Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 9.–23.9.2020

2

Í vinnslu

  • 24.–24.9.2020

3

Samráði lokið

  • 25.9.2020

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-183/2020

Birt: 9.9.2020

Fjöldi umsagna: 2

Drög að frumvarpi til laga

Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Skatta-, eigna- og fjármálaumsýsla

Drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um tekjuskatt, nr. 90/2003, með síðari breytingum (milliverðlagning). Endurflutt frumvarp.

Niðurstöður

Fyrirhugað er að frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekjuskatt, nr. 90/2003, um milliverðlagningu, verði lagt fram á Alþingi á haustþingi 2020, lítið eitt breytt að teknu tilliti til þeirra umsagna sem bárust um málið. Sjá nánari umfjöllun í niðurstöðuskjali.

Málsefni

Með frumvarpinu er lagt til að ríkisskattstjóri fái heimild til að leggja stjórnvaldssektir á lögaðila sem brýtur gegn skjölunarskyldu lögaðila skv. 5. mgr. 57. gr. tekjuskattslaga. Endurflutt sbr. mál nr. 322/2019.

Nánari upplýsingar

Frumvarpið var lagt fram á 150. löggjafarþingi 2019–2020, þingskjal 973, 594. mál en náði ekki fram að ganga. Í því er lagt til að lögfestar verði reglur um sektarheimild ríkisskattstjóra þegar skjölunarskyldir lögaðilar fara ekki að ákvæðum 5. mgr. 57. gr. laga um tekjuskatt, nr. 90/2003, í milliverðlagningarmálum.

Með frumvarpinu eru lagðar til tvær meginbreytingar á milliverðlagningarákvæði tekjuskattslaga í 57. gr. þeirra. Annars vegar er lagt til að skýra orðalag 1. málsl. 5. mgr. 57. gr. svo ljóst sé að skjölunarskylda aðila nái einnig til viðskipta lögaðila við fasta starfsstöð sína. Hins vegar er lögð til sú breyting á sömu grein að ríkisskattstjóri fái sektarheimild þar sem skort hefur úrræði til að framfylgja því að skattaðili sinni skyldu sinni skv. 5. mgr. 57. gr. um skjölunarskyldu aðila.

Við endurflutning frumvarpsins hafa fleiri breytingar verið gerðar á frumvarpinu. Sérstaklega er nú kveðið á um skjölunarskyldu og sektarbeitingu í þeim tilvikum sem aðili, er rekur hér á landi fasta starfsstöð, vanrækir skjölunarskyldu vegna viðskiptalegra ráðstafana við föstu starfsstöðina sem og vegna viðskipta föstu starfsstöðvarinnar við aðra tengda aðila. Einnig hefur ákvæði er varðaði lægri sektarfjárhæð í þeim tilvikum að lögaðili sinnir ekki skjölunarskyldu með fullnægjandi hætti verið fellt brott. Þá hefur kærufrestur verið lengdur í almennan kærufrest samkvæmt lögum um yfirskattanefnd, nr. 30/1992. Loks voru þær breytingar gerðar að hámarkssektarálagning getur nú numið 12 milljónum króna í stað 6 milljóna eins og áður var þar sem brot kunna að hafa staðið yfir í mörg ár og verið gróf.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Tenging við önnur mál (1)

Umsjónaraðili

Fjármála- og efnahagsráðuneytið

postur@fjr.is