Samráð fyrirhugað 28.09.2020—12.10.2020
Til umsagnar 28.09.2020—12.10.2020
Niðurstöður í vinnslu frá 12.10.2020
Niðurstöður birtar 02.12.2020

Frumvarp til breytinga á áfengislögum, sala á framleiðslustað

Mál nr. 200/2020 Birt: 28.09.2020 Síðast uppfært: 02.12.2020
  • Dómsmálaráðuneytið
  • Drög að frumvarpi til laga
  • Málefnasvið:
  • Almanna- og réttaröryggi

Niðurstöður birtar

Alls bárust 147 umsagnir við frumvarpið. Frumvarpið fór til frekari vinnslu í ráðuneytinu.

Ferill máls

Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 28.09.2020–12.10.2020. Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 02.12.2020.

Málsefni

Með frumvarpinu eru lagðar til breytingar á áfengislögum sem fela í sér undanþágu frá einokun Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins á smásölu áfengis til neytenda þannig heimilaðar verði innlendar vefverslanir með áfengi í smásölu til neytenda og sala á framleiðslustað með þeim takmörkununum sem í frumvarpinu greinir.

Áform um þessa lagasetningu voru birt á samráðsgátt í desember 2019. Í febrúar 2020 var birt frumvarp til breytinga á áfengislögum þar sem lagt var til að heimilaður yrði rekstur innlendra vefverslana með áfengi í smásölu til neytenda og boðað var að áfram yrði unnið að frumvarpi til breytinga í þá vegu að heimila minni áfengisframleiðendum sölu á eigin framleiðslu á framleiðslustað. Frumvarp þetta er því að mestu óbreytt hvað varðar vefverslun með áfengi til neytenda og er vísað til birtingar í febrúar sbr. mál 35/2020 hvað það varðar.

Nú hefur bæst við, svo sem boðað var í áformaskjalinu, að lagt er til að smærri brugghúsum verði gert kleift að selja áfengt öl í smásölu á framleiðslustað. Við gerð frumvarpsins var m.a. horft til lagasetningar í Norðurlöndunum en í nágrannalöndum Íslands er smærri brugghúsum almennt heimilt að selja áfengt öl í smásölu, þó með mismunandi takmörkunum. Sérstaklega var horft til lagasetningar í Finnlandi en árið 2018 tóku gildi lög þar í landi sem heimila sölu áfengs öls á framleiðslustað í smásölu til neytenda með ákveðnum takmörkunum.

Á undanförnum áratug hefur átt sér stað mikil fjölgun smærri brugghúsa, svokallaðra handverksbrugghúsa, um allt land. Handverksbrugghús eru brugghús sem eru í eðli sínu smá og leggja áherslu á minni framleiðslu, gæði og sjálfstæði. Árið 2018 voru stofnuð Samtök íslenskra handverksbrugghúsa og eru á þriðja tug smærri brugghúsa meðlimir í samtökunum. Samhliða auknum vexti innlendra brugghúsa hefur eftirspurn og áhugi almennings á innlendri áfengisframleiðslu aukist. Endurspeglast það m.a. í umtalsverðri fjölgun á íslenskum áfengisafurðum, þá sérstaklega áfengu öli. Með frumvarpinu er leitast við að styðja við áframhaldandi vöxt og þróun á rekstrarumhverfi smærri brugghúsa á Íslandi.

Smærri brugghús hafa á síðastliðnum árum byggt upp ferðamennsku í kringum rekstur sinn. Á það sérstaklega við á landsbyggðinni en flest störf í tengslum við smærri brugghús eru utan höfuðborgarsvæðisins. Algengt er að brugghús bjóði upp á skipulagðar kynnisferðir um framleiðslustaði gegn gjaldi. Í slíkum ferðum eru afurðir kynntar og er gestum boðið að kaupa áfengi á grundvelli vínveitingarleyfis til neyslu á staðnum. Aftur á móti mega sömu gestir ekki kaupa sér áfengi í smásölu, þ.e. í neytendaumbúðum, frá brugghúsinu til þess að taka með sér heim. Í frumvarpinu er lagt til að slík sala verði heimil. Enn fremur hefur borið á því að erfitt sé fyrir smærri brugghús að fá vörur sínar seldar í verslunum Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins, jafnvel nærri framleiðslustað. Þá geti það verið sérstaklega erfitt í tilviki áfengistegunda sem eru framleiddar einungis tímabundið eða í litlu magni. Smærri brugghús eru oft með fjölbreytt úrval öltegunda sem framleiddar eru í litlu magni eða tímabundið. Hefur það skapað samkeppnisumhverfi þar sem hallar á smærri brugghús, sem eiga umtalsvert erfiðara með að selja vörur sínar til neytenda en stærri samkeppnisaðilar. Þannig kann rekstur áfengisframleiðanda að standa og falla með því að fá vörur sínar seldar í verslunum Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins. Með frumvarpinu er leitast til við að jafna stöðu smærri brugghúsa við þau stærri hvað þetta varðar.

Þrátt fyrir að á þriðja tug brugghúsa séu meðlimir í Samtökum íslenskra handverksbrugghúsa þá er áfengisframleiðsla téðra brugghúsa ekki stórt hlutfall af heildaráfengisframleiðslu framleiðsluleyfishafa á Íslandi. Þessi undanþága frá einkaleyfi Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins á smásölu áfengis er því þröng og mun fela í sér tiltölulega litla aukningu á áfengisútsölustöðum. Gera má ráð fyrir að sala á grundvelli framleiðslusöluleyfis eigi sér fyrst og fremst stað í tengslum við ferðaþjónustu hjá leyfishafa.

Í frumvarpinu er lagt til að smásala áfengs öls verði heimiluð á framleiðslustað að tilteknum skilyrðum uppfylltum og gilda aldurstakmörk sbr. 18. áfengislaga um sölu á áfengi á framleiðslustað eins og annarsstaðar. Þeir handhafar framleiðsluleyfa, sem framleiða minna en 500.000 lítra af áfengi á almanaksári, munu geta fengið framleiðslusöluleyfi. Framleiðslusöluleyfi mun gera handhafa leyfisins kleift að selja áfengt öl, gerjað úr möltuðu eða ómöltuðu korni, sem inniheldur ekki meira en 12% af hreinum vínanda að rúmmáli, á framleiðslustað. Markmið þessarar breytingar er að styðja við smærri brugghús og jafna samkeppnisstöðu þeirra við stærri áfengisframleiðendur. Talið er að sanngjarnasta leiðin til þess að skilja að á milli smærri og stærri brugghúsa sé að miða við heildarframleiðslu áfengis á almanaksári.

Tengd mál

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Helgi Sigurðsson - 30.09.2020

Við erum á Borgarfirði eystri og rekum KHB Bruggús. Hér erum við að framleiða sterkt áfengi, þeas Landa og Gin, og svo hefja framleiðslu á bjór á vormánuðum 2021. Sterka áfengið er 38-40%. Þetta er handverksáfengi, þeas við framleiðum ALLT frá grunni. Við erum ekki að flytja inn 96% etanól líkt og mörg fyrirtæki eru að gera og breyta því svo í sína drykki. Allt unnið frá grunni og Landinn framleiddur eftir gamallri Borgfirskri uppskrift.

Það er afskaplega mikilvægt fyrir okkur og okkar framleiðslu að hafa möguleika á að selja gestum og viðskiptavinum vöruna okkar beint og milliliðalaust. Þetta er sannkallað "beint frá býli" dæmi. Heima-afurð byggð á aldragamallri uppskrift.

Það er erfitt að koma framleiðslunni okkar á framfæri og markaðurinn á þessum sterka áfengis-markaði þeim mun harðari en léttöls markaðurinn.

Með von um góðar viðtökur,

Helgi Sigurðsson

Afrita slóð á umsögn

#2 Emil Bjarni Karlsson - 01.10.2020

Við samþykkt laga um heimild til póstverslunar með áfengi er mikilvægt að huga að stöðu lítilla dagvöruverslana í strjálbýli.

Það yrði mikil lyftistöng fyrir litlar verslanir á landsbyggðinni að fá heimild til að annast milligöngu um pöntun og afhendingu áfengis fyrir íbúa þeirra staða sem ekki hafa Vínbúð. Litlar dreifbýlisverslana berjast oft í bökkum til að lifa af við að þjónusta íbúa staðanna og þessi viðbótarþjónusta myndi styrkja rekstrargrunn þeirra.

Í athugasemdum um frumvarpið er vísað til þess að fara sömu leið og hinar Norðurlandaþjóðirnar í þessum efnum. Þar hefur einmitt verið hugað að styrkingu dreifbýlisverslana.

Í Svíþjóð, þar sem ríkið hefur einkaleyfi á sölu áfengis líkt og hér á landi, hafa stjórnvöld heimilað Vínbúðinni (Systembolaget) að póstsenda áfengi til viðskiptavina rétt eins og netverslanir gera. Heimildin tók gili 1. júlí 2019. Í heimildinni felst einnig að einstaklingar geta sótt áfengið til umboðsaðila. Þannig geta litlar verslanir á landsbyggðinni haft umsjón með pöntun áfengis fyrir íbúa byggðalagsins og aðra þá einstaklinga sem kjósa að panta frá áfengisversluninni og sækja pöntunina í verslun staðarins.

Þessi ákvörðun sænskra yfirvalda byggir á tilraunaverkefni sem stóð yfir í nokkur ár og þótti hafa jafnað rétt þeirra sem búa í fámennum byggðalögum við þá sem búa í þéttbýli og hafa auðveldara aðgengi að Vínbúðum. Niðurstöður úttektar á tilraunaverkefninu voru þær að einkar vel hafi tekist til. Þess vegna var skrefið verið tekið til fulls með heimild áfengiseinkasölunnar um að selja ekki aðeins áfengi í smásölu í Vínbúðum heldur að heimila einnig sendingu á vörum þannig að aðstaða kaupenda sé jöfnuð hvar sem þeir búa í landinu.

Undirritaður hefur um árabil unnið að ráðgjöf og stuðningsverkefnum við litlar verslanir, bæði sem fyrrum forstöðumaður Rannsóknaetur verslunarinnar og í seinni tíð í samvinnu við Byggðastofnun. Í þessari vinnu hefur komið fram að til að hægt sé að halda úti þessum litlu verslunum er nauðsynlegt að færa sem flestar stoðir undir reksturinn því ekki nægir að reka verslun í byggðalögum með nokkrum tugum íbúa aðeins með því að selja brýnustu matvörur. Fleira þarf að koma til. Þannig væri milliganga um pöntun og afhendingu á áfengi kærkomin viðbót við sölu þessara verslana.

Að mínu mati væri eðlilegt að í þessum tilvikum pantaði viðkomandi landsbyggðaverslun áfengi á heildsöluverði frá ÁTVR og hefði sömu álagningu og Vínbúðin. Þannig fengju viðskiptavinir á landsbyggðinni áfengi á sama verði og þeir sem versla í Vínbúðum, og dreifbýlisverslunin fengi álagninguna í sinn hlut.

Afrita slóð á umsögn

#3 Geir Bjarnason - 05.10.2020

5. október 2020

Umsögn Foreldrafélags gegn áfengisauglýsingum

150. löggjafarþing 2019–2020.

Þingskjal x — x. mál.

Stjórnarfrumvarp.

Frumvarp til laga

um breytingu á áfengislögum, nr. 75/1998, með síðari breytingum

(vefverslun með áfengi).

Áfengisneysla hefur mikil áhrif á líf fólks á Íslandi. Samkvæmt skýrslu Evrópuskrifstofu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar er áfengisneysla á meðal þeirra 10 þátta sem hafa mest áhrif á dánartíðni Íslendinga. Í Evrópuskýrslu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunar eru birtar mælingar á áhrifum ólíkra aðferða við að draga úr vandamálum tengdum áfengisneyslu. Þar kemur fram að heildaráfengisneysla þjóðar hefur áhrif á heilbrigði og sjúkdóma. Aukning eða minnkun áfengisneyslu hefur bein áhrif á tíðni ákveðinna sjúkdóma og dauðsfalla. Stjórnun á aðgengi og eftirlit með framboði áfengis hafa, samkvæmt Evrópuskýrslunni, reynst árangursríkustu og hagkvæmustu leiðirnar til þess að koma í veg fyrir skaða af völdum þess. Margar rannsóknir ýta undir það að álagning skatta, takmörkun fjölda sölustaða og takmarkaður sölutíma virki einna best. Aldurstakmarkanir á áfengiskaupum virðist vera leið sem hefur dregið úr unglingadrykkju auk breyttra viðhorfa í samfélaginu.

Norðurlönd utan Danmörku hafa sambærilega stefnu varðandi sölu á áfengi sem snýr að samfélagslegri ábyrgð. Á þessum stöðum eru einkasala ríkisins sem hefur það meðal annars að markmiði að takmarka aðgengi og draga úr skaða af völdum neyslunnar. Í þessum löndum eru reglugerðir sem koma í veg fyrir sölu áfengis til ungs fólk. Sala áfengis snýst ekki um að hámarka hagnað. Áfengiseinokunarsölurnar sýna hlutleysi í markaðssetningu og almennt er spornað gegn auglýsingum og almennri markaðssetningu. Þetta fyrirkomulag hefur gengið ágætlega og ríkir almenn sátt um það. Því er óljóst hvaða samfélagslegi ávinningur felst í því að breyta þessu fyrirkomulagi og byrja að selja áfengi í vefverslunum?

Í okkar þjóðfélagi er eðlilegt að aðgengi að hættulegum vörum sé takmarkað. Lyf, byssur, eitur, sprengjur, gas og tóbak eru meðal annars vörur sem við getum ekki keypt í næsta stórmarkaði. Það er eflaust einhver hópur sem vill aukið aðgengi að þessum vörum en aukið aðgengi landsmanna að þessum vörum mun trúlega þýða aukna misnotkun og jafnvel takmarkaðra vöruúrval. Er ekki eðlilegt að vörur sem eru hættulegar lúti reglum sem takmarkar aðgengi að þeim? Áfengi er hættulegt, það er misnotað, það hefur áhrif á fleiri aðila en þann sem neytir þess. Það liggur alveg fyrir og allir átta sig á því að aukið aðgengi að vörum þýðir að öðru jöfnu aukna neyslu. Því mun frumvarpið, ef það verður samþykkt auka neyslu landsmanna á áfengi og því mælum við gegn því að það verði samþykkt.

Ætla má að auglýsingar og önnur markaðssetning á áfengi muni aukast til muna. Því miður sanna dæmin að margir framleiðendur og söluaðilar áfengis hafa ekki virt þau lög eða teygt á þeim sem gilda varðandi auglýsingabann. Með harðnandi samkeppni og auknu aðgengi sem lögin fela í sér má auðveldlega ætla að öll markaðssetning verði aukin. Fleiri auglýsingar, hvort sem þær eru beinar eða óbeinar munu á einhvern hátt beinast að saklausum börnum, unglingum og þeim sem eru áhrifagjarnir.

Varla þarf að minna á þann árangur sem náðst hefur varðandi unglingadrykkju. Slíkan árangur þarf að viðhalda og halda þarf áfram með öflugt fyrirbyggjandi starf fyrir eldri aldurshópa milli 16 og 19 ára. Áfengi er ekki vara eins og matvara heldur sem efni sem við þurfum að umgangast með aðgát. Lög okkar eiga að leggja áhersla á að takmarka aðgengi að áfengi og vernda sérstaklega hópa eins og börn og unglinga.

Foreldrafélag gegn áfengisauglýsingum telur því fátt mæla með því að breyta fyrirkomulagi varðandi sölu áfengis og leggst gegn frumvarpinu.

Fyrir hönd stjórnar

Geir Bjarnason

Gjaldkeri Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum

Afrita slóð á umsögn

#4 Samtök íslenskra handverksbrugghúsa - 05.10.2020

Samtök íslenskra handverksbrugghúsa eru hagsmunasamtök 22 handverksbrugghúsa um land allt. Brugghúsin eru smá, hafa gæði og frumleika að markmiði og þau leitast við að gera úrvals vörur í nánu samstarfi við sitt nærumhverfi. Þau skapa atvinnu fyrir allt að 200 manns, auka lífsgæði í sínu héraði og stuðla að aukinni ferðamennsku með því að laða til sín gesti sem vilja heimsækja brugghús og upplifa vörur gerðar á þeim svæðum sem þeir sækja heim.

Íslensk handverksbrugghús búa nú við mun strangari skorður til að koma vöru sinni á markað heldur en tíðkast í löndum sem við viljum berum okkur saman við. Þau mega eingöngu selja vörur sem ekki á að neyta á veitingastað eða bar í gegnum ríkisverslun með áfengi. Á öðrum Norðurlöndum hefur sú leið verið farin að leyfa litlum framleiðendum að selja beint til neytenda, þrátt fyrir að almennt sé áfengissala í öllum þessum löndum utan Danmerkur með svipuðu fyrirkomulagi og á Íslandi.

Ráðherra hyggst leggja fram frumvarp sem mun heimila litlum brugghúsum sem framleiða áfengi úr möltuðu eða ómöltuðu korni, allt að 500 þúsund lítra á ári, að selja áfengi allt að 12% alc/vol beint til kaupenda með sérstöðu framleiðslusöluleyfi. Einnig að heimila innlendum aðilum að selja áfengi í póstverslun. Samtök íslenskra handverksbrugghúsa fagnar þessum skrefum í megindráttum, vísar þar í umsögn um Mál nr. 296/2019 Birt: 29.11.2019. Í núverandi frumvarpi er sjónarmiðum Samtakanna sem þar koma fram vel gerð skil, enda eru Samtökin í megin dráttum sammála þessu frumvarpi, en hafa ábendingar um frekari útfærslu einstakra atriða.

Samtök íslenskra handverksbrugghúsa setja 3 skilyrði fyrir aðild: stærð, eignarhald og áherslu á gæði. Handverksbrugghús starfa af ástríðu, leggja metnað og kraft í að gera vandaða vöru og því hafa þau öll gæði að leiðarljósi. Við stærð er miðað við að framleiðandi hafi leyfi til áfengisframleiðslu og framleiði innan við eina milljón lítra af bjór á ári, eða samsvarandi af öðru áfengi, sem ætla má að sé um 3,5% ársframleiðslu bjórs á Íslandi. Þá miðar eignarhald við að félagið geti að hámarki verið 25% í eigu stærri áfengisframleiðanda. Í reynd eru allir aðilar að Samtökunum sjálfstæðir framleiðendur sem tengjast ekki stórum innlendum eða erlendum framleiðendum.

Af 22 aðilum í Samtökunum eru 19 brugghús sem framleiða bjór úr möltuðu eða ómöltuðu korni. Samanlögð árleg framleiðsla þeirra er áætluð um 1,25 milljón lítra af bjór, sem samsvarar um 4% af bjórmarkaði á Íslandi. Áætluð meðalstærð brugghúsana er 66 þúsund lítrar og miðgildi 30 þúsund lítrar á ári. Allir þessir 19 bjórframleiðendur framleiða minna en 125 þúsund lítra á ári fyrir utan Bruggsmiðjuna Kalda á Ársskógssandi, sem framleiðir meira en 500 þúsund lítra á ári. Kaldi er frumkvöðull á innlendum markaði, elsta sjálfstæða handverksbrugghúsið á Íslandi sem enn er starfandi, og lang stærst af öllum óháðu handveksbrugghúsunum, með um helming allrar framleiðslu litlu brugghúsanna. Ef mörk fyrir útgáfu framleiðslusöluleyfis eru miðuð við 500 þúsund lítra myndi það útiloka þennan eina aðila Samtakanna frá því að fá leyfið á grundvelli stærðar.

Auk þessara 19 bjórframleiðenda eru 3 framleiðendur sem framleiða annars konar áfengi; einn framleiðir mjöð úr hunangi, einn framleiðir létt og sterk vín úr íslenskum berjum og öðru íslensku hráefni, og einn framleiðir eimaða drykki frá grunni úr íslensku byggi. Frumvarpið mun útiloka þessa aðila frá því að fá framleiðslusöluleyfi á grundvelli þess að þeir framleiða ekki bjór; þ.e. áfengi sem ekki er gert úr möltuðu og ómöltuðu korni, eða að áfengisprósentan er yfir 12%.

Þá væri óskandi að handhafi framleiðslusöluleyfis gæti einnig fengið tímabundið leyfi til að selja vörur sínar utan framleiðslustaðar, t.d. á matarmörkuðum, bjórhátíðum og öðrum slíkum samkomum. Það myndi auka fjölbreytileika slíkra markaða og hátíða, þar sem oft fer saman pörun á mat og drykk í háum gæðaflokki.

Að öðru leyti hafa Samtökin ekki athugasemdir við frumvarpið. Frumvarpið munu færa Ísland til samræmis við það sem tíðkast í löndum sem við viljum bera okkur saman við, enda tíðkast slíkt fyrirkomulag á beinni sölu til neytenda á öllum öðrum Norðurlöndunum, sem og löndum vestur Evrópu. Þá mun þetta fyrikomulag styðja við litlu brugghúsin í landinu til að vaxa og dafna, treysta grundvöll fjölda manns sem hafa beinar eða óbeinar tekjur af handverksbrugghúsum, auka fjölbreitni og ferskleika fyrir neytendur, hjálpa við að gera Ísland enn eftirsóttara í augum gesta sem sækja okkur heim, og stuðla að betri áfengismenningu með því að taka burt hindranir fyrir framleiðendur til að koma vöru sinni á markað.

Á tímum Covid faraldurs og tilskipunum um lokun bara, jafnt eigin sölustaða sem og annara viðskiptavina smárra framleiðenda, hefur þörf þeirra á að fá að selja beint til viðskiptavinar frá framleiðslustað aukist. Smáir framleiðendur standa frammi fyrir miklum tekjumissi af þessum lokunum og hafa takmarkaða aðstöðu til að koma vöru sinni á markað. Afkoma þeirra og þar með störf fjölda manns eru í hættu nema brugðist verði við. Það er óskandi að frumvarp þetta nái fram að ganga sem fyrst svo koma megi í veg fyrir hrun í þessari grein.

Afrita slóð á umsögn

#5 Guðlaugur Aðalsteinsson - 06.10.2020

Íslensku handverksbrugghúsin auðga menningarflóru landsbyggðarinnar og hafa fært líf inn í lítil bæjarfélög og sett sjarma á húsakosti sem að öðrum kosti væru að drabbast niður. Handverksbrugghúsin eru orðnir vinsælir áfangastaðir innlendra- og erlendra ferðamanna og mikilvægt að styðja við bakið á þessu einkaframtaki.

Afrita slóð á umsögn

#6 S.B. brugghús ehf. - 06.10.2020

RVK Brewing Co. er lítið handverksbrugghús nálægt miðbæ Reykjavíkur. Því til sönnunar áætlum við að við framleiðum innan við 0,3% af íslenska bjórmarkaðinum. Við leggjum mikla áherslu á að framleiða gæðabjór til sölu á valda veitingastaði og bari, auk þess sem við erum með takmarkað úrval til sölu í flöskum og dósum sem við seljum mest megnis gegnum ÁTVR. Þá erum við með bruggstofu á framleiðslustað þar sem við seljum vörur okkur beint til viðskiptavina til neyslu á staðnum, enda erum við með leyfi til að starfrækja þar bar.

Eðli handverksbrugghúsa er að gera úrvals vöru, þar sem horft er meira í gæði en magn framleiðslu. Náttúrlegir ferlar eru látnir ráða frekar en hraður framleiðslutími, því eru engin felliefni, síun, gerilsneyðing eða aðrar slíkar aðferðir notaðar við framleiðsluna. Bjórinn er framleiddur til að vera ferskvara og er best notið þannig; ferskur og sem fyrst frá framleiðsludegi.

Í dag seljum við mest af okkar bjór á kútum til veitingastaða. Á þessu ári og líklega á því næsta verður samt mun meiri áhersla á að setja bjór á flöskur og dósir sökum ástandsins af Covid og ítrekuðum lokunum hjá okkar helstu viðskiptavinum. Þó svo ÁTVR sé að mörgu leyti afbragðs gott fyrirtæki að eiga viðskipti við, þá eru sumir ferlar þeirra ekki sniðnir að fyrirtækjum eins og okkar. Þannig er til dæmis erfitt að koma nýjum ferskum bjór í sölu með litlum fyrirvara. Kerfið er meira sniðið að framleiðendum sem stöðugt framleiða sömu vöru, en horfa ekki til þess að vera með fjölbreytni og breytileika. Það má bera þetta saman við ferskborðið hjá fiskbúð eða slátrara annars vegar, og svo frystiborðið í stórverslun hins vegar.

Sala beint af framleiðslustað myndi henta okkar viðskiptaplani mjög vel. Við gætum auðveldlega verið með meira frjálsræði í framleiðslu, tekið minni áhættur í því að prófa nýjungar, og neytendur væru öruggir um að fá ferska vöru beint heim með sér. Þá má líka nefna að ekki þarf alltaf að setja bjór í einota umbúðir, heldur má þá afgreiða bjór áfylltan á margnota umbúðir sem kaupandi kemur með til endurfyllingar. Þar með minnkar mengun og sóun og umhverfisspor verður minna.

Í dag seljum við bjórinn okkar meðal annars í bruggstofu okkar nálægt miðbænum, en engöngu til að neyta á staðnum. Við erum með 20 ára aldurstakmark eins og lög kveða á um. Afgreiðsla til viðskiptavina sem vilja taka bjórinn út úr húsu mun lúta sömu lögum; það er engin ástæða til að ætla að sala út úr okkur brugghúsi muni auka aðgengi fólks undir áfengiskaupaaldri að áfengi.

Þó má benda á að frumvarpið setur kvaðir um að notað sé eingöngu maltað eða ómaltað korn sem grunnur að áfengi. Önnur handverksbrugghús sem eru að gera drykki á borð við mjöð úr hunangi, síder úr eplum og vín úr íslenskum berjum gætu þá ekki fengið framleiðslusöluleyfi. Þá væri líka rétt að miða hámarks stærð framleiðanda við hámarksstærð fyrir aðild að Samtökum íslenskra handverksbrugghúsa, sem er 1 milljón lítrar af bjór á ári, sem samsvarar um 3,5% af bjórmarkaðinum á Íslandi. Þannig verður jafnræði með öllum íslenskum handverksbrugghúsum. Loks teljum við að ekki sé rétt að setja hámark á áfengismagn í vöru, heldur leyfa öllum framleiðendum sem framleiða sína vöru frá grunni að fá slíkt leyfi, að öðrum skilyrðum uppfylltum.

RVK Brewing fagnar því að þetta frumvarp komi fram nú. Það mun styrkja og styðja rekstur smárra framleiðenda eins og RVK Brewing, á tímum Covid og til framtíðar, og það mun leiða til meiri gæða hjá neytendum sem fá ferskari og fjölbreyttari vörur á hagkvæmari hátt fyrir þá og umhverfið.

F.h. S.B. brugghúss ehf. / RVK Brewing Co.

Sigurður P. Snorrason

Afrita slóð á umsögn

#7 Halldór Laxness Halldórsson - 06.10.2020

Góðan daginn, Halldór heiti ég og er annar eigandi Berjarmór, KT: 700112-0120, sem sérhæfir sig í innflutningi á léttvínum frá Evrópu. Verði þetta frumvarp að lögum mun það breyta rekstri fyrirtækisins.

