Samráð fyrirhugað 24.09.2020—08.10.2020
Til umsagnar 24.09.2020—08.10.2020
Niðurstöður í vinnslu frá 08.10.2020
Niðurstöður birtar 11.11.2020

Áform um frumvarp til breytingu á lögum um skilameðferð lánastofnana og verðbréfafyrirtækja (forgangsröð krafna við skila- og slitameðferð)

Mál nr. 199/2020 Birt: 25.09.2020 Síðast uppfært: 11.11.2020
  • Fjármála- og efnahagsráðuneytið
  • Áform um lagasetningu
  • Málefnasvið:
  • Markaðseftirlit, neytendamál og stjórnsýsla atvinnumála

Niðurstöður birtar

Ein umsögn barst um áformin frá Hagsmunasamtökum heimilanna þar sem lagt er til að kröfur sem Tryggingarsjóður innstæðueigenda og fjárfesta kann að eignast, komi til greiðslu úr sjóðnum, ásamt öllum kröfum neytenda á hendur föllnu fjármálafyrirtæki njóti lögveðsréttar. Fjármála- og efnahagsráðherra svaraði fyrirspurn um sambærilegt efni og fram kemur í umsögninni á 149. löggjafarþingi (þingskjal 1986 – 742. mál). Gert verður grein fyrir viðbrögðum ráðuneytisins í 5. kafla greinargerðar frumvarpsins sem birt verður í samráðsgáttinni innan skamms.

Ferill máls

Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 24.09.2020–08.10.2020. Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 11.11.2020.

Málsefni

Fjármála- og efnahagsráðherra áformar að leggja fram frumvarp til laga um breytingu á lögum, nr. 70/2020, um skilameðferð lánastofnana og verðbréfafyrirtækja (forgangsröð krafna við skila- og slitameðferð). Frumvarpið mun innleiða tilskipun (ESB) 2017/2399 um rétthæð ótryggðra skuldagerninga við meðferð vegna ógjaldfærni.

Tilskipun (ESB) 2017/2399 er til fyllingar ákvæðum tilskipunar 2014/59/ESB (BRRD tilskipunin). Tilskipun (ESB) 2017/2399, sem fjallar um forgangsröð krafna við ógjaldfærnimeðferð, tengist lágmarkskröfu um eiginfjárgrunn og hæfar skuldbindingar (MREL-krafa) sem skilavaldi Seðlabanka Íslands er ætlað að ákvarða fyrir hvert fyrirtæki sem heyrir undir gildissvið laganna um skilameðferð lánastofnana og verðbréfafyrirtækja.

Með áformuðu frumvarpi verður kveðið á um heildstæðar reglur um forgang krafna við skila- og slitameðferð. Markmið frumvarpsins er að tryggja réttarvissu á fjármálamarkaði fyrir fyrirtæki sem uppfylla þurfa MREL-kröfu skilavaldsins. Þá eru reglurnar mikilvægar fyrir réttarstöðu lánardrottna og munu leiða af sér fyrirsjáanleika varðandi meðferð krafna þeirra ef fjármálafyrirtæki verður tekið til skila- eða slitameðferðar.

Tengd mál

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Hagsmunasamtök heimilanna - 08.10.2020

Sjá viðhengi.

Viðhengi