram?

Stofnanir, hagsmunaaðilar, félagasamtök, fyrirtæki og einstaklingar eru hvött til þess að svara ofangreindum spurningum og/eða koma á framfæri athugasemdum varðandi áhrif sóttvarnaráðstafana á sínu sviði.

Afurð samráðsins verður send verkefnahópi sóttvarnalæknis.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Heilbrigðisráðuneytið

postur@hrn.is