Ég vil taka það fram að ég er ekkert sérstaklega fylgjandi því að áfengi verði selt í matvöruverslunum, eða stórmörkuðum. Ég er hinsvegar á því að sérhæfar áfengisverslanir gætu breytt drykkjumenningu Íslendinga til hins betra, og finnst mér frumvarpið skref í þá átt.

Sjálfur hef ég pantað af erlendum vefsíðum ótal sinnum og verið ánægður með það. Fyrirtæki mitt flytur inn svokölluð náttúruvín, eða vín sem gerð eru úr lífrænt ræktuðum berjum, ósíuð og engum aukaefnum bætt við.

Við flytjum ekkert inn nema heimsækja vínbændurnar fyrst, þetta eru smáir framleiðendur sem framleiða sitt í litlu upplagi. Áherslan hjá þeim er sjálfbærni, virðing fyrir landinu og að reyna hverfa frá iðnframleiðsluháttum.

Þessu æði var spáð dauða fyrir meira en tíu árum síðan. En það stækkar bara og stækkar í takti við neytendameðvitund - sí fleiri hafa minni áhuga á að setja ofan í sig þau aukaefni sem tíðkast í verksmiðju-víngerð.

Áfengisverslun Ríkisins og reglur hennar hafa gert okkur mjög erfitt um vik. Ég gæti talið upp ótal dæmi, vín frá okkur hefur verið tekið úr sölu vegna þess að nafn framleiðandans er ekki stærra en 1,3 mm, sem er skylda samkvæmt löggjöf Evrópusambandsins. Samt er umrætt vín ítalskt, framleitt í Evrópu og selt um alla Evrópu.

En hér á Íslandi strandar það á skerjum regluverks ESB, sem er svo sem sjálfsagt - auðvitað getur ríkisfyrirtækið ekki horft í gegnum fingur sér með svona.

Annað vín hefur verið tekið úr sölu vegna þess að á því stendur Vini-bianco, ÁTVR vill fá límmiða sem stendur á hvítvín - og er það grátbroslegt í besta falli.

Þá tóku ÁTVR upp á því að skilgreina sjálfir hvað væri náttúruvín, þvert á allar aðrar skilgreiningar heimsins. Þannig gátu stærri birgjar flutt inn vín sem fellur að skilgreiningu átvr, og selja nú eitthvað sem ÁTVR flokkar sem náttúruvín, en er það alls ekki, á miklu lægra verði en við getum nokkurntíma boðið - og neytendur hafa ekki hugmynd um það.

Svona ákvarðanir sem teknar eru í hálfkæringi á skrifstofu ÁTVR, geta hæglega kostað smáa innflytjendur reksturinn. Og þetta er ekki í lagi. En ekki getum við kvartað í neinum, bara látið Ríkið valta yfir okkur í rólegheitum.

Náttúruvín eru umdeild innan vínheimsins, öll framleiðsla þeirra er á skjön við þau iðnaðar- vínframleiðslu, enda í höndum smærri aðila - bænda - og hafa margir innan þess heims tekið tilvist þeirra sem einhverskonar stríðsyfirlýsingu við sig. Gott og blessað. En þannig er það hálf hjákátlegt þegar starfsmenn ríkisverslunarinnar hafa staðið við náttúruvínsrekkann og varað fólk við „þessum vínum." Undirritaður hefur sjálfur lent í starfsfólki sem gerir það.

Þetta er hálf ömurlegt.- Að finna góðan vínbónda, flytja inn vínið frá honum, og leggja það svo í hendur þriðja aðila (ríkisins) að selja það - sem ræður fólki frá því því honum finnst að sér vegið persónulega!

Þá fáum við oft vín í svo litlu upplagi, sumar tegundir einungis í kannski 90-120 flöskuum og þá einfaldlega borgar sig ekki að ganga í gegnum allt vesenið að koma þeim í átvr, borga fyrir hillupláss, og svo framvegis.

Svo ef veitingastöðum/öldurhúsum hugnast ekki að kaupa vínin sökum verðs eða annars, þá sitjum við uppi með þau.

Það er nefnilega soldið ömurlegt að með núverandi fyrirkomulagi, þá hygglir ríkið stórum framleiðendum af víni - stórfyrirtækjum - en refsar þeim litlu - bændum. Afhverju eiginlega? Þ

Þessi vín eiga sér lítinn en dyggan stuðningshóp á Íslandi. Á hverjum degi fáum við send skilaboð frá fólki, -eigiði þetta?, 'er hægt að kaupa svona sem ég smakkaði þarna? og öllum þurfum við að vísa frá. Bara til að horfa á kassa af víni daga uppi í hillunum hjá okkur.Þetta er ekki fólk sem vill verða mígandi fullt og gubba og berja einhvern. Þetta eru yfirleitt matgæðingar, áhugafólk um vín, safnarar eða álíka.

Það er hálfvandræðalegt að geta ekki selt þeim vín, öll gjöld af vörunni eru greidd, ég á hana - en þú mátt ekki fá hana, vegna lýðheilsusjónarmiða. Hinsvegar máttu kaupa hana á veitingahúsi þrefalt dýrari og drekka hana á staðnum.

Vegna þess hvað kerfið hérna hefur reynst flókið, höfum við meira að segja skoðað að selja fyrirtækið dönsku fyrirtæki, (fyrirtækið sem Christopher Melin, meðeigandi Berjamórs rekur í Kaupmannahöfn) hafa lagerinn áfram á Íslandi, en láta fólk panta af dönsku vefsíðunni og senda það svo innanlands.

Þetta eru hundakúnstir sem mér hugnast ekki. Netverslun myndi gera okkur kleift að selja vínin til þeirra sem vilja kaupa þau. Milliliðalaust. Þetta myndi alfarið breyta okkar rekstri.Verði lögin ekki samþykkt, þá spyr maður sig einfaldlega hvaða feluleik stjórnvöld vilji halda uppi? Við verðum að líta á staðreyndir málsins í stað þess að loka augunum og signa okkur og fara vera í siðferðislegum feluleik við raunveruleikann.

Vín gengur kaupum og sölum í Reykjavík. Þeir sem vilja ölva sig, gera það án nokkurs vanda. Bjór og sterkt áfengi er keyrt heim til fólks með aðgang að réttum FB-hópum eða til ungmenna með Whats-app, heimabrugg er keyrt í brúsum til fólks fyrir lágt verð, stórir innflytjendur sem smáir leka flöskum framhjá bókhaldi, veitingastaðir selja vín út um bakdyrnar á hverju kvöldi, fólk sem á efni á því pantar sér vín af netinu . Væri ekki hreinna og beinna að gera þetta fyrir opnum tjöldum? Og styrkja forvarnir þar sem það á við, tillagan í þessu frumvarpi er ekki byltingarkennd og mun engu breyta fyrir neytendur þannig séð, þeir hafa til þessa getað pantað sér vín af netinu, bæði frá útlöndum og af átvr.

Kannski, með því að treysta fagfólki og fólki sem er ástríðufullt fyrir víni til þess að selja það sjálft, má í leiðinni vinda ofan af ofdrykkjumenningu íslendinga og reyna innleiða kúltíveraðri nálgun á víndrykkju.

Með von um að skref verði stigið til betri drykkjumenningar.

Halldór Laxness Halldórsson.

Afrita slóð á umsögn

#8 Aðalsteinn Gunnarsson - 07.10.2020

Aðalsteinn Gunnarsson

Reykjavík 7. október 2020

Umsögn um drög að frumvarpi í samráðsgátt.

Frumvarp til breytinga á áfengislögum, sala á framleiðslustað mál nr. 200/2020 Birt: 28.09.2020 Dómsmálaráðuneytið Drög að frumvarpi til laga Málefnasvið: Almanna- og réttaröryggi

Áfengi er ein helsta hindrun sjálfbærrar þróunar mannkyns. Það hefur neikvæð áhrif á allar þrjár stoðirnar (umhverfi, efnahagur og samfélag) og snertir við öllum hliðum samfélagsins. Áfengi stefnir mannauði í voða, grefur undan hagvexti, veikir innviði samfélagsins og er byrði á heilbrigðiskerfinu.

Ég er þess vegna alfarið á móti auknu aðgengi að áfengi og hvet þig Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir að leggja ekki fram þetta frumvarp eða önnur í þessa átt.

Afrita slóð á umsögn

#9 Árni Steinn Viggósson - 07.10.2020

Ég er einn af fjölmörgum Íslendingum sem rekur lítinn veitingastað og leita nú allra leiða til að halda staðnum í rekstri og borga starfsfólki mínu laun. Þegar allt lokaði í vor aðlagaði ég reksturinn að aðstæðunum eftir fremsta megni, eins og fleiri í geiranum. Þannig fór ég m.a. að bjóða upp á heimsendingu og gekk hún vel framan af.

Á litla veitingastaðnum mínum sel ég bæði mat og drykk. Þeir sem mæta á staðinn mega, eðli málsins samkvæmt, kaupa allan matinn og alla drykkina sem ég hef upp á bjóða. Þeir sem panta heimsendingu á netinu mega hins vegar bara panta mat og takmarkaðan hluta drykkjanna. Þannig má ég, lögum samkvæmt, ekki leyfa viðskiptavinum mínum að panta sér vel valinn bjór eða vín með matnum sem þeir panta á netinu.

Næstu vikur mun aðsókn á staðinn minn fyrirsjáanlega minnka gríðarlega. Þess vegna þarf ég að reiða mig á netpantanir og heimsendingu, ef ég ætla yfir höfuð að halda áfram rekstri og hafa fólk í vinnu. Eins og algengt er í þessum rekstri stendur sala á bjór og léttvíni, sem fólk neytir í hófi með matnum, undir meira en fimmtungi tekna staðarins.

Það er því gríðarlegt högg að á sama tíma og meirihluti gesta á staðnum hverfur, sé mér bannað að selja vörur sem standa alla jafna undir stórum hluta teknanna á netinu ásamt matnum. Með því að breyta reglunum hvað þetta varðar mætti líklega bjarga fjölmörgum stöðum eins og mínum, og starfsfólki þeirra, í gegnum stærstu öldurnar.

Nýlega kastaði dómsmálaráðherra út kærkomnum björgunarhring til veitingageirans þegar hún lagði til jafnræði í netverslun með áfengi. Með því að heimila íslenska netverslun, eins og lagt er til, gæti velta margra staða aukist nægilega til að þeir geti að minnsta kosti haldið baráttunni áfram næstu mánuði og haldið fólki í vinnu.

Veitingarekstur gerir fáa að milljónamæringum. Hins vegar dregur geirinn að sér skapandi fólk úr öllum áttum, auðgar menningu landsins, veitir fólki gleði og býr til ótal störf. Þegar ég opnaði staðinn minn fyrir tæpu ári síðan var mér efst í huga að skapa eitthvað nýtt og þjóna fólki sem átti ekki úr mörgum stöðum við sitt hæfi að velja.

Ég vona að ég geti haldið því áfram.

Ég vona því að þingmenn og almenningur taki tillögunum fagnandi. Þannig getum við gripið björgunarhringinn og haldið áfram að gera það sem við elskum. Það er nefnilega ekki bara minn staður og mitt starfsfólk undir, heldur allur veitingageirinn.

Höfundur rekur lítinn veitingastað í Reykjavík

Afrita slóð á umsögn

#10 Agnes Anna Sigurðardóttir - 07.10.2020

Bruggsmiðja Kaldi-07.10.2020

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#11 Guðlaugur Friðgeir Sigmundsson - 07.10.2020

REykjavík 7. október 2020

Umsögn um drög að frumvarpi í samráðsgátt.

Frumvarp til breytinga á áfengislögum, sala á framleiðslustað mál nr. 200/2020 Birt: 28.09.2020 Dómsmálaráðuneytið Drög að frumvarpi til laga Málefnasvið: Almanna- og réttaröryggi.

Áfengi kyndir undir faraldur HIV/alnæmis og berkla.

Áfengi er staðfest sem snar þáttur í framgangi farsótta bæði berkla og HIV-veiru/alnæmis.

Notkun áfengis hefur verið tengd við aukna hættu á smitsjúkdómum þar sem hættan á smiti eykst t.d. vegna óvarinna samfara. Þar með eykst líka hættan á að smitast af og, í kjölfarið, látast af HIV-smiti / alnæmi og berklum þar sem ónæmiskerfið er bælt niður á fleiri en einn veg.

Ég er þess vegna alfarið á móti auknu aðgengi að áfengi og hvet þig Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til þess að leggja ekki fram þetta frumvarp eða önnur í þessa átt.

Afrita slóð á umsögn

#12 Torfi H Ágústsson - 07.10.2020

Umsögn um drög að frumvarpi í samráðsgátt

Frumvarp til breytinga á áfengislögum, sala á framleiðslustað mál nr. 200/2020 Birt: 28.09.2020 Dómsmálaráðuneytið Drög að frumvarpi til laga Málefnasvið: Almanna- og réttaröryggi

Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur ályktað skynsamlega um tvö mál. Covid-19 og áfengismál.

Sýnum dómgreind og fylgjum báðum málum eins og þau leggja til.

Áfengi er sökudólgurinn að baki 7.2% af öllum ótímabærum dauðsföllum á heimsvísu. Áfengi herjar hlutfallslega meira á yngra fólk. Það er stærsti áhættuþátturinn fyrir dauða og örorku meðal einstaklinga á aldrinum 15 til 49 ára og veldur 10% allra dauðsfalla hjá þessum aldurshópi.

Ég er þess vegna alfarið á móti auknu aðgengi að áfengi og hvet þig Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir að sýna dómgreind og leggja ekki fram þetta frumvarp eða önnur í þessa átt.

Kv. Torfi

Afrita slóð á umsögn

#13 Inga Guðmunda Aradóttir - 07.10.2020

Nafn og eftirnafn Inga Aradóttir

staður og dagsetning

Umsögn um drög að frumvarpi í samráðsgátt

Frumvarp til breytinga á áfengislögum, sala á framleiðslustað mál nr. 200/2020 Birt: 28.09.2020 Dómsmálaráðuneytið Drög að frumvarpi til laga Málefnasvið: Almanna- og réttaröryggi

Þegar þeir fátæku eru gerðir að neytendamarkaði kemur það að kaupa vörumerkjaáfengi harkalegar niður á einstaklings og fjölskyldutekjum þeirra en hjá öðrum stéttum. Hinir fátæku eru einnig berskjaldaðri gagnvart þeirri samfélagslegu röskun, því ofbeldi og þeim heilsufarslega skaða sem fylgja aukinni neyslu áfengis. sjá Room o.fl., 2006; Schmidt & Room, 2012

Ég er þess vegna alfarið á móti auknu aðgengi að áfengi og hvet þig Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir að leggja ekki fram þetta frumvarp eða önnur í þessa átt.

Afrita slóð á umsögn

#14 Kristín Þóra Gunnarsdóttir - 07.10.2020

Reykjavík 7. október 2020

Hér kemur umsögn um drög að frumvarp til breytinga á áfengislögum: sala á framleiðslustað mál nr. 200/2020 Birt: 28.09.2020 Dómsmálaráðuneytið Drög að frumvarpi til laga Málefnasvið: Almanna- og réttaröryggi

Áfengi vegur þungt sem áhættuþáttur fyrir vannæringu. Fólk af lægri félagslegum eða efnahagslegum stigum er berskjaldað gagnvart vannæringu og verður frekar fyrir efnislegum vandamálum og neikvæðum afleiðingum áfengisnotkunar. Þessi berskjöldun erfist oft milli kynslóða. Þannig á áfengisvandinn þátt í vítahring skorts, berskjöldunar og hungurs. Áfengi tekur sér þann sess sem prótín, vítamín og steinefnarík fæða skipar í mataræðinu. Langvarandi neysla áfengis veldur bæði meltingartruflunum og lélegri upptöku mikilvægra bætiefna. Að auki hefur áfengi bein eitrunaráhrif á bæði lifur og meltingarkerfið sem breytir uppbyggingu þarmanna og orsakar fitulifur, áfengislifrarbólgu og skorpulifur.

Ég er þess vegna alfarið á móti auknu aðgengi að áfengi og hvet þig Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir að leggja ekki fram þetta frumvarp eða önnur í þessa átt.

Afrita slóð á umsögn

#15 Einar Ögmundsson - 07.10.2020

Ég er ekki sammála henni í þessu máli.

Afrita slóð á umsögn

#16 Sigurbjörg Helga Sigurgeirsdóttir - 08.10.2020

Áfengi hamlar sjálfbærum framförum mannkyns svo um munar með þeim margslungna heilsufarslega, félagslega og efnahagslega skaða sem því fylgir. Áfengi hefur neikvæð áhrif á 14 af 17 Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna. Gögn sýna að áfengi er skaðlegur þáttur sem snertir mörg svið Heimsmarkmiðanna, svo sem að uppræta fátækt, að útrýma hungri, að stuðla að heilbrigðu líferni og vellíðan, að tryggja góða menntun, að tryggja jafnrétti kynjanna, að tryggja öllum hreint og nægjanlegt drykkjarhæft vatn, að stuðla að mannsæmandi vinnu og aðgengilegum og sjálfbærum hagvexti fyrir alla, að draga úr ójöfnuði, að gera borgir öruggar og fyrir alla, að tryggja sjálfbæra neyslu, loftslagsaðgerðir, að vernda vistsvæði á landi, að stuðla að friðsamlegum, réttlátum samfélögum fyrir alla, að styrkja hnattræna samvinnu um Heimsmarkmiðin. Áfengi er sérstaklega nefnt Í Heimsmarkmiði 3 sem fjallar um heilsu og velferð og í undirmarkmiði 3.5 segir: „Efldar verði forvarnir og meðferð vegna misnotkunar vímuefna, þar á meðal fíkniefna og áfengis.”

Ég er þess vegna alfarið á móti auknu aðgengi að áfengi og hvet þig Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir að leggja ekki fram þetta frumvarp eða önnur í þessa átt.

Afrita slóð á umsögn

#17 Sigurbjörn R Guðmundsson - 08.10.2020

Tímabært í nútíma samfélagi.

Afrita slóð á umsögn

#18 Hlynur Árnason - 08.10.2020

Frábært framtak sem mun auðvelda litlum áfengisframleiðindum lífið til muna. Þetta er fólk sem setur líf og sál í sína afurð og vill því geta selt neytendum hana beint frá sínum framleiðslustað þar sem hún er sem ferskust og hægt að kynna hana með réttum hætti. Þetta er beint frá bónda pælingin. Almennt eru þessir framleiðendur mjög stoltir af sinni vöru og vilja helst að hennar sé notið af ábyrgð frekar en í óhófi.

Áfengi hefur verið til frá alda öðli og hefur verið misnotað allan þann tíma. Fólk mun alltaf finna leið til að redda sér því og sagan sýnir að blátt bann gegn því virkar skammt. Með þessu framtaki er í raun verið að stuðla að ábyrgri áfengisdrykkju þar sem fólk fræðist meira um vöruna og er hvatt til þess að neyta hennar af ábyrgð. Ég skil auk þess ekki af hverju sá minnihluti fólks sem ekki getur höndlað áfengi ætti að fá að skemma fyrir þeim stóra meirihluta fólks sem nýtur áfengis af ábyrgð við gott tækifæri.

Mörg þessara brugghúsa eru í litlum plássum úti á landi og fyrir utan allan túrismann sem þau draga inn eru þau orðin skemmtilegir samkomustaðir fyrir samfélagið. Fari þetta frumvarp í gegn er því tekið stórt skref í rétta átt í því að bæta áfengismenningu Íslands sem hefur alltof lengi snúist kringum óhóf og ofneyslu.

Afrita slóð á umsögn

#19 Ragnar Páll Bjarnason - 08.10.2020

Kippum Íslandi inn í 21. öldina.

Er ekki nógu vitlaust að þurfa að flytja alla framleiðslu sína til Reykjavíkur og aftur heim í hérað til að geta notið hennar. Ætlum við virkilega að hafa reglurnar þannig að til að geta selt framleiðsluna á netinu. Þurfi fyrst að flytja hana erlendis. Það má nefnilega versla og fá sent heim að dyrum áfengi af erlendum vefsíðum. Svo eru umræddir íslenskir framleiðendur svo lítill hluti af heildarmagni af seldu áfengi í landinu. Þannig að allt tal um aukna neyslu stenst enga skoðun. Komum okkur á 21. öldina. Auðveldum frekari uppbyggingu og fjölgun starfa um allt land. Oft var þörf, en nú er nauðsyn.

Afrita slóð á umsögn

#20 Loftur Hauksson - 08.10.2020

Áfengisskaði er faraldur sem herjar á allan heiminn. Það er klárlega áfengi sem er ein helsta ógnin við heilsu almennings um allan heim. Ég er þess vegna alfarið á móti auknu aðgengi að áfengi og hvet þig Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir að leggja ekki fram þetta frumvarp eða önnur í þessa veru.

Afrita slóð á umsögn

#21 Stefnir Páll Sigurðsson - 08.10.2020

Markaðssetning áfengis viðheldur skaðlegum viðmiðum. Áfengisiðnaðurinn hefur safnað saman feikna miklu magni áfengisauglýsinga, auglýsinga og öðru kynningarefni áfengisvörumerkja sem viðhalda hugmyndum og viðhorfum sem mismuna konum og stúlkum og veikja stöðu þeirra innan samfélagsins. Lýsing karla jafnt og kvenna og stúlkna við markaðssetningu áfengis kyndir undir skaðlega karlmennsku, sem og kynlífsvæðingu og hlutgervingu kvenna og af-manneskjuvæðir þær. Þar er mögnuð upp algenga hugmyndin um að karlar séu konum æðri og réttlætt er karlrembu-drottnun yfir hinu kyninu.

Ég er þess vegna alfarið á móti auknu aðgengi að áfengi og hvet þig Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir að leggja ekki fram þetta frumvarp eða önnur í þessa átt.

Afrita slóð á umsögn

#22 Katrín Atladóttir - 08.10.2020

Á Íslandi eru starfrækt um 30 handverksbrugghús sem tryggja um 200 manns störf í sinni heimabyggð. Þessi brugghús mega nú eingöngu selja afurð sína til einstaklinga í gegnum Áfengis og tóbaksverslun ríkisins. Ástæðan er sögð lýðheilsusjónarmið. Þessi rök halda engu vatni því einstaklingar geta pantað áfengi af vefsíðum erlendis frá og fengið sent heim að dyrum. Kjósi Íslendingar að versla við sitt uppáhalds innlenda brugghús á netinu geta þeir því leyst það með því að panta íslenskan bjór af erlendum netverslunum. Þannig er íslenska brugghúsið að senda afurðina erlendis til þess eins að láta senda hana svo aftur til Íslands.

Nokkur þessara brugghúsa eru í Reykjavík, en meirihlutinn þó í minni bæjarfélögum um allt land. Alls staðar eru þau uppspretta skatttekna, starfa og bættrar áfengismenningar, sem hverfist um gæði frekar en magn. Með breytingunni sem lögð er til mætti verja afkomu fjölmargra frumkvöðlafyrirtækja og standa vörð um fjölmörg störf, bæði í Reykjavík og í brothættum byggðum um allt land, á sama tíma og strangari skilyrði eru sett um afhendingartíma og aldurseftirlit.

Það hefur aldrei verið nauðsynlegra en nú að styðja við nýsköpun. Handverksbrugghúsin skapa störf og draga inn margþættar tekjur í sveitarfélögum, stórum sem smáum. Það er mikilvægt að tryggja frjóan jarðveg fyrir slík fyrirtæki frekar en að bola þeim út í nafni meintra lýðheilsusjónarmiða.

Ég styð þetta frumvarp því heilshugar.

Afrita slóð á umsögn

#23 Sif Huld Albertsdóttir - 08.10.2020

Sem handverksbrugghús þá er afstaða Dokkunar jákvæð til fyrirhugaðs frumvarps sem heimila mun smærri áfengisframleiðendum að selja út frá framleiðslustað beint til viðskiptavina. Rökin fyrir því að leyfa þessa sölu eru eftirfarandi:

• - gæði; handverksbjór og áfengi er ferskvara og bera að höndla sem slíka. Í flestum tilfellum ber hans að neyta sem styst frá framleiðsludegi og geyma þangað til við kjöraðstæður. Framleiðenda er best treyst til að sinna því.

• - úrval og tími á markað; sala á áfengi til neyslu heima við þarf nú lögum samkvæmt að fara í gegnum ÁTVR. Fyrirkomulagið þar er almennt ekki sniðið að því að taka inn nýja vöru með litlum fyrirvara, koma fljótt í dreifingu, eða selja á sérstöku landssvæði, t.d. utan höfuðborgarsvæðisins. Sala beint frá framleiðslustað myndi því auka sveigjanleika til að hafa meiri fjölbreytni og ferskari vöru á markaði.

• - betri afkoma; um 20% af verði í verslunum ÁTVR vegna söluþóknunar. Sala beint frá framleiðslustað myndi skila þessu beint til framleiðenda og styðja þannig við þeirra afkomu.

• - kolefnispor; í einhverjum tilfellum þá krefst sala gegnum ÁTVR þess að vara sé send til Reykjavíkur til dreifingar. Fyrir brugghús úti á landi, sem á mest undir sölu á sínu markaðssvæði, er þetta óþarfa kostnaður, auk þess sem þetta eykur kolefnisspor.

• - vörn á tímum Covid; ástandið 2020 hefur sýnt að markaðir handverksbrugghúsa fyrir vörur geta lokast oft og án fyrirvara. Möguleiki á að geta afgreitt vöru beint til viðskiptavinar myndi hjálpa mikið til og styðja við rekstrargrundvöll smárra framleiðenda, hjálpa við að halda starfsfólki á launum og tryggja afkomu þeirra.

Þó eru einstaka atriði í frumvarpinu sem mætti bæta:

• - hámark 12% áfengismagns af rúmmáli útilokar þá framleiðendur sem gera eimaða drykki, þó svo þeir séu gerðir alfarið á framleiðslustað úr möltuðu eða ómöltuðu korni. Framleiðendur sem gera eimaða drykki frá grunni, í stað þess að flytja inn iðnaðarspíra til eimingar, ættu að geta fengið framleiðslusöluleyfi eins og aðrir sem gera sitt áfengi frá grunni

• - framleiðendur sem ekki framleiða bjór eru undanþegnir framleiðslusöluleyfi á grundvelli þess að þeir gera ekki áfengi úr möltuðu eða ómöltuðu korni. Framleiðendur áfengis eins og mjaðar sem gerður er úr hunangi, síder úr eplum, vín úr berjum og öðrum hráefnum, væri þá útilokaðir frá framleiðslusöluleyfi

Dokkan brugghús fagnar því að þetta frumvarp komi fram nú. Það mun styrkja og styðja rekstur smárra framleiðenda eins og Dokkunar brugghús, á tímum Covid og til framtíðar, og það mun leiða til meiri gæða hjá neytendum sem fá ferskari og fjölbreyttari vörur á hagkvæmari hátt fyrir þá og umhverfið.

——————————————————————————

Eftir að búið er að semja textann þarf að logga sig inn á Island.is með íslykli fyrirtækisins, eða hvers þess sem sendir inn umsögnina, líma inn textann og senda hann inn.

Afrita slóð á umsögn

#24 Þorsteinn Snævar Benediktsson - 08.10.2020

Við í Húsavík öl fögnum komu þessa frumvarps og tökum undir umsögn Samtaka íslenskra handverksbrugghúsa um frumvap um að heimila sölu smærri framleiðenda áfengis beint frá framleiðslustað.

