Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 28.9.–9.10.2020

2

Í vinnslu

  • 10.10.–18.11.2020

3

Samráði lokið

  • 19.11.2020

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-201/2020

Birt: 28.9.2020

Fjöldi umsagna: 9

Drög að frumvarpi til laga

Matvælaráðuneytið

Nýsköpun, rannsóknir og þekkingargreinar

Drög að frumvarpi til laga um Tækniþróunarsjóð

Málsefni

Með frumvarpi þessu eru ákvæði um Tækniþróunarsjóð flutt í sérlög þar sem til stendur að fella brott lög nr. 75/2007 þar sem kveðið er á um Tækniþróunarsjóð í II. kafla.

Nánari upplýsingar

Aðaltilgangur frumvarpsins er sá að flytja ákvæði um sjóðinn í sérlög svo tryggður sé lagagrundvöllur undir starfsemi hans.

Þá felst í frumvarpinu einnig að ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og félags- og barnamálaráðherra munu setja á fót samkeppnissjóð um byggingar- og mannvirkjarannsóknir. Sjóðurinn verður fjármagnaður sameiginlega af ráðuneytunum og áherslur sjóðsins munu einkum snúa að samfélagslegum áskorunum í byggingariðnaði, svo sem rakaskemmdum í mannvirkjum og aðgerðum til lækkunar kolefnisspors. Með stofnun slíks sjóðs er leitast við að opna opinbert styrkjaumhverfi fyrir fleiri aðila úr háskólasamfélagi og atvinnulífi og stuðla að auknu samstarfi við erlenda rannsóknaaðila. Þá verður sérstakt fagráð byggingarrannsókna sett á fót tímabundið sem verður ráðgefandi um fagleg málefni við úthlutanir til byggingarannsókna. Fagráðið skal skipað til tveggja ára, þ.e. til áranna 2021-2023. Gert er ráð fyrir að á þeim tíma muni framtíðarsýn sjóðsins skýrast frekar og framtíðarfyrirkomulag hans verði útfært en lagt er upp með að ábyrgð á rannsóknum og prófunum í byggingariðnaði flytjist til félagsmálaráðuneytis enda heyrir málefnasvið mannvirkja þar undir.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Tenging við önnur mál (1)

Umsjónaraðili

Skrifstofa ferðamála og nýsköpunar

postur@anr.is