Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 8.–23.9.2020

2

Í vinnslu

  • 24.9.–1.12.2020

3

Samráði lokið

  • 2.12.2020

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-181/2020

Birt: 8.9.2020

Fjöldi umsagna: 1

Áform um lagasetningu

Dómsmálaráðuneytið

Almanna- og réttaröryggi

Áform um breytingu á lögreglulögum nr. 90/1996 (nefnd um eftirlit með lögreglu o.fl.)

Niðurstöður

Ein umsögn barst vegna áformanna um breytingu á lögreglulögum. Frumvarp til breytinga á lögreglulögum var birt á vef ráðuneytisins 4. nóvember 2020.

Málsefni

Um er að ræða áform um ýmsar breytingar á lögum um lögreglu nr. 90/1996, þar á meðal á hlutverki nefndar um eftirlit með lögreglu.

Nánari upplýsingar

Frumvarpið tekur m.a. á breytingum á hlutverki nefndar um eftirlit með lögreglu. Um er að ræða endurskoðun á hlutverki nefndar um eftirlit með lögreglu sem þörf er á að skilgreina með skýrari og markvissari hætti, í ljósi reynslu síðustu ára. Einnig er frumvarpinu ætlað að lögfesta starfsemi lögregluráðs, færa ákvæði um valdbeitingu og meðferð valdbeitingatækja og skotvopna úr vopnalögum yfir í lögreglulög, lögfesta ákvæði um samvinnu við erlend lögregluyfirvöld ásamt öðrum minniháttar breytingum.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar að loknum umsagnarfresti. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Skrifstofa almanna- og réttaröryggis

silja.arnarsdottir@dmr.is