Slíkt leyfi mun hjálpa okkur og öðrum litlum framleiðendum áfengis að koma framleiðslu okkar á markað og styðja við rekstur smærri framleiðenda.

Eins og staðan er hentar okkur engan veginn að selja í gegnum ÁTVR, þar sem við erum að rúlla tegundum ansi oft og hentar kerfi ÁTVR enganveginn þannig brugghúsum heldur frekar þeim sem eru ávallt með sömu vöru til sölu. Bjór, og þá sérstaklega handverksbjór, er ferskvara og viljum við getað komið honum sjálf í hendur viðskiptavina, í gegnum bruggstofu okkar, þar sem er starfsfólk með mikla sérkunnáttu og þar vitum við að bjórinn fær bestu mögulegu meðhöndlun og selst einungis sem ferskastur.

Bjór þarf ekki að selja eingöngu í einnota umbúðum. Mikill áhugi er fyrir svo kölluðum growler en growler er margnota, þrýstingsþolið ílát er hannað er fyrir bjór "take away". Að leyfa sölu út frá framleiðslustað myndi hjálpa okkur að minnka þá sóun og mengun sem fara í einnota umbúðir með áfyllingum á þessa growlera.

Að sjálfsögðu myndi slíkt leyfi einnig vera atvinnu skapandi og mikil lyftistöng fyrir smærri bæjarfélög.

Fyrir hönd dondi ehf / Húsavík öl.

Þorsteinn S. Benediktsson

Afrita slóð á umsögn

#25 Páll Elvar Pálsson - 08.10.2020

Löngu kominn tími til.

Afrita slóð á umsögn

#26 Hákon Freyr Freysson - 08.10.2020

Frábært, kominn tími til. Það hefur ekkert verið gert fyrir íslenska áfengis framleiðslu, þetta er skref í rétta átt.

Einnig mætti gefa íslenskum framleiðendum afslátt af áfengis gjöldum eða tolla innflutt áfengi frekar (einsog er gert með innflutt kjöt)

Afrita slóð á umsögn

#27 Þorkell Jóhann Jónsson - 08.10.2020

Finnst tímabært að losa okkur undan gömlu forræði sem við getum vel lifað án. Styð frumvarpið heilshugar. Við höfum haft góðar tekjur af útflutningi af íslensku byggi og íslensku vatni sem breytt í verðlaunaða áfenga drykki. Kveðja með von um jákvæða niðurstöðu í meðferð málsins á núverandi þingi. Þorkell Jóhann Jónsson

Afrita slóð á umsögn

#28 Brynja Hjaltalín - 08.10.2020

Já frábært framtak, má ganga í gegn sem fyrsr.

Afrita slóð á umsögn

#29 Hannes Kristinn Eiríksson - 08.10.2020

Að sjálfsögðu er komið að því að við fólkið í landinu fáum loksins að kaupa "beint af bruggi" sem er framleitt á íslandi, búin til á íslandi og þar sem notað er íslenst hráefni.. Held að fólk sé ekki alveg að fatta hversu mikil verðmæti eru í því að geta framleitt vöru hér á landi og geta selt hana beint af staðnum þar sem hún er framleidd. Bæði gæti þetta skapað fleiri störf í "geira" sem að er að reyna stækka en lög og reglur sem eru löngu úrelt eru að hindra það að þessi litlu brugghús geti bæði stækkað og fjölgað störfum. Ég held að núna sé akkurat rétti tíminn til að breyta þessu. Þetta er ekki stóra skrefið í breytingu á sölu áfengis en einmitt þess vegna held ég að þetta sé rétta leiðin.

Afrita slóð á umsögn

#30 Tómas Aron Jónsson - 08.10.2020

Já komin tími til , ef á að bæta áfengis menningu Íslending er þetta skref í rétta átt

Afrita slóð á umsögn

#31 Pétur Örn Rafnsson - 08.10.2020

Ja kominn tími til

Afrita slóð á umsögn

#32 Maríanna Ósk Jóhannsdóttir - 08.10.2020

Sem starfsmaður handverksbrugghús þá er afstaða mín jákvæð til fyrirhugaðs frumvarps sem heimila mun smærri áfengisframleiðendum að selja út frá framleiðslustað beint til viðskiptavina. Rökin fyrir því að þetta ætti að vera leyfilegt ef dæmi eru tekin: gæði sölurnar aukast þar sem eigendur brugghúsa geta fylgst með sinni vöru og geymt hana við kjöraðstæður í sínum húsakynnum. Ásamt því að styðja við bakið á þessum litlu fyrirtækjum á tímum sem þessum þar sem þeirra helsta sala er kippt frá þeim á örskotsstundu. Því tel ég þetta frumvarp hafa mjög góð áhrif á lítil handverksbrugghús sem eru að reyna að byggja sig upp, gefur þeim betri tækifæri á bjór markaði

Afrita slóð á umsögn

#33 Kristján Karl Aðalsteinsson - 08.10.2020

já takk, 2020 hringdi og sagði tími til kominn. Hættiði nú þessu control rugli. Já takk

Afrita slóð á umsögn

#34 Anna Lísa Benediktsdóttir - 08.10.2020

Komin tími til!

Afrita slóð á umsögn

#35 Guðmundur Harðarson - 08.10.2020

Já það er löngu komin tími til að þetta verið að veruleika

Afrita slóð á umsögn

#36 Sigurvin Elías Samúelsson - 08.10.2020

Kominn tími til

Afrita slóð á umsögn

#37 Rut Martine Unnarsdóttir - 08.10.2020

Já ekki spurning, löngu kominn tími á þetta

Afrita slóð á umsögn

#38 Vésteinn Hafþórsson - 08.10.2020

Já, löngu komin tími til að Ísland komi með á 21 öldina.

Afrita slóð á umsögn

#39 Rúnar Ólafur Hugo Carlsson - 08.10.2020

Ja likar þetta

Afrita slóð á umsögn

#40 Helga Hauksdóttir - 08.10.2020

Styð frumvarpið

Afrita slóð á umsögn

#41 Pétur Pétursson - 08.10.2020

Styðjum íslenskt atvinnulíf - Það er komin tími til að smáframleiðendur áfengis og nýskōpunar á Íslandi fái að bjóða sínar vōrur í vefverslunun og á framleiðslustōðum jafnt við erlendar áfengistegundir.

Afrita slóð á umsögn

#42 Sindri Daði Rafnsson - 08.10.2020

Við lifum á undarlegum tímum , þar sem hver og einn Íslendingur berst fyrir sínu. Íslensk handverksbrugghús eru orðin mörg en eiga alls ekki auðvelt á hinum Íslenska markaði, né annarstaðar . Enn aftur á móti eru þau sem og aðrir Íslenskir framleiðendur að gera ótrúlega flotta hluti , og margir að sópa að sér viðurkenningum fyrir vel unnar vörur. Mér finnst þetta bæta menningarflóru landsbyggðarinnar, og sé þetta blása lífi inn í lítil bæjarfélög . Handverksbrugghúsin eru orðnir vinsæll áfangastaður innlendra- og erlendra ferðamanna og mikilvægt að styðja við bakið á þessu. Ég vil taka það fram að ég neyti ekki áfengis, en aftur á móti finnst mér að við þurfum að átta okkur á að árið er 2020 og við þörfnumst breytinga á morgum af okkar lögum.

Afrita slóð á umsögn

#43 Aðalsteinn Örn Svansson - 08.10.2020

Loksins eitthvað vitrænt

Afrita slóð á umsögn

#44 Agnes Eyþórsdóttir - 08.10.2020

Já að sjálfsögðu

Afrita slóð á umsögn

#45 Pawel Radwanski - 08.10.2020

Ja

Afrita slóð á umsögn

#46 Guðrún Hauksdóttir - 09.10.2020

Flott. Tími til komin

Afrita slóð á umsögn

#47 Gunnar Örn Árnason - 09.10.2020

Að fólk geti pantað sér vörur í gegnum netið í dag frá erlendum birgum en ekki íslenskum er auðvita tíma skekja og sýnir fram á gmala og úrelda löggjöf sem er komin tími til að leiðrétta.

Afrita slóð á umsögn

#48 Stefanía Sif Stefánsdóttir - 09.10.2020

Flott mál og frábær leið til að styðja við smærri fyrirtæki og nýsköpun.

Afrita slóð á umsögn

#49 Craig Douglas Clapcott - 09.10.2020

Tíminn til komin ! Þetta styðja ég.

Afrita slóð á umsögn

#50 Rósa Gunnarsdóttir - 09.10.2020

Já, frumvarpið er vel samið og í samræmi við eðlilega viðskiptahætti.

Vímuvarnanefnd eiga heima sem stór hluti af uppeldi og fræðslu ekki sem samfélagsleg höft.

Afrita slóð á umsögn

#51 Friðgeir Sveinsson - 09.10.2020

Það er löngu orðið tímabært að uppfæra þessi lög. Þessi breyting er bara til bóta.

Afrita slóð á umsögn

#52 Sólveig Maria Seibitz - 09.10.2020

Ég styð þetta frumvarp, kominn tími til.

Afrita slóð á umsögn

#53 Hallur Birgisson - 09.10.2020

Já, vel samið frumvarp og mun styðja frábærlega vel við íslenskt atvinnulif.

Afrita slóð á umsögn

#54 Birna Lísa Jensdóttir - 09.10.2020

Ég styð þetta heilshugar enda verið að ýta undir nýsköpun hjá litlum íslenskum fyrirtækjum.

Afrita slóð á umsögn

#55 Jóhann Tómas Sigurðsson - 09.10.2020

Engin spurning, kominn tími til. Áfengisframleiðsla er hluti af ríkum kúltúr og mikilsvert að hægt sé að kynna og einnig selja framleiðsluna á framleiðslustað.

Afrita slóð á umsögn

#56 Sigríður Vilborg Klemensdóttir - 09.10.2020

Ég styð þetta! Algjörlega. Sé ekkert neikvætt við þetta.

Afrita slóð á umsögn

#57 Ingólfur Jóhannesson - 09.10.2020

Mín afstaða til frumvarps sem heimilar smærri áfengisframleiðendum að selja út frá framleiðslustað beint til viðskiptavinar er afar jákvæð. Það er klárt mál að íslensku handverksbrugghúsin auðga menningarflóru landsbyggðarinnar og eru orðinn vinsæll áfangastaður innlendra- og erlendra ferðamanna. Það hefur því aldrei verið nauðsynlegra en nú að styðja við slíka starfsemi og nýsköpun. Þetta frumvarp mun einnig jafna stöðu slíkra framleiðanda á erfiðum markaði, því mikið af því sem gera vörur frá handverksbrugghúsum eftirsótta verða er gæði vörunnar. Þar sem handverksbjór er ferskvara, og ber að höndla sem slíka, ætti að neyta hans sem styst frá framleiðsludegi og geyma þangað til við kjöraðstæður, sem best er gert af þeim sem framleiða vörunna. Það sem gerir vöruna einnig eftirsótta verða er að hún er framleidd á svæðinu og þarf ekki að vera send fyrst til Reykjavíkur áður en henni er komið fyrir í Vínbúðum um landsbyggðina. Þannig getur neytandinn fengið vöruna sína sem framleidd er á staðnum beint í hendurnar. Við þetta má svo bæta að það minnkar kelefnispor vörunnar. Að lokum má nefna að á tímum sem þessum, þar sem Covid ástandið hefur krafist þess að markaðir handverksbrugghúsa hafa lokast með litlum fyrirvara, myndi það hjálpa þessum litlu fyrirtækjum að geta selt beint til viðskiptavinar og þar með haldið starfsfólki sínu á launum og tryggja afkomu þeirra.

Ég styð þetta frumvarp því heilshugar.

Afrita slóð á umsögn

#58 Ingibjörg Lilja Diðriksdóttir - 09.10.2020

Verandi bjóráhugamanneskja þá styð ég þetta frumvarp heilshugar. Einnig má huga að því að á tímum COVID er ekki vitlaust að leyfa netverslun í auknum mæli - líka heimsendingu frá vínbúðinni...

Afrita slóð á umsögn

#59 Fjóla Margrét Róbertsdóttir - 09.10.2020

Mín skoðun á þessu máli er að íslensk handverksbrugghúsin auðga menningarflóru landsins og er vinsæll áfangastaður innlendra- og erlendra ferðamanna. Þetta frumvarp mun hjálpa innlendri framleiðslu og sprotafyrirtækjum sem þessum, sem eru að glíma við mjög erfiðan markað, og enn erfiðari um þessar mundir með COVID19 ástandinu. Mín upplifun á handsverksbrugghúsum er að hér eru á ferðinni fólk sem setur metnað sinn í að selja góða vöru og þjónustu til viðskipavina sinna.

Ég styð þetta frumvarp því heilshugar.

Afrita slóð á umsögn

#60 Kjartan Vídó Ólafsson - 09.10.2020

Fagna frumvarpi Dómsmálaráðherra sem heimilar minni brugghúsum á Íslandi að selja áfengi beint til kaupanda frá sínum framleiðslustöðum. Frumvarpið styrkir þá fjölbreyttu flóru handverksbrugghúsa sem starfa í dag um land allt og hafa breytt bjórmenningunni á Íslandi til hins betra. Flest þessara minni brugghúsa eru staðsett á landsbyggðinni og hvert starf skiptir máli á litlum stöðum og því er ég samþykkur frumvarpinu því við þurfum að verja öll störf, sérstaklega á landsbygðinni.

Verjum handverkið, verjum störfin og færum okkur nær lagaumhverfi Norðurlanda sem snýr að handverksbrugghúsum.

Afrita slóð á umsögn

#61 Egill Gauti Þorkelsson - 09.10.2020

Loftaksvert frumvarp sem að ég tel muni skapa aukna fjölbreyttni og áhugaverðara samfélag. Það að styðja við minni Brugghús eins og víða er gert í Evrópu er mjög skynsamleg hugmynd. Það eykur fjölbreytni og hvetur til aukinnar samkeppni á markaðnum.

Það er þó aðeins varhugavert að mismuna smærri framleiðendum á grundvelli þess hvers eðlis framleiðsla þeirra er. Það er í eðli sýnu jafn einkennileg ákvörðun og að leyfa ekki bjór á sýnum tíma þegar sterkt áfengi og Vín var aftur gert löglegt í sölu.

En almennt efni og tilgangur frumvarpsins er góður og er löngu orðið tímabært.

Afrita slóð á umsögn

#62 Magnús Gíslason - 09.10.2020

Handverksbrugghús hafa auðgað menningu landsins með fjölbreyttara vöruúrvali og eru nú starfsrækt í mörgum minni bæjarfélögum úti á landi. Þessi brugghús eru öll stuðningsaðiliar að bættri vínmenningu þar sem fólk eigi frekar að dreka til að njóta.

Ég er þess vegna alfarið með því að leyfa sölu beint frá Brugghúsi og hvet þig Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir að leggja þetta frumvarp fram, því fyrr því betra!

Afrita slóð á umsögn

#63 Grétar Ingi Erlendsson - 09.10.2020

Þetta frumvarp er mikið fagnaðarefni og mun ekki bara leiða til þess að styrkja rekstur þeirra fjölmörgu handverksbrugghúsa sem auðgað hafa menningarlíf Íslendinga svo um munar heldur mun frumvarpið einnig leiðrétta stöðu íslenskra áfengisframleiðenda. Það skýtur skökku við að hægt sé að panta áfengi á netinu frá erlendum aðilum og fá sent heim að dyrum. Þetta er því mikið réttlætismál og löngu tímabært skref að mínu mati.

Afrita slóð á umsögn

#64 Sveinn Þórðarson - 09.10.2020

Ég styð það heilshugar að brugghúsum verði heimilað að selja sína framleiðslu á framleiðslustað til neyslu annarsstaðar.

Ég tel að það eigi ekki að vera að binda sig við 500.000 lítra hámark á ársframleiðslu því með því er verið að mismuna framleiðendum sérstaklega þá frumkvöðlum s.s. framleiðendum Kalda ofl brautryðjanda og með þessu ákvæði um 500.000 lítra hámark er verið að koma í veg fyrir að brugghúsin stefni að því að auka framleiðslu og þar með auka atvinnu á sínu starfssvæði

Afrita slóð á umsögn

#65 Edvin Þór Dunaway - 09.10.2020

timi til kominn að aðstoða litla manninn og leyfa þetta!

Afrita slóð á umsögn

#66 Bragi Elefsen - 09.10.2020

styð breytinguna, myndi styrkja og efla starfsemi og nýsköpun örbrugghúsa,

Afrita slóð á umsögn

#67 Rakel Ósk Guðmundsdóttir - 09.10.2020

Styð þetta frumvarp heilshugar. Svo löngu tímabært, aðsjalfsögðu eiga íslensk handverksbrugghus að fá að selja sína vöru eins ferkska og hægt er með því að selja hana beint frá sínu brugghúsi. Þar er varan geymd við kjöraðstæður og því enn ferskari en gerist núna. Það má versla af erlendum brugghusum í gegnum netsíður en ekki af íslenskum! Algjör þvæla, breytum þessu sem fyrst til að halda lífi í þessum frábæru handverksbrugghusum sem hér eru á landi.

Afrita slóð á umsögn

#68 Elvar Þrastarson - 09.10.2020

Bjór er menning, bjór er ferskvara og bjór er margbreytilegur.

Bjór er í dag framleiddur út um allt land og skapar framleiðslan beint og óbeint hundruði starfa. Sumsstaðar í hinum brothættum byggðum þar sem hvert og eitt starf skiptir sköpum fyrir samfélagið.

Er það mín faglega skoðun, sem neytandi og starfandi bruggmeistari, að handverskbjór ætti ávallt að vera hægt að kaupa á framleiðslustað því þar er hann ferskastur og þar hafa kaupendur aðganga að hvað mestum fróðleik um viðkomandi vörur. Íslensk handverksbrugghús leggja upp úr því að framleiða gæða vörur með ákveðnum séreinkennum, oft í mjög litlu magni og svo eru bjórtegundirnar jafnvel bara bruggaður einu sinni ( t.d. Pop-up / Samstarfsbrugg).

Þetta er þá vara sem ekki kemst eins fersk í sölu inn í vínbúðina, eins og hún ætti að vera, vegna þess hve flókið og langt umsóknarferlið er í dag fyrir þessa smáframleiðendur.

Með fyrirkomulagið eins og það er í dag þá geta einungis fáir bjóráhugamenn fengið að njóta ávaxta hins blómslega bjórsamfélags hér á Íslandi vegna þess að bjórinn er oft einungis bruggaðar í mjög takmörkuðu magn og brugghúsin eru oft staðsett í smærri byggðarlögum út á landi og ekki alfara leið. Bjórinn er einungis seldar á framleiðslu stað ef viðkomandi er þ.e.a.s með bar-,- veitingarhúsleyfi. Þá hefur handverksbrugghúsum einnig reynst erfitt að koma sínum vörum í sölu á börum / veitingarstöðum landsins þar sem dælukerfi þeirra eru oftast í eigu stórframleiðenda hér á landi. Þegar erlendir ferðamenn koma í heimsókn og/eða í kynningar til smáleiðenda hér á landi þá oftar en ekki verða þeir afar súrir yfir þeirri staðreynd að þeim ekki sé heimilt að kaupa vörurnar/minjagripi til þess að taka með aftur heim.

Erlendis þekkist “growler” fyrirkomulag vel en það virkar þannig að þá koma neytendur með margnota “brúsa” og kaupa áfyllingu af bjór á brúsann og borga eftir magni. Verður að segjast að þannig viðskiptafyrirkomulag er mjög umhverfisvænt og í anda nýrra tíma og hugsana nútímaneytanda. Þetta mun henta þeim vel sem vilja upplifa og njóta góðra veiga en um leið styðja við íslenska smáframleiðendur um allt land.

Ég styð það heilshugar að íslenskum handverksbrugghúsum verði heimilt að selja sínar metnaðarfullu vörur (í dósum, flöskum og eða margnotaílátum) beint út af framleiðslustað til lögráðra einstaklinga gegn tilteknum uppfylltum skilyrðum.

Styrkjum og styðjum við íslenska nýsköpun og frumkvöðlastarf. Sköpum bjórmenningu þar sem gæði umfram magn er í hávegi höfð.

Afrita slóð á umsögn

#69 Gunnar Bjarni Guðbjörnsson - 09.10.2020

Tímabært í nútíma samfélagi.

Afrita slóð á umsögn

#70 Goði Þorleifsson - 09.10.2020

Algjörlega það eina í stöðunni til að styrkja frábæru handverksbrugghúsin okkar.

Afrita slóð á umsögn

#71 Sigríður Lára Árnadóttir - 09.10.2020

Tímabært í nútíma samfélagi.

Afrita slóð á umsögn

#72 Andrea Kemp - 09.10.2020

Styð frumvarpið

Afrita slóð á umsögn

#73 Hulda Dís Snorradóttir - 09.10.2020

Mér finnst að það þurfi að breyta þessum lögum.

Afrita slóð á umsögn

#74 Ölvisholt ehf. - 09.10.2020

Ölvisholt tekur undir umsögn Samtaka íslenskra handverksbrugghúsa um frumvarp um að heimila sölu smærri framleiðenda áfengis beint frá framleiðslustað. Slíkt leyfi mun hjálpa litlum framleiðendum áfengis að koma framleiðslu sinni á markað og styðja við rekstur smærri framleiðenda.

Fyrir hönd Ölvisholts,

Ásta Ósk Hlöðversdóttir

bruggmeistari

Afrita slóð á umsögn

#75 Einar Guðmundsson - 09.10.2020

Sæl verið þið.

Ég hef unnið að öryggis- og forvarnamálum frá 1978. Mikið með börnum og unglingum. Unglingarnir fagna þessari breytingu við mig þar sem þau sjá loks að þau geti með auðveldum hætti pantað áfengi á netinu. Þau segjast hafa ýmsar leiðir til að gera það án þess að upp komist.

Ég tel m.a. út frá þessu að óráðlegt sé að selja áfengi á netinu. Það er ekki af ástæðulausu að heilbrigðisyfirvöld vara við þessu. Ég legg til að þetta verði fellt.

Afrita slóð á umsögn

#76 Karen Svanfríður Sigurgeirsdóttir - 09.10.2020

Löngu kominn tími á að breyta þessum lögum. Þessi litlu brugghús á landsbyggðini og Rvk. eru skemmtilegt innlegg í menningu okkar. Þeim er gert afskaplega erfitt fyrir að selja sína vöru þar sem ekki má auglýsa og einungis selja í ÁTVR verslunum sem er með sérstakar reglur um hvað má selja og hvað ekki. Þar fyrir utan eru álögur ríkisins á þessa iðngrein miklar. Ekki draga niður starfssemi sem mögulega getur vaxið og dafnað með úreltum lögum frá því í fornöld. Margir sem eru þessu ekki sammála segjast hafa ahyggjur að aukinni neyslu á áfengi ef að þessi lög væru samþykkt. Ég held að svo verði ekki, þeir sem eru veikir fyrir halda áfram að fara í vínbúðina, þeir eru ekki að leita að fágætum bjórum frá framandi stöðum. Ég styð þessi lög þess vegna og tel þessa breytingu verða til góðs fyrir lítil og meðalstór brugghús.

Afrita slóð á umsögn

#77 Róbert H. Haraldsson - 09.10.2020

Þetta frumvarp ber að skoða í ljósi tilburða nokkurra þingmanna undanfarna tvo áratugi til að auka sem mest aðgengi að áfengi, t.d. með því að leyfa sölu áfengis í matvöruverslunum og víðar, einkavæða ÁTVR, heimila áfengisauglýsingar, lækka skatta á áfengi o.s.frv. - Flutningsmenn slíkra frumvarpa hafa loksins áttað sig á því að ekki er hljómgrunnur meðal Íslendinga fyrir að stórauka aðgengi að áfengi með öllum þeim lýðheilsuvandamál og félagslegu vandamálum sem því fylgir.

Nýja stefnan er því klárlega sú að læða breytingunum að í nokkrum smærri skrefum, og byrja á skerfi sem virðist lítið en gæti velt þungu hlassi. Fyrst skrefið er að leyfa undanþágur frá einokun ÁTVR með því að heimila innlendar vefverslanir með áfengi í smásölu og að leyfa smærri brugghúsum að selja áfengt öl í smásölu á framleiðslustað. Þetta mun auka aðgengi að áfengi umtalsvert og um leið greiða götur fyrir stærri og róttækari breytingum sem mun auka aðgegni að áfengi enn frekar. Komi þessar breytingar til framkvæmda verða þær vafalítið notaðar til að réttlæta frekari breytingar í þessa átt í næstu frumvörpum. Vakin er athygli á því að þessar áhyggjur er ekki úr lausu lofti gripnar. Og þær byggja ekki á almennum röksemdum eða getgátum. Öðru nær. Þær taka mið af fjölmörgum fyrri frumvörpum sem setta hafa verið fram til að auka aðgengi að áfengi. Hefur undirritaður m.a. hafnað rökstuðningi frumvarpsflytjenda á opinberum vettvangi undanfarna áratugi.

Ævinlega ber að hafa í huga að áfengi er ekki venjuleg neysluvara, og stjórnvöld ættu frekar að huga að því með hvaða hætti takmarka megi skaðsemi áfengis án þess að gengið sé freklega á frelsi og rétt einstaklinga til að ráða ráðum sínum sjálfir. Sú áfengisstefna sem rekin hefur verið á Íslandi hefur fundið ágætt jafnvægi á milli einstaklingsfrelsis annars vegar og lýðheilsusjónarmiða hins vegar. Einokun ÁTVR hefur gefist vel í því tilliti. Ekki er ástæða til að grafa undan áfengisstefnu Íslendinga í því augnamiði að afleggja hana smátt og smátt. Sérstaklega er mikilvægt að auka ekki aðgengi að áfengi á tímum heimsfaraldurs þar sem einstaklingar einangra sig sjálfviljugir eða að beiðni stjórnvalda. Slíkar aðstæður eru kjöraðstæður fyrir áfengisvandamál.

Afrita slóð á umsögn

#78 Ingibjörg Hekla F. Ottesen - 09.10.2020

Ekkert í veröldinni hefur tekið meira frá mér en áfengi og önnur hugbreytandi efni. Það er eins ábyggilegt og náttúrulögmálið sjálft að aukið aðgengi að slíkum efnum eykur á notkun þess og um leið glundroða og óhamingju í fjölskyldum.

Afrita slóð á umsögn

#79 Hlynur Snær Theódórsson - 09.10.2020

Já kominn tími til að breyta

Afrita slóð á umsögn

#80 Jóhann Ingi Kjærnested Þorvaldsson - 09.10.2020

Veljum íslenskt!

Afrita slóð á umsögn

#81 Bjarki Jón Heimisson - 09.10.2020

Ég styð þessa breytingu.

Afrita slóð á umsögn

#82 Daníel Geir Moritz Hjörvarsson - 09.10.2020

Þetta er löngu orðið tímabært og skiptir eflaust sköpum á þessum tímum. Bjórmenningin hefur blómstrað og þarf að koma okkur í nútímann hvað sölu frá brugghúsum varðar.

