Samráð fyrirhugað 09.09.2020—23.09.2020
Til umsagnar 09.09.2020—23.09.2020
Niðurstöður í vinnslu frá 23.09.2020
Niðurstöður birtar

Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 13/1984, um framsal sakamanna og aðra réttaraðstoð í sakamálum

Mál nr. 182/2020 Birt: 09.09.2020
  • Dómsmálaráðuneytið
  • Drög að frumvarpi til laga
  • Málefnasvið:
  • Almanna- og réttaröryggi

Niðurstöður í vinnslu

Umsagnarfrestur er liðinn (09.09.2020–23.09.2020). Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust.

Málsefni

Breytingarnar varða ákvæði um framsal sakamanna í samræmi við sambærileg ákvæði laga um meðferð sakamála nr. 88/2008 og breytingar á ákvæðum er varðar beiðnir um erlenda réttaraðstoð.

Frumvarpið var samið í dómsmálaráðuneytinu. Gildandi lög tóku gildi árið 1984 og er því þörf á uppfærslu ákveðinna ákvæða laganna, m.a. um framsal sakamanna, í samræmi við lög um meðferð sakamála sem tóku gildi árið 2008 og þá alþjóðasamninga sem Ísland er aðila að og varða málaflokkinn. Þá er brýn þörf á breytingu laganna er varðar feril beiðna um réttaraðstoð frá erlendum ríkjum í því skyni að gera ferilinn skilvirkari og hraðari og þannig að afgreiðsla beiðna verði í samræmi við nútíma skipan ákæruvalds, þar sem ríkissaksóknari er æðsti handhafi og eyði þeim ákvæðum laganna sem gera ráð fyrir að dómsmálaráðherra taki ákvörðun um hvort orðið skuli við beiðni um réttaraðstoð.