Frv. var lagt fram á Alþingi. Um samráð við undirbúning þess er fjallað í almennum athugasemdum með því.
Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 10.09.2020–01.10.2020.
Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.
Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 01.12.2020.
Með frumvarpi þessu eru lagðar til nokkrar breytingar á jarðalögum í þeim tilgangi að einfalda regluverk og stjórnsýslu jarðamála.
Tillögur þær sem frumvarpið hefur að geyma varða alla kafla jarðalaga en meginatriðin eru sem hér segir:
-- Felld verði brott skylda ráðherra til að samþykkja breytta landnotkun á landbúnaðarsvæðum.
-- Felld verði brott skylda ráðherra til að staðfesta skipti á landi sem fellur undir gildissvið jarðalaga.
-- Fyrirmæli um lögbýli færð í búnaðarlög.
-- Ráðist verði í gerð leiðbeininga um flokkun landbúnaðarlands.
-- Forkaupsréttur ábúenda styrktur.
-- Margvíslegar breytingar verði aðrar gerðar á jarðalögum til einföldunar.
Hjálögð er umsögn og breytingartillaga Skógræktarinnar.
F.h. Skógræktarinnar
Hrefna Jóhannesdóttir
ViðhengiMeðfylgjandi er umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga.
f.h. sambandsins
Valgerður Rún Benediktsdóttir
ViðhengiStjórn Landssamtaka skógareigenda styður og tekur undir umsögn Skógaræktarinnar af fullum hug.
Meðfylgjandi er umsögn Skipulagsstofnunar um frumvarp um breytingar á ýmsum lögum á sviði jarðamála (einföldun stjórnsýslu jarðamála).
Viðhengi