Afrita slóð á umsögn

#83 Ágúst Erling Kristjánsson - 09.10.2020

Þegar fólk fer til útlanda finnst mörgum spennandi að fara um og heimsækja brugghús hvers staðar fyrir sig og jafnvel versla sér vín eða bjór sem framleiddur er á staðnum og taka með heim til Íslands. Þetta finnst okkur flott og gott. Í dag eru glæsileg smábrugghús um allt Ísland sem gaman væri að geta heimsótt og verslað sér nokkra bjóra til að taka með heim. Það að stoppa á litlum bæ út á landi og versla hefur möguleg margföldunar áhrif á litlum stöðum sem getur verið lífsnauðsynlegt fyrir afkomu staðarins. Við höfum séð það að beint frá býli er vinsæl og góð aðferð til þess að komast í kynni við bændur um allt land og það er staðreynd að stór meirihluti almennings vill vita hvaðan maturinn kemur. Þetta á jafnt við um þá sem kunna að meta góð vín eða úrvals bjór. Þeir sem munu versla beint af bruggara munu ekki kaupa bjór með það í huga að detta í það, heldur mun hugsunin vera sú að eignast handunna vöru sem er drukkin til þess að njóta bragðs og áferðar. Þeir sem ætla sér að fara á fyllerí kaupa svartan slots en ekki gæða bjór. Ég vona að þetta frumvarp gangi í gegn svo við getum verslað við okkar uppáhalds bruggara og styrkt lítil fyrirtæki sem meiga sín annars lítið gagnvart stórum verksmiðjum.

Afrita slóð á umsögn

#84 Helgi Laxdal Helgason - 10.10.2020

Velti oft fyrir mér hvernig samfélagiđ væri án áfengis. Væri þađ napurt, innantómt og tilgangslaust?

Þar sem áfengi ýtir undir gerjun á yfir 200 sjúkdómum,myndi heimsbyggđin fá fleiri gleđistundir međ sínum nánustu?

Þar sem áfengi er tengt yfir 3 milljón dauđsfalla á ári, væru fleiri ættingjar á ættamótum? More the marrrier eins og sagt er.

Ætli skemmtistađir væru þrifalegri àn áfengis eđa myndu starfsmenn þeirra stađa vinna jafn mikiđ viđ ađ þrífa upp ìs? (Já þađ hafa komiđ dagdraumar um ísdiskótek í miđbænum)

Þar sem áfengi er ástæđa fyrir yfir 13% af dauđsföllum hjá ungu fólki frá aldrinum 20-39 ára, ætli viđ ættum fleiri listamenn, frumkvöđla, verkamenn, hugsjóna, sèrfræđinga og fleiri ađila sem skapa störf og halda efnahagskerfinu gangandi?

Þar sem áfengi dró til dauđa yfir 3000 manns á aldrinum 14-39 ára á Íslandi frá 1950 - 2010, Ætli viđ viđ værum ögn hamingjusamari þjóđ?

Getum viđ nýtt sköpunarkraft snillingana á bakviđ öll þessu frábæru brugghús ađ framleiďa nýja ferska og spennandi áfengislausa drykki fyrir fólk til ađ snæđa međ matnum? Værum amk ađ slà tvær flugur í einu höggi, flestir langþreyttir á þessum same old big corp drykkjum.

Já þetta eru áhugaverđir tímar sem viđ bùum á og ađ auka ađgengi ađ einu skađlegasta efni mannkyns fellur vonandi í gríttan farveg. Hvet alla þingfell ađ fella þetta frumvarp og einbeita sér ađ bæta þjóđina en ekki brjóta. Ég styđ ekki þetta frumvarp.

P.s. Allar tölur í þessum texta má finna á vefsìđu WHO eđa slá inn í leitarvél "Alcohol harm statistics"

Afrita slóð á umsögn

#85 Hveragerðisbær - 10.10.2020

Á fundi bæjarráðs Hveragerðisbæjar þann 17. september 2020 var tekið til afgreiðslu bréf frá Samtökum íslenskra handverksbrugghúsa. Í bréfinu skora samtökin á dómsmálaráðherra að leggja frumvarp um netverslun með áfengi fram á nýjan leik og tryggja íslenskum handverksbrugghúsum heimild til beinnar sölu frá brugghúsum.

Afgreiðsla bæjarráðs var samhljóða og svohljóðandi:

Bæjaráð tekur undir áskorun Samtaka íslenskra handverksbrugghúsa og skorar á dómsmálaráðherra og alþingismenn að tryggja smáframleiðendum heimild til beinnar sölu frá brugghúsum. Bæjarráð leggur áherslu á að breytingarnar muni ekki leiða til þess að kaupendur undir lögaldri fái aukið aðgengi að áfengi enda yrði það einungis selt á stöðum þar sem sem fólk á löglegum áfengiskaupaaldri má koma saman.

Þessi afgreiðsla bæjarráðs var síðan staðfest af bæjarstjórn Hveragerðisbæjar þann 8. október 2020 og tilkynnist hér með.

Virðingarfyllst

Aldís Hafsteinsdóttir

Bæjarstjóri Hveragerðisbæjar

Afrita slóð á umsögn

#86 Sigrún Jenný Barðadóttir - 10.10.2020

Vefverslun með áfengi er framfaraskref og einnig að heimila framleiðslusöluleyfi handverksbrugghúsa og skref í átt að því heimsborgara samfélagi sem við öll viljum tilheyra og hjálpa til við að skapa. Sjá neðar eftirfarandi rök.

1. Í takt við þá tæknivæðingu sem á sér stað í dag, að netvæða fyrirtæki og stofnanir er beintengt samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja og stofnana og Íslendingar allir geti kallað sig tækniþjóð og hátækni þjóð einnig í handverksbruggi, framleiðsluiðnaði þessum.

2. Einfalda ferla og fyrirkomulag, fólk vill geta pantað beint af netinu og fá sendar vörur heim og þurfa ekki að fara í bíl og ferðast til og frá sölustað ef það kýs svo.

3. Auka gagnsæi, að færa vörurnar í netsölu eykur gagnsæi.

4. Draga úr sóun og spara fjármuni, sala á netinu einfaldar ferla og fyrirkomulag, og getur verið svo til sjálfvirk og sparar því fjármuni fyrirtækja.

5. Tímahagræðing/Betri nýting á tíma sem hefur í för með sér aukna skilvirkni, þáttur í auknum lífsgæðum og betri afkomu fólks til lengri tíma.

6. Draga úr kolefnisfótspori, verður til þess að í mörgum tilvikum verður hægt að panta og senda beint frá framleiðanda án viðkomu milliliðs.

7. Bæta þjónustu við íslenska borgara sem vilja panta íslenskar vörur heiman frá.

8. Auka Samkeppnishæfni íslenskra handverksbrugghúsa og jafna þannig skekkjuna við erlenda og gera þannig Íslenska áfengisframleiðslu samkeppnishæfa á alþjóðamarkaði og möguleika á að verða meistarar í þróun og gæðum, á hágæða drykkjum sem auðga matarmenningu Íslands og gefa okkur gæðastimpil á þessu sviði alþjóðlega, út um heim allan.

9. Innlendir borgararar fá að njóta gæða landsins til jafns við erlenda borgara

10. Ryður úr vegi markaðshindrunum og gerir þar með fleirum kleyft að fara inn á markaðinn. Aukin samkeppni felur í sér að framleiðendur verða að aðgreina sig enn frekar með sögu, sérstöðu, gæðum og fjölbreytni. Iðnaðurinn þróast á hærra stig og við getum öll verið stolt af hágæða heimsklassa vörum sem eiga fullan rétt í matarmenningu heimsborgarbúa, innlendra sem erlendra.

11. Núverandi fyrirkomulag gerir handverksbrugghúsum erfitt fyrir að þróa vörur sínar í takt við þróun á alþjóðlegum markaði, og að keppa á alþjóða markaði með vörur sínar. 11.1 “Special Editions” og “Limited Editions” vörur hvers handverksbrugghúss eru gæða stimpill hvers fyrirtækis og sýnir gæði og þróun hvers framleiðanda ef slíkar útgáfur koma á markað. Ríkisreknar vínbúðir landsins hafa illa getað sinnt þessum flokki vegna þess hversu tímabundnar þær eru í sölu, fáanlegar í einungis fáa mánuði á ári, sem er eðli slíkra vara og fellur þannig ekki inn í þá ferla og fyrirkomulag sem Ríkisreknar vínbúðir landsins eru með. “Special Editions” og “Limited Editions” vörum er því haldið í spennitreyju núverandi fyrirkomulags og hamlar frekari þróun innlends “Gourmet” matarmenningar, sem er stór blettur á matarlandið Ísland að geta ekki höndlað slíka “gourmeit” matarmenningu í áfengisiðnaði farsælllega.

12. Í takt við þróun ferðaiðnaðar alþjóðlega, að ferðamenn geti heimsótt handverksbrugghús og keypt af þeim “gourmet” vörur í heimsklassa.

13. Í takt við þróun matarmenningar, að Íslensk þjóð geti boðið uppá “gourmet” vörur og Íslendingar allir kallað sig heimsklassa matarmenningar þjóð.

14. Í takt við beint frá býli hugmyndafræði, að gera litlum framleiðendum kost á að bjóða vörur sínar beint frá býli sem hefur margföldunaráhrif út í samfélagið, auðgar og eykur fjölbreytni í atvinnu og menningu, og matarmenningu lítilla samfélaga sem mörg eiga erfitt uppdráttar.

Oft er sagt að borg sé ekki menningarborg í heimsklassa án Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Í sama skilningi er borg ekki matarborg í heimsklassa án þróunar áfengisiðnaðar; léttöl, bjór, hvítvín, rauðvín, líkjörar, viskí, gin ofrv. Með veitingu Vefverslunarleyfis sem og framleiðslusöluleyfis handverksbrugghúsa munu Íslendingar allir geta kallað sig og tilheyrt heimsklassa þjóð í matarmenningu, gourmet matarmenningu sem býður heimsklassa vörur.

Virðingarfyllst,

Sigrún Jenný Barðadóttir, Stjórnarformaður Eimverk Distillery, Master í Menningarstjórnun og BFA í Fine Arts.

Afrita slóð á umsögn

#87 Pawel Bartoszek - 10.10.2020

Ég fagna framkomnum frumvarpsdrögum og styður meginefni frumvarpsins. Heimildir til vefsölu og sölu á framleiðslustað eru jákvæð skref sem skapa sanngjarnari umgjörð fyrir íslenska áfengis-innflytjendur og -framleiðendur.

Frumvörpum sem þessum fylgir gjarnan gnótt umsagna sem sumar virðast nánast vera skrifaðar í umhverfi þar sem áfengi sé bannað og nú standi til að leyfa það. Um það er ekki deilt að áfengi getur verið skaðlegt en afstaða undirritaðs er að heppilegra sé að leyfa það og beita hóflegum en árangursríkum forvarnaraðgerðum til að takmarka neikvæð áhrif af neyslu þess frekar en að banna það. Þetta er líka skoðun yfirgnæfandi hluta landsmanna. Deilurnar snúast því um fyrirkomulag sölunnar og ekki óeðlilegt að skiptar skoðanir séu á því.

Í fyrsta lagi er lagt til að Íslendingar geti selt Íslendingur áfengi í gegnum vefverslun. Ég tel það eðlilega breytingu. Í dag gera Íslendingar keypt áfengi af erlendum vefverslunum. Ólíklegt er að sala í gegnum vefverslun leiði til lægra verðs eða hraðari afgreiðslutíma en gerist í vínverslunum svo aukin markaðshlutdeild vefverslun ætti heldur að hafa jákvæð áhrif á vínmenningu heldur en hitt.

Í öðru lagi er spurt hvort eðlilegt sé að framleiðendur geti selt vöru sína á framleiðslustað. Það er auðvitað eðlilegt að þeir megi gera það og skapar það ákveðin viðskiptatækifæri fyrir fólk í þeim bransa. Ólíklegt er svo að sú breyting ein og sér skapi einhverjar verulegar breytingar á drykkjuhegðun fólks, í neikvæða átt. Undirritaður spyr þó hvort ástæða sé til að takmarka þessar heimildir við öl undir 12%. Þótt minna sé um sterkari framleiðslu hér á landi nú um stundir má ekki útiloka að slíkt eigi eftir að breytast.

Ég legg til að frumvarpið verði samþykkt.

Afrita slóð á umsögn

#88 Frank Norman Eyþórsson - 10.10.2020

Ég styð þetta frumvarp, og því er löngu kominn tími til.

Afrita slóð á umsögn

#89 Katrín Eyjólfsdóttir - 10.10.2020

Áfengi er skaðvaldur sem oftast er með í för þar sem ofbeldi og óhæfuverk eru framin.

Rannsóknir sýna að 65% kvenna, sem hafa orðið fyrir ofbeldi af hálfu nákomins, greindu frá því að gerandinn hafi verið undir áhrifum áfengis. Sterk tengsl eru millli áfengisnotkunar og kynferðislegrar árásargirni hjá ungum karlmönnum. Rannsóknarhópar í dreifbýli í Rúanda leiða í ljós að konur, sem þolendur heimilisofbeldis, telja áfengi vera aðaláhrifaþáttinn. Í Argentínu eru 68% af öllum heimilisofbeldismálum tengd áfengi. Karlar sem viðurkenna „misnotkun áfengis“ í sex miðlungs- og lágtekjulöndum í Asíu og á Kyrrahafssvæðinu eru með hærri tíðni kynferðisbrota gagnvart maka.

Það er engin ástæða til þess að ætla annað en að það sama eigi við hér sem og í öðrum löndum.

Ég er þess vegna alfarið á móti auknu aðgengi að áfengi og hvet þig Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir að leggja ekki fram þetta frumvarp eða önnur í þessa átt.

Afrita slóð á umsögn

#90 Daði Hrafnkelsson - 11.10.2020

Styð þetta heilshugar.

Ég er einn eiganda Beljanda Brugghúss á Breiðdalsvík.

Þetta er spurning um líf eða dauða fyrir brugghús eins og okkur. Á sumrin gengur ágætlega hjá okkur en langur vetur án ferðamanna gerir okkur ókleyft að stækka fyrirtækið, skapa fleiri störf, greiða þannig meiri skatt og svo framvegis. Beljandi hefur gert mikið fyrir þorp eins og Breiðdalsvík þar sem má sjá á fjölda ferðamanna sem koma í þorpið einungis til að heimsækja brugghúsið. Margir kjósa að verja nóttinni á Breiðdalsvík vegna þess að þar er brugghús og svo framvegis, sem kemur ekki bara seljendum gistinátta til góða, heldur allri þjónustu. Það er kominn tími til að styðja við okkur og klára þetta mál.

Afrita slóð á umsögn

#91 Guðrún Guðmundsdóttir - 11.10.2020

Eigendur Brugghússins Jóns Ríka taka undir umsögn Samtaka íslenskra handverksbrugghúsa um frumvap um að heimila sölu smærri framleiðenda áfengis beint frá framleiðslustað. Slíkt leyfi mun hjálpa litlum framleiðendum áfengis, líkt og okkar fyrtæki er að koma framleiðslu sinni á markað og styðja við rekstur smærri framleiðenda.

Við viljum jafnframt leggja til að framleiðendur sem ekki framleiða bjór séu ekki undanþegnir framleiðslusöluleyfi á grundvelli þess að þeir gera ekki áfengi úr möltuðu eða ómöltuðu korni. Framleiðendur áfengis eins og mjaðar sem gerður er úr hunangi, síder úr eplum, vín úr berjum og öðrum hráefnum, ættu ekki að vera útilokaðir frá að geta fengið framleiðslusöluleyfi.

Afrita slóð á umsögn

#92 Magnús Sigurjón Guðmundsson - 11.10.2020

Þetta frumvarp er til fyrirmyndar og löngu tímabært að breyta þessum forneskjulegu lögum.

Sú staðreynd að hægt sé að panta íslenska sem og erlenda bjóra erlendis frá og fá þá senda heim að dyrum en ekki beint frá íslenskum aðilum er stórfurðulegt. Á tímum þar sem verið er að skoða kolefnisspor og hvernig við getum lagt okkar að mörkum í náttúruvernd þá hljómar þetta ankaralega. Í raun alveg galið.

Handverksbrugghús hérlendis eru framúrstefnuleg og gæði vörunnar til fyrirmyndar. Þar starfa einstaklingar sem leggja líf og sál í að búa til vöru sem neytendur hafa val um að kaupa en þá bara undir klukkuverki sem er íþyngjandi. Handverksbrugghús sem búa til gæða vöru mega ekki selja lögráða einstaklingum vöruna beint út úr húsi. Lögráða einstaklingur sem vill taka einn bjór sem ekki er seldur í Vínbúðinni með sér heim og drekka með kvöldmatnum má það ekki. Handverksbrugghúsin leggja kapp í að skapa nýja og ferska vöru og er gróskan mikil í senunni. Nýir bjórar eru búnir til í hverri viku og settir á krana á staðnum... en ekki má kaupa einn slíkan og fara með heim. Hvers vegna ekki? Hver er hættan? Þeim er treystandi að gæta þess að selja ekki ólögráða einstakling á staðnum. En ekki selja sama aðila einn bjór með sér heim. Það er kerfi sem er þarft að breyta.

Ef við viljum styðja við atvinnustarfsemi á landsbyggðinni þá er nauðsynlegt að taka af íþyngjandi hömlur. Á Vík í Mýrdal er handverksbrugghús sem laðar að ferðamenn og Íslendinga. Frábær staður, frábær matur og frábær bjór. Þar er seldur heimsklassa bjór sem framleiddur er af miklum fagmönnum. Brot af framleiðslu þeirra fæst í Vínbúðinni og þegar framleiddur er bjór sem er bestur ferskur þá er núverandi kerfi ekki að hjálpa. Á tímum Kórónuveirunnar þegar samkomutakmarkanir breytast ört þá er erfitt að treysta á að geta selt allt það magn sem framleitt er beint til viðskiptavina á staðnum. Væri því frábært að geta selt beint úr vefbúð til þeirra Íslendinga sem vilja njóta vörunnar. Ef nýr bjór er kominn úr framleiðslu í Vík sem mig langar að fá mér með grillmatnum heima á Selfossi - er þá eitthvað sem rökstyður það að ég geti ekki pantað hann á netinu og fengið hann sendan heim til mín? Ég get pantað mér belgískan eða norskan bjór á netinu og fengið hann sendan upp að dyrum frá vefbúð staðsettri í Belgíu en ekki frá Vík. Það er ekki boðlegt.

Í Vestmannaeyjum er starfrækt eitt skemmtilegasta og flottasta brugghús á landinu. Þar vinna frjóir og skapandi aðilar sem leggja allt kapp á að finna upp nýja og flotta bjóra. Þessi bjórar laða að ferðamenn og Íslendingar kappkosta að stoppa við í brugghúsi þeirra. Þar er hægt að fara í skoðunarferð um húsið og heyra sögu framleiðslunnar og hvernig bjórinn verður til. Brugghúsið er atvinnuskapandi og mikil bæjarprýði. Þar er ekki seldur matur og í samkomubanni vegna ástands í heiminum á þessu ári hafa þessir aðilar ekki þann möguleika að selja vöruna sína út úr húsi. Varan sem þeir leggja líf og sál í að framleiða á þá á hættu að skemmast. Sér í lagi sú vara sem ekki er seld í Vínbúð á vegum Ríkisins en að selja vöru þar er svifaseint eins og allir vita. Væri ekki ráð að ég sem lögráða einstaklingur mætti panta mér bjór frá þeim með kökusneiðinni? Nýlega voru þeir með bjór sem hét MLV9 í höfuð Margrétar Láru Viðarsdóttur knattspyrnuhetju en sá bjórstíll sem hann er í er bestur ferskur. Þann bjór gat ég sem lögráða einstaklingar ekki keypt mér til að skola niður með kökusneiðinni en ég gat pantað mér bjór úr sama bjórstíl beint úr vefbúð staðsettri í Frakklandi. Það er ekki boðlegt.

Í Hveragerði er frábært handverksbrugghús sem selur bjóra og mat sem framleiddur er með hjálp jarðvarma. Hverir bæjarins eru notaðir til upphitunar og hægt er að heyra sögu framleiðslunnar frá bruggmeistara og eiganda staðarins. Bjórinn er framúrstefnulegur og mikið kapp er lagt á að búa til nýja og ferska vöru. Staðurinn laðar að gesti - innlenda sem erlenda. Framleiðslan er einstök þar sem notast er við hjálp frá náttúrunni. Bjórinn er afar góður og eftirsóknarverður fyrir alla. Ég sem Selfyssingur má ekki keyra þangað og ná mér í einn bjór sem ég keyri með til baka og dreypi á yfir fótboltaleik í sjónvarpinu. Ég má ekki taka með mér flösku að heiman, láta fylla á hana og keyra með hana heim þessa stuttu leið. En ég má kaupa mér bjór í Vínbúðinni í Hveragerði sem er í næsta húsi og taka hann heim. Hvað er svona stórhættulegt við þetta?

Allir nýir bjórar þurfa að fara í reynsluflokk í Vínbúð Ríkisins. Reynsluflokkur er ætlaður vöru sem birgjar bjóða til tilraunasölu í vínbúðum. Tímabil reynslusölu er 12 mánuðir. Verði umsóknir um sölu í reynsluflokki fleiri en hægt

er að veita viðtöku getur birgir skráð vöru á biðlista. Vara sem nær tilskildum árangri í reynslusölu flyst í kjarna. Það að þurfa að selja bjór í reynslusölu í búðum á vegum Ríkisins í þetta langan tíma og þurfa jafnvel að bíða á biðlista með vöru sem er fersk og tilbúin er til skammar. Neytendur sem eru lögráða eiga að geta verslað þessa vöru með löglegum leiðum beint frá "býli" ef þeir vilja. Þeir geta keypt hana erlendis frá en samlöndum okkar er ekki treyst til þess að selja alveg eins vöru.

Í nútíma samfélagi er aðgengi að áfengi afar auðvelt. Hefur án efa aldrei verið auðveldara. Á samfélagsmiðlum eru grúppur þar sem ungmenni, lögráða einstaklingar, konur og kallar, bændur og búalið geta verslað sér bjór og vín með ólöglegum hætti og fengið hann sendan heim upp að dyrum. Þar stunda einstaklingar með einbeittan brotavilja þá iðju að versla áfengi í Ríkinu og keyra heim til einstaklinga eftir að hafa lagt dágóða summu ofan á verð vörunnar. Þeir gera það á öllum tíma sólarhringsins og algjörlega án alls eftirlits. Slíka iðju þarf að uppræta.

Að heimila löglega vefverslun eins og rætt er um í frumvarpinu mun ekki auka aðgengi ólögráða einstaklinga að áfengi. Því hún verður undir eftirliti og leyfisskyld. Að heimila löglega vefverslun mun ekki ýta undir drykkju lögráða einstaklinga sem glíma við áfengisfíkn því ljóst er að handverksbrugghúsin munu ekki vera með fólk á næturvakt til þess eins að keyra út bjóra til einstaklinga í eftirpartýum. Að setja vefverslun sem þessa undir sama hatt og sölu bjórsala sem eru með einbeittum brotavilja að nýta sér neyð einstaklinga eða reyna að selja ungmennum vín er ekki umræðunni til framdráttar. Handverksbrugghús Íslands eru fagleg og flott. Þar vinna einstaklingar sem við treystum til að selja vöru á staðnum sínum. Við getum alveg treyst þeim líka til að selja sömu vöru út úr húsi undir nýju verklagi sem getið er um í frumvarpinu.

Íslendingar hafa í áratuganna rás alltaf talað eins og æska landsins sé á beinni leið í Sollinn. Rannsóknir sýna þó að með samhentu átaki hefur neysla ungmenna minnkað gríðarlega frá því seint á síðustu öld. Höldum áfram að styðja við forvarnir og fræðslu en gefum lögráða einstaklingum val. Styðjum við atvinnuskapandi framleiðslu. Styðjum við uppbyggingu stækkandi atvinnugreinar. Styðjum við frjóa hugsun og sköpunargáfu bruggmeistara Íslands. Gerum þeim kleift að halda áfram að skapa og selja sína vöru til allra hérlendis.

Frumvarpið er til sóma og skora ég á þig Áslaug Arna að hafa hugrekki og dug til að breyta þessu meingallaða kerfi.

Afrita slóð á umsögn

#93 Steindór Sigursteinsson - 11.10.2020

Það er augljóst mál að samþykkt frumvarps háttvirts dómsmálaráðherra sem heimilar sölu áfengis á netinu til íslendinga og áfengisframleiðendum að selja beint til neytenda, bæti rekstrargrundvöll þessara fyrirtækja og auki hagnað.

En hvað með unga fólkið og samfélagið allt? Mun þetta bæta hag unga fólksins okkar og annarra? Það leikur enginn vafi á því að aukið aðgengi að áfengi eykur drykkju. Neysla áfengis veldur aukinni tíðni ótímabærra dauðsfalla, fjölgar umferðarslysum, eykur ofbeldi utan heimilis og innan, þar á meðal kynferðismisnotkun. Áfengi er skaðlegt heilsu fólks rétt eins og tóbak sem mikið forvarnarstarf hefur verið unnið á meðal ungs fólks undanfarna áratugi. En áfengi er að því leiti hættulegra en tóbak þar sem það slævir dómgreind, minnkar athyglisgáfu og í sumum tilfellum siðferðisvitund.

Sú röksemd að leifa eigi sölu áfengis á netinu til íslenskra neytenda vegna þess að það sé heimilt utanlands frá er haldslítil. Það hefði aldrei átt að heimila slíka sölu af netinu utanlands frá. Framleiðendur áfengra drykkja ættu að gera sér grein fyrir að áfengi er óholl vara þeim sem neytir hennar og er mikið þjóðfélagsböl þar sem það veldur þjóðfélaginu miklu tjóni og eykur kostnað fyrir heilbrigðiskerfið.

Afrita slóð á umsögn

#94 Þorsteinn I Guðmundsson - 11.10.2020

Handverksbrugghúsin sem lang flest eru í minni bæjarfélögum útá landi hafa breytt áfengismenningu landsins til hins betra þar sem fólk kemur saman til þessa njóta bjórs en ekki nota hann sem vímugjafa.

Ég er þess vegna alfarið með því að leyfa sölu beint frá Brugghúsi og hvet þig Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir að leggja þetta frumvarp fram, því fyrr því betra!

Afrita slóð á umsögn

#95 Öldur ehf. - 11.10.2020

Öldur ehf er fyrsta og eina mjaðargerð Íslands. Við fögnum þessum drögum að frumvarpi en viljum benda á tvö atriði sem mætti taka til nánari athugunar.

Þar sem við framleiðum mjöð, eða hunangsvín eins og það er líka kallað, að þá nær þetta frumvarp ekki til okkar þar sem það er sérstaklega tekið fram að það nái aðeins til áfengs öls gerjað úr möltuðu eða ómöltuðu korni. Þetta útilokar okkur algerlega frá því að geta setið við sama borð og önnur handverksbrugghús þar sem mjöður er bruggaður úr hunangi sem og aðra sem framleiða til dæmis vín eða síder þar sem korn er ekki notað. Það væri nær að taka ekki fram hvaða hráefni eru notuð til gerjunar svo allir fái að vera með.

Verði drög að frumvarpinu að lögum eins og þau er núna myndi líka koma niður á okkur og öðrum sem framleiða vín og sterkari drykki. Mjöður getur verið á bilinu 3-20% að styrkleika og oft er styrkleikinn á við léttvín svo það myndi útiloka hluta af okkar framleiðslu.

