Samráð fyrirhugað 17.09.2020—01.10.2020
Til umsagnar 17.09.2020—01.10.2020
Niðurstöður í vinnslu frá 01.10.2020
Niðurstöður birtar 26.01.2021

Drög að reglum um reikningshaldslega meðferð leigusamninga í reikningsskilum leigutaka

Mál nr. 191/2020 Birt: 17.09.2020 Síðast uppfært: 26.01.2021
  • Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið
  • Annað
  • Málefnasvið:
  • Markaðseftirlit og neytendamál

Niðurstöður birtar

Þann 30.12.2020 birtist í Stjórnartíðindum regla nr. 1465/2020, um reikningshaldslega meðferð leigusamninga í reikningsskilum leigutaka. Regla reikningsskilaráðs nr. 6.
Farið var yfir ábendingar og gerðar voru breytingar frá því sem áður var birt í samráðsgátt. Regla þessi öðlast þegar gildi og kemur til framkvæmda fyrir reikningsár sem hófst 1. janúar 2020 eða síðar.

Skjal að loknu samráði

Ferill máls

Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 17.09.2020–01.10.2020. Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 26.01.2021.

Málsefni

Meðfylgjandi eru drög að reikningsskilareglu reikningsskilaráðs um reikningshaldslega meðferð leigusamninga í reikningsskilum leigutaka. Reikningsskilaregla þessi gildir fyrir félög sem semja reikningsskil í samræmi við lög um ársreikninga.

Reikningsskilaregla þessi gildir um meðferð leigusamninga í reikningsskilum leigutaka. Hún gildir fyrir félög sem semja reikningsskil í samræmi við lög um ársreikninga. Reikningsskilaregla þessi gildir ekki um þau félög sem er skylt eða hafa fengið heimild til að beita alþjóðlegum reikningsskilastöðlum skv. VIII kafla laga um ársreikninga, nr. 3/2006. Stórt félag, skal beita gildandi alþjóðlegum reikningsskilastaðli um leigusamninga IFRS 16 eins og staðallinn hefur verið tekinn upp í íslenskan rétt. Sama gildir um stórar samstæður.

Örfélagi, lítlu félagi eða meðalstóru félagi er heimilt að velja milli þess að:

(a) beita gildandi alþjóðlegum reikningsskilastaðli um leigusamninga IFRS 16 eins og Evrópusambandið hefur samþykkt hann,staðallinn hefur verið tekinn upp í íslenskan rétt eða

(b) flokka leigusamninga sem annars vegar fjármögnunarleigusamninga og hins vegar rekstrarleigusamninga í samræmi við alþjóðlegan reikningsskilastaðal um leigausamninga IAS 17 eins og hann hefur verið tekinn upp í íslenskan rétt og færa því eingöngu fjármögnunarleigusamninga í efnahagsreikning en ekki rekstrarleigusamninga.

Tengd mál

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Samtök atvinnulífsins - 01.10.2020

Góðan dag,

Meðfylgjandi er umsögn Samtaka atvinnulífsins um fyrirliggjandi drög að reglum.

Virðingarfyllst,

f.h. SA

Heiðrún Björk Gísladóttir

Viðhengi