Samráð fyrirhugað 09.09.2020—23.09.2020
Til umsagnar 09.09.2020—23.09.2020
Niðurstöður í vinnslu frá 23.09.2020
Niðurstöður birtar 28.09.2020

Drög að frumvarpi til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna samsköttunar félaga, takmörkunar á frádrætti vaxtagjalda og skattlagningar útsendra starfsmanna (samsköttun, útsendir starfsmenn o.fl.).

Mál nr. 184/2020 Birt: 09.09.2020 Síðast uppfært: 28.09.2020
  • Fjármála- og efnahagsráðuneytið
  • Drög að frumvarpi til laga
  • Málefnasvið:
  • Skatta-, eigna- og fjármálaumsýsla

Niðurstöður birtar

Fyrirhugað er að frumvarp um breytingu á lögum um tekjuskatt og lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda um samsköttun og erlenda starfsmenn verði lagt fram á Alþingi á haustþingi 2020.

Nánar um niðurstöður

Ferill máls

Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 09.09.2020–23.09.2020. Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 28.09.2020.

Málsefni

Drög að frumvarpi til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna samsköttunar félaga, takmörkunar á frádrætti vaxtagjalda og skattlagningar útsendra starfsmanna.

Frumvarpið var lagt fram á 149. löggjafarþingi 2018–2019, þingskjal 593, 433. mál en náði ekki fram að ganga. Frumvarpið var endurflutt lítillega breytt á 150. löggjafarþingi 2019-2020, þingskjal 298, 269. mál en náði ekki heldur fram að ganga þá. Frumvarpið hefur tekið allnokkrum breytingum frá því það var flutt fyrst.

Í frumvarpinu felast breytingar á 55. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt. Annars vegar er þar lagt til að dótturfélögum félaga í aðildarríkjum Evrópska efnahagssvæðisins (EES), aðildarríkjum stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA) eða í Færeyjum, sem staðsett eru hér á landi, verði heimil samsköttun með innlendum samstæðufélögum. Hins vegar er lagt til að félag skráð í öðru aðildarríki á Evrópska efnahagssvæðinu, í aðildarríki stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu eða í Færeyjum verði heimilt að sækja um að taka þátt í samsköttun með hérlendum félögum sem hlotið hafa heimild til samsköttunar, þannig að heimilt yrði á því ári sem rekstri hins erlenda félags lýkur að nýta tap þess, ef skattaðili sýnir fram á að ekki sé unnt að nýta tapið síðar í því ríki þar sem það hefur heimilisfesti.

Einnig er lagt til að takmarkanir á heimild til frádráttar vaxtagjalda eigi ekki við um samstæður félaga sem njóta heimildar til samsköttunar skv. 55. gr. tekjuskattslaga þegar öll félög samstæðu eru heimilisföst hér á landi.

Loks eru lagðar til breytingar á lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda, nr. 45/1987, um skattlagningu starfsmanna sem koma hingað til lands á grundvelli samninga um útleigu vinnuafls eða annars konar vinnuframlag í byggingarstarfsemi eða mannvirkjagerð.

Tengd mál

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Samtök atvinnulífsins - 23.09.2020

Góðan dag,

Meðfylgjandi er umsögn Samtaka atvinnulífsins og Samtaka iðnaðarins um málið.

Virðingarfyllst,

f.h. SA

Heiðrún Björk Gísladóttir

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#2 KPMG ehf. - 23.09.2020

Umsögn KPMG um drög að lagafrumvarpi - samsköttun og frádráttur vaxtagjalda

Viðhengi