Hvað varðar íslenska vefverslun þá er löngu tímabært að íslenskir framleiðendur hafi sömu tækifæri til þess að selja sína vöru til íslenskra neytenda eins og öll önnur brugghús á jarðarkringlunni. Það er í besta falli fáránlegt að það sé hægt að panta í gegn um netið allt áfengi sem framleitt er í heiminum og fengið sent heim að dyrum fyrir utan rúmlega 20 brugghús sem svo óheppilega vill til að eru staðsett á Íslandi.

Að öðru leiti er þetta skref í rétta átt til þess að styðja betur við innlenda framleiðslu og nýsköpun.

Fyrir hönd Öldurs ehf,

Sigurjón Friðrik Garðarsson

Afrita slóð á umsögn

#96 Agnar Trausti Júlíusson - 11.10.2020

Áfengi er engin venjuleg neysluvara og ætti þess vegna ekki að lúta sömu reglum og lögum og önnur neysluvara.

Samfélagslegur kostnaður (beinn og óbeinn) af óhóflegri neyslu áfengis er óheyrilegur og hækkar á hverju ári og rannsóknir hafa sýnt að Evrópa drekki tvöfalt meira áfengi en aðrar heimsálfur.

Það er alger óþarfi að eyðileggja það góða forvarnarstarf sem hefur áunnist hér á landi með því að leyfa netsölu á áfengi. Ef það er lífsins ómögulegt fyrir stjórnvöld að standast hópþrýsting, þá skuli netsala áfengis leyfð með því að hækka hámarksaldur í það minnsta 30 ár og einungis fáist sent áfengi á lögheimili viðkomandi á fyrirfram ákveðnum tíma og ef kaupandi er sannanlega ekki viðtakandi áfengisins þá verði ekki sendlum heimilt að láta það af hendi.

https://www.researchgate.net/profile/Kevin_Shield/publication/235971838_Alcohol_consumption_alcohol_dependence_and_attributable_burden_of_disease_in_Europe_Potential_gains_from_effective_interventions_for_alcohol_dependence/links/0c96051570f390aca5000000/Alcohol-consumption-alcohol-dependence-and-attributable-burden-of-disease-in-Europe-Potential-gains-from-effective-interventions-for-alcohol-dependence.pdf

Afrita slóð á umsögn

#97 Brautin bindindisfélag ökumanna - 11.10.2020

Brautin – bindindisfélag ökumanna leggst gegn samþykkt þessara frumvarpsdraga. Frumvarpsdrögin fela í sér aukið aðgengi að áfengi sem gera má ráð fyrir að auki neyslu sem eykur líkur á ölvunarakstri.

Áfengi á stóran þátt í umferðarslysum og banaslysum í umferðinni. Um allan heim veldur áfengi 370.000 dauðaslysum í umferðinni; af hinum látnu sátu 187.000 ekki undir stýri þegar slysið af völdum áfengis átti sér stað. Eitt af hverjum fjórum banaslysum í umferðinni í aðildarríkjum ESB tengist áfengi. Árið 2010 létust nærri 31.000 Evrópubúar á vegum úti og af þeim tengdust 25% dauðsfalla áfengi.

Við bendum á eftirfarandi af vefsíðu Samgöngustofu: ,,Akstur undir áhrifum áfengis eða vímuefna er ein af algengustu orsökum banaslysa í umferðinni. Á árunum 2015-2019 slösuðust 422 af völdum aksturs undir áhrifum áfengis eða vímuefna. Þar af létust 8 manns.“

Þurfa ekki þeir sem leggja til aðgerðir sem auka líkur á slíkum fórnum að taka þær með í reikninginn?

Afrita slóð á umsögn

#98 Árni Einarsson - 11.10.2020

Ég leggst alfarið gegn þessu frumvarpi.

Hér er á ferðinni enn ein tilraunin til þess að grafa undan árangursríku fyrirkomulagi á sölu og dreifingu áfengis á Íslandi sem hefur skilað því að heildarneysla áfengis Íslendinga er minni en í flestum þeim ríkjum sem við berum okkur almennt saman við.

Ekki hefur reynst stuðningur við endurteknar tilraunir innan alþingis á undanförnum árum til þess að brjóta niður þetta fyrirkomulag og auka aðgengi að áfengi. Andstaðan við þær tilraunir byggist á þeirri vitneskju að aukið aðgengi að áfengi leiðir til meiri neyslu og meiri neysla til aukinna heilsufars- og félagslegra vandamála. Þessi tengsl liggja fyrir og gera það að verkum að flestar þjóðir reyna með ýmsum aðferðum að stýra framleiðslu, sölu, dreifingu og auglýsingum á áfengi og takmarka áfengisneyslu eftir mætti. Hvað þetta varðar má benda á bókina Alcohol: No Ordinary Commodity - Research and Public Policy eftir Baber o.fl. Það væri ómaksins vert fyrir áhugasama að kynna sér stutta og aðgengilega íslenska þýðingu á útdrætti bókarinnar sem er að finna á vefsíðu Embættis landlæknis. Í þessu riti kemur skýrt fram hvers vegna áfengi er engin venjuleg neysluvara. Þar koma bæði fram faraldursfræðileg gögn um þá byrði sem hvílir á heimsbyggðinni og rekja má til áfengis og vísindaleg rök fyrir ýmsum leiðum og aðgerðum til að koma í veg fyrir eða draga úr þeim skaða sem rekja má til áfengisneyslu, meðal annars mikilvægi þess að takmarka aðgengi að áfengi. Áfengi er vissulega tekjulind fyrir marga en ábatinn af sölu og framleiðslu á áfengi er samfélaginu afar dýrkeyptur. Það þurfa ábyrgir stjórnmálamenn að horfast í augu við og leggja til grundvallar í stefnumörkun og forvörnum í áfengismálum.

Í áfengismálum takast gjarnan á andstæðir hagsmunir. Annars vegar fjárhagslegir hagsmunir þeirra sem framleiða, dreifa, auglýsa og selja áfengi; hins vegar sjónarmið þeirra sem bera samfélagslega ábyrgð á lýðheilsu og velferð (stjórnvöld) og þeirra sem líða fyrir margvíslegt tjón vegna áfengisneyslu. Hér á landi hafa fjölmörg almannaheillasamtök verið vettvangur fyrir lýðheilsu og velferð. Með þeim í liði hefur meirihluti alþingismanna verið hverju sinni með örfáum undantekningum.

Afrita slóð á umsögn

#99 Laufey Sif Lárusdóttir - 11.10.2020

Ég styð heilshugar þetta nýja frumvarp og að með því verði íslenskum handverksbrugghúsum heimilt að selja sínar metnaðarfullu vörur beint út af framleiðslustað til lögráðra einstaklinga gegn tilteknum uppfylltum skilyrðum og einnig að íslenskum áfengisframleiðendum verði heimilt að starfrækja innlenda vefverslun með áfengi í smásölu til neytenda.

Verð ég að taka undir umsögn Elvars Þrastarsonar hér fyrir ofan þar sem hann segir;

„Erlendis þekkist “growler” fyrirkomulag vel en það virkar þannig að þá koma neytendur með margnota “brúsa” og kaupa áfyllingu af bjór á brúsann og borga eftir magni. Verður að segjast að þannig viðskiptafyrirkomulag er mjög umhverfisvænt og í anda nýrra tíma og hugsana nútímaneytenda. Þetta mun henta þeim vel sem vilja upplifa og njóta góðra veiga en um leið styðja með umhverfisvænum hætti við íslenska smáframleiðendur um allt land."

Til gamans má nefna að fyrsta handverksbrugghús Íslands var stofnað í lok ársins 2005 en í dag eru þau um 24 talsins og staðsett í hinum ýmsu sveitarfélögum um land allt, þar sem oft hvert starf og stöðugildi skiptir miklu máli fyrir viðkomandi sveitarfélag.

Styrkjum og styðjum við íslenska framleiðslu!

Laufey Sif Lárusdóttir - Ölverk brugghús

Afrita slóð á umsögn

#100 Jóhann Kristinn Guðnason - 11.10.2020

Löngu tímabært

Afrita slóð á umsögn

#101 Stephen Albert Björnsson - 11.10.2020

Löngu tímabært að Íslensk verslun fái að selja íslenskum neytendum vörur í gegnum netið.

Ef það er einhvað gagnrýnivert við frumvarpið þá er það það að hér er ekki gengið nógu langt (Þið sjáið til að það drekka ekki allir bara bjór) í að opna þetta lokaða kerfi.

Eins og staðan er núna hefur stjórn ÁTVR áhrifavald um hverjir fái að dafna í þessu umhverfi og velur að sjálfsögðu stærstu aðila markaðarins og gefur þeim leyfi til að græða í gegnum hillur og netverslun ÁTVR.

Það mætti minna suma umsagnaraðila á að það er til vefverslun með áfengi núþegar og ekki hefur það siðrof átt sér stað sem þau benda á að gæti hafist við innleiðingu þessa frumvarps. Einungis erlendar vefverslanir og ÁTVR fá að hagnast á því eins og lögin standa í dag. Hvílíkt óréttlæti í garð íslenskrar framleiðslu og framtaks sem þarf að leiðrétta ekki seinna en núna.

Afrita slóð á umsögn

#102 Hanna Ósk Rögnvaldsdóttir - 11.10.2020

Ósammála þessu frumvarpi.

Skilst að Ísland hafi náð góðum árangri varðandi áfengisvanda.

Þetta gæti eyðilagt þann árangur.

Afrita slóð á umsögn

#103 Jóhann Þór Magnússon - 11.10.2020

Ég leggs alfarið gegn þessu frumvarpi.

Baráttan gegn áfengisböli er eitt helsta viðfangsefni Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, WHO. WHO bendir m.a. á að áfengi er helsti áhættuþátturinn fyrir ótímabæra dánartíðni og fötlun meðal þeirra sem eru á aldrinum 15 til 49 ára. Þetta er þó bara einn þátturinn því heimilisofbeldi og annað heimilisböl tengist oftast áfengisneyslu. Örorka, vinnutap og fleiri ógæfa fylgir einnig oft áfengisneyslu.

WHO, bendir á að hagkvæmustu aðgerðirnar til að draga úr skaðlegri notkun áfengis feli í sér aukna skatta á áfengum drykkjum, að framfylgja af festu takmörkunum á áfengisauglýsingum og takmarka aðgengi og framboð á smásölu áfengis.

Innlendir aðilar sem njóta mikils trausts almennings og sem best þekkja til afleiðinga áfengisneyslu hafa á undanförnum árum mælt af hörku gegn frumvörpum er lúta að auknu aðgengi og auglýsingum á áfengi. T.d. Landlæknisembættið, Lögreglan, SÁÁ og fjölmörg almannaheilla samtök.

Ekki hefur reynst stuðningur við endurteknar tilraunir innan alþingis á undanförnum árum til þess að brjóta niður fyrirkomulag á sölu áfengis og auka aðgengi að áfengi.

Ég er þess vegna alfarið á móti auknu aðgengi að áfengi og hvet þig Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir að leggja ekki fram þetta frumvarp eða önnur í þessa átt.

Afrita slóð á umsögn

#104 Ásta Jóhannsdóttir - 11.10.2020

Þetta frumvarp auðveldar svo um munar fólki að ná í áfengi . Til hvers ? Því auðveldara því meira böl sem ég tel frumvarp leiða til. Ef maður er háður áfengi getur þetta frumvarp aukið löngunina í vínið með skyndiákvörðun Frumvarpið leyfir dreifða sölu . Því erfiðara sem er að ná í vínið tel ég oft bjarga fólki frá því. Þetta frumvarp mun eingöngu valda sorg hjá fjölskyldum og leggja heimili í rúst.

Afrita slóð á umsögn

#105 Árni Ingólfur Hafstað - 11.10.2020

Undirritaður er hlynntur frumvarpinu. Helstu ástæður þess eru:

Vefverslun verður að vera leyfð, svo Íslenskir framleiðendur sitji þar við sama borð og erlendir.

Vefverslun á framleiðslunni getur aukið vefverslun á öðrum vörum, s.s. merktum fatnaði o.þ.h.

Að meiga selja beint frá framleiðenda, ýtir undir ýmsa aukastarfsemi í brugghúsinu. Einkum mun það hafa jákvæð áhrif til aukningar á skipulögðum ferðum um brugghúsið. Þar fer fram fræðsla á starfseminni og kynning á vörunum. Þannig ferðir eru gjarnan farnar af vinnustaðahópum, tómstundahópum o.þh. ; fullorðnu fólki, sem á ekki í vandræðum með að nálgast áfengi, vilji það svo.

Hvernig svo sem framleiðendur nýta aukið frelsi til sölu sinnar framleiðslu er það, auk þess að vera réttlætismál, mikilvægt í rekstri sem í flestum tilfellum er erfiður.

Hér vil ég einnig nefna, að til þess að geta rekið brugghús án þess að tapa á því (án aðstoðar frá annari starfsemi), þarf framleiðsla og sala sennilega að nema amk 50-100 þúsund lítrum árlega. Því magni ná fæst Íslenskra handverksbrugghúsa.

Til viðbótar við þetta frumvarp, væri því það sem best gæti hjálpað þessum litlu aðilum, að gefa afslátt á áfengisgjaldinu uppað vissu magni árlega. Þannig kerfi er þekkt víða, s.s. í skattkerfinu, þar sem skattkort mynda ákveðin skattleysismörk fyrir þá lægst launuðu. Svoleiðis afsláttarkerfi á áfengisgjaldinu er þekkt beggja vegna Atlandsála til þess að styðja við þennan handverksiðnað og stemmninguna sem honum fylgir.

Með því að samþykkja þessar breytingar á lögunum, er ekki ýtt undir aukna áfengisdrykkju, en hinsvegar undir fjölbreyttari iðnað og skemmtilegra samfélag. Frelsi, réttlæti, fjölbreytni og gleði.

Virðingarfyllst, Árni Hafstað, eigandi Gæðings-brugghúss.

Afrita slóð á umsögn

#106 Katrín Þorsteinsdóttir - 11.10.2020

mótmæli harðlega þessu frumvarpi. Tel að við ættum frekar að bæta og vera með meiri forvarnir en að örva og hvetja til áfengisneyslu. Margir sem glíma við erfið eftirköst vegna áfengisneyslu og bíða eftir meðferð.. fjöldi unglinga ánetjast bjórdrykkju þar sem framboð er mjög mikið og sífellt verið að minna á bjórinn.. Þó að auglýsingar séu bannaðar.. Vil að áfengis og tóbaksverslunin sjái um þetta sem hingað til . Hef ekki fundið fyrir þvi að erfitt sé að verða sér út um áfengi. Rúmur opnunartimi og mikið vöruúrval.

'afengi er vímuefni og það á ekki að setja það inn í heimsendingu eins og hverja aðra vöru. Munið það , alveg á móti þessu frumvarpi og finnst að þeir sem eru með þessi brugghús geti komið sinni vöru á framfæri eins og aðrir og selt i ríkinu og á börum og annars staðar. Því meira og auðveldara sem aðgengi er þvi meiri neysla. Hélt að háttvirtur dómsmálaráherra hefði merkilegri og mikilvægari mál sem hún þyrfti að koma á framfæri . Mótmæli þessu frumvarpi..

Afrita slóð á umsögn

#107 Ragnar Freyr Ingvarsson - 11.10.2020

Vil hvetja Alþingi til að endurskoða lög um sölu á áfengi og leyfa þá undanþágu sem sú lagabreyting felur í sér (Mál nr. 200/2020).

Handverksbrugghús hafa skotið rótum á liðnum árum og fjölgað umtalsvert. Þau eru nú vel á þriðja tug og er að finna í öllum landsfjórðungum. Handverksbrugghús eiga sér rúmlega 50 ára sögu og spruttu upp bæði austanhafs og vestan sem andsvar við hefðbundnum brugghúsum. Handverksbrugghús hafa reynt að skapa sér sérstöðu með því að leggja sérstaka áherslu á aukin gæði, tilraunastarf, nýjungar og þjónustu.

Uppbygging handverksbrugghúsa hefur skapað ný störf, nýjar vörur og aukin verðmæti. Þá er augljóst að handverksbrugghús efla ferðaþjónustu með því að verða vinsælir áningarstaðir ferðamanna. Þetta er sérstaklega mikilvægt víða á landsbyggðinni þar sem áríðandi er að efla og auðga byggð.

Handverksbrugghús hafa líka haft jákvæð áhrif á aðra matarmenningu. Í kringum þau hefur iðulega sprottið upp önnur veitingastarfsemi. Gott dæmi er Bruggsmiðjam Kaldi á Ársskógssandi - þar hefur starfsemi vaxið mjög og þar er að finna margþætta afleidda starfsemi. Annað dæmi er Brothers Brewery í Vestmannaeyjum sem hefur vaxið innan um og með öðrum veitingahúsum á Heimaey.

Afrita slóð á umsögn

#108 Ársæll Guðmundsson - 11.10.2020

Undirritaður, sem hefur starfað að mennta- og uppeldsimálum í meira en 30 ár, óskar eftir því að fyrirliggjandi frumvarp til breytinga á áfengislögum nr. 75/1998 verði ekki gert að lögum. Frumvarpið byggir á hugmyndafræði frjálsrar verslunar en tekur í engu mið af velferðarsjónarmiðum og heilsu og heill íbúa landsins. Það yrði til skemmri og lengri tíma stórtjón fyrir land og þjóð ef þetta frumvarp nær að verða að lögum. Varað er sérstaklega við hugmyndum um að smásala með áfengi verði gefin frjáls í gegnum vefverslanir. Frumvarpinu, skv. greinargerð sem því fylgir er ”ætlað að jafna stöðu innlendrar og erlendrar verslunar” með áfenga drykki. Í annan stað er markmiðið að opna fyrir sölu brugghúsa með áfengi á framleiðslustað. Markmiðið með þessum breytingum á áfengislögum er að greiða leið söluaðila áfengis að áfengiskaupendum og gera þeim auðveldara með að halda áfengi að neytendum í stað þess að löggjafinn ætti að huga að velferð almennings og barna sérstaklega með því að halda áfenginu frá heimilum. Öllu er hér snúið á hvolf.

Í rúma öld hefur umræða um áfenga drykki verið við lýði á Íslandi í þeim dúr sem nú er uppi. Til dæmis lýsir Guðmundur Björnson, landlæknir, því þegar árið 1914 hafi komið til hans ”roskinn og ráðsettur maður fulltrúa um það, að til væri vín sem læknaði geðveiki, og kvartaði yfir að geta hjer hvergi fengið þetta töfravín, hinn sami hafði nafnið uppskrifað: Lacrima Christi.”

Á þeim tíma var rætt um hvort löggjöf þjóðarinnar ætti að heimila læknum að skrifa upp á áfenga drykki til lækninga, sem Guðmundur Björnson landlæknir taldi mjög óeðlilegt enda ætti löggjöf þjóðarinnar ekki að vera hagað eftir kreddum.

Löggjafinn verður oft fyrir þrýstingi hagsmunahópa og eru þá notuð meðul eins og frelsi einstaklinganna til að velja o.s.frv. Ég bið fulltrúa á Alþingi Íslendinga árið 2020 að láta ekki blekkjast af málflutningi þeirra sem hugsa meira um fjárgróða fárra, greiddan með heilsu margra og ekki síst ungu kynslóðarinnar. Það þarf ekki að fjölyrða hér um niðurstöður innlendra sem erlendra rannsókna á skaðsemi áfengra drykkja og áhrifa þess á heimili og börn sem þar líða fyrir ofdrykkju og áfengissýki fullorðinna. Niðurstöðurnar eru allar á einn veg.

Eftir rúmlega þriggja áratuga störf tengd skóla- og uppeldismálum hef ég orðið vitni að frábærum árangri í forvörnum, í glímunni við áfengi og önnur vímuefni. Ég horfi til þess með hryllingi ef Alþingi samþykkir framvarp þetta og heimilar sölu áfengra drykkja í vefverslunum (sem síðar mun leiða til sölu í almennum verslum o.s.frv.). Það má öllum vera ljóst að gott jafnvægi hefur skapast og sátt um fyrirkomulag sölu áfengra drykkja á Íslandi og það er mikill ábyrgarðhluti að hrófla við því.

Í greinargerð með frumvarpinu kemur fram að helstu rökin fyrir þessum breytingum nú sé að almenningur hafi frá árinu 1995 getað pantað sér áfengi erlendis frá til einkaneyslu. Mörgum árum síðar urðu til vefverlslanir með tilkomu internetsins og breyttum verslunarháttum og í stað þess að endurskoða löggjöfina og hefta frjálst flæði áfengis inn í landið til einkanota fyrir almenning er þessi breyting nú orðin rök fyrir að opna enn frekar fyrir flæði áfengis til heimila og ungs fólks.

Undirritaður bendir á að áfengi sé ekki eins og hver önnur neysluvara heldur vímuefni sem hafi áhrif á dómgreind og skynjun einstaklinga og hindri eðlilegan þroska þeirra sem yngri eru. Skaðsemi áfengis er öllum ljós. Að heimila sölu áfengis í vefverslunum á þeirri forsendu að þegar sé gloppa í kerfinu fæst því ekki staðist þar sem hollusta og heilbrigði þjóðarinnar hlýtur að vega þyngra en sjónarmið um aukið aðgengi framleiðenda og sölumanna áfengis að þjóðinni. Keppikefli einhverra um aukið frelsi til að halda áfengi að þjóðinni má ekki bitna á æsku landsins og fjölskyldum og verða til þess að rífa niður það mikla og góða starf til áratuga að minnka neyslu áfengis hjá ungu fólki en það mun gerast ef þetta frumvarp verður að lögum.

Ungt fólk stundar í auknum mæli íþróttir og hollt líferni sem tekist hefur að gera að lífsstíl í gegnum frábært starf leik,- grunn- og framhaldsskóla, með þátttöku íþróttafélaga, heimila og félagasamtaka. Þrotlaus vinna við forvarnir og við að innleiða heilbrigðan lífsstíl er að skila sér. Löggjöf þjóðarinnar má ekki stjórnast af kreddum eða sérhagsmunum.

Ég bið Alþingi Íslendinga að hafna umræddu frumvarpi og standa vörð um þann árangur sem þegar hefur náðst og stuðla þannig að heill þjóðarinnar. Það er hlutverk Alþingis.

Ársæll Guðmundsson, skólameistari.

Afrita slóð á umsögn

#109 Jón Páll Haraldsson - 11.10.2020

Að leyfa netverslun á Íslandi þjónar ekki hag almennings á neinn hátt. Öll fyrirtæki sem hafa vínsöluleyfi á Íslandi geta boðið sína vöru á ýmsa lista hjá ÁTVR. 

Ný Vara: Hér geta innflytjendur boðið sína vörur á reynslulista ÁTVR, þar sem vörur eru fáanlegar í 4 til 7 verslunum í allt að 12 mánuði eða þar til að vara hefur náð lágmarkssölu sem þarf til að ná inn á aðallista ÁTVRSérpöntun og Vefbúð: Hér geta innflytjendur og framleiðendur boðið sínar vörur og einstaklingar geta pantað vörur af þessum lista og fengið þær afgreiddar samkvæmt ósk úr einni af 51 verslunum ÁTVR Sérflokkur. Sterkt áfengi, Styrkt vín og kryddvín: Hér eru boðin vín sem selja í mjög litlu magni en er samt talið að þurfi að vera fáanlegt vegna sérstöðu þeirraSérflokkur. Bjór og Síder: Hér eru bjórar og Síderar sem eftirspurn er eftir, en sala ekki nægilega mikil til að hafa í almennri dreifingu Sérlisti. Íslenskar framleiðsluvörur. Hér geta allir framleiðendur á Íslandi boðið sínar vörur þeim að kostnaðarlausu. Vörurnar eru síðan fáanlegar í ákveðnum verslunum og þær eru allar fáanlega í netverslun ÁTVRMiðað við ofangreinda lista þá geta allir framleiðendur og innflytjendur á áfeng gert Íslendingum sem náð hafa 20 ára aldri kleift að versla þær vörur sem þeir bjóða upp á

Íslenskir framleiðendur geta nú þegar sótt um vínsöluleyfi ef þeir setja upp samþykkta aðstöðu þar sem þeir framleiða sína vöru og ÁTVR hefur veri mjög sveigjanlegt með því að bjóða vörur frá Íslenskum framleiðendum í þeirri vínbúð sem er næst við þá

Almennt frelsi til netverslunar á áfengi yrðir aðeins hagur matvöruverslana og það yrði mun léttara fyrir einstaklinga sem stríða við áfengisvandamál að nálgast áfengi. Í reglum ÁTVR, er starfsmönnum gert að neita einstaklingum sem eru áberandi ölvaðir um afgreiðslu, en ef það sama fólk pantar mat og vín frá heimsendingaþjónustu matvöruverslana. Hagar hafa t.d. nú þegar byggt upp sterka áfengis heildsöludeild, sem hefur breitt úrvar fyrir fólk til að panta í heimsendingaþjónustu Hagkaupa. Vörumerki heimsendingaþjónustu Hagkaupa hefur t.d. innbyggt vínglas í vörumerki þeirra

Að leyfa meira frelsi smásölu áfengis mun eingöngu þjóna þeim sem selja áfengi en ekki neytendum og það að fólk með mikið neysluvandamál á áfengi geti í framtíðinni fengið allt það áfengi sem það vill sent heim að dyrum getur varla talist þjóna hag þeirra, heldur ýta undir vandamál þeirra

Afrita slóð á umsögn

#110 Einar Aron Einarsson - 11.10.2020

Við rekum litla vín heildsölu, VínVín, sem flytur inn náttúruvín og erum með sérstaka áherslu á gulvín ásamt því að halda úti vefsíðunni www.gulvín.is og Instagramreikningi vin_vin_natturuvin.

Kerfið, eins og það er uppbyggt í dag, kemur í veg fyrir að Íslendingar geti verslað sér alvöru náttúruvín á hagstæðu verði og til neyslu heimafyrir.

Náttúruvin eru framleidd á lífrænan hátt, berin handtýnd, öll verkun þeirra er án allra þeirra tugi aukaefna sem að staðaldri er bætt í hefðbundin verksmiðjuvín til að ná fram ákveðnu bragði, áferð, lit eða áfengisprósentu. Ekkert þessar aukaefna þarf að tilgreina á umbúðum vörunnar og er það trúlega einsdæmi þegar á við vöru sem skilgreind er sem matvæli. Eina hráefnið í náttútuvínunum er berið sjálft. Þar af leiðandi hafa náttúruvín orðið vinsælli seinustu ár og mikil vakning hefur orðið, sérstaklega í Skandinavíu og er sívaxandi hér á landi.

Vegna sérstöðu sinnar og framleiðsluaðferðarinnar þá er hver árgangur af vínunum nánast ávallt framleiddur í litlu magni og fyrir okkur hér á Íslandi er ógerningur að ætlast til að við getum fengið meira en 70 – 120 flöskur af hverju víni.

Ef við viljum reyna að selja vínin okkar í hillum ÁTVR þá þurfum við að sækja sérstaklega um fyrir hverja tegund. Til að gera það þá þarf að vera tilstaðar birgjasamningur við ÁTVR, afhenda þarf ÁTVR sýnishorn af vörunni (lágmark 500ml sem að jafnað er óendurkræf enda þarf einhver aðili þar innanhús að smakka hana) og kostar það 33.232kr m. VSK. Verði hún samþykkt af ÁTVR fer hún í reynslusölu og þarf að seljast ákveðið magn innan viss tímabils til að hún fari í hefðbundna sölu, sem auðvitað myndi aldrei gerast þar sem heildarmagnið flutt inn er einungis um 100 flöskur. Einnig gefur það augaleið að þó svo álagning á hverri flösku væri 500kr, þá þarf að selja 66 flöskur bara til að ná upp í umsóknargjaldið. Þá er ótalið mögulega önnur umsóknargjöld sem voru greidd en varan ekki samþykkt þar sem miðinn á flöskunni þótti ekki viðeigandi, stafir ekki nógu stórir, merkingar ekki rétta ofl.

