Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 9.–23.9.2020

2

Í vinnslu

  • 24.–27.9.2020

3

Samráði lokið

  • 28.9.2020

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-184/2020

Birt: 9.9.2020

Fjöldi umsagna: 2

Drög að frumvarpi til laga

Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Skatta-, eigna- og fjármálaumsýsla

Drög að frumvarpi til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna samsköttunar félaga, takmörkunar á frádrætti vaxtagjalda og skattlagningar útsendra starfsmanna (samsköttun, útsendir starfsmenn o.fl.).

Niðurstöður

Fyrirhugað er að frumvarp um breytingu á lögum um tekjuskatt og lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda um samsköttun og erlenda starfsmenn verði lagt fram á Alþingi á haustþingi 2020.

Málsefni

Drög að frumvarpi til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna samsköttunar félaga, takmörkunar á frádrætti vaxtagjalda og skattlagningar útsendra starfsmanna.

Nánari upplýsingar

Frumvarpið var lagt fram á 149. löggjafarþingi 2018–2019, þingskjal 593, 433. mál en náði ekki fram að ganga. Frumvarpið var endurflutt lítillega breytt á 150. löggjafarþingi 2019-2020, þingskjal 298, 269. mál en náði ekki heldur fram að ganga þá. Frumvarpið hefur tekið allnokkrum breytingum frá því það var flutt fyrst.

Í frumvarpinu felast breytingar á 55. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt. Annars vegar er þar lagt til að dótturfélögum félaga í aðildarríkjum Evrópska efnahagssvæðisins (EES), aðildarríkjum stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA) eða í Færeyjum, sem staðsett eru hér á landi, verði heimil samsköttun með innlendum samstæðufélögum. Hins vegar er lagt til að félag skráð í öðru aðildarríki á Evrópska efnahagssvæðinu, í aðildarríki stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu eða í Færeyjum verði heimilt að sækja um að taka þátt í samsköttun með hérlendum félögum sem hlotið hafa heimild til samsköttunar, þannig að heimilt yrði á því ári sem rekstri hins erlenda félags lýkur að nýta tap þess, ef skattaðili sýnir fram á að ekki sé unnt að nýta tapið síðar í því ríki þar sem það hefur heimilisfesti.

Einnig er lagt til að takmarkanir á heimild til frádráttar vaxtagjalda eigi ekki við um samstæður félaga sem njóta heimildar til samsköttunar skv. 55. gr. tekjuskattslaga þegar öll félög samstæðu eru heimilisföst hér á landi.

Loks eru lagðar til breytingar á lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda, nr. 45/1987, um skattlagningu starfsmanna sem koma hingað til lands á grundvelli samninga um útleigu vinnuafls eða annars konar vinnuframlag í byggingarstarfsemi eða mannvirkjagerð.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Tenging við önnur mál (2)

Umsjónaraðili

Fjármála- og efnahagsráðuneytið

postur@fjr.is