Samráð fyrirhugað 14.09.2020—24.09.2020
Til umsagnar 14.09.2020—24.09.2020
Niðurstöður í vinnslu frá 24.09.2020
Niðurstöður birtar

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um tímabundnar endurgreiðslur vegna hljóðritunar á tónlist, nr. 110/2016.

Mál nr. 189/2020 Birt: 14.09.2020 Síðast uppfært: 17.09.2020
  • Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið
  • Drög að frumvarpi til laga
  • Málefnasvið:
  • Nýsköpun, rannsóknir og þekkingargreinar

Niðurstöður í vinnslu

Umsagnarfrestur er liðinn (14.09.2020–24.09.2020). Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust.

Málsefni

Í frumvarpinu er lögð til ívilnandi breyting á skilyrði fyrir endurgreiðslu fyrir útgáfu hljóðrita.

Með frumvarpinu er lagt til að samanlagður spilunartími tónlistar hljóðritana miðist við 14 mínútur í stað 30 mínútna. Með því er komið til móts við þarfir útgefanda og listamanna í kjölfar breyttra markaðsaðstæðna og rekstrarumhverfis. Viðmið endurgreiðsluhæfrar útgáfu yrði því að lágmarki fjögur lög af meðallengd. Með breytingunni er stutt við innlendan tónlistariðnað, útgefendur og listamenn, með því að fjölga hljóðritunum sem falla undir skilyrði laganna.

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 STEF - 17.09.2020

Sjá meðfylgjandi umsögn í viðhengi.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#2 Sölvi H Blöndal - 22.09.2020

Drög að frumvarpi um lagabreytingu á fyrirkomulagi um endurgreiðslu vegna kostnaðar sem fellur til vegna hljóðritunar á tónlist voru birt í samráðsgátt stjórnarráðsins fyrir skemmstu. Með breytingunni verður skilyrði fyrir endurgreiðslu að viðkomandi hljóðrit verði að lágmarki 14 mínútur í stað 30 mínútna áður.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#3 Bryndís Jónatansdóttir - 24.09.2020

Umsögn fyrir hönd ÚTÓN, sjá viðhengi.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#4 María Rut Reynisdóttir - 24.09.2020

Umsögn Tónlistarborgarinnar Reykjavíkur um breytingu á lögum um tímabundnar endurgreiðslur vegna hljóðritunar á tónlist nr. 110/116

Drög að frumvarpi um lagabreytingu sem breytir skilyrðum fyrir endurgreiðslu á framleiðslukostnaði hljóðrita var birt í samráðsgáttinni fyrir skemmstu.

Í meginatriðum snýst lagabreytingin um að breyta skilyrðum um samanlagðan spilunartíma hljóðrita úr 30 mínútum í 14 mínútum.

Tónlistarborgin Reykjavík telur þessa breytingu mikilvæga fyrir íslenskt tónlistarfólk þar sem lögin munu með þessari breytingu endurspegla betur þær breytingar sem hafa orðið á útgáfu tónlistar undanfarin ár. Enn fremur styrkir breytingin samkeppnisstöðu Íslands sem ákjósanlegs upptökustaðar en Tónlistarborgin Reykjavík er samstarfsaðili verkefnisins Record in Iceland þar sem endurgreiðslumöguleikinn vegna hljóðritunar á tónlist á Íslandi er kynntur á erlendum vettvangi með það að markmiði að fá hingað til lands erlent tónlistarfólk til að taka upp sína tónlist.

María Rut Reynisdóttir

Verkefnastjóri Tónlistarborgarinnar Reykjavíkur

Ráðhúsi Reykjavíkur

Tjarnargötu 11

101 Reykjavík