Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 14.–24.9.2020

2

Í vinnslu

  • 25.9.2020–2.12.2021

3

Samráði lokið

  • 3.12.2021

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-189/2020

Birt: 14.9.2020

Fjöldi umsagna: 4

Drög að frumvarpi til laga

Matvælaráðuneytið

Nýsköpun, rannsóknir og þekkingargreinar

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um tímabundnar endurgreiðslur vegna hljóðritunar á tónlist, nr. 110/2016.

Niðurstöður

Með frumvarpinu var lagt til að samanlagður spilunartími hljóðritana miðist við 14 mín. í stað 30 mín. Ekki voru gerðar athugasemdir við breytinguna í þeim umsögnum sem bárust, heldur var breytingunni fagnað.

Málsefni

Í frumvarpinu er lögð til ívilnandi breyting á skilyrði fyrir endurgreiðslu fyrir útgáfu hljóðrita.

Nánari upplýsingar

Með frumvarpinu er lagt til að samanlagður spilunartími tónlistar hljóðritana miðist við 14 mínútur í stað 30 mínútna. Með því er komið til móts við þarfir útgefanda og listamanna í kjölfar breyttra markaðsaðstæðna og rekstrarumhverfis. Viðmið endurgreiðsluhæfrar útgáfu yrði því að lágmarki fjögur lög af meðallengd. Með breytingunni er stutt við innlendan tónlistariðnað, útgefendur og listamenn, með því að fjölga hljóðritunum sem falla undir skilyrði laganna.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Þórarinn Örn Þrándarson

thorarinn@anr.is