Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 24.9.–8.10.2020

2

Í vinnslu

  • 9.10.2020–15.9.2021

3

Samráði lokið

  • 16.9.2021

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-198/2020

Birt: 24.9.2020

Fjöldi umsagna: 20

Drög að frumvarpi til laga

Innviðaráðuneytið

Samgöngu- og fjarskiptamál

Frumvarp til laga um breytingu á umferðarlögum

Niðurstöður

Frumvarp til laga um breytingu á umferðarlögum nr. 77/2019 var lagt fram á Alþingi í nóvember 2020. Frumvarpið var svo samþykkt með breytingum 11. maí 2021, sjá lög nr. 39/2021. Umfjöllun um niðurstöður samráðs um frumvarpið er að finna í greinargerð þess.

Málsefni

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið birtir til umsagnar drög að frumvarpi til laga um breytingu á umferðarlögum.

Nánari upplýsingar

Með frumvarpinu eru lagðar til breytingar á umferðarlögum, nr. 77/2019, með síðari breytingum sem meðal annars er ætlað að lagfæra vankanta á gildandi umferðarlögum, koma í veg fyrir aukna stjórnsýslubyrði og kostnað borgara, einfalda ferli við veitingu tiltekinna undanþága frá reglum, einfalda ferli ríkisaðila við að innheimta gjald fyrir notkun stöðureita, skýra orðalag tiltekinna lagaákvæða og þá er frumvarpið þáttur í innleiðingu reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/631 frá 17. apríl 2019 um að setja staðla um koltvísýringslosun nýrra fólksbifreiða og nýrra léttra atvinnuökutækja og um niðurfellingu reglugerða (EB) nr. 443/2009 og (ESB) nr. 510/2011.

Frumvarpið skiptist í 13 greinar, auk gildistökuákvæðis. Lagðar eru til breytingar á 14 greinum gildandi umferðarlaga nr. 77/2019. Breytingarnar sem lagðar eru til eru eftirfarandi:

1. Hámarksökuhraði í vistgötu verði 15 km á klst. í stað 10 km á klst. og bann við lagningu ökutækja í vistgötu látið taka til allra skráningarskyldra ökutækja,

2. Veghaldara verði veitt sérstök heimild til að leyfa akstur íbúa um göngugötur til og frá lóð þeirra. Sama eigi við um íbúa nærliggjandi gatna ef aðgengi að bifreiðastæðum þeirra er aðeins frá göngugötu.

3. Skýrt komi fram að bann við stöðvun og lagningu ökutækis á stöðum sem ekki eru ætlaðir fyrir umferð slíkra ökutækja, svo sem gangstétt, göngustíg, göngugötu, hjólarein eða hjólastíg auk umferðareyja, grassvæða og svipaðra staða taki ekki aðeins til vélknúinna ökutækja, heldur allra skráningarskyldra ökutækja, Þ.m.t. skráningarskyldra eftirvagna.

4. Í stað þess að ráðherra setji í reglugerð ákvæði um skipun og hæfi trúnaðarlæknis Samgöngustofu, setji ráðherra í reglugerð ákvæði um störf og hæfi trúnaðarlæknis stofnunarinnar.

5. Í stað þess að sérstaklega sé tekið fram í umferðarlögum hver veiti ökunema námsheimild, verði það ákveðið með reglugerð.

6. Ráðherra verði veitt heimild til að undanskilja tiltekin ökutæki skráningarskyldu með reglugerð, að því gefnu að sérstakar ástæður mæli ekki gegn því.

7. Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) verði veitt heimild til að leggja gjald á framleiðendur ökutækja sem ekki uppfylla viðmið um hámarks útblástur koltvísýrings.

8. Í stað þess að leita skuli samþykkis veghaldara þegar Samgöngustofa veitir undanþágu frá reglum um stærð og þyngd ökutækja þegar brýn nauðsyn þykir vegna sérstakra flutninga, skuli umsækjandi um undanþágu afla umsagnar viðkomandi veghaldara.

9. Ráðherra geti heimilað ríkisaðila að sjá um innheimtu gjalds fyrir notkun stöðureita sem ríkisaðili hefur umsjón með.

10. Heimilt verði að beita sektum ef hjólreiðamaður brýtur gegn ákvæðum um undanþáguheimildir fyrir hjólreiðamenn.

11. Ákvæði um að heimilt sé að beita þann viðurlögum sem stjórnar hjóli eða hesti eða reynir að stjórna hjóli eða hesti sé hann undir svo miklum áhrifum áfengis eða annarra örvandi eða deyfandi efna að hann geti ekki stjórnað hjólinu eða hestinum örugglega verði skýrt.

12. Hámark sekta sem heimilt er að beita fyrir refsiverð brot gegn umferðarlögum verði ákveðið í sektarreglugerð ráðherra en ekki í umferðarlögum.

13. Skýrt komi fram að ábyrgð á greiðslu gjalds vegna brota gegn tilteknum ákvæðum um stöðvun eða lagningu ökutækis í þeim tilvikum sem ökumaður sem framdi brot er hvorki eigandi né umráðamaður ökutækisins og gjald er ekki greitt innan tiltekins frests hvíli almennt, auk eiganda, á umráðamanni ökutækis þegar við á.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Skrifstofa samgangna

postur@srn.is