Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 14.–28.9.2020

2

Í vinnslu

  • 29.9.–19.10.2020

3

Samráði lokið

  • 20.10.2020

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-188/2020

Birt: 14.9.2020

Fjöldi umsagna: 3

Áform um lagasetningu

Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Skatta-, eigna- og fjármálaumsýsla

Áform um frumvarp til laga um breytingu á lögum um virðisaukaskatt og lögum um fjársýsluskatt

Niðurstöður

Fyrirhugað er að birta drög að frumvarpi í samráðsgátt stjórnvalda í lok október 2020.

Málsefni

Áform um breytingar á lögum um virðisaukaskatt og lögum um fjársýsluskatt.

Nánari upplýsingar

Sú leið sem áformuð er með fyrirhuguðu frumvarpi er að leggja til breytingar á lögum um virðisaukaskatt í fjórum liðum auk þess sem lagðar verða til breytingar á lögum um fjársýsluskatt sem afleiddar breytingar af þeim áformuðu breytingum að skýra betur undanþágu fjármálastarfsemi frá virðisaukaskatti í lögum um virðisaukaskatt. Um er að ræða nauðsynlegar breytingar á ákvæðum laga um virðisaukaskatt er varða fjármálastarfsemi í ljósi þeirrar þróunar og tæknibreytinga sem átt hafa sér stað á sviði fjármálaþjónustu síðustu ár. Þá er áformað að leggja til framlengingu á ákvæðum til bráðabirgða XXXIII og XXXIV í lögunum til og með 31. desember 2021 og breytingar á ákvæði 4. mgr. 25. gr. laganna er kveður á um endurgreiðslu innskatts. Loks er áformað að lögfesta á ný ákvæði til bráðabirgða XXIX þess efnis að heimilt verði að fella niður virðisaukaskatt við innflutning á lyfjum sem gefin eru ríkinu eða stofnunum þess til nota við meðferð sjúklinga á heilbrigðisstofnunum. Um er að ræða nauðsynlegar breytingar á framangreindum ákvæðum.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Tenging við önnur mál (2)

Umsjónaraðili

Skrifstofa skattamála

fjr@fjr.is