Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 10.9.–1.10.2020

2

Í vinnslu

  • 2.10.–30.11.2020

3

Samráði lokið

  • 1.12.2020

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-186/2020

Birt: 10.9.2020

Fjöldi umsagna: 6

Drög að frumvarpi til laga

Matvælaráðuneytið

Landbúnaður

Frumvarp til laga um breyting á jarðalögum (einföldun stjórnsýslu jarðamála)

Niðurstöður

Frv. var lagt fram á Alþingi. Um samráð við undirbúning þess er fjallað í almennum athugasemdum með því.

Málsefni

Með frumvarpi þessu eru lagðar til nokkrar breytingar á jarðalögum í þeim tilgangi að einfalda regluverk og stjórnsýslu jarðamála.

Nánari upplýsingar

Tillögur þær sem frumvarpið hefur að geyma varða alla kafla jarðalaga en meginatriðin eru sem hér segir:

-- Felld verði brott skylda ráðherra til að samþykkja breytta landnotkun á landbúnaðarsvæðum.

-- Felld verði brott skylda ráðherra til að staðfesta skipti á landi sem fellur undir gildissvið jarðalaga.

-- Fyrirmæli um lögbýli færð í búnaðarlög.

-- Ráðist verði í gerð leiðbeininga um flokkun landbúnaðarlands.

-- Forkaupsréttur ábúenda styrktur.

-- Margvíslegar breytingar verði aðrar gerðar á jarðalögum til einföldunar.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

ANR

postur@anr.is