Einu staðirnir sem fólk getur verslað sér náttúruvín til neyslu hér á landi eru því vínveitingarstaðir en einungis me því skilyrði að þess sé neytt á staðnum og að öllu jöfnu sé greitt um þrefalt hærra verð en vínið myndi annars kosta neytandan í smásölu. Nema þá að neytandi versli vínið á erlendri vefsíðu og fái það sent heim, en þá eru sendingargjöldin yfirleitt þannig að þau tvöfalda verð flöskunnar nema magnið sem þeim mun meira. Þessu þarf að breyta.

Þar af leiðandi fögnum við þessum ávarpi og vonum innilega að það fái framgang.

Afrita slóð á umsögn

#111 Þór Hauksson - 11.10.2020

Aðgengi að áfengi í dag er nægilegt. Gefa aðgengi lausan tauminn eykur aðeins á vandann sem fyrir er að ekki sé talað um breidd og gæði vörurnar.

Afrita slóð á umsögn

#112 Ólafur Kjartansson - 11.10.2020

Frumvarpstillagan gengur þvert gegn lýðheilsuráðgjöf landlæknis og lýðheilsuhagfræðinga. Aukið aðgengi, aukin dreifing og auglýsingar, allt þetta er neysluaukandi. Almennt heilsutjón er í beinu samhengi við heildarneyslu og það sama gildir um fjárhagstjón einstaklinga, atvinnufyrirtækja og hins opinbera. Kostnaður og tekjumissir hins opinbera vegna áfengis er mun hærri upphæð en tekjur af álögum hins opinbera á áfengi. Verði þetta frumvarp að lögum aukast álögur á ríkissjóð og tekjur skerðast.

Afrita slóð á umsögn

#113 Karl Sigurðsson - 11.10.2020

Mér finnst þetta vera flott framtak sem mun trúlega skila miklu til Minni brugghúsa á landsbyggðinni, hlakka mikið til að geta nýtt mér þetta

Ég styð þetta frumvarp

Afrita slóð á umsögn

#114 Jóhann Ólafur Guðmundsson - 11.10.2020

Undirritaður er einn af eigendum The Brothers Brewery handverksbrugghúsi í Vestmannaeyjum.

Frá upphafi hefur megin markmið brugghúsins okkar að taka þátt í breytingu á vínmenningu og fá fólk til þess að njóta í stað þess að nota bjór sem vímugjafa.

Brugghúsið okkar hentar frekar illa að viðskiptamódeli ÁTVR þar sem framleiðum ferskvöru sem tekur sífelldum breytingum og nýjir bjórar koma í hverjum mánuði. Öll sala og aðgengi að verslunum ÁTVR miðast við sölu á sömu tegund í svokallaðri reynslu sölu og því lítill tilgangur að senda bjór sem er framleiddur í takmörkuðu upplagi í reynslu enda hefur eingöngu um 10% af okkar nýsköpun farið í verslanir ÁTVR. En lang stærstur hluti af okkar framleiðslu seljum við eingöngu á okkar Ölstofu.

Ég er þess vegna alfarið með því að leyfa handverksbrugghúsum að selja sína eigin vöru beint til neytenda og hvet þig Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir að leggja þetta frumvarp fram, því fyrr því betra!

Afrita slóð á umsögn

#115 Valgerður Þorsteinsdóttir - 11.10.2020

Handverksbrugghús hafa auðgað vínmenningu landsins og fært okkur frábæra nýsköpun í fámennum byggðum úti á landi. Það er nauðsynlegt að standa með þessu fjölmörgu aðilum og leyfa þeim sölu beint úr brugghúsi.

Ég er þess vegna alfarið með því að leyfa handverksbrugghúsum að selja sína eigin vöru beint til neytenda og hvet þig Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir að leggja þetta frumvarp fram, því fyrr því betra!

Afrita slóð á umsögn

#116 Margrét Rut Rafnsdóttir - 11.10.2020

Ég styð þetta frumvarp þar sem framleiðendur eiga að sjálfssögðu að fá tækifæri til þess að geta selt sína eigin vöru án þess að hún hafi verið send fram og aftur í einhverjum sendibílum.

Íslensk handverksbrugghús eru stór hluti af túrismanun hvort sem það er íslendingurinn að ferðast eða erlendir ferðamenn. Við búum yfir dýrmætu úrvali af allskyns brugghúsum sem hægt er að setjast og fá sé vel valdan bjór til að njóta.

Í þessum tímum sem við stöndum í akkúrat þessa dagana með óstöðvandi heimsfaraldri sem stöðvar samfélagið í kringum sig er mikilvægt að rekstur fyrirtækja á Íslandi haldist gangandi og frumvarp eins og þetta spornar gegn því að lítil fyrirtæki eins og handverksbrugghús fari á hausinn.

Afrita slóð á umsögn

#117 Alexander Kristófer Gústafsson - 11.10.2020

Frábært frumvarp

Afrita slóð á umsögn

#118 Sævar Ingi Reynisson - 11.10.2020

Góðann daginn.

Ég tel það mjög mikilvægt að leifa sölu á bjór beint frá framleiðanda.

Í okkar tilfelli, þar sem framleiðslan verður í mjög smáu sniði verður þettað afar mikilvægt.

Við erum alveg jafn mikið og jafnvel meira að hugsa um framleiðsluna sem aðdráttarafl fyrir ferðamenn til að laða þá á staðinn.

Einnig myndum við hafa áhuga á að framleiða og selja vodka á sömu nótum ef til þess fengist leyfi.

Kveðja

Sævar Ingi reynisson

Afrita slóð á umsögn

#119 Anton Sigurðsson - 11.10.2020

Mikið er hér nefnt að breyting á lögum eigi að bjarga brugghúsum vítt og breytt um landið vegna samdráttar af völdum Covid. Og frábæra Þríeykið okkar, sem er skipað 2 læknum og Lögregluþjón, eru þeir sérfræðingar sem við erum stöðugt minnt á að treysta, hamrað á að við eigum að treysta sérfræðingum í stað stjórnmálamanna og ráðamönnum þjóðarinnar. Og það höfum við blessunarlega  gert. Einnig er farið eftir því sem WHO hefur sagt um aðgerðir gegn Covid og þar er einnig fjöldi sérfræðinga. Sú sama stofnum hefur gefið það út fyrir mörgum árum síðan að ,, aðildarríkin skuli gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að hefta aðgengi að áfengi með öllum ráðum tiltækum", sem og að neyslu sé stýrt með verðlagningu. Rússar brugðu á það ráð fyrir nokkrum árum að hækka verð á áfengi vegna gríðarlegrar ofdrykkju þar í landi, til þess að minnka neysluna. Það er skrítið að hér spretti upp um tugir brugghúsa á örfáum árum í því lagaumhverfi sem gildir og ekki annað hægt en að treysta því að menn hafi vitað hvað þeir væru að fara útí og gert rekstraráætlanir en fari nú fram á að lögum sé breytt til þess að reksturinn gangi upp. Sé að margir virðast tengjast brugghúsum sem hér tjá sig og þeir vilja eðlilega fá meiri sölu = meiri neysla, ekkért annað. Oft er vitnað til þess að nú þegar sé hvort sem er hægt að panta áfengi af netinu frá erlendum netsíðum og fá sent heim. Aldrei hef ég séð nokkuð um það hversu mikið er verið að panta. Fyrir hversu háa upphæð eru einstaklingar að panta af netinu frá útlöndum og hvaða tegundir ?  Eina sem ég hef heyrt er að safnarar panta stöku Viský eða Koníaksflösku og fólk er ekki að panta sér kippu af útlenskum bjór til að eiga fyrir næstu helgi. Málfrelsið og lýðræðið er dýrmætt og mikilvægt að aðgengi að því sé gott og greitt. Til þess að fá að tjá sig um þetta frumvarp, er gerð krafa um að fólk skrái sig á netinu og auðkenni sig með rafrænum skilríkjum. Aðgengið er strangara til þess að tjá sig um þetta frumvarp en það á að vera að kaupa áfengi í netsölu, það er merkileg staðreynd !  Ef það að selja meira áfengi á að vera hluti af því að bjarga brugghúsum landsins útúr Covid kreppunni, hvað verður þá farið fram á til að redda þjóðinni úr næstu kreppum náinnar framtíðar ? Verður það krafan um að lögleiða ræktun og sölu á hassi ? Ræktun á kóka plöntunni á umhverfisvænan hátt í gróðurhúsum með jarðhita okkar ? Verða það spilavíti að hætti Las Vegas, eða verða það vændishús ? Allt ( nema Kóka ræktun vona ég)  er þetta starfsemi sem nú þegar er til staðar á Íslandi en í felum og vissulega búið að fjárfesta helling í og skapa mikið af störfum. Og allt er þetta starfsemi sem er lögleg víða um heim. Eigum við að taka allt upp sem önnur lönd gera ?   Ætlum við þá að láta þau rök verða til þess að breyta lögum svo þeir sem þau fyrirtæki eiga, fari ekki í þrot ?  Allt þetta mundi vissulega vera lyftistöng og auðga mannlíf um allar koppagrundir og hala inn hellings mörgum krónum í kassann og fjölga störfum, engin spurning. Ef þetta á að verða , að áfengislögum verði breytt, er þá ekki lágmarkskrafa að þjóðin fái að sjá skriflega yfirlýsingu og meðmæli sérfræðinga okkar sem við erum stöðugt minnt á að treysta, að þeir þá færi fyrir því fræðileg rök af hverju auka eigi aðgengi að áfengi í landinu, sem og skriflega yfirlýsingu og meðmæli frá Lögregluyfirvöldum, SÁÁ,  Vogi og fleiri aðilum sem hafa sérfræðinga innanborðs og þekkingu á því hvað neysla áfengis gerir heilsu fólks, fjárhag, fjölskyldum, slysum ofl sem eru bein afleiðing áfengisneyslu. Og um leið að færð séu rök fyrir því og meðmæli frá sömu sérfræðingum, af hverju rétt er að auka aðgengi að algjörlega ónauðsynlegri vöru sem tekur um 3 milljónir mannslífa á ári hverju í heiminum á sama tíma og búið er nánast að loka heiminum að ráðleggingum sérfræðinga vegna Covid, sem hefur nú tekið um 1 milljón mannslífa. Áfengissýki smitar líka heldur betur þó það sé ekki með sama hætti og Covid. Og rústar lífum fólks og dregur miklu fleiri til dauða en Covid hefur gert hingað til. Af hverju erum við þá ekki tilbúin til að bjarga lífum fólks sem ofnotar áfengi eins og við erum tilbúin að fórna öllu nú til að bjarga lífum fólks vegna Covid og gerum allt sem hægt er til að hefta útbreiðsluna ? Af hverju stendur vilji sumra ráðamanna til þess að stuðla að fleiri andlátum af völdum áfengisneyslu ?  Þetta skýtur skökku við og við eigum ekki að leyfa hagnaðarþörf örfárra að fá að ráða því að auðvelda og auka aðgengi að áfengi með sölu á netinu og í brugghúsum og víðar. Aldrei. Að auki er það fyrsta skrefið í áttina að því að koma svo áfenginu í allar matvörubúðir og einkavæða ÁTVR eins og búið er að reyna að gera í áraraðir. Ætlar fólk nú að treysta misvitrum stjórnmálamönnum okkar fyrir lífum og heilsu landsmanna, eða ætlum við að halda okkur við að treysta sérfræðingum okkar eins og við höfum gert í Covid ? Vonandi ber okkur gæfa til að hafna þessu frumvarpi. Virðingarfyllst, Hjördís ( maður minn Anton setur þetta inná gáttina í sínu nafni þar sem ég er ekki með rafræn skilríki, það hlítur að vera í lagi). 

Afrita slóð á umsögn

#120 Helgi Ólafsson - 11.10.2020

Tilkoma smærri handverksbrugghúsa hefur verið kærkomin í mörgum smærri byggðarlögum víða um land. Skapað ný störf og aukið á fjölbreytni í atvinnumöguleikum víða þar sem einsleitni á vinnumarkaði hefur verið viðvarandi.

Ef smærri brugghúsum yrði leyfilegt að selja framleiðslu sína á framleiðslustað myndi það, án nokkurs vafa, ýta enn frekar undir atvinnusköpunina. Auk þess að get gert mikið til að auðga mann- og menningarlíf í mörgum smærri byggðarlögum.

Ef brugghúsunum yrði svo gert kleift að selja framleiðslu sína í gegnum vefverslun kæmi það til með að styrkja rekstrargrundvöll þeirra enn frekar. Sér í lagi á þeim tímum sem við nú lifum þar sem fyrirtæki í verslun og þjónustu, sérstaklega þau sem hafa gert út á ferðamennsku líkt og mörg hinna smærri handverksbrugghúsa, róa lífróður í ólgusjó sóttvarnaraðgerða og hruns í ferðamennsku.

Þar með væri hægt að viðhalda störfum, sem annars væru í mikilli hættu að hverfa, í mörgum hinna dreifðari byggða. Það gæti jafnvel orðið örlítið lóð á vogarskálarnar í átt frá auknu atvinnuleysi með sköpun enn fleiri starfa.

Afrita slóð á umsögn

#121 Vigfús Þór Hróbjartsson - 12.10.2020

Undirritaður sem einn meðeigandi Smiðjunnar Brugghús í Vík í Mýrdal tekur í öllum megin atriðum undir umsögn Samtaka íslenskra handverksbrugghúsa um frumvarp til breytinga á áfengislögum er varðar heimild til sölu smærri framleiðenda áfengis beint frá framleiðslustað. Slíkt leyfi mun hjálpa litlum framleiðendum áfengis að koma framleiðslu sinni á markað og styðja við rekstur smærri framleiðenda. Slík heimild er ekki síður mikilvæg brugghúsum á landsbyggðinni sem hafa skertan aðgang að þjónustu Áfengisverslunar Ríkisins m.t.t . staðsetningar. Brugghús á landsbyggðinni treysta að sama skapi að töluverðu leiti á sölu vörunnar til ferðamanna, þótt svo að niðursveifla sé í þeim geira eins og sakir standa. Það er því mikilvægt okkur minni framleiðendum að hægt sé að selja og markaðsetja vöru í heimabyggð og að hægt sé að selja hana beint út úr húsi. Í stað þess að vísa fólki á að hugsanlega sé hægt að nálgast vöruna í Áfengisverslun Ríkisins nema hún sé ekki seld á útsölustöðum á landsbyggðinni, sé uppseld eða hafi ekki fengið pöntun frá söluaðila.

Tekið er undir umsögn Samtaka Íslenskra handverksbrugghúsa þar sem lagt er til að framleiðendur sem ekki framleiða bjór séu ekki undanþegnir framleiðslusöluleyfi á grundvelli þess að þeir gera ekki áfengi úr möltuðu eða ómöltuðu korni. Framleiðendur áfengis eins og mjaðar sem gerður er úr hunangi, síder úr eplum, vín úr berjum og öðrum hráefnum, ættu ekki að vera útilokaðir frá að geta fengið framleiðslusöluleyfi.

Að sama skapi er vakin athygli á að hámark 500 þúsund lítra ásframleiðsla á bjór útilokar stærsta sjálfstæða handverksbrugghús landsins frá því að fá framleiðslusöluleyfi. Réttast væri að miða við 1 milljón lítra eins og Samtök íslenskra handverksbrugghúsa gera fyrir aðild að þeim samtökum, sem þó er ekki nema um 3,5% af íslenska bjórmarkaðinum.

Jafnframt er vakin athygli á að hámark miðað við 12% áfengismagns af rúmmáli útilokar þá framleiðendur sem gera eimaða drykki, þó svo þeir séu gerðir alfarið á framleiðslustað úr möltuðu eða ómöltuðu korni. Framleiðendur sem gera eimaða drykki frá grunni, í stað þess að flytja inn iðnaðarspíra til eimingar, ættu að geta fengið framleiðslusöluleyfi eins og aðrir sem gera sitt áfengi frá grunni.

Að mati undirritaðs ætti að sama skapi að opna á leyfi til áfengissölu í gegnum vefverslun innanlands. Það skýtur skökku við að unnt sé að versla áfengi í gegnum vefverslanir erlendis frá en að innlendum framleiðendum sé ekki heimilað að stunda slíka verslun. Það er í besta falli tímaskekkja og ekki til þess fallið að auðvelda litlum brugghúsum að koma framleiðslu sinni á framfæri í því erfiða rekstrarumhverfi sem framleiðendum er sett í dag gagnvart álagningu hins opinbera á framleiðsluna og einokun áfengisverslunar Ríkisins á smásölu áfengis.

Þótt svo að opnað verði fyrir ofangreindar heimildir er varðar sölu á framleiðslu á staðnum og vefverslun er vandséð að aðgengi verði svo mikið betra fyrir almenning að lýðheilsumarkmið ríkisins muni bíða þess hnekki. Aðgengið er til staðar nú þegar en ekki fyrir alla framleiðendur. Hver sá sem vill ná sér í eina af þeim tegundum sem stærri brugghús landsins og heimsins framleiða geta nálgast þá framleiðslu hvenær sem þeim svo hentar á opnunartíma Vínbúðarinnar hvar sem er á landinu. Sá hinn sami getur verslað bjór á netinu frá handverksbrugghúsi í Evrópu og fengið vöruna til sín á 1-3 dögum. Aðgengið er til staðar. Handverksbrugghúsið stendur höllum fæti gagnvart öðrum aðilum í sama geira þar sem þessi sami aðili getur eingöngu nálgast vörur frá þeim í völdum verslunum Vínbúðarinnar, ef að varan hefur hlotið samþykki og verið pöntuð á annað borð. Viðkomandi getur ekki pantað vöruna á netinu og viðkomandi getur ekki gert sér ferð á staðinn til að versla dósir eða flöskur beint frá framleiðanda. Aukið aðgengi að vörum handverksbrugghúsa mun þar af leiðandi ekki hafa neinar afleiðingar fyrir lýðheilsu þjóðarinnar þar sem aðgengið að sambærilegum vörum frá öðrum framleiðendum er til staðar nú þegar. Neytandinn þarf bara að sætta sig við að fá eldri og verri vöru en hann gæti að öðrum kosti fengið beint frá sínu handverksbrugghúsi.

Afrita slóð á umsögn

#122 Samtök ferðaþjónustunnar - 12.10.2020

Ágæti viðtakandi,

Í viðhengi er umsögn Samtaka ferðaþjónustunnar um drög að frumvarpi til breytinga á áfengislögum.

Ég væri þakklátur fyrir staðfestingu á móttöku.

Með góðum kveðjum

F.h. SAF

Gunnar Valur Sveinsson

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#123 Kristleifur Skarphéðinn Brandsson - 12.10.2020

Til að byrja með vil ég taka fram að mín skoðun sem neytanda, er sú að framboð og úrval á áfengum drykkjum sé gott og það fyrirkomulag sem við höfum haft undanfarna áratugi er mjög gott, þ.e. að sala á áfengi sem er vímuefni, sé í höndum ÁTVR. ÁTVR er með margar og góðar búðir út um allt land þannig að aðgangur að áfengi er gott. Áfengi er ekki eins og hver önnur neysluvara, áfengi er vímuefni og því þarf að meðhöndla framboð og sölu þess með það í huga.

Þessi drög bera þess merki að vera skrifuð fyrir þá sem framleiða og flytja inn áfenga drykki á Íslandi. Eðlilega vilja þeir auka sölu á sinni framleiðslu og að auka aðgengi almennings að þeirri vöru sem þeir selja.

Frumvarp þetta hefur gríðarlega mikið að gera með lýðheilsu en það er alls ekkert fjallað um þau mál í þessum drögum. Ég fann eina setningu í drögunum sem lúta að lýðheilsu.

"Ekki er talið að þessi

breyting muni hafa teljandi áhrif á lýðheilsu þjóðarinnar þrátt fyrir að breytingin feli í sér

fjölgun á áfengisútsölustöðum."

Ekki er TALIÐ að þessi breyting hafi áhrif!. Hér væri nú í lagi að vitna í einhverjar rannsóknir eða einhver töluleg gögn sem styðja þessa fullyrðingu.

Til eru óteljandi rannsóknir sem WHO (Alþjóða heilbrigðisstofnunin) hefur gert sem benda til þess að aukið aðgengi að áfengi og aukinn sýnileiki áfengis eykur neyslu áfengis. Var eitthvað gluggað í þessar rannsóknir við vinnslu þessara draga? Var haft samráð við WHO? Var haft samráð við Landlækni?

Ein helstu rökin fyrir því að leyfa netverslun með áfenga drykki sem nefnd eru í þessu drögum er sú að nú þegar geti Íslendingar keypt áfenga drykki á netinu í gegnum erlendar síður. Eru til einhver töluleg gögn um það hversu mikil þessi verslun er eða er það bara TALIÐ að hún sé mikil?

Ef þessi innflutningur skekkir samkeppnisstöðu íslenskra framleiðanda er þá nokkuð mikið mál að gera breytingar á lögum þannig að einstaklingar megi ekki flytja inn áfengi.

Mér finnst einnig ansi skondið að í þessum drögum er áhersla lögð á að sýnileiki vörunnar má ekki vera mikill og að ekki sé verið að leyfa auglýsingar á áfengi í þessum lögum. Passað verði uppá að þegar viðskiptavinur nær í vöru sína að þar sjáist ekkert áfengi.

Eftir því sem ég best veit þá stendur til að breyta lögum um auglýsingar á áfengi og hljóma því þessar takmarkanir mjög undarlega miðað við það.

Margt af því sem ég vil segja gegn þessum drögum hefur komið fram frá öðrum aðilum sem hafa sent hér inn athugasemdir.

Ég vil lýsa yfir stuðning við að brugghús fái að selja sína vöru á framleiðslustað án þess að fara í gegnum ÁTVR.

Á litlu landi eins og Íslandi þá er lítið mál fyrir brugghús með góða vöru að koma sýnum vörum á framfæri í gegnum gott orðspor. Fréttir af góðum bjór berast hratt :-)

Afrita slóð á umsögn

#124 Skeljungur hf. - 12.10.2020

Skeljungur hf. fagnar þessu frumvarpi og telur það nauðsynlegt skref í að jafna samkeppnisstöðu hvað varðar sölu á áfengi. Nú þegar er unnt að panta áfengi á netinu erlendis frá og tímabært er að gera slíkt kleift innanlands.

Afrita slóð á umsögn

#125 Félag atvinnurekenda - 12.10.2020

Umsögn Félags atvinnurekenda er í viðhengi. Fylgiskjöl verða send á ráðuneytið.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#126 Bjórland ehf. - 12.10.2020

Það er gleðiefni að frumvarp um þessar mikilvægu og löngu tímabæru breytingar sé formlega komið á borð ríkisstjórnarinnar og á þingmálaskrá. Breytingar á lögum þessum munu jafna stöðu íslenskra smábrugghúsa gagnvart brugghúsum á alþjóðlegum markaði, ekki síst á EFTA svæðinu.

Bjórland styður breytingar þær sem lagðar eru til en þó með nokkrum fyrirvörum. Hér að neðan er útlistun á athugasemdum Bjórlands, grein fyrir grein.

Athugasemdir

"Í 1. og 2. gr. eru lagðar til breytingar á 3. og 4. gr. áfengislaga sem leiða af því sem lagt er til í frumvarpinu að heimilt verði að veita einstaklingum og lögaðilum leyfi til smásölu á áfengi í vefverslun og á framleiðslustað."

Eins og staðan er má með löglegu móti fá heimsendan bjór eða annað áfengi. Skilyrðin eru einföld: Sendingaraðilinn má ekki vera íslenskur einstaklingur eða lögaðili. Þetta skekkir stöðu íslenskra einstaklinga og lögaðila í áfengisframleiðslu tilfinnanlega. Þessi grein mun styrkja stöðu þessara aðila.

Þess má þó geta að skilyrðin sem sett eru síðar í frumvarpinu eru einungis til þess fallin að jafna stöðu tiltekinna brugghúsa gegn erlendum aðilum. Það er einungis hliðrun á óréttlætinu sem núgildandi löggjöf felur í sér, en þó þannig að það styrki þá aðila sem mest þurfa á breyttri löggjöf að halda.

"Í 4. gr. er lagt til að bætt verði við áfengislög grein um vefverslunarleyfi, 9. gr. a, sem veiti leyfishafa heimild til að selja áfengi í smásölu í gegnum vefverslun. […] Sótt skal um leyfi til sýslumanns og þarf umsækjandi að uppfylla skilyrði og kröfur 5. gr. áfengislaga."

Þetta felur ekki í sér breyttar kröfur til einstaklinga og lögaðila sem vilja stofna vefverslanir, en 5. gr. laganna mun taka breytingum sem skekkja stöðu tiltekinna brugghúsa meir en rök eru fyrir. Sjá neðar í skjalinu.

"Afhending áfengis sem selt er á grundvelli vefverslunarleyfisins skal einungis fara fram á milli kl. 8.00 að morgni og 21.00 að kvöldi."

Hvaðan þessi tímasetning kemur er óljóst. Þjónustuaðila sem sinna heimsendingum, hvort sem er Pósturinn, TVG eða aðrir, hafa haft þann háttinn á um árabil að heimsendingar eiga sér stað á milli 17:00 og 22:00. Það er erfitt að sjá hvaða rök gefa tilefni til að binda áfengisafhendingu við 21:00 frekar en 22:00.

"Í ljósi þess að afhending áfengis mun almennt séð ekki fara fram á starfsstöð leyfishafans er lagt til að gerðar verði strangari kröfur til sönnunar á aldri viðtakanda en gert er í 18. gr. áfengislaga. Afhending áfengis á grundvelli leyfisins má einungis fara fram ef viðtakandi sannar með skilríki með mynd eða á annan fullnægjandi hátt að hann sé orðinn 20 ára, þ.m.t. með rafrænum hætti sé þess kostur. Felur þetta í sér að neytandi þarf í öllum tilvikum að sanna aldur sinn þegar afhending áfengis fer fram á grundvelli leyfisins. Skiptir í því sambandi engu máli hvort leyfishafinn eða undirverktaki, þ.e. afhendingaraðili á hans vegum á borð við póstþjónustu, afhendi áfengið. Brot gegn þessu ákvæði kann bæði að leiða til þess að leyfishafinn verði áminntur eða sviptur leyfi sínu og enn fremur að sá aðili sem afhenti vöruna baki sér refsiábyrgð í samræmi við 18. og 27. gr. áfengislaga."

Bjórland tekur heilshugar undir þetta en við sjáum ástæðu til að spyrja af hverju Vínbúðin þurfi ekki að fylgja jafn ströngum fyrirmælum? Alltaf ætti að sanna aldur á sannanlegan hátt, hvort sem áfengið er afhent hjá vínbúðinni, hjá brugghúsum eða í heimsendingu.

"Framleiðslusöluleyfi má veita handhafa framleiðsluleyfis sem framleiðir ekki meira en 500.000 lítra af áfengi á almanaksári."

Hér er eins og horft sé framhjá skilgreiningum samtaka handverksbrugghúsa um hvað handverksbrugghús og/eða smáframleiðendur eru. Sé ætlunin að styðja við handverksbrugghús er ágætt að útiloka ekki t.d. Kalda frá leyfinu. Þegar út í það er farið þá er þetta einmitt eitt dæmi um það hvar lagabreytingartillagan færir óréttlæti núgildandi fyrirkomulags bara til, fremur en að afnema það. Heilt yfir ætti það sama að ganga yfir öll brugghús, en ekki bara sum sem skilgreind eru af einhverskonar handahófi.

"Handhafa framleiðsluleyfis er einungis heimilt að selja áfengt öl sem inniheldur ekki meira en 12% af hreinum vínanda að rúmmáli og er gerjað úr möltuðu eða ómöltuðu korni"

Það er óljóst hvaðan þessi tala, 12%, er tekin. Skilningur laganna á léttu og sterku áfengi er að áfengi sem er 21% vínandi að rúmmáli teljist til sterks áfengis, en allt þar undir sé létt áfengi (6. gr. 96/1995). Þessi tala er ekki rökstudd í frumvarpinu og virðist bara til þess gerð að útiloka án ástæðu. Ef binda ætti sölu áfengis frá brugghúsum og í vefsölu við tiltekna áfengisprósentu væri eðlilegast að nýta núgildandi skilgreiningar, nú eða breyta þeim. - Heilt yfir þá má geta þess að í dag er löglegt að kaupa sterkt áfengi, svo sem Whiskey eða Vodka, í heimsendingu, svo fremi sem seljandi er erlendur einstaklingur eða lögaðili. Enn og aftur horfum við því á hliðrun óréttlætisins fremur en lausn þess.

"Þá er vísað til þess í frumvarpinu að hið áfenga öl skuli gerjað úr möltuðu eða ómöltuðu korni og er það m.a. gert til þess að eyða öllum vafa um að áfengir gosdrykkir, t.d. síderar, falla ekki undir söluheimildir leyfisins."

Hvers vegna leyfið til sölu á framleiðslustað eða í vefverslun er bundið við drykki sem gerjaðir eru úr möltuðu eða ómöltuðu korni er óljóst. Þessi skilgreining virðist, líkt og aðrar í frumvarpinu, vera úr lausu lofti gripin og til þess fallin að útiloka ákveðnar tegundir og/eða framleiðendur að ástæðulausu. Þess misskilnings gætir enn fremur að síder sé áfengur gosdrykkur. Síder er það ekki frekar en bjór. Hvort tveggja eru drykkir sem kolsýrast með náttúrulegum (og/eða með innspýtingu kolsýru) hætti. Þessi skilgreining myndi einnig útiloka mjöð og berjavín sem eru framleidd t.d. af Öldur og OG Natura. Ef einhverja skilgreiningu um notkun hráefna ætti að beita þá væri hugsanlega einna helst hægt að binda leyfið við vörur sem framleiddar eru úr náttúrulegum hráefnum, s.s. eplum, perum eða öðrum ávöxtum í tilfelli síders, hunangs í tilfelli mjaðar o.s.frv. - Heilt yfir má þess einnig geta að löglegt er að kaupa síder/mjöð og fá sent heim, svo fremi sem seljandinn er ekki íslenskur einstaklingur eða lögaðili. Hliðrun óréttlætis en ekki lausn.

Bjórland er fyrirtæki sem sérhæfir sig í sölu á íslensku handverksöli (bjorland.is)

f.h. Bjórlands

Þórgnýr Thoroddsen

thorgnyr@bjorland.is, 7700502

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#127 Bindindissamtökin IOGT - 12.10.2020

IOGT á Íslandi leggst alfarið gegn þessum hugmyndum um breytingar á áfengislögum. Dómsmálaráðherra hefur margreynt að koma þessum hugmyndum í gegn. Núna vill hún bæta við undanþágum á einokun ÁTVR á smásölu áfengis. Meðal annars að heimila innlenda vefverslun með áfengi til neytenda í smásölu og að heimila framleiðendum áfengis að selja áfengi til neytenda á framleiðslustað. Áformin fjalla um breytingar á áfengislögum nr. 75/1998 og lögum nr. 86/2011 um verslun með áfengi og tóbak.

Í dag hefur Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins einokun á smásölu áfengis til neytenda. Það er ekki að ástæðulausu. Þetta fyrirkomulag kom á sínum tíma til af illri nauðsyn til að draga úr neikvæðum afleiðingum áfengisneyslu og auka lýðheilsu í samfélaginu. Aðstæðurnar í dag eru að mörgu leyti fordæmalausar. Reynslan af núverandi fyrirkomulagi er góð. Önnur ríki heims líta til okkar sem fyrirmynd og hafa nokkur ríki tekið upp okkar forvarnastefnu sem byggir í grunninn á sterkum lögum. Mikilvægt er að einkasala ríkisins haldist því að áfengi er engin venjuleg neysluvara. Árið 1995 var einkaréttur Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins til innflutnings á áfengi afnuminn og talar ráðherrann mikið um þau mistök sem þar voru gerð. Í þeirri lagabreytingu var ekki lokað fyrir að almenningur gæti flutt áfengi til landsins, þó að til einkaneyslu væri. Þessi hvati áfengisiðnaðarins hefur ýtt undir meiri neyslu. Eðlilegt er að þessi breyting verði afturkölluð til að fjarlægja þennan ágóðahvata áfengisiðnaðarins, í það minnsta að setja ákvæði um að almenningur geti ekki flutt inn áfengi því hér er um einstakt eitur að ræða. Allar rannsóknir sýna að aukið aðgengi ýtir undir aukna neyslu.

Meirihluti þjóðarinnar vill óbreytt áfengislög. Ekki má gleyma að áfengisiðnaðurinn beitir ógeðfelldum aðferðum til að telja almenningi trú um þörfina fyrir vímuefni og ýtir alla daga undir meiri neyslu. Rætt hefur verið um nauðsyn þess að jafna stöðu innlendrar verslunar við þá erlendu með skírskotun til jafnræðis. Slíkt fæst ekki staðist og sannast það með dómum sem fallið hafa hjá Evrópusambandinu. Það má hafa lög um einkasölu ÁTVR á Íslandi.

Frumvarpið leyfir kaupanda að sækja áfengið á „starfstöð“, sem leyfir þar með að Hagkaup og Costco og slíkar verslanir geta verið með áfengisvefverslun og afgreitt yfir afgreiðsluborð inni í sínum verslunum. Þannig verður farið fram hjá smásölubanninu og ÁTVR sniðgengið og þannig lagt niður.

Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að mæta kröfum minni áfengisframleiðanda, sérstaklega á landsbyggðinni, um að heimilt verði að selja áfengi í smásölu til neytenda. Aukið frelsi áfengisiðnaðarins til að markaðssetja áfengi eykur neyslu. Smásala á að vera í höndum ÁTVR til að draga sem mest úr skaðlegum áhrifum neyslunnar. Hagnaðarhvati framleiðanda er gríðarlegur og ýtir margfalt undir aukna neyslu. Áfengi er engin venjuleg neysluvara. Það er stefna hins opinbera að vernda samfélagið fyrir skaðlegum áhrifum áfengis og annarra vímuefna og draga úr neikvæðum afleiðingum neyslunnar. Börn og ungmenni eru sérstaklega útsett fyrir markaðssetningu, og neyslu foreldra og annara fullorðinna.

Stefna hins opinbera við að styðja við öflugt og fjölbreytt atvinnulíf, sérstaklega á landsbyggðinni getur ekki falið í sér að styðja eiturlyfjaframleiðslu sem bitnar á þjóðinni með auknum neikvæðum áhrifum áfengisneyslu eins og heilbrigðisvanda, löggæslukostnaði o.s.frv. Samfélagslegur kostnaður áfengisneyslu er margfalt hærri en þær tekjur sem koma inn. Áfengisiðnaðurinn hindrar og kemur í veg fyrir að við náum 14 af 17 Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun, fyrir árið 2030. Það er galið er að halda því fram að áform um þessar lagabreytingar séu ekki andstæð lýðheilsusjónarmiðum hins opinbera. Hér er ekki bara verið að tala um einhverjar smábreytingar heldur er verið að brjóta niður forvarnir, þar á meðal að rústa ÁTVR.

Einkaaðilar sem eiga sér hagnaðarvon með áfengissölu neyta allra leiða til að auka söluna og þessi hagnaðardrifni þrýstingur eykur neyslu. Allir sjá að þessar tillögur fara gegn stefnu hins opinbera í vímuefnamálum. Áformin ganga út á að gefa áfengisiðnaðinum meira frelsi til að markaðssetja ólýðheilsuvæna vöru á kostnað almennings og gengur það gegn stjórnarskrárvörðu frelsi einstaklings til að vera laus undan þrýstingi áfengisiðnaðarins.

Samfélagið á ekki að afhenda frelsi sitt til ítrustu og þröngra hagsmuna áfengisiðnaðarins. Áformin ganga einnig gegn öðrum þjóðréttarskuldbindingum eins og Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem ítrekar að börn og ungmenni eigi að vera laus undan þrýstingi áfengisiðnaðarins. Áformin varða jafnréttisákvæði stjórnarskrárinnar þar sem áfengisiðnaðurinn ýtir undir neikvæðar ímyndir kvenfólks og hlutgerir þær. Lýðheilsusjónarmið, Barnasáttmáli og Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna ganga framar hagsmunum áfengisiðnaðarins.

Hvað varðar ákvæði EES-samningsins um ríkisaðstoð, tæknilegar reglur um vöru og fjarþjónustu eða frelsi til að veita þjónustu, þarf engu að breyta því að okkar sérákvæði í íslenskum lögum ná lengra og standast fullkomlega skoðun samanber dóma Evrópusambandsins. Taka þarf tillit til grundvallarlöggjafar sem tengjast löggæslu, heilbrigðisstefnu, barnavernd, menntun og fleiru því sannarlega hefur áfengisneysla neikvæð áhrif á svo marga þætti samfélagsins. Mikilvægt er muna að þegar talað er um breytingar á lögum um áfengi eða önnur vímuefni hefur það áhrif á flest svið mannlífs í landinu.

Áform, Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra um breytingar á áfengislögum hafa áhrif á verksvið allra ráðuneyta, tapaðar tekjur á einkasölu, aukin útgjöld í heilbrigðisþjónustu, dómgæslu, löggæslu, fangelsismál, umhverfismál o.fl. Allir sjá að undirbúningur frumvarpsins hefur verið fátæklegur, byggður á ítrustu hagsmunum áfengisiðnaðarins og sneitt hjá þeim sem vinna í forvörnum og meðferð. Og hvergi er vitnað í heimildir.

Svíar áætla að neysla áfengis myndi aukast hjá sér um meira en 30 % ef einkasala ríkisins yrði lögð niður. Samfélagslegur tjón Íslands vegna áfengisneyslu myndi hækka úr 120 milljörðum á ári í allt að 180 milljarða ári ef einkasala ríkisins yrði eyðilögð og áfengissala gróðavædd.

Framlag dómsmálaráðherra til Bleiks októbers er frumvarp sem eykur neyslu á áfengi, þekktum krabbameinsvaldi, sem veldur m.a. brjóstakrabbameini.

Dómsmálaráðherra hefur boðað að á eftir þessu frumvarpi komi frumvarp sem leyfir áfengisauglýsingar. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin, WHO, leggst gegn áfengisauglýsingum og telur best að þær séu ekki leyfðar. Líklega kemur síðan fram frumvarp frá Áslaugu Örnu sem lækkar áfengiskaupaaldurinn.

Að lokum – nú þegar COVID geisar og eins og þeir sem þekkja til í löggæslu-, heilbrigðis- og félagsmálum benda á og vara við aukinni heimadrykkju með tilheyrandi áfengisvandamálum og auknu heimilisofbeldi þá kemur dómsmálaráðherra með frumvarp sem eykur neyslu áfengis. Hún gengur gegn tilmælum Landlæknis og gegn tilmælum Alþjóðaheilbrigðisstofnunnar, WHO, sem vara eindregið við notkun áfengis, sérstaklega nú á tímum COVID.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#128 Guðlaug Birna Guðjónsdóttir - 12.10.2020

Ég starfa hjá Krabbameinsfélagi höfuðborgarsvæðisins, hef unnið að forvarnarmálum mjög lengi og hef mikinn áhuga á lýðheilsumálum. Áfengi er engin venjuleg neysluvara. Áfengi er vara sem veldur tjóni meðal einstaklinga, fjölskyldna og í öllu samfélaginu. Krabbamein er stór áhættuþáttur fyrir krabbamein. Þar af leiðandi get ég ekki mælt með frumvarpi dómsmálaráðherra, frumvarpi sem stuðlar að auknu aðgengi áfengis og gengur þannig þvert á stefnu t.d. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO). Stofnunin hefur um áratugaskeið lagt til við aðildarþjóðir sínar að unnið verði markvisst að því að draga úr heildarneyslu áfengis, ekki síst með því að takmarka framboð á áfengi. Í pósti frá Evrópudeild Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar síðan í sumar er minnt á: „Be aware that websites and social media posts offering online sale and home delivery of alcoholic beverages can lead to increased alcohol consumption and may easily target children.” (https://www.euro.who.int/__data/assets/pdf_file/0010/437608/Alcohol-and-COVID-19-what-you-need-to-know.pdf?ua=1)

Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er talað um að leggja sérstaka áherslu á forvarnir og lýðheilsu. Frumvarp dómsmálaráðherra gengur í berhögg við þann sáttmála.

Guðlaug B. Guðjónsdóttir

Afrita slóð á umsögn

#129 Samtök atvinnulífsins - 12.10.2020

Góðan dag,

Meðfylgjandi er umsögn Samtaka atvinnulífsins um málið.

Virðingarfyllst,

f.h. SA,

Heiðrún Björk Gísladóttir

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#130 Stefán Þór Kjartansson - 12.10.2020

Er ekki fylgjandi áfengissölu á netinu það mun auka neyslu hjá börnum, unglingum og hjá fullornum sem eiga við áfengisvanda að stríða.

Afrita slóð á umsögn

#131 SVÞ-Samtök verslunar og þjónustu - 12.10.2020

Meðfylgjandi er umsögn SVÞ - Samtaka verslunar og þjónustu um frumvarp til breytinga á áfengislögum, sala á framleiðslustað.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#132 Barnaheill - Save the Children á Íslandi - 12.10.2020

Umsögn Barnaheilla – Save the Children á Íslandi um frumvarp í til breytinga á áfengislögum, sala á framleiðslustað og sala í vefverslunum. Mál nr. 200/2020.

Barnaheill – Save the Children á Íslandi hafa haft ofangreint mál til umsagnar og vilja koma eftirfarandi á framfæri við ráðuneytið:

Samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sbr. lög nr. 19/2013, eiga öll börn rétt á bestu mögulegu lífsskilyrðum og rétt á þeirri vernd og umönnun sem velferð þeirra krefst. Skulu aðildaríki í því skyni gera allar nauðsynlegar ráðstafanir á sviði löggjafar og stjórnsýslu til að tryggja að svo megi verða. Að mati Barnaheilla stríðir það gegn Barnasáttmálanum og Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna að auka frelsi varðandi áfengissölu og auðvelda aðgengi að áfengi og standa því gegn því að frumvarp þetta verði að lögum.

Á Íslandi náðist mikill árangur í forvarnastarfi gegn áfengi og vímuefnum um árabil og líta margar þjóðir til þess hvaða leiðir voru farnar hér á landi til að stuðla að þeim. Aukið frjálsræði í áfengissölu stofnar þeim árangri í hættu að mati Barnaheilla.

Áfengisneysla er að mati Barnaheilla ekki börnum fyrir bestu og tillögur um að fjölga útsölustöðum áfengis, þ.á m. með netverslun með áfengi, því andstæðar hagsmunum barna. Barnaheill telja að hagsmunir barna skuli vega þyngra en hagsmunir þeirra sem selja áfengi. Hagsmunir barna felast ekki einvörðungu í því að vera vernduð gegn því að neyta áfengis sjálf, heldur ekki síður og sérstaklega í því að vera vernduð gegn áfengisneyslu foreldra sinna.

Stjórnvöld þurfa við ákvarðanir sem varða börn að hafa það sem barni er fyrir bestu í forgrunni. Barnaheill gera athugasemdir við það að í drögum frumvarpsins er ekki að finna umfjöllun um mat á áhrifum aukins aðgengis að áfengi á börn. Af 3. grein Barnasáttmálans leiðir að slíkt hagsmunamat skuli fara fram við ákvarðanir sem haft geta áhrif á börn.

Barnaheill hafa Barnasáttmálann að leiðarljósi í öllu sínu starfi og leggja sérstaka áherslu á vernd gegn ofbeldi á börnum, bann við mismunun og að allar ákvarðanir sem varða börn séu teknar með það að leiðarljósi hvað þeim er fyrir bestu.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#133 Krabbameinsfélag Íslands - 12.10.2020

Í drögum að frumvarpi dómsmálaráðherra sem felur í sér breytingu á áfengislögum, lögum um verslun með áfengi og tóbak og jafnframt lögum um aukatekjur ríkissjóðs með síðari breytingum, er lagt til að starfrækja hér á landi netverslanir með áfengi og að leyfa smærri brugghúsum að selja áfengt öl í smásölu á framleiðslustað.

Eins og Félag atvinnurekenda bendir réttilega á í sinni umsögn er mjög líklegt að ef frumvarpið yrði samþykkt yrðu til tugir smásöluverslana sem myndu selja bjór í samkeppni við ÁTVR, því ekkert yrði því til fyrirstöðu að stofnsetja hér bruggkrár sem gætu komið sér fyrir í verslunarkjörnum og víðar og selt vöru sína í samkeppni við ÁTVR. Stóraukin netsala er einnig fyrirsjáanleg ef frumvarpið nær fram að ganga, bæði á vegum innlendra framleiðenda og innflytjenda áfengis. Reikna má með að matvöruverslanir komi inn á þennan markað.

Allt þetta mun auka til mikilla muna aðgengi að áfengi frá því sem nú er og mun efalítið kippa rekstargrundvellinum undan ÁTVR. Erlendar rannsóknir sýna svo ekki verður um villst að aukið aðgengi að áfengi hefur ætíð þau áhrif að auka verulega áfengisneyslu.

Lengi hefur verið vitað að neysla áfengis eykur líkur á krabbameinum í munnholi, koki, barkakýli, vélinda, lifur, brjóstum, ristli og endaþarmi. Áfengi veldur til dæmis 5% brjóstakrabbameina og 3% krabbameina í ristli og endaþarmi á Norðurlöndum.

Miðað við óbreyttar drykkjuvenjur á Norðurlöndunum má búast við að áfengisneysla muni valda 83.000 krabbameinstilfellum næstu 30 árin. Ef drykkja minnkaði og helmingur þeirra sem drekka 1-4 glös af áfengi á dag myndi hætta að drekka áfengi væri hægt koma í veg fyrir 21.500 krabbameinstilvik.

Alþjóðaheilbrigðisstofnunin leggur þunga áherslu á mikilvægi þess að draga úr áfengisneyslu til að bæta heilsufar þjóða. Ennfremur hefur stofnunin ítrekað bent á að langáhrifaríkustu aðferðirnar til að minnka áfengisneyslu séu í höndum stjórnvalda; verðstýring, aðgangstakmörkun og auglýsingabann. Því miður hefur fræðsla ekki nærri eins mikil áhrif og þessar takmarkanir.

Afleiðingar aukins aðgengis að áfengi hafa verið margrannsakaðar og þær hafa meðal annars bein áhrif til fjölgunar dauðsfalla af völdum krabbameina. Sænsk rannsókn á áhrifum þess ef aflétt yrði ríkiseinokun í Svíþjóð sýndi að drykkjan myndi aukast um 20% ef einkareknar sérverslanir tækju við sölunni, en um 31% ef það yrðu almennar verslanir. Áfengistengd dauðsföll vegna krabbameina myndu aukast um 18% ef áfengi færi í sérverslanir og um 29% ef það færi í almennar verslanir.

Ákvarðanir stjórnvalda hljóta alltaf að byggja á bestu þekkingu. Augljóst er að ekki fer saman að Alþingi leyfi frjálsari verslun með áfengi, sem mun meðal annars fjölga dauðsföllum, sjúkdómum og hækka kostnað í heilbrigðiskerfinu, á sama tíma og vinna á eftir nýrri íslenskri krabbameinsáætlun og lýðheilsuáætlunum með forvarnir að leiðarljósi. Stjórnvaldsaðgerðir hafa skipt sköpum í þeim árangri sem Íslendingar hafa náð í tóbaksvörnum og vekur þessi árangur athygli á heimsvísu. Lærum af reynslunni og vinnum að betri lýðheilsu, til dæmis með aðgangstakmörkunum og skattlagningu.

Krabbameinsfélag Íslands hvetur þjóðkjörna fulltrúa til að nýta möguleika sína til að vinna að aukinni velferð íslensku þjóðarinnar og forgangsraða aðgerðum í þágu bættrar lýðheilsu.

Afrita slóð á umsögn

#134 Olga Pokrovskaya - 12.10.2020

Strongly disagree.

Alcohol consumption is the second biggest risk factor for getting cancer (Rehm, 2018).

The latest research shows, to decrease cancer deaths causing by alcohol use authorities should make stronger prevention policies (Soerjomataram, 2020).

The draft is a misleading strategy for using short term benefit for a few companies, at the expense of social health.

#bleikuroktober

Rehm, J., Shield, K. D., & Weiderpass, E. (2020). Alcohol consumption. A leading risk factor for cancer. Chemico-Biological Interactions, 331, 109280. https://doi.org/10.1016/j.cbi.2020.109280

Soerjomataram, I., Shield, K., Marant-Micallef, C., Vignat, J., Hill, C., Rogel, A., Menvielle, G., Dossus, L., Ormsby, J.-N., Rehm, J., Rushton, L., Vineis, P., Parkin, M., & Bray, F. (2018). Cancers related to lifestyle and environmental factors in France in 2015. European Journal of Cancer, 105, 103–113. https://doi.org/10.1016/j.ejca.2018.09.009

Afrita slóð á umsögn

#135 Björn Sævar Einarsson - 12.10.2020

Umsögn um drög að frumvarpi til breytinga á áfengislögum, sala á framleiðslustað – 12.10.2020

Áfengi er engin venjuleg neysluvara. Áfengi veldur gífurlegu samfélagslegu tjóni. Að leggja til breytingar sem munu auka áfengisneysluna eru mikil mistök.

Áfengisforvarnir ríkisvaldsins byggja á fjórum meginstoðum í regluverki: Takmarka aðgengi að áfengi í tíma og rúmi, það er, hvernær og hvar er hægt að kaupa áfengi, aldurstakmörk á neyslu og kaupum á áfengi, og stýringu á verði áfengis, t.d. með áfengisgjaldi (og lágmarksverði á áfengiseiningu eins og gert er í Skotlandi).

Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins, ÁTVR, og einkaleyfi hennar á smásölu áfengis til neytenda er hornsteininn í áfengisforvörnum á Íslandi og er besta leiðin til að þessar meginstoðir virki. Og almenningur vill hafa ÁTVR áfram. Áfengisiðnaðurinn berst hatrammlega fyrir því að leggja ÁTVR niður því þeir vita það þá mun seljast meira áfengi og fleiri munu verða þrælar Bakkusar og þeir munu græða. Ef áfengisala ríksins í Svíþjóð yrði lögð niður er talið að áfengisneysla ykist um meira en 31 %.

Að leyfa brugghúsum að selja áfengi í smásölu, í kippu- og kassavís heggur skarð í þann varnarvegg sem ÁTVR er. Með því að selja áfengi í gegnum ÁTVR þá er tryggt að ekki er selt í gegnum einkaaðila sem reynir að selja sem mest eitur í hagnaðarskyni og hugsar ekkert um tjónið sem eitrið veldur. Sveitarfélög munu tapa margfalt meira á þessarri eiturlyfjaneyslu en þau fá inn frá sölu áfengis.

Þetta frumvarp um vefverslun er í raun tangarsókn að ÁTVR – talað er fjálglega um heimsendingar á eiturlyfinu, áfengi (humarpizza og hvítvín?) og talað um að þetta muni hjálpa litla eiturlyfjaframleiðandum.

En í raun er lokatakmarkið að rústa ÁTVR.

Í dag getur fólk hlaðið niður appi í símann sinn frá t.d. McDonalds og staðið fyrir utan staðinn og pantað. Eða farið inn á staðinn, þar er snertiskjár (sem sendir pöntunina yfir „internetið“) þar sem þú pantar og borgar vöruna og sækir síðan vöruna 10 metra í burtu við afgreiðsluborð. Þetta er það sem yrði sett upp í Hagkaup og Costco um leið og þetta frumvarp yrði að lögum. Og áfengið yrði selt mun ódýrar en í ÁTVR og neyslan og tjónið mun stóraukast. Farið fram hjá smásölubanninu, ÁTVR sniðgengið og þannig lagt niður.

Þetta má ekki gerast.

Dómsmálaráðherra með því að setja fram þessar breytingar þá vinnur hann ekki aðeins gegn markmiðum síns eigin ráðuneytis, heldur líka heilbrigðisráðherra og félags- og barnamálaráðherra. Og samgöngumálaráðherra og sveitarstjórnarráðherra (aukið tjón í umferðinni og þyngri róður hjá sveitarstjórnum vegna aukins álags og skaða vegna áfengisneyslu).

Dómsmálaráðherra vinnur gegn Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem eru lög á Íslandi,

gegn WHO - Global strategy to reduce harmful use of alcohol,

gegn WHO - European action plan to reduce the harmful use of alcohol 2012–2020,

gegn WHO - Global Action Plan for the Prevention and Control of NCDs 2013-2020 og

gegn NDPHS Declaration on Alcohol Policy. Hjá WHO í Evrópu er stefnan að minnka áfengisneyslu í Evrópu um 10 % miðað við árið 2010 fyrir árið 2025. (Á Íslandi vex áfengisneysla). O.s.frv. Dómsmálaráðherra vinnur því gegn utanríkisstefnu Íslands og einnig framlagi þess í þróunarmálum – gegn utanríkis- og þróunarmálaráðherra.

Áfengisneysla skilur eftir sig stórt kolefnisfótspor og skaðar vistkerfi og vinnur því gegn markmiðum umhverfisráðherra. Með tillögum sínum er unnið gegn landbúnaðarráðherra því þær styðja fólk á villigötum í að breyta matvælum í eiturlyf og varla styður landbúnaðarráðherra það?? Dómsmálaráðherra vinnur gegn menntamálaráðherra því áfengisneysla foreldra tálmar oft menntun barnsins og margir stúdentar hafa flosnað úr námi vegna eigin drykkju. Og iðnaðar- og nýsköpunaráðherra veit að áfengisneysla veldur gríðarlegu framleiðslu- og framleiðnitapi hjá fyrirtækjum og að margur nýsköpunarsprotinn hefur drukknað í alkóhóli.

Dómsmálaráðherra vinnur gegn fjármálaráðherra því áfengisneysla kostar þjóðina gríðarlega fjármuni. Hann gæti fyrir þá fjármuni byggt nýjan Landspítala á hverju ári. Þetta samfélagslega tap ykist um yfir 30 milljarða á ári ef ÁTVR legst niður. Dómsmálaráðherra vinnur líka gegn forsætisráðherra, því hann ber ábyrgð á Heimsmarkmiðunum og áfengisneysla tálmar 14 af meginmarkmiðunum 17. Dómsmálaráðherra er í andstöðu við eigin ríkisstjórn.

Núna er október, Bleikur október, og dómsmálaráðherrra leggur fram frumvarp sem eykur neyslu á áfengi, þekktum krabbameinsvaldi, sem veldur m.a. brjóstakrabbameini.

Að lokum – nú þegar COVID geisar og eins og þeir sem þekkja til í löggæslu-, heilbrigðis- og félagsmálum benda á og vara við aukinni heimadrykkju með tilheyrandi áfengisvandamálum og auknu heimilisofbeldi þá kemur dómsmálaráðherra með frumvarp sem eykur neyslu áfengis. Hún gengur gegn tilmælum Landlæknis og gegn tilmælum Alþjóðaheilbrigðisstofnunnar, WHO, sem vara eindregið við notkun áfengis, sérstaklega nú á tímum COVID.

Það er ekkert fallegt við að berjast fyrir ítrustu viðskiptahagsmunum einkaaðila gegn lýðheilsu þjóðarinnar.

Björn Sævar Einarsson, Formaður Bindindissamtakanna IOGT á Íslandi

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#136 Kjartan Hreinn Njálsson - 12.10.2020

Sjá umsögn embættis landlæknis í viðhengi.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#137 Jóna Karlsdóttir - 12.10.2020

Frumvarp til breytinga á áfengislögum, sala á framleiðslustað mál nr. 200/2020 Birt: 28.09.2020 Dómsmálaráðuneytið Drög að frumvarpi til laga Málefnasvið: Almanna- og réttaröryggi

Vítahringur áfengis og fátæktar skapast því að áfengi hefur margvísleg skaðleg áhrif á fjárhagslega stöðu samfélags og einstaklinga á sama tíma og fjárhagsleg staða hefur áhrif á áfengisneyslu og hlutfallslega byrði vegna áfengisskaða á margan hátt. Aukin neysla áfengis í fátækum samfélögum eða meðal láglaunahópa er hindrun fyrir heimsmarkmið1. Það fé sem fer í áfengi er tekið frá nytsamlegum og sjálfbærum nauðsynjum á sama tíma og áfengiskaðinn hefur oft fátækt og heilsubrest í för með sér. Áfengi getur hrakið fólk til fátæktar og haldið því þar föngnu, fjölskyldum þeirra og heilu samfélögunum kynslóðum saman. Beinn kostnaður heimila vegna áfengisvanda er oft verulegur og iðulega vanmetinn og er mikill baggi á þróun.

Ég er þess vegna alfarið á móti auknu aðgengi að áfengi og hvet þig Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir að leggja ekki fram þetta frumvarp eða önnur í þessa átt.

Afrita slóð á umsögn

#138 Guðrún Torfadóttir - 12.10.2020

Ætlar Sjálfstæðisflokkurinn/Áslaug Arna að flytja þetta áfengisáhugamál sitt árlega?

Hvernig væri að Áslaug Arna fengi að vera á bráðamóttöku um helgi og sjá afleiðingar áfengisdrykkju sem eiga eftir að aukast ef við látum undan áfengisþráhyggju Áslaugar Örnu.

Tímasetningin er ekki góð, COVID faraldur og tilmæli landlæknis að minnka og sleppa áfengisdrykkju.

Ég hvet þig Áslaug Arna til að leggja ekki fram þetta frumvarp eða önnur í þessa átt.

Guðrún Torfadóttir.

Afrita slóð á umsögn

#139 Sverrir Óskarsson - 12.10.2020

Frumvarp til laga um breytingu á áfengislögum, nr. 75/1998, með síðari breytingum (vefverslun með áfengi).

Undanfarin ár hafa verið lögð fram frumvörp um aukið aðgengi að áfengi. Rannsóknir á tengslum áfengisneyslu og aðgengi að því, hafa gefið til kynna að tengsl eru milli aukinnar notkunar áfengis og því að hafa aukið aðgengi.

Frumvarp um vefverslun með áfengi er til þess fallið að auka enn frekar aðgengi að áfengi hér á landi.

Sérstakar áhyggjur eru af auknu aðgengi ungs fólks að áfengi. Þær áhyggjur byggja á reynslu í löndum eins og Kanada, Hollandi og Bretlandi þar sem netverslun með áfengi hefur leitt til aukinnar drykkju ungmenna.

Þá ber að nefna að aukið aðgengi að áfengi er í hróplegu ósamræmi við stefnu stjórnvalda um velferð barna og öllum áherslum í forvarnarmálum.

Með velferð barna og ungmenna að leiðarljósi er lagt hart að Alþingi að leggjast gegn þessu frumvarpi.

Sverrir Óskarsson, sviðsstjóri

Menntamálastofnun

Afrita slóð á umsögn

#140 Arnheiður Ásdís Sigurjónsdóttir - 12.10.2020

Ég er alfarið á móti auknu aðgengi að áfengi og hvet til þess að áfengissalar fái ekki forgang fram yfir lýðheilsu !

Áfengisnotkun innan fjölskyldunnar og í samfélaginu er verulegur áhættuþáttur varðandi námsárangur. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin, Fíkniefna- og sakamálaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna (UNODC) og UNESCO gefa upp fjölda áhættuþátta innan fjölskyldunnar. Má þar nefna: Neysla foreldra, geðsjúkdómar foreldra, misnotkun og vanræksla foreldra, fátækt mæðra.

Áður greindar stofnanir telja einnig upp fjölmarga áhættuþætti í samfélaginu: gott aðgengi að áfengi og öðrum vímuefnum, samfélagsvenjur þar sem neysla hugbreytandi efna telst eðlileg og námsárangur hlýtur skaða af, ónæg jákvæð samskipti við aðra fullorðna.

Áfengi er skýr áhættuþáttur fyrir öllu ofangreindu og leiðir til þess að: Foreldrahlutverkið er vanrækt og yfirgefið. Fábrotnum úrræðum er sóað í áfengi í stað hollrar fæðu, tómstunda og námsgagna. Veikindi sem til koma vegna áfengis auka á ástandið og kynda upp í vítahringnum.

Ég segi því nei við auknu aðgengi að áfengi ! Ég vil lýðheilsu í forgang !

Afrita slóð á umsögn

#141 Samtök iðnaðarins - 12.10.2020

Gott kvöld,

meðfylgjandi er umsögn Samtaka iðnaðarins um drumvarp til breytinga á áfengislögum, sala á framleiðslustað, mál nr. 200/2020.

Virðingarfyllst,

Björg Ásta Þórðardóttir,

yfirlögfræðingur Samtaka iðnaðarins

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#142 Hrefna Sigurjónsdóttir - 12.10.2020

Umsögn frá Heimili og skóla - landssamtökum foreldra um frumvarp til laga um breytingu á áfengislögum, mál nr.200/2020

Rannsóknir sem skoðað hafa áfengisneyslu í tengslum við aðgengi hafa gefið til kynna að tengsl séu milli aukinnar notkunar áfengis og þess að auka aðgengi. Frumvarp um vefverslun með áfengi er til þess fallið að auka enn frekar aðgengi að áfengi hér á landi. Með öðrum orðum þýðir aukið aðgengi aukna neyslu. Í því samhengi höfum við sérstakar áhyggjur af auknu aðgengi ungs fólks en þær áhyggjur byggja á reynslu í löndum eins og Kanada, Hollandi og Bretlandi þar sem netverslun með áfengi hefur leitt til aukinnar drykkju ungmenna. Einnig höfum við áhyggjur af heimilisaðstæðum barna sem búa við áfengisfíkn foreldra. Með velferð barna og ungmenna að leiðarljósi mælum við því gegn þessu frumvarpi og vonumst til að Alþingi geri slíkt hið sama.

Afrita slóð á umsögn

#143 Þórey Richardt Úlfarsdóttir - 12.10.2020

Ég fagna þessu fyrirhugaða frumvarpi.

Að handverksbrugghús fái að selja beint frá framleiðslustað er að mínu mati þróun í rétt átt. Þessar breytingar myndu styðja betur við íslenskan iðnað og atvinnulíf. Mörg handverksbrugghús eru staðsett úti á landi svo þetta væri til þess að halda betur utan um störf á landsbyggðinni, sem mörg hver eru staðsett þar sem telst til brothættra byggða.

Með því að leyfa netverslun og að seltja beint frá framleiðslustað gefur það minni framleiðendum betra tækifæri á jafnari samkeppni og möguleika á fjölbreyttara vöruúrvali en erfitt getur reynst minni fyrirtækjum að fá góða dreifingu hjá ÁTVR.

Margir kostir fylgja því að leyfa sölu beint frá framleiðslustað.

Það myndi styrkja rekstarumhverfi handverksbrugghúsa, framleiðin eykst og möguleikar á umhverfisvænni umbúðum batnar til muna.

Það gefur færi á því að framleiðendur væru með fjölbreyttari vöru á markaði en tímafrekt og kostaðarsamt er að fara með lítil upplög af framleiðslu í gegnum ÁTVR.

Viðskiptavinurinn fengi fræðslu og upplýsingar um vöruna sem þeir eru með í höndunum, enda eru starfsmenn brugghúsa með sérþekkingu á þessu sviðið.

Ákveðin menning hefur skapast um bjór í heiminum og er ísland þar alls ekki undanskilið. Mikil aukning er á því að ferðamenn ferðist um landið til þess að skoða handverksbrugghús og prófa vöruna þeirra en geta hinsvegar ekki tekið hana með sér heim til að njóta þar, deila með vinum og kynna land okkar og þjóð um leið.

Erfitt er að sjá hvernig það getur skaðað að selja beint frá framleiðslustað. Þeir eru eftirlits- og leyfisskildir staðir sem ber að framfylgja lögum um afgreiðslu áfengis og er jafnframt óheimilt að auglýsa sína vöru með beinum eða óbeinum hætti.

í raun breytist ekki aðgengi vörunar að öðru leiti en viðskiptavinurinn getur kosið að drekka hana annarstaðar og hefur kost á betra vöruúrvali og feskari vöru.

Að heimila netverslun áfengis myndi afnema mismun á milli innlendra og ereldnra aðilla, nú þegar er heimilt að stunda slíka verslun við erlend fyrirtæki og fá sent heim að dyrum.

Afrita slóð á umsögn

#144 Smiðjan brugghús ehf. - 12.10.2020

Sem handverksbrugghús þá er afstaða Smiðjunnar Brugghúss jákvæð til fyrirhugaðs frumvarps sem heimila mun smærri áfengisframleiðendum að selja út frá framleiðslustað beint til viðskiptavina. Rökin fyrir því að leyfa þessa sölu eru eftirfarandi:

- gæði; handverksbjór og áfengi er ferskvara og bera að höndla sem slíka. Í flestum tilfellum ber hans að neyta sem styst frá framleiðsludegi og geyma þangað til við kjöraðstæður. Framleiðenda er best treyst til að sinna því.

- úrval og tími á markað; sala á áfengi til neyslu heima við þarf nú lögum samkvæmt að fara í gegnum ÁTVR. Fyrirkomulagið þar er almennt ekki sniðið að því að taka inn nýja vöru með litlum fyrirvara, koma fljótt í dreifingu, eða selja á sérstöku landssvæði, t.d. utan höfuðborgarsvæðisins. Sala beint frá framleiðslustað myndi því auka sveigjanleika til að hafa meiri fjölbreytni og ferskari vöru á markaði.

- betri afkoma; um 20% af verði í verslunum ÁTVR vegna söluþóknunar. Sala beint frá framleiðslustað myndi skila þessu beint til framleiðenda og styðja þannig við þeirra afkomu.

- kolefnispor; í einhverjum tilfellum þá krefst sala gegnum ÁTVR þess að vara sé send til Reykjavíkur til dreifingar. Fyrir brugghús úti á landi, sem á mest undir sölu á sínu markaðssvæði, er þetta óþarfa kostnaður, auk þess sem þetta eykur kolefnisspor.

- vörn á tímum Covid; ástandið 2020 hefur sýnt að markaðir handverksbrugghúsa fyrir vörur geta lokast oft og án fyrirvara. Möguleiki á að geta afgreitt vöru beint til viðskiptavinar myndi hjálpa mikið til og styðja við rekstrargrundvöll smárra framleiðenda, hjálpa við að halda starfsfólki á launum og tryggja afkomu þeirra.

- Fyrir okkur þá höfum við á okkar stutta tíma í rekstri fengið gífurlegt magn af bjórferðalöngum, það er að segja fólki sem ferðast milli landa til þess að smakka bjóra og skoða brugghús en að sjálfsögðu eru þau þá einnig að skoða land og þjóð. 
En að við getum ekki selt þeim vöruna beint út úr húsi heldur þurfa að benda þeim á að fara í einhverja af Vínbúðunum sem gæti jafnvel ekki hentað þeim og þannig misst sölu, en þá missum við af því að þessir ferðamenn geti ekki tekið vöruna til síns heimalands og kynnt vöruna fyrir fleiri áhugasömum sem gætu haft í huga að skoða okkar vörur eða jafnvel að koma og skoða landið okkar.

Þó eru einstaka atriði í frumvarpinu sem mætti bæta:

- framleiðendur sem ekki framleiða bjór eru undanþegnir framleiðslusöluleyfi á grundvelli þess að þeir gera ekki áfengi úr möltuðu eða ómöltuðu korni. Fremleiðendur áfengis eins og mjaðar sem gerður er úr hunangi, síder úr eplum, vín úr berjum og öðrum hráefnum, væri þá útilokaðir frá fremleiðslusöluleyfi

- hámark 500 þúsund lítra ásframleiðsla á bjór útilokar stærsta sjálfstæða handverksbrugghús landsins frá því að fá framleiðslusöluleyfi. Réttast væri að miða við 1 milljón lítra eins og Samtök íslenskra handverksbrugghúsa gera fyrir aðild að þeim samtökum, sem þó er ekki nema um 3,5% af íslenska bjórmarkaðinum

- hámark 12% áfengismagns af rúmmáli útilokar þá framleiðendur sem gera eimaða drykki, þó svo þeir séu gerðir alfarið á framleiðslustað úr möltuðu eða ómöltuðu korni. Framleiðendur sem gera eimaða drykki frá grunni, í stað þess að flytja inn iðnaðarspíra til eimingar, ættu að geta fengið framleiðslusöluleyfi eins og aðrir sem gera sitt áfengi frá grunni

Afstaða Smiðjunnar Brugghúss til netverslunar með áfengi er að við styðjum það heils hugar, enda getur það varla staðist jafnræðisreglu að íslenskir neytendur geti keypt vörur af erlendum brugghúsum og fengið sent heim til sín en ekki fengið að versla við íslensk brugghús.

Smiðjan Brugghús fagnar því að þetta frumvarp komi fram nú og verði virkjað sem fyrst. Það mun styrkja og styðja rekstur smárra framleiðenda eins og Smiðjunnar Brugghús, á tímum Covid og til framtíðar, eins og staðan er núna þá hafa tekjurnar minnkað um 70% á síðustu mánuðum miðað við síðasta ár en það mun einnig leiða til meiri gæða hjá neytendum sem fá ferskari og fjölbreyttari vörur á hagkvæmari hátt fyrir þá og umhverfið.

Afrita slóð á umsögn

#145 Halla Sigrún Mathiesen - 12.10.2020

Meðfylgjandi er umsögn Sambands ungra sjálfstæðismanna.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#146 Bölgerðin ehf. - 12.10.2020

Við hjá Böl Brewing fögnum þessu frumvarpi sem dómsmálaráðherra leggur fram. Þetta frumvarp er mikilvægt skref til að tryggja handverksbrugghúsum lífæð á þessum óvissutímum sem við lifum nú við, sem og skref í átt að nútímanum. Þrátt fyrir að handverksbrugghús á landinu eru nú yfir 30 talsins er framleiðsla þeirra á svo litlum skala að hún hún bliknar í samanburði við stærstu tvo framleiðendurna (Ölgerðina og Víking). Árið 2019 seldu stóru framleiðendurnir tveir 97% af öllum bjór í Vínbúðinni sem framleiddur var á Íslandi, eða um 11,2 milljón lítra. Litlu brugghúsin telja því aðeins örlítið brot af heildarsölunni og er erfitt að keppa við svo stóra framleiðendur. Með því að leyfa sölu beint frá framleiðanda, hvort sem er í gegnum netverslun eða á framleiðslustað, er hægt að halda stærri hluta tekna hjá brugghúsunum, sérstaklega í því erfiða rekstrarumhverfi sem hefur verið undanfarið vegna heimsfaraldurs Covid.

Bjór beint af býli

Stór ástæða þess að gróska hefur verið hjá handverksbrugghúsum um allt land er vegna mikillar aukningar í ferðaþjónustu á landinu. Brugghús hafa sprottið upp um allt land og bjóða flest þeirra gestum og gangandi sýnisferð um brugghúsið og að kaupa sér bjór á bar á staðnum. Viðskiptavinirnir mega þó ekki kaupa flöskur og dósir til að taka með sér heim, heldur þurfa þeir að fara í Vínbúðina til þess að geta keypt vörur brugghússins sem heimsótt var. Þetta er oft ekki hægt, þar sem Vínbúðirnar eru ekki alltaf staðsettar í sömu bæjum og brugghúsin og oft með takmarkaðan opnunartíma. Það að brugghús geti selt viðskiptavinum beint er mjög mikilvægt í tengslum við þessa þjónustu. Vínbúðin, þrátt fyrir að veita mjög góða þjónustu, getur ekki sinnt þörfum litlu brugghúsana og þeim sem heimsækja þau í sama mæli og þeirra stóru.

Bætt bjórmenning

Bjórmenning á Íslandi hefur breyst mikið á síðustu árum. Þekking á bjórstílum hefur aukist til muna og með því eftirspurn eftir ferskum bjórum. Sem dæmi þá innihalda bjórar í IPA stíl mikið magn af humlum og eru bragðbestir og eftirsóknarverðastir strax og þeir eru tilbúnir. Þeir hafa líftíma í um 30 daga og er slíkur bjór því ferskvara.

Það er erfitt selja ferskan IPA, og fleiri sambærilegar bjórtegundir, í gegnum ÁTVR. Það tekur allt að 3 vikur að fá nýja vöru samþykkta í Vínbúðinni og síðan tekur nokkra daga til viðbótar að fá bjórinn í dreifingu. Bjórinn er því útrunninn áður en hann kemst í hilluna.

Til hliðsjónar við þetta mætti ímynda sér að það væri einokun á sölu á brauði hjá Ríkinu, Brauð- og snúðaverzlun Ríkisins (BSVR). Ef bakari ætlaði að koma með nýja tegund af Normalbrauði þyrfti hann að fara í gegnum sambærilegt ferli og hjá ÁTVR. BSVR myndi þurfa að móttaka umsókn, fá sent sýni og loks þegar bakarinn væri búinn að fá samþykki fyrir nýja brauðinu væri upplagið sem hann bakaði orðið þurrt og hart þegar það kæmist í hillur BSVR.

Vínbúðin hefur þar að auki takmarkað hillupláss og það er hörð barátta um pláss í reglulegri dreifingu. Það er sérstaklega erfitt fyrir litla framleiðendur sem geta ekki framleitt í sama magni og þeir stóru. Það væri mikil búbót fyrir handverksbrugghús að geta framleitt bjóra í litlu magni og afhent beint til sinna viðskiptavina hvort sem það væri á framleiðslustað eða með vefverslun.

Með breyttu fyrirkomulagi má minnka kolefnisfótspor dreifingarkeðjunnar. Framleiðendur gætu afhent viðskiptavinum vörurnar beint, en samkvæmt fyrirkomulaginu í dag þurfa framleiðendur að senda allar vörur fyrst í vörumiðstöð ÁTVR í Reykjavík. Þær fara þaðan í dreifingu, og eru jafnvel sendar aftur til baka í hillur Vínbúðanna nálægt upprunalega framleiðslustaðnum. Ef viðskiptavinir gætu keypt beint af brugghúsunum myndi þessi leið styttast. Einnig eru til endurnýtanlegar flöskur (e. growler) sem má fylla á og koma í veg fyrir óþarfa sóun á umbúðum.

Kæfisvefn í Covid

Það hefur aldrei verið mikilvægara fyrir íslensk brugghús að geta selt beint til viðskiptavina eins og á þessum óvissutímum sem við lifum á núna. Covid-faraldurinn hefur haft gríðarlega slæm áhrif á brugghúsin, sem mörg eiga erfitt með að halda rekstrinum gangandi. Markaðurinn hefur verið svæfður með lokun kráa og fækkun ferðamanna hefur valdið miklum samdrætti í sölu.

Heimsending á matvöru og veitingum hefur aukist gríðarlega í Covid-faraldrinum því að fólk vill forðast að vera á almannafæri í samneyti við aðra þar sem smithætta er til staðar. Flest brugghúsana hafa tök á að selja bjór beint til viðskiptavina með heimsendingu í gegnum póstþjónustu eða heimkeyrslu, gegn framvísun skilríkja. Covid-aðgerðir, mikilvægar sem þær eru, eru að kæfa handverksbrugghúsin og væri vefverslun mikilvæg lífæð.

Enginn mun selja börnum áfengi

Háværar raddir hafa heyrst frá félagasamtökum og áhyggjufullum foreldrum um að með þessu frumvarpi verði stigið skref aftur í forvörnum og að áfengi muni nú flæða óheft til ungmenna. Þetta er algjör fjarstæða, það virðist gleymast í umræðunni að flestir þeirra sem starfa hjá brugghúsum og heildsölum landsins eru sjálfir foreldrar og hafa engan áhuga eða vilja til að selja börnum áfengi. Reglurnar og eftirlitið í kringum þetta verða strangar og mun vera hart tekið á brotum á þessum lögum með viðeigandi leyfissviptingum.

Rannsóknir hafa sýnt að aukið aðgengi að áfengi eins og t.d. með netverslun hefur ekki haft marktæk áhrif á lýðheilsu í þeim ríkjum sem létt hefur verið á höftum á sölu áfengis. Til dæmis má nefna rannsókn sem var gerð í Finnlandi. Eftir að sala á áfengi var leyfð í matvöru- og sérverslunum jókst sala á áfengi örlítið, en það hafði ekki marktæk áhrif á lýðheilsu Finna (https://doi.org/10.1016/j.healthpol.2019.10.009).

Gagnrýni á frumvarpið

Frumvarpið í þeirri mynd sem það er núna er mjög gott, en þó ekki gallalaust. Það eru nokkur ákvæði sem við viljum vekja athygli á að mætti bæta.

Ákvæði um að einungis megi selja áfengi á framleiðslustað þar sem áfengi er framleitt úr byggi hamlar framleiðslu á öðrum handverksvörum sem eru af svipuðum toga. Mjöður, sem á langa og ríka arfleið í íslenskri sögu, væri t.d. undanskilin við lögin og mætti framleiðandi eins og Öldur (meðlimur í Samtökum íslenskra handverksbrugghúsa) ekki selja sinn mjöð. Eins hefur sala á hörðu sódavatni (e. Hard seltzer) rokið upp í Bandaríkjunum og Evrópu. Hart sódavatn er venjulega um 4-6% í áfengisprósentu, gerjað úr sykurvatni og bragðbætt með ávöxtum. Það eru mikil tækifæri fyrir framleiðslu á slíkri vöru og framleiða mörg brugghús erlendis þennan drykk. Hann er kolvetnasnauður og hafa vinsældir hans aukist um mörg hundruð prósent á síðust árum. Þetta ákvæði lokar líka á nýsköpun í áfengisframleiðslu. Hægt væri að framleiða áfengi úr ýmsu öðru en byggi, en með þessu fyrirkomulagi mætti ekki selja það beint til neytenda.

Ákvæði um að einungis megi selja áfengi sem er 12% eða minna heftir framleiðslu á sérstökum tunnuþroskuðum bjórum. Tunnuþroskaðir dökkir stout-bjórar eru munaðarvara sem er látin þroskast á eikartunnum í allt að tvö ár. Þeir eru framleiddir í litlu magni sökum þess hve tímafrekt er að brugga þá og eru kjörin vara til að selja beint úr brugghúsi. Ef takmörkin væru hækkuð úr 12% í 13% væri hægt að selja þessa bjóra á framleiðslustað, þar sem mjög algengt er að þeir séu um 12,5% að styrkleika.

Ákvæði um að ársframleiðsla brugghúsa skuli vera undir 500 þúsund lítra er of heftandi. Þriðja stærsta brugghús landsins er Kaldi á Árskógssandi. Þar eru framleiddir rétt yfir 500 þúsund lítrar og starfrækt glæsilegt brugghús sem er mjög vinsæll áfangastaður á Norðurlandi. Það væri afar ósanngjarnt ef það mætti ekki selja áfengi á framleiðslustað þar. Þrátt fyrir að vera þriðja stærsta brugghús landsins nær framleiðsla þess ekki 2% af seldu áfengi í ÁTVR á ársgrundvelli. Þetta heftir einnig möguleika annara minni brugghúsa til að stækka. Okkar tillaga væri að þetta yrði hækkað í 1 milljón lítra.

Við fögnum þessu frumvarpi og teljum það vera skref í átt að nútímanum. Áfengi mun ekki flæða frjálst og hömlulaust til ungmenna landsins og spilla lýðheilsu, heldur mun það efla menningu landsins og færa hágæða handverksbjór sem framleiddur er af ástríðu til landsmanna.

Axel Paul Gunnarsson,

Stjórnarformaður Böl Brewing.

Afrita slóð á umsögn

#147 Sveinn Sigurðsson - 12.10.2020

Það verður að teljast einkennilegt að frumvarp sem þetta hafi ekki verið samþykkt fyrir löngu, þarna er verið að aðstoða handverk að koma á betri kynnum við neytendur sína, ekki er það aðeins til þess að auka sölu heldur einnig að auka þekkingu á handverki.

Eins og staðan er i dag er erfitt fyrir smærri brugghús að koma vörum sínum í mikla dreifingu, bæði i Vínbúðinni og á veitingastaði og bari vegna mikillar einokunnarstöðu sérstaklega á veitingamarkaði hjá stærri brugghúsum.

Smærri brugghúsin eru með aðeins með örfá prósent af allri sölu sem er í Vínbúðunum og líklega mun minna á veitingamarkaði. Með þessu er hægt að auka fjölbreytni á störfum í brothættum byggðum, sem oft á tíðum hafa orðið föst í einni eða fáum atvinnugreinum.

Með því að leyfa sölu frá brugghúsi beint til neytenda getur neytandinn öðlast meiri þekkingu á bæði vöru og sögu brugghússins á staðnum eða þá bara í gegnum netverslun heldur en er möguleg í dag.

Bjórferðamennska er eitthvað sem einnig hefur verið mikil aukning á síðustu ár í heiminum og fyrir lítil brugghús út á landi að fá hóp í brugghústúr en að geta ekki selt þeim vöruna sem við er verið að kynna er ansi skrítið. Sem einn af eigendum og stofnendum Smiðjunnar Brugghúss þá verð ég að segja að í ansi mörg skipti sem við höfum fengið erlenda bjórferðalanga í heimsókn til okkar þá finnst þeim það álíka heimskulegt að bjór hafi verið bannaður á Íslandi til ársins 1989 og að við megum ekki selja þeim vöruna okkar til þess að taka hana með síns lands og kynna hana þar.

Ég fagna þessu frumvarpi og vona að þetta muni aðstoða íslensk handverksbrugghús til þess að halda velli í þessu ástandi sem er í dag og einnig til þess að þau fái meiri viðurkenningu á sínum vörum bæði á Íslandi og erlendis.