Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 10.–20.9.2020

2

Í vinnslu

  • 21.2020–20.9.2021

3

Samráði lokið

  • 21.9.2021

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-185/2020

Birt: 10.9.2020

Fjöldi umsagna: 1

Drög að frumvarpi til laga

Innviðaráðuneytið

Hagskýrslugerð og grunnskrár

Drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um skráningu einstaklinga nr. 140/2019

Niðurstöður

Niðurstaða málsins er í stuttu máli sú að frumvarpið varð að lögum og er nú heimilt að veita andvana fæddum börnum kerfiskennitölu.

Málsefni

Með frumvarpinu er lagðar til breytingar á lögum um skráningu einstaklinga nr. 140/2019. Lagt er annars vegar til að lagastoð verði sett undir útgáfu kerfiskennitalna fyrir andvana fædd börn sem fædd eru eftir 22. viku meðgöngu og hins vegar er gildistöku tiltekinna ákvæða frestað.

Nánari upplýsingar

Samkvæmt 11. gr. laga um skráningu einstaklinga geta útlendingar vegna sérstakra hagsmuna hér á landi fengið útgefnar kerfiskennitölur. Þessar kerfiskennitölur eru notaðar opinberum stofnunum til hagsbóta, t.d. ef þessir einstaklingar þurfa að greiða skatt, nýta læknisþjónustu o.fl. Í ljós hefur komið að nauðsynlegt þykir að gefa út kerfiskennitölur fyrir andvana fædd börn sem fæðast eftir 22. viku meðgöngu. Þetta er nauðsynlegt til auðkenningar í skrám landlæknis og annarra heilbrigðisstofnana o.fl. Barnið uppfyllir ekki kröfur til að fá venjulega kennitölu og því er þetta nauðsynlegt. Með frumvarpinu er lagðar til breytingar á 11. gr. laganna.

Í lögum um skráningu einstaklinga, nr. 140/2019, er kveðið á um að gildistöku 2. málsliðar 3. mgr. 11. gr. laganna um miðlun kerfiskennitalna og aðgreiningu kerfiskennitalna frá hefðbundnum kennitölum verði frestað til 1. janúar 2021. Sama gildir um 2. mgr. 12. gr. laganna sem kveður á um bann við heildarafhendingu þjóðskrár sem og 4. mgr. sömu greinar þar sem Þjóðskrá Íslands er heimilt að hafna eða takmarka og hafna afhendingu upplýsinga úr þjóðskrá. Ástæða þess að nefndum ákvæðum var frestað var tæknilegs eðlis, þ.e. kerfi Þjóðskrár Íslands ráða ekki við breytingarnar. Undanfarin misseri hafa ýmis lög tekið gildi sem hafa haft áhrif á og krafist breytinga á kerfi Þjóðskrár Íslands, einkum þjóðskránna sjálfa. Þjóðskráin er komin til ára sinna en nú standa yfir miklar endurbætur á skránni svo hún uppfylli kröfur samtímans. Þannig tóku ný lög um lögheimili og aðsetur gildi nýverið og ný löggjöf um kynrænt sjálfræði. Þessir tveir lagabálkar hafa verið í forgangi hjá þjóðskrá og breytingar sem fylgja öðrum lagabálkum sem á eftir koma, svo sem laga um skráningu einstaklinga, eru aftar á forgangslista. Kerfi þjóðskrár verða tilbúin um næstu áramót er varðar kerfiskennitölur en rétt þykir að veita stofnunum ríkisins og atvinnulífinu lengri tíma til að aðlaga kerfin sín að breyttri kerfiskennitölu til 1. maí 2021. Kerfi þjóðskrár mun hins vegar ekki vera tilbúin fyrir bann við heildarafhendingu þjóðskrár fyrr en 1. júní 2022 en kerfi þjóðskrár eru tilbúin fyrir 4. mgr. 12 og því óhætt að koma því til framkvæmda strax. Með vísan til framangreinds er það nauðsynlegt að fresta gildistöku tveggja ákvæða laga um skráningu einstaklinga frekar.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

srn@srn.is