Samráð fyrirhugað 10.09.2020—01.10.2020
Til umsagnar 10.09.2020—01.10.2020
Niðurstöður í vinnslu frá 01.10.2020
Niðurstöður birtar

Frumvarp til laga um breyting á jarðalögum (einföldun stjórnsýslu jarðamála)

Mál nr. 186/2020 Birt: 10.09.2020 Síðast uppfært: 23.09.2020
  • Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið
  • Drög að frumvarpi til laga
  • Málefnasvið:
  • Landbúnaður

Til umsagnar

Umsagnarfrestur er 10.09.2020–01.10.2020. Umsagnir eru birtar jafnóðum og þær berast. Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem berast.
Senda inn umsögn

Málsefni

Með frumvarpi þessu eru lagðar til nokkrar breytingar á jarðalögum í þeim tilgangi að einfalda regluverk og stjórnsýslu jarðamála.

Tillögur þær sem frumvarpið hefur að geyma varða alla kafla jarðalaga en meginatriðin eru sem hér segir:

-- Felld verði brott skylda ráðherra til að samþykkja breytta landnotkun á landbúnaðarsvæðum.

-- Felld verði brott skylda ráðherra til að staðfesta skipti á landi sem fellur undir gildissvið jarðalaga.

-- Fyrirmæli um lögbýli færð í búnaðarlög.

-- Ráðist verði í gerð leiðbeininga um flokkun landbúnaðarlands.

-- Forkaupsréttur ábúenda styrktur.

-- Margvíslegar breytingar verði aðrar gerðar á jarðalögum til einföldunar.

Viltu senda inn umsögn um málið?

Smelltu hér til að skrá þig inn með Íslykli eða rafrænni auðkenningu.

Ef umsögnin er send fyrir hönd samtaka, fyrirtækis eða stofnunar þarf umboð þaðan, sjá nánar hér.