Samráð fyrirhugað 11.09.2020—19.10.2020
Til umsagnar 11.09.2020—19.10.2020
Niðurstöður í vinnslu frá 19.10.2020
Niðurstöður birtar

Drög að reglugerð um lyfjaauglýsingar

Mál nr. 187/2020 Birt: 11.09.2020
  • Heilbrigðisráðuneytið
  • Drög að reglugerð
  • Málefnasvið:
  • Lyf og lækningavörur

Til umsagnar

Umsagnarfrestur er 11.09.2020–19.10.2020. Umsagnir eru birtar jafnóðum og þær berast. Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem berast.
Senda inn umsögn

Málsefni

Heilbrigðisráðuneytið óskar eftir umsögnum um nýja reglugerð um lyfjaauglýsingar vegna gildistöku nýrra lyfjalaga, nr. 100/2020 þann 1. janúar 2021.

Heilbrigðisráðuneytið óskar eftir umsögnum um nýja reglugerð um lyfjaauglýsingar.

Ný lyfjalög nr. 100/2020 taka gildi þann 1. janúar næstkomandi og því þörf á endurskoðun reglugerðarinnar.

Drögin byggja að mestu leyti á núgildandi reglugerð um lyfjaauglýsingar, nr. 980/2016 en ákvæðin hafa verið uppfærð í samræmi við ákvæði nýrra lyfjalaga.

Þá eru drögin í samræmi við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2001/83/EB frá 6. nóvember 2001 um bandalagsreglur um lyf sem ætluð eru mönnum, með síðari breytingum.

Gert er ráð fyrir að gildistaka reglugerðarinnar verði 1. janúar 2021.

Viltu senda inn umsögn um málið?

Smelltu hér til að skrá þig inn með Íslykli eða rafrænni auðkenningu.

Ef umsögnin er send fyrir hönd samtaka, fyrirtækis eða stofnunar þarf umboð þaðan, sjá nánar hér.