Samráð fyrirhugað 24.09.2020—08.10.2020
Til umsagnar 24.09.2020—08.10.2020
Niðurstöður í vinnslu frá 08.10.2020
Niðurstöður birtar 14.09.2021

Áform um frumvarp til laga um stafrænt pósthólf

Mál nr. 196/2020 Birt: 24.09.2020 Síðast uppfært: 14.09.2021
  • Fjármála- og efnahagsráðuneytið
  • Áform um lagasetningu
  • Málefnasvið:
  • Hagskýrslugerð og grunnskrár

Niðurstöður birtar

Alls bárust ellefu umsagnir, frá Grafíu, stéttarfélagi í prent- og miðlunargreinum, Hagsmunasamtökum heimilanna, Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Þjóðskrá Íslands og frá fimm einstaklingum. Helst snéru athugasemdirnar að rafrænni auðkenningu og aðgengi fatlaðra og aldraðra einstaklinga að pósthólfinu. Farið yfir þær umsagnir og ábendingar sem bárust og þau atriði sem þörfnuðust skýringa hafa verið skýrð betur í greinargerð með drögum að frumvarpi til laga um stafrænt pósthólf sem birt var í samráðsgátt stjórnvalda 23.11.2020 sem mál nr. 253/2020.

Skjal að loknu samráði

Ferill máls

Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 24.09.2020–08.10.2020. Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 14.09.2021.

Málsefni

Með frumvarpi til laga um birtingu gagna í stafrænu pósthólfi er gert ráð fyrir að heimila stjórnvöldum að senda gögn til einstaklinga og lögaðila með stafrænum hætti. Sú aðferð að senda gögn á vegum hins opinbera með rafrænum hætti mun hafa sömu réttaráhrif og þegar bréf er í dag sent á lögheimili viðkomandi.

Í stefnulýsingu ríkisstjórnarinnar, dags. 30. nóvember 2017, kemur m.a. fram að byggja skuli upp stafræna þjónustugátt þar sem landsmenn geti á einum stað nálgast þjónustu hins opinbera og sinnt þeim erindum sem beinast að stjórnvöldum og er ísland.is vísir að því. Á fundi ríkisstjórnar í maí 2018 var staðfest sú stefna að árið 2020 skuli stafræn þjónusta verða megin leið samskipta á milli hins opinbera, almennings og fyrirtækja. Þá segir enn fremur í þingsályktun nr. 22/150 frá 29. janúar 2020 að Alþingi feli fjármála- og efnahagsráðherra að stórefla vinnu er varðar tæknilega innviði Stjórnarráðsins.

Með frumvarpi laga um birtingu gagna í stafrænu pósthólfi er gert ráð fyrir að heimila stjórnvöldum að senda gögn til einstaklinga og lögaðila með stafrænum hætti. Meginmarkmið fyrirhugaðs frumvarps er að lagaheimild sé til staðar svo einstaklingar sem hafa íslenska kennitölu og lögaðilar sem skráðir eru í fyrirtækjaskrá eigi sitt pósthólf. Sú aðferð að senda gögn á vegum hins opinbera með rafrænum hætti mun hafa sömu réttaráhrif og þegar bréf er í dag sent á lögheimili viðkomandi. Þegar gögn hafa verið gerð aðgengileg í pósthólfi viðtakanda teljast gögnin þar með hafa verið komið á framfæri við viðtakanda.

Með áformum að frumvarpi er verið að auka þjónustu við almenning og fyrirtæki þar sem stefnt er að því að hægt verði að nálgast öll skjöl frá stjórnvöldum á einum stað sem leiðir til einföldunar, aukins hagræðis og tímasparnaðar fyrir samfélagið í heild.

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Guðmundur Gíslason - 05.10.2020

Góðan dag.

Hef verulegar áhyggjur fyrir hönd þeirra sem komnir eru á aldur og hafa aldrei tileinkað sér tölvur.

Þó margir geta beðið börn eða vina til að aðstoða er bara ekkert víst að fólk vilji að aðrir séu að hnísast í sín mál og allir eiga rétt á einkamáum sínum..

Hittt atriðið er prenthlutinn. Kem sjálfur úr þeim geira og veit að þar er viðkvæm staða.

Takk fyrir

Afrita slóð á umsögn

#2 Grafía-stéttarfélag í prent- og miðlunargreinum - 07.10.2020

Reykjavík, 6. október 2020.

Efni: Umsögn vegna áforms um frumvarps um stafrænt pósthólf

GRAFÍA stéttarfélag í prent- og miðlunargreinum mótmælir fyrirhugaðri breytingu á útsendingu bréfasendinga á vegum stjórnvalda.

Lagt er til að heimila stjórnvöldum að birta tilkynningar í stafrænu pósthólfi einstaklinga og lögaðila í stað hefðbundinna bréfasendinga og fara í stafrænt pósthólf með bréf á vegum stjórnvalda. Þrátt fyrir að eðlilegt sé að nýta tæknina og hagræða þar sem möguleiki er teljum við að ekki sé tímabært að leggja af bréfasendingar á vegum stjórnvalda.

Það er sjálfsagður réttur landsmanna að hafa val um að fá bréfpóst eða rafræna sendingu.

Mikið atvinnuleysi er í prentiðnaði þessi misserin og hefur samdráttur aukist jafnt og þétt. Af 603 starfandi félagsmönnum eru 53 eða tæp 9% í atvinnuleit og þiggja 100% atvinnuleysisbætur auk þess sem 90 félagsmenn fá 50% atvinnuleysisbætur í svokallaðri hlutabótaleið stjórnvalda sem er um 7% atvinnuleysi til viðbótar og er því atvinnuleysi u.þ.b. 16,2% um þessar mundir.

Þessi ráðstöfun bætir ekki stöðuna og hætt við að þessi breyting auki atvinnuleysi í greininni sem aftur skilar sér í aukunum útgjöldum ríkisins. Þannig er vandséð að breytingin skili þeirri hagræðingu sem áætluð er.

Með félagskveðju,

Georg Páll Skúlason, formaður

GRAFÍA stéttarfélag í prent- og miðlunargreinum

aðildarfélag Rafiðnaðarsambands Íslands

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#3 Tryggingastofnun - rekstur - 07.10.2020

Meðfylgjandi er umsögn Tryggingastofnunar um áform Fjármála- og efnahagsráðuneytisins um frumvarp til laga um stafrænt pósthólf, sjá viðhengi.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#4 Þjóðskrá Íslands - 08.10.2020

Meðfylgjandi er umsögn Þjóðskrár Íslands vegna áforma frumvarps til laga um stafrænt pósthólf.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#5 Sigurvin Ólafsson - 08.10.2020

Umsögn skilað inn fyrir hönd Umslags ehf. og Burðargjalda ehf., sjá viðhengi.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#6 Samband íslenskra sveitarfélaga - 08.10.2020

Meðfylgjandi er umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga

f.h. Sambands íslenskra sveitarfélaga

Bryndís Gunnlaugsdóttir

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#7 Þorsteinn Júlíus Árnason - 08.10.2020

Heil og sæl,

Meðfylgjandi er umsögn Lögheimtunnar ehf. um fyrirhugað frumvarp.

F.h. Lögheimtunnar ehf.

Þorsteinn Júlíus Árnason

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#8 Sigríður Laufey Jónsdóttir - 08.10.2020

Umsögn frá Creditinfo Lánstraust hf.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#9 Hrafn Sveinbjarnarson - 08.10.2020

Hjálögð er umsögn Hrafns Sveinbjarnarsonar cand. mag. og Þorsteins Tryggva Mássonar cand. mag., sagnfræðinga sem hafa um árabil starfað að opinberri skjalavörslu. Einnig er hjálagt yfirlit yfir umsögnina. Umsögnin mun berast ráðuneytinu undirrituð á pappír.

Viðhengi Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#10 Hrafn Sveinbjarnarson - 08.10.2020

Í lokaorðum umsagnar Hrafns Sveinbjarnarsonar og Þorsteins Tryggva Mássonar hefur þessi setning fallið niður:

Kjarni málsins er að stórþjóðir með fleiri kunnáttumenn og meira umleikis hafa ekki tekið upp svona pósthólf.

Afrita slóð á umsögn

#11 Hagsmunasamtök heimilanna - 08.10.2020

Sjá viðhengi.

Viðhengi