Samráð fyrirhugað 14.09.2020—28.09.2020
Til umsagnar 14.09.2020—28.09.2020
Niðurstöður í vinnslu frá 28.09.2020
Niðurstöður birtar 20.10.2020

Áform um frumvarp til laga um breytingu á lögum um virðisaukaskatt og lögum um fjársýsluskatt

Mál nr. 188/2020 Birt: 14.09.2020 Síðast uppfært: 20.10.2020
  • Fjármála- og efnahagsráðuneytið
  • Áform um lagasetningu
  • Málefnasvið:
  • Skatta-, eigna- og fjármálaumsýsla

Niðurstöður birtar

Fyrirhugað er að birta drög að frumvarpi í samráðsgátt stjórnvalda í lok október 2020.

Nánar um niðurstöður

Ferill máls

Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 14.09.2020–28.09.2020. Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 20.10.2020.

Málsefni

Áform um breytingar á lögum um virðisaukaskatt og lögum um fjársýsluskatt.

Sú leið sem áformuð er með fyrirhuguðu frumvarpi er að leggja til breytingar á lögum um virðisaukaskatt í fjórum liðum auk þess sem lagðar verða til breytingar á lögum um fjársýsluskatt sem afleiddar breytingar af þeim áformuðu breytingum að skýra betur undanþágu fjármálastarfsemi frá virðisaukaskatti í lögum um virðisaukaskatt. Um er að ræða nauðsynlegar breytingar á ákvæðum laga um virðisaukaskatt er varða fjármálastarfsemi í ljósi þeirrar þróunar og tæknibreytinga sem átt hafa sér stað á sviði fjármálaþjónustu síðustu ár. Þá er áformað að leggja til framlengingu á ákvæðum til bráðabirgða XXXIII og XXXIV í lögunum til og með 31. desember 2021 og breytingar á ákvæði 4. mgr. 25. gr. laganna er kveður á um endurgreiðslu innskatts. Loks er áformað að lögfesta á ný ákvæði til bráðabirgða XXIX þess efnis að heimilt verði að fella niður virðisaukaskatt við innflutning á lyfjum sem gefin eru ríkinu eða stofnunum þess til nota við meðferð sjúklinga á heilbrigðisstofnunum. Um er að ræða nauðsynlegar breytingar á framangreindum ákvæðum.

Tengd mál

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Samtök iðnaðarins - 28.09.2020

Góðan dag

Meðfylgjandi er sameiginleg umsögn SA og SI um áform um frumvarp til laga um breytingu á lögum um virðisaukaskatt og lögum um fjársýsluskatt, mál nr. 188/2020.

Virðingarfyllst,

Björg Ásta Þórðardóttir,

yfirlögfræðingur SI

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#2 Samtök iðnaðarins - 28.09.2020

Gott kvöld

Meðfylgjandi er umsögn Félags vinnuvélaeigenda (FVE), sem starfa innan raða Samtaka iðnaðarins, um áform um frumvarp til laga um breytingu á lögum um virðisaukaskatt og lögum um fjársýsluskatt, mál nr. 188/2020.

kveðja,

Björg Ásta Þórðardóttir,

yfirlögfræðingur Samtaka iðnaðarins

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#3 Samband íslenskra sveitarfélaga - 29.09.2020

Sjá viðhengi.

Viðhengi