Engar umsagnir bárust um frumvarpið og var það lagt fram á Alþingi 11. nóvember 2020 https://www.althingi.is/thingstorf/thingmalalistar-eftir-thingum/ferill/?ltg=151&mnr=267
Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 21.09.2020–05.10.2020.
Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.
Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 20.11.2020.
Með frumvarpinu er lagðar til breytingar á almennum hegningarlögum og lögum um meðferð sakamála í því skyni að styrkja réttarvernd einstaklinga gegn brotum á kynferðislegri friðhelgi þeirra.
Frumvarpið felur í sér breytingar á ákvæðum í köflum almennra hegningarlaga um kynferðisbrot annars vegar og friðhelgi einkalífs hins vegar. Þá er kveðið á um breytingu á sakamálalögum til þess að tryggja virkni þeirra breytinga sem lagðar eru til á hegningarlögum. Efni frumvarpsins miðar að því að styrkja réttarvernd einstaklinga með hliðsjón af þeim samfélagslegu breytingum sem hafa orðið með aukinni tæknivæðingu og þróun í viðhorfum til kynferðisbrota á Íslandi. Kjarni þeirra breytinga sem lagðar eru til felast í nýju ákvæði 199. gr. a. í kynferðisbrotakafla almennra hegningarlaga. Með breytingunni er tekinn úr sambandi siðferðislegur grundvöllur refsinæmis brota gegn kynferðislegri friðhelgi og réttindamiðuð nálgun styrkt. Um leið er leitast við að koma til móts við þær áskoranir sem áhrif tækniframfara á samskipti hafa haft á vernd friðhelgi einstaklinga. Þá eru lagðar til breytingar á friðhelgiskafla almennra hegningarlaga með það að markmiði að bregðast við veikleikum í ríkjandi lagaframkvæmd sem fela í sér greinarmun á réttarvernd brotaþola sem er háð ytra mati á sambandi brotaþola og brotamanns. Breytingarnar miða að því að tryggja einstaklingum sem ekki eru „nákomnir“ gerendum sínum fullnægjandi réttarvernd friðhelgi